Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.08.1946, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. ÁGÚST 1946 Heimakringla (Stofnuð 18SS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 7. ÁGÚST 1946 Hátíðarhaldið að Gimli Tæplega gátu stjórnarvöld náttúruaflanna verið hliðhollari þeim, er fyrir íslendingadagshaldinu stóðu, eða þeim 4—5 þúsuncf gestum er hátíðina sóttu, en þau reyndust síðastliðinn mánudag að Gimli. Hvergi sást skýhnoðri í lofti, og hið bjartasta og yndislegasta veður, er á varð kosið frá morgni til kvölds. Var því engu ískyggilegu veður-útliti til að dreifa, er dragi úr aðsókn eða ánægju hátíðargestanna. Var og óvenjulegur fjöldi manns kominn á vettvang þar snemma dags. Hinar venjulegu íþróttir fóru fram til hinnar mestu ánægju bæði þeim ,er keptu, og þeim fjölda er á horfði. Mun skrá yfir þá, er verðlaun unnu í íþróttunum birtast bráðlega. Laust eftir kl. 2 e. h. hófust hin reglubundnu hátíðarhöld á hinu smekklega fánum skreytta svæði, er skemtiskrá dagsins fer fram á, undir mjög röggsamlegri stjórn Steindórs Jakobssonar, forseta íslendingadags-nefndarinnar. Er sannarlega góðra gjalda vert, er forsetar dagsins lengja ekki ræðuhöldin, sem venjulega eru nægilega löng, með stórkost- lega miklu innleggi frá sjálfum sér — nærri því hversu gott sem það kynni að vera. Framkoma fjallkonunnar, (frú Pearl Johnson) var hin ákjós- anlegasta í alla staði. Hið langa og fagra ávarp, flutti hún tígulega og sérlega áheyrilega, og mátti það með ágætum kallast, er tekið er tillit til, að þelsi unga kona er fædd og uppalin í þessu landi. Hið annað er fram fór á skemtiskránni var með svipuðum hætti og á undanförnum íslendingadögum. Karlakórinn lífgar æfinlega upp við öll tækifæri. Ræður gesta og ákveðinna ræðumanna með líku móti og vant er. Þó má að verðugu geta þess, að Islandsminni séra Halldórs E. Johnson var með afbrigðum snjalt, og 9körulega flutt. Er vonast til að hægt verði að birta það hið allra fyrsta — einnig kvæðin, er flutt voru hið bezta, og hin önnur ávörp. í>á er enn ótalið það atriði hinnar ágætu skemtiskrár, er var aðal-aðdráttarafl hátíðarinnar, en það var söngur hr. Guðmund-. ar Jónssonar frá Los Angeles, Cal. Get eg tæplega hugsað mér, að nokkrum þeim er á hann hlýddu hafi dulist, að hér var mikill söngvari á ferð. Söng hann þrisvar sinnum á skemtiskránni 4—5 lög í einu við svo mikla hrifningu hlustenda, að fátítt er; einnig söng hann um kvöldið á samsöngnum (Community Singing), og var ekki sýnt að mannfjöldinn ætlaði nokkurntíma að sleppa honum. Rödd hans hin mikla, djúp og magnþrungin, en blæþýð og þjálfuð, hreif áheyrendur undir eins við fyrstu tóna. Fyrri hluti söngva hans var á íslenzku; flest af þeim lögum gamlir kunningj- ar — klæddir nýjum töfrabúningum í túlkun og meðferð söngvar- ans. Eigi minnist eg þess þó, að hafa fyr heyrt sungið hér vestra ^ lag við hin ógleymanlegu vers Jóhanns skálds Sigurjónssonar, I “Einn sit eg yfir drykkju”. Engu síðri var meðferð söngvarans á þeim lögum, er hann söng bæði á ensku og rússnesku. Valdi hann sannarlega ekki af verri eða léttari endanum, er hann tók fyrir hina frægu, hugð- næmu negrasöngva, eins og t. d. “Deep River” og “Lullaby”, söngva, er hinir víðkunnu söngvarar Paul Robeson og Nelson Eddy hafa gert ógleymanlega. Get eg ekki skilið, að neinum hafi blandast hugur um, að meðferð Guðmundar var snildarleg á þessum lögum, og aldrei hefi eg orðið eins hrifinn af “The Volga Boatman” eins og nú, á frummálinu, og hefi eg þó heyrt það lag sungið fyr á rússnesku. ÁVARP FJALLKONUNNAR Flutt af frú Pearl Johnson að Gimli, Man., 5. ágúst 1946. Þar sem þér eruð nú saman komnir á þessum sögulega stað til þess einu sinni enn að halda hátíðisdag sem við mig er kendur, er mér það hugljúft að ávarpa yður til að votta yður kærleika minn, og lýsa blessun minni yfir yður. Flestir dagar í lífi voru deyja fljótt, en þeir daga sem ekki deyja strax lifa léngi. Þessir dagar sem þér helgið mér á ári hverju eru mér ódauðlegir og ógleymanlegir. Ræktarsemi yðar við mig fyrn- ist ekki, og æfintýrið yðar í Vesturheimi er ódauðlegur þáttur í minni eigin sögu. Á þessum hátíðisdegi stöndum vér sem fyr, andspænis minningum hins liðna, og veruleika nútímans. Eg sé yður ann- arsvegar í móðu fortíðarinnar, en hins vegar í björtu dagsljósi líðandi stundar. Sá þáttur sögu minnar sem hófst með burtför yðar frá ströndum mínum og fjalladölum var vígður eldraun sársaukans, en sá sársauki er nú löngu horfinn fyrir móðurleg- um metnaði. Eins og allar mæður fyr og síðar tók mig það sárt að horfa á eftir svo mörgum af yður börnum mínum, út í óviss- una. En nú er mér það löngu ljóst sem mér var þá að mestu hulið, að í stað þess að verða fátækari við burtför yðar, hefi eg orðið að mun ríkari. Sagan dæmir öðruvísi en samtíðin. Nú er landnám yðar í Vesturheimi ekki lengur dæmt af hita þeirrar samtíðar sem þér hurfuð frá er þér kvödduð mig. Sagan er komin, og nú dæma menn um æfintýri yðar út frá rólegum röksemdum hennar. Og dómur sögunnar er sá, að hið nýja landnám yðar sé einn merkasti þátturinn í þúsund ára þjóðlífi mínu. Við það að frétta um afrek yðar, dáðir yðar og dreng- skap hefir mér aukist sjálfstraust, svo að eg ákvað eftir langa baráttu, að heimta aftur að fullu mitt forna frelsi. Þótt eg hafi um aldir, alið börn mín í fátækt, og fóstrað þau við harðan kost, er það nú ljóst, ekki sízt af framsókn yðar vestan hafs, að stofninn er góður, að Islendingurinn reynist jafnan sannur, og sjálfum sér trúr, hvar í heimi sem hann dvelur. Hvort með heimalands strönd eða langt út í lönd á hann leið yfir ólgandi flóð gegn um vöku og draum fléttar trygðin þann taum sem tengir við land sitt og þjóð. Þegar hætt reynist för þegar kröpp reynast kjör verpur karlmennskan íslenzka bjarma á hans slóð. f> 1 dag horfi eg þakklátum og stoltum augum yfir þennan glæsilega hóp afkomenda minna, alt frá frumherjanum til æskunnar í þriðja og fjórða lið. Samt er mér það að fullu ljóst að eg á ekki lengur allan hug yðar. Þjóðfánar tveggja stór- velda sem blakta hér við hún, eru meðal annars vottur þess. Það eru hinir fögru fánar kjörlanda yðar sem hafa borið yður á brjóstum sínum, og veitt yður svo ríkulega af gnægð sinni. Athafnalíf og áhugamál yðar og barna yðar eru að sjálfsögðu tengd þessum löndum sem þér byggið, og þeim þjóðum sem þér nú heyrið til. Þessum löndum skuldið þér fulla þegnhollustu, og hana munið þér leysa af hendi með prýði eins og þér hafið ávalt gert í hagsæld jafnt sem í erfiðleikum. Eg samgleðst yður sem hafið heimt syni yðar heim af heljarslóð, en græt með hinum sem sakna þeirra er til þess voru kvaddir, að leggja alt í sölurnar fyrir málstað friðar og mannréttinda. Eg finn til metnaðar af frækilegri framgöngu þeirra allra, og bið þess, að varanlegur friður á jörðu megi verða ávöxtur af striti þeirra og fórnum. Þér hafið helgað þessa grund með starfi yðar, blóði yðar og tárum. Hér er framtíð yðar, og eg óska þess að hún megi verða björt og fögur. En um leið og þér horfist í augu við framtíðina, nemið þér staðar á hátíðisdögum eins og þessum, og einnig oft á hljóðum stundum, horfið um öxl og minnist mín. Samband mitt við yður er þrátt fyrir alt ofið óteljandi þáttum, sem hvorki fjarlægð í tíma né rúmi fær rofið. Eins og eg er með yður í anda, svo eruð þé/ og með mér. Þér hafið jafnan glaðst yfir velgengni minni, og þér hafið einnig tekið þátt í sorgum mínum og erfiðleikum. Fyrir alt þetta votta eg yður innilegar þakkir. Og nú vildi eg láta þá von í ljósi að þessi gagnkvæmi kærleikur megi eflast enn um langan aldur. Kærleikurinn er ekki háður landamerkjalínum, tungutaki, atvinnuvegum, eða neinum ytri kringumstæðum. Hann er það afl sem þarf að ráða í sambúð allra þjóða. Sem yðar aldna móðir vil eg því gefa yður eitt heilræði: Elskið umfram alt lönd framtíðarinnar sem þér byggið nú, og helgið þeim óskifta krafta yðar. En haldið einnig við minningunum sem tengja yður við stofn yðar og uppruna. Sú kemur tíð að saga hinna ýmsu þjóða sem hér eiga samruna, verður skráð. Þá langar mig til að yðar og mín verði getið, að þá megi með sanni segja: “Þó að margt sé gleymt og glatað, geymist fram á þessa stund, insti kjarni ís- lendinga, ofurkapp og víkingslund.” Þegar nú hugðnæm, og með afbrigðum látlaus og hógvær framkoma söngmannsins bætist við þróttmikla og yndislega rödd og túlkun viðfangsefna, er eigi að undra þótt hann gæti sagt með fullúm rétti eins og gamli Cæsar forðum: “Eg kom, eg sá, eg sigraði.” Já, Guðmundur Jónsson sigraði áreiðanlega hjörtu allra þeirra þúsunda, er á hann hafa hlustað hér norðan landamæranna. Með innilegum þökkum er hann kvaddur, og ósk og von um endur- fundi í mjög nálægri framtíð. Svo endaði þá þessi indæli dagur með fjörugum dansi, í danshöll lystigarðsins. Dagurinn varð áreiðanlega þeim, er fyrir honum stóðu, og mest unnu að honum til sóma, og vonandi öllum er hann sóttu, til gleði og gagnsemdar, og er þá takmarkinu náð, því, svo eiga allir íslendingadagar að vera. Guð blessi yður, börn mín og barnabörn í Vesturheimi. Megi hróður yðar aukast, og alt ganga yður til vegs og gæfu. Mánudaginn 5. þ. m. komu þau hjón Ragnar Ólafsson, hæstarétt- arlögmaður frá Reykjavík og frú Kristín (Johnson) Ólafsson kona hans til borgarinnar. Búast þau hjón við að dvelja hér um slóðir 3—4 vikna tíma. Frú Kristín er fædd og uppalin hér í landi, og dvaldi um allmörg ár hér í Winnipeg. Hún er dóttir þeirra hjóna Hinriks Johnson (nýlátins), er lengi rak búskap við Ebor, Man., og frú Oddnýjar Ásgeirsdóttur John- son, er heima á þessari borg. Ragnar lögmaður Ólafsson er bróðursonur frú Guðrúnar Ás- geirsdóttur Johnson, konu Finns Johnson, Ste. 14 Thelmo Man- sions, hér í borg, og frú Kristín er systurdóttir hennar. Heimskringla býður þessa góðu gesti frá Islandi velkomna hingað vestur, og óskar þeim á- nægjulegrar heimsóknar hjá ætt- ingjum og vinum. MINNI CANADA Flutt að Gimli, 5. ágúst 1946 af Paul Bardal Gatherings such as this have We should remember with spec- ial pride the men, who, as a rac- ial group, in the period of 1900 to 1915 gained such scholastic honours in our colleges and un- iversities, as had never been a two fold purpose. Social in done before and has never been the sense that here friend meets repeated. friend, and second, that on these j Our Canadian friends no doubt occasion we renew our pledge ^ imagine that in the conduct of of respect and affection for the our strictly community affairs old land; Iceland. Our loyalty everything would be in peace and devotion to Canada. This and harmony. That is not wholly has become the yearly custom! so. One important element is of all racial groups including lacking in our otherwise admir- those from the British Isles. We able characteristics, that qaulity Icelanders have a very particular of spirit that has made great and reason for so doing, as in a mat- j enduring, both British law and erial way, we brought so little British Nation, and that is the with us, and have gained so' ability or the spirit of comprim- much. Literally speaking, we jSe. It has been a matter of life brought nothing but the clothes j long observation that we individ- we were wearing. Nor were ually insist that our opinion is there among us, agriculturalists,' always the right one. I so well gardeners, doctors, lawyers' remember my uncle, Dr. Bjorn- scientists or artists. There were son, who more in sorrow than however carpenters, stone mas- [ ridicule often used to say that ons and blacksmiths, fishermen every Icelander carried at his yes. They had to acqire the tech- mental masthead a banner on nique of fishing on inland wat- which was inscribed “Aldrei að ers, and indeed they developed Víkja.”, Rugged individualism is the devices that today make admirable in its place but not winter fishing possible. We when it results in among other brought, strong resilient bodies. things that our churches and our If it can be said of one race that newspapers would probably not 'hey are truly the survival of the exist long, without the financial fittest, it will be said about the j support they recieve from sourc- Icelanders. Plague, famine and es outside of the borders of our pestilence had been their lot foi Dominion. centuries on end. I recently saw j As I stated earlier in my re- a statement, that if given half marks we have so much to be favorable climatic and economic thankful for. Generally speak- conditions some five to seven ing our economic position is a times as many Icelanders as here little above the average, but are living, would be living to- more important, we have gained day. ! the respect and affection of our To guide these strong bodies,! fellow Canadians, by our contr- they brought keen minds, a pass- ibutions to the national welfare ion for learning, rugged individ- j at home and abroad. ualism and an ages long practise | I have spoken of our pioneers, and belief in democratic ideals.' and our first native born sons Last but co-equal with strong and daughters. bodies and keen minds, theyj May I now on your behalf, paY brought with them a deep and humble tribute to young men ot reverent faith in God. Thatjthis generation who acquitted simple trust and piety which themselves with distinction i« has sustained them to this day.! World War II. There were Ice- It seems to me so well express ed in this verse: ! landers in all services on every battlefront. The last resting l places may be found in Norm- I said to the man who stood at andy> Italy> North Africa’ Th^ the gate of the year jNear and Middle East- Hong “Give me a light that I may tread KonS and as wel1 in a11 theatre. safely into the unknown , of war in the Pacific as menaherS And he replied, “Go out into the of the United Stafes forces- , darkeness j 1 think they fouSht not only And put your hand into the hand as Canadians and Americans defence of their countries, but they also felt that by their valoi and sacrifice, they were payiuS of God That shall be to you better than light And safer than known way. This quotation was used by His Majesty King George VI in a large instalment on the debt which we Icelanders owe to Canada and the United States. Boundless indeed have beeu his Christmas message in 1939: oim thanks and appreciation since they returned, but. I re" “In the transition from Iceland spectfully suggest, that some' to the New World I feel that thing more tangible' than words some precious simple elements alone, should serve as a memor- of our faith were lost”. ial to those who died, and a trib- 1 ute to those who returned. For my boyhood recollectiou j What I have said so far migbt of the sermons preached from well be considered as the iijtro- our pulpits, is that of a wrath- duction of a formal “Toast T° ful God punished transgressions Canada”; I could speak of the both here, and hereafter. I have proud position she now enjoys often wondered whether this in world affairs, the amazing grim Christianity was not basic- wartime achievements of her ally the cause of our religious people, home and abroad. But division today. jLadies and Gentlemen that has If one word could best explain been done by more authorative our success in this Canada of voices than mine, and in lang' ours, it is that strong simple uage I could not hope to equal- word, work. Our pioneers out- I can but with you echo theu worked the Canadian of that sentiments. So in closing may 1 day. I sometimes think they say, that it is my humble opinmn were objects of pity and deris- j that in the simple act of being ions, these fool foreigners who good citizens, we can best dem- always did more than was expect onstrate our respect and affec^' | ed of them. But this willingness ion to Iceland our loyalty an to work paid big dividends: the devotion to Canada, in the years I section hand became a section to come. | forman. Thq farm labourer, the jfarm owner. The clerk, the [merchant. The carpenter, the 800 Sigurður S. Anderson Lipton St., hefir tekið að sér inn builder and contractor. The j köllun fyrir Hkr. í Winnipeg- student, the professional man. j Áskrifendur eru beðnir að minn The last named group did more, ast þessa og frá þeirra hálfu gera perhaps, to gain us favorable j honum starfið sem greiðast. recognition, than anything else. j Símanúmer hans er 28 168.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.