Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 4

Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. DES. 1947 1|cimskrin0k fgtofmtB ÍSM) Kemui út á hverjum miðvikudegl. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsimi 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viflskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorlzed as Second Class Mail—Post Office Deptí Ottawa ' WINNIPEG, 17. DES. 1947 * SKILARETT ^ Með þessu alíslenzka nafni, nafni, sem svo er íslenzkt, að fáum mun verða l'eikur úr að þýða það á erlent mál, kom út ný kvæðabók s. 1. viku í Winnipeg. Höfundurinn er hið kunna skáld Páll S. Pálsson, ættaður frá Norður-Reykjum í Borgarfirði, er kom vestur um haf um aldamótin. Vöktu brátt atlhygli á honum kvæði er hann ýmist flutti á samkomum eða birtust í vikublöðun- um, sem í senn þóttu fyndin og skemtileg, en báru jafnframt vott um næma tiifmningu fyrir fegurð og leikandi lipurð í meðferð íslenzks mláls. Árið 1936, er Páll gaf fyrst út kvæðabók, var hann fyrir löngu orðinn kunnur hér vestra, sem skáld. Nefndi hann það safn kvæða sinna Nórður-Reyki, eftir æskuheimilinu. Var nafn þeirrar bókar ekki síður táknrænt um andann í kvæðum Páls, en hinna síðari bókar hans, því það sem ofar öllu má þar setja, eru tiifinningar hans til ættjarðarinnar og hvað mikið hlutfallslega' er helgað íslandi af kvæðum hans. Það er ekki óeðlilegt, að þetta væri grunntónninn í hugsanalífi flestra Islendinga fyrst eftir að vestur kom. En eftir því sem dvölin lengdist vestra, virðist hafa orðið breyting á þessu hjá öðrum en þeim, sem hér hugsuðu sér að liía og deyja sem Islendingar. Og einn þeirra verður PáLl talinn. Und- iraldan í kvæðum hans ber þessu sálfræðilega fyrirbrigði vitni hér og er eitt af því, sem til bókmentalegs gildis má þeim telja. Þetta á jafnt við hina nýju kvæðabók Páls og þá fyrri. Æðaslög kvæða hans þar eru enn ættjarðartilfinningin; höfundi búa enn í barm sögur og svipmyndir frá æskuórunum. Annar snar efnisþáttur í kvæðum Páls, er tilfinning hans með þeim er skarðan hlut bera frá borði í lífsbaráttunni. En hann fer þar ekki eftir neinum flokkareglum, heldur eigin sjónarmiði eða tilfinningu. Hann er yfirleitt flokksleysingi t-d. í stjórnmálum og viðlhorf hans til stefna og strauma í öðrum skilningi, virðist mik- ið stjómast af því er umhverfið vakti í huga hans í æsku, af draum- um er eins hvítir voru og nýfallin haustmjöll hjá börnum íslands, um bættan hag og náttúra litla, kalda landsins varð betri fræðari í en hinar flóknu þjóðskipulagningar iðnaðar — eða stórvéla þjóð- félaga, sem Spengler spáði um hér um árið, að yrði ásamt trúar- vingli presta Vestur-Evrópumenningunni að falli og margur stendur nú á öndinni af ótta við, að eftir eigi að rætast. Sannast hér á íslenzku erfðunum hið fomkveðna, að oft er það í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni. En hér skal fljótt yfir sögu farið, enda var ekki tilgangurinn með þessum línum, að kryfja efni hinnar nýju bókar til mergjar. Þar er mikið góðra kvæða, ekki það, sem kallað myndi í flokki brautryðjenda skáldskapar, en yfrið fagurra hugsjóna, í bundið mál færðar á svo sléttri íslenzku, hreinni og tilgerðarlausri, að skemtilestur er hverjum, sem blæfögrum og hugrænum skáld- skap ann. Þetta er svo stór kostur á kvæðunum, að það skipar Páli sess með beztu alþýðuskáldum vorum. Hann hefir gerhygli þeirra á því sem honum ber á förnum vegi fyrir sjónir og finnur þv: ávalt viðeigandi orð. Þetta kemur mjög greinilega í ljós í tækfæris kvæðum hans, sem eru mörg í þessari nýju bók. Eru mannlýs- ingar hans þar oft svo heppilega orðaðar, að mörgum mun við lestu þeirra finnast það vera einmitt það, sem þeir vildu sagt hafa. Til dæmis segir hann um sr. Guðm. heitinn Ámason: Þú varst prúðmenni, kíminn og kátur, þegar krappast var siglinga mið. Þér var greitt um að gefa okkur hlátur, þegar grunnlhyggnin stóð oss við hlið. 1 minningar kvæði um Árna Eggertsson segir hann: Þitt Islands merki mun hjá öllum standa, — og mér ei sízt, — þó rimman verði hörð, því hvert sinn, er þú fórst til “Furðustranda” þú fluttir með þér vestur Borgarfjörð. Þar sást þú liti, ljós og fegurð blóma, sem landi okkar verður æ til sóma. Á mörg dæmi þessu lík um nánustu samvinnu og samferða- mennina mætti benda. En slík kvæði Pláls eru svo mörgum kunn, að þess gerist ekki þörf. Að fyrri kvæðabók Páls, var það eitt fundið, að þar birtist sára lítið af gamankvæðum skáldsins. Það verður ekki um síðari bók hans sagt, þó margs af því tæi verði þar saknað. En í “Skila- rétt”, er tekinn upp kvæðabálkurinn nafnkunni, um “Jón og Kötu”, sem svo oft hefir verið skemt með á samkomum og ógleym- anlegur hefir verið áheyrendum. Gamanbálkur þessi er ekki einungis vel ortur, heldur hefir maður fulla ástæðu til að ætla, að sá sem svo yrkir, sé meira en brot af leikritaskáli og væri eðli- legra að yrkja eða rita í því formi, en nokkru öðru. Það sem kallað er snjalt ort, er einmitt í þessum gamanbálki að finna. Þetta væri ekki óeðlilegt, því leikhneigð Páls er ekki að efa; þátttaka hans í leiksýningum, ber henni gott vitni. Af meiri kvæðum í hinni nýju bók, vildi eg nefna þessi: “Hjá Kleppum”, “Álfamærin” (hernámið), “Til íslands” (flutt á Iða- velli), “Frumherjar hinna frjálsu trúarskoðana” “Franklin Roose- LIFSHVATIR Ræða eftir séra Philip M. Pétursson Fyrir stuttu síðan las eg grein, þar sem þessi orðu voru rituð: “Að svo miklu leyti sem nokkur ótti við vinnuveitandann, ótti þrælsins, ótti vinnudýrsins. Og einnig eru þeir til, sem veit, þá er það aðeins tvent sem 1 hugsa um ekkert annað en um kemur mönnum til að vinna, — peningar eða ótti”. (So far as anyone knows, there are only two ways to make men work: money or fear). Life, Oct. 27, ’47. Með öðrum orðum, er hér sagt, að mannveran geri ekkert, leggi ekkert á sig, taki enga ábyrgð, vinni ekkert verk, góðverk né annarar tegundar, nema aðeins vegna ótta, — eða þá til að fá borgað fyrir, þ. e. a. s. fyrir pen- inga. Mér fanst þessi staðhæfing vera svo lítilsvirðandi, svo niðr- andi, svo hættuleg, svo ósönn og svo ljót, að eg komst ekki hjá því, að fara örfáum orðum hér um hana, í kvöld. Þeir menn eru til, sem láta óttann ráða öllum sínum gerð- um, sem þora ekki fyrir lífið, að haga sér öðruvísi en þeim er fyrirskipað. Og þeir menn eru til, sem dæma alt og alla, eftir því, hve þeir geta grætt af þeim, geta grætt af kunningsskapnum, eða á einu eða öðru verki, eða einni eða annari framkomu. — Jafn- vel eru menn til sem spyrja um kirkjuna og trúmál. “Hvað 'hef eg upp úr því að fara í kirkju? Hvað fæ eg meira upp úr því að fylgja einni trúarstefnu en ann- ari? Og um vini sína hugsa þeir: “Græði eg meira á því að vera í kunningsskap við þennan vin, eða hinn vininn?” — Alt og allir dæmast eftir peningum. En þó að þesskonar menn séu til, finst mér það vera algjörlega rangt að segja, eins og sagt var í greininni sem eg mintist, að “það sé aðeins tvent sem kemur mönnum til að vinna, — pening- ar eða hræðsla”. Auðvitað hjá sumum er það satt, að menn vinni végna hræðslu, — hræðslu við hung- ur, við veikindi, við sult, við bágindi og ýmislegt annað. Menn eru hræddir við afleiðingarnar, sem mundu verða, ef að þeir hættu að vinna. Þeir hafa e. t. vill heimili og konu og böm til að sjá um, — og hræðslan er eins mikið þeirra vegna, eins og þeirra sjálíra vegna. Ótti af ýmsu öðru tægi þekkist einnig, sem knýr manninn til að vinna, velt”, “Dollarinn”, o. s. frv. Enn- frémur eftirmælin eftir samtíð- armenn marga, svo sem: Dr. R. Pétursson, Ragnar E. Kvaran, Dr. Magnús B. Halldórsson, sr. Guðmund Árnason, Guðrúnu H. peninga sem þeir eiga að fá upp í kaupgjald fyrir vinnuna. En ef að þetta væri hin eina hvöt — hin eina upphvatning, sem knúði menn til að vinna, til að leggja nokkuð á sig — að taka á sig nokkra ábyrgð, þá væri þjóð vor sannarlega fátæk í anda, og ætti mjög lítilfjörlega og ómerkilega framtíð fram- undan. Þar sem aðal ástæða manna fyrir einhverju verki, eða athöfn, er annaðhvort ótti, eða peningar, þá er sú þjóð andlega dauð, og engin veruleg stór- menni að finna á meðal hennar, enginn göfugleiki, enginn prúð- menska, engin tilhneiging til listar og í raun og veru, ber á fáum verulegum menningar- merkjum! Þar sem peningar einir ráða, þar eru öll menning- aröflin höfð að vettugi, nema aðeins með þeim eina tilgangi að græða á þeim Og þar sem óttinn ræður, þar er hugurinn svo bundinn, að menningarfram- farir komast ekki að, nema fyr- ir alveg sérstaka tilviljun. Mörg dæmi væri hægt að koma með, þessu til sönnunar, bæði frá fornri og frá seinni táð. Einnig eru ótal dæmi til, sem sanna hið þver öfuga, að frá alda öðli, hefir öll önnur hvöt ráðið hjá mönnum í viðskiftum þeirra, oft og einatt, en ótti eða græðgi öll önnur hvatning í sambönd og samgöngur manna á milli, eru hræðsla eða gróðafýsn. Til dæmis, þegar aftur í tím- ann er farið í sögu þjóðar vorr- ar getur nokkur maður hugsað sér að það hafi verið vegna ótta eða fyrir peninga, að Ari fróði Thorgilsson á fslandi, tók sam- an þá stórmerkilegu bók um sögu íslands, sem nefnd er fs- lendingabók, eða að Snorri Sturluson samdi Heimskringlu, eða að Sæmundur fróði Sigfús- son, eða að Sturla Þórðarson, eða að allir hinir ótal mörgu, sem áttu þátt í því að semja þau merkilegu rit, sem nefnast ís- lendingasögur, tóku tíma á hin- um löngu vetrarnóttum, og oft undir erfiðum kringumstæðum, til að semja þessar bækur! Það er þessum mönnum að þakka, að stórir þættir í sögu allra norðurlandanna, í sögu Englands og Skotlands og írlands, og í sögu jafnvel sumra þjóða eins og Frakklands og annara, hafa varðveizt, sem án þeirra sagna hefði enginn núlifandi sögufræð- ingur vitað nein deili á. Það er í fslendingasögunum sem þessir það. Þeir höfðu enga hugmynd um hve mikla þýðingu þessi vinna þeirra hefði seinna á tím- um, né heldur að sumt af því, sem þeir rituðu, yrði eina heim- ildin um þann tiíma, (sem þeir rituðu um), sem varðveittist, og sem seinni tíma sögufræðingar yrðu að leita til. Ekkert af þessu vissu þeir, né höfðu hugmynd um! Það var ekki fyr en löngu seinna, sem hið sanna verðmæti rita þeirra kom í ljós. Það væri mesta fjar- stæða að segja að þessir menn hefðu unnið verk sitt vegna ótta, eða til að græða peninga. Og eins miá segja um ótal aðra einlæga menn á öllum öld- um alveg fram á vora daga. Þeir menn hafa, meira að segja, verið til, sem svo sterka og ábveðna sannfæringu hafa haft um að það verkið sem þeir voru að vinna hetfði þýðingu, að heldur þoldu þeir ofsókn, fangelsi, tor- tímingu og dauða, en að yfirgefa það, eða að afneita því. Ekki hafa þeir heldur látið leiðast af ótta eða gróðagimi. Og, í mörg- um tilfellum, hefur heimurinn iþeim mönnum mikið að þakka þvi án þeirra hefðu framfarir í hugsun, í þekkingu, í skilningi, í andlegum málum og í efnisleg- um málum aldrei náð því stigi sem þær eru á. Kristur er oftast nefndur fyrst ur allra manna í dæmum um fómfýsi og sjáltfsafneitun og hér mætti koma með natfn hans, sem dæmi þess, að menn hatfa leiðst af öðrum hvötum en ótta eða peningum. Hver hefði verið af- staða hans, ef að hann hefði hugsað aðallega um sjálfan sig, að bjarga sér, að bjarga lífi sínu? Þó hefði hann látið mál- stað sinn, kenningarnar sem hann var að flytja, boðskapinn um kærleika og bróðemi, víkja. En hann kaus heldur að vera trúr sjálfum sér, sannfæringu sinni, og þeirri stefnu, sem hann skoðaði sem hina einu réttu og sönnu, og hann lét lífið fyrir. Með því, lifði hann og kenning- ar hans, og hafa haft meiri og víðtækari áhrif en nokkur get- ur gert sér hugmynd um. En ef að hann hefði lótið óttann ráða, etf að hann hefði látið stundar- gróðann ráða, og með því bjarg- að lífi stfnu, þá hefði hann feng- ið að lifa, en hann hefði aldrei lifað í anda né kenningum eins og hann hetfur í raun og veru gert. Saga hans hefði verið gleymd saga, og hann væri horf- inn nú, með öllu. I þessu sambandi, er það þá ekki fjarstæða, að segja eins og sagt var í greininni, “að svo miklu leyti sem nokkur veit, þá er það aðeins tvent sem kemur mönnum til að vinna, peningar eða ótti. Eg tryði því ekki, ef að eg hefði ekki lesið það, að nokkur maður hefði getað komið með jafn niðurlægandi staðhæfingu un> menninna, og þessa, því reynslan hefur svo marg sannað hið þver ötfuga. En þetta er, að mlínum dómi, eitt merki þess anda, sem ríkir hjá sumum mönnum og sumum stéfnum. Til er málslháttur hjá þeim er þann- ig hugsa, að allir menn geti verið keyptir. “Every mann has his price”. En hver hefði verið prís sþámannanna forðum? Þeir hik- uðu ekki við að tala blátt áfram og óhikandi, sannleikann eins og þeir skildu hann vera, jatfn- vel fyrir konungum! Hver hefði verið prís Jesú? Seinna á tímum voru menn að halda fast við sannfæringu sína í trúmálum og vinna að etfl- ingu hennar, og sumir teknir af lífi. Á Englandi, t. d. var maður einn, John Biddle, settur í fang- elsi fimm sinnum á æfinni fyrir trúarkenningar hans, og bækur hans og rit voru brend. Hann dó í fangelsi, að lokum, úr sulti. Kona ein, Joan Boudher, einnig á Englandi, á 16 öld, var brend tfyrir trúvillu. Hún las og út- býtti biblíunni í enskri þýðingu, sem var á móti lögum þeirra, daga! Hún flutti einnig kenning- ar um trúaratriðin, sem var einnig á móti lögum. Á leiðinni út að alftökustaðnum báðu prestarnir sem fylgdu henni, hana að taka aftur orð sín og kenningar um trúaratriðin. En hún þver neitaði! Hún minti þá Ulest €nd íood fllarket Sími 30 494 Cor. Sargent og Victor ÓSKAR ÖLLUM VIÐSKIFTAVINUM SÍNUM ANÆGJULEGRAR OG FAGNAÐ- ARRÍKRAR JÓLAHÁTÍÐAR m Finnsdóttur og hin tilfinninga- ríku kvæði eftir skyldmenni þættir varðveittust. En þeir, sem skáldsins. Auk þessa eru nátt- úrukvæði mörg sem heita mega með fylsta rétti “ljúflingar”. — “Eg heyri unaðs óma”, heitir og einn flokkur bókarinnar og eru 5 sálmar x honum. Við þetta yfirlit kvæðanna skal nú sitja. “Skilarétt” er með hinum betri kvæðabókum, sem vestra hafa verið gefnar út eink- um að því er hugðnæmt efni á- hrærir og vöndun máls. Það les engin svo bókina, að hann finni ekki birta til í huga sínum, finni ekki til þeirrar ánægju, sem hverjum góðum íslendingi er hér enn að því, að hafa yfir íslenzk ljóð, sem vel og vand- virknislega er frá gengið, eins og segja má um kvæði Páls og okkar betri skálda. Bókin er skreytt íslenzkum myndum á kápunni: sólarlagi á Norður-Reykjum, fjárhópi í rétt og Dettifossi. Ytri frágangur er hinn prýðilegasti og prófarka- lestur ágætur. Verðið er $3 og cæst bókin hjá bóksölum og höf- xndi og er rýmilegt á þessum iiímum fyrir bók, sem er 220 blaðsíður að stærð. sömdu þær gerðu það ekki vegna neinnar hugsunar um gróða eða vegna ótta. Þeir unnu starfið, sem þeir höfðu valið sér, aðeins vegna þess, að það var eitthvað sem þeir fundu einhverja innri hvöt til að gera. Og þeir gerðu Oleðileg jóll Grott ©g| fars^lt iniýtt ár! Bjornsson's Book Store 702 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Zil Fullkomnar ánægju Vefjið Sígarettur yðar úr OGDEN'S FINE CUT eða reykið OGDEN'S CUT PLUG í pípu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.