Heimskringla


Heimskringla - 26.03.1947, Qupperneq 6

Heimskringla - 26.03.1947, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MARZ 1947 Eg gat nú trúað þeim bendingum sem Lady Sophía haífði við og við gefið mér, að Díana Dunbar hefði ekkert á móti því að verða Lady Seaforth. Hún þótti fögur og margir höfðu vafalauist beðið hennar, en hún hafði hafnað þeim öllum. Lady Sophiía sagðist vita hvers- vegna, og bætti svo við; að Sir George hefði aldrei gefið henni neitt undir fótinn, svo hún hefði enga ástæðu til að bíða eftir honum. Við snerum, öll fjögur, til “Svölunnar”. Díana var auðsæilega í skínandi skapi, þótt var- irnar væru herptar saman þegar hún brosti og augun væru illúðleg. “Leyfið mér að tala við yður seinna í fá- einar miínútur,” sagði Sir George í lágum hljóð- um þegar hann hjálpaði mér upp úr bátnum. Áður en eg gat svarað, kom Lady Forth út og bað okkur hlægjandi um flestar liljurnar. Sagðist hún þurfa þær fyrir borðið til að skreyta það, og þakkaði okkur fyrir að hafa hugsað svona um sig. En einhvemveginn fór það svo að eg gat ekki komið því við að tala einslega við Sir George, eins og hann hafði beðið mig um, eitt- hvað kom alt af því til tálmunar. Stundum var það Lady Dunbar en oftast Díana dóttir hennar. Það er iíka örðugt að ræða einslega við fólk um borð í slíkum bát og þessum, þar sem svo margir vinir og kunningjar eru saman- komnir á jafn litlum stað. Forth iávarður og frú hans áttu fjölda vina, sem allir voru viðstaddir hátíðahöldin í Henley, og þeir, sem ekki vom boðnir að dvelja í bátn- um, voru boðnir til máltíða um borð. Þegar við fórum í rúmið um kvöldið, hafði Sir George tæplega talað við mig eina mínútu, og varð eg að játa að það var ekki hionum að kenna, þótt mér dytti í hug, að hann hefði kanske ekki þráð samtalið eins mikið og eg. Eg lá vakandi og hugsaði um það, sem hann hafði sagt, og þegar eg var um það leyti að festa blund hrökk eg upp, því nú datt mér atriði i hug, sem eg hafði gleymt. Við hvað átti hann, er hann sagði, að það væri atriði, sem eg þyrfti að vita um? 16. Kapítuli. Þetta var þriðja kvöldið við Henley og ennþá hafði ekkert komið fyrir. Það er að segja, margt hafði gerst hvað veizluhöld og gleðskap snerti, en í eigingirni minni á eg við þetta, að ekkert hafði komið fyrir hvað mig snerti, er þýðingu hafði, og kanske ekki heldur hvað Sir George snerti. Þennan dag var miðdegisverðar veizla um borð í “Svölunni”, en hún fór fram sn'emma vegna flugeldanna, sem átti að sýna þetta síð- asta kvöld hátíðahaldanna. Ennþá var ekki orðið dimt, heldur breiddist daufur bjaimi ytfir himininn, þegar karlmennirnir komu upp á þil- farið þar, sem kvenfólkið sat. Kveldrökkrið lá eins og hiíalín yfri þilfarinu og í stöku stað var það rofið af marglitum ljósum, dreifðum hér og hvar um þilfarið, og á öðrum snekkjum eða smábátum, sem þarna lágu á fljótinu, eða þutu fram og aftur eins og skrautlitaðir fuglar í frumskógum suðurlandanna. Vatnið gutlaði við súð skipsins, og ómar af hlátrum og glaðværum samræðum heyrðust auk strengja hljóðfæra, sem víða var leikið á. Alt í einu heyrðist fögur kvenmannsrödd syngja eitthvert ljóðið, sem þá var í hylli almennings, eða stundum sungu einhverjir angurblíða negra söngva. Þegár karlmennimir komu upp á þil- farið, stansaði rétt hjá “Svölunni”, einn siíkur söngflokkur. Allir voru söngmennirnir með grímur, og virtust bera langt af öllum öðrum, sem reyndu þama listir sínar. Þetta var piltur og stúlka, klædd japönsk- um búningi, og höfðu gnímur, svo andlit þeirra vom gersamlega hulin. Maðurinn lék á fiðlu, en stúlkan söng með djúpri og skýrri rödd, svo að eg hlustaði með draumkendri ánægju er hún söng spanskt þjóðlag, og gmnaði mig sízt, ,að eg ætti að hrökkva upp af dvalanoxm á óþægilegan hátt. Svo margt fólk v,ar um borð hjá okkur, að það var næstum troðningur á þilfarinu; en eg fann það án þess að eg sæi, að Sir George hafði ruðst gegn um þröngina og stóð fast á bak við mig. Díana sat við hlið miína, og hefði hann viljað, gat hann fengið sér 9æti hinu megin við hana, enda hafði hún haldið sætinu auðu handa hionum; en hann þáði það ekki ,og með hreyf- ingu, sem varla var hægt að sjá, leyfði Díana Weyland höfuð9manni að taka sætið. “Eg vildi bara að þau héldu áfram að syngja,” sagði eg þegar þau höfðu lokið við þjóðlagið. D|íana og Weyland vom þau einu, sem klöppuðu með ábafa, því að það var eins og Sir George vaknaði af svefni er eg sagði þetta. “Ef yður langar, til skulu þau syngja meira,” sagði hann og klappaði svo ákaft að all- ir um borð tóku nú eftir parinu í bátnum, er hófu nú nýjan söng. Það voru ekki eingöngu við, sem vorum um borð í “Svölunni”, 9em vomm fús að hlusta á sönginn, heldur einnig fólkið í bátunum í kring. “Svalan” var eigi aðeins fallegasti bát- urinn á fljótinu heldur voru gestirnir um borð meðal nafnkendustu manna þjóðfélagsins, og dró því alt sem um borð gerðist, athygli allra að sér. -Kvæðið, sem þau sungu nú var undir fjör- ugu lagi og kröftugu og dró því að sér athygli. Maðurinn tók að leika á hljóðfærið en istúlkan söng með skýrri rödd, svo allir gátu heyrt orðin og skilið þau. Fyrst skildi eg ekki orðin né vissi hvers- konaa; kvæði þetta var, en brátt skildiist mér, að eg sat þarna vamalaus náföl af sneypu og undmn. Þetta var niíðkvæði um mig, efnið lýsti hversu ungfrú Öskubuska hefði komið frá Peck- ham, þar sem hún hafði gætt smábarna, en hafði svo með kænsku smeygt sér inn í Mayfair. Hvemig hún hefði logið sig áfram, og sagt ó- sannar sögur af sór til þess að fólk skyldi ætia, að hún væri auðugur erfingi, alt til þess að ná sér í auðugan mann — hertoga eða einhvern álíka hátt settan. Að hún væri nú skjálfandi af ótta við, að kaupmennimir sendu heim reikn- ingana og svo fram eftir götunum. “En getur þá enginn látið þessa hræðilegu sbepnu þagna,” hrópaði Díana. Eg sat þarna máttlaus af örvæntingu og skildi ekkert í því, að Díana skyldi koma mér til hjálpar. “En Sir George,” mælti hún í lægri rómi, “getið þór. ekki gert neitt til #ið hindra þau í, að móðga Miss Brand þannig opinberlega, í allra áheyrn?” “En sú heimska,” svaraði hann kuldalega, svo hátt að allir gátu heyrt það, því að söng- konan var nú þögnuð og báturinn þeirra horf- inn inn á meðal hinna bátanna. “En sú heimska, og, eS bætt við — ef það hefði ekki verið þér, Miss Dunbar — hversu illgimislegt! Rétt eins og að nokkur maður með heilbrigðri skyn- semi mundi heimfæra þetta bull til stúlkunnar, sem þér nefnduð?” “Engu að síður áttu þau við hana,” sagði Díana þurlega, “allir vita það iíka vafalaust. Á morgun verður þetta breitt út um allan bæ- inn; það er alt af nóg af slúðrinu. Allir hafa auðvitað heyrt söguna um Peckham. Eg hélt að bezt væri að láta þessi andstyggilegu hjú þagna. Hugsið yður að það skuli vera búið að gera kvæði um þetta! En vesalings Consuelo litla er iíka svo nafnkunn----” Nú vissi eg líka hversvegna hún hafði tekið fram í fyrir söngkonunni, og hversvegna allir hinir höfðu þagað. Allir hinir létu eins og þeir vissu ekki að orðin ættu við mig. Það féll í hlut Díönu að skera úr með þetta og hún hafði enga meðaumkvun sýnt. Með- aumkvun? Þegar eg hugsaði út í það, skildist mér, að Díana hefði sjálf komið þessu svona fyrir. Svolátið af peningum, svolítið af slægð og heilmikið af illgimi, það var alt sem hún þurfti og af öllu þessu hafði hún nóg. “Eg veit vel að nóg er til af flónum og slúð- urberum í þessum heimi,” sagði Sir George gremjufullur, og lofaði Díönu ekki að ljúka við setninguna, “en ekki hugsa eg að samfélagsfólk okkar sé svo h’eimskt, vont og illgjarnt og þér gefið í skyn, Miss Dunbar. Og þar sem eg er viiSs um að allir hérna eru mér samþykkir, þá sé eg enga ástæðu til að orðlengja þetta. Ein- hverjir flökkusöngvarar hafa soðið saman níð- vísu, sem á kanske að litlu leyti við eirihvem veruleika, að styðjast, þótt ekki sé það víst, en við, sem hér emm getum tæplega tekið hana að okkur.” “En Miss Brand var kölluð ungfrú Ösku- buiska”, sagði Díana þrákeltnislega og andlit hennar var fölt í tunglsljósinu. “Það hlýtur hún oft að hafa heyrt sjálf, og hún getur ekki verið reið við mig, að eg endurtek það, því eg vildi ekki fyrir nokkurn mun vera illgjörn.” “Aldrei hefi eg heyrt það,” svaraði Sir George, “en stúlkumar heyra svo margt vegna þess, að þær slá ekki hvorar aðrar niður, þegar þær móðga vinkonur sánar, eins og heiðarlegir rnenn gera þegar svo stendur á. En öskubuska er nú í sjálfu sér ekkert móðgunaryrði. Allir sem þekkja Miss Brand, eru svo hepnir—” “Nei, blessaðir talið ekki meira um þetta,” sagði eg þýðlega í lágum hljóðum. Eg hafði enga lönguri til að gráta er eg heyrði þessa and- styggilegu vísu, né hið lymskulega og hræsnis- fulla vamarmál Díönu, en þegar Sir George tók svari mínu komu tárin fram í augu mér, og gat eg varla byrgt þau inni. “Ef eirihver segir nú vingjamlegt orð við mig fer eg að gráta,”/ hugsaði eg með mér ör- væntingarfull. En til allrar lukku var þetta liðið hjá. Samræðurnar .hófust á ný, og fólkið var svo nærgætið að það fór að hlægja og tala eins og ekkert hefði ískorist. Lady Porth kom til mlín, lagði hand'.egginn utan um mig og fór að segja mér einhverji gam- ansögu, sem hafði gerst á þessum slóðum árið áður. Hún var ósköp móðurleg við mig, þótt hún væri lítið eldri en eg var sjálf. 17. Kapítuli. Svefriherbergið mitt á bátnum var lítið og fallegt. Það var út úr herbergi Lady Sophíu, sem var miklu stærra. Hún kom inn til mín tiT að bjóða mér góða nótt og til að tala um það, sem hafði komið fyrir. Hún kendi mjög í brjósti um mig, og var gremjuifull í garð óvina minna. Hún sagði mér að láta þetta ekkert á mig fá, vegna þess að enginn mundi virða þetta á verri veg fyrir mér. Eftir að hafa rætt lengi við mig vingjarnlega og með hluttekningu, fór hún inn í herbergi sitt. ' Mig langaði ekkert til að hátta. Eg hafði ekki fyrirgefið Díönu Dunbar, og á meðan eg var svona reið við hana gat eg ekki lesið kvöld- bænirnar mínar. Eg hafði aldrei farið svo að sofa, að eg ekki læsi bænimar mínar, en jafnvel þótt eg læsi þær, bjóst eg ekki við að geta sofn- að. Eg sat klædd morgunkjólnum mínum og burstaði með hægð langa og hrokkna hárið mitt, er eg heyrði að barið var hægt að dyrum. Fyrst hélt eg að það væri hurðin milli herbergja okkar Lady Sophíu, en þegar barið var aftur, vissi eg að svo var ekki. Eg gekk að hurðinni og leit út. Eg furðaði mig á að sjá Diönu Dunbar standa þar fyrir utan. Var hún alklædd eins og hún var við miðdegisverðinn. “Viljið þér lofa mér að koma inn augna- blik?” spurði hún undur smjiaðuirslega. “Mig langar svo ósköp mikið til að tala við yður.” “Getur það ekki beðið þangað til á morg- un? Eg ætlaði að fara að hátta, og nú er orðið svo framorðið,” svaraði eg. “Hvað gerir það til þótt framorðið sé? Á morgun förum við öll héðan, og þá verður eng- nin tími til að tala saman í ró og næði. Þér vitið hversu örðugt það er hérna um borð.” “Já, eg hefi veitt því eftirtekt,” svaraði eg, því að eg skildi sneiðina. “En fyrst þér endi- lega viljið getið þér komið inn.” Hún kom inn og lobaði hurðinni, sem eg hafði skilið eftir í hálfa gátt, sem merki þess, að eg óskaði ekki eftir, að hún dveldi þarna lengi. “Eg ætla að byrja á, að segja yður hversU mjög eg vorkendi yður í kvöld,” sagði hún og fékk sér sæti án þess að henni væri boðið. “Þabka yður fyrir. Eg hugsa eg fari nærri um hversu sárt yður tók það,” svaraði eg, “en við þurfum tæplega að eyða löngum tíma til að ræða það nú.” Eg fébk mér ekki sæti en stóð eins og ein- trjáningur á gólfinu í miðju herberginu. Þegar eg hafði sagt þetta, stökk Díana á fætur, hljóp til mín og lagði hendurnar á axlir mínar. “Æ, eg vildi mikið til vinna, að þér væruð ekki svona óvingjíamlegar í minn garð. Eg vildi óska, að þér leyfðuð mér að vera vinkona yðar, því eg vildi svo gjarnan vera það,” sagði hún og horfði í augu mér með mikilli athygli til að sjá hvernig mér yrði við þetta tilboð sitt. “Eg á ekki auðvelt með að stofna til vin- áttu,” svaraði eg. “Viljið þér þá ekki að minsta kosti leyfa mér að tala við yður eins og eg væri vinkona yðar?” spurði hún smjaðurslega. “Eg er þess albúin að hlusta á alt, sem yður langar til að segja.” “Það er mjög vingjarnlegt af yður. Og eg tók málstað yðar í kvöld, Consuelo! Hvað ætlið þér að gera nú í sambandi við þetta leiðinlega atvik? Það hefir vitanlega mjög mikil áhrif á framtíðar áætlanir yðar.” “Hversvegma ? ” “Hversvegna? Lítið þekkið þér heiminn fyrst þér^spyrjið þannig. Fólk, sem vér hyggj- um vini vora hirða ekbert um oss sem einstakl- inga. Það er alminlegt við mann, á meðan mað- ur hefir almennings hylli og er í áliti, en samt langar alla miklu fremur til að tala ilt um mann en vel, þegar bakinu er snúið við þeim. Það er auðvelt ag gera gis að vinum sínum. Þetta getið þér skilið, annairs hefðu þeir ekki uppnefnt yður ungfrú öskubusku. öll sýningin við bát- inn í kvöld verður auðvitað í blöðunum á morg- un. Og jafmvel þótt nafn yðar verði ekki nefnt, munu samt allir vita við hverja er átt. Það hefir verið heilmikijð um yður tílað, en eftir þetta er eg hrædd um, að yður verði ekki við vært í London, þessvegna kenni eg í brjósti um yður, elsku Oonsuelo. Menn, 9em þér hugsuðuð, að dáðust að yður, munu gleyma að bjóða yður upp á dansieikjunum. Þeim fellur vel að ungu stúlk- urnar séu athygliisverðar, en ekki á þamn hátt, sem þér hafið orðið það. Hefir Lady Soþhía ekki sagt yður hið sama og eg hefi nú gert?” “Nei, það hefir hún ekki gert,” svaraði eg þurlega. “Niei, hún er auðvitað hrædd um að særa tilfinningar yðar. Hún er bezta skinn. Hún hikar sér ekki við að segjta ósatt við og við, geti það hjálpað vinum hennar. Þetta er svoddan gæða blóð. Flestum fellur bezt að segja sann- leikann um vini sína en ekki við þá.” “Þér dæmið þá sjálfsagt eftir sjálfri yður,” svaraði eg. “Vierið þér ekki svona andstyggilegar, góða mín. Eg reyndi að hjálpa yður. Eg hefi hugsað um málið og reynt að setja mig 1 yðar spor. Mér finst bezt að þér ferðuðust burt, að minsta kosti þangað til fólk gleymdi þessu.” “Yður sýndiist líklega ráð að eg færi til Peckham, það sem þér haldið að eg sé komin?” Eg talaði kuldalega, þótt blóðið syði í æð- um mínurn. “Eg mundi stinga upp á miklu sbemtilegri stað, á landareign, sem við eigum, þar sem við sjálfar komum sjaldan, en lánum vinum okkar. Mamma veitir sjálfsagt leyfi sitt til þess. En hversvegna segið þér, að eg álíti það þér eigið heima í Peckham? Eg veit ekkert um Pack- ham.” “Bara að þér og mamma yðar eltuð mig þangað út,” sagði eg óafvitandi, án þess að í- huga afleiðingarnar. “Bara þetta, að þér og mamma yðar reynduð að fá upplýsingar um mig. Og það voruð þið sem komuð þessi slúðri á stað um mig núna í kvöld — spunnuð það upp. Þér og Lady Dunbar hafið ákveðna ástæðu til að leyna forvitni ykkar um mínar sakir; þess- vegna segið þið ekki blátt áfram og beint út hvaða vitneskju þið hafið öðlast fyrir njósnir ykkar. Þið óttist að rógburður ykkar fjúki tii baba á sjálfar ykkur, þessvegna starfið þið að honum í kyrþey. Ybkur langar til að eg hverfi af sjónarsviðinu og leigið því götusöngvara til að relca mig út úr ykkar heimi.” “Hvernig vogið þér yður?’ hrópaði Díana án þess þó að hækka róminn að mun; því að hún féll ekki alveg út úr hlutverki hefðarmieyjar- innar, og vissi líka að veggirnir á “Svölunni” voru þunnir. “Hvernig dirfist þér að voga yður að ásaka mig um annað eins og'þetta? Ef þér endurtakið þessi orð yðar, gæti eg dregið yður fyrir lög og dóm ef eg vildi. Það eru lög í land- inu ,sem hegna þeim, sem skerða æru manns, alveg eins þau hegna þeim, sem ræna mann mannorði og neyða út úr fólki fé. Eg mundi halda að fólk úr því mannfélagi, 9em þér bomið frá, mundi vita meira um þau en eg. Hvers- vegna ætti eg að vilja losna við yður. Það er alveg hlægilegt, að þér dragið einnig nafn móð- ur minnar inn í þetta. Haldið þér að eg sé af- brýðisöm af yður?” “Eg hugsa að þér hatið mig,” svaraði eg. “Eg hefi eigi nógu mikinn áhuga fyrir yður til þess. Eg hirði ekki meira um yður en þetta,” sagði hún og smelti fingrunum. “Eg býst við að þér haldið, að eg sé reið við yður af því að Sir George Seaforth hefir verið að dáðst að yður? En sú vitleysa! Eins og siíkur maður, sem hann er, mumdi giftast Öskubusku eins og yður, sem enginn veit neitt um. Eg hefi hlegið að þessu og furðað mig á hvað þér segið við því, að ög meitaði bónorði hans í fyrra, þegar hann var ástfanginn af mér, eins og hann þykist nú vera af yður. En það er bara vani hans að sbemta sér svolítði við að sjá framan í hverja nýja stúlbu, sem tekur þátt í samkvæmisk'finu. En Sir George er maður drambsamur, stoltur af ætt sinni og stöðu og hrósar sér af því, að enginn hams forfeðra, hafi nokkru sinni í hinni löngu forfeðraröð, tekið niður fyrir sig. Þar sem hann veit ekkert um yður, mundi hann aldrei giftaist yður, jafnvel þótt hann elskaði yður. Ef hann vissi alt um yður mundi hann ennþá síður gera það.” “Honum er svo velkomið að vita alt, sem um mig er að vita,” svaraði eg. “Hversvegna þér komuð til Lady Sophíu á mieðal annars?” Augu hennar störðu í augu mín eins og hún ætlaði að draga út svarið. Eg dignaði nú dálítið, því eg fann að hún hafði yfirtökin. “Hvað vitið þér um það?” spurði eg. “Þáð skal eg segja yður, ef þér gefið mér skýringu yðar fyrst.” Hún hikaði svolítið áður en hún kom með þetta tilboð. “Eg kom vegira þess að Lady Sophíu þótti vænt um mig og bauð mér til sán; það er alt og sumt,” 9varaði eg. “Rugl, segið mér eitthvað 9ennilegra en þetta. Enginn, sem þekkir Sophíu de Gretton og efnahag hennar, trúir þessu eitt augnablik. Hún hlýtur að haifa haft sérstaka ástæðu til að bjóða yður til sín og það góða ástæðu.” “Hlýtur að hafa haft?” endurtók eg. “Þá vitið þér ekki hversvegna hún gerði það. Þér spurðuð bara til þess að veiða það upp úr mér.” Hún hrökk við. “Já,” sagði hún, “þetta var bragð. Satt að segja veit eg ekkert um það.” “Eg ekki heldur. Eg veit ekkert um þetta annað, en það, sem eg hefi sagt yður. Lady Sophía þykir vænt um mig; hún er fljótfærin og sækist eftir því, sem er nýtt og sjaldgæft. Hún sagði eifthvað á þá leið.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.