Heimskringla - 29.10.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.10.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. OKT. 1947 NÝJAR LEIÐIR “Piltar---Taisie ætlaði að segja: “Góð- an daginn, piltar, eins og venja hennar var, er hún kom inn í dyrnar á eldhúsinu þar, sem pilt- arnir sátu að snæðingi. En hún var hikandi þennan dag. Eins og venjulega var siður kúasmalanna, þögðu þeir allir á meðan þeir snæddu. Eini há- vaðinn, sem heyrðist var urgið í stálhnífunum á blikkdiskunum; en þegar skuggi hinnar há- vöxnu, ungu stúlku féll inn á gólfið í eldhúsinu, reis Jim Nabours, formaðurinn á Sólbakka, úr sæti sánu. Fimtán vinnumenn fylgdu dæmi hans og rendu stólunum aftur og risu á fætur sem einn maður og störðu á húsmóður sína rétt eins og þeir hefðu verið opinberlega staðnir að einhverri óhæfu. Annars var það venja þeirra, er þeir snæddu morgunverð sinn, er var jafnan nautakjöt og baunir, að hirða hvorki um himin né jörð, né laða gest eða gangandi. En Taisie Lockhart var erfða prinsessan þeirra. Faðir hennar, Burleson Lockhart ofursti, hafði látist fyrir tveimur áum síðan — hafði á sinni tið verið hraustur og myndugur maður, og átt hið víðáttumikla nautabú, Sólbakka, er var hið mesta flæmi að stærð. Auk þessa hafði hann átt, enginn vissi hve marga, bjúghymda nautgripi, gamla og unga; einnig hið mikla ibúðarhús, er var bygt úr afarstórum trjábolum og tigulsteini, sem kallað var “Stóra húsið”; einnig fjölmargar svínastíur og eikilunda ásamt hnotunum, sem svínin hans átu; einnig átti hann vinnufólkshúsin, gripahúsin, stöðlana. Já, og það, sem var ennþá meira virði, hann átti takmarkalausa hollustu, hvers einasta vinnu- manns síns, alt frá formanninum niður að klaufalegasta stráknum, sem vann hjá honum. Erfingi alls þessa, átti Taisie einnig landið, hjarðirnar og vinnumennina. En þar sem hún var foreldralaus og einmana, auðsýndu vinnu- mennirnir henni trúmensku og hollustu, sem átti sér engan líka. Flestir þeirra höfðu þekt hana og elskað alt frá blautu bamsbeini, og er hún var orðin fullorðin, tilbáðu þeir hana alveg hreint. Eigandinn að Sólbakka stóð nú þarna í eldhúss dyrunum búin karlmannsfötum, var sá búningur á þeim tímum talinn hneykslan- legur stúlkum. En hún hafði kosið sér hann vegna þess, að starfsemi hennar var algerlega karlmannsverk, en ekki konu. Hún var eftir- tektaverð þar, sem hún stóð í dyrunum, há, grönn, liðleg og kvenleg og yndisleg. Hún var stælt vegna þess, að árum saman hafði hún sitið á hestbaki og smalað í sólskininu. Auk þess var hún forkunnar fríð, og mundi hvar sem var hafa vakið eftirtekt, en þama skemdi hún hálf- étna máltíðina fyrir vinnumönnunum. Gegn morgunbirtunni sáust ekki frekn- urnar á andliti Anastasíu Lockhart, en það gerði ekkert til, því að hver einn og einasti þessara mann, hefði getað sagt upp á hár, hversu margar þær vom og með hvaða lögun. Já, þeir hefðu líka getað staðhæft, að frekn- urnar ættu við háralitinn. Ljósið, sem skein gegnum rauða hárið hennar, hún hafði sítt hár og batt það saman að baka til með skóreim, breytti hinum þúsund földu þráðum þess í dýrð- arljóma, sem sést á dýrðlingamyndum, í kórónu. En þess þurfti samt ekki með, því að Taisía Lockhart hafði lengi verið engill og dýrðlingur í augum hvers manns, sem klæddist reiðstágvél- um þótt hann dveldi í hundrað mílna fjarlægð frá Sólbakka, sem var beint suður af fyrstu bygðinni, er Stephen Austen hafði stofnsett. Já, meira að segja í tveimur ríkjum, gamla Texas og gömlu Louisiana, eins langt og fréttir bárust, löngu áður en járnbrautir og talsími náðu þangað, töluðu menn, og konur líka í hálf- um hljóðum er minst var á Taisíu Lockhart. Mennimir vegna virðingar fyrir fegurð hennar, en konunar af meðauihkvun með forlögum hennar. Foreldralaus og einmana á tvítugs- aldri, rétt nýkomin heim úr klausturskólanum í þeirri fornu borg New Orleans, án þess að eiga nokkura frændkonu eða vinstúlkur, er vinnu- konurnar voru frádregnar. Hvemig mundi fara fyrir vesalings stúlkunni, 75 mílur frá næsta bæ og tuttugu og fimm frá næsta nauta- búinu, og svona forkunnar fögur og nafnfræg? Á herðum hennar hvíldi ábyrgðin af stærsta, eða það sem einu sinni var stærsta og ríkasta nautabúið í míð Texas, og auk þess ábyrgðin að vera svo fögur, að hún töfraði hvern einasta mann, er sá hana. Allar konur í Texas, eða,í þeim hluta rík- isins, þar sem sýslumar Bexar, Guadalupe, Conial, Gonzales og Caldwell liggja, vorkendu Taisíu Lockhart. Hún barðist við að halda sam- an eignum, sem hún hafði erft, er faðir hennar, Burleson Lockhart, foringinn í hinum blóðugu skærum er hófust á suðvestur landamærunum 1831, var myrtur. Og allar furðuðu þær sig á og hugsuðu um, hvem hún mundi eiga, en öllum kom þeim saman um, að hún ætti að giftast hið bráðasta. Faðir Burleson Lockhart átti heima í Ala- bama. Sjálfur hafði hann á yngri ámm átt heima í Louisiana, en fluttist svo til Texas áður en það var sérríki. Kona hans var Ana- stasia Brosseau, blíðleg og falleg stúlka frá Lou- isiana er fúslega yfrigaf sitt suðræna og fagra heimili til að fylgja manni rínum til Indlíana landanna, og þeirra dóttir var Taisia, sem nú átti ríkið eftir föður sinn. Móður sína hafði hún mist þegar hún var sex ára gömul, og eftir það hafði faðir hennar alið hana upp samkvæmt nákvæmum fyirmælum hinnar látnu móður. Nú var hún eigandi að öllum Sólbakka eftir hann, eign, sem nú á dögum mundi vera margra miljóna dala virði. En Texas nú á dögum er alt annað en það var 1867. Þá var það eyðiland, lagalaust og ótamið; auk þess var það þá í sárum eftir þrælastríðið, fólkið var órólegt og vonlaust. Satt að segja, þama sem hún stóð í dyrunum skorti hana sex þumlunga í sex fet, fögur var hún, þrátt fyrir buxumar og reiðstígvélin, en gersamlega gjaldþrota, þótt hún ætti stór auð- æfi varð þeim eigi varið í fé, og sumt af arfi hennar var þorrið með öllu. Það var ástæðan að hún heilsaði vinnumönnum sínum hikandi, þótt allir stæðu þeir upp frá borðinu og hópuðu sig um Jim Nabours með þögulli eftirtekt. “Piltar”, sagði hávaxna stúlkan á ný og þagnaði svo aftur. Svo hallaði Taisía Lockhart höfðinu að sólbrendu hendinni, er hún hafði stutt á dyrastafinn og fór að gráta. En hver einasti af vinnumönnunum óskaði þess heitt og innilega, að hann gæti misþyrmt einhverjum. Hún húsmóðir þeirra var að gráta! En hversvegna? Hafði einhver — hafði einhver. — Hver einasti þeirra leit á nagla í þilinu, þar sem hann eftr venjum og reglu hafði hengt vopnið sitt áður en hann fór að borða. Jim Nabours ræskti sig. Barkakýlið hófst og seig með krampakendum kippum innan undir sólbrendri og seigri húðinni. Taisia sá, að hann ætlaði að taka til máls. “Piltar”, sagði hún á ný, og sneri sér ör- væntingarfull í áttina til mannanna og leit á þá tárvotum augunum. Hún gekk nú alveg inn í herbergið, “eg kem hingað til að kveðja ykk- ur. Eg verð — við verðum — þið verðið að fara héðan!” • Mennirnir stóðu eins og steini lostnir. Við hvað átti hún? Fara? Hvert? Hvað? Hætta vinnunni. Fara frá Sólbakka? Yfirgefa hana, hana húsmóður þeirra? Hvað átti þetta að þýða? Jafnvel Jim Nabours gat ekki rofið hina þungu þögn, sem ríkti inni í herberginu. Hann, sem hafði verið ráðsmaður hennar í síð- ustu tuttugu og fimm árin. “Drengir”, sagði Taisia og rétti hendurnar í áttina til þeirra, “eg er búin að vera! Eg er gjaldþrota! Eg get ekki framar borgað ykkur kaupið!” Nú gat Taisia ekkert framar sagt fyrir gráti. Hún Taisia Lockhart, sem átti fimtáu þúsund ekrur af landi og hafði eitt sinn átt fimtíu þúsund nautgripi. Hún varpaði sér niður á trébekkinn við borðendann, lagði sitt lokka- prúða höfuð á krosslagða handleggina og grét; grét eins og harmþrungið barn. í öllum heim- inum var enginn til að hugga hana, nema ef sextán holdskarpir og klunnalegir kúasmalar gætu gert það, sem þeir auðsæilega gátu ekki. “Hvað áttu við, ungfrú Taisia?” spurði Jim Nabours eftir langa þögn. “Gjaldþrota!” hvíslaði Taisia. “Algerlega gjaldþrota! Drengir, eg er gersamlega gjald- þrota!” “Eg á alls ekki við það,” svaraði formað- urinn sorgmæddur á svip. “Það gerir ekkert til, þótt maður sé gjaldþrota. Hann faðir þinn var það. Allir í Texas eru gjaldþrota, og hafa altaf verið það. Borga? Hann borgaði ekki; enginn gerir það. En það, sem eg á við — meina, hvað áttu við að þú segir að við verðum að fara í burtu? Hvað höfum við gert fyrir okkur? Hvað hefir þér þótt við okkur?” “Alls ekkert, Jim.” “Æ, hamingjan besta. Enginn er hér, sefh ekki mundi — ekki mundi — í sannleika sagt, ungfrú Taisia ekki einn einasti af okkur mundi ekki. Og nú segir þú okkur að fara? Hvers- vegna? Þú ættir þó að minsta kosti að segja okkur það, ungfrú Taisia. Það er ekki nema sanngjamt.” Hin raunamæddu augu stúlkunn- ar litu beint inn í hans. Hún krefti hnefana um svipuna, sem hún hélt á í hendinni. Hún tók gjaldþrotinu með meira hugrekki en rnarg- ur kaupmaðurinn hefir gert. “Það er þetta sem grætir mig, að þið viljið ekki fara þegar eg bið ykkur um það. Af því að þið viljið vinna fyrir mig fyrir ekkert. Eg get ekki til þess hugsað. Ef eg ræð ykkur til að vinna fyrir mig verð eg einnig að borga ykkur. En þar, sem eg get það ekki er búið með það. Jæja, nú get eg það ekki. Eg væri fús til að selja píanóið mitt til að fá peninga til að borga ykkur þennan mánuð. Eg hefi reynt það, en get ekki selt það.” “Hvað þá? Þú ætlar að selja píanóið á Sól- bakka. Hvað meinar þú með þessu, Miss Taisia? Eg'hjálpaði til að flytja það hingað frá Galve- ston. Það er eina píanóið í mið Texas, svo langt sem eg veit til. Á því stendur fangamarkið T. L.! Og þú ætlaðir að selja það til að borga fáeinum fáráðlings kúasmölum mánaðarkaupið þeirra, kaup sem þeir alls ekki hafa unnið fyrir? Hvað hugsar þú, Miss Taisia?” Nú sáust aftur drættir í hálsi Jim Nabours. “O, eg efaðist alls ekki um, að þið vilduð vera hérna, vegna þess að þið hafið unnið hérna svo lengi. Ykkur væri sennilega öllum sama um launin. Þið munduð gera fyrir mig hvað sem væri vegna þess að eg er stúlka, ykkur finst það sé skylda ykkar. Eg held það ekki — og eg lít svo á, að eg megi það ekki. Eg er í við- skiftum eins og hver annar. Geti eg ekki látið Sólbakka bera sig, verð eg að hætta búskapnum. Það er alt og sumt. 1 dag skulda eg ykkur fjögra mánaða kaup”, hélt hún áfram máli sínu, “og ekki einn einasti ykkar hefir kvartað. Búrið er tómt eins og þið vitið, og ef til vill eru sumir ykkar tóbakslausir, en enginn ykkar hefir kvartað um það. Þetta svíður mér svo sárt. Þið eruð bestu mennirnir, sem setið hafa í söðli, og eg get ekki borgað ykkur. Nú, jæja, fyrst eg get það ekki, þá getið þið heldur ekki unnið fyrir mig.” “En hlustið nú á mig, Miss Taisia,” svaraði ráðsmaðurinn hennar. “Hvaða mun gera fáein- ir skildingar? Við getum ekkert keypt hvort sem væri fyrir þá, og hirðum ekkert um það heldur. Og ennfremur, hvað ætti um okkur að verða? Og hvað yrði af þér? Hefir þú íhug- að það? Hét eg ekki honum föður þínum og henni móður þinni það líka, að sjá fyrir þér og þínum ástæðum á meðan við bæði lifðum? Hvað um það loforð?” “Eg hefi ekki vit á nemu nema á nautgrip- um, Miss Taisia. En það þekki eg eins vel og nokkur annar maður. 1 þessum hluta Texas eru ekkert annað en nautgripir til að lifa af, eins og við öll vitum, en hér er enginn markaður og verður aldrei. Við getum ekki selt nautgrip fyrir sex shillings stykkið, og við vitum það öll, né heldur húðina af honum. Allir hafa nautgripi, auðvitað. En það sem eg á við, að geti SóLbakka búið ekki borið sig, þá getur það enginn hér í Texas. Eg lít svo á, Miss Lock- hart að mennirnir mínir séu þeir bestu í öllum heiminum. Eg hefi sett á meira en tólf hundruð af lausa gripum í vetur, og bað eg menn mína að velja þá með nákvæmni hvað kálfa og tví- vetrunga snertir.” Hann var kófsveittur og forðaðist að líta í augu húsmóður sinnar. “Nóg höfum við vatnið og nógan hagann. Við mistum ekki einn af hundraði síðast liðið sumar, og suma veturna höfum við ekki mist neitt. Hjörðin hefir aukist svo mjög, að það gengur glæpi næst, Miss Lockhart. Ef við söfn- uðum öllum gripunum saman í rétt — sem við ættum að gera — má hamingjan vita hvað margir yrðu með þínu marki. Eg þori að á- byrgjast að þeir yrðu ein sextíu og firnm þús- und. Ef við getum ekki fleyst af, getur enginn það í öllu Texas.” Hann foraðist að líta á hana meðan hann laug þannig að henni, en hélt samt áfram án þess að hika: “En þrátt fyrir það talar þú um að leggja árar í bát! Því ættir þú svo sem að gera það? Lónslétturnar eru hinar frjósömustu sem til eru í Texas. Grasið hérna er svo kjamgott, aö hver gripur er hundrað og fimtíu pundum þyngri en neðar í ströndinni. “Og ef þú talar um að láta okkur fara frá Iþér, hvert ættum við þá að fara? Það langar mig að þú segir mér, Miss Taisia?” “Ef nokkur markaður væri,” svaraði hún, “væri alt öðru máli að gegna. Eins og nú standa sakir erum við þeim mun fátækari þess fleiri naut, sem við mörkum.” “Nú jæja, við erum ekkert fátækari en nágrannar okkar. Markaður! Auðvitað er eng- inn markaður til. Hann fór ásamt Rockport verksmiðjunni, niðursuða á kjöti ber sig ekki. Verð á húðum er lágt. Enginn hagur er á verzl- uninni við skipin og austur þýðir ekkert að rekjy síðan stríðið hætti, auk þess lifir alt hjá okkur hér á Sólbakka, svo að húðir höfum við engar til sölu.” “Hvað kálfana snertir erum við ekki ver sett en Sam gamli Maverick, sem aldrei hirti um að markra nokkra skepnu, og átti í styrjald- arlokin ógrynni nautgripa. Við höfum meira af ónotuðu beitilandi vestur af okkur, en nokkrir aðrir, en enginn reynir nú að selja gripi eða húðir. Það kostar meira að senda grip á markaðinn í New Orleans, en fyrir hann fæst iþegar þangað er komið. Gufuskipin hafa drep- ið alla verzlun fyrir okkur austur frá; við getum ekki sent neitt með skipum til að græða á því. Allir vita þetta vel.” “Alt of mikið af nautgripum,” sagði Taisia og hristi höfuðið. “Já, á meðan á styrjöldinni stóð óx nautafjöldinn eins og gras, hér og al- staðar í Texas. Markaður? Nei! En þegar við höfurn nú byrjað á að ala upp skepnur og höfum markað gripi, sem enginn hefir alið upp og séð hjarðimar aukast og margfaldast, þá er ekkert við þvi að gera. Enginn hjarðeigandi getur að því gert. Hefðum við sölu fyrir þær. Já. En við höfum það ekki og munum aldrei hafa það: en til hvers er að gráta yfir því? Ætti hver hjarðeigandi í Texas að hætta griparæktinni vegna þess að engin markaður er til, og að hann getur ekkert selt? Geri hann það, má ríkið eins vel hætta við að vera ríki. Það mætti svo sem alveg eins vel gera það, síðan fjandans Jankíamir tóku að stjórna því eftir styrjöldina.” Skugginn af endurreisn landsins okkar hvíldi yfir svip Jims Nabours. Og það sem hann sagði, sagði alla söguna um hið alment illa ástand í hinu stóra ríki, sem gætt var slik- um ógna auði og gæðum, er biðu þess að vera notuð. Þannig var Texas eftir þrælastríðið. Útpínt og örsnautt, fult af þeirri feikna auð- legð, ótamdri og ónotaðri, sem er eins dæmi i hinu mikla landi voru. Hinn fyrsti Engil-Sax- neski eigandi Sólbakka, galt fyrir sumt af landinu með landseðlum, og kostaði ekran hann minna en tvö og hálft sent. Hin uppruna- lega landareign hans kostaði hann ennþá minna. Landseðlarnir komu í böggum og bindum og voru álitnir einskis virði. Menn hlógu að þeim, sem áttu þá. Land? Aldrei mundi land skorta. Veröldin var svo stór. Sólin var svo góð; llífið var létt, glatt og örugt. Landseðill hljóðaði aldrei upp á minna en ferhyrnings mílu. Enginn vandi var því að eiga þúsund fermílur ef einhvern langaði til þess, og á þessu svæði gátu hundruð þúsund naut- gripir reikað ótaldir og ómarkaðir. Var það því satt, að stórbændurnir í Texas gátu verið ör- eigar, þrátt fyrir þessa auðlegð, væru þeir svo heimskir, að gjalda tvö til fimm sent fyrir hverja ekru, en gátu ef þeir vildu notað landið án þess að borga neitt fyrir það, og fengið alla þá gripi, sem þeir vildu, án þess að hafa fyrir að telja þá eða marka. Svona var ástandið fyrst. 1887 tóku Ameri- kanar að leggja fræin að engil-saxneskri menn- ingu 1 Texas. Þarna gátu menn lifað góðu lífi án þess að kosta neinu til, eða þurfa að hirða um lög né rétt. Heill heimur, t^kmarkalaus að stærð, er eigi var skilinn né skírður, var að byggjast upp. En sérhver, sem gat skilið atriðið í eldhús- inu á Sólbakka, sá að þessi heimur var bygður af mönnum, fullum af gremju yfir úrslitum ófriðarins og albúnir að staðhæfa, að heimur- inn þeirra hefði bæði verið bygður og rifinn niður. Einn þeirra var Taisia Lockhart, sem átti ógrynni auðs, sem eigi varð fluttur né í fé varið, var henni aðeins til áhyggju og angurs. Einnig jók það á raunir hennar, að hún var öðrum mentaðri, hafði öðlast meira útsýni en hinir yfir lífið og tilveruna. Og frá foreldrum síiium ihafð hún erft þann drengskap, sem gerði bana öðrum viðkvæmari fyrir réttu og röngu. En endrum og sinnum aumkvast guðirnir yfir raunir æsku og fegurðar. Þeir hafa þær aðferðir, sem þeir sjálfir kjósa og ákveða þau meðöl, sem þeir nota. Þessi foreldralausi erf- ingi, sem langaði til að gjalda skuldir sínar, varð eitt fyrsta ráðið í fyrirætlun guðanna til að skapa eitt hið merkilegasta æfintýri sem gerst hefir í sögunni. Ekki löngu síðar en þessi raunalega ráðstefna í eldhúsinu á Sólbakka gerðist, urðu þeir atburðir af henni fæddir, er gerðu allar venjur að engu, og ógnuðu jafnvel hinum eldgömlu lögum er ákváðu breiddar- gráður og fermílur. En alt þetta gerðist ekki á svipstundu. “Sestu niður, Miss Taisia,” sagði hinn grá- hærði formaður stirðlega en góðmótlega, hálf vandræðalegur yfir því að segja húsmóðurinni á Sólbakka að fá sér sæti ;í sínu eigin eldhúsi. Hún hafði risið á fætur, hélt höndunum fyrir augun og var á leið út úr herberginu. Nú stað- næmdist hún og horfði á hann, og var nú í senn lémagna og svift öllu hugrekki. “Hlustaðu nú á mig, Miss Taisia,” sagði Jim gamli Nabours mjög ákveðinn. “Þú veizt að eg hefi unnið fyrir ættmenni þín alla æfi mína, altaf síðan eg kom frá Brazos fljótinu fyrir fjörutíu árum síðan. Eg kom hingað aftur þeg- ar ófriðnum létti. — Menn Kirlby Smiths gáf- ust upp síðastir allra hjá rauðafljótinu. Héma á eg heima. Það er alt og sumt. Og nú hefi eg rétt til að tala við þig í alvöru og greinilega, og það ætla eg að gera. Er þú talar um að reka þá bestu menn, sem til eru í Texas, bara vegna þess, að þú getur eigi framar goldið þeim laun, já, þá sýnir þú hvorki dómgreind né skynsemi. Eg er formaður hérna á þessum búgarði. Það sem eg segi eru lög. Þegar þú segir að við séum hættir starfinu hérna, þá talar þú heimskulega, þvií það erum við ekki! Hvað hirðum við um laun? Segðu mér það? Fengum við nokkur laun í hemum? Geldur nokkur laun í öllu Texas? Hvernig ættir þú þá að geta það?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.