Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 13

Heimskringla - 17.12.1947, Blaðsíða 13
WINNIPEG, 17. DES. 1947 HEIMSKRINGLA 13. SIÐA WESTON’S brauðgerðin óskar öllum skiftavinum sínum og fslendingum sér- staklega á hátíðinni sem fer í hönd. Vér minnumst um leið með ánægju og þakklæti viðskifta áframhalds þeirra á árinu og æskjum þeirra. Weston's Bread & Ca (Canada) Limited 666-676 ELGIN AVE PHONE 23 881 Innilegar Jóla og Nýársóskir TIL VORRA MÖRGUISLENZKU VINA Limited JÓN ÓLAFSON, umboðsmaður Ste. 23 Lindal Apts Jóla- og Nýársóskir TIL VORRA MÖRGU ÍSLENZKU VINA Building Mechanics LIMITED 636 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. leyfum vér oss að mæla með ISRJÓMA með margvíslegu lagi og litum SIMI 87 647 Vorum mörgu íslenzku viðskiftamönnum óskum vér GLEÐILEGRA HATIÐA J. D. FOODS GROCERIES & MEATS 861 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN Phone 22 169 Réttvísin og sálmalagið Smásaga eftir O’Henry Soapy ók sér kvíðafullur á bekknum sínum ó Madison Square. Þegar villigæsir eru farnar að fljúga í oddfylkingu á kvöldin, þegar konur sem engar selskinnskápur eiga, gerast bllíð- ar við bændur sína, og þegar Soapy ekur sér kvíðafullur á bekknum sínum í garðinum, mláttu vita að vetur fer í hönd. Visið lauf féll í skaut Soapys. Það var nafnspjald vetrarins. Veturinn er hugulsamur við borg arana á Madison Square, og ger- ir boð á undan hinni árlegu heimsókn sinni. Soapy varð ljós sú staðreynd, að tími var nú kominn til þess að hann gerði ráðstafanir gegn ihrollkulda komandi daga. Þess vegna ók hann sér órólega á /bekknum sínum. Kröfur Soapys til vetrardval- arstaðar voru ekki sérlega háar. Hann dreymdi enga drauma um skemmtisiglingar á Miðjarðar- hafinu, bládjúpan Suðurlanda- himin, eða smáferðir á opnum báti um Vesúvtíusflóa. Þrír mánuðir á Eyjunni var allt, sem hugur hans þráði. Þrír mánuðir, þar sem honum var tryggt fæði og rúm til að sofa í, og samneyti við sína líka, var í augum Soapys hámark þess, sem óskað varð. Árum saman hafði Soapy átt vetrardvöl í þeirri gestrisnu stofnun, sem kennd er við Black- well. Alveg eins og hinir betur settu samborgarar Soapys í New York, keyptu sér farseðla til Pólmastrandarinnar og Riv- iera á hverju hausti, þannig halfði hann í allri auðmýkt gert sínar ráðstafanir til undirfbún- ings hinnar árelgu ferðar til Eyjarinnar. Og nú var kominn tími til þeirra róðstafana. Und- anfarna nótt höfðu þrjú laugar- dagsblöð, sem hann tróð undir frakkann sinn og vafði um ökl- ana og magann á sér, ekki nægt til þess, að verjá hann kuldan- um meðan hann svaf á bekkn- urru sínum í garðinum, rétt hjá niðandi göshrunninum. Eyjan. hlý og vingjamleg, var því ofar- lega í huga Soapys einmitt núna. Hann fyrirleit í hjarta sínu öll afskipti góðgerðarfé- laga af hinum miður settu íbú- um borgarinnar. í augum Soapys var réttvísin langtum betri viðskiptis en öll góðg'erð- arfélöu. í hans augum voru lög- in, réttvísin, honum vinveittari en góðserðarstofnanirnar. Þama j var svo sem endalaus keðia af ■'nniss konar ölmusustofnum og hiálparstöðvum á vegum borg- arinnar. þar sem hann hefði get- að gefið sig fram og hlotið fæði, og hússkiól. er hæfði fábrotnum, lífsvenium hans. En sllíkar ölm-j usur eru jafn stoltum sálum og, Soapys beiskur biti. Allar gjafir slíkra stofnana kröfðust endur- gialds. ekki í peningum heldur auðmýking þiggjandans. Eins og Cæsar átti sinn Brútus, þannig fylgdi hverju rúmi á slíkum| stað sú kvöð að fara í bað, og hver brauðhleifur sem neytt var feostaði nærgöngular yfirheyrsl- ur. Þess vegna var betra að vera gestur réttvísinnar, sem þrlátt fyrir öll boð og bönn, slettir sér þó ekki óhæfilega mikið fram í einkamál og persónulegar venjur manna. Strax og Soapy hafði ákveðið ferð sána til Eyjarinnar, hóf hann að undiíbúa framkvæmd ætlunar sinnar. Margar auð- veldar aðferðir var um að velja. Einhiver skemmtilegasta aðferð- in mundi vera sú að snæða í- burðarmikla máltíð á einhverju dýru veitingahúsi, og skýra síð- an frá því, að peningar væru engir fyrir hendi til greiðslu. Þá mundi hann verða afhentur lög- reglunni þegjandi og hljóða- laust. Dómarinn mundi sjá um framhaldið. Soapy ylfirgaf bekkinn sinn og reikaði burt af torginu yfir asf- althafið, þar sem Broadway og Fifth Avenue renna saman. — Hann sneri upp eftir Bnoadway og staðnæmdist úti fyrir glæstu og uppljómuðu kaflfihúsi, þar sem á hverju kvöldi gat að fá og 'líta allt hið bezta, sem fram- leitt verður úr vínþrúgum og ormasilki. Sbapy var ánægður með útlit sitt frá neðstu vestistölu og upp á hvirfil og alls óhræddur um, að það vekti nokkra eftirtekt eða hneykslun. Hann var nýlega rakaður. Frakkinn hans var í sæmiilegu ástandi, og svarta slaufan, sem hann hafði um hálsinn, var gjaf kventrúboða nokkurs frá síðasta þakkargjörð- ardegi. Ef honum tækist að ná í sæti í veitingarhúsinu, án þess að vekja grun, var hann örugg- ur um úrslit málanna. Só hluti líkama hans, sem sýnilegur yrði yfir borðið mundi enga tor- tryggni vekja í huga þjónsins. Steikt stokkönd, bjór og síðan portvúnsflaska hugði Soapy að mundi reynast hæfilega dýr mál tíð, og svo auðvitað vindill á eft- ir. Nóg, að vindillinn kostaði einn dollar. Samanlagt mundi þetta ekki gera svo háa upphæð, að forstöðumönnum veitingar- hússins fyndist ástæða til sér- stakra hefndaraðgerða gagnvart honum. Hann mundi hljóta saðn ingu af kjötmáltíðinni og leggja glaður og vel á sig kominn í ferðina til vetrarhælisins. En Soapy hafði ekki fyrr stig- ið inn úr dyrum veitingahússins en yfirþjóninn rak augun í gat- slitnu buxumar og skógarm- anna hans. Sterkar hendur leiddu hann fljótt og ákveðið en hljóðlega út á götuna, og af- stýrðu þannig hinum ógöfugui örlögum, sem stokköndinni voru fyrirhuguð. Soapy yfirgaf Broadway. Svo virtist, sem leið hans til hinnar þráðu Eyjar ætti ekki að verða neinum kræsingum stráð. Ein- hverja aðra aðferð hlaut hann því að reyna til þess að komast! í steininn. 1 Á homi Sjöttu götu vakti upp- ljómaður og fagurlega skreytur sýningargluggi athygli Soapys. — Hann greip steinhnöllung og kastaði í gegn rúðuna. Nokkrir menn komu hlaupandi fyrir hornið og var lögregluþjónn í faranbroddi. Soapy stóð með hendurnar í buxnarvösunum og brosti við gljáandi koparhnöpp- unum lögregluþjónsins. i “Hvar er sökudólgurinn?” spurði lögregluþjónninn æstur. “Getið þér ekki gizkað á að eg muni vera eitthvað við verkið riðinn?” spurði Soapy, og var, ekki laust við kaldhæðni í rödd- inni, þó hann væri annars vingj- amlegur og hýr í bragði, eins og sá, sem stendur andspænis gæfu sinni. Það hvarflaði ekki í huga lög- regluþjónsins að taka mark á upplýsingum Soapys. Menn, sem brjóta glugga, eru ekki van- ir að bíða á staðnum til þess að skeggræð.a við lögreglugæð- ingana. Nei. Þeir taka vanalega til fótanna á burtu. Og lögreglu þjónninn kom auga á mann, sem ihljóp yfir götuna til að ná í leigu bíl. Með reidda kylfu veitti lög- regluþjónninn manninum eftir- för. Soapy lónaði eftir strætinu leiður í huga yfir því að áform Framh. á 14. bls. Séra Rúnólfur Marteinsson flytur jóla guðsþjónustu í ís lenzku kirkjunni í Langruith, kl., 2 e. h. sunnudaginn 21. des. INNILEGAR Jóla og Nýárskveðjur til allra okkar íslenzku viðskifta- vina og fiskimanna við Winnipeg og Manitoba vötn. Independent Fish Company Ltd. 941 SHERBROOK ST. WINNIPEG Branch at Gimli, Man. GLEÐILEG JÓL °g GÆFURÍKT NÝTT ÁR T JM Jólaleytið eru hugsanir okkar aðallega helgaðar heimilum ^ og fjölskyldum vorum, þá er það sem heimilis-fögnuðurinn kentst á hæðsta stig. Við leggjum alt í sölurnar til þess að öðlast þá hluti sem nauðsynlegir eru til þess að við getum notið þeirra ánægjustunda. Þeir hlutir erur heimili, efnalegt sjálfstæði og mentun frir börn okkar. Sá grundvöllur sem við leggjum í dag, verður til framtíðar öryggis og vellíðunar fjölskyldum okkar, um okomin ár. • Representatives Winnipeg Branch Phone 96 144 Great-West Life ASSURANCE COMPANY HEAD OFFIC E - WINNIPEC

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.