Heimskringla - 23.07.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 23.07.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WiaSTNIPEG, 23. JÚLI 1947 Með kuldaglotti horfði hann á miðana og síðan á bráð sína. Jbnes sá að hann hafði beðið ósigur, ekki fyrir Muihausen heldur fyrir Ro- chester. Hann hafði hnotið um ásteytingar- steina sem glæpaeðli Rodhesters hafði lagt í braut framtíðarinnar. Hann varð æðisgenginn af reiði. Að sjá þennan sigri hrósandi, and- styggiiega þorpara með gráa vangaskeggið, vakti í honum alla þá slægð, sem í eðli hans bjó. Hann stundi þungan, reis úr sæti sínu og skjögr- aði að skrifborðinu og kvikindinu, sem sat við það. “Þér eruð hæfari mér,” sagði hann, “réttið mér hendina og látum okkur svo vera sátta.” í sama vetfangi greip hann víxilirín úr hendi okrarans, böglaði honum saman og tróð honum upp í sig. Hann þaut til dyranna og tví- læsti hurðinni. Muihausen þaut á eftir honum öskrandi eins og krakki, og greip í axlir hans. Jones sneri sér að honum, tók báðum hönd- um um handleggi hans og hélt honum föstum meðan hann sjálfur tugði og tugði, eins og hann ætti iífið að ieysa. Þeir stóðu þarna augliti til auglitis. Jones tugði en f jármálamiðillinn öskr- aði og æpti. Það var barið á hurðina. En Aronson og hans liðar voru eigi þannig úr garði gerðir, að þeir gætu brotið upp hurðir. Þeir hjálpuðu aðeins á þann hátt, að æpa fyrir utan hurðina eins og svar við öskrum húsbónda sáns hinu megin við hana. Aðrar skrifstofur í bygging- unni urðu ailar í uppnámi, bæði á gólfinu fyrir ofan og niðri. Svo datt einhverjum það snjall- ræði í hug að kalla á lögregluna. Á meðan tugði Jones og tugði. Viíxillinn varð smátt og smátt að graut í munni hans, nægilega bland- aður munnvatni lyftist hann á tungunni aftur i kokið, lokið yfir barkaopinu liðkaðist og þessi pilla rann yfir það og niður í vélindið og segir þá eigi af henni söguna meir. Jones hafði svelgt fortíð Rochesters, að minsta kosti afar þýðingarmikið atriði úr henni. Þegar þessu var lokið, settist hann niður og kyngdi og kyngdi. Honum var hálifstamt fyrir brjósti. Mulihausen þaut til dyranna og lauk hurðinni upp. Stór og stæðilegur lögreglu- þjónn stóð þar fyrir utan og á bak við hann allir þjónar Muihausens, en aftur á bak við þá, stóð skari forvitins fólks, sem þyrpst hafði saman á þeim þrem miínútum, sem þessi senna hafði staðið. Mulhausen litaðist um. “Hvað á þetta að þýða!” sagði hann. “Hér gengur ekkert að, bara svolítil umræða, sem eg átti við þennan herra héma. Aronson rektu alla út úr skrifstofunni. Lögregluþjónn, hérna er dalur handa yður fyrir ómakið. Verið þér sælir.” Hann lokaði svo hurðinni fyrir augum hópsins, sem varð fyrir sárum vonbrigðum, og sneri sér svo til Jones. Orustunni var lokið. 16. Kap. — Að óvörum Klu’kkan fimm þennan sama dag hvarf eignin til hins fyrra eiganda síns. Skjölin vom undirskrifuð í skrifstofu Mortimers Col'lins af Marcusi Mulihausen og átti hann að fá til baka sín fimm þúsund pund, og fékk kvittun fyrir þeim, en það þarf eigi að taka það fram, að þá upphæð fókk hann aldrei. Collins var undrandi á svip, en spurði samt einskis á meðan Mul- hausen var þar staddur, en þegar hann var far- inn gat hann ekki setið á sér lengur. “Borguðuð þér honum þessi fimm þúsund pund?” spurði hann. “Ekki grænan túskilding,” svaraði hinn. “Hvernig unnuð þér þetta kraftaverk?” Jones sagði frá því. “Sjáið þér til eg náði á honum réttum tök- um. Eg hélt eg hefði öll hæðstu spilin, en þá kom í ljós að hann hafði þau, og lét út ás fram úr ermi sinni. Hann kom með gamalt skjal, sem var mjög óþægilegt fyrir mig.” “Já?” “Eg hugsaði mig um stundarkorn, og tók svo það eina ráð, serrí hægt var að taka; eg tók af honum skjalið og át það.” “Átuð skjalið?” “Nákvæmilega.” Jones nuddaði vangann og hló. “Já, j'á,” sagði lögmaðurinn með furðu- legri ró, “við höfum fengið aftur eignina og það er megin atriðið.” “Þér munið að við töluðum um að leigja höllina,” sagði Jones. ' “Carlton höllina?” “Já, nú sleppum við því. Nú flýt eg á ný.” “Hm — já,” svaraði Collins. “Eg hefi nú nóga peninga til að borga veð- ilánin og annað.” “Það baiíið þér víst,” svaraði Collins. “En haldið þér ekki að réttast væri að tryggja þessa eign í eitt skifti fyrir öll? Reyndar eigið þér engin börn, en samt er aldrei hægt að vita. — Hreinskilnislega sagt hugsa eg, að bezt væri fyrir yður að gera eirihverjar tryggar ráðstaf- anir.” “Verið óhræddur,” sagði Jones hressilega. “Eg skal gefa konunni minni alla þessa dýrð, þegar við höfurn sætst á ný.” “Það þykir mér vænt um að heyra.” Svo afhenti Jones lögmanninum hin dýr- mætu síkjöl og hafði sig heim á leið. Honum var létt í skapi. Hann hafði sannað það, sem hann æfcíð hafði grunað, sem sé, að fantur stendur eigi ;í hálfum kvisti á móti heið- arlegum manni, hafi hann vopn í hendi. Bæði Boles og Mulhausen höfðu næstum undir eins gefist upp. Hversvegna? Af því að þeir stóðu á fúnum grundvelli. Nú sá Jonies, að hann hefði aldrei þurft að éta víxilinn. Mulhausen hefði aldrei þorað að ákæra hann. Hefði hann kallað á lögregluþjón og sýnt að honum var alvara, þá ■hefði hann strax látið sig. En víxlilinn var nú étinn og hann þurfti ■um annað að hugsa. Hann hafði komist gegn um skerin. Hann hafði bjargað mannorði Rochest- ers og eignum hans. Hann hafði unnið heimili hans inn eina miljón og átta þúsund pund, ef kolanáman var svona mikils virði, og hann var maður með fullu viti, sem gait haldið á eigum sínum og litið eftir þeim. Roohester fjölskyldan þurfti alls ekkert að setja út á hann. En ef þau bara vissu! Er hann gekk og hugsaði um þetta, ikom alt í einu yfir hann þessi sama hræðiilega tilfinning og fyr, að hann vissi ekki hvort hann var heldur Jones eða Rochester. í þetta skiftið fanst honum samt ekki, að hann hefði týnt sjálfum sér, heldur stóð barátta í þreyttum heila hans milli þessara tveggja persónuleika, Roohesters og Jones — Jones — Rochester. — Augnáblik vissi hann ekki hvor þeirna hann var. Svo leið þessi óþægilega tilfinning hjá og hann hélt áfram heim til Canlton hallarinnar, og kom heim eitthvað kl. 6. Hann afhenti þjónustu bundnum anda hatt, staf og hanska og gekk gegnum forstofuna. — Hann stansaði alt ,í einu. Hann heyrði hljóð- ifæraslátt. Einhver var að leika á píanó inni í stofunni til hægri handar. Lagið sem leikið var, var vals eftri frægan höfund, og var ágætlega leikið. Jones sneri sér að þjóninum og spurði: “Hver er þarna inni?” “Náðug frúin, lávarður minn,” svaraði þjónninn. “Hún kom fyrir hálftíma siðan. — Flutningurinn er kominn upp.” Konan hans! Jones fanst að hnjáliðirnir mundu svíkja sig, svo mjög varð honum um þessa frétt. Hver var þessi náðuga frú. Hin hræðilega móðir Ro- chesters gat ekki leikið svona á hljóðfæri. Hann opnaði hurðina og sá inn í musik- stofu eina mikla, og þar sá hann fyrir framan píanóið konuna, sem hann hafði talað við í vagninum. Hún var í útibúningi og hafði hatt á höfði. Hún leit á hann og um varír hennar lék bros, en hún hélt áfram að spila á hljóðfærið. Það var örðugt að hugsa sér fallegri sýn en þetta. Er hann gekk yfir gólfið, hætti hún að spila, sneri sér við á stólnum pg sagði: “Eg er komin aftur. Eg gat ekki verið þarna lengur. Þú ert slæmur,i en miklu skárri en hún móðir þín — og Venetia. Eg ætla að reyna þig ennþá einu sinni. En hvað gemgur að þér, það er eins og þú sért genginn út úr hól?” “Eg veit ekki,” svaraði Jones og strauk hendinni um ennið. “Eg befi áfct annríkt í dag.” Hún leit á hann fyrst forvitnislega og svo með aumkunar og ástúðarsvip. Svo hljóp hún til hans, fókk hann til að sitjast á stóran sóffa er stóð við vegginn og settist svo hjá honum. Hún tók hendi hans. “Hversvegna ert þú svona heimskur?” “Eg veit ekki,” svaraði Jones. Litla hendin hennar gerði hann alveg máttlausan. Hann þorði ekki að láta á hana, en starði út í bláinn án þess að sjá neitt. “Þeir hafa sagt mér alt um kolanámuna,” sagði hún. “Það var auðvitað Venetia, sem sagði mér frá þessu og þau úthúðuðu þér niður fyrir allar hellur. Venetia var samt verst af þeim öllum. Þau urðu alveg vitlaus út aí þess- ari kolanámu. En, ó, mér þykir vænt um að þú tapaðir henni. Það er sjálfsagt ljótt af mér, en samt þykir mér vænt um það. Og af því að þau töluðu svona ilt um þig, fór eg heim til þín. Fyrst hlustaði eg á þau og sagði ekki neitt, en svo gat eg ekki lengur orða bundist. Venetia fékk að heyra alt, sem eg hefi geymt og safnað saman í sex mánuði. Eins og þú veist, sagði hún mér í hverskonar ástandi þú komst heim héma um kvöldið. Þá sagði eg ekkert, en bara bættí því við dálkinn. Og í gærkveldi þegar þau rifust ■um þennan kolanámu óþverra, þá sagði eg ekkert heldur, en bætti því bara við alt hitt. Blunders var þarna lika ásamt móður þinni og Venetiu. Blunders sagðist hafa kallað þig fá- bjána, og það væri réttnefni, því að þú værir það sannarlega. Þá var mér nóg boðið. Eg sagði þeim öllum meiningu miína um þau, og þau fengu að heyra margt nýstárlegt. Síðan fór eg heim. Eg hafði líka aðrar ástæður. Maður get- ur ekki altaf verið ein. Eg verð að finna til þess að einhverjum þyki vænt um mig. Þegar eg sá 'þig í Jeremyn strætinu í gær, þá — þá. En heyrðu, þykir þér nokkuð vænt um mig?” “Já,” svaraði Jones. “Eg má tii að segja þér svolítið.” “Segðu það þá.” “Ef þér er sama um mig, ef eg fyndi, að þér væri sama um mig, þá-------” ^ “Já.” “Þá hlypi eg á brott. Eg get ekki borið það, að enginn hirði um mig frekar en eg væri hundur, sem enginn hirðir lengur um.” Hún lyfti hendi hans og neri fingrunum um varir sínar. “Þú verður ekki látin ein, það þarft þú ekki að óttast,” sagði Jones vesalingurinn, og vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Þetta var mjög fátæklegt loforð, en henni virtist nægja það, ef til vill vegna þess, að bún var annars hugar. / “Hvað rnundir þú hafa sagt, hefði eg hlaup- ið í burtu ií raun og veruí” spurði hún. “Hefðir þú tekið það nærri þér?” “Hræðilega.” “Þykir þér vænt um að eg er komin heim?” “Já.” “Það þykir mér líka,” sagði hún og slepti hendi hans. “Spilaðu eitthvað fyrir mig. Eg þarf einhverj a hressingu eftir að hafa blustað á Venetíu svona lengi, leiktu eitthvað eftir Chop- in. Okkur þótti svo gaman að lögunum hans. Eina lagið sem Jones hafði spilað á æfi sinni v.ar Stjörnuþakti fáninn, og það aðeins með einum fingri. Og nú átti hann að leika lag eftir Chopin! “Við skulum heldur tala,” sagði hann. “Jæja, segðu þá eifcthvað. Hamingjan góða! Nú er hringt til miðdegisverðar!” Þetta var rétt. Hún reis úr sætinu, tók hanskana, sem hún hafði lagt á borðið og leit í spegilinn. “Þú hefir ekki svo mikið sem kyst mig,” sagði hún og það var miklu liíkara að hún væri að tala við sjálfa sig heldur en hann, eins og hún væri fremur að hugsa um hvernig hattur- inn færi, en að hugsa um að fá ikoss. Hann gekk til hennar eins og skóladrengur, hún sneri að honum vanganum og hann kysti sríögglega á hægra kinnibein hennar. Og þá fann hann til sliíks unaðar, sem fáum dauðlegum mönnum feliur í skaut, mjúkir lófar lögðust að vöngum hans og mjúkar varir henn- ar mættu hans vörum í hlýjum kossi. Og svo var hún horfin. Hann settist á píanóstólinh, blindaður, óttasleginn, skelfdur en sigri hrósandi. Þetta var hræðilegt að komast í svona kringumstæður. Jones var enginn kvennagosi. Hann var maður eins og alment gerist, blátt áfram með heilbrigðri skynsemi og bar mikla virðingu fyrir konunum. Honum fanst það jafn óhugs- anlegt að kyssa konu annars manns og ganga á höndunum eftir Broadway. Að leika annan mann og í því duilargerfi að kyssa konuna hans, fanst honum hið heimsku- legasta, sem hugsast gat. En þetta hafði hann samt gert. Og ikona annars manns hafði — um! Hann sveið í and- litið af blygðun. Honum fanst hann standa andspænis há- um múr, sem forlögin höfðu reist til að tálma för hans. Hann gat ekki stokkið yfir hann, né smogið undir hann; hann varð tafarlaust að segja alla söguna. Og hún elskaði Rochester. Þessa hræðilegu staðreynd gat hann ekki umflúið. Hún elskaði Roohester. Hann varð að segja henni aila söguna eins og hún var, að maðurinn, sem hún elskaði, væri dáinn. Og þá mundi hún krefjast sannana. Hann varð að saékja menn frá Savoy gisti- húsinu og fólk frá Ameríku. Grafa Rochester upp. Hræðileg ósköp! Þetta hafði honum ekki dottið fyr á hug. Hvað var eiginlega orðið af Rochester? Þangað til núna hafði honum ekki dottið í hug að spyrja að því, hvar jarðneskar leifar spilagosans voru geymdar. Honum hafði verið gersamlega sama. En konan, sem elskaði Roohester mundi hirða um að vita það. Og hann, Jones, mundi verða í augum hennar að ófreskju, djöfli. Honum fanst í þennan svipinn, að hann væri það næstum. Alt að þessu augnablikj hafði Rochester verið eins og óhlutkend tilvera eða draumur. En þegar þessi kona elskaði hann, hafði hann orðið í huga Jones raunveru- legur maður. Ekki gat hann sagt henni, að hann hefði látið það ókunnugum eftir að sjá um lík manns- ins, sem hún elskaði — og ekki hirt meira um það en það væri dauður hjartarskrokkur. Hann gat ekki sagt henni frá neinu. Leiknum var lokið. Hann ætlaði að forða sér. Annaðhvort það, eða halda áfram þessum grimma leik, en það var ekki hægt, eða segja henni alla Söguna, sem ekki var hægt heldur. En ef hann hyrfi nú var það hræðil-egt fyrir 'hana. Hún elskaði RoChester! Þrátt fyrir strákskap sinn, léttúð, ábyrgðar- leysi og slóðaskap, eða kanske vegna alis þessa, hafði Rochester öðlast ást þessarar konu, sivo mj ög að hún tók svari hans gagnvart fjölskyldu hans og fór heim til hans aftur. Að yfirgefa hana nú væri grimmúðugt. Grimmúðugt gagnvart henni og einnig gagn- vart sjálfum sér. En það var eina leiðin, sem opin var. Þetta sagði hann sjálfum sér. H-ann visSi sem heiðarlegur maður var eina úrræðið að segja henni alt eins og var. Að læðast í burtu var heigulsskapur, að leika Rocehster gagnvart henni var níðings- bragð, en að segja henni sannleikann var mannsbragð. Afleiðingarnar mundu verða hræðilegar, en með því að hirða ekkert um afleiðingarnar, gat hann breytt eins og heiðarlegur maður. Hann sat þarna í hálfan tíma og hreyfði sig tæplega. Hann stóð gagnvart óklJifri hindr- un, sinni eigin lyndiseinkunn. Hefði hann ver- ið niíðingur þá hefði þetta alt saman verið auð- 'velt. En af því að hann var heiðarlegur maður var alt ókleift. Hann var kominn svona langt þegar þjónn opnaði hurðina. “Miðdegisverðurinn er til, lávarður minn.” “Miðdegisverður!” Hann þaut út í forstofuna. Hann stóð þar augnabilik og gat ekki ákveðið sig. Svo heyrði hann hlátur og leit upp. Hún stóð þar hátíðis- búin í stiganum og horfði yfir stigariðið niður á hann. “En þú hefir ekki skift um föt!” sagði hún. “Eg — eg gleymdi því,” stamaði hann. Eitthvað féll niður á gólfið við fætur hans — rós. Hún hafði fleygt henni til hans, og nú kom hún sjáif ofan til hans, þar sem hann stóð með rósina í hendinni — og mjög titrandi hjarta í brjóstinu. “Það var fjarskalega hirðulaust af þér að gera það,” sagði hún og tók af honum rósina. “Og nú hefir þú engan tíma til að búa þig. Þú ert þó ekki vanur að vera svona hirðulaus 1 þessum efnum.” Hún lét rósina í jakkahornið hans. “En þetta eru afleiðingarnar af að búa einn ásamt Venetíu í hálfan mánuð. Hvernig held- urðu að þú hefðir orðið eftir heilan mánuð!” sagði hún og þrýsti rósinni að jakkahorninu með flatri hendinni. Svo tók hún utan um handlegg hans °o leiddi hann inn í morgunverðar herbergið. Svo sátu þau hvort á móti öðru, með vönd af rauðum rósum í keri á milli sín. Ekki gat Jones sér neina frægð í samræð- unum í þetta skiftið, en hún veitti því tæplega eftirtekt. Hún var í ágætis skapi og sagði hon- um fjölmargt, sem hún bar fyrir brjósti. Henni virtist standa á sama þótt þjónarnir, sem gengu um beina, heyrðu það. Hún talaði um fjölskylduna og annað fólk, og hún sagði frá öllu með slíku líifi og fjöri, að það hefði sjáifsagt skemt honum, ef hann hefði þekt hið umrædda fólk, og hefði auk þess verið í þvl skapi að geta gert að gamni sínu. Strax að afloknum miðdegisverði, varð ihann að segja henni hina hræðilegu sögu sína- Það var rétt eins og forlögin segðu við hann: “Þú skalt drepa hana strax að loknum miðdegi6' verðinum. Þessi gleði og kátína átti að deyja. 1 stað þeirra átti að koma sorgin eftir manninn, sem hún elskaði, hatur til mannsins, sem lézt vera hann, ótti og truflun. Þegar miðdegisverðinum var loksins lokið, iagði hún svo fyrir, að kaffið skyldi fært þeim inn í músik herbergið. Hann beið stundarkorn og kveikti sér í vindlingi. Þegar hann kom út 1 fórstofuna stóð svitinn á enni hans. Hann heyrð1 tónana streyma frá píanóinu. Það var danslag eftir Cihopin og var vel leikið með fjöri og fyndni, en enginn sorgar' marz hafði haft raunalegri á'hrif á hann eíl þetta. Hann gat ekki gert það. Því næst opnaði hann hurðina og gekk inn í herbergið. 17. Kap. — Vandasamar ástæður. Aðeins þrjú rafmagnisljós voru tendruð 1 herberginu. 1 þessu daufa ljósi, með hálfger^' um skuggum hér og þar, sýndist herbergið stærra en það var í raun og veru — og öðru vtt'sl- Hún hætti að leika lag eftir Chopin lék lög eftri Paderewsky og fanst honum það all ang- urblítt lag, þar sem hann sat með krosslagðar fætur og hlustaði. Og er hann hlustaði þannig fór hann a^ hugsa. Hingað til höfðu hugsanir hans verið tóm flækja, er hann leitaðist við að beina þeirn að ástandi sínu og fádæmum þeim. En nú gat hann hugsað greinilega.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.