Heimskringla - 19.11.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.11.1947, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. NÓV. 1947 NÝJAR LEIÐIR “I>eir gera það. Eg held að þeir hafi gert það! Hún þaut á fætur, augun ljómuðu og vangamir voru kafrjóðir. “Hlustið nú á mig! Eg hef með mér Anítu og Milly. Við eigum ennþá tvo vagna. Jim, gamli heigullinn þinn,” sagði'hún og lagði hendina vingjamlega á herð- ar hans — “þú veist, að þú sagðist geta smalað saman fimm þúsund gripum á einni dagleið frá Sólbakka, jafnvel þótt það væru gripir til slátrunar.” Hún sneri sér nú snögglega til Mc- Masters. “Segðu mér, hvað gamlir eiga grip- irnir að vera?” “Eg veit það ekki ennþá,” svaraði hann. “Fjögra vetra, því vetrungar og stórir tvívetr- ungar, mundu vera bestir til að senda austur. En eg heyrði einnig talað um, að fólk þyrfti kýr til heimilis þarfa, mjólkur kýr og jafnvel ársgamla kálfa, því að þar eru nógar grasslétt- ur norður og vestur af. Fólk flytur hópum sam- an út á vísunda heiðarnar, jafn ótt og jám- brautin er lögð. Það er alveg ótrúlegt hvað ákaft það er. Það virðist vera seitt vestur á bóginn. Og allir þurfa nautgripi.” Hýr svipur kom á andlit hans er hann bætti við. Það eru miljónir ekra af óplægðu landi þarna norður frá, fyrir norðan gömlu þræla- h'nuna 36—30 breiddargráðu, og suðurlandið verður að taka þátt í þessu. Þetta er vesturland- ið . Það mun verða hjartað úr Ameríku!” “Og við verðum fyrst til að sjá þetta! Það er ekkert naut frá kálfi til fimmvetrungs, sem Sólbakki getur eigi í té látið!” sagði Taisía Lockhart ákveðin. “Hvað margt?” “Það fer eftir því hvað marga menn þú hefir. Sumir segja að þrjú þúsund séu nóg í rekstur. Tólf menn gætu tekið slíkan hóp; kanske þyrfti fimtíu eða tuttugu. Hver maður ætti að hafa sex til átta hesta handa sér. Það þarf að spretta úr spori á slíku ferðalagi.” “Hvað svo?” Eg get fengið tuttugu menn, sem geta talað við naut á þeirra eigin máli. Við munum ekki sakna þrjú þúsund fjögra vetrunga, eftir því sem Jim segir. Hvenær ætt- um við að leggja af stað?” Ennþá brosti hún áköf en hún hafði samt ákveðinn svip. Og Jim hafði sagt, að Lockhart skifti ekki auðveldlega um stefnu. “Jesse Ohisholm fylgdi bara högunum,” svaraði McMasters. “Það er alt grænt þar í marz, og nú er febrúar. Þegar við erum eitt sinn komnir yfir Colorado og Brazos fljótin, er auðvelt að komast yfir að þeirri rauðu; eg veit að faðir minn sagði altaf að það væri svo. Hann sagði, að fara mætti með rekstur fyrir vestan Austen og Worth vígið, og reka hann að norður takmörkum Texas án þess að sjá Indíána. Com- acharnir halda sig fyrir vestan 98. lengdar- gráðu og nálægt 30. breiddargráðu. Faðir minn sagði, að nýr heimur opnaðist fyrir norðan 36. breiddargráðuna. Landið hefir eigi verið mælt né af því gert landabréf. Engir ferðast þar nema Indíánar, sem þar búa.” “Henni falla vel Comachar,” sagði Jim Nabours. “Aðrir eins smámunir raska alls ekki ró hennar. Og hún hefir ekkert á móti því að reka mörg þúsund naut yfir fljót í vorleysing- um, með kviksandi beggja megin við það.” ískyggileg þögn og sterkari roði í vöngun- um þaggaði alls ekki niður í formanninum. Hún beindi máli sínu til gestsins: “Jæja, látum okkur segja, fimtán manns og hestasveinn og matreiðslumaður, eg og svarta Milly, matreiðslukonan mín, og Anita spanska vinnukonan mín. Við verðum að taka tvær kerrur með uxum fyrir, og vagn mat- reiðslumannsis. 16 manns með átta hesta hver, verður hundrað og fimtíu hestar. Það getum við auðveldlega haft.” “Já, hæglega!” sagði Jim hátíðlega. “Þús- und mílur í kerru sem engar fjaðrir hefÍT á ósléttum öræfunum, er mjög þægilegt ferða- lag. Milly vegur næstum þrjú hundruð pund núna, og eftir eina viku verður hún dauð. Og Aníta deyr af heimþrá eftir kofanum sínum.” Formaðurinn breytti nú um róm og hélt áfram: “Auk þess, Miss Taisía getum við ekki lifað eingöngu á kjöti. Við verðum að fá mjöl, baunir og molasses, nóg handa tuttugu manns í þrjá mánuði. Við þurfum því mjöl, molasses, baunir og kjöt og kaffi, ef hægt er. Þegar mennirnir fá kaffi, vinna þeir betur á morgn- ana, og eins eftir rigningar og löng ferðalög.” Roðinn í vöngum Taisíu varð dekkri af sneypu. Hún bandaði höndunum í örvæntingu- “Eg er gjaldþrota. Eg sagði ykkur það!” Um stund þögðu þau öll. Loks sagði ungi sýslumaðurinn frá Gonzales rólega: “Miss Lockhart, mér fellur illa að heyra slík orð hér í Texas.” “Sannleikurinn er sagna bestur.” » “Já, eg veit það. En það sem hjarðbú í Texas vanhagar um, hafa nágrannarnir. Það hefir ætíð verið svo. Takið einn eða tvo ná- granna með yður í þessa ferð. Við skulum segja að hvert ykkar taki með sér þúsund gripi. Þeir mundu með ánægju leggja til vagn og hesta. Þú mátt ekki firta frá þér nágranna þína. Þetta er Texas.” Hún tók hinu vingjarnlega og sanngjama tilboði hans með nístandi kulda. “Eg þigg enga hjálp frá nejnum! Sóibakki mun sjálfur sjá um að koma gripum sínum á markaðinn, eiga það á hættu að sigra eða tapa. Eg tek orð mín aftur, Jim. Þið eruð allir ráðnir á ný. Hver einn og einasti. Þið munuð hjálpa mér? Eg ætla að selja gripina mína og borga mönnunum mínum. Því næst ætla eg að grensl- ast eftir hvort nokkur lög ríkja þar, norður frá, eða menn finnast suður frá, sem vilja hjálpa mér til að finna morðingjann.” “Miss Taisía,” sagði Jim Nabours, “eins og nú standa sakir, getur enginn okkar skorast undan að fara þessa för. Við megum bókstaf- lega til með að fara.” “En þú verður að þakka Mr. McMasters fyrir, að hann sagði okkur frá þessu, Miss Tai- sía. Eg hugsa, að hann sé okkar besti nágranni.” “Já, eg þakka þér innilega fyrir,” sagði hún, reis úr sæti sínu og rétti honum hendina. Hann laut yfir hana, en hann settist ekki á ný. “En þú verður eina tvo daga hjá okkur?” sagði hún. “Nei, eg verð að halda áfram,” sagði hann. Hann tók hattinn sinn, hneigði sig og gekk út um dymar án nokkurrar taíar eða hiks; ekki sagði hann heldur neitt um að hann mundi koma til baka. Hann gekk svo hratt, að það var riæstum ókurteislegt. Anastasía Lockhart horfði svo áfjáð í gegn um gluggablæjurnar, að hún varð ekki vör við, að gamla Milly kom inn í stofuna. . “Er ungi maðurinn farinn? Eg kom með svaladrykk handa honum. Þetta er fínn maður, Miss Taisía. Hver er hann? og hvaðan kemur hann? Hefir hann beðið þín enniþá?” “Ekki ennþá, Milly.” Hún settist í eina ruggustólinn, sem var í stofunni og starði um stund á bert gólfið. Hún var eldri nú, en hún hafði verið fyrir einum tíma síðan. Hversvegna lofaðist ekki þessi ná- granni til að koma aftur? Og var hann ekki einkennilega þurlegur og þegjandalegur af ungum manni að vera? Og var nú sýslumaður og höfuðsmaður í lögregluliðinu langt hafinn yfir rauðhærða stúlku, sem gekk í gömlu föt- unum hennar móður sinnar? Hin fjörlega og fallega Anastasía reis á fætur til að leita sér að spegli, og ganga úr skugga um þetta. Þá kom hún alt í einu auga á leðurtöskuna, sem árum saman hafði verið fata- skápurinn hennar og dýrgripahirsla. Hún stóð þarna opin við enda legubekksins, þar sem eigi gat hjá þvi farið, að gesturinn hefði séð hvað í henni var geymt. Henni gramdist, að hann hafði séð, hversu trassaleg hún var í umgengn- inni, og laut niður til að loka hirslunni. Skyndi- lega kraup hún á kné við töskuna og fór að gráta, er hún sá silkið og kniplingana. Hún þrýsti þeim að andliti sínu. Blikkmynd í brúnni umgerð lá í hendi hennar. Hún opnaði veskið. Mynd af móður hennar. Já, hún hafði verið falleg. Og um- gerðin var falleg líka, einu sinni. Hún hafði aðra mynd í samskonar umgerð, af föður sínum. Hún sneri sér að birtunni til að sjá samlíking- una. Myndin var af hraustlegu, skeggjuðu andliti. Hún andvarpaði á meðan hún horfði á myndina af þessum hrausta og ákveðna manni, sem hafði verði sviftur lífinu af launmorð- ingja. Neðar í töskunni, undir ýmsu dóti, voru mörg skjöl, öll hvort öðru lík. Með fyrirlitn- ingu stakk hún höndunum upp að olnboga ofan í þetta bréfarusl. “Landseðlar!” tautaði hún við sjálfa sig. “Seðlar sem hljóða upp á meira Texas land, til þess að ala upp ennlþá meira af nautgripum1 Hann var alveg blindaður af ágimd í það. Hann hugsaði ekki um annað en landseðla! Eg vona bara að hann hafi ekki séð þá!” Hún átti við McMasters. “En auðvitað sá hann þá — hann gat ekki hjá því komist, þar sem hann sat.” “Nú jæja, það gerir ekkert til,” hugsaði hún með sér. “Hann kemur aldrei aftur. Hefði eg vitað hversu kaldgeðjaður hann er, mundi eg ekki hafa haft alla þessa fyrirhöfn.” 4. Kapítuli. Suðvesturlandið lá baðað í sólskininu. — Húsin voru reist í jaðri eikilundsins og fram- undan þeim var skóglaust land og opið, er var nú rétt að grænka í vorbyrjuninni. Sex mílur í burtu sást röð trjáa, er uxu á lækjarbakka, og lengra í burtu sást hið stóra stöðuvatn, er hafði laðað Burleson Lockhart til að setjast að á þessum stað. Báðu megin við þá lágu öræfin, nakin nema þar, sem kaktus og beitilyngið huldi svörðinn. Á stöku stað sáust kræklótt strá. Þetta óþekta horn Ameríku, sem sáðar átti að verða alkunnugt fyrir stórgripa framleiðslu sína, var síðasti bletturinn fyrir norðan Rio Grande, er gekk úr slöppum höndum Spánar. Jurtagróðurinn þarna leið af vatnsskorti. Eitt þúsund píndra sálna bjó í þessum gráu trjám, og brátt mundi sólin sviða niður hina grænu grasbrodda, er höfðu gægst upp úr jörðinni. Ferfætla þaut gegnum rykið á hlaðinu. Hagamús sentist í fleygiferð meðfram girðing- unni. Merki* styrjaldarinnar sáust alstaðar í Texas, alt frá upphafi hennar. Engin sú tegund drepsóttar eða bölvunar var til að hún ekki fyndist innan landamæra ríkisins. Ár hvert var láglendið þakið hræjum hesta, sem höfðu horfallið eða dáið úr þorsta. Óteljandi mílna þúsundir voru þaktar beinum nautgripanna, sem höfðu farist ,og svörðurinn varð ætíð frjó- samari og frjósamari. Að lifa, fjölga og deyja, var alt, sem búpeningurinn orkaði. Það gerði ekkert til, þótt öll þessi naut hefðu aldrei lent í sláturhúsunum, beinagrindurnar voru nóg fyr- ir Spánverjana. En nú höfðu Saxarnir tekið við völdunum. Hið ótamda, frjósama Texas, leitaði nú í fyrsta skiftið eftir markaði fyrir afgang framleiðslu sinnar, sem í fimtíu ár hafði aukist og marg- faldast. Texas átti miljónir nautgripa, sem voru einskis virði; hversu margir þeir voru, vissi enginni, né heldur gat nokkur gripaeigandi sagt hvar hjarðir hans leituðu haga. Ómarkaðir gripir runnu um í þúsundatali. Enginn leitaði eftir hinu týnda, og kálfarnir voru eign þess, sem landið átti, ef þeir fundust þar. Aldrei var smalað né var þar neinn félagsskapur með bændum. Og þegar hjarðeigandinn smalaði i‘ saman gripum sínum, áleit hann sig aldrei hafa fundið þá alla. Eignaréttur á landi og gripum var atriði, sem enginn hirti um. Lítið var um lög og rétt í landinu. Þessu víðáttumikla og stóra ríki var stjómað af hópi smalamanna, sem áttu sér engan líka á jörðinni, og sem bráðlega áttu að útbreiða þetta ríki. Menn þessir litu á gamlar venjur, sem einu lögin, er til væru. Hin órituðu lög hagagöng- unnar hvíldust á eðlilegum háttum og hvötum hjarðanna, að leita hagans þar, sem þær fundu hann; á mörkum gripanna og rétti hvers, sem iann ónotað land að beita það, og þessari venju gripanna, að halda sig nálægt heimkynninu. Þetta voru alt saman sterk náttúrulög, sem eigi var auðvelt að breyta. Bæði menn og skepnur lifðu ótömdu og lagalausu *lífi, hvorugt hafði neitt aðhald. Aðeins hið saxneska eðli, sem þráði að einhverskonar réttar og laga væri gætt gerði Texas það, sem það nú er. Enginn markaður var til. Að minsta kosti höfðu hinar fákænlegu tilraunir eigi fundið neinn. Að þrælastríðinu loknu ólgaði alt ríkið af ófriði og óstjóm. En krafan um að finna markað fyrir afurðimar var efst á baugi hjá þeim mönnum, sem áttu ekkert nema naut- gripi, og þektu ekkert annað. ★ ★ ★ “Hún ætlar að fara með reksturinn, ætlar það í raun og veru,” sagði Jim Nábours við hinn nýja vin sinn. “Þetta var hin gamla hug- mynd hans föður hennar. Þetta sem þú sagðir, stappaði í hana stálinu.” “Já? Hvenær getur þú byrjað að safna saman hjörðinni?” Andlit gamla mannsins varð þungbúið. “Hlustaðu nú á mig! Mundu hvað eg segi iþér. Stúlka þessi veit heilmikið um nautarækt, en margt veit hún ekki um sínar eigin hjarðir. Hún veit hvað margar kýr hann faðir hennar hafði, og heldur að hún eigi ennþá fleiri. En það er rangt.” “Stolnar?” “Já, stolnar! Við erum alt of nærri Austen! Húðaþjófar, algengir þjófar og stjórnmál — þetta höfum við alt saman síðan ófriðurinn var. Bölvaðir Jankíamir rejma að stjórna landinu, en vita alls ekkert um það. Állir í Mið- Texas eru nú á nautaveiðum. Þetta er góður staður fyrir þjófa, eða fyrir menn, sem geta séð dálítið fram í tímann. Við vissum það ekki fyr en rétt núna, en það hlýtur að hafa verið þjófa flokkur innan takmarka okkar veturinn sem leið, og veturinn þar áður. Hún á tæplega eina kú eftir, þar sem hún hygst hafa fimtíu. Hvað getum við gert? Við vissum ekki og vitum ekki enn hver gerir þetta; en við þorðum ekki að segja henni frá, að hún hefði verið rænd. Nú verðum við að segja henni frá því.” “En þrátt fyrir það getið þið smalað ein- hverju msli saman?” “Ojá, kanske en þótt við finnum markað, hvar gætum við þá fundið næstu hjörðina handa henni? Einhver hefir náð klófestu á hjörðunum okkar. Nú er miklu stolið hér í Mið-Texas. Eins og þú sérð, þá höfum við gert alt, sem við get- um til að gæta hagsmuna hennar ,og einnig rósemi hennar, og þessvegna létum við hana ekki vita um ránin. Guð veri mér náðugur! Eg er mesti lygarinn í öllu Texas. Við höfum rekið nautin saman við og við. Hún veit ekki hve langt við þurftum að sækja sumt af því. En hvernig getum við sleg'ið ryki í augu hennar, ef við þurfum að safna stórri hjörð? Hún getur lesið mörkin eins vel og hver annar, hugsa eg. Eg býst við, að við verðum að finna upp nýtt mark til að marka með hjörðina, sem norður fer. En það breytir engu hvað staðreyndirnar snertir. Hún kemst sjálfsagt að þessu. Stúlkan er ekkert flón. Hvað segir þú um þetta?” “Eg segi að þú skulir fara að smala saman í reksturinn. Safna öllum gripum með Sólbakka markinu og gera það bezta, sem þú getur. Eitt- hvað verður gert bráðlega, hvort sem er, svo til hvers er að bíða? Látið hana verða fyrsta til að reka hjörð norður að járnbrautinni þetta árið. Á meðan aðrir íhuga nýungina skulum við hefjast handa! Þér er óhætt að trúa mér til þess, að alt Texas flytur bráðlega norður eftir.” “Það er ákveðið!” sagði Jim Nabours. “Hún hefir ákveðið það.” “Hversu langan tíma þarft þú til að safna hjörðinni?” spurði McMasters fjörlega. “Hálfan mánuð. Við gætum markað fleiri á hálfum mánuði í viðbót, en við verðum að ná þeim fyrst saman. Okkur vantar stöðla til að geyma nautin í, og enga griparennu höfum við.” “Byggið þið eina í dag. Það mundi svara kostnaði.” Nabours leit forvitnislega á gestinn, og það var ekki laust við að hann yrði svolítið tor- trygginn. “Þú hefir mikinn áhuga fyrir þessu,” sagði hann hæglátlega. “Já, það hefi eg! Eg ætla að fara með ykkur þessa ferð. Eg á erindi þangað norður. Starfi mínu þar er ekki lokið.” “En hversvegna ert þú svo áfram um að fara með okkur? Ekki veit eg til að eg hafi veitt þér leyfi til þess, og eg veit, að Miss Taisía hefir ekki gert það.” “Eg hefi tvær ástæður. Aðra þeirra hefi eg sagt þér. Mál það er eg varð að rannsaka norð- urfrá, og koma svo hingað suður til að rannsaka betur, og verð nú að fara í sömu erindum norð- ur á ný. Það gerir ekkert til hvaða mál það er. Eg er höfuðsmaður í lögregluliðinu, og við megum ekki fleipra of mikið um starfsemi okkar. Hina ástæðuna getur þú getið þér til um. “Já, það hugsa eg að eg geti.” “Gott er það! Fjölskyldur okkar beggja komu hingað með Stephen Austen. Menn frá báðum fjölskyldunum voru myrtir ásamt Fan- nin hjá Goliad. Báðir höfðu menn í Alamo. Feður okkar beggja voru drepnir á leiðinni norður. Heldur þú, að maður af McMasters ættinni vilji láta einhvern af Lockharts ættinni svelta? Heyrðu! Þú segir að hún sé fátæk. Þú segir að búið sé að stela gripunum hennar. Segðu henni ekkert. En gerðu svo vel og leyfðu mér að hjálpa henni. Eg skal senda ykkur fimtán hesta og tvo vagna hlaðna mat- vöru. Þú þarft ekki að segja henni neitt frá þessu. Kallaðu það lán eða gjöf eftir því, sem þér sjálfum sýnist. Og leyfið mér að verða ykkur samferða.” Það sem Jim Nabours sagði næst virtist ekkert snerta það, sem þeir voru að ræða um. Stúlkan gæti gifst á morgun og valið ein- hvern úr fjörutíu og sjö biðlum, en hún giftist engum fyr, en hún veit hver drap Burleson Lockhart. Fyndu mann sem getur náð morð- ingja föður míns og eg held næstum að eg mundi giftast honum.” “Hún sagði þetta?” “Si senor. Henni var þetta kanske alvara, eða hélt sér væri þetta alvara. Það er ómögu- legt fyrir mann að skilja í þessu kvenfólki, allra sízt dóttur Lockharts ofursta. En eittt er víst. Hún skiftir ekki auðveldlega um skap eða hættir við ásetning sinn. Nú hefir hún ákveðið að fara með reksturinn, og eg hugsa að hún geri það.” Þeir voru nú, er hér var komið, komnir nálægt pilta húsinu og stöðlinum. McMasters tók beislið sem lá á hnakknum, er var á stöng einni nálægt svefnskálanum. Ekki þurfti hann langan tíma til að leggja á hestinn sinn. Beltið með skambyssuum var um mitti hans á ný. Formaðurinn horfði á það forvitnislega er þeir gengu saman út að hliðinu. Naibours opn- aði hliðið. Strax heyrðist ísjárvert skrölt rétt við fætur þeirra. Hann þaut bölvandi aftur á bak. Samstundis heyrði hann skothvell, en ekki úr sinni eigin byssu. Hinn limlesti skrokkur slögunnar byltist þar höfuðlaus. Skambyssa McMasters var komin á ný í belti hans er Na- bours sneri sér við. “Hver gerði þetta?” spurði hann. “Eg,V svaraði McMasters, “þú varst næst- um búinn að stíga ofan á hana.” “Jæja, langi mig til að stíga ofan á skrölt- snák, þá stíg eg ofan á hann. Mér fellur það kanske vel. Skotið gerði mér bylt við. En þetta var laglega af sér vikið.” “Ekki veit eg það.” “Ert þú góð skytta?” “Eg var kosinn sýslumaður í Gonzales. Eg er höfuðmaður í Texas lögregluliðinu.” Er hann mælti þetta, var andlit hans alvar- legt fremur en hreykið. “Hvað er þetta?” hrópaði Jim Nabours. “Hlustaðu!”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.