Heimskringla - 08.10.1947, Page 4

Heimskringla - 08.10.1947, Page 4
4. SÍÐA REIMSKRINGLA WINNIPBG, 8. OKT. 1947 ^oooooooooooooooooooooeoooooooooooooooooeeeeocoocoecc Hertnakringla (BtofnuO im> Kemui út 6 hverjum miðvikudeoi. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verfl blaflsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendisrt: THE VIKING PRESS LTD. öll viflskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: 4 EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Ofíice Dept., Ottawa WINNIPEG, 8. OKT. 1947 Þing Sameinuðu þjóðanna Ræða flutt 5 okt. í Winnipeg af séra Philip Péturssyni “Og þær munu smíða plógjám úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annari þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.” (Jes. 2 : 4) Um miðjan síðasta mánuð, september mánuð, komu saman við Lake Success í New York, suður í Bandaríkjunum, fulltrúar allra helztu þjóða heimsins og margra smáþjóða, — þeirra, — sem sæt; eiga í hinni Sameinuðu þjóða stofnun (United Nations) til ,að ráða úr hinum mörgu vandamálum, sem ríkja í heiminum, og ekki sízt þeirra, — vandamálið að geta fylgt fyrirmælum Jesaja spámanns, sem léitaði friðar fyrir þrjú þúsund árum, og vænti dagsins er þjóðirnar mundu “smiíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum.” En sá dagur er ekki enn kominn, — eftir allar þær aldir sem liðið hafa sáðan, — og enn, einu sinni, eru mennimir að koma saman, — eins og sumir halda, í síðustu tilraun þeirra til að stofna frið á jörðu. — í>vií ef að þeim tekst það ekki nú, þá gefst ekki annað tækifæri. Morðtólin eru orðin svo ægileg og banvæn, að ei að þjóðunum tekst ekki með góðu og í bróðemi að stofna frið, þá tekst þeim það með illu og blóðsúthellingum — en þá verður frið- urinn, sem stofnaður verður, friður dauðans og eyðileggingar, þar sem heyrist hvorki bæn né bölv, því allir verða orðnir eitt í dauð- anuni) _ 0g kyrð eilífðarinnar, — streymir yfir þennan litla hnött, sem mennimir vom settir á, en vegna græðgis og valda fýsnar, gátu ekki lifað á í friði, en rifu og tættu í sundur, unz þeir eyði- lögðu hnöttinn og sjálfa sig og alt ánnað verðmæti með. Nú em fulltrúar heimsþjóðanna að halda fundi til að reyna að afstýra því, að svo þurfi að verða. Hvort þeim tekst það eða ekki, sýnir framtíðin ein. Fréttablöðin hafa undanfarið birt fréttir um það, að þeim fer fjölgandi meðal flestra þjóða, sem em að missa traust á Sam- einuðu þjóðunum, að þær hafi framkvæmt miklu minna en þær hefðu átt að gera, á því sviði sem þeim var falið að vinna á. Hvort að þessi umkvörtun eða þessi ákæra er réttmæt eða ekki, eða hvort að tekin hafa verið til greina öll hin mörgu og flóknu vandkvæði, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa að gMma við, veit eg ekki. En sannleikurinn er sá, að verkefni Sameinuðu þjóð- anna, er miklu yfirgripsmeira og flóknara og örðugra viðfangs en flestir okkar vita, og ekki minst þeirra verkefna er það, að varð- veita tilvem stofnunarinnar sjálfrar, því ef að hiriar Sameinuðu þjóðir leysast upp, þá hverfur einnig öll núverandi von um að geta stofnað varanlegan frið — því um leið og Sameinuðu þjóð- irnar leystust upp, tækju heimsþjóðimar aftur, sem einstakar þjóðir, að ráða úr vandamálum sínum, á þann hátt sem hver fyndist eiga bezt við, eða þá í sameiningu við aðrar, án tillits tii þeirra, sem aðrar skoðanir hefðu. En þetta leiddi áreiðanlega, til ófriðar aftur, þess ástands, sem hinar Sameinuðu þjóðir eru að reyna að afstýra. Leiðtogar heimsins vita hverjar afleiðingar ósamlyndis eða rofs á grundvallaratriðum Sameinuðu þjóðanna yrðu, og em því mjög alvömfullir ií öllu, sem þeir gera í sambandi við stöðu þeirra. *Þeir vinna af mikilli alvöru, af föstum ásetningi, og einnig, í flest öllum tilfellum, í einlægni og hreinskilni hver eftir sínum skiln- ingi og Mfsskoðun. En vér verðum að hafa það fast í huga, að þessir menn, þessir fulltrúar heimsþjóðanna, sem koma saman í fundarsal Sameinuðu þjóðanna, í tilraun til að tryggja frið heimsins, eru, þegar alí kemur til alls, menskir menn, en ekki yfimáttúrlegar vemr, né guðir, sem alvitrir eða almáttugir em. Þeir em menn, — skeikulir og ófullkomnir á margan hátt. — Þeir eru auðvitað háttsettir menn, leiðandi menn, hver á sínu sviði, en menn samt sem áður. Og inn í fundarsalinn, kemur hver þeirra ekki alfullkominn eða alvitur, en heldur, hver með sína hleypidóma og hlutdrægni, hver með sitt hatur, ótta og tortrygni, sem er aldrei í fljótu bragði, eða auðveldlega hægt að útrýma. Og á fundunum, er komið er saman. á meðan að þeir standa yfir, verður heimurinn oft þessara lund- erniseinkenna var er fulltrúamir, hver á fætur öðmm, lætur skoðanir Sínar í ljósi um ýms mál sem uppi verða, og verða stund- um ósparir á orðum er þeir flytja mál sitt. Og það er þetta, sem vér fáum að lesa mest um í blöðunum, ofsann og tortryggnina, og oftaSt án tillits til framkvæmdanna sem verða á fundunum! Fréttirnar sem mest er varið í, eítir mælikvarða flestra blaðamanna, sýnast vera þær, sem um ágrein- ing, og uppþot, og ósamlyndi em, en sjaldnast um það, hve þjóð- unum tekst að færast i átt friðar og skilnings. Og þannig eiga dagblöðin þátt í því, að æsa fólk upp, að auka misskilning, að vekja upp ótta og tortryggni, og ef til vill, vegna ótta, tortryggnis og haturs, sem þau skapa með fréttum sínum, ónýta alt hið góða sem unnið verður, og steypa heiminum út í ástand sem hinar Sameinuðu þjóðir em beinlínis að vinna við að afstýra. Fulltrúarnir á fundunum sem nú standa yfir, tala þar fyrir hönd tveggja biljóna manna, þ. e. a. s. tvö þúsund miljóna heims íbúa. Og þeir eiga að reyna, að túlka vilja, og vonir, og óskir þessara tveggja biljóna fólks,’ vinur, Dr. Aibert Schweitzer, um frið og tryggingu fyrir Mfinu,1 ritaði t. d. á tímum fyrra stníðs- um friðsamlegan heim, þar sem það getur lifað í friði með ná- grönnum sánum og notið árang- urs vinnu sinnar, án hræðslu eða ótta. Fulltrúarnir á fundunum em að gera tilraun, eða eiga að vera að gera tilraun, ekki einungis til ins: “Hver maður hlýtur að skilja það að heimmenningin er að deyja út. Það sem enn stend- ur er í bráðri hættu. Það stend- ur aðeins vegna þess að hin eyði- mikils kostnaðar. En varanlegur friður, og alt sem hann getur haft í för með sér fyrir heims- þjóðimar, fyrir jnannkynið, er meira virði en alt, sem nokkur þjóð verður að leggja á sig, meira virði en vinna, eða á leggjandi áhrif sem lagt hafa1 reynsla eða erfiði af mörgu tagi, mikinn part af heimsmenning unni í rú'stir, hafa ekki enn náð l að tryggja frið heimsins, enitil þess. En það, eins og hitt, á valtri undirstöðu og burt við næstu skrið- einnig til að stofna' fyrirkomu- lag í heiminum sem tryggir ekki aðeins friðinn, en sem eflir vel- Mðan allra manna, sem á þessum hnetti búa, ekki á aðeins einu sviði, en á hverju sviði af mörg- um mismunandi sviðum, eins og t. d. á mentasviðinu, hagfræðis- sviðinu, vásindalega, heilsufars, iðnaðar, úthlutunar, framleiðslu. samgöngu, mataræðis, húsnæðis eða skjóls, o. s. frv., o. s. frv. Og það er aðeins þegar vér fórum að rannsaka öll vandamálin, sem af þessum mörgu tilraunum stafa, að vér förum að fá örlítinn skiln- ing um hve erfitt viðfangsefni hvert þeirra er, og vér förum að skilja við hvað fulltrúamir hafa mikið að gláma. Vor eigin litlu vandamál innan félagsskapanna sem vér vinnum meðal, vekja oft ósamlyndi, rifrildi, misskiln- ing, já og jafnvel hatur, meðal vor, og oft út af mjög litlu. En þau vandamál verða eins og þyt- og meira virði en nokkuð sem mælt er í fjárupphæðum. Það er von allra manna, von vor allra, að fulltrúar heimsþjóð- anna finni góðan árangur af til- raunum sínum á fundunum við Lake Success, til að tryggj a frið inn. Það er tilgangur fundanna, og að því hvort að honum fyndist, bænir allra manna eru með nú, að skriðan sem hann nefndi, þeim í anda, því inst í hjarta væri komin á stað, hvort að hún smUi vilja allir menn að nú geti væri að falla á eftirstöðvar ag lokum, sá draumur ræst, heimsmenningarinnar, sem eftir, sem Spámenri fortíðarinnar stendur sópast í una.” | Dr. Sohweitzer ritaði þessi orð á dögum fyrra stríðsins. Fyrir stuttu síðan var hann spurður| voru frá fyrra stríðinu, og hann sagði: “Því miður, verð eg að svara “já”. Ekkert annað svar verður hægt að gefa, í ljósi þeirra atburða, sem hafa átt sér stað á hinum síðustu þrjátóu ár- um, er hin tvö geigvænlegustu og skaðsamlegustu stríð, sem heimurinn hefir nokkumtíma þekt, hafa brotist út.” Annar maður, sem heimsfræg- ur er fyrir mikilfengt ritverk, sem hann hefir samið um sögu heimsins, er Arnold J. Toynbee. Hann hefir ritað “A Study of ur um eyru, í samantourði við History” í sex stórum bindum, hin margsinnis flóknari og þýð- ingameiri og örðugari viðfangs — mál, sem eru á dagsskrá Sam- eínuðu þjóðanna. Og vér förum að skilja hve erfitt það getur verið að ráða úr vandamálunum, þessum stóru og þýðingarmiklu, og hve erfitt það verður fyrir stórþjóðafulltrúana að varðveita frið heimsins, þegar einstakling- ar heima fyrir, láta oft mjög Mtil mál, rjúfa frið og bræðralag sín á milli, Sannleikurinn er, að þegar vér förum að reyna að gera grein fyrir þýðingu þessara stóru mála, eigum vér engin orð til, sem eru nógu alvöruþrungin né akveðin til að útskýra hve bráð- nauðsynlegt það er, að ráðið verði úr þeim. Þau mál eiga t. d. við að afstýra því að stórþjóðirn- ar grípi til atom sprengjunnar í striði, og á sama tíma, að létta byrði þeirra ótal miljóna i Ev- rþpu, og út um víðan heim, sem eru enn bágstaddari í mörgum tilfellum nú en þær voru á stríðs- árunum! 1 raun og veru, er á- standið svo ískyggilegt nú í Ev- rópu að einn maður, Sir John Balfour, í brezka sendiráðinu í Washington, hefir sagt, að hinn yfirstandandi hættutími, sé geig- vænlegri en nokkur, sem þekst hefir í Evrópu sáðan að Róma- ríkið féll og innleiddi hinar svo- kölluðu myrku aldir í heiminum. Þetta ástand í Evrópu nú, er afleiðing hins grimmasta og skaðsamlegasta stríðs sem heim- urinn hefir enn þekt. Það er til þess að afstýra öðru, enn skað- samlegra stríði, og til að mynda friðsamlega alheims stofnun, að hinar Sameinuðu þjóðir eru nú að halda fundi sína. Þeir menn eru til sem efast mikið um að nokkur árangur verði af þeim fundarhöldum. En aðrir skoða þessa fundi sem strá- ið sem druknandi maður grípur er hann er að sökkva, í tilraun til að bjarga sér. Þessir síðustu skoða heiminn sem kominn út á yztu brún eyðileggingarinnar, og að samvinna Sam. þjóðanna sé síðasta úrræðið, og ef að þar tekst ekki að ná tilgangi sínum, þá sé heimurinn búinn að vera, og allar þjóðir, og allir íbúar jarðarinnar með. Ekki vil eg vera alveg þetta svartsýnn. En samt veit eg að til eru menn, færustu og fremstu spekingar heimsins, sem halda að heimurinn sé áfallanda fæti, þó að sumir þeirra segi, að enn sé dáMtil von um að hapn geti bjargast, ef að gripið verður til réttra ráða áður en of langt Mð- ur. Hinn mikli og göfugi mann- og hefir nokkuð Mka skoðun og Dr. Schweitzer, nefnilega, að heimurinn sé að eyðileggja sjálf- an sig. Og þar áður, nokkuð fyr- ir síðasta stríðið, enn annar mað ur, Oswald Spengler, í gríðar stórri bók, — “Decline of the West”, — spáir að hinn vestræni heimur gereyðileggist menning- arlega, og að hinn austræni heimur nái yfirráðunum. Hann ritaði nokkrum árum fyrir atom- sprengju uppfyndii^guna og hann væri víst nú miklu ákveðn- ari í skoðun sinni og enn svart- sýnni. Þessir menn, fræðimenn mikl- ir, og með góða þekkingu á því, sem hefir gerst í heiminum, eru að dæma framtíðina eftir því, sem frotíðin hefir verið, og hafa látið í ljósi sannfæringu 9Ína. En það er nú, til þess að af- stýra hinni síðustu ógæfu, sem þeir sjá framundan, að hinar Sameinuðu þjóðir eru að halda fundina í New York, og að í- huga og ræða um öll þau ráð sem geta bjargað heiminum. Það fer að verða ljóst, bæði á þessum fundum og hjá almenn- ingi, að á þessum tímum sem vér lifum á, þar sem að alt fer með óhugsanlegum hraða, og breyt- ingar eru örari og margþætt- ari en nokkru sinni fyr, að það verður að leita annara úrlausna en þeirra, sem einu sinni hefðu dugað. Menn verða að skoða öll vandamál sín frá alveg nýju sjónarmiði, sem verður í sam- ræmi við hraðann og breyting-' arnar miklu sem eru orðnar svo' margar í heiminum. Það sem| \ dugði einu sinni dugar ekkij lengur. Hleypidómar verða að gleymast, og nú verður sannleik- ur og staðreyndir einar að vera við völdin. ótti verður að hverfa fyrir hinum nýju tilraunum til að stofna frið, og tortryggni og hatur verður að gleymast. Eng- in úrlausn sem á að vera varan- legs eðlis getur skapast, á með- an að menn eru ekki hreinskiln- ir hver við annan. Án hrein- skilni og ráðvendni þjóða á milli í öllum málum, verða vandamál in aðeins meiri, og hafettan meiri. Þetta er ekki auðveldlega unn ið verk, sem þjóðirnar hafa val ið sér að vinna. Það verður ekki auðveldlega ráðið úr öllum vandamálunum. En enginn maður hefir nokk- urntíma búist við, að það yrði hlaupið að því, að það yrði létt verk. Sigur í stríði er aldrei unnin fyrirhafnarlaust, eða án mikils kostnaðar. Árangur með að stofna frið, fæst aldrei heldur, án áreynslu eða dreymdi, og upp frá vorum tím- um, öll þessi þúsund ár eftir að fyrst var farið að tala um al- heims frið, vildum vér, að heim- urinn færi að nota hina miklu krafta, sem í mannkyninu búa, efnislega krafta og andlega krafta, ekki lengur til þess að heyja stríð, heldur til þess að stofna váranlegan frið. — Með því, væri hugsanlegt að nýtt og glæsilegt tímabil byrj aði í heim- inum, og hugsanlegt einnig, að það sem spámaðurinn forðum átti við, með orðum sínum, rætist og alt sem vér, með vorum aukna skilningi og fullkomnari þekk- ingu, lesum inn í þau orð, þar sem hann sagði. Og þjóðimar “munu smíða plógjárn úr sverð- um sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annari þjóð og ekki skulu þær temja sér hemað framar.” Yfir aldirnar allar sem liðið hafa síðan að orð þessi voru fyrst rituð, koma þessi orð til vor eins og ljós í myrkri, von vonleysinu, hughreystandi og styrkjandi. — Ekki enn hefir mannkyninu tekist að uppfylla þau. En nú, er ekki nema um tvent að velja, að fylgja þeim eða að fórna heiminum. Guð blessi og styðji og styrki hverjia tilraun sem í alvöru og einlægni er unnin til að stofna frið á rneðal heimsþjóðanna, og að varðveita allar menningar stofnanir sem reistar hafa verið mannkyninu til góðs og heilla og helgaðar hafa verið glæsilegr og fagri framtíð. “ELDFLUGUR Fyrir nokkrum vikum síðan barst mér í hendur ný ljóðabók sem ber með sér að hafa verið prentuð hjá Columtoia Press Ltd., í Winnipeg. Bókin heitir “Eldflugur” og er höfundurinn Vigfús J. Guttormsson að Lund- ar, Man. Mér skilst að upplagið alt sé aðeins 100 eintök og höfundur hafi sjálðfur gefið út á eigin kostnað, og alls ekki í gróða- skyni heldur til útbýtingar ó keypis til hinna ýmsu íslenzku bókasafna og nokkurra vina og velunnara. Eg hafði búist við að sjá fljót- lega eirihverju umgetningu um iþessa bók í öðru hvoru íslenzka blaðinu, eða báðum; en hingað til hefi eg ekki orðið þess var, og þykir mér það gæta furðu. Aðal ástæðan er máske sú, að bókin er ekki markaðsvara og þarf því engar aðhlynningar í þvií tilliti, og er það líklega eins dæmi í við- skiftalífi okkar landa hér i álfu. En oft hafa blöðin okkar að minsta kosti getið afreka, sem ekkert hafa átt skylt við fjár- málin, hafi þau hinsvegar snert þjóðrækniskendina og virst vera ökkur Islendingum til sóma. Og það tel eg afdráttarlaust að þessi nýja bók sé. Ekki er það ætlan mín, með þessu frumhlaupi, að ritdæma þessi ljóð að neinu marki; til þess finn eg mig ekki fyllilega umkominn, og er þess líka með- vitandi að ýmsir aðrir gætu það teggja fram álit mitt í aðal drátt- um, í þakklætis- og virðingar- skyni við höfundinn, enda þótt við séum óvíða á sama farrými í hugsana-heiminum. Það er þá fyrst, að allur frá- gangur toókarinnar er hinn prýðilegasti; pappír og band með ágætum og prófarkalestur viðunandi. Hvergi hefir verið klipt við neglur sér, og er þvi bókin hin eigulegasta gjöf, eins og höfundur hefir bersýnilega ætlast til. Um innihaldið er það að segja, að ljóðin eru nærri því öll vél samin og lýtalaus, en fremur fábreytt að efni og áróðri. Að fráskildum tveim, þrem fer- skeytum um pólitík er aðeins eitt ádeilu-vers og einn skamma- bragur um mannhund, “Harð- stjórinn í hundalestinni.” Margar af ferhendingunum eru með afbrigðum vel gerðar, eins og til dæmis þessar: “Stjómarpyngjan keyrð var kring að kaupa óslingan almenning, og senda á þing með svívirðing sálarringan vitfirring.” “Nú má eg til að koma og tala við þig stund, Þú trúir ekki hvað mér finst það gaman. Á því er enginn vafi að bezt það lyftir lund Um litla stund að mega vera saman.” “Skelfing er að heyra héðan, heljan boðar öllum neyð, fjörutíu fyrir neðan frostið var í nótt, sem leið.” / Af lengri kvæðunum vil eg fyrst nefna “Kveðja til Fljóts- bygðar”. Það er hugðnæmt og sterk-fagurt ljóð. 1 því eru þessi erindi: “Viíst er sárt að verða að skilja við þig kæra bygðin mín. Síðar er eg vís að vilja víkja aftur heim til þín. Eitt er víst: að aldri dvínar ást til þín í brjósti mér. Allar beztu bænir mínar bið eg komi fram á þér. Lán og blessun breiðist yfir braut, sem framtíð opnar þér.. Þroskist alt, sem á þér lifir. Andans kraptur magnist hér. Vaxi dáð og blómgist betur bú og hagur sérhvers manns. Stirðni fyr en steypt þér getur stelvís armur kúgarans.” “Kveðið til landnemanna” er einnig gull-fagurt kvæði bæði að áferð og efni. Enda má segja það um nálega alt, sem í bókinni er. Fegurð og léttleiki prýða hvert erindi. En mér þykir fuli- nóg um þakklætis-andann og bjartsýnina. Sem sýnishom í því tilliti mætti benda á þetta: Far vel á braut, þú gamla, góða ár, þín glaða, bjarta sól er runnin undir; far vel með gleði, bros og brenn- heit tár, og beztu þakkir fyrir liðnar stundir. Eg sé hvað tíminn hratt á brott þig ber; eg blessi þig og geymi’ í fersku minni. Og þegar síðsta kvöldið kyrlátt þver, 3ig kveðja skal sem bróður hinsta sinni.” Bjartsýnin hefir löngum verið taMn dygð, og víst er um það að sá, sem henni beitir, verður vin- sæll í landinu; enda mun enginn vafi á því vera að Vigfús sé virt- ur og vel látinn í sinni bygð. En Degar svo langt gengur að farið sé að hæla liðnu ári á þessari öld er bjartsýnin komin á það stig að ganga glæpi næst. Hún er þá mlínum augum orðin skyld við stórum betur. En mér er ljúft að lítilþægni, sem sæmir víkingum

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.