Heimskringla - 14.08.1946, Side 3

Heimskringla - 14.08.1946, Side 3
WINNIPEG, 14. ÁGÚST 1946 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Næst las Miss S. Vídal, for- maður útbreiðslumálanefndar- innar, sína skýrslu. Hún sagði að nefndin hafi starfið að því að vekja eftirtekt á, og áhuga fyrir þeim ritum sem aðallega fjalla um okkar áhuga mál. Til dæmis, Christian Register, kirkjublaði The American Unitarian As- sociation, Boston; The Alliance World, gefið út af General Alli- ance of Unitarian Women, og svo Brautinni, okkar eigin kirkjuriti. Sagðist henni finnast það nauð- synlegt að við lesum þessi og önnur blöð til þess að geta fylgst með okkar eigin kirkjumálum. Mrs. P. S. Pálsson lagði til og Mrs. Th. Peterson studdi, að skýrsla Miss Vídals sé viðtekin með þakklæti. Samþykt. Þá næst lásu fulltrúar skýrsl- ur sínar, og skýrslurnar sýndu að, auk þess að styrkja söfnuð og sunnudagaskóla, hafa kvenfé- lögin styrkt Red Cross, Sumar- heimilið, Unitarian Service Com- mittee, lagt peninga í prests- námssjóð og hjálpað sjúkum og fátækum hver í sínu bygðarlagi. Tillaga Mrs. B. E. Johnson, studd af Mrs. J. F. Kristjánsson að skýrlsurnar séu viðteknar. — Samþykt. Tillaga frá Mrs. P. S. Pálsson studd af Mrs. G. Árnason að fundi sé frestað til kl. 2 e. h. — Samþykt. • Fundur var settur á ný kl. 2.30 e. h. Mrs. B. E. Johnson, féhirðir Winnipeg-deildar, Unitarian Ser- vice Committee of Canada, las sína framúrskarandi hrífandi skýrslu yfir þá starfsemi. Þó að þessi deild hafi verið stofnuð bara fyrir fimm mánuðum síð- an, þá er sú vinna sem hún hef- ir leyst af hendi ótrúlega mikið. Þessi félagsskapur starfar að því að hjálpa nauðstöddu fólki í Tékkóslóvakíu og Frakklandi, með fatnaði, matvörum, meðöl- um og mörgu öðru. Winnipeg- . deildin hefir tekið á móti og sent út 30,000 pund af fatnaði, mikið af þessum fötum hafa kon- urnar þurft að gera við og hreinsa. Þar að auki hefir deild- in sent 65 böggla af ungbarna fatnaði. Safnað hefir verið $500 fyrir meðöl. Yfir 200 börn hafa verið tekin til fósturs á þann hátt að borgað er með hverju''þeirra $45 fyrir þrjá mánuði í spítala. Inntektir fyrir þetta hafa verið $10,221. Gimli-bær hefir tekið til fósturs fleiri börn heldur en nokkur annar bær í Manitoba, Saskatchewan eða Alberta. Einn- ig hafa yfir 1000 Educational og Utility Kits verið send til barna í þessum tveimur löndum. Miss S. Vídal lagði til að skýrslan sé viðtekin með kæru þakklæti, og Mrs. Jochum Ás- geirsson studdi. Tillagan var samþykt. Miss S. Vídal gaf eftirfarandi ■jskýrslu: “Við lát félagssystur vorrar, frú Guðrúnar H. Finnsdóttir, ritstjóra Kvennadeildar Braut- arinnar, sýndi eftirlifandi mað- ur hennar, hr. Gísli Johnson, Kvennasambandinu þá miklu velvild að búa undir prentun Kvennadeild Brautarinnar fyrir þetta ár. Fyrir þessa miklu hjálp erum við innilega þakklátar Gísla Johnson. “Guðrún H. Finnsdóttir, þessi glæsilega og prúða kona er horf- in heim. Við horfum á eftir henni með söknuði, þó hún sé horfin sjónum hefir hún bæði í ræðum og ritum skilið okkur eftir andlegt veganesti. Látum oss allar starfa að því, eftir mætti, að viðhalda hugsjónum Guðrúnar H. Finnsdóttur.” Forseti þakkaði Miss Vídal fyrir þessi fallegu orð. Tillaga Mrs. J. F. Kristjáns- son, studd af Mrs. B. Hallson, að skrifara sé falið á hendur að skrifa Gísla Johnson og þakka honum fyrir hans góðu hjálp við“- víkjandi ritinu. Samþykt. W. J. Lindal: Hin tvöfalda afstaða og víðtækari holiusta Sjötta grein í þriðju grein þessa flokks var gjörð grein fyrir hinni tvöföldu afstöðu Canadisks borgara. Hann er tvent í senn, Canadiskur borg- ari og brgzkur þegn. Þýðing þessarar tvöföldu afstöðu Can- adisks borgara er mjög mikil- væg, ef til vill meiri er þeir gerðu ráð fyrir sem sömdu lög- in. Að einu leytinu er það eitt- hvað nýtt. Sá sem reynist hæfur til að öðlast Canadisk borgara réttindi, er með lögum gefin tvenskonar borgara réttindi. Frá öðru sjónarmiði séð er það ekki nýtt. Það er einungis embættis- leg viðurkenning þess, sem hef- ur verið, smátt og smátt, að þró ■ ast, ásamt þróun Canada til sjálfstjórnar ríkis. Þessi sjálfkrafa þróun og laga viðurkenning er miklu þýðingar- meiri en hin borgaralega staða, hvort hún er einföld eða marg- föld, sem Canadiska þingið, með notkun síns fullveldisréttar, hef- ur séð sér fært að veita borgur- um þessa lands. Það verður ekki lögð of mikil áherzla á það, að þetta er eitt hvað sem brýzt út innanað frá en er ekki sett á með laga-fyrir- mælum. Það er það sem gefur því vald og styrk. Tvær hollustur hafa þannig orðið til: Stundum virðast þær sérstakar, og koma í bága hvor við aðra, stundum eru þær eins og samrensli tveggj- a strauma. Þær virðast samein- ast í hinni sameiginlegu yfirgrips meiri (víðtækari) hollustu. Það þarf ekki að vera aðgrein- ing hollustu. Fólk sem hefur flutt til Canada frá öðrum lönd- um, hefur síðan það kom hingað, haft stöðuga æfingu í að laga sig eftir hollustu við þetta land. Ást til ættlandsins getur þverrað eftir því sem ást til kjörlandsins eykst, en hollusta til varanlegra verðmæta þarf ekki að þverra, eða líða við það. Það getur og átt sér stað, að Can- adiskir borgarar sem eiga upp- runa sinn að rekja til Englands eða Frakklands, að tilfinningar þeirra séu meir háðar þeirra upp- runalegu sérmenningu en þeirra, sem báðir njóta sameiginlega í sameiginlegu föðurlandi. Allt slíkt veldur árekstrum og sund- urþykki fremur en sameiningu Til þess að draga úr þessurn árekstrum og glæða sameiningu og hollustu, og til að samræma aðra sem, þó mismunandi, geta aukið styrk og vilja hver annars, og allrar heildarinnar, er eitt af vandamálum Canadisku þjóðar- innar. Þetta er ekki alveg. sérstakt fyrir Canada, þó það sé ljósara og meir áberandi hér en í flest- um öðrum löndum. Það er í eðli sínu heims viðfangsefni, sem heimsstríðin tvö hafa neytt fram í dagsljósið. Það er viðfangsefni sem alstaðar á sér stað, frá smá- þjóðum til stærstu heimsveld- anna. Og eins og hugsunin vinn- ur sitt hlutverk í að móta al- mennings álitið, sem að síðustu greiðir úr því til úrlausnar. Það stendur andspænis einstaklingn- um á götu horninu, engu síður en hinum voldugasta stjórnmála- manni. Það sem mest á ríður í Þá var tillagan um löggild- ingu Sumarheimilisins lesin upp aftur af Miss M. Pétursson, og Mrs. B. E. Johnson gerði uppá- stungu, og Mrs. B. Hallson studdi, að tillagan sé samþykt. Samþykt. Tillaga Mrs. B. E. Johnson, studd af Miss Vídal, að næsta stjórnarnefnd sé beðin að ljúka við aukalögin. Samþykt.” Tillaga Mrs. J. F. Kristjánsson, studd af Mrs. Th. Peterson, að stjórnarnefndin næsta endur- bæti ársskýrslu formið. Samþ. Framh. þessu máli er aukin hollusta. Hér er orðið hollusta brúkað í miklu víðari merkingu, en holl- usta til löglegra stjórnvalda. sem er innifalið í því að vera trúr og einlægur löglegri land- stjórn. Jafnvel sú hollusta get- ur haft víðtækari meiningu, sem innibindur tilfinningu og ástúð. Richard C. Trench, er hann tal- aði um brezka hollustu: “Holl- usta meinar þá trúmensku sem maður er skyldur um samkvæmt lögunum, og þarf ekki nauðsyn- lega að meina samband við kon- unglega persónu, eins og vér á Englandi höfum lagt í það orð”. í víðari merkingu meinar orðið hollusta, “að vera trúr skyldum sínum, halda loforð sín (Oxford Dictionary)” eða “trúmenska við skyldur, ást, o. s. frv.” ((Webster) Það auðvitað er, og verður að vera, hollusta við siðferði og and- leg grundvallar verðmæti. Það atriði er eftirlátið þeim sem eru hæfir til að meðhöndla það. Þessi grein fæst einungis við hollustu í borgaralegum skiln- ingi, mannlegar hugsanir og at- hafnir. Nú, fremur en nokkru sinni áður, er þarfnast margrar og margvíslegrar hollustu af borgurunum, sem krefst víðari hugsjónar, sem nær útyfir þjóð- ernisleg takmörk, svo mikils umburðarlyndis, sem aðeins fáir hafa gripið og skilið. Það eru tvær aðal hollustur: einstaklingsins til heimilis síns, fjölskyldunnar og nánustu ætt- ingja; og hollusta borgarans eða þegnsins til landsins síns, hvort hann er innfæddur, borgari eða með veittum borgararéttindum. Vér getum lagt til síðu hina for- göngulegu afstöðu sem er gefin þessum tveimur fyrstu hollust- um, því ekkert er grætt á því að fara að gera samanburð eða reyna að setja hollustu á hærra eða lægra stig. Sumir geta náð lengra en aðrir, en vanta stað- festu. Hjá sumum eru það sterkar tilfinningar; hjá öðrum getur það verið árangur kaldra röksemda. Borgaraleg hollusta er eins gömul og mannkynið sjálft. Á hinni hægfara þroskunar og þró- unarbraut siðmenningarinnar, hafa þeir margfaldast og út- breiðst. í fyrstu var hollusta við fjöl- skyldu föðurinns, svo ættbálkinn ættingjarnir urðu að vera hollir ættbálknum. Konungstign myndaðist og hollusta við kon- unginn varð að alræðisvaldi. Saga borgaralegu hliðarinnar um þroskun mannlegra stofn- ana, er saga stöðugrar baráttu milli einveldis á aðra höndina og réttinda almennings á hina. Holl- ustan á hinn sama grundvöll í aag, eins og á fyrstu tímum. Hún byrjar hjá einstaklingnum í umhverfi hans. En á þessari minkandi jörð, hefur hún út- breiðst til að verða að heimsvíð- áttu. Þess vegna, það sem í viss- um skilingi á við um Canadiska borgara, á yfirleitt við um borg- ara allra landa. Útskýring á innihaldi þessarar greinar, getur þess vegna verið einungis miðuð við Canada. Manitobamaður hefur hollustu til heimilis síns, skólans síns og kirkjunnar sinnar; hann hefur skyldur að inna af hendi í um- dæmis þjónustu. Þessi hollusta verður yfirgripsmeiri. Hann er Canadiskur borgari. Hann reyn- in að draga úr óeiningu sem stundum á sér stað milli austur og vestur Canada, fylkjanna, frönsku- og enskumælandi borg- ara. í Canada reynir mikið á hollustuna. Að sumu leyti er auðveldara að vera Quebec-ing- ur, strand- eða sléttu fylkja maður, en Canadamaður. En þessi Manitobamaður er einnig brezkur þegn. Ast til þeirra hátigna, sem eru líka j konungur og drottning annara landa; hollusta til brezka ríkja- sambandsins, þfl ekki eins pers- ónuleg og ákveðin og til hans Canadiska heimalands. Hvort- tveggja miðar sameiginlega að því, að gefa honum gleggra yfir- lit og auka skilning hans á víð- tækari borgararéttindum. Hug- ur hans hvarflar yfir hafið. En J á hinu yfirgripsmeira sviði, er annað óhjákvæmilegt, en að á-' hugi fyrir margbreytni aukist. Það er yfirleitt auðvelt að vera hollur sínu föðurlandi, vera ekk- ert nema Canadamaður, Grikki | eða Belgian. Þvi yfirgripsmeira útsýni, þeim mun meira þurf- um vér að laga hugsunarhátt vorn Frá því sjónarmiði séð og þeim skilningi, er erfiðara að vera brezkur þegn en Canadisk- ur borgari. Landið hans er lýðræðisland.: Hann hefur trú á sönnum lýð- ræðis grundvelli, ekki einungis bygðum á hinu fjórfalda frelsi, heldur og frelsi hvers einstaks borgara til að greiða leynilega1 atkvæði sitt, til að gefa til kynna með því, hvaða stjórn hann vill hafa og hverjir fari með stjórn- arvöldin. Hér er um hollustu að ræða, sem er enn víðtækari hollusta við eitthvað sem á djúpar rætur í hjörtum mannanna og verður ekki upprætt. Það er innri þrá til að lifa frjálsu lífi, sem á sér stað meðal allr^ manna, án til- lits til litar, trúarbragða eða tungumáls. Þá er hin yfirgripsmesta holl- usta: hollusta við allt mannkyn- ið. Prestar vorir og heimspek- ingar, hafa talað um það, en orð þeirra hafa bráðlega gleymzt. Á hinn bóginn hafa hin tvö síðustu heimsstríð, á hinn grimmileg- asta og mest-eyðileggjandi hátt, þrýst þessari aðal hollustu inn í meðvitund mannkynsins. Vér erum mannlegar verur, sem lif- um á jörðu, sem vitsmunir mann- anna hafa gjört bæði litla og hættulega. Við getum ekki framar valið um. Við verðum að lifa með öðrum þjóðum jarð- arinnar, og skapa innra með sjálfum oss, sameiginlega heims- hollustu. Eins og allir menn með sínum mismunandi hugsjónum og trúarbrögðum, sínum mögu- legleikum til góðs og ills, eru iúnan þeirrar hollustu. Sú holl- usta getur verið köld og fjarlæg, tilbúin fremur en sprottin af til-! finningu, af huganum fremur en af hjartanu. En þessi hollusta verður að koma fram í hugsun- um vorum og verkum. Vér byggjum framtíðar vonir vorar á skipulagningu samein- uðu sambandsþjóðanna. Vér veitum með djúpri pers- ónulegri athygli, eftirtekt um- ræðunum í tryggingarráðinu og fundum utanríkismála skrifara! fjögra stórveldanna. Þegar þettaj er skrifað, lítur betur út með al- j þjóða málin. Tryggingarráðið er að styrkjast og vinna sér traust, og afla sér fylgis úr óvæntum stöðum. Bruce Hutchinson læt- j ur meir en bara von í ljósi er ^ hann segir að það sé að verða “samvizka mannkynsins.” Þessi síðasta hollusta — við sambandsþjóðirnar, við mann- kynið sjálft — verður erfiðast að glæða til fulls skilnings. Það virðist, eftir alt, að það sé erfið- ast að vera einmitt það sem við erum — mannlegar verur. Krafan um þessa aðal hollustu, mætir kannske mótspyrnu, á þeim grundvelli, að það séu ein- ungis ímyndunarleg fjarstæða, Utopia. Það orð er vanalega mis- skilið og meinar ekki það sem Sir Thomas More hafði dáðleysis tilvera athafnalausra manna. Hann hafði í huga ríki sem nyti fullkomnunar í löggjöf, pólitík og mannlegri sameiningu. Hvort þeirri hugsjón verður nokkurn- tíma náð, er vafasamt, en fyrri helmingur tuttugustu aldarinn- ar hefur sýnt mjög augljóslega, að mannkynið er á leið, annað- hvort til Útópía — ef til vill þeirrar sem forsjónin ætlast til — eða algjörðrar eyðileggingar. 1 þessari yfirgripsmeiri holl- ustu, getur hin tvafalda afstaða Canada verið þýðingarmikil fyr- irmynd. Þegar vér hugsum um hinar innri andstæður, land- fræðilegar, hagsmunalegar, þjóð- ernis- og trúarlegar, og þar af leiðandi pressu staðarlegrar holl- ustu; þegar vér gerum oss grein fyrir því, að sunnan landamæra vorra er eitt af stórveldum svipað því, sem hollustu til Norð- ur Ameríku; þar eð vér, sem meðlimir brezka ríkjasambands- ins, finnum til hollustu til þess sem það hefur verið bygt á og stendur á, eða fellur; þegar vér gerum oss grein fyrir hinni land- fræðilegu stöðu lands vors, sem bendir huga vorum, ekki einung- is austur og vestur, heldur og einnig yfir norður pólinn, eins og til að skapa í oss sanna heims hollustu. Þegar vér yfirvegum þetta allt, getum vér ekki annað en ályktað að hér sé eftirmynd af heimkium, með öllu sínu striði og andstæðum. Ef Canadísku þjóðinni hepnast réttilega að varðveita sína sameiginlegu og margþættu hollustu, hefur hún ástæðu til að‘álíta að Canada sé að gefa fyrirmynd, sem aðrar þjóðir geta tekið eftir. Vér Canadamenn verðum að verða hæfir til að takast þá á- byrgð á hendur. Okkur heppnast það, og þær skyldur sem oss verða lagðar á herðar, munu birtast í sterkum áhrifum út á við, ef hugsanir vorar og at- hafnir eru þannig, að hver og einn okkar geti í sannleika sagt: “Eg er Canadiskur borgari: eg er brezkur þegn; eg leitast við að lifa lýðræðislegu lífi; eg er mannúðleg mannleg vera”. MAGNÚS H. GÍSLASON fyrverandi hreppstjóri áttræður Hhagborg FUEL CO. Dial21 331 (C.F.L. No. 11) H 21 331 Þagar eg fann vorilminn úr loftinu sunnudagsmorguninn 26. þ. m. skaut upp í huga mínum nálega fjörutíu ára gamalli minningu. Það er heiðríkur og fagur júni- dagur í Skagafirði. Eg er að fara í heimsókn til frændfólksins á Frostastöðum, þá fyrstu, sem eg man, og er hún mér fyrir margra hluta sakir ógleymanleg, Þá sá eg Magnús á Frostastöðum í fyrsta sinn. Þá var hann fyrir löngu orðinn umsvifamikill bóndi á þessari óðalsjörð sinni, sem hann var búinn að gera að stórbýli, maður á bezta aldri og í miðri önn manndómsáranna. — Frostastaðir voru þá eitt af stærstu og auðugustu heimilum sveitarinnar, og allur búskapur með fyrirmyndarbrag, svo að af litið var, hvort sem það var úti eða inni. Þar voru þau samhent í bezta lagi. Og þessari öruggu stjórn fylgdi enginn hávaði eða styr heldur kyrrlát alúð og hlýja, sem skapaði góðan heimilisanda. Eg kynntist Magnúsi á Frosta- stöðum mikið eftir þessa fyrstu heimsókn og leit jafnan upp til þessa ríka frænda míns. Eg held að það hafi þó ekki verið af því að hann var með auðugustu bændum sýslunnar, ekki heldur vegna þess að hann væri svo hár í laftinu, því að hann er maður lágur vexti, eg held, að það hafi miklu fremur verið vegna þess, að mér fanst maðurinn s\jg hlýr og hógvær við alla, og varð það ekki séð á framkomu hans, að hann væri einn af meztu máttar- stólpum sveitarinnar. Magnús Halldór Gíslason er fæddur 26. maí árið 1866. Faðir hans var Gísli hreppstjóri á • Frostastöðum, sonur Þorláks bónda á Miðgrund Jónssonar Magnússonar á Hóli í Tungu- sveit. Móðir Magnúsar var Sigríður Magnúsardóttir Magnússonar prests í Glaumbæ og Maríu Hannesdóttur, prests að Ríp. Kona hans var Kristín Guð- mundsd., var einnig vel ættuð, dóttir Guðmundar bónda í Gröf í Laxárdal í Dalasýslu og konu hans, Ingveldar Jóhannsdóttur, prests í Garpsdal. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, en þau urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa dóttur sína, Maríu, förk- unnar vel gefna stúlku, um tví- tugsaldur, og er mér næst að halda, að það sár hafi aldrei gró- ið. Annað barn þeirra er Gísli, óðalsbóndi í Eyhildarholti. Magnús hefir gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hreppstjóri var hann í Akra- hreppi í 26 ár. 1 hreppsnefnd sat hann nálega í tuttugu ár. Hann hlaut heiðursverðlaun úr styrkt- arsjóði Kristjáns konungs X. og loks má geta þess að hann er riddari fálkaorðunnar. Þegar Gísli sonur hans hafði reist bú, sýndhþað sig, að Frosta- staðir gátu ekki borið búskap þeirra beggja, þótt stórbýli væri. Keyptu þeir feðgar þá Eyhildar- holt í Hegranesi, hina meztu vildisjörð, og þar reisti Gísli bú. Og árið 1929 fluttu þau Magnús og Kristín til hans og hafa dvalið þar síðan. Enn er vor í lofti, og hásumar- dýrð er að færast yfir Skaga- fjörð. Á þessum glæsta tíma vors og blóma gengur Magnús á Frostastöðum (en svo er mér tamast að nefna hann) glaður og bar. Fjöldi fólks var þar í heim ili vetur og sumar, og mörg járn reifur í fang hins níunda ára höfð í eldinum í einu. Allstaðar voru vinnandi hendur við að bæta og prýða. Sumir unnu við túnasléttur, aðr- ir við girðingar, enn aðrir við framræslu, húsabyggingar o. m. fl. Öllum þessum framkvæmd- um stýrði Magnús með hógværð en festu. Aldrei heyrði eg hann skipa nokkrum manni að vinna tugs. Eg hefi ekki séð þennan aldna frænda minn í mörg ár, en mér er sagt, að Elli kerling hafi lítt við honum enn, og enn mun hann ganga að þeim störfum hins íslenzka bónda, sem hann hefir helgað alla krafta sína. Eg veit ekki, hvort saga Magn- úsar á Frostastöðum verður skráð, en hann hefir fyrir sitt verk. Þegar hann þurfti að láta j leyti ritað hana með ævistarfi gera eitthvað bað hann hvern og! sínu á tveimur stagfirzkum stór- einn að vinna verkið. Þess vegna býlum. Hann hefir ritað hana var hann alltaf vinsæll af hinum j með letri lífsins með því að mörgu hjúum sínum. Innan dyra var sami myndar- bragurinn á öllu. Kona hans, Kristín Guðmundsdóttir, var græða tvö strá þar, sem áður Sx eitt. Hann hefir gert það með því, að skila næstu kynslóð tveimur talentum fyrir eina. ekki aðeins myndarleg og höfð-1 Þannig er gott að taka á móti ingleg kona í sjón, hún var einn- j hinu hinzta kvöldi, þegar það ig góð húsmóðir, er stjórnaði kemur, eftir langt og mikið dags- hinu stóra heimili sínu með verk. festu og myndarskap. j Eg gat þess hér að framan, að Á Frostastöðum var hver hlut- Magnús hefði verið vinsæll hús- ur á sínum stað. Þessi hæglátu bóndi, en hann var meira. Hann og hógværu hjón unnu lagið á var vinsæll af öllum sem kynnt- því að hafa allt með sama mynd- ar og snyrtibragnum, hvar sem ust honum, og þó að blessaður Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.