Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. JANÚAR 1948 ■ ♦ ♦ li ||cinrskringla fatofnnO 1889) Kemur út á hverjum miðvikudegl. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON “Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 1 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 7. JANÚAR 1948 Árin koma og fara Það er siður við hver áramót, að lsíta á þau sem áfanga, þar sem hinkra verði ögn við og átta sig á hvert sig hafi borið og hvað sé framundan. Á liðnu ári, eins og að vísu nærri þrjú árin síðan stríðinu lauk, hefir verið leitast við að sameina allar þjóðir heimsins um allsherjarfrið. Hugmyndin var að þær tækju höndum saman um að lifa í einingu og bandi friðarins, verða allar eitt að minsta kosti hvað frið snerti. Hvemig þetta hefir endanlega tekist, ber síðasti fundur ráð- herra fjögra stórþjóðanna glegst vitni. En hontim lauk 15. des. í London á þann hátt, að skilja þjóðir heimsins eftir klofnar í tvo flokka, sem neita ekki einungis að vinna á nokkurn hátt saman, heldur vantreysta og hata hvorn annan. 1 staðinn fyrir einn heim, sem verið var að reyna að skapa, eru nú heimamir tveir. Þessum fundi lauk með uppgjöf friðarstarfsins og það verður ekki um það vilst, að barátta er hafin milli hins austlæga og vestlæga heims eða milli broddfylkinga Ráðstjórnarríkja Rússlands og Bandaríkjanna. Þetta er ekki einungis hinn stærsti viðburður ársins 1947, heldur jafnframt hinn ægilegasti, að því er afleiðingamar áhrærir. Þessi ár frá þvi að striíðinu lauk, og einkum síðasta árið, hlutu að leiða til þessa. Rússar notuðu þau til að leggja undir sig hvert ríkið af öðm. Þeir hafa og stöðvað allar framkvæmdir á fundum Sameinuðu þjóðanna í því augnamiði, að koma þessu fram. Og þegar komið var að ’því, að hremma Grikkland, tók Truman forseti 12. marz í taumana og kvað tíma kominn til að stöðva athæfi þeirra í að svifta hverja þjóðina af annari frelsi sínu. En Rússar létu sér ekki segjast meira við það, en svo, að þeir bmgðust þá við í annari átt og hremdu Ungverjaland. Á fundi fjögra ráðherra stórþjóðanna í Moskva er hófst 10. marz og stóð lengi yfir, sem kallaður var til þess, að semja frið af hálfu Sameinuðu þjóðanna við Þýzkaland og Austurríki, fóm sættir alveg út um þúfur. Marshall, ritari Bandaríkjanna var á þeim fundi. Á leiðinni heim, gerði hann uppkastið að viðreisnar áætlun Evrópu, senTnú verður á komandi ári það sem Austrið og Vestrið eiga glímuna um. Þó hún væri áætluð til þess eins, að vinna að viðreisn allra þjóða heims, eftir stríðið og Rússum væri í henni boðin efnaleg hjálp, sem öðrum þjóðum, sáu Rússar í henni þá vofu, að Bandaríkin ætluðu sér með þessu að hneppa allar þjóðir Evrópu í viðjar ófrelsis og ósjálfstæðis, neituðu sjálfir að þiggja boðið og bönnuðu öllum leppríkjum sínum, sem sum vom ennfremur nefnd til eftirlits á norður-landamærum Grikklands og Koreu, gagnstætt vilja Rússa. Einn af veigameiri viðburð- um ársins 1947, má það telja, að Bretar veittu Indverjum sjálf- stæði sitt, alveg þegjandi og hljóðalaust. Þó Indverjar hafi ekki enn komið sér saman um að nota sér það farsællega, er vonandi að tíminn leiði ií ljós, að þeir geti það og innanlandsbylt- ingu, sem þar er spáð, milli Mú- hameðstrúarmanna og Hindúa, verði afstýrt. Árið 1948 svarar vonandi ein- hverjum af eftirfarandi spurn- ingum, sem mörgum em efst í 'huga við þessi áramót, enda snerta þær og útkoma þeirra, margar þjóðir geysimikið og ef til vill alt mannkynið: Heldur óeiningin áfram milli Rússa og Bandaríkjanna? Verður Þýzkaland sundurmol- að? Verður trúarbragðastríð í Palestínu? Gera kommúnistar enn á ný tilraun til verkfalla á Italíu og Frakklandi? Hepnast Marshall áætlunin? Verður innanlandsbylting í Kína? Verður friður saminn í Japan? Hver verður stefna Banda- ríkjanna í Kyrrahafsmálum þeirra? Hvernig fer um Grikkland? Hvernig fara kosningamar í Bandaríkjunum 2. nóv. n. k. Þannig mætti lengi halda a- fram að spyrja. En alt um það veltur á miklu með þetta fáa sem á hefir verið minst. Von- andi svarar komandi ár sum- um spumingunum að óskum. En hinu má ekki gleyma, að árin em lík mönnunum. Það er eitthvað gott i hinum verstu þeirra og eitthvað ilt í þeim beztu. Við það verðum við að sætta okkur. NÝTT TÍMATAL Senator Thomas frá Ohio, hef-1 ir lagt fyrir þingið í Washington frumvarp, sem lýtur að breyt-j ingu á tímatali. Hefir frumvarp- j ið fylgi bæði vísindamanna ogj ýmsra stofnana. Mun því ekkij að efa, að breytingin er til bóta, hvað sem þingið gerir við hana. Aðallega er hún fólgin í því, að skifta árinu í fjóra jafna hluta. Hafa tveir mánuðir í hverjum ársfjórðungi 30 daga, en einn mánuðurinn 31 dag. Hver ársfjórðungur byrjar á sunnudag og lýkur á laugardegi- Virkir dagar em 26 í hverjum mánuði. Með þessu er nú einn og einn fjórði úr degi eftir af árinu. Vill senatorinn bæta degi við í lok hvers árs, sem nú er dagurinn 31. desember, á hann ekki að tilheyra neinni viku. Hlaupárs- dagurinn fjórða hvert ár, sem nú, á að jafna reikninginn. Á hann að vera helgidagur um all- an heim og vera í lok júní mán- aðar. Hann á heldur ekki að telja til neinnar viku. Senatorinn er mörgum sann- gjarnari er fram á nýjar breyt ingar fara. Hann er ánægður með að þetta nýja tímatal, sem hann ætlast til að tekið sé upp um allan heim, byrji með árinu 1950. En það byrjar á sunnu- degi. Þar þarf því ekki að hlaupa frá þriðjudegi eða miðvikudegi yfir á sunnudag. Annars er þessi breyting ein þeirra er menn mundu minst til finna. Það er því æði ólíkt breyt- ingunni, er brezka þingið gerði, er það feldi niður JúHusar-tíma- talið og tók upp hið gregorska. Það var 1752. En af september mánuði varð þá að stýfa ellefu daga. En þó um enga erfiðleika sé að ræða á þessari breytingu tíma- talsins og líklegt sé að fjöldi þjóða hafi ekkert á móti henni, er alveg óvíst að hún hljóti byr í segl ýmsra þjóða. Þær þjóðir eru til sem núverandi tímatali fylgja, sem segja, að þær haldi nú ekki að þær fari að kenna tímann við nokkurn annan en hann Gregor páfa. Og hvað mun þá ekki koma á daginn meðal þeirra þjóða, er alt öðru ártali fylgja en við? Við köllum árið nýbyrjaða 1948. En svo koma Japar og segja að þetta sé 23 ár Showa (talið frá því er Hirohito kom til valda) og Kínverjar með þrítugasta og áttunda ár lýðveld- isins og nýársdagur þeirra sé ekki fyr en 10. febrúar. Þá eru Múhameðstrúar menn, sem telja yfirstandandi ár 1367 og orthó- doskir Gyðingar sem segja að þetta ár sé 5708 og nýársdagur- inn sé enn um 8V2 mánuð fjarri. Þannig er þetta eða eins og maðurinn sagði: Dagurinn í dag getur verið dagurinn í gær og árið í ár ekki 1948, heldur 7508, eða éitthvert annað ár. SAGT UM TÍMANN Tíminn leitar sannleikans í öllu. Tussor Örlög manna eru undir notk- un támans komin. Chapman Við gefum tímanum lítinn gaum að öðru leyti, en tapinu, Prófessor Halldór Hermannsson sjötugur Dr. phil. Halldór Hermanns son, bókavörður og prófessor : Norðurlandamálum og bókment- um við Comell-háskólann í Ith aca, New Yórk, átti sjötugsaf- mæli þ. 6. janúar, en hann hefir um langt skeið verið bæði einn hinn víðkunnasti og afkasta- mesti útverður íslenzkra fræða á erlendum vettvangi, og þá sér í lagi vestan hafs, því að hér í álfu hefir hið víðtæka og mikil- væga fræðistarf hans unnið ver búin að ákveða að notfæra sér hjalpma, að koma þar nærn- Var; Vær. það því hin mesta yan þó sjáanleg þörf bæði þeirra og Russa sjalfra fyrir hjalpma þar ræksla og vanþakklætii ef hans sem Rússar hafa nu felt rubluna vegna hoflausrar verðbolgu ý væH ei i að verðu minst { landinu. T. d. var pottur af mjolk orðmn 50é- Þo almennmgur x ^ blöðum yorum hérlendis á þess. landinu tapaði því litla sem hann átti eða hafði askotnast a stnðs- um merku tímamótum æfi hans> árunum,horfðihagfræðisraðRussaíPolitburo)ekkuaðgeraþetta,!og stendur £ngum þgð nær en til að koma í veg fyrir almenna viðreisn bæði heima fynr hja ser m nemanda hanSj sem auk og í Evópu, að þvi viðbættu að minka neyzluskamt almennmgs. hft^ fræðslunnar undir Rússneskriallþýðumávissulegaflestbjóða. Enhvaðerþaðiaug- e. ^ . skólaárunumi um einræðisherranna með heimsdrotnunarstefnu sina efst í huga,; hefir notið traustrar vináttu þó alþýðá þeirra fómi sér fyrir hana? Það er ekki von mikillar han§ hoMráða f fræðilegum miskunar fra stjomarvoldum Russa gagnvart almennmgi annara efnum , fu]lan aldarfiórðung landa, þegar svona er um sakirnar heima fyrir. HalIdór Hermannsson ' er Nú er svo komið, að viðreisnaráætlun Marshalls eða Banda-' Rangæingur að ætt, og standa að ríkjanna, sem 16 þjóðir bíða að í framkv. komist, er það eina, sem honum góðir stofnar; er honum til viðreisnar horfir. Að hún hepnist, er eina vonin um bættan því eigi í ætt skotið um hæfi- hag Evrópu þjóðanna, sem í sárum liggja enn vegna afleiðinga j leika og fyrirmensku í fram- stríðsins. Það er eitt fyrsta og mest-aðkallandi verkefni ársins. komu. Að loknu stúdéntsprófi í 1948, að vestlægu þjóðimar styðji Marshall áætlunina og geri Reykjavík árið 1898, stundaði það sem í þeirrá valdi stendur til þess að hún verði að tilætluðum notum. Á þingi Sameinuðu þjóðanna, hefir aldrei verið róstusamara en á fundi þess á nýliðnu ári. Framkvæmdir þingsins hafa aldrei verið miklar, vegna miskunarlausrar notkunar neitunar-atkvæðis- ins (veto), af hálfu Rússa. Þetta gekk svo langt, að þingið mátti heita valdlaust um löggjöf og framkvæmdir. Á síðasta þingi var og ausið óhróðri og skömmum af nýjum fulltrúa frá Rússlandi, er Vishinsky hét, yfir Bandaríkin fyrir stríðsæsingar og yfirgang. Menn hafa spurt hvernig á slíku framferði fulltijúans hafi staðið. Orð hans komu flestum, ef ekki öllum Sameinuðu þjóðunum, ó- kunnuglega fyrir sjónir. Þær höfðu ekki þekt Bandaríkin að þessu og engin þeirra gat neitt úr því leyst. Hitt virðist þeim ekki hafa dottið í hug, að Rússar voru þá nýbúnir að svifta 11 þjóðir frelsi, og Bandaríkin hafa ekki setið hjá þó minna hafi verið að- um' hafst í þeim efnum. Það hefir af fylgiliði Rússa hér sem annars staðar verið haldið fram, að Rússar óttuðust Bandaríkin. Það lætur mjög að líkum, að svo sé og ástæða Vishinsky fyrir að út- hrópa þau hafi átt rætur til illrar samvizku að rekja fyrir drýgðar syndir lands síns og standa nú frammi fyrir Sameinuðu þjóðunum með alla syndabyrðina- En Sameinaða þjóðafélagið eða þingið lifði þetta alt saman af. 1 raun réttri má segja, að það hafi fremur þroskast en lamast. Það kom því til leiðar, að deild var innan félagsins stofnuð gegn vilja Rússa, er “Litla þingið’’ er kallað (Little Assembly), er gefur hann um skeið laganám í Kaup- mannahöfn, en gaf sig brátt all- an við fræðimensku, eftir að hann á Hafnarárum sínum komst í kynni við Islandsvininn og bókasafnarann Willard Fiske; vann með honum að bókfræðileg um störfum og útgáfum, fyrst i Flórens á ítalíu og síðar í Ithaca, og varð að Fiske látnum (19051 bókavörður við hið mikla safn íslenzkra bóka, sem hann hafði gefið Comell-háskóla, og framt kennari í norrænum fræð- Hefir hann gegnt því tví- þætta starfi óslitið síðan, að und- anteknu árinu 1925-26, er hann var bókavörður við Árna Mag- nússonar safnið í Kaupmanna- höfn. Hefir hann fyrir nokkuru síðan náð aldurstakmarki há- skólakennara í Comell, en fyrir þrábeiðni yfirvalda háskólans gegnt bókavarðarstarfinu áfram, en mun nú í þann veginn að hverfa með öllu frá þeim starfa, Sameinaða þinginu meiri möguleika til starfa en áður. Það kaus enda hefir hann vel til nokkurr- Dr. Halldór Hermannsson ar hvíldar unnið frá skyldustörf- um, þegar litið er yfir hið langa og viðtæka dagsverk hans. Hitt vita allir, sem til hans þekkja að eigi muni hann framvegis sitja auðum höndum, jafn mik- ill fræða-unnandi og hann er og eljumaður að sama skapi. Bókavarðarstarf Halldórs Cornell hefir verið með afbrigð- um, að áliti allra, sem það er kunnugt og dórpbærir eru á slíka hluti, enda mun það eigi ofmælt, að sárfáir eru þeir íslendingar að fornu og nýju, sem verið hafa jafn miklir bókfræðingar og hann er, eins og sjá má ótvírætt af hinum mörgu og vönduðu rit- um hans um íslenzka bókfræði, er lengi munu halda nafni hans á lofti, því að hann hefir unnið brautryðjendaverk á því sviði. Hafa bókaskrár hans yfir Fiske safnið, er út eru komnar þrem stærðarbindum (1914, 1927 og 1943) réttilega verið til stórvirkja taldar í íslenzkri bók- fræði. Jafnframt hefir hann i bókavarðarstarfinu sýnt fágæta árvekni og hagsýni, svo að safn- ið hefir drjúgum meir en tvö- faldast að stærð í höndum hans, og hirða þess verið með sömu ágætum. En samhliða bókavörzlunni hefir Halldór altaf haft á hendi háskólakenslu í íslenzku og öðr- um Norðurlandamálum og flutt fyrirlestra um norræna menn- ingu, sögu og bókmentir. Nem- endur hans í þeim fræðum eru því margir orðnir, og munu þeir hugsa hlýtt til síns gamla kenn- ara í tilefni af sjötugsafmæli hans, því að hann nýtur bæði virðingar þeirra og vináttu. — Gegnir sama máli um samverka- menn hans víðsvegar í norræn- um fræðum. Þeir kunna hann bæði vel að meta sem lærðan og ágætan fræðimann og eigi síður mannkosti hans, heilsteypta skapgerð, hreinskilni og vin- festu. Eiga þeir og margir hverj - ir honum beina skuld að gjalda fyrir fræðilega aðstoð í ýmsum greinum, sem jafnan er örlát- lega í té látin af hans hálfu. En þó Halldór hafi unnið frá- bært starf sem bókavörður og verið vel metinn og vinsæll há- skólakennari, þá hefir hann þó orðið víðkunnastur fyrir hin um- fangsmiklu ritstörf sín í þágu ís- lenzkra fræða. Auk fymefndrar bókaskrár sinnar yfir Fiske-safn- ið og sérstakrar skrár yfir rúna- safn þess (1917), hefir hann rit- að einn saman og gefið út nærri árlega síðan 1908 ritsafnið Is- landica, og eru komin út 31 bindi þess, er öll fjalla um ísland og íslenzk fræði og bera fagurt (vitni víðfeðmri þekkingu höf- undarins í þeim efnum, elju hans og vísindalegri nákvæmni. Er þar meðal annhrs að finna ítarlegar skrár yfir útgáfur og þýðingar íslenzkra fomrita, yfir rit um Vínlandsferðirnar, ís- lenzkar bækur á 16. og 17. öld, og yfir íslenzka rithöfunda vorra daga fram til 1913, er ritið kom út. Þá eru í safninu vandaðar útgáfur ýmsra íslenzkra fom- sagna og annara íslenzkra rita frá fyrri öldum, merkisrit um íslenzka kortafræði og jafn merk rit og fróðleg um einstaka menn og ritstörf þeirra, svo sem Eggert Ólafsson, Sir Joseph Banks og Island og Sæmund Sigfússon og Oddaverja. En sam- fara fróðleiknum hafa rit þessi, eins og önnur rit höfundar, margvíslegar merkilegar athug- anir að geyma, því að hann er’ maður hugkvæmur og gjörhug- ull. Er og þetta ritsafn hans löngu orðið ómissandi öllum, sem fást við norræn og íslenzk sem hann hefir í för með sér. Young Þú sem lífgar alt og myrðir. Shakespeare Lög tímans eru hin einu óhlut- drægu lög sem eg þekki. Manilius Þú getur ekki drepið tímann án þess að vinna tjón eilífðinni. Thoreau Hvað er það sem tönn tímans vinnur ekki á? Young Tíminn gengur á hækjum, þar sem kærleikurinn ekki ræður. Shakespeare Hvað góð rökfærsla sem er, leiðir aldrei eins mörgum hið sánrta fyrir sjónir og tíminn. Thomas Paine Tíminn hefri eiginlega ekkert ákveðið að bjóða, hvorki þjóðum né einstaklingum. Hvað úr hon- um vinst, fer eftir næmleik til- finninga og hugsana manna. Draper HLAUPÁR Rómverja-keisarar til foma voru mjög breyzkir ekki síður en vér aðrir dauðlegir menn, og fyir utan það að elska Egypta- lands-drotningar, þjáðust þeir af metorðagirnd, og voru haldnir af þeim sjúkleika að koma hlutun- um svo fyrir, að nöfnum þeirra yrði haldið á lofti meðal kom- andi kynslóða, með því að gefa mánuðum ársins nafn sitt. Júlíus Cæsar var engin undantekning, og þegar hann fór að hringla við tímatalið — (almanakið) fyrir 1,994 árum síðan, til þess að koma nafni sínu á einn mánuð fræði, og hefir borið hróður Is- lands víða um lönd. Að ótöldum ritgerðum og rít- dómum um íslenzk efni í íslenzk- um og erlendum tímaritum (einkum amerískum) og í al- fræðiritum, hefir Halldór á síð- ari árum, utan Islandica-safns- ins, annast útgáfur ýmsra ís- lenzkra merkisrita. Má þar sér- staklega nefna útgáfu hans af Fríssbók (1932) og hið mikla og fagra rit hans um skrautlist ís- lenzkra handrita, Icelandic II- luminated Manuscripts of the Middle Ages (1935), sem báðar komu út í hinu glæsilega safni Ejnars Munksgaards bókaútgef- anda af ljósprentuðum útgáfum ! íslenzkra skinnbóka. Inngangs- ritgerðir Halldórs að útgáfum þessum eru hinar merkilegustu. En rannsóknum sínum í ís- lenzkri handritafræði hefir hann haldið áfram í Islandica-safni sínu, svo sem með riti sínu II- luminated Manuscripts of the Jónsbók (1940), sem lýsir bóka- skrauti í handritum þeirrar frægu lögbókar. í Hér hefir að sönnu verið farið fljótt yfir sögu, en nóg sagt til þess, að öllum má ljóst verða, hver afreks- og afkastamaður Halldór Hermannsson hefir ver- ið á sviði íslenzkra fræða, og er það þeim mun aðdáunarverðara, þegar í minni er borið, að hjá honum haldast afkastasemin og vandvirknin stöðugt í hendur. Með þessu fræðistarfi sínu á ensku — því að mest hefir hann, góðu heilli, á því máli ritað — hefir hann einnig innt af hendi hið mikilvægasta landkynning- arstarf í þágu Islands og íslenzkr ar menningar, svo að það verður seint fullmetið eða þakkað. Sem gamall nemandi hans vil eg með greinarkorni þessu rétta honum, yfir hálfa álfuna, hlýja hönd til þakkar fyrir fræðistarf- ið, fræðsluna og trygga vináttu. Sitji hann heill í sínum heiðurs- sessi í hópi fræðafrömuða vorra, verði sem bjartast um hann nú, er halla tekur degi, og megi hans sem leng^t við njóta! Veit eg, að landar hans hér í álfu taka al- ment og heilhuga undir þær af- mæliskveðjur og óskir. Richard Beck

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.