Heimskringla - 05.11.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.11.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. NÓV. 1947 NÝJAR LEIÐIR “Miss Taisia. Eg fylgdi honum föður þín- um til Austen, er hann var fulltrúi á hinni miklu ráðstefnu. Og þar við borð sat maður með ham- ar í hendinni og sagði: “Uppástungan er feld!” og sló svo hylmingshögg í borðið með hamrin- um. Og nú er, Miss Taisia, uppástunga þín, að reka sextán bestu kúasmalana sem til eru, feld.” Jim Nabour rak sinn stóra hnefa ofan í borðið með svo miklu afli að blikkdiskarnir dönsuðu með gafflana á brjóstum sér og sprungnir bollarnir tóku undir þennan samsöng. Hann leit ásakandi á ungu stúlkuna. Hann var næstum ánauðugur þræll hennar, því að faðir hennar hafði falið honum hana, og hún var augasteinninn hans. “Hvað getum við gert Jim?” “Því spyrð þú mig að því, Miss Taisia? Eg er enríþá ekki kominn svo langt í ráðagerð minni. Eg veit ekki hvað-við getum gert. En eitt veit eg, og það er þetta: við megum ekki gefast upp. Reka okkur. Guð minn góður! Hið hæruskotna skegg Jims huldi til hálfs barkakýlið, sem nú fór á stað aftur. Hver ein- asti einn hinna vandræðalegu manna, sem þarna voru inni, óskaði sér lengst út í kjarr- viðið, en allir kinkuðu þeir kolli þessu til samþykkis. Sá er fyrstur tók til máls var gamli Sanohez, horaður, brúnn og hrukkóttur, gam- all Mexikani, fæddur á Sólbakka, er hann var í öðru sinni fluttur undan spönskum yfirráðum. “Si Senorita,” sagði hann. “Es verdad!” “Já, það er satt,” hrópaði freknóttur ungl- ingur, seytján ára gamall með mjúkan skegg- híung á vöngunum, en lengra komst hann ekki því kjarkurinn brast, eins og hann síðar sagði frá. Hann var yngstur þeirra allra, og var kallaður Cinquo Centavos, því að hann átti aðeins fimm koparsent í fórum sínum, er hann bar þar að tólf ára gamall. Hann stóð nú þarna með bláu augun full af tárum og tötrum búinn, en hopaði hvergi. “Veitið mér tíma til að hugsa um þetta, drengir,” sagði stúlkan hrærð mjög. “Látum okkur sjá! Bíðið við! Æ, eg veit ekki.” Hún reis á fætur og gekk út. Aftur sást hún eins og dýrðleg mynd í dyraumgerðinni er morgunsólin skein á hið gullna hár hennar. Augu hinna sextán manna fylgdu henni út. Nú tóku hundamir að gelta, en þeir geltu ekki að henni. Þeir þutu út að hinu stóra hliði á garðinum. Ríðandi maður kom í gegn um hliðið. 2. Kapítuli. Húsmóðirin á Sólbakka var eigi vön að ganga á móti gestum sínum. Hún veitti þeim viðtöku á hinni óbrotnu skrifstofu sinni, eða í hinni ennþá óbrotnari setustofu sinni. Þennan morgun fanst henni enda oviðfeldið að taka a móti gestum. Hún leit aðeins snögglega í áttina til gestsins á leið sinni til hests síns, er stóð þar með höfuðið niður að jörð, bundinn með hinum löngu leðurtaumum. Gæðingur Taisíu Lock- hart, sem hét Blanco Cito, var einkennilegur, þannig litur, að hann var auðþektur hvar sem var. Hann var án efa kominn út: af Blanco, •hinum stóra, hvíta villifák, er hélt sig í tví- fjöllunum. Margir litu svo á, að Blanco væri kominn af arabisku kyni, þótt ætt hans væri ókunn. En móðir Blanco Citos hlaut að hafa verið jörp, því að hann var gulljarpur með svarta mön eftir endilöngum hryggnum, en frá Blanco hafði hann erft hviítt höfuð og hvíta sokka á öllum fótum, af lend og næstum niður að hvítu sokkunum lá fjögra þumlungs breið snjóhvít rönd. Mátti því þekkja hann í mílu fjarlægð. Það var þýðingarlaust að stela honum, og þótt hann væri brennimerktur á herðakamlbinum, var það aðeins fyrir siða sak- ir. Jim Nabours 'og allir hans vinnumenn drógu dár að skjóttum hestum, og völdu sér einlita gæðinga, hvemig sem þeir voru litir, nema ekki svarta. En Blancocito var þeim öllum betri. Hann var svo þolinn, að hann gafst aldrei upp. Engin leið varð honum of löng, þótt hann hefði verið taminn tveggja vetra gamall, gat hann samt aldrei lagt niður sitt ótamda eðli, og reyndi ýmsa hrekki bæði við Taisíu og vinríumenn hennar. Þótt hann að öllum jafnaði væri þægur húsmóður sinni. En flestum þótti hann sætur þegar sá gallinn var á honum. Blancocito beið nú rólegur eftir henni og stóð kyr á meðan hún fleygði taumunum yfir höfuð hans, setti fótinn í ístæðið og lagði hægri hendina á söðulnefið, eins og venja er með kúa- hirðum. Á meðan hún varpaði sér í söðulinn pfjónaði hann. “Hafðu þig hægan!” sagði Taisía og sló á háls hans með svipunni. Þá beit Blanco- cito í ístaðið, mjög gætilega, því að hann meinti ekki að gera henni neitt ilt, hljóp út undan sér bara svona í gamni, og lagði svo af stað og tölti, betur og fimlegar en nokkur annar hestur, sem merktur var með T.S. merkinu. Þannig gat hann haldið áfram heilan dag. Þannig komust þau fram að hliðinu. Þar fór Taisia af baki til að opna það. Taisia Lockhart var annars hugar, en samt hindraði það hana ekki frá að sjá unga manninn, sem kom í gegn um hliðið. Hann hikaði augnablik og lagði svo leið sína að pilta húsinu. Hún skifti sér ekkert um það. Hún bjóst ekki við, að hann mundi standa lengi við. Þetta var hávaxinn maður, eitthvað tutt- ugu og fimm ára gamall, kanske um þrítugt; grannur, útitekinn og dökkhærður, hárið var sítt, að venju þeirra tíma. En gagnstætt venj- unni í þessum hluta landsins, var hann skegg- laus nema að því leyti, að hann hafði stutt efri- vararskegg. Augu hans voru blágrá, einkenni- lega hvöss og stöðug; alvörudrættir voru í kringum munninjn. Allur virtist svipurinn kuldalegur og hörkulegur; eða bar að minsta kosti þess vott, að maðurinn gæti þagað yfir því, sem honum bjó í brjósti. Öll þessi atriði gat húsmóðirin á Sólbakka ekki séð í svip, en hún hafði vanið sig á að veita eftirtekt marki eigandanna á hestum þeirra og einnig að taka eftir búningi þeirra. Söðull manns þessa v.ar allur drifinn silfri, og leðrið alt flúrað með rósum þar sem betur mátti fara. Beislið var lipurt og létt, mélin þung og sterk og stangirnar silfraðar, alt höfuðleðrið var prýtt silfurskjöldum gljáfögrum. Hann hélt hinum löngu beislistaumum hátt og fimlega, og sat í söðlinum svo eðlilega, að hann virtist ekki vita af þvi, að hann væri á hestbaki. Hesturinn var sótrauður með silfurgrátt tagl. Hann virtist uppgefinn. Fyrst svo var hlaut brekánið, sem bundið var fyrir aftan hnakkinn, að hafa skýlt eigandanum úti á víðavangi nóttina áður; því að langt var frá Sólbakka til næstu bæja. Öllu þessu veitti Taisia nána eftirtekt; því að hún var vön að gefa gætur að ókunnum mönnum, nautgripum og hestum, og vera fljót að því. Uppeldi hennar í auðninni hafði kent henni margt, en eðlisávísun hennar sagði henni, að maður þessi væri hvorki uppskafningur né venjulegur nautasmali. Og einnig vissi hún, að er hún þannig veitti manninum eftirtekí, galt hann líku líkt, þótt hann varpaði ekki á hana kveðju, er hann reið heim að dyrunum, þar sem piltarnir stóðu enríþá. Satt að segja hafði Taisia gleymt því, að í búningnum, sem hún bar, líktist hún helst uppskafnings strák, bráðþroskuðum og horuðum, með siítt hárið hangandi ofan á herðarnar. “Stígðu af baki maður minn!” Þannig varpaði Nabours kveðju á ókunna manninn, samkvæmt siðvenju landsins. Allir piltarnir litu á hann rannsóknaraugum. En gestur þessi var vanur venjunum í landinu, og þótt hann yrði að snúa hestium við til að fylgja þeim gerði hann það og fór af baki sömu megin og mennirnir stóðu, en ekki þannig, að hesturinn yrði milli hans og þeirra, því það var fjand- skapar merki. Ennfremur spretti hann af sér beltinu, sem skamlbyssurnar hengu á og hengdi það yfir hornið á söðlinum, og gekk síðan inn í stofuna. Framkoma hans var góð. Hann var velkominn. “Góðan daginn, vinir mínir,” sagði hann. “Eg heiti McMasters. Eg er frá Gonzales.” Nabours kinkaði kolli. “Eg þekki þig,” sagði hann. “Þú ert nýji lögreglustjórinn þar yfir frá.” Hann spurði einskis. Sumir mannanna fóru að leggja á hestana. Hinn ungi hestavörður tók nú að reka saman hestana í hinum kringl- ótta stöðli, og náðu smalamir þar hver sínuim hesti. Jim Nabours, ráðsmaðurinn og húsbónd- inn, var skyldur að sýna komumanni sæmilega gestrisni, og benti honum að fá sér sæti. Að- komumaðurinn settist við hið langa borð, sem mennirnir höfðu nýlega sitið við. Svartur mat- reiðslumaður bar á borð fyrir hann, og snæddi gesturinn matinn án þess að mæla neitt. Hafði Taisía séð hann nú, mundi hún hafa veitt því eftirtekt, hversu borðsiðir hans voru gerólíkir borðsiðum kúasmalanna, sem nýlega höfðu snætt þarna; hann snæddi svo virðulega, að eigi mátti að því finna á neinn hátt. Naibours beið hljóður unz maðurinn hafði snætt. Það var siður í þessum bygðum. Þeir þögðu báðir fáein augnablik þangað til maður- inn hallaði sér aftur á bak í stólnum og leit á Jim. “Eg varð að liggja úti í nótt niður við fljótið,” sagði hann. “Nýr spjótfiskur er alls eigi slæmur, falli manni hann á annað borð, en eg kýs mér samt frekar fleskið ykkar héma.” Nabours brosti. “Þú hefðir átt að koma hingað alla leið.” “Vegurinn hefir breyst síðan eg var hér síðast. Auðvitað þekti eg mig einu sinni hér á Sólbakka. Faðir minn var Calvin MoMasters, þú hefir sjálfsagt heyrt hans getið. Hann var vinur Burleson Lockharts fyrir fjörutíu árum síðan. Þeir féllu saman og á sama hátt, þú veist hvemig það var. En sjálfur var eg að heiman í þrjú ár við herdeildina mína, og síðan hefi eg eigi lagt í það að ríða hundrað málur hingað norður, heiman frá.” “En nú kemur þú að norðan?” “Já.” , “Langt?” “Frá Arkansas.” “Jæja?” “Já, eg kom niður með Washita ánni og fór yfir Rauðá hjá stöðinni, á leið minni frá Indí- ána landinu.” “Hvernig er haglendið á þeim slóðum?” spurði Jim Nabours, sem hafði hina óseðjandi forvitni nautasmalans hvað haglendi snerti á ókönnuðum svæðum. Eg hefi aldrei komið í landið hinumegin við Rauðána. Eg fer næstum aldrei lengra en til Palo Pinto, er eg leita naut- anna í norður átt.” “Hagarnir em góðir alla leið í gegnum Indíána landið; góðir alla leið norður að hinni rauðu, og alla leið norður að því svæði sem nefnt er Kansas landamæri; það er á móti mynn- inu á Cheroke ánni. Eg ferðaðist austur með Arkansas landamærunum.” “Vatn?” “Meira en nóg.” Nabours þagði um hríð. “Segðu mér það, vinur minn,” sagði hann loksins. “Hvað segir þú um þá hugmynd Lock- harts ofursta, sem hann hafði að reka nauta- flokka norður eftir þeirri leið, sem Jesse Chis- holm fór, meðfram Washita fljótinu. Þannig fór hann alla leið til Arkansas, og úr síðustu íerðinni sem hann fór, kom hann aldrei til baka.” Báðir mennimir voru mjög alvarlegir á I' svip. Minningin um að þeir voru báðir, Burle- son Lockhart og Calvin McMasters myrtir af launlmorðingjum við Arkanisas landlamærin, var eins og opið sár í hugum allra í Mið-Texas. “Ohisholm stígurinn er engin hæfileg leið,” svaraði ókunni maðurinn. “Eg fór sjálf- ur þá leið suður eftir, að vestanverðu við WaShita ána, en Jesse hefir aldrei rekið stórar hjarðir þá leið. Hann rak víst smáhópa þessa leið frá Rauðánni til Litlakletts í Arkansas, ekki fleiri en þúsund nautgripi í alt, en senni- legast finst mér, að hugmyndina um þessa leið liafi hann fengið frá föður mínum og Lockhari ofursta. Báðir héldu því fram, að Texas yrði að senda nautgripi sína norður til að finna þar markað.” “Eins og þú veist, þá var stofnuð niðursuðu verksmiðja hjá Litlakletti til að sjóða þar niður kjötið sem afgangs var hér í Texas. Kjötið skemdist og fyrirtækið fór á höfuðið. Jesse Chisholm fór eigi framar til Litlakletts með nautgripi. Og eins og þú veist, þá létu þeir faðir minn og Lockhart ofursti lífið fyrir til- raunir sínar að finna markaðinn handa Texas ríkinu. Þeir sögðu báðir að hann fyndist norð- ur frá.” “Margir hafa reynt að reka nautahjarðir til Arkansas, Illinois og jafnvel til Missouri og Iowa”, svaraði formaðurinn á Sólbakka. Ljótar sögur komu aftur af því ferðalagi. — Hjörðunum var stolið af þjófum og ræningjum, rekstrarmennirnir voru rændir, afklæddir, bundnir og húðstrýktir, reknir út úr landinu, án þess að hafa grænan eyri meðferðis, eða þá myrtir eins og hinir tveir ágætismenn voru. Það er ilt ástand meðfram landamærum Ar- kansas og Missouri. Ymsir aðrir hafa verið drepnir þar norður frá. Það er ilt til þess að spyrja. Vér Texas menn eigum þar til hefnda að leita.” “Já!” svaraði ungi maðurinn og glampa af brosi brá fyrir á andliti hans. “Hverjum er það kunnara en mér?” Hin hvössu augu Nabours drógust saman. “Það er ekki óhætt að reka hjarðir þá leið? Heldur þú ekki að þetta sé mjög orðum aukið?” “Ekki hefir það verið hingað til.” “En menn hafa sagt mér að Chisholm hafi fundið góða leið, nægilega haga og vatn, alla leið norður.” “Nei, ekki var það. En hann var haldinn sérstakri þrá eins og fleiri gamlir og góðir Texas menn. Hann ætlaði að finna markað fyrir nautgripi.” “Já, ef við hefðum bara markað fyrir naut- in okkar þá yrðum við allir ríkir!” Nabours reyndi að sýnast rólegur. Þessi hugmynd var alls ekki ný, hvorki í hans huga né annara í Texas. Ahugasamra og framgjamra manna, eins og hinna tveggja píslarvotta, sem látið höfðu lífið fyrir hugmynd áína. “Jæja, Chisholm fylgdi bara slóðinni, sem lá yfir Canada fljótið hjá Roberts ferju, gömlu whisky-slóðinni. Eftir að hafa fylgt henni um hríð, beygði hann af til vesturs í stað þess að halda í norður. Hann fór upp með Brazos fljót- inu, og yfir Concho fljótið með irekstur sinn. Hann vissi, að það var markaður í herbúðunum hjá Sumner víginu hjá Pecos flj,ótinu i Nýju- Mexikó. Hann kom að Pecos ánni hjá hross- haussvaðinu, eftir að hafa farið tvær dagleiðir í vestur frá Concho fljótinu, og þaðan hélt hann svo til Sumner. Lovring og Goodnight lögðu slóð norður frá Sumner, alla leið til Colorado. Herstöðvar og útverðir þeirra verða að fá kjöt. og mikið af því. Já, hér mun verða markaður, þótt síðar verði. Ef við smölum saman Indíán- um verða þeir einnig að éta.” “Seguro! Auðvitað þurfa þeir að éta. Þeir fæða fjandans Comanchana, og þeir skjóta svo og drepa hvern einasta mann, sem rekur hjarð- irnar norður að Pecos fljótinu — hver einasta ferð þangað kostar fjölda bardaga við þá, og svo er hagnaðurinn enginn.” “Nei, enginn hagnaður er í neinu, sem snertir griparækt,” bætti Nabours við: “Líttu bara á listann: Rockport, Indianola, Galveston, Mobile, New Orleans, Little Rock, Illinois, Iowa — alt fult af Jankíum og þjófum. Hvaða framtíð getur bóndinn í Texas átt? Eg vil miklu fremur éta spjótfisk en kjöt, það er dýrara og einnig fágætari matur. Hvar sem litið er finst kjöt. Við erum algerlega gjaldþrota, vinur minn. Suðurríkin biðu ósigur. Okkur er stjórn- að af æfintýramönnum og engin von um neina breytingu til batnaðar. Væri Texas nokkurs virði heldur þú að þú gætir þá keypt ferhyrn- ings mílu fyrir fjórtán dali? Ekki svo að siklja, að eg vildi gefa það fyrir hana, eða gæti það. Eg á ekki fjórtán dali til. Nei, það er engin von um að nokkur gripabóndi í Texas, alt frá Santone að Sabina fljóti, eignist nokkum tíma fjórtán dali. Texas er fátækasta svæðið í öllum heiminum, og eg er sjálfur besta sýnishorn þess.” Hin langvarandi og niðurbælda gremja Jim Nabours, knúði hann til að halda lengstu ræðuna, sem hann hafði flutt á æfi sinni. Hann vissi, að hann hafði áheyranda, sem skildi hann vel. Ungi maðumin kinkaði kolli til samþykk- is þessu, sem hann hafði sagt. Nabour hélt afram máli sínu: “En samt ætlar nú Miss Taisia, sem á þessa jörð að reyna ennþá einu sinni að senda rekst- ur norður á leið! Geturðu trúað því? Var ekki hann faðir hennar myrtur af þessum bölvuðum bófum þar norður frá, og þeir drápu einnig vesalinginn hann Jimma Dougherty tveim ár- um síðar norður við Missouri landamærin: Húh! Það var óðs inanns æði af honum að reyna að reka nautgripi norður. Hvaða laun fékk hann í staðinn? Bráðan bana og gjaldþrot handa dóttur sinni!” Allan þennan mánuð hefir stúlkan viljað smala saman hjörð til að reka norður. Getur þú ímyndað þér nokkuð annað eins? Bara barn að aldri, svo að segja, að ætla sér að fram- kvæma það, sem hann faðir hennar gat ekki, og ætlar sér að leggja út í áhættu, sem kostaði h^inn lífið! Það er ekkert nema brjálæði. En hefir nokkrum nokkumtíma tekist að sannfæra nokkum Lockhart? Og núna, rétt í morgun,” Nabours sló í borðið með hnefanum, “kemur hún hingað inn og segir meiningu sína með fullum orðum. Segist vera gjaldþrota, og ekki geta borgað vinnufólkinu sínu. Segir okkur öllum að fara, hverjum einum og einasta! Og hún er bara tuttugu og tveggja ára gamall unglingur, munaðarlaus og á ekki einn einasta mann að í heiminum! Guð minn góður! Jæja svona er nú ástandði hjá hjarðeigendunum í Texas!” Ungi maðurinn kinkaði kolli, alvarlegur á svip. “Auðvitað neituðum við að fara,” hélt Nabours áfram. “Það er satt, að um tíma höf- um við engin laun fengið; en hver fær þau? Og hvað gerir það til þegar við erum að vinna fyrir munaðarleysingja, einkum þegar svo vill til, að þessi munaðarleysingi er eigandinn að Sól- bakka? Hætta? Eg hefi unnið árum saman, alt frá barnæsku. Eg gæti ekki hætt nú, þótt eg reyndi af öllum mætti. Svo mikið ætti hún að vita. En mér gremst þetta.” “Hún 'hugsar kanske til þess, að hann faðir hennar borgaði ætíð launin. Hún hefir sóma tilfinningu hans.” “Jæja, hvað sem því líður, fórum við hvergi. Eg bað drengina rétt núna að fara og ibrennimerkja kálfana, eins og við höfum gert 9Íðan styrjöldinni lauk. Enginn hagur er í því. Eg var að vona að við fengjum harðan vetur, svo flest nautin mundu falla úti á heiðunum. En hvernig fór? Tvo vetra í röð svo milda, að flugurnar drápust ekki allan veturinn! Engin skepna dó, og allur þessi syndum spilti heimur svo fullur af kálfum, að maður gæti ekki haft ofan af fyrir sér að flá gripi niður við hafnim- ar þótt hann hefði tólf hendur. Deyja? Enginn þeirra deyr. Þeir lifa allir saman! Og það sem verra er, þeir fá í sig meira og meira líf eftir því sem tímar llíða. Fáum við tvo milda vetra í við- bót verður þetta ríki ekkert nema horn og bolar. Og þarfnist eg nýrra reiðtýgja eða nýrra stíg- véla, verð eg að stela þeim. En stúlkan nauðar altaf í mér með þessa ráðagerð sína, að fara með rekstur norður, til að ná fé til að borga vinnufólkinu. Við vitum báðir hversu heimsku- legt það er.” “En er það heimskulegt?” Nalbours leit á hann snögglega. “Hvað annað er hægt að kalla það?” “Nú, eg er kominn þaðan. Og nú er nýtt komið upp á teninginn þar norður frá.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.