Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. DES. 1947 NÝJAR LEIÐIR “Hann veit álíka mikið og við hvePt hann er að fara,” sagði Ddl Williams. “Auðvitað veit hann það og kanske meira. Eg kom ,frá Uvalde þar, sem alt var í villu- mensku. Eg ólst upp á ákörnum og maís brauði, og allur lærdómurinn, sem eg fékk, var úr bláu stafrofskveri. Faðir minn sagði mér, að síðan Texas tók mest af landinu af Mexikó, hafi Bandaríkin ilátið mæla landið einum sex sinn- um til að finna út hvar hundraðasti hádegis- baugurinn er ,og einnig hversu norðarlega þní- (tugasti og sjötta breiddargráðan er, til þess að komast að hvar Texas endar. Engum landmæl- ingamönnunum kemur saman um hvar línan liggur. Þeir vita ekki meira en gamli uxinn þama. Nei. Hér eru engir vegir og við erum glataðir með öllu, ef þessi uxi ratar ekki. Það er engin Chisholm slóð til, og eg gæti barið (hvem, sem staðhæfir, að hún sé til. Eg sá ekk- ert um hana í bláa stáfrofskverinu. En eg hugsa að með hjálp norðurstjömunnar og brúna uxans geti eg fundið Abilene, sé sá staður nokkurstaðar til.” “Ó, við römmum sjálfsagt á rétta leið,” svaraði ungi maðurinn. “Eg get sagt þér að fyrir norðan þá rauðu er vegur, sem nefnist Chisholms stígur. Þú getur farið þá leið til Baxter bmnna, eða Litla kletts, og eg hugsa, til Wichita. Á allri þeirri leið er gras og vatn.” / “Allar leiðir eru gömlum kúahirðum jáfn auðveldar,” sagði Nabours. “Hann faðir minn sagði mér, að allar slóðir hefðu upprunalega verið lagðar af hestáþjófum. En faðir minn kom til Texas fró Lounisiana. Hann kom til Texas tólf ára gamall eftir Trammel slóðinni frá sléttunum. Indíánar lögðu þá slóð, en hún lá ekki í neina vissa átt. Indíánar, hestaþjófar og brennivínssalar, lögðu allar nautaslóðimar. Vegurinn, sem þeir nefna Chisholms slóð ligg- ur upp í Arbuck fjöllin. Þar getum við hitt Ipdíána. Þeir vilja sjálfsagt fá hjá ofekur kjöt og brennivín. Vegur liggur frá Santone til San Marco og Austen, svo eg hugsa, að við fylgjum SveSkju læknum um hríð, og snúum svo í norð- ur átt, yfir Sedmsviðar og Sambandsárnar. Sé þar nokkur stígur, þá finnum við hann sjálf- sagt, sé enginn þá brjótum við okkur leið sjálf- ir. Fylgjum gamla uxanuim. Hann veit 'hvar Abilene er.” Formaðurinn sneri nú við og reið meðfram 'hjörðinni og þangað, sem kýrnar og kálfarnir bögsuðu áfram. Sid Coilins, hirðirinn þeim megin mætti honum. “Liðþjálfi”, sagði hann, “við höfurn fleiri naut nú en við höfðum í morgun. Þeir ættu að fá far í vagni matreiðslumannsins, en hann seg- ist ganga úr vistinni, séu fleiri báLfar látnir upp í vagninn hans. Milly er svo feit að hún fyllir sinn vagn, og svo hafa þau Sanchez og Aníta fylt hann með hænsnum.” “Kálfar? Já, eg tók þá aldrei með í reikn- inginn. Hvað marga nýja höfum við?” “Sex. Þeir em ekki nógu stórir, til að marka þá, en þeir em nógu stórir til að grenja og baula. Haldi þessu áfram verður helmingurinn af hjörðinni keyrandi í vögnum og hinn helmingurinn eftir og óslitin omsta í vændurn. Eg varð næstum að skjóta eina kúna. Miss Taisía er jafnvel ennþá lengra í burtu.” Við verðum að halda hesta hópnum til baka. “Segðu Miss Taisíu, að hún skuli ríða jafn- framt rekstrinum.” “Eg gerði það, en hún vill það ekki,” svar- aði hinn áhyggjufulli hjarðmaður. “Veit hún hver ríður fremst?” “Já, eg sagði henni það.” “Og hún vill ekki koma?” “Nei.” Nalbours klemdi saman varimar vandræða- ilega, og fór svo að syngja, en það gerði hann æfíð þegar verst lá á ihonum. “Láttu mig skjóta alla feálfana,” sagði Sid Collins ákafur. “Þeir geta efeki gengið, og iþeir em einskis virði. Þá munu kýmár haga sér almennilega.” “Við ættum líklega að gera það,” sagði Na- •baurs. “Þeir tefja reksiturinn. En við þurfum hverja einustu skepnu, sem við höfum. Við hittum kanske einhvern á leið okkar, sem vill skifta við okkur.” “Því getum við efeki sent heim kvígurnar og rekið bara uxana, Mr. Jim?” “Af þeirri ástæðu, að skiljum við eftir kú eða kálf hér á Sólbakka, sjáum við þau ekki í haust. Það er alveg eins gott að taka alt með sér og iáta þjófana fá það. Nei, ef kálfarnir okkar verða að deyja, ætla eg að drepa þá eins norðar- lega og mögulegt er. Já, ef einhver kálfurinn deyr skal eg brennimerkja hann með búðum merkjunum, svo að jafnvel ránfuglamir viti hverjum hann tilheyrir.” Hann þagnaði og fór að syngja á ný. Hann reið til baka gegnum rykmökkinn. Hinar tvær kerrur vom ennþá mílu á eftir hjörðinni. Hann gat séð hvífblesótta hestinn, sem húsmóðirin frá Sólbakika reið. Sextán manns fylgdu T. L. hjörðinni. Allir þessir sextán menn elskuðu Taisíu Lockhart, en hver á sinn veg, en undantekningarlaust bám þeir allir í brjósti órjúfanlega trygð og hollustu til hennar. Þessi gamli, gráhærði maður, elsk- ■ aði hana eins og barnið sitt. Hann var hraust- legur og alvarlegur þar, sem hann kom til ‘hennar nú. “Þú ættir að ríða í fararbroddinum, Miss Taisía. Þar átt þú heima. Þar er ekkert að sjá, sem getur gert þér ilt.” “Eg vil ekki ríða á undan,” svaraði stúlk- an. “Þú hefir þar nógu marga menn. Hver ríður á undan ásamt Del?” “Mr. Dan McMasters ríður fremst vinstra megin, Miss Lockhart,” svaraði Jim rólega. “Jæja?” “Nú, hann hefir farið þessa leið áður; sá eini okkar, sem hefir farið þar áður. Hann er góður hjarðmaður. Að svo miklu leyti, sem eg veit, er hann beiðarlegur maður. Ekki það að eg hirði hót um hvort hann er það eða ekki. Hann getur verið hestaþjófur, en um það hirði eg aldrei á meðan hann stelur engu frá okkur.” “En ef einlhver manna okkar stelur frá okkur?” “Eg hefi aldrei heyrt getið um neitt því líbt.” “Heyrðu, Jim! Eg 'hefi fundið kistuna mína.” “Nei, hvar var hún?” “Sanchez fann hana — í — vagni Mr. Mc- Masters. Við höfum hana núna í feerrunni.” Nabours horfði út í bláinn, ytfir hinar tak- markalausu heiðar. Að langri stundu liðinni svaraði hann og svipur hans var raunalegur: “Menn hafa verði hengdir fyrir minna. En ert þú viss um þetta? Veistu hver stal henni?” “Eg veit efekert um þetta. Eg veit bara hvað Sanchez segir. Enginn minna manna stal kistunni. Hún var þeim einskis virði. Land- seðlarnir, sem í henni eru, gætu einhvemtíma orðið stór auðlegð manni, sem vissi hvernig hann ætti með þá að fara. Og hann vissi, að þeir voru þarna, og sagði að iland og gripir mundu stíga í verði hér í Texas innan tíu ára, kanske fiimm.” “Við Lockhartarnir lokum aldrei dyrum okkar. Við héldum að allir væru heiðarlegir. Það er örðugt fyrir mig að tortryggja — að efast um hann.” Hún reið áfram niðurbeygð. Löng stund leið áður en Nabours reyndi að tala við hana. “Miss Taisía,” sagði hann loks, “enginn maður getur rænt þig án þess að honum sé hegnt fyrir það. Við látum það aldrei viðgang- ast. Eg kem í kvöld að tjaldstað þínum, og hef með mér Del Williams og sex aðra af hjarð- mönnunum.” “Hvað hugsar þú þér að gera Jim?” “Hvað eg ætla að gera? Þú spyrð að því, alin upp í iþessu landi, og nautgripa eigandi? I Það sem vér, þessir menn ákveðum að gera, það verður gert, og það brátt.” “En Jim,” — stúlkan fölnaði — “við yrð- um að fara með hinn sakfelda til Austen. Og hann er sjálfur yfirvald.” “Andskotinn taki Austen! Og hann getur tekið sýslumanninn. Sólbakkamennirnir hafa sín eigin lög. Faðir þessa manns og faðir þinn Voru vinir — þangað til stríðið kom. Þá voru þeir kanske ekki eins góðir vinir. Calvin Mc- Masters fylgdi Jankíunum að málum. Við vit- um ekkert nema að það hafi verið hann, senft drap hann föður þinn. En enginn maður getur rænt dóttur hans án þess að fá makleg mála- gjöld. En við munum veita honum réttláta yfir- heyrslu”, sagði hann. “Eg héfði aldrei trúað iþessu. Mér svíður það sannarlega sárt.” “Já, þetta er sárt að vita, Jim,” svaraði hún. “Hann var gestur okkar. Át hann ásamt ykkur ihinum mönnunum?” “Já, það gerði ihann. Við tókum hann inn í okkar hóp. Hann hefir brotið einu lögin, sem við höfurn í þessu landi.” 11. Kapítuli. Komið var að sólarlagi. Nabours reið til manna sinna og sagði: “Við verðum hér yfir nóttina. Á hallanum þarna yfirfrá. Látið grip- ina fá alt það vatn, sem þeir vilja drekka. Á meðan nautin slöktu þorsta sinn, stöðv- uðu mennimir þau með hægð. Hinir hálfviltu gripir sýndust skilja, að þarna í hallanum gætu þeir fengið gott náttból, slétt undir með þykku teppi af görnlu og nýju grasi. Þeir bitu um stund og lögðust svo. Yfir fjögur þúsimd af þeim á öllum aldri var stór hjörð, til að reka alla þessa leið, en þeir vom að læra rétta siði. S. THORVALDSON. M.B.E, President L. A. SIGURDSSON, M.D., Sec.-Treas. Stofnsett 1897—Löggilt 1912 To our many lcelandic Friends and Customers ive offer sincere wishes for 3 Vtvy ffltvvv Vér óskum Islendingum vestan hafs og austan ánægjulegra hátíða og farsældar á komandi ári. GENERAL MERCHANTS Riverton, Arborg og Hnausa, Manitoba, Canada CANADA SAFEWAY LIMITED SAFEWAY

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.