Heimskringla - 01.10.1947, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.10.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. OKT. 1947 HEIMSK^RINGLA 5. SIÐA SILFIRBRÚÐKAIP 'Silfui*brúðkaup þeirra Mr. og Mrs. Sig Björnson, var haldið hátíðlegt á heimili þeirra hjóna, 212 North 12th St., Moorhead, Minn., á sunnudaginn 20. sept. síðastl. Höfðu böm þeirra hjóna, Fred, Alvin, Darrel og Lois boð- ið um 70 manns til veizlu þennan dag. Bjömson’s hjónin voru gift í Winnipeg 23. sept. 1922 af Dr Bimi B. Jónssyni presti Fyrsta lúterska safnaðar. Skyldmenni Björnson’s hjónanna færðu þeim vandaðan silfurborðbúnað í minning um þennan áfanga í láfi þeirra; og aðrir gestir annað silf- urstáss. Sig Bjömson er sonur Mr. og Mrs. M. F. Björnson að Moun- tain, N. D. Mrs. Björnson er dóttir Tímóteusar og Þorbjarg- ar Guðmundson er lengi bjuggu að Elfros, Sask., en eru nú bæði dáin. Gestir héðan úr Winnipeg er sátu hóf þeirra Bjömsons’ hjóna vom: Mr. og Mrs. Geir Thor- geirson, Miss Elizabeth Guð- mundson, Mr. og Mrs. J. V. Sam • son. Mrs. Thorgeirson, Eliza- beth og Mrs. Samson eru allar systur Mrs. Björnson. Kvæði var þeim Björnson’s hjónum flutt á ensku við þetta tækifæri, ort hafði Joseþh H. Roel frá Fargo, N. D., og birtist það hér á eftir: To Sig and Freda on their Silver Anniversary hvert skifti sem þeir rækjust á ameriskt varðlið á Trieste- svæðinu, þar sem 5,000 amer- tískar hersveitir halda til. Sendi- herra Bandaríkjanna, Canvend- ish Cannon, hefir sagt Yugo-1 slavíu beint út, að Bandaríkin | ■ telji framkomu þeirra með af- . brigðum þreytandi, og líklega ti' j að valda hættulegustu vand- ræðum. If I could make a wish, my Friends, And know it would come true; I’d wish the very best of things Would always come to you. I’d wish for all the sunshine, that Has kissed the moming dew, And wish for only fleecy clouds To shade the heat from you. « I’d wish another festival Some twenty-five years hence; And Wish to find you still aglow With life’s sweet recompense. I’d wish you both prosperity, In all life’s changing trends; But most of all I’d wish for you, A million loving friends. You have them now in every walk Of life—yes by the score, They love, respect and honor you, That’s why I’d wish for more. I wish you both the best returns, That this dear day can bring; And then I wish you still some more. Oh shucks—Just everything. HELZTU FRÉTTIR Missætti um Trieste Fmmkvöðlar og framkvæmd- astjórar í Washington segja að Bandaríkjunum sé það fylsta al- vara að miðla málum í Trieste, og muni gera allan nauðsynleg- an undirbúning til þess að veita tilraunum Yugoslavíu til þess að hrifsa landsvæði á kostnað Ital- íu, viðnám. Tvö skeyti, er Bandaríkin sendu nýlega, sýna bezt að þau eru fyllilega ákveðin í máli þessu. I öðru þeirra sniðgengu þau ákærur Yugoslava yfir því að Bandaríkja-hermennhefðu vald- ið óeirðum með þvá að nota skot- vopn áín, og einnig, að þeir brendu eignir Yugoslaviskra borgara — hefðu valdið skemd- um á sjúkrahúsum og með öllu og öllu sýnt mjög óvinsamlega framkomu. Kváðu Bandaríkin þessar ósakanir með öllu ósann- ar, og ekki svaraverðar. í hinu skeytinu sögðu Bandaríkin skýrt og skorinort ,að þau væru orðin þreytt á að fá klaganir frá Yugoslaviskum herforingjum í Amsterdam, Holland— Kunn- ir leiðtogar í Niðurlöndunum og Indonesiíu, buðu nýlega sameig- inlega úrlausn skærumálanna í Austur-Indversku eyjunum. — Voru í þeim samningum inni- i'aldar frjálsar kosningar í allri Indonesíu. Samingsgerðin mælti með: 1., að myndað yrði “Dutch-Ind- onesian lögreglulið í stað holl- enzka herliðsins á eyjunum; 2. frjálsar kosningar; 3. ákvæði hvers ríkis um sána eigin stjórn, og 4. ráðstefnu, til þess að á- kveða myndun sambands milli allra ríkjanna. Ranghermi Einn af embættismönnum stjórnarinnar neitaði því nýlega að Canada hefði hafnað þeim rétti er landinu bar til að krefj- ast greiðslugjalds af Grikklandi i fyrir $600,000 virði af matvöru, j er send hefur verið til Grikk- lands. Kvað hann það algert mis- hermi, er talsmaður grizku stjórnarinnar bar frarn í Aþenu að Pipenellis, utanríkj'amálaráð- herra hefði verið sagt að Canada myndi ekki krefjast þess að upp- hæð þessi yrði að fullu greidd. Hinn týndi hlekkur Leiðangrar náttúru og eðlis- fræðinga, sem nú eru að leita eftir fomum leifum og manns- beinagrindum, er varðveitast í sérstökum jarðlögum, einkum í Suður-Afríku, geta ef til vill haft nægilega þýðingarmikinn árangur til þess að breyta skoð- unum og trú sumra um garðinn í Eden. Dr. George B. Barbour, heimsfrægur eðlis og jarðfræð- ingur, forseti (liberal Arts) há- skólans í Cincinnati, er nýlega kominn heim úr nokkurra mán- aða ferðalagi í Afríku. Uppgötvanir þær sem Dr. Baribour, sem og líka margir aðr- ir fornleifafræðingar, sem von- góðir eru á þessu sviði, sýna, að ávalt eru meiri og meiri sannan- ir að koma í ljós um hinn týnda hlekki eða hlekk, í framþróun mannsins, frá lægri dýrategund- um til þeirrar myndar, sem hann ber nú á tímum. — En hvað er maðurinn nú á tímum annað en dýr? Hin væntanlega gifting prinsessunnar Lord Chamberlain hefir gert heyrum kunnugt, að Elizabeth prinsessa muni, er hún giftist Lieut. Philip Mountbatten 20. nóv., næst kom'andi, aka til Westminster Abbey vissa og fyrirfram kveðna leið, og verði á allri þeirri leið skipað liðs- mönnum frá öllum herþjónustu- deildum Bretlands. Prinsessan mun aka í fylgd með Konungin- um, föður sínum frá Bucking- ham Palace eftir Mall að Admir- alty Arch. Þar mun skrúðförin beygja inn í Whitehall, leggja leið sína inn í Parliament St., fara eftir austur og suður hluta Parliament Square að inngangi Westminster Abbey. Hallarþjónustuliðið á . alt að fylgja ríðandi, og mynda þann- ig sérstakan heiðursvörð. Lúðra flokkar verða við Buckingham höllina, og á mörgum öðrum mis- munandi stöðum á leiðinni, og einnig við kirkjuna. Frá Tokyo — Uppskera og jarðargróður í Nagasaki-héruð- unum í Japan, sem Kjarnorku- sprengingarnar fóru fram á, hef- ^ ir aukist frá 50 — 300% fram yfir meðallag, samkvæmt skýrslu Takeo Foruno, aðalj akuryrkju-sérfræðingi i Naga- saki til Kyodo-frétta-stöðvanna Hermdarverkin á Indlandi Lahore, Pakistan — Fregnir 'bárust hingað nýlega um það, að aðeins nálega 100 manns hafi komist af óslasað, þegar ráðist var á járnbrautarlest með nokkrum þúsundum “Moslem”- flóttafólks frá New Delhi. — Skyndifundi var skotið á í stjórnarráðuneytinu í Pakistan, “Moslem”-höfuðborginni, — til þess að ræða um hvað gera skyldi. Fregninni fylgdi, að brezkur herforingi er stjórnaði “Hindu” fylgiliði á lestinni, hefði fallið í árásinni. Sagði fréttin, að — Hindúa-hersveitin hefði ekki viljað skjóta á árásar mennina, en að herforinginn hefði skotið, þangað til skotfærin þrutu. Eigi gat þó fregnin um hvort hann, (herforinginn) hefði fallið fyrir árásarmönnunum eða fylgdar- hersveitunum. Þessir 100 ósærðu farþegar, ásamt 400 særðum, náðu til flóttamannaskýla nálægt La- hore. FimmburaT Um síðustu helgi sagði Moskva-útvarpið frá þvá, að kona nokkur, Khonda Isyrenz- hapova, er býr á Mongolian Collective Farm, sameignabúi, hefði nýlega fætt fimmbura, 3 drengi og 2 stúlkur, og væri alt við góða heilsu. Leyfð landsvist Kyrenia, Cyprus — Stór hóp- ur Júðabama, (Gyðingaibama), 485 að tölu, frá innflytjenda- stöðunum í Cypms, mun sigla bráðlega til Haifa í Palestínu. Er þetta samkvæmt nýjustu fréttum; em þessi böm hin sáð- ustu af 985 föður og móðurleys- ingjum, er leyfður var sérstakur innflutningur, en hefir dregist svo lengi vegna skorts á flutn- ingstækjum. HEILABROT Það skiptir nú í sjálfu sér minstu máli hverjum er um að kenna varðandi það ömurlega á- stand, er nú gerir svo víða vart við sig í mannheimum, þvá heila- brot um slíkt leysa ekki vanda- málin —” Svo mörg eru þessi orð, orð í ritstjórnar grein Lögbergs frá 11. sept. En einmitt þessi orð ollu mér heilabrotum um hitt og annað. Til dæmis vaknaði sú spurning hjá mér hvort ekki væri heppilegast að allir létu af- heilast eins og senatorinn forð- um. Það er gömul saga, en verð- ur ekki of oft sögð, fremur en góð vísa kveðin. Roskinn og ráðinn athafna- maður leitaði lækninga til sér- fræðings í heila- og taugasjúk- dómum. Sjúklingurinn kvartaði um þreytu, svima og svefnleysi, og kvaðst ekki vera hálfur mað- ur að starfsþreki, einbeitni og þeirri andans orku, sem út- heimtist til athafnalífs tuttug- ustu aldarinnar. Eftir nákvæma skoðun og rannsókn gaf læknirinn álit sitt um sjúkdóminn. “Heilinn í þér er slitinn og ryðgaður, og þarfnast hreinsun- ar og aðgerðar, eins og hvert annað siðurverk, sem vanrækt hefur verið um lengri tíma.” “Og hvað lengi tæki sú hreins- un og viðgerð?” spyr athafna- maðurinn, þvi támin er honum dýrmætur. “Ó, sosum þrjá daga”, segir læknirinn. “Þrjá daga! Mér er alveg ómögulegt að vera þrjá daga frá verki. Bissnesið færi alt í hund- ana á skemmri tíma en þremur dögum, væri eg ekki til staðins, að líta eftir þvi.” “Blessaður vertu!,, segir lækn irinn, “Þú getur farið allra þinna ferða og stundað iðn þína meðan eg hressi upp á og olíuber heilann úr þér. Sjáðu til, lækna- vísindin eru komin á það stig að eg er enga stund að taka heil-, ann úr hauskúpu þinni, Þú skil- ur hann eftir hjá mér, og eftir þrjá daga ábyrgist eg að hafa hann í lagi. I milli tíð getur þú gert allar sakir þínar og sinnt hvers konar braski, sem að hönd- um ber. En mundu eftir að koma eftir þrjá daga og láta mig koma heilanum aftur fyrir í kúpunni.” Og hann tók heilann úr athafna- manninum, sem fannst sér strax líða betur. Nú líða þrír dagar, fjórir dag- ar, vika! án þess athafnamaður- inn vitji heilans. Og sérfræðingn um fer ekki að verða um sel, því hann hafði aldrei orðið fyrir sllíku, og var nú sjálfur farinn að missa svefn út af þessu. Þá vill svo til, einn dag, að hann mætir athafnamanninum á göt- unni og eftir að heilsa honum, spyr hann sjúklinginn hvers vegna hann hafi ekki komið eft- ir heilanum. “Ah, já,” segir athafnamaður- inn, eins og hér væri um smá- munni að ræða. “Skítt með heila skömmina. Eg hefi verið kjörinn í Öldungaráðið í Ottawa og þarfnast ekki heilans með. Enda er eg eins og nýr maður síðan eg losnaðist við hann. Er liaus við áhyggjur og heilábrot, og er öruggur um, að lenda ekki í klúður fyrir hættulegar hug- renningar. Vitaskuld hefi eg aldrei átt neitt þvílíkt á hættu, en maður veit aldrei hverjirj grípa völdin, né hvaða hugsanir •teljast hættulegar, samkvæmt lögum þess stjómarráðs sem völdin hefur”. Æ, ætli við ættum ekki að fara að dæmi athafnamannsins, þó staða i öldungaráðinu komi ekki til nokkurra mála. Það sækir á marga landa þessi bévuð fróð- leiksfýsn. Þeir eru altaf að lesa og ekki ætíð meinlausar bækur og blöð eins og biblíuna og Lög- berg. En hættulegur lestur, vek- ur hættulegar hugsanir. Það vissu stjórnarráð þeirra Hitlers og Hirahito; og enginn veit það betur en blessaður páfinn, og stjórnaráð Quebec-fylkis. Svo er nú Washington-stjórnin far- in að hreinsa til hjá sér, og má búast við því sama hér. Þvi þeg- ar alt kemur til als, er Canada orðið skottið á Bandaríkjunum, hvort sem það telst stélið á em- inum, taglið á demokrata-asn- anum eða hálsinn á fíl Republic- ana. Sjálfsagt yrði masminst að fara að dæmi athafnamannsins. En ekki verður það með öllu sár- saukalaust fyrir íslendinga, þar sem þeir em gefnir ágætis heila. Það staðhæfa þjóðræknir menn; og ekki kemst eg að neinni niður stöðu í þessu máli án þess að brjóta heilann um það. En ef nú heilabrot mega ekki eiga sér stað gagnvart einu vandamáli, er varla sanngjamt að ætla þau gagnleg eða nothæf til að ráða fram úr öðrum. Ef til vill er vonin eina leiðin út úr þessum heilabrotum mán- um, von um að stjórnin ráði fram úr þessu ömurlega ástandi Það er haft fyrir satt, að Hitler hafi látið vana menn, í þúsunda tali. Væri til of mikils ætlast af “sfjóminni”, að hún léti afheila eða skynvana, þá þegna hennar sem fremja heil'abrot? Eða hefir hún þegar fundið aðra aðferð til að skynvana menn, ög það ís- lendinga? J. P. P. VAR LEIFUR HEPNI ekki fyrstur manna vestur um Atlantshaf? Eftir Don Jennings, fréttar. U.P. Harrisburg, Penn. — Dr. Wil- liam Walker Strong, fornfræð- ingur, telur sig hafa fundið ó- yggjandi sannanir fyrir því, að Fönikíurnenn hafi komið fyrstir manna til meginlands Evrópu vfir Atlantshaf, hafi verið um 14 öldum á undan Leifi heppna og nærri 19 öldum á undan Kol- umbusi. Dr. Strong, sem er ötull fornfræðingur, hefir ritað marg- ar greinar um þau efni og er meðlimur Mellon-stofnunarinn- ar í Pittsburg, hefir fundið sam- tals 400 steina, sem styðja þessa skoðun hans. Eru þeir með forn- um áletrunum á fönikisku. Hefir hann fundið steinana smám saman á árunum 1940-47 og benda þeir til þess, að um 3000 manna sveit Fönikíu- manna hafi siglt upp eftir Susquehannaánni í Pennsyl- vaniu-fylki árið 371 f. Kr. burð og sezt þar að. Markmið liðs þessa virðist 'hafa verið að vinna jám út jörðu, því að jnjög hafði gengið á járnnámur Fönikíumanna í stríði þeirra við Grikki. Fyrirliðinn var að líkindum flotaforinginn Himilko, sem varð þjóðhetja í stríðinu við Grikki. Bendir mjög margt til þess, meðal annars járnsteinn, sem fannst hjá þorpinu Silver Springs í Cumberland-sýslu, en á honum var áletrað með fönik- ískum stöfum, svohljóðandi: — “Rab (kapteinn) Himilko vard sár á þessum stað.” Fönikíumenn, — harðgerðir menn af semitiskum uppruna, urðu fyrstir allra til að sigla suð- ur fyrir Afríku. Þeir silgdu einn- ig skipum sínum norður á bóg- inn, allt til Skandinavíu, námu land á Spáni og stofnuðu þar m. a. hafnarborgina Cadiz. — Frægust nýlendna þeirra var þó Karþago, sem lengst átti í stríði við Róm, en var að lokum eytt. •Strong, sem fann fyrsta stein- mn árið 1940, þegar hann var að flokka fornmenjar eftir Indíána á þessum slóðum, segir að áletr- animar nefni margar borgir í Afríku bg Litlu-Asíu. Strong kvaðst hafa fundið alla 22 stafina, sem voru í stafrófi Fönikíumanna og á steinunum rakst hann á nöfn 70 skipstjóra og aðalsmanna og hann telur sennilegt að þessir menn hafi ráðið yfir um 3000 manna liði. Á suma steinana er höggvið nafn eins af guðum Fönikáu- manna, Taneds, sem þeir færðu mannfórnir, þegar erfiðleikar steðjuðu að. Er talið að steinar þeir, sem nafn guðsins er höggv- ið í, hafi verið hluti af ölturum eða hofum. Steinar haBa og fund- izt, sem eru eins og fleygar að lögun, og er gizkað á, að þeir hafi verið notaðir við smíði og viðgerðir skipa. Strong vitnar í Mariana, — spænskan sagnfræðing, sem var uppi á 16 öld og getur í ritum sínum um forna sæfara, sem héldu vestur um haf. Segir Mar- iana, að nokkur hluti leiðangurs- m'anna hafi verið um kyrrt til að nema hið nýja land, en þeir hafi dáið út, þar sem annar leiðang- ur, sem væntanlegur var, kom aldrei. Heldur Mariana því fram, að gögn hafi verið til um það í Grikklandi endur fyrir löngu, að öldungaráðið í Kaíþago hafi haldið landafundinum leyndum, því að það hafi óttast, að svo margir mundu flytjast á brott, að borgin og umhverfi færi í eyði. Strong segir, að Aristoteles hafi fært í letur frásögur um Karþagomenn, sem fóru vestur fyrir “stoðir Herkúlesar” (Giibr- altarsund). Að endingu segir Strong, að Fönikíumenn hafi að llíkindum siglt fyrst til Azor- eyja, 9Íðan yfir til meginlands N.-Ameríku, inn í Chesapeake- flóa og að lokum upp eftir Sias- quehanna-ánni. —Visir Jón Sigurdson félagið heldur “Siver Tea”, og sölu á heima til- búnum mat á laugardaginn 4. október í T. Eaton Assembly Hall, frá kl. 2.30 til 4.30. Mrs. B. S. Benson forseti félagsins hefur aðal umsjón með sölunni. Vinir og velunnarar félagsins eru beðnir að muna eftir stað og stund. * t * Saga íslendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. ★ ★ ★ Stúkan Skuld heldur tombólu mánudaginn 27. okt. 1947. Dr. S. J. Jóhannesson er flutt- ur frá 215 Ruby St., til 594 Ag- nes Street, Suite 7, Vinborg Apts. FOOD PARCELS FOR BRITAIN News Reports from Britain have painted a black picture of her food situation. It is no longer a case of helping Britain with certain foodstuffs to balance her diet; it is now a case of suppiying Britain with all available food which we can spare. This food crisft is detrimental, not only to the health of eaoh person in Britain, but has impaired their productions in all factories due to lack of sufficient energy to do a full day’s work. It is indeed a black future which the people of Britain face today. Tbe Rotary Club of Winnipeg’s “Food Parcels for Britain” campaign is ia drive which has been designed to provide food for the many thousands of families Who have no friends and relatives in Canada to assist them. These unfortunate families have had to subsist on the standard rations of Britain which include only a very small portion of meat per week. We cannot over-emphasize the critical state of Britain’s food problem. Send your contributions to this worthy cause to the Office of the Rotary Club of \ Winnipeg, Royal Alexandra Hotel, Winnipeg, Manitoba. Let’s help to keep the food parcels rolling to Britain! This space contributed by THE DERWRYS LIMITED ______________________BPX—3

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.