Heimskringla - 11.09.1946, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. SEPT. 1946
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
Það mætti leita lengi áður mað-
ur fyndi heimilisföður sem ber
af Gísla.
Eg leyfi mér því hér með að
nefna nokkra þræði sem í Gísla
hafa verið spunnir.
Vil eg þá fyrst nefna gestrisni
og góðgerðasemi. Eg er sann-
færður um það, að allir sem hér
eru og komið hafa á heimili Gísla
bera honum sömu söguna, að
vart muni finnast heimili, þar
sem gestum er betur tekið en á
heimili þeirra hjóna. Einnig
hygg eg að enginn nauðstaddur
hafi þurft að kvarta undan því,
að vera rekinn á dyr án þess að
liðsint væri.
Næst vil eg nefna glaðværð
og von. Allir sem kynst hafa
þessum vini mínum xnunu vera
mér samdómaþ að þar ræður
gleði í selskap, sem Gísli er, og
jafnvel þó á móti blási; sýnist
hann taka því með jafnaðargeði.
Þetta álít eg að komi til af því, að
hann hefir óbilandi trú á því að
það góða í veröldinni sigrist á-
valt á því mótstæða, þetta er
von hans, og vonin lætur sér
sjaldan til skammar verða.
Siannleiksást, kærleikur og
réttsýni, hafa honum verið skap-
að í hjarta. Eg vann með honum
mörg ár í sveitarþjónustu Bif-
röst-sveitar, og get með sönnu
sagt að Gísli vildi aldrei viljandi
halla réttu máli; tillögur hans í
garð annara voru æfinlega sann-
gjarnar, og af réttsýni bornar
fram, enda hefir hann notið
meiri tiltrúar í sínu opinbera
starfi en alment gerist. •
Næst vil eg minnast á iðju-
semi, friðsemi og vinsemd; eg
held það séu ekki margir sem
hafa mætt þessum sama manni,
sem ekki munu kannast við það,
að hann er bráðduglegur starfs-
maður. Það sem þarf að gerast,
skal gerast undir eins, bæði fljótt
og vel, og það sem markverðast
er, að hann skipar engum, en
með lipurð og friðsemi biður
hann menn að hjálpa sér að
koma því í framgang sem gera
þarf. Þess vegna hefir hann hlot-
ið almennings vinsældir fremur
en margur annar hér um slóðir.
Síðast en ekki sízt vil eg minn-
ast á kjark og kurteisi.
Það mun engum manni bland-
ast hugur um það, að maður í
Gísla sporum, sem hefir bláfá-
tækur unnið sig upp í veröldinni,
eins og hann hefir gert, hefir
haft ótakmarbaðan kjark og ef
sá hefir það, er hálfu takmarki
náð áður en byrjað er starfið.
Annar eiginleiki hans sem
gengur næst því að hafa góðan
kjark, er prúð framganga mæta
Öllum sem jafningja og taka til
greina skoðanir og hugsjónir
annara.
Eg gæti ^alið hér upp marga
aðra kosti, sem hafa verið flétt-
aðir inn í karakter þessa manns,
en tími vinst ekki til þess, og hér
skal staðar nema.
En þeir menn sem hafa þessa
kosti, verða að hafa meira til
brunns að bera en alment gerist,
ekki geta þeir verið misindis-
menn, heldur það gagnstæða,
ekki eru þeir heldur ójafnaðar-
menn, fullir af öfund og afbrýð-
issemi gagnvart öðrum sem
vegniar vel. Þeir finna enga á-
nægju í að eyða tíma sínum í
iðjuleysi og óhófi, og þeir sneiða
hjá þeim hóp manna, sem fullur
er af dylgjum og illkvitni til ná-
ungans. Eg tel mér það gróða á
lífsleiðinni að hafa kynst svo-
leiðis manni og átt hann að kunn-
ingja.
Við sjáum eftir Gísla úr bygð-
•arlaginu, því hann hefir ávalt
verið hollur meður í sinni sveit.
Vér vonum að hvar sem hann
byggir sér ból, megi friður og
eining verða fylgjugestir hans
héðan. Og að hann og kona hams
megi í ánægju njóta margra ára
enn í nágrenni bama sinna.
Kaupið heimskringlit
LESIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLl
Slvagöi
flutt í skilnaðarsamsæti Gísla Sigmundssonar og
konu hans Ollu, 25. ágúst 1946.
Hvað er svo glatt, sem Gísli minn á Hnausum,
geislkr skína kringum vor-svein þann;
þó stendur hann í erjum endalausum
og allir sveitar straumar leika um hann.
1 gegn um alt þá á hann flesta vini,
og engum kvennahylli tókst að ná
j.afn svikalaust, — í skúrum og í skini,
á skemtistöðum vorkvöldunum á.
“Eg man þá tíð” þó vegir væru ljótir
viljinn bar þær samt til stefnumóts,
allar bjartar blíðar ungar snótir
frá Baldalæk til Islendingafljóts.
En engin hríð og engin forar-kelda
var ófær þeim, né ferðatálman þá,
og mótblásturinn æsti upp þessa elda
æskumanns, og landvinninga þrá.
Fjör og glæsimenska, magiía eldinn,
úr mörgum þáttum spinnast ástarbönd.
Svo þegar í húsin komið var á kveldin,
þær keptust við að ná í Gísla hönd.
Það var eflaust ein af þeirra dygðum,
— allar stúlkur vissu hvar hann var.
Hver samkoma í öllum okkar bygðum
var illa sótt ef hann var ekki þar.
En nú er þetta löngu liðinn dagur
og landvinninga sóknin gengin hjá,
og hún sem varð hans förunautur fagur
í framsókn lífs, það bezta sem hann á.
Verið heil! Þó halla taki degi:
á hamingjunnar leiðum, kvöldsins stund,
og holt er það að eiga á ykkar vegi
oft og tíðum “góðra vina fund”. ,
• G. O. Einarsson
Skipaður í ábyrgðarmikla
stöðu í London
VIÐHALD ISLENZKUNN-
AR OG SUNNUDAGA-
SKÓLANNA
Var mál sem eg flutti á
ívennaþingi Islenzkra Frjáls-
:rúar Kvenna síðast liðinn júrií.
íg sá í seinasta tölublaði Heims-
íringlu, að töluvert af efni, sem
;g ræddi, hefir verið felt úr þing-
áðindunum. Ekki er það samt
jlaðinu að kenna. Samt vil eg
iú biðja Heimskringlu að birta
jessa lagða, sem úr voru týndir,
3ví ekki var reyfið svo stórt að
if því mætti tapast. Svo mun eg
næta við nokkrum skýringum.
Eg gat þess að fylkisstjórnin
íefði fyrir löngu síðan leyft að
^enna íslenzku á miðskólunum.
3g bætti því við, að ef þau lög
/æru ekki enn í gildi, þá væri
aað sjálfsagt vegna þess hvað
iáir hefðu sótt um þá, kenslu-
*rein.
Þá lét eg það álit mitt í ljósi,
jð án sunnudagaskóla væri all-
ir kirkjulegur félagsskapur
>tein dauður. En það vita allir
>em nokkuð hafa fylgst með okk-
ir kirkjulegu félagsskap, að al-
nenn sunnudagaskóla starfsemi
lefir alla jafna verið mjög svo
;akmörkuð innan félagsskapar
/ors.
Sem dæmi upp á það að hægt
/æri að láta sunnudagaskóla
censlu fara fram á íslenzku benti
a:
Að aldrei hefði sunnudaga-
:óli Sambandskirkjunnar í
rinnipeg staðið í meiri blóma,
i þau ár, sem séra Benjamín
ristjánsson var prestur þess
ifnaðar, og aldrei hefði verið
gð meiri áherzla á að kenna og
ðhalda íslenzkri tungu, en ein-
itt þá.
Að endingu gat eg þess að nú
ttum við fjóra presta í stjórn-
•nefnd Þjóðræknisfélags Vest-
r-lslendinga, og sagðist vona
S þeir græfu ekki pund sitt í
>rðu.
Auðvitað átti eg við, að æski-
gt væri, að þeir sýndu það með
rkilegum framkvæmdum, að
;ir vildu með einlægni, styðja
5 því, að viðhalda íslenzkri
ingu í Vesturheimi.
Sigurrós Vídal,
formaður Útbreiðslumála-
nefndar Sambands Isl.
Frjálstrúar Kvenna í N.
Ameríku.
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU—
bezta íslenzka fréttablaðið
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ
1
John S. Brooks Limited
DUNVILLE, Ontario, Canada
MAN UFACTURERS OF GILL NETTING
Okkar net eru búin til úr beztu tegund af hör tvinna
og fyrsta flokks “Sea Island Cotton” og egypskum tvinna.
Þér megið treysta bceði vörugœðum og verði
Allar pantanir fljótt og ábyggilega afgreiddar.
Captain M. R. Janes, Leland Hotel, Winnipeg
Umboðsmaður íyrir Manitoba, Saskatchewan og Alberta
Hinn 26. maí í fyrra voru liðin
hundrað ár frá því er Jónas Hall-!
grímsson dó suður í Kaupmanna-
höfn. Jónasar var minnzt marg-
víslega, skrifaðar um hann grein-
ar og ræður haldnar í útvarp og
á mannamótum. Þá voru
og
gefnar út nýjar útgáfur af ljóð-
um hans, en fyrir fám árum hafði
komið út safn allra hans rita.
1 dag hinn 21. júíi 1946, eru
liðin hundrað ár frá dauða Sig-|
urðar Eiríkssonar Breiðfjörðs, I
er lézt hér í Reykjavík ekki
fimtugur að aldri. Hann dó úr|
mislingum, en varð ekki beinlín-!
hugurmorða, eins og sagt hefur1
verið meðal alþýðu á landi hér. I
Hins vegar var heilsu hans m'jög1
tekið að hnigna, þá er hann tók
veikina. Hann hafði lengi verið
mjög ölkær, og seinustu ár sín1
lifði hann við þröngan kost,
mikla armæðu og litla virðingu
samborgara sinna hér í bænum.
Ef til væri kvikmynd af jarðar-
för hans og hún væri sýnd bæj-
>arbúum, þá mundu ýmsir verða
hissa. Jarðarförin var sem sé
mjög fámenn og fátækleg, og
engin var ræðan haldin yfir Sig-
urði Breiðfjörð.
Þetta þurfti nú ekki að virð-
ast svo undarlegt, ef Sigurður
hefði ekki orðið þekktur og á£t-
sæll sem skáld fyrr en eftir
dauða sinn, því að hann þótti
síður en svo nokkur merkisborg-
ari. En þarna var raunar um að
ræða kunnasta og vinsælasta
skáldið, sem þjóðin átti þá. En
Reykjavík var í þann tíð smá-
þorp, þar sem bjuggu nokkrir
konunglegir embættismenn, —
danskir og hálfdanskir kaup-
J. P. Sigvaldason,
umboðsmaður fræðslumáladeild-
arinnar í Manitoba, hefir verið
vralinn til aðstoðarritara í Can-
ada House í London, við utanrík-
ismáladeildina . þar. Þessi frétt
barst nú nýlega.
Mr. Sigvaldason kom til Ot-
tawa 6. sept, og býst við að
leggja upp til Englands þá þegar
í stað.
Veitingu þessarar vandasömu
stöðu vann hann í stjórnarþjón-
ustu samkepni, er utanríkismála-
deildir^ stofnaði til.
Þessi velgefni íslendingur er
fæddur í Baldur, Man., 1904,
sonur Mr. og Mrs. E. Sigvalda-
son. Eftir almenna baoiaskóla-
og miðskólamentun í Baldur,
stundaði hann nám við Manitoba
háskólann, og útskrifaðist þaðan
í “Arts”, en árið 1939 útskrifað-
ist hann í fræðslumálum.
Árið 1937 gekk hann í stjórn-
arþjónustu Manitoba sem eftir-
lits- og umsjónarmaður, en 1940
gerðist hann umboðs fram-
kvæmdarstjóri fræðslumála-
deildarinnar, og þeirri stöðu hélt
hann til ársins 1942, að hann
gekk í flugherinn.
Að stríðinu loknu tókst Mr.
Sigvaldason á hendur fræðslu-
starf hjá flughernum í London,
en var leystur frá herþjónustu í
síðastliðnum febrúar, þá flug-
deildar- foringi, (squadron lead-
er.)
menn, faktorar og >assístentar—
að ógleymdum frúm þeirra og
þjónustufólki, — og loks nokkrir
handverksmenn og sjómenn.
Þetta var sú Reykjavík, sem Jón
Thoroddson lýsir í Pilti og stúlku
illa dönsk og andlaus. Allir, fyr-
irmenn sem aðrir höfðu séð
drykkjuræfilinn og tvíkvænis-
dónann Sivert beyki, en skáldið
snillinginn þekktu aðeins örfáir
alþýðumenn í þorpinu, menn,
sem ekki höfðu ennþá losað sig
við helztu ómenningareinkenni
íslenzknar sveitamennsku — og
voru lítils megandi og lítillar
reisnar í bæjarkomi, þar sem
allir nefndarmenn dependeruðu
af þeim dönsku og raunar aðrir
líka — eftir vesalli getu.
Úti í sveitunum, uppi í dölum
og út til nesja og um firði og vík-
ur um þvert og endilangt Island,
var aftur á móti nafnið Sigurð-
ur Breiðfjörð þekkt og kært fyr-
ir sakir þeirra ljóða, sem menn
höfðu lesið eða heyrt og ættuð
voru frá honum. Og þó að menn
hefðu heyrt sitthvað um drabb
Sigurðar, kvensemi og tvíkvæni,
þá hafði hann víðast verið vel-
kominn gestur — og ljóð hans
verið mjög vel þegin, jafnvel af
þeim, sem þóttu í heldri manna
röð í sinni sveit. Enda varð svo
að með Sigurði reis hæst sú teg-
und skáldskapar, sem hafði bezt
geymt íslenzkt mál og menningu
og styrkt hafði og örvað hug og
ímyndunarafl íslenzkrar alþýðu
á löngum skammdegisnóttum
kúgunar og örbirgðar. Númi og
Hersilía, Ólafur konungur
Tryggvason og kappar h>ans á
Orminum langa, Fertram og
Plato, Líkafrón og Kaffon — og
þeir Jómsvíkingar — allt þetta
góða fólk og fleira frækinna
manna og kvenna hafði fyrir til-
stilli Sigurðar Breiðfjörðs gist
kot sem stórbýli, hrest og lífg-
að, og með Núma kóngi Pomþíls
syni hafði alþýðan hlýtt á speki
mál og heilræði, numið þau og
kennt þau börnunum sínum —
þeim til fulltingis í viðsjálli
veröld:
Viðkvæmnin er vandakind,
veik og kvik sem skarið,
veldur bæði sælu og synd
svo sem með er farið.
Og:
Vondum solli flýðu frá
og forðast þá, sem reiðast,
elskaðu góða, en aumkaðu þá
afvega sem leiðast.
Heyrðu snauðra harmaraust,
hamlaðu sjúkra pínum,
vertu öllum aumum traust
eftir kröfum þínum.
Þá höfðu og mansöngvar og
lausavísur Sigurðar fundið
hljómgrunn í hjörtum ungra og
gamalla, höfðu vakið glettni og
gázka, snert strengi sorgar og
þrár, svalað og fróað, tendrað
eld tilfinninga og aukið flug
hugans — og brugðið upp fögr-
um myndum úr ríki íslenzkrar
náttúru. Sigurður var enginn for-
ingi, hvorki til varnar né sókn-
ar, og hann skapaði ekkert nýtt
En hinn nýi tími, er valdi hann
sem fórnarlamb fyrir syndir
heillar bókmenntastefnu, sem
hafði þróazt um aldir með nið-
urlægðri, blásnauðri og kúgaðri
þjóð, hafði á hann þau óbein
áhrif, að hann sló af næmari
íegurðarsmekk og dýpri tilfinn-
ingu en bann ella hefði gert hið
gamla langspil ferskeytlunnar,
og náði oft úr því tónum, sem
túlkuðu ekki einungis betur en
nokkru sinni áður sorg og gleði,
viðkvæmni og djarfhug alþýðu
manna í lágu hreysi og reisuleg-
um bæ. heldur og dásamlega feg-
urð Islands. Hann varð svo ekki
aðeins hlýr og góður vinur sinn-
ar kynslóðar og alls almennings
af nokkrum þeim næstu, heldur
varð hann einnig lærimeistari
hinna vandlátustu og léttkvæð-
ustu af unnendum ferskeytlunn-
ar, dáður af slíkum formsnill-
ingum sem Þorsteini Erlingssyni
og Guðmundi Guðmundssyni,
og einnig af Einari Benedikts-
syni, sem raun>ar mun einmitt í
skáldskap Sigurðar Breiðfjörðs
ekki sízt hafa lesið harmrúnir
þess “atgervis, sem hirðulaust
dó” með hinni gáfuðu bók-
menntaþjóð, er kreist hafði ver-
ið kjúkum okrara. En einnig
munum við komast að þeirri nið-
urstöðu, er við lesum ferskeytlur
þeirra Stephans G Stephansson-
ar og Guðmundar Friðjónssonar
—og þá einkum þær, sem bregða
upp myndum af íslenzkri nátt-
úru, að þessi skáld, svo ólík, sem
þau yfirleitt virðast Sigurði
Breiðfjörð muni eiga honum all-
mikið að þakka, og er þá hlutur
Sigurðar orðinn ærið stór, þó
að ekki sé víðar leitað eftir arf-
hlut frá honum, enda fór hinu al-
þýðlega stórskáldi, Þorsteini Er-
lingssyni, þannig, þá er hann
hugsaði sér, hverja hann mundi
öðrum fremur kveðja til lífs, ef
hann mætti veita sér slíkt eftir-
læti, að þar varð fyrstur Jónas
Hallgrímsson, en honum næstur
Sigurður Breiðfjörð, sá, er ekki
þótti verður ræðu af munni
Reykjavíkurprestsins á því
herrans ári 1846.
Eg veit ekki til þess, að Sig-
urðar Breiðfjörðs sé minnzt með
neinum hátíðahöldum í dag. En
að miklu er hún ennþá ógoldin
þakkarskuldin, og vel hefði sú
Reykjavík, sem er höfuðstaður
hins fullvalda íslenzka menn-
ingarríkis mátt reyna í dag að
bæta fyrir brot hins hálfdanska
umskiptings í þorpinu við Sel-
tjörn gegn snillingnum og hinni
gömlu íslenzku afreksþjóð á
sviði skáldskapar og sögu.
Guðm. Gíslason Hagalín
—Alþbl.
Sigurður S. Anderson, 800
Lipton St., hefir tekið að sér inn-
köllun fyrir Hkr. í Winnipeg.
Áskrifendur eru beðnir að minn-
ast þessa og frá þeirra hálfu gera
honum starfið sem greiðast. —
Símanúmer hans er 28 168.
I alvöru talað, fullnæging á pöntunum fyrir síma
hefir tafist fyrir vöntun á símatækjum, svo sem við-
tökutækjum á miðstöðvum og einnig utanveggja,
sem sé símastaurum, öryggisvírum og símaþráðum—
og meðan þurð er á þessum þremur aðalatriðum
verður ómögulegt að sinna
þeim pöntunum er vér höf-
um fyrirliggjandi um nýja
símaþræði.