Heimskringla


Heimskringla - 24.12.1947, Qupperneq 1

Heimskringla - 24.12.1947, Qupperneq 1
We recommend for Tour approTdl our // 8UTTER-NUT LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. i We recommend for your approTdl our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN, 24. DES. 1947 NÚMER 13. ^etntékrtngla d ^ökar Heöenímm ^>tnum og btnum #lebtl egra fóla! FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Laun stjórnarþjóna aukin, og hermannastyrkur hækkaður Mackenzie King, forsætisráð- herra, lýsti /þvií yfir í neðri deild þingsins í Ottawa um síðustu helgi, að hækkun launa stjómar- þjóna og kaupgjalds og styrkja bæði (þeirra, er nú eru í her- þjónustu, (standing army) og þess fólks, er verið hefði í síð- asta stríði, myndi nema $25,000,000. öl'l þessi hækkun yrði talin frá 1. október siðast- liðnum. Er svo ákveðið að launahækk- un stjórnarþjóna í skrifstofu- deildum, ásamt dýrtíðaruppbót, nemi um $30.00 á mánuði yfir það kaup er goldið var árið 1939, og um $40.00 hækkun á mánuði, miðað við 1939, ,í hærri síjómarskrifstofudeildum. — Stjómin hefir ákveðið, að hækk- un kaupgjalds og uppbóta her- þjónustu fólks, nemi 10% að meðaltali af kaupgjalds-upphæð inni. Myndi það svara til um 15% hækkunar fyrir óbreyttan liðs- niann (private) og 5% fyrir betur launaða liðsforingja og yfirmenn. Kvað forsætisráðherrann eft- irtaldar breytingar verða bornar upp fyrir iþingið til staðfesting- ar: 1. Breytingartillaga um styrki (pensions). $10.00 hækkun á niánuði fyrir algerlega óvinnu- færa hermenn og hermanna- ekkjur, og samsvarandi hækk- un á styrkjum til þeirra, er 'heilsuibilaðir væm af völdum hernaðar en fengju ekki fullan styrk. 2. Að þingið veitti stjórninni rett til að auka mánaðarstyrk hermanna og ekkna, er sökum aldurs og vanheilsu ekki gætu séð ser farborða, um 10 dollara. Eigi kvað Mr. King mögulegt að gera heyrum kunn öll þau á- kvæði, er gerð hefðu verið við- ^íkjandi mismunandi deildum °g flokkum. Kvað hann einn þriðja allra stjórnarþjóna vinna 1 skrifstofudeildunum. Til hagsmuna fyrir Canada Rt. Hon. C. D. Howe, endur- bótaráðherra, sagði um síðustu belgi í samtali við fréttaritara, að ef þing Bandaríkjanna sam- þykkir fjögurra ára fyrirætlan- lr Trumans forseta Evrópu til viðreisnar, þá myndi canadisk stjórnarvöld gera sitt ítrasta að hjálpa til að þær kæumst í fram- kvæmd- í fyrirætlunum þessum er gert ráð fyrir að Bandaríkin eYði $2,615,000,000 í Canada og Latin-American löndunum, frá 1- apríl næstkomandi til 30 júní, 1949, og ef til vill, eitthvað lítið eitt lægri uppíhæðum á næstu ár- um þar á eftir. Kvaðst Mr. Howe vongóðut Um, síðan hann hefði lesið uppá- stungu forsetans, að það myndi ekki skifta mörgum mánuðum þangað til stjómin gæti felt úr gildi þær verzlunar-hömlur, sem nú eiga sér stað viðvíkj- andi ameriskum gjaldeyri, ef fyrirætlanimar ná fram að Sauga í þinginu. Átti hann þar v'ð höft á innflutningi frá Landaríkjunum, er sett voru 18- nóv. síðastliðinn- Sagði ráð- G E I S L A R herrann að Canada gæti flýtt fyrir aukinni framleiðslu á ýms an hátt Evrópu til hjálpar. Væri þörf fyrir áburðar-bætiefni fertilizers — til að endurreisa akuryrkju og ræktun í löndum þeim, sem liggja í rústum. En til þess að framleiða þau efni í stórum stíl, þyrfti stórkostlega mikið af köfnunarefni — nitro- gen — en úr þvá er áburðurinn gerður, og framleiðir Canada hann í stórum stíl. 1 skjali því sem Truman for- seti lagði fram síðastl., föstudag auk ræðu sinnar um endurreisn- ar fyrirætlanir Evrópulandanna, kvað hann stjómaryfirvöld Bandaríkjanna gera ráð fyrir því, að Canada og hin latneski hluti Ameríku myndu aðstoða þau lönd í Evrópu^ 16 að tölu, er hlut eiga að máli, með því að leggja til $1,780,000,000 í gjöf- um, lánum, éða sölu varnings undir venjulegu gangverði. Trjáviður, sagði Mr. Howe að væri sú vara, er væri hin nauð- synlegasta, og ætti Canada að geta framleitt svo mikið á því sviði, að reglulega um munaði. Kvað hann framleiðsluna núna meira en nokkru sinni áður, og þar sem Bretland keypti nú minni við en áður, gæti Canada lagt til stórkostlega mikið sam- kvæmt fyrirætlunum forsetans, og aukið framleiðsluna á næsta ári. Með járn og stál framleiðslu myndi ganga stirðara, þar sem svo mikil vöntun væri á því efni til bygginga í landinu sjálifu. Hveitiframleiðslu kvað hann fara eftir veðráttuskilyrðum, en á flestum sviðum væri fylsta á- stæða til þess að ætla að fram- leiðslan yrði yfirfljótanleg. Fiskur frá íslandi í nýjum fréttum frá Wash. segir að Bandaríkin og Bretland hafi samið um að kaúpa 70,000 tonn af fiski frá Islandi til neyzlu á þeim svæðum og um- dæmum á Þýzkalandi, er Bretar og Bandaríkjamenn ráða yfir. Eiga þessir samningar við næsta ár, 1948. Bákismáladeild Bandaríkjanna hefir lýst því yfir að samningar þessir hafi verið gerðir í London, af full- trúum hinna þriggja hlutaðeig- andi stjórnarvalda. Frekari skýringar um verð, hvenær fisk- urinn á að vera sendur, eða hvaða tekund fiskjar, hafa ekki fengist. Verður það afráðið síð- ar. Ávaxtatré í íshafslöndunum iSamkvæmt skýrslum frá Stokkhólmi, búast Sviíar við því, að vísindalegar rannsóknir, feng- in reynsla og tilraunir verði til þess að hægt verði að rækta með góðum árangri epli, perur, — plommur og jafnvel ferskjur í norðuiihluta Svíþjóðar, þeim er liggur algerlega í íshafinu — muni ef til vill góð uppskera fást af ávöxtum þessum í eins nálegri framtíð, og 1950. Sænska akuryrjumála-deildin hefir myndað garðræktarfélög í Jam- talandi og enn þá norðar innan heimskautsbaugs, og í samráði við þau hafið tilraunirnar, og hafa Svíar farið í höfuðatriðun- um eftir sönnuðum tilraunum Ljóssins kemur ljúfa tíð Löng, og bætir haginn; Sína geisla sólin fríð Sendir móti vetrarhríð, Er að bjóða öllum góðan daginn. Samúð hátt í hjörtum rís Hér í jólaveizlum, f>ó er lífið oft sem ís, 1 þeim kuida margur frýs, Á ei dug né yl af hugargeislum. Viltu ekki vinur minn Verma lákt og sólin Láta hlýann huga þinn Hrekja burtu næðinginn Eins og væri altaf kæru jólin. Lífsins kemur ljúfa tíð Löng, og bætir haginn, Unaðsríka ástin blíð, Eyðir sálar kvalahríð, Er að bjóða öllum góðan daginn. Böðvar H. Jakobsson Sovét-náttúrufræðinga í Sib- eríu. Með því að afkvista ávaxta- trén, og binda þau þannig, að þau vaxi beint út en ekki upp, og greinar þeirra liggi við jörð, eða aðeins fáeina þuml- unga frá jörðinni, má verja þau fyrir vetrarfrosti alt að 40 stiga háu, (centigrade) því snjórinn hylur hinar lágu greinar alger- lega, og ver þær fyrir frost grimdinni. Á sumrin njóta greinar þess- ara svokallaða “Crawling trees” ágætlega hins mikla og sterka sólarhita, sem má heita að sé þá bæði dag og nótt- Eplatrjám var plantað til reynslu á síðastl. ári í Odensala í Jamtalandi, og hafa þau lánast vel, en lengra norður nálægt Juled, hefir ekki tekist eins vel til með þau. Samkvæmt skýringu próf., Fredrik Nilsson eins af náttúru- vísindafræðingunum, er óábyggi leg veðrátta versta meinið. Sum- ir vetrar geta verið grimmilega frostharðir, án þess að nægilega mikið snjói til þess að verja trén fyrir frostinu. Sovét-sendiherrastöðvamar i Stokkhólmi, sem sænsku yfir-> völdin leituðu til, eftir að heyrst hafði um tilraunirnar í Síberíu, hafa brugðist vel við, og liðsint með hagkvæmum ráðleggingum, og gefið akuryrkjudeildinni 800 útsæðiskvisti af eplatrjám, er þroskast hafa vel í Síberíu. Hóp- ur garðræktamema sænskra ætl- ar að dvelja einhvem tíma á Mar@fisE.AJir —Dvöl Harðfiskur! — Það er nú matur, maður! Meðan að smjör er til, að borðinu skal eg ganga glaður og gera honum beztu skil, tannalipur og handahraður. — Harðfisk og smjör eg vil! Mikið af holdugum harðfiski og grönnum er heimilum vomm fremd. Víst er hann hollur maga í mönnum og munninum unaðsemd. Hann heldur ií fólki heilum tönnum. — Hvergi er í mínum skemd. Viljirðu heim til húsa ganga, harðfiskinn skaltu sjá. Á skírdag frömdum við starfið stranga og steinbítinn ristum þá. Þrjúhundruð létum við Halldór hanga hjallnum traustum á. Þá töldum við gefið tækifæri að taka þann fisk í hlað. Óvíst að höndum betra bæri, ef biði það forsómað. Dásamlegt fanst mér að frostið væri, sem fengjum við eftir það. Frostið er það, sem gæðin gefur og gómsæta bragðið hans, en votviðrið það, sem verkun tefur og vonir í brjósti manns. Og freðfiskur verið í heiðri hefur með höfðingjum þessa lands. Meðan er til af fiski forði, fagurt á kvöldin er. Frá starfinu geng eg greitt að borði glaður með sjálfum mér. Með hrifni og þrá í hug og orði horfi eg á fisk og smér. Guðmundur Ingi Rússlandi, til þess að kynna sér aðferðirnar. Tilraunum Svía í ávaxtarækt er veitt hin mesta athygli af útlendum sérfræðingum í Sví- þjóð. Sendiherrastöðvar Banda- ríkjanna og Niðurlandanna í Stokkhólmi, hafa sent fulltrúa sína til Jamtalands, til þess að kynna sér þessa trjárækt. Kvaðst vera konungborinn Nýlega dó maður að nafni Anthony William, Hall, í Little Dewchurch í Hereford á Eng., er hélt því fram til síðustu stundar að hann væri löglegur erfingi konungsdómsihs á Bret- landi. Var hann lögreglu-eftirlits- maður í Shropshire 1931, og sendi Georg konung V. iþá langt og flókið skjal, og kvaðst geta rakið ætt sína aftur að barni, er hann hélt fram að Henry kon- ungur VHI og Anne Boleyn hefðu átt áður en Henry skildl við Catherine af Aragon. Hall skrifaði bréf svo þúsund- um skifti í blöð og tímarit, um þetta mál, þau voru prentuð og lesin, en fáir trúðu ættfærslu hans Nýtt lyf sefar krabbaþrautir Hon. Paul Martin, heilibrigð- ismálaráðherra, hefir nýlega lýst því yfir í Ottawa, að nýtt læknislyf hafi verið uppgötvað, og sé nú fáanlegt, er sefi þján- ingar kralbbasjúkdómsins; lyí þetta er nefnt “Metopon hydro- chloride”. Því miður læknar þetta nýja meðal ekki þennan hræðilega | sjúkdóm, en linar kvalirnar að( miklum mun. Það er í pillum, og er tekið inn og á að verka helm- ingi fljótara en þau kvalastill- andi lyf, sem hingað til hafa! verið þekt og notuð, t. d. mor- phine. Aðalstign numin úr gildi Á Ital'íu hefir aðalstign verið numin úr gildi með lögum. Þó var fallist á það samt sem áður að þeir sem hefðu haft aðalstign og nafnbætur áður en Fascista- innrásin hófst á Rómaborg, 28- október, 1922 mættu nota titl- ana eins og viðbót við nafn sitt. Nefnd hefir verið skipuð til þess að semja nýja stjórnar- skrá. Hefir sú nefnd hylt og samþykt þau ákvæði, að banna hinum tveimur fyrverandi kon- ungum á ítalíu landsvist, og einnig afkomendum þeirra í karllegg, og leggja eignir kon- ungsættarinnar undir ríkið. Bardagarnir í Palestínu Frá Palestínu berast daglega fréttir af hryðjuverkum milli Gyðinga og Araba, sérstaklega á Jaffa-Tel Aviv landamærun- um, og fyrir kemur að maður og maður af hervamarsveitum Breta falli. Seinast á laugar- daginn var kom það fyrir að brezkur hermaður var skotinn til bana en Gyðingar báru fyrir að það hefði verið óviljaverk. Hefði verið tekin misgrip á einum brezkum hervagni, og haldið að hann tilheyrði Aröb- um. Yfirmenn stjórnarvaldanna í Beyrouth og Lebanon óttast að Rússar (Sovét) bjóði Aröbum vopn og hergögn til notkunar í Palestínu, og það, að Arabar muni þiggja það boð. Þó er ekk- ert um slíkt víst enn. Friðarkröfur H. V. Evatt, utaníkismála-ráð- herra Ástralíu, efndi til fundar nýlega með öllum sambands- stórveldunum, til þess að komast niður á friðarsamning við Þýzka- land. Kvað Mr. Evatt stórvelda stjórnmálaþrætur valda því al- gerlega, að fundur stórvelda- utanríkjaráðherranna fjögra í London um Þýzkalands friðar- samningana varð til einskis Engin svik í giftingum 1790 Prestur nokkur á Englandi, séra Frank Bishop, sem þjónar St. Giles kirkjunni í Camlber- well, Surrey, hefir orðið frem- ur óvinsæll meðal yngri kven- þjóðarinnar, fyrir ærið gam- aldags skoðanir um giftingar. Hefir það gengið svo langt, að ung brúður er hann gifti síðast- liðinn laugardag, sagðist aldrei myndi hafa látið hann fram- kvæma þá athöfn, ef hún hefði þekt skoðanir hans. En það sem prestur þessi heldur fram í síð- asta blaði kirkjulegs mánaðar- rits, er hann gefur út er, að árið 1790 hafi brezka þingið gert að lögum, að kvenfólk á öllum aldri og hvaða stöðu eða verka- hring sem það væri í, hvort held- ur óspjölluð mey eða ekkja, þá mætti engin veiða eða svákja neinn af þegnum hans hátignar konungsins inn í hjónaband með því að nota fegrunar lyf, svo sem ilmvötn, varalit eða smurning- arefni, falskar tennur eða falskt hár, lífstykki eða hælaháa skó, eða neitt annað til þess að laga eða fegra likamlegt útlit sitt. — Kæmist nokkuð af þessu upp um kvenfólk, skyldi það sæta 'hegningu samkvæmt lögum, er þá voru í gildi um galdra, og giftingamar gerðar ógildar. Prestur þessi bætti því einnig við grein sína að hann óskaði, að þessi lög væru enn í gildi! En hin 22 ára gamla brúður, er gekk inn í heilagt hjónaband á laugardaginn var sagði, að ef hún hefði aldrei notað andlits- duft og varalit, þá sagðist hún vera viss um að George sinn hefði aldrei orðið neitt skotinn í sér. En fólk í tilhugalífi þarf engu að kvíða, þessi lagarein frá 1790 er ekki í gildi nú — Svo gamal- dags og fastheldnir eru Englend- ingar þó ekki. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Próf atkvæðagreiðsla (Gallup Poll) sýnir, að 76% eða þrír fjórðu Canada-búa eru með því, að ákvæðisverð, verði aftur tekið upp á vörum. ★ Sveitamálaráðherra Manitoba- stjórnar, William Morton, vill að þingmönnum sé fjölgað um þrjá í fylkinu, eða í 58, úr 55. Telur hann rétt að Winnipeg hljóti þá alla. ★ Mjólk er talað um að hækka í pottinn í Wninipæg. Og svo versnar mjólkin við hverja verð- hækkun, heyrði eg húsfreyju segja.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.