Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. DES. 1947 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA á að þeir hefðu sjálfir skift um trú er þeir gengu úr kaþólskunni og tóku upp trúarskoðanir mót- mælenda, og sagði þeim að augu þeirra ættu enn eftir að opnast fyrir nýjum og fullbomnari sannleika. En er presturinn sem átti að sjá um aftöku hennar þrábað hana að breyta um skoð- un, að taka aiftur þá skioðun sem hún hafði um þrenninguna og játningamar, sbipaði hún hon- um með hvössum orðum að kveikja upp bálið, og fara svo beim og lesa biblíu sína með gaumgæfni, og þá kæmist hann að sömu sboðun og hún. Þann- ig dó hún póslar dauða þessi frelsishetja. Joseph Priestly bjargaði lífi sínu, en breytti ekki um sboðun. Heimili hans, rannsóknarstofa hans, bækur og blöð hans voru öll eyðilögð. En hann flúði til Bandaríkjanna, hélt áfram að flytja þar þær sömu trúarðskoð- anir, sem hann hafði áður haft, og stofnaði Únitara kirkju í Philedelþhia. Frelsið til að trúa, var dýrmætara en allar eignir hans. Michael Servetus brendur á báli fyrir að mótmæla þrenningar- kenningunni. En hann var vel þektur og hámetinn læknir þeirra daga. Francis David, biskup Únit- ara í Ungverjalandi dó í fang- elsi vegna trúar hans. Og marga fleiri mætti telja upp. Á vísindasviðinu, mætti í þessu sambandi, minnast allra hinna mörgu sem unnið hafa af einlægni og sannfæringu, þrátt fyrir mótstöðu og stundum beina ofsókn samtíðarmanna þeirra. Sumir þeirra börguðu jafnvel með lífi sínu. Auðvelt hefði verið fyrir alt þetta fólk, að taka aftur þær kenningar, sem það hafði flutt, og ganga undir skjól hins við- tekna, og samlagast því. Eg segi, “auðvelt”, en á hér við að það bauðst þeim mörgum eða flest- um. Það hefði bjargað lífi þeirra margra. Þau hefðu fengið að lifa í friði, en á sarna tíma hefðu þau orðið að andlegum lítilmennum. En samviskunnar vegna, var það ekki “auðvelt”. Lífið hefði orð- Þar áður, á Svisslandi, var ið tómt og ömurlegt. Frá öðru Við óskum öllum íslendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! Verzlum með allar tegundir af málningavörum og veggjapappír Asgeirson's Paints, Wallpaper and Hardware 698 SARGENT AVE. SÍMI 34 322 sjónarmiði skoðað, hefði það ekki verið auðvelt, né hefði það heldur “bjargað” lifi þeirra, í einum skilningi því fyrir þau flest, hefði Mfið verið eins og Hf- andi dauði, að þurtfa að afneita samvisku sinni og sannfæringu, það, þetta fólk, fann til innri hvatar, sem hvorki hræðsla né peningar, né nokkuð annað vald gat ráðið við, eða gat stilt eða friðað. Og það er hin sama hvatning sem hrífur marga enn í dag, og sem virðir alt annað að vettugi en að mega vinna það verk, sem þessi innri hvöt krefst, hvort sem það er að fylgja sann- færingunni í trúmálum, að fylgja ást t. d. móðurinnar til bama sinna, né við vinskap góðra manna, né heldur við trygð, eða trúmensku. Peningar kaupa aldrei neitt af þessum hlutum, né heldur samvizkusemi, né hollustu, né hreinskilni. Hvorki peningar né ótti geta sagt nokkrum manni fyrir verk- um, þar sem hvatning til ein- hvers, til vísindalegra rann- sókna, eða til umbótaverks, eða til trúarlærdóms, eða til nokk- urs annars, er fyrir! Það er það eðli til í hverjum manni, eða til- hneiging, eða innri hvöt, sem sterkari er en nokkuð utanað- komandi vald, eða áhrif. einhverri stefnu, að vinna við einhverja Mknarstarfsemi, að stofna og reka einhverja sér- staka atvinnugrein, eða verzlun, eða að verða öðrum hjálpsamur. eða að yrkja, eða að mála fögur málverk, eða hvað annað sem hugsast getur. Þessi innri hvöt, er hjá sum- um mjög sterk, þó að hún sé iveik hjá öðrum. En hvort sem hún er veik eða sterk, þá afsann- ar hún staðhæfinguna, sem eg vitnaði til, þar sem sagt er, “Aðj svo miklu leyti sem nokkur veit, þá er það aðeins tvent sem kem- ur möqnum til að vinna, pening- ar eða ótti”. Þeir sem þannig hugsa, lítils- virða alt mannkynið, en lýsa sér sjálfum og hugarfari sínu með orðum, sem engin getur vilst á. Þeir dæma aðra eftir sínum eig- in tilhneigingum og gerðum eða framkomu, en skilja ekki, né viðurkenna hve fátækt og ó- merkilegt Mf þeirra hlýtur að vera, sem mælir alt í peninga- tali, sem, (þegar alt kemur til als), eru einskisvirði. Margt er til sem þeir geta aMrei keypt, og sá, sem alt sitt traust setur á peninga, byggir á valtri undir- stöðu. Auðvitað elska margir gullið, en sú elska, jafnast aMrei á við Það auglýsir þessvegna fá- vizku og grunnhygni hvers þess manns, sem heMur því fram, að til sé aðeins tvent sem kemur mönnum til að vinna, ótti eða peningar. Það auglýsir fávizku og grunnhyggni hverrar þeirrar stefnu, sem heMur því fram, og hið lítilsvirðandi álit, og fyrir- litningu, sem hún hefir á mann- kyninu, sem verður nokkuð Mk þeirri skoðun, sem rétttrúnað- urinn hefur á mönnunnum, að þeir séu fullir af synd og spiltir ií insta eðli, og að þeir geti ekk- ert gert af sjálffu sér til að los- ast við þessa synd, þessa andlega spiillingu. Þessar tvær afstöður eru ekk- ert óMkar. Rétttrúnaðinn í trú- málum þekkjum vér öll að nokkru leyti. Og hina stéfnuna, sem hyggur að ótti og peningar ráði öllum gerðum mannanna, förum vér að þekkja betur, 'og í hve lágum metum hún hefir mannkynið, hvers vér megum vænta af henni. En mennirnir eru til meira ættlaðir í heiminum, en tiil að vera þrælar ótta eða níkidæmis. Það getur ekki annað en verið bæn vor, að þeir öðlist allir æ fullkomnari og fegurri skilning um tilgang sinn hér í þessum heimi, ekki að verða þrælar ótt- ans, né nokkurs annars vaMs, en heMur til að þjóna mönnunnum og þjóðfélaginu og öllum göfug- um stefnum, í kærleika, guði til dýrðar, og sér sjálfum og öllum mönnum fil blessunar. Þann- ig uppfyllist draumur aManna um guðsríki á jörðu, en aldrei, fyrir ótta, eða peningum, því þeir skapa oftast, þegar þeir komast til vaMa, og ráða, ekki ríki guðs en heMur það ríki sem verður mönnum eilíflega til ó- gæfu og ófagnaðar. Wedding Invitatlons and announcements H j úskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. Heartiest Greetings AND Sedt 'Willtel FOR 4 Cíjrtótmaö AND THE jgebj Hear JMPERIAL Hotel F. R. BEENHAM, Manager MAIN STREET, opp. City Hall WINNIPEG MANITOBA é Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.