Heimskringla - 26.11.1947, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.11.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. NÓV. 1947 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA góð kaup, eins og Mr. Strachey bendir á, fyrir Breta. Munur- inn er úr vasa bænda vestur- fylkjanna tekinn og er satt bezt sagt “óhugsanlega” há greiðsla íyrir ráðleggingu hveitisamlaga Canada til stjórnarinnar í Ot- tawa um þessi kaup og sem hana brast og dómgreind á hvaða afleiðingar hefði. • Með þetta er nú komið sem ^omið er. En þegar farið er að halda viðskiftum sem þessum fram sem grundvallarreglu við- skifta, eins og Mr. Strachey ger- 'r> er mál til komið, að almenn- ingur fari að gefa því meiri gæt- Ur sem er að gerast, en -hann yfirleitt gerir. GóÐIR GESTIR Vancouver, B. C. Hér voru á ferð 17. nov., tveir góðir gestir, þau dr. Vilhjálmur 'Stefánsson, landkönnuðurinn frægi, og hin fagra og yndislega trú hans. Var Vilhjálmur hér á Vegum frjálslynds blaðs sem Pacific Tribune nefnist og flutti hann fyrirlestur fyrir húsfylli í einu af stærri samkomuhúsum borgarinnar. Fórust dr. Vilhjálmi vel orð vanda, og var ræða hans þrungin og vel hugsuð. Efnið var “New Frontiers of Peace”. °g fjallaði um framtíðar mögu- feika Alaska og norður Canada. óhætt fullyrða að hann veit b^tur og meira um það efni en nokkur annar maður, lifs eða bðinn, enda er það almennt við- Urkent. Og því leitar Bandaríkja stjómin til hans um ráð um sýslu sína á þeim slóðum, sem er margvísleg, en mest á hemað- ar vísu. Ávítti hann harðlega að- gerðaleysi, bæði Canada og Handaríkja stjórnanna fyrir það opna ekki norðrið fyrir braut- ryðjendur. Taldi hann up sumt af þeim stórvirkjum, sem Rúss- lnn hefur þegar komið í fram- kvaemd í norður- og norðaustur ^Síberíu, alt að íshafinu, þar sem stórborgir og stóriðnaður er vel á veg kominn.. Var góður rómur gerður að máli hans, þó það víða kæmi við kaun og sumstaðar all hart, j enda er hann allra manna snjall-| astur að koma svo orðum fyrir,1 að þau séu hvatning og uppörv-. un, án þess að þau móðgi. Dag- inn eftir flutti hann aðra ræðu um skylt efni fyrir háskóla stúdenta hér. Um kvöldið var þeim dr. Vil- hjálmi og frú haldið samsæti á heimili miljónamærings í West Vancouver við mikla rausn, og gafst þá fáeinum að kynnast iþeim persónulega. Var þaðj skemtileg og ógleymanleg stund. | Meðal þeirra sem þetta gildi sátu var Ole Andreasson, sem með Storker Storkerson var þriðji maður með Vilhjálmi í þeirri miklu svaðilför árið 1917, sem frá segir í “The Friendly Arctic”, þegar þeir lögðu út á Beaufort íshafið með tveggja vikna vista forða og sáu fyrst land níu mánuðum síðar langt austur á Banks Island (að mig minnir; heimildir ekki við hendina). Höfðu þeir þá í fleiri mánuði verið taldir af. Vilhjálm- ur og Andreasson (sem nú á heima í Vancouver) höfðu ekki hitzt síðan, í full 28 ár, fyrr en þetta kvöld, og var þetta því eftirminnanlegur fundur. Sá sem þetta ritar átti langt tal við Andreasson um þessa för þeirra; fórust honum svo orð um Vilhjálm að hann (Andreasson) hafði vitað sig óhlutann undir forystu Vilhjálms, hvemig sem á móti blés. Sér hefði þótt hann það mikilmenni, bæði til vits og líkama, og svo úrráðagóður, að honum væri allt mögulegt. Enda famaðist þeim vel og skiluðust heilu og höldnu, gegn öllum hrakspám þeirra, sem töldu þeim dauðann vísann þegar þeir lögðu af stað. Vilhjálmur er sjáanlega við ágæta heilsu og spriklandi af fjöri, þótt hann sé nú kominn hátt á sjöunda tuginn. Getur þess hvergi í ræðu-framburði hans að hann sé kominn yfir há- marksskeið lífsfjörsins að aldri til. Mega Islendingar, hvar sem þeir eru, leggjast á eitt um að óska þess, að honum endist starfskraftar sem lengst, því að hvar sem hann kemur fram, eykst hróður þeirra, og stolt að eiga hann að. L. F. 1 RAULAÐ Á AFMÆLIS- DAG, 4. NÓV. 1947 COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited || 853*Sargent Ave. Winnpieg, Man. 1 tímans spprum gras ei grær j gumar eftir taki átta tíu ár í gær átti eg að baki. Tíminn langur orðinn er “enda”, er von eg fagni því engum manni, og ekki mér,1 orðið hef að gagni. Þvií sem áður var mér veitt verður hart að skila. Innra var nú aldrei neitt og ytra er flest að bila. Hárið eins og hélufönn hæst er hvítur skallinn, á í munni enga tönn svo ekki bítur kallinn. Þetta er nú ekki neitt sem um er vart að kvarta, en svo er bara augað eitt og opið gat á hjarta. Svo eru ótal elliglöp eftir veginn harða. Þó er mér ekki neitt í nöp “nifti” við Útgarða. Af Þór og elli er saga sögð og sigur gefinn mellu. Eg er að æfa ótal “brögð” og ætla að fleygja kellu! Ef eg glími elli við og ekki held þar velli vona eg “dauði” leggi lið og leysi mig af svelli. Fyrir elli ekkert gaf þó ygli hún sig og gretti. Eg frá yngri árum hef ótal sólskins bletti. Guðjón Friðriksson FRÉTTIR FRÁ ÍSLANDl Tilkynning Umboðsmaður okkar á íslandi er Björn Guðmunds s°n, Holtsgata 9, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Heimskringla og Lögberg © íet Ua £eh<( Ifcu ^ampte^ Av7 of this Clean, Family Newspaper The Christian Science Monitor Free from crime and sensational news . . . Free from political bias . .. Free from "special interest” control .. . Free to tell you the truth about world events, Its own world-wide staff of corre- spondents bring you on-the-spot news and its meaning to you ®nd your family. Each issue filled with unique self-help features *o clip and keep. ———— — — — — — — — — — — —— ———— — — □ Please send sample copies of Chri&tian Science Publishinr Soclety Une» Norway Street, Boston 15, Mass. Nam e................................... Btreet................................. S*y....................Zone.......SUie. PB-3 The Christian Science I Monitor. f □ Please send a one-month | trial suhscription. I en- | close $í 50 milljónir þegar sparaðar með skömmtun og minni innflutningi Fimmtíu milljónir króna hafa þegar sparast vegna skömmtun-; arráðstafana ríkisstjórnarinnar og niðurskurðarins á innflutn-j ingnum. Skýrði Emil Jónsson, viðskiptamálaráðherra, frá. þessu í ræðu sinni við útvarps- J umræðurnar í fyrrakvöld. Þegar fjárhagsráð skilaði skýrslu sinni um afkomu horf-j ur þjóðarinnar í ágústlok, var gert ráð fyrir að 137 milljónir mundi vanta til að verzlunin við útlönd væri jöfn um áramót. Nú hefur fjárhagsráð gert aðra skýrslu, sem stjórninni barst í hendur á mánudag. Er þar gert ráð fyrir því, að upphæð þessi verði 77,6 milljónir um áramót, og er því árangurinn af aðgerð- um ríkisstjórnarinnar og fóm- un almennings þegar orðinn þetta mikil. Það kom fram í ræðu Emils Jónssonar, að útlitið væri enn langt frá því að vera glæsilegt, en þó vildi hann benda á þennan árangur, sem þegar hefði á unn- izt fyrir störf fjárhagsráðs. Ráðherrann benti á, að þrjár^ leiðir hefði verið hægt að fara til að bjarga þjóðinni úr gjald-i eyriserfiðleikunum. Fyrsta leið-, in hefði verið gjaldeyrislán, | sem allir væru sammála um að forðast í lenjgstu liög. Ön(nur leiðin væri að auka útflutnings- framleiðsluna sem mest, og væri sú flestum hagstæðust. Þriðja leiðin ‘Væri svo niðurskurður á innfluitningnum, og virtust flest- ir sætta sig við þá leið í bili, meðan verið væri að ná endum saman í utanríkisverzluninni. Nú má nokkurn veginn sjá fyrir gjaldeyrisafkomuna þá mánuði ársins, sem eftir eru, og hefur fjárhagsráð á því byggt hina nýju skýrslu sína. “Fjárhagsráð áætlar nú, að vænta megi gjaldeyristekna til áramóta, svo að til ráðstöfunar verði á þessu tímabili 98,2 milj.,1 króna. Gjaldeyrisþröfin er hins vegar áætluð, eins niðurskorin og hugsanlegt er, 175,8 millj- ónir. Vantar þá til að endarnir nái saman 77,6 milljónir, þrátt fyrir ítrasta sparnað. Þessi mismunur verður að lækka og helzt að hverfa, og er það eitt vandamálið, sem úr- lausnar býður. “Og eg þykkist þess fullviss, að þjóðin vill gera þetta,” sagði Emil, “og leggja nokkuð að sér til þess að það sé hægt”. — Alþbl. 16. okt.( * w I Vöruskiptajöfnuðurinn í sept., var óhagstæður um tæpar 12 miljónir iHagstofan skýrði Mbl. svo frá í gærmorgun (15. okt), að í septemlbermánuði, hefði vöru- skiptajöfnuðurinn orðið óhag- stæður um 11,9 milj. króna. Þá níu mánuði sem liðnir eru af þessu ári, er vöruskiptapöfnuð- urinn óhagstæður um 159,8 milj. J 1 september nam verðmæti útfluttar vöru 45.2 milj. en inn- fluttrar 57,1 milj. Á tímabilinu! janúar til septemberloka nemur verðmæti útfluttrar vöru sam- tals 201,2 milj. en innfluttrar vöru 361 milj. Þess skal getið, að við útreikn ing á vöruskitajöfnuði fyrir sept ember þá er innifalið verð nýrra skipa, sem keypt hafa verið til landsins á tímalbilinu júlí til september. Skipin, sem flutt eru inn á þessum þrem mánuðum, nema samtals að verðmæti 22 milj. Stærstu liðir útflutningsversl- j unarinnar í sept., eru sem hér segir: Freðfiskur fyrir um 16 milj. Þar af keypfu Rússar fyr-; ir um 11 milj., en hitt fór til Bandaríkjanna, Tjekkóslóvakíu og Bretlands. Næst stærsti liður er saltfiskur fyrir rúmar 10 m.J Hann fór því nær allur til Italíu.1 fsfisksalan til Bretlands nam j tæplega 3. milj. Síld var seld fyrir um 4 milj. og keyptu Sví- ar mest af henni. Síldarolía var flutt út fyrir 9,4 milj. og keyptu Bretar mest af henni, en einnig fór nokkuð til Rússlands, og síldarmjöl fyrir 2,2 milj. en það fór aðallega til Bretlands og smáslatti til Danmerkur. Eins og fyr segir, þá eru skipa kaup fyrir mánuðina júlí til sept., innifalið í innflutnings- verzluninni í sept. 22 milj. Næst hæsti liður eru trjáviðar vörur og vélar, hvartveggja 3 milj. Næst er svo olía fyrir 2,9 milj, þá rafmagnsvörur fyrir 2,2 milj. Járn, gróft, fyrir 1,7 milj. og munir úr ódýrum málmum fyrir 1,6 milj. í sept. var flutt inn álnavara fyrir 1,2 milj. —Mbl. 16. okt. Tekur aftur við völdum Vilhelmína Hollands-drotning tekur að líkindum við stjórnar- taumunum aftur 1. desember, n. k., eins og getið var um í stjórnarskjali því, er útnefndi Júláönu prinsessu ríkisstjóra, á neðan drotningin tók sér hvíld sökum vanheilsu. Þykir ekki líklegt að hvíld- artími hinnar öldruðu drotning- ar verði lengdur, er þó flest fólk á hennar aldri nú á dögum farið að hafa það rólegt, og komið á ellistyrk! S M Æ L K I Frikki litli var í heimsókn hjá mömmu sinni á sjúkrahúsinu til þess að sjá nýja bróður sinn. Hann laumaðist í burtu og komst inn í annað herbergi, þar sem kona lá fótbrotin. “'Halló”, sagði Frikki. “Hvað ert þú búin að vera hér lengi?” “Um það bil mánuð”, sagði konan. “Lofaðu mér að sjá barnið þitt”. “Eg á ekkert barn,” sagði konan. “Skelfing ertu sein. Mamma er búin að vera hér í tvo daga, og hún er þegar búin að eignast eitt.” * * * “Eg þekkti einu sinni list- málara, sem málaði svo eðlileg- an kóngulóarvef í eitt hornið á stofunni sinni, að vinnukonan eyddi fleiri klukkustundum í að reyna að ná honum burt.” “ Nei, þessu trúi eg ekki.” “Því ekki það. Listamenn hafa oft gert slíkt sem þetta” “Já, en ekki vinnukonur”. * * • Skáldlegur, nýgiftur maður: “Eg gæti setið hér að eilífu, horft í augu þín og hlustað á skvampið í öldunum.” Hagsýna konan hans: Já, vel á minnst. Við eigum eftir að borga reikninginn frá þvotta- húsinu”. Safnbréf vort innlheldur 15 eða fleirl tegundir af húsblóma fræi sem sér- staklega er valið til þess að veita sem mesta fiölbreytni þeirra tegunda er spretta vel inni. Vér getum ekki gefið skrá yfir það eða ábyrgst vissar og ákveðnar tegundir þvi innihaldinu er breytt af og til. En þetta er miklll peningaspamaður fyrir þá sem óska eftir indælum húsblómum. Bréfin 15c; 2 bréf 25c, póstfritt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1948 Stœrri en nokkru sinni fyr 32 DOMINION, SEED HOUSE Georgetown, Ontario “Hvaða afl fékk þig til þess að snúa aftur til konu þinnar, þeg- ar allir voru þér sammála um, að hún væri þér óttrú?” “Vatnsaflið.” “Hvaða vitleysa er í þér?” “Þetta er satt. Eg gat ekki hlustað á hana gráta.” * * * Jonni litli: Af hverju grenjar litla barnið heima hjá ykkur svona mikið? Tommi: Það grenjar ekkert mikið. Og auk þess ef þig vant- aði tennurnar og allt hárið, og lappirnar á þér væru svo mátt- lausar, að þú gætir ekki gengið, þá hugsa eg að þú mundir grenja llíka. n * » Frúinn — Eg sá mann kyssa yður á bakdyratröppunum í gær- kveldi. Var það pósturinn eða lögregluþj ónninn ? Vinnukonan: Var það fyrir eða eftir klukkan 8. * ♦ * “Veiztu hversvegna við köll- um tungu okkar móðurmálið?” “Það er af því að pabbi fær aldrei að leggja orð í belg”. KAUPIÐ HEIMSKRINGLU— útbreiddasta og fjölbreyttasta islenzka vikublaðið SKILARÉTT Ný ljóðabók eftir P. S. Pálsson, kemur á bókamark- aðinn innan fárra daga. Bókin er 208 bls., prentuð á ágætan pappír. — Meðal annara kvæða hefir hún inni að halda allan kvæðaflokkinn “Jón og Kata”. —- Verð, í . skrautkápu $3.00; í vönduðu bandi $4.50. Upplagið er 450 eintök aðeins. Pantanir má senda til: BJÖRNSSON BOOK STORE, 702 Sargent Ave., Winnipeg og THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Wpg. 3íólafeort Reykjavík, Island, Kæra Heimskringla: Mér er það mikið áhugamál að geta komizt í bréfasamband við einhvern samlanda minn eða Ameríkumann af íslenzku bergi brotinn, þarna vestan hafs. Mér var ráðlagt að snúa mér til þín ,í þessum efnum, sem eg og gerði. Nú langar mig að biðja þig að uppfylla þessa ósk mína, ef þess er nokkur kostur. Eg er 17 ára og stunda nám við Menntaskólan í Reykjavík. Bréfin mega vera skrifuð hvort heldur vill, á ensku eða íslenzku. Kærar þakkir og beztu kveðj- Við seljum og prentum á jólakort samkvæmt eigin vali fólks. — Mörgum tegundum úr að ^ velja. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Heims- § kringlu, þar sem sýnishorn eru fyrirliggjandi. | THE VIKING PRESS LIMITED 853 Sargent Ave. Winnipeg, Man. § 8 8 Ooocoeooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooeooooogt ur, Nína Kristjánsdóttir, Hringbraut 213 Reykjavík Is. ATTENTION! CELOBRIC SIDINC An imitation Brick Siding, % inch thick wit'h tar seal back. Corners to match. Cement and nails also supplied. Now Available — For Immediate Delivery Honio Hiiiiders Supplies & Liimber STADACONA & GORDON — WINNIPEG, MAN. PHONE 502 330 Complete Line of Builders‘ Supplies

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.