Heimskringla - 08.10.1947, Blaðsíða 3

Heimskringla - 08.10.1947, Blaðsíða 3
WIiNNIPEG, 8. OKT. 1947 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA Björn Eymundsson bóndi og hafnsögumaður í Lækjarnesi D A N A R MI N N I N C Á rúmu einu ári, frá í júní 1946 og til júlíbyrjunar þessa ars, hafa fimm nafnkenndir bændur Nesjasveitar í Horna- íirði horfið af sjónarsviðinu. —J Fyrst Björn Jónsson í Dilksnesi, næst Moritz Steinsen í Krossbæ. bá Ragnar Gíslasan á Grund, síðan Guðmundur J. Hoffell í Hoffelli og síðast Björn Ey- mundsson í Lækjarnesi. Fjórir þeirra voru orðnir rosknir að aldri, meira en sjötugir, en einn, Ragnar Gíslason, miðaldra. All- lr þessir menn höfðu skilað miklu og þjóðnýtu dagsverki, gegnt trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu og voru mik- Ua metnir. Þeir höfðu "sett svip" á sveitina sina með þátttöku sinni í athafnalífi hennar og á- brifum margs konar mála. Hér verður að nokkru getið eins þessara nafnkunnu Nesja- bænda, Björns Eymundssonar í Lækjarnesi, sem lézt 3. júlí síð- sstliðin í Landakotsspítala í Reykjavík, en þangað kom hann dauðvona, eftir þung veikindi neima allan seinni hluta síðasta vetrar og í allt vor. Björn var á 75 aldursári, fæddur 16. nóv. 1872 í Dilksnesi i Hornafirði, en þar bjuggu þá °g lengri síðan foreldrar hans, Eymundur Jónsson, nafnkunn- Ur listasmiður, læknir og skáld °g kona hans Halldóra Stefáns- oottir, alþingismanns í Árna- nesi Eiríkssonar. Þau Eymundur °g Halldóra lifðu til hárrar elli, °g önduðust hjá börnum sínum a höfn og í Dilsnesi, eftir meira en sextíu ára hjónaband. Björn Var tekinn á 3 ári til fósturs af móðurbróður sínum, síra Birni Stefánssyni í Sandfelli, en hans naut skamma stund við, lézt 187 7, og fluttist þá Björn Ey- mundsson að Þinganesi í Nesj- um og var í fóstri fram undir íermingaraldur, hjá Jóni bónda ¦Guðmundssyni frænda sínum. Ensíðan með foreldr-um sínum í Dilksnesi, Um tvítugsaldur fer nann ásamt Sigríði systur sinni '" Vesturheims og er þar næstu 3 arin, en kemur heim aftur 1895 °g er þá um skeið á heimili for- eldra sinna. Upp úr aldamótum reisir hann nýbíli í Lækjarnesi en hverfur þaðan 1904 til Vest- urheims í annað sinn, ásamt for- eldrUm sínum og flestum syst- kinum. Hann dvelur þar þó ekki langvistum, en er kominn heim tU Islands aftur haustið 1907 og sezt þa að í Lækjarnesi, þar sem hcinn síðan býr til dauðadags, í fjóra ártugi, ásamt Sigríði syst- ur sinni, sem lifir bróður sinn, °g tveim sonum hennar Ragnari °g Jóhanni. Skömmu eftir heimkomuna trá Ameróku, gerðist Björn hafn- sögumaður á Hornafirði og gegndi því starfi í 32 ár. Verður bvá leiðsögn skipa annað aðal- starf hans og fyrir það er hann þekktastur og raunar þjóðkunn- ur. Samhliða búskap og hafn- sögu, stundaði Björn margs kon- ar smiíðar, en einkum báta og húsasmíðar. Eru þeir margir batarnir, bæði smærri og stærri árabátar, vélbát-ar og uppskip- unarbátar, sem hann hefir lagt fcóndur að um ævina, ýmist að nýju eða til viðgerðar. Hann hóf að smíða báta með sérstöku lagi, miðað við bátaleiðirnar inni á Hornafirði, þar sem oft verður að fara á grunnu vatni. Björn var lengi lögskipaður skoðunarmaður skipa á Horaa- firði. Jafnframt þeim störfum, sem hér hefir verið minnst á, stundaði Björn sjósókn flest ár- in, á vetrarvertíð og oft með góð- um árangri. Án efa hefir hann haft þá atvinnugrein í huga er hann valdi sér bólstað í Lækjar- nesi, þaðan að heiman sést vel til sjávar og er bátgengt heim að túni. Björn stundaði þannig lengst ævinnar hin ólíkustu störf, var bóndi, hafnsögumaður, báta- smiður, húsasmiður og sjómaður og lagði flest á gjörva hönd. — Ekki hafði hann í neinn skólann gengið fremur en flestir jafn- aldrar hans, en hann las jafnan töluvert og mundi vel. Hann talaði og las enska tungu og Norðurlandamálin og kom það sér oft vel á hinum langa tíma, er hann var hafn sögumaður og -þurfti að leið- beina erlendum skipum. Það hefir löngum verið talið mikið vanda- og ábyrgðarstarf, að vera hafnsögumaður, en er þó vitanlega mjög mismunandí eft- ir staðháttum. Við Hornafjörð er sá vandi meiri en víðast ann- ars staðar, og þarf oft að beita bæði áræði og snarræði ef ekki á út af að bera. Skipaleiðin inn á fjörðinn er um þröngt sund, Hornafjarðarós, þar sem annars vegar er klettahöfði, Hvanney, en hinum megin sandtangi — Austurfjörur — sem breytist oft og mikið. Utan óssins eru grynn- ingar og leiðin óhrein vegna boða og skerja, og er þar brima- samt mjög. 1 þessu þrönga sundi er að jafnaði mjög þungur. straumur, nema um háflæði og háfjöru. Innan óssins eru grynningar sem taka miklum breytingum. oft á stuttum tíma. Þar sem er góð leið og skipalægi þennan daginn, getur orðið ófær leið eftir skamman tíma. öllu þessu verður hafsögumaður að gefa sterkar gætur og mæla oftsinn- is. Þeir, sem ókunnugir eru, fara þessa leið lítt eða ekki, án leiðsögu, en oft komist í hann krappan hafi þeir gerst svo djarfir. Þarna má ekkert út af réttri leið bera, ef vel á að farnast. Björn Eymundsson var þar hverjum manni kunnugri, hinn mesti snillingur að halda í horf- inu og að þræða hina þröngu ála þar sem oft mátti ekki muna hársbreidd, ef vel átti að fara. Við hafnsögumannsstarfið naut Björn ótakmarkaðs trausts, allra, sem til þekktu og gerðu sér grein fyrir vandanum. Þar sem hann var kominn á skips- fjöl var öllu talið borgið, þótt óro og kvíði hefði gert vart við sig áður. Ekki er það hættulaust starf, að hafa hafnsögu á hendi og eftir að náttmyrkur var á dottið, án þess að vart yrði úr landi. Alla þessa löngu vetrarnótt lendingar gerðu þá, en ekki hef- ir hann fest þar yndi til lengdar. Átthagarnir, hin frtða Nesja- varð hann að láta bátin berasti sveit, með aína óviðjafnanlegu eins og straumur og veður féllu, j náttúrufegurð hefir heillað hug en komst að loknu, mjög þrekað-l hans til sín og sú "ramma taug ur, undir morgun, í færeyskt fiskiskip á Mýraflóa, sem síðan skilaði honum til Hornafjarðar eftir hálfs annars sólarhrings burtveru. Var Björn þá nær sjötugur að aldri, og hefðu fáir þolað slíka þrekraun. Leiðsögumannsstarfinu gegndi Björn af mikilli lagni, heppni og fyrirhyggju, bæði fyrr og síð- ar. Var það mikið lán Austur- Skaftfellingum, að slíkur maður hafði það á hendi á þessu tíma- bili, þegar siglingar til Hornia- fjarðar voru að aukast og ná föstu skipulagi. Hans þáttur í því, að Hornafjörður er fyrir löngu talinn og er orðinn sjálf- sagður viðkomustaður strand- ferðaskipanma, er mikill og meiri en flestir hafa gert sér í hugar- lund eða álitið að væri, á meðan áhrifin af starfi Björns hafa ver- ið að festast. Skipti það miklu, eins og ætíð, að sá er fyrirsvar hefði, skyldi og gerði sér þess grein hver ábyrgðin á starfinu bar, ekki aðeins gagnvart hverju skipi, sem leiðsögu fékk, heldur einnig gagnvart samtíð og fram- tíð. Hann kappkostaði að auð- velda í framkvæmd þá miklu nauðsyn, að hafist gætu og hald- ist sem hagfelldastar samgöngur á sjó til þessa eina staðar í sýsl- unni, er sæmileg hafnarskilyrði hefir. Til þess enn betur að tryggja það, að skip vildu koma á Horna fjörð vildi hann að þau greiddu sem minnst giald fyrir leiðsög- una og yrðu þá fúsari til að koma þangað oftar. Þannig vildi hann fórna eigin bagsmunum þvií til öryggis, sem hann áleit að skipti hérað hans mjög miklu, jafnvel meiru en flest annað, en það voru hag- kvæmar samgöngur á sjó. Sýslufélagið greiddi, einkum seinni árin, nokkra þóknun fyr- ir hafnsögustarfið, og sýndi hon- um og starfi hans með því nokkra viðurkenningu, sem margir mundu nú kjósa að hefði verið meiri. Nokkru áður en hann Iét af starfinu, var hann sæmdur ridd arakrossi fálkaorðunnar, án efa sem vott um hið mikla og fórn- fúsa starf í þágu siglinganna til Hornfjarðar. Þess er áður getið, að búskap- ur hafi verið annað aðalstarf Björns, og mun bújörð hans Lækjarnes, lengi geyma minn- ingu hans. Lækjarnes er lítið býli, sem þau systkinin, Björn og Sigríður, bættu og prýddu á margan hátt, og þar heima var hugur hans jafnan, þótt starfið væri utan heimilisins. Um 1920, reistú þau vænt og laglegt íibúðarhús, sem hann síð- ar umbætti. Hann ræktaði (þar upp og girti nokkurt tún og mat- jurtagarða, og gróðursetti heima við mikið af trjám, er hann hlúði sem rekka dregur föðurtúna til" hefir mátt sín meira, en það sem hið nýja heimkynni hafði að bjóða. Á þeim tíma, sem Björn fór vestur um haf, flutti þangað fjöldi manna héðan af landi, en fæstir komu aftur, enda var það ekki leikur einn að fara þá hina löngu leið, og með þeim farkosti er þá fékkst. Mörgum mun hafa þótt nóg um ferðina vestur, og ekki treyst sér í aðra slíka, þótt átthagarnir hafi heillað. Björn lét aldrei smámunina aftra sér frá, að stefna að settu^ marki. Björn Eymundsson var flest' um viljasterkari, drengur góður og þrekmaður mikill, einarður vel og lét ekki leiðast af fortöl um né áróðri. Sannfæring hans sjálfs var það leiðarljós og mæli snúra, sem vísaði veginn, hvort sem öðrum þótti ljúft eða leitt, en var þó fús til að hlusta á og meta rök annarra og vildi jafnan hafa það er sannara reyndist. Hann var hinn gervilegasti að vallarsýn, í hærra lagi og þrek- lega vaxinn, rösklegur og snar í hreyfingum og gekk að hverju verki með áhuga og kappi. Hann lagði gerva hönd á hvert það verkefni, sem hann tók að sér Öll var framkoma Björns hin fyrirmannlegasta, kurteis og virðuleg, svo sem höfðingja var samlboðið, enda naut hann mik- illar og almennrar virðingar, hvar sem hann fór. Hann var skapstór en löngum stilltur vel, jafnan glaður og reifur, bæði í fjölmenni og með fáum, fórnfús og gestrisinn eins og bezt gerist, enginn málskrafs- maður og mat meira að vera en að sýnast. Hann var hinn þjóð- ræknasti í allri hugsun og átti meira þjóðarstolt en gjarnan verður vart. Við burtför hans er stórt skarð fyrir skildi, og mikill söknuður í huga vina hans og ættmennia, og allir, sem þekktu hann minn- ast hans með þökk og virðingu. Eins og fyrr er sagt andaðist Björn í Reykjavtík 3. júlí þessa árs. Strandferðaskipið Esja, sem oft sinnis hafði hlotið leiðsögn hans um Horniafjarðarós, flutti hann nú látinn til átthaganna, eftir að kveðjuathöfn hafði far- ið fram d Reykjavík. Á skipa- legunni á Hornafirði tók hafn- sögulbátur Jóhanns frænda hans við kistu hans og sigldi með hana undir þjóðfánanum heim að túni í Lækjarnesi. Jarðarförin, sem fór fram 16. júlí frá sóknarkirkju hans, var fjölsóttari en þekkst hefir í Austur-Skaftafellssýslu. J. —Tiíminn 2. sept. H HAGBORG FUEL CO. Dial 21 331 (C.F.L. No. 11) H 21331 ! NÝ BÓK Eg hefi verið beðinn að skrifa nokkur orð um ný útkomna bók, sem heitir "Eilífðarblóminn, ást og kærleikur". Þetta er þriðja bókinn, sem kemur frá útgefenda hennar Halldóri Friðleifssyni með stuttu millibili og framhiald af hinum tveim. Bók þessi er að því leyti frá- brugðinn öðrum bókum að hún er samin frá öðrum heimi af kvennguði, sem er íslenzkrar ættar. Hefir hún magnað í sér "Allífs" þroska og hefir öll völd á himni og jörðu; talar hún fyr- ir munn Halldórs í "trans" á- standi, og skrifar koma hans jafn óðum það sem sagt er. Hefir hún útvalið þau hjón til þess að birta okkur fávísum jarðar- börnum boðskap sinn, sem er frumlegur og nýstarlegur í senn Kvennguð þessi er hin mesti spekingur að viti, og hefir eng- inn uppgötvað hana áður. Ætti sérstaklega kvenþjóðin að kaupa og lesa þessa bók með fögnuði, fyrir þann boðskap, að æðsti guð. inn er kvennguð. Og karlmenn ættu að taka ofan með lotningu fyrir guði af betri helmingi mannkynsins. Eitt ásamt fleiru, sem bók þessi fræðir okkur um, er með- ferð á börnum, sem deyja í móð- ur-Mfi. Fyrir þau eru sérstakar stofntmir í öðru lífi, sem taka öllum stofnunum fram á jörðu hér hvað aðbúnað snertir. Er auð séð að þar er kvennguð að verki, sem skilur móðurástina betur en karlguð. Kvennguð þessi gefur svo- hljóðandi yfirlýsing: "Til þess var eg fædd inn í mannheim og til þess fór eg úr Frh. á 7. bls. sízt á Hornafirði. Skipi verður 'g og annaðist með umhyggju að mæta þótt veður og sjór æði| og nákvæmni. Hann hafði mikið ef nokkur tök eru á. Um hafn-| yndi af að skoða þau, og sýnia sögumannsstarfið telja fleiri sig þeim er að garði bar vöxt þeirra dómbæra en mörg önnur störf í J og viðgang. Getur þar orðið hinn almenningsþágu, og dómsfor- sendurnar eru þá stundum fljót- gerðar, enda ekki ævinlega til úrskurðarins vandað. Björn var ekki hugdeigur maður, hugrekki og dirfska vora sterkir þættir í skapgerð hans, en oft komst hann í krappan dans við Ægi, og oftar en um er vitað, því hann hafði hættur þær og mannraunir lítt í hámæli, sem hann í lenti. Alkunnugt er þó, er hann á síðustu hafnsögu- árum gínum fylgdi skipi út úr ósnum, seinni hluta dags um há- vetur, og var einn á litlum ára- bát, en náði ekki ósnum aftur vegrua straums og veðurs, er fór hvessandi. Varð hann því að láta hrekjast frá landi undan veðri, fegursti skrúðgarður þegar stundir líða, og er nú þegar til mikillar prýði og ánægjuauka fyrir heimilið. Öll var umgengni á heimili þeirra systkina hin snyrtlegasta og tekið var þar á móti gestum af mikilli rausn, alúð og virðuleik. Hér að framan er á það drep- ið, að Björn fór tvívegis á unga aldri til Vesturheims, og kom þaðan aftur eftir stutta dvöl í bæði skiptin. Ekki er þeim sem þetta ritar það kunnugt, hverj- ar orsakir voru að þeim ferðum. Án efa hefir hann viljað leita sér fjár og frama, eins og forfeður vorir er lögðust í víking, ef til vill ætlað sér að setjast þar að til fulls, eins og svo margir Is- Sökum kröfu almennings Eru þau boðin aftur á ný af þvi yður féllu þau áour Þegar meira en miljón Canada-búa kaupir Canada Verðbréf, hlýtur að vera einhver góð ástæða! Og hana er ekki erfitt að finna! Ástæðan er, að með Canada Sparn- aðar Verðbréfum getur fólk sparað pen- inga, trygt, stöðugt, og reglulega. Svo sökum þess að fólki hefir fallið þessi aðferð að spara, þá er tækifærið hér til að halda því áfram. \ Þér getið keypt hin nýju Canada Verð- bréf á hinn sama þægilega hátt, fyrir peninga (út í hönd) eða með auðveldum niðurborgunum. Vextirnir eru enn 2^4% °g bé> getið keypt alt að $1000 undir einu nafni (en ekki meira). Ákveðið nú hvað mikið yður langar til að spara á næstu 12 mánuðum, leggið svo fram beiðni yðar tafarlaust. Til sals 14. október í bönkum og hjá milligöngumönnum, eða sparnaðarkerfi yðar eigin félags. Þú sérð aldrei eftir að spara! Canada .¦¦•' , ,/%* SECOND SERffiS ,,*¦:<, : : ¦ ; ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.