Heimskringla - 08.10.1947, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.10.1947, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. OKT. 1947 FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Barrskógar til gagnviðar ættu að geta þriíizt hér á landi Það er álit Skógræktarfélags íslands, að innlend reynsla og athuganir skógræktarstjóra á vaxtarskilyrðum skóga í nyrstu skógarhéruðum austan hafs og vestan, sanni að hér geti þrifizt barrskógur til gagnviðar. Gerði aðalfundur skógræktarfélagsins samþykkt á þessa leið, en hann var haldin í Vaglaskógi dagana 30. — 31. ágúst. Sóttu hann 37 fulltrúar frá 11 héraðsskógrækt- arfélögum. Beindi fundurinn því til þings og stjórnar að hraða sem mest skógrækt í landinu, svo að kom- izt geti upp barrskógar, er gefi af sér gagnvið. Vildi fundurinn, að friðaðir verði þeir birkiskóg- ar eða skógleifar, sem enn eru ófriðaðir og hentugir eru til skjóls fyrir barrskóga, svo og að ríkið hafi með höndum tilrauna- starfsemi, fræöflun, sáningu og uppeldi trjánna. Þá vill fund- urinn leggja áherzlu á að koma upp nytja skógum við sem flesta bæi með það fyrir augum, að sem flestar bújarðir geti í fram- tíðinni notið skógarhlunninda. Margar fleiri samþykktir gerði fundurinn um ýms skóg- ræktannál, og þakkaði meðal annars uppeldismálaþinginu á- huga þann, er það sýndi skóg- ræktinni. Stjórn félagsins skipuðu þess- ir menn: Valtýr Stefánsson for- maður, Einar E. Sæmundsson skógarvörður, Haukur Jörunds- son kennari, Hermann Jónasson alþingismaður, og H. J. Hólm- járn rókisráðuniautur. Sam- kvæmt lögum félagsins áttu tveir stjórnarnefndarmenn að ganga úr stjórninni eftir hlut- kesti. Komu upp hlutir Hauks Jörundssonar og Hermanns Jón- assonar, er báðir voru endur- kosnir með lóftaki, svo og vara- maður í stjórninni dr. Björn Jóhannesson. —Alþbl. 4. sept. * * * 10 listamenn opna í dag sýn- ingu á 70 höggmyndum og málverkum Danskur arkitekt, Einar Borg, kennari við Akademið í Kaup- mannahöfn, hefur aðstoðað lista- mennina við uppsetningu sýn- ingarinnar. Gefin hefur verið út stór sýn- ingarskrá, 36 síður, og eru í henni tvær greinar og myndir eftir alla sýnendurna. Listamennirnir, sem eiga verk á sýningunni, eru þessir: Tove Ólafsson, Sigurjón Ólafsson — Ntína Tryggvadóttir, Snorri Ar- inbjarnar, Jóhannes Jóhannes- son, Valtýr Pétursson, Kjartan Guðjónsson, Gunnlaugur Sohev- ing, Kristján Davíðsson og Þor- valdur Skúlason. Sumir þessara listamanna hafa aldrei haldið hér sýningu íyrr. —Alþbl. 31. ágúst. * * « Viðtal við Soffíu Guðmunds- dóttur í BBC Á mánudaginn kemur klukk- an 19 — 19.30 verður útvarpað á dönsku frá BBC viðtali við frú Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu. Mun hún ræða í fyrsta lagi um leikhús í London, í öðru lagi um íslenzka leiklist og í þriðja lagi um álit sitt á flutningi íslend- ingasagnanna í brezka útvarpið. Sama dag verður flutt í brezka útvarpið í þriðja sinn leikþáttur úr Islendingasögun- um. —Alþbl. 5. sept. * • * Forsetinn tekur sér hvíld frá störfum í vikutíma Forseti Islands, herra Sveinn Björnsson hefur tekið sér hvíld frá störfum í viku tíma til dval- ar á Landakots spítala. —Alþbl. 6. sept. * • * Dilkakjötið lækkar um kr. 1.50 kg. 1 gær gekk ,í gildi verð lækk- un á sumarslátruðu dilkakjöti. Samkvæmt ákvörðun fram- leiðsluráðs landbúnaðarins — lækkar útsöluverðið úr krónum 16,90 kílóið niður í krónur 15,40 kílóið, eða um kr. 1,50 kg. —Alþbl. 2. sept. * * * Bandaríkin kaupa 3400 smá- lestir af saltfiski á íslandi Kristján Einarsson, frmvstj. Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðanda hefur skýrt Morg- unblaðinu frá því, að samningi sé nú lokið milli S. 1 F. annars- vegar Commodity Credit Corp., Washington, hinsvegar, þar sem þeir kaupa 3400 smálestir af ís- lenzkum saltfiski og fer greiðsla fram í dollurum. Fyrir rúmri viku kom hingað til lands Mr. Robert W. Tyson, sem var fulltrúi Bandaríkja- stjórnar í þessum efnum, og samdi hann um kaup þessi fyr- ir þeirra hönd. Afskipun á fiski þessum fer fram í október og nóvember. Verð það, er vér fáum fyrir fiskinn, er mjög hliðstætt þvá er vér höfum náð annars staðar á sama tíma, en hér er um dollara- ÁREIÐANLEG VINGJARNLEG og ÁBYGGILEG þjónusta til boða hjá öllum vorum sveita kornlyftu umboðsmönnum fhf fitii!.,. FEDERAL GRflin LIIMTED COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited Winnpieg, Man. 853 Sargent Ave. greiðslu að ræða, eins og áður segir. Með þessari sölu mun láta nærri að seld hafi verið um 20,000 smálestir af saltfiskfram- leiðslunni, en hún nemur alls um 30,000 smálestum á þessu ári. —Mbl. 1. sept. » « » Ameríkuríkin telja Grænland til varnarsvæðis síns Á landvarnarráðstefnu Ame- ríkuríkjanna, sem lauk í þessari viku, var samþykkt að stækka varnarsvæði Ameríku. Það mun hér eftir ná milli heimskaut- anna eftir vissum langdarbaug- um. M. a. er því ætlað að ná til meginhluta Grænlands og meg- inhluta Suðurskautslandanna. Ráðstefnan, sem kom sér sam- an um sameiginlegar landvarn- ir Ameríkuiúkjanna, lýsti yfir því, að hún gæti ekki þolað í- hlutun annarra ríkja á þessu svæði. Þó mun réttur Dana tii Grænlands ekki véfengdur inn- an þessara takmarka. Eins og kunnugt er, hafa und- anfarið staðið yfir samningar milli Dana og Bandarlíkjanna um þessi mál, án þess að sam- komulag hafi fengizt, þar sem Danir hafa ekki viljað faliast á ameráskar herstöðvar á Græn- landi. Bandaríkin virðast nú hafa fengið öll Amerískuríkin til að styðja þessa kröfu sína, að Kanada undanskildu, er ekki tók þátt í ráðstefnunni. Virðast horf ur á, að Grænland geti orðið svipað deiluefni milli Dana og Bandaríkjanna og Svalbarði milli Norðmanna og Rússa. •» * * Ragnars saga loðbrókar kvikmynduð Danska kvikmyndafélagið — "Dansk Kulturfilm" hefur nú í hyggju að kvikmynda Ragnars sögu loðbrókar; en hún er sem kunnugt er, í hinu íslenzka sagna safni Fornaldarsögum Norðurlanda. Handrit kvik- myndarinnar hafa þeir próf Jo- hannes Bröndsted og dr. phil. P. V. Glob samið. Ekki er þó á- kveðið, hvenær myndatakan hefst, þar sem félagið hefur sem stendur ekki nægilegt fé til um- ráða. Ætlunin er, að kvikmynd þessi verði mjög tilkomumikil og skrautleg, enda gerir félagið sér vonir um, að hægt verði að sýna hana um heim. —Alþbl. 31. ágúst * » « Stöðvast skip Eimskip 1. nóv. Síðastliðinn laugardag sagði Sjómannafélag Reykjavíkur upp samningum við Eimskip fyrir hönd sjómanna og kyndara frá 1. nóvember að telja. Þegar stjórn Eimskips hafði fengið samningsuppsögn þessa, sagði hún upp samningum við stýrimenn, vélstjóra, matsveina og veitingaþjóna frá sama tíma og uppsögn Sjómannafélagsins kvað á um. Samningi við loft- skeytamenn var sagt upp frá 1. febrúar, en samningur við þá leyfði ekki uppsögn fyrr. —Tíminn 3. sept. » * * Forseti skipar embættismenn Forseti íslands skipaði í gær eftirtalda embættismenn: Pétur Benediktsson sendiherra íslands á Italíu, Erik Juuranto aðalræð- ismann Islands í Helsinki, Olaf Lyngbye ræðismann Islands í Aalborg, Pál Ólafsson ræðis- mann Islands í Færeyjum, Valtý H. Valtýsson héraðslækni í Kleppjárnsreykjahéraði, Vern- hard Þorsteinsson kennara við Menntaskólann á Akureyri. —Alþbl. 4. sept. ..« H AUST Nú er tíminn til þess að hugsa fyrir vetrarþægindum, við- gerðum á íveruhúsum og öðrum byggingum . . . eldivið . . . skepnufóðri. Einnig er nú tímabært að færa í tal við forstjóra útibús vors, áform yðar og peningalegar þarfir viðvíkjandi ókomna tímanum. Yður mun verða vel tekið. THE ROYAL BANK OF CANADA ER ÖSKUSVÆÐIÐ MISEITRAÐ? Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. » * * Hið nýja talsíma númer Dr. S. J. Jóhannessonar er 87 493. Þó fram hafi komið, að sauðfé hafi veikst í Næfurholti og bæj- um þar í grend, þá hefur ekki verið talað um að fé á aðalösku- svæðinu hafi orðið illa úti eða veikst. En talsvert af fé hefir verið heima t. d. á Barkarstöð- um og fleiri bæjum þar í grend og sfo alt Eyjafjallafé verið heima, eins og alt fé heima á Fossi, en þar hefir fé að nokkru leiti óskemda eða lítið skemmda jörð. En þegar eg smaiaði nokkr- um kindum þ. 16. júlí á Rauð- nefs stöðum kom í ljós að kindur sem ýmist höfðu verið heima í allt vor og þær er komu snemma voru Ijótar ein ær t. d. næri dauð úr hor sem þó var kópalin til 15 maí. Einnig voru þar mjög léleg lömb og voru sum gulgræn upp á miðja leggi og virtist hár- ið ætla að detta af fótunum. Hins vegar þó ekki sjáanleg missmiíði á beinunum. En á Rauðnefsstöð- um var það svo eftir fyrstu gos- hrynuna, að allir grjótveggir og steinar urðu úlf gráir með græn- leitum blæ. Fjarlægir steinar líktust tilsýndar ofurlítið hus- lituðum eða blökkum kindum. Þetta smá veðraðist svo af, varð fyrst flekkótt, en hvarf svo þeg- ar fyrst ringdi, en þó kom í all- ar lægðir límkend skán og víða var líkast því sem skolað hefði verið úr sementsfötu og það runnið í rákum. Á fæturna á manni kom leiðinlega límkend skán og mjög vont var að þvo sokkana. Vel getur verið, að minna hafi verið af þessu efni í öskunni eftir þvi sem nær var Heklu. En yfirleitt var það svo, þegar eg sá þessar kindur, að þær kindur sem lengst höfðu verið þarna voru miklu lélegri og sumar ljótar, en þær kindur sem nýlega voru komnar mjög fall- legar og með fellegum lömbum; þó nægur hagi fyrir fátt fé og túnið loðið á blettum þar sem fokið hafði af, en alt upp í 1 met ers dyngjur í öllum lægðum, þar sem spretta var æfinlega best áður. Annars virtust skepnur ekki vilja orðið taka niður í túninu, enda var grasið orðið, 16. júlí, sölnað sem á réttum væri. Nokkuð bar á þessu á útjörðinni líka, en þar er strjáll en sterkur gróður og smágresi og allskonar lauf sem mikið var af áður, sást ekki. Þarna er mikið mislendi og meginhluti landsins þakið ösku- lagi, misþykku og er þarna mikil ófærð fyrir hesta víðast hvar. 11. Eg bendi á þennan mismun á kindunum vegna þess, að sumir héldu að óhætt væri að hafa þarna talsvert af fé strax og gróður fór að koma, en það var misskilningur, bæði vegna þess hvað gróður var lengi líítill og auk þess sérstök illviðri hvenær sem vind hreifði. Má nokkuð marka veðurlagið á því að þó ekki væri nema svo sem 6 — 7 vindstig, þá var eins og allar rúður í húsunum væru að mjöi- brotna, samtímis af vikurfokinu. 1 öðru lagi bendi eg á þetta vegna þess, að það mun nauð- synlegt að hafa eftirlit með fé á þessu svæði þegar fram á sum- arið kemur, en þarna eru kind- ur frá mér og svo talsvert úr Fljótshlíðinni (eða var um dag- inn) og er það undarlegt, þar sem Fljótshlíðin er sýkt af garna veiki, enda fé nú málað á haus eða horn. Þetta gerir ekki til gagnvart mínum kindum, sem eiga fyrir sér að falla bráðlega, en er dálítið lakara gagnvart fé frá Reynifelli og öðrum bæjum þar efra. Annars eru þessar sauðfjárveikivarnir næstum — hlægilegar eins og þeim er hag- að hér um slóðir. Eftir að askan var komin í Fljótsihlíðina máttu engar kindur þaðan koma í Austur-Landeyjarnar, en strax þegar fé var slept í Landeyjun- um kom það í Fljótshlíðarland saman við þeirra fé og er sumt þar ennþá, enda nýgerð girðing ií þessu sambandi enn ólokuð, þ.e. engin grind í hliðinu. 111. Eg var einn af þeim fáu sem vildu lóga kindum þegar askan var komin. Óttaðist sumarhagan og svo það að ekki mátti flytja fé milli vissra svæða. Fóður- kostnaður reyndist mikill á þeim kindum sem heima voru og þó nokkur á þeim kindum sem voru annars staðar. Ef menn vildu nú reikna út eða leggja saman fóð- urkostnaðinn og lömbin sem ærnar sumar létu þegar fóður breytingin kom, svo og önnur lömb sem farist hafa og kindur sem kunna að drepast eða verða aumingjar með öllu verðlausar, þá gæti svo farið, að hagfræðin i þessu sambandi fyki út í veður og vind. En mannúðin? Er það mann- úð, að láta nýfædd lömlb kafna í öskuibyngjum eða jafnvel þó um eldri lömb væri að ræða, fyr- ir harðhnjask eða rekstur á ger- samlega ófæru landi fyrir slíkan fénað. Eða það, að kindur veslist upp eða falli máske úr hor að sumarlagi? Og söluhorfur á kjöti virðast ekki góðar. Hinar gífurlegu niðurgreiðslur úr rík- issjóði spá engu góðu í þessu efni. Og á síðast liðnu ári urðu bændur að sætta sig við, að tapa nálega 1/6 fjár verðisins eins og það var reiknað í haust og er slíkt í rauninni óþolandi á sama tíma og hækkað er kaup hjá verkafólki. Björn Guðmundsson, frá Rauðnefsstöðum —Mbl. 4. sept. Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hiá hr. bóksala Lárus Blöndal. Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.