Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.01.1948, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. JANÚAR 1948 NÝJAR LEIÐIR 13. Kapítuli. Mr. Dalliart eyddi ekki löngum tíma í að setja sig inn í nýja embættið. Hann kunni verk sitt, var myndugur og sjálfstæður. “Látið tvo eða þrjá af drengjunum mínum hjálpa ykkur til að senda kýmar og kálfana heim. Tveir þeirra geta verið hérna og gætt hjarðar okkar- Komið með mér og lítið á flokk- inn, sem við fundum.” Þeir fóru og riðu að hinni viltu hjörð, sem var eins stygg og vísundar- Henni var í sann- leika sagt rænt frá öræfunum. Nabours horfði á hana með hinum reyndu augum hjarðmannsins. “Þessi naut eru feitari en okkar,” sagði hann, “enda þótt þið hafið rekið þau lengra.” “Já,” svaraði hinn maðurinn. “Við höfum víst riðið eftir flákum, sem eru átta hundruð mílur ummáls. Lengst í vestur er landið hátt og þurt. Norðar hrekkur grasið eins og ull á negrahaus. Hér eru skepnur, sem em aldar upp á slíku grasi og eru feitar eins og aligæsir.” “Heyrt hefi eg að lengra norður, eitthvað þúsund mílur eða meira, sé vísundagras og önn- ur tegund, sem naut fitni af, en auðvitað getur engin skepna lifað þar úti yfir veturinn.” “Nei, og enginn maður heldur, hugsa eg.” “Jæja,” svaraði Dalhart. “Eg legg nú spilin á borðið. Héma hefir þú tvö til þrjú þúsund til að velja úr. Eins og eg sagði munt þú finna mörg naut með T.L. merkinu. Ein þrjú hundruð höfum við héma marklaus með öllu, og það eig- um við sjálfir. Ef við fengjum einn dal fyrir hvert naut, mundum við græða vel á veiðiför- inni. Og við Sumner og lengra norður, borga þeir fimtán dali fyrir sláturgripi-” “Ef við fáum helminginn af því verði við jámbrautina, verðum við ríkt fólk, eða réttara sagt eigandinn,” sagði Jim Nabours. “Þá hefð- um við nóg til að finna og hegna óaldarflokk þeim, sem hafa rekið gripi okkar úr þessum högum. Eg hugsa að við þurfum ekki að leita lengra en til Austen til að finna þá.” “Um það get eg ekkert sagt,” svaraði Dal- hart, “en nú ræð eg til að þið veljið úr þær skepnur, sem þið viljið ekki og sendið piltana mína með þær til Sólbakka. Takið svo jafn- marga fjögra vetmnga af okkar hóp og rekið þá norður með öngulsmerkinu á, hvort sem þeir hafa ykkar merki eða ekki. Þegar þið selijð svo hjörðina norður frá skuluð þið borga okkur einn dal í fundarlaun og fyrir þær skepnur, sem við fengum í skiftum hjá ykkur. Er þetta sanngjarnt?” “Þetta er meira en sanngjamt,” 'svaraði Jim Nábours. “Þessi fyrsti hópur er reynsla fyrir okkur alla. Látum okkur hjálpa stúlkunni sakir föður hennar. Einu sinni var hann ríkur!” bætti hann við. “Og hann var eins mikill dreng- skaparmaður og nokkumtíma hefir á hesti setið. Þessir æfintýraþorparar, sem sitja í Austen, gerðu honum mjög rangt til. Á bak við þetta alt em stjórnmálavélar — endurreisnar stjómar- stefna. Þeir halda að þeir geti rænt þetta rfki, af því að þeir unnu stríðið. Endurreisn! Eg skal lofa þvlí og efna, að nái eg nokkumtíma í þjóf- inn, sem stolið hefir hjörðunum okkar skal eg skifta honum svo í sundur, að ómögulegt verði að setja hann saman á ný.” í hinum brennandi hita vordagsins, skiftu hjarðmennirnir hjörðinni og völdu svo hvor úr sínum helming, sem leiðtogarnir kusu. Svipur Nabours tók að hýrna, er hann sá hinn stóra hóp sláturgripa og gamalla kúa. Hann vissi ekkert um markaðinn þar norður frá hjá jám- brautinni. Það gat verið eftirspum eftir slát- urgripum eða eftir kúm til búskapar. Allar haltar skepnur voru skildar úr, vetmngar og kýr með kálfum, til að skila þeim síðar eigend- unum suður frá. Fyrirtæki þessara tveggja formanna heyrir til löngu liðnum tímum, og var gert eftir mæli- kvarða, sení menn skilja tæplega nú á dögum. Þama voru engin önnur lög en venjur öræf- anna. Aðeins fyrir þrjátíu ámm var hið núver- andi Texas gefið Ameríkumönnum í tuttugu feykilega miklum landveitingum. Enginn þekti neinn mælikvarða á verði gripa. Á mjórri ræmu, tuttugu og fimm mílna langri og tæp- lega svo langt frá höfuðstað ríkisins, vom söfn- uð saman um tíu þúsund naut. Hefði kaupandi að norðan komið þangað, hefði hann getað keypt allan hópinn fyrir þrjá og hálfan dal stykkið. En hann várð að kaupa hvað, sem var fyrir sama verðið- 1 þá daga var alt nefnt naut- peningur ef það var fætt af kú. Hvað eigna- rétt snerti, vom menn strangir og harðir, eða mildir og mannúðlegir eftir því sem á stóð. Eng- inn tróð illsakir við nágranna sinn, og menn gáfu næstum af sér skyrtuna, ef nágranni hans bað um hana — en hamingjan hjálpi þeim, sem tók hana óboðið! 1 hjörð Dalharts vom margar skepnur ó- markaðar, sem samkvæmt venjunni vom álitin eign þess, sem fann þær. Einn dalur þótti þá sæmileg fundarlaun. Angurgapar þeir, er hættu sér í slíkar eftirleitir, kusu heldur að taka fundarlaunin, en að sjá um gripina til næsta árs, þótt öll fjölgun yrði þá þeirra eign, án þess að nokkur gæti móti því mælt. Og þóknunin feng- in að hausti var gullsígild hinum skeggjuðu útilegumönnum, sem nú, án þess að hafa gert nokkuð ráð fyrir því, höfðu fyrirtæki með hönd- um, er tengja skyldi hina gömlu fortíð við nýja fortíð. En báðir lögðu alt í hættu. Landið fyrir norðan þá var þeim með öllu óþekt. Þar var ekkert metið til ákveðins verðs. Vestrið var að skapast. En alt af á meðan Dalhart og Nabours unnu þannig saman kyntust þeir hvor öðmm, og lærðu margt hvor af öðrum báðum til mik- illar furðu. Óvinveittur maður hafði verið að starfi á fleirum en einum stað. Naut vom rekin til óbygðu svæðanna vestast í Texas eins langt og Comachamir leyfðu það. Einhverjir af hin- um mörgu æfintýramönnum, sem alt var krökt af í suðrinu, hafði opið auga fyrir leiðinni til Pecos fljótsins og markaðarins, sem herstöðv- arnar veittu, og einnig jámbrautarlagningunni. Þeim var það ljóst að voldugt skálka félag vann með leyndum í Austen að stela öllum gripum í landinu og eins að ná fyrir fáein cent hverri ekru í öllu landinu undir eign sína, og að þessi hættulegi flokkur sá fram í tímann að þeir ættu voldugt ríki fult nautgripa, sem ekki hafði kostað þá annað en fyrirhöfnina að stela þeim. Þetta gmnaði þá báða, Dalhart og Na- bours. Þeim skildist að þetta var óheiðarlegt fyrirtæki í afskaplega stómm stíl, og öll lög rituð og óskráð voru brotin með þessu fram- ferði. “Og að hugsa sér,” sagði gamli formaður- inn frá Sólbakka, “að þeir skyldu ekki vilja þyrma stúlku eins og hún er.” “Já,” sagði Dalhart. “Hún á engan sinn Mka.” Nabours hugsaði sig um stundarkom. “Þú hefir tilheyrt hópi okkar í þrjá tíma.” “Þrír tímar em nóg, vinur minn. Þrír tím- ar eru nóg. Eg vissi ekki, að slík stúlka fyndist í öllum heiminum.” “Aðrir hugsa eins.” “Eg vorkenni þeim.” “Því þá?” “Því eg ætla að giftast stúlkunni, þótt það verði síðasta verkið sem eg lýk í þessu lífi.” “Aðrir hafa sagt hið sama,” svaraði Na- bours ekki mjög hugsjúkur. Það er einkenni- legt með þetta kvenfólk. í æsku minni reyndi eg að giftast Stúlku, niður í San Filepe. Mér gekk ágætlega og ætlaði rétf að fara að biðja bennar; en annar varð þá á undan mér að gift- ast henni. Hann fór að öllu þessu á heiðarlegan hátt, svo eg hafði yfir engu að kvarta. Eg hugs- aði mér að bíða eftir henni, og svo fór að hann dó eftir tíu ár og hún varð ekkja. Eg fór nú að spara peninga mína, til þess að fá nýja spora °g nýjan hatt og söðulteppi, og fór nú að draga mig eftir Söm — og heldurðu ekki að Hollend- ingur einn komi og giftist henni, áður en eg var tilbúinn! Fjórum ámm síðar skaut Sam Doan hann yfir hjá kringlótta kletti. Eg var í þakklætisskuld við Sam fyrir þetta, því að nú var Sara ekkja á ný. < “Nú lét eg ekki langar stundir líða að snúa mér að málefninu. Eg reið yfir og sagði Söm hvemig sakir stæðu. “Hvað er þetta, Jim!” sagði hún. “Eg vissi ekki að þú vildir mig ann- ars hefði eg miklu fremur gifst þér en hinum. Því sagðir þú mér ekki frá þessu?” “Jæja eg segi þér frá þvtí nú,” sagði eg. “Enda þótt eg sé næstum fjörutíu og átta ára gamall. Þá segi eg þér það.” “Svo ákváðum við brúðkaupsdaginn. Alt d einu skall ófriðurinn á og eg reið í burtu til að berjast. 1 allri hrifningunni gleymdi eg blátt áfram að giftast Söm. Þegar eg kom heim var eg yfir fimtíu og staurblankur. Og þegar eg ætlaði að reyna einu sinni ennþá, hafði Sara gifst ekkjumanni frá Arkansas. Hann átti átta ibörn og bjó við Brazos fljótið. Þar gaf eg upp alt giftingalbrask. Það spil gengur of hratt fyrir mig.” “Jæja, það skal ekki fara þannig fyrir mér.” “Ekki það? Líttu nú á! Lofaðu mér að spyrja þig um eitt, og segja þér nokkuð- Eg spyr þig að þessu — og segi þér þetta. Eg geng stúlkunni í móður stað. Eg veit í hve stórri skuld hún er við hvem mann í þessum flokki nú sem stendur, en eg hugsa og álít, að allir hinir heiðarlegu menn í þessu ferðalagi hugsi um gripina hennar, en ekki um hana sjálfa — og það altaf, þangað til þessi hjörð er seld. Ert þú fús til að ríða fremst ásamt Del Williams samkvæmt þessum skilmálum, og með þetta stöðugt í minni? Engin ástamál á þessu ferða- lagi, ekki eitt einasta orð. Auk þess skalt þú segja mér hver þú ert eftir að við höfum lokið ferðinni áður en þú leggur út í biðilsförina.” Hann leit hvast á Dalhart, sem horfði á hann óhræddur. “Eg geng að þessum samningum,” sagði hann. “Eg skal lofa því statt og stöugt.” “Jæja það er þá afgert. Við verðum að byrja að merkja þessa gripi. Við verðum að setja öngulinn á minsta fjögur hundruð fjögra vetrunga innan tveggja daga. Eg hugsa að það dugi til að tefja okkur frá öllum ástadraumum. Blessað veri bandið sem téngir saman. En nú ert þú hjarðmaður hjá T.L. og ekkert meira. Þú hefir rétt allra manna með borgararétti að elska hana húsmóður þína, en þú segir engum frá því fyr en í Abilene.” Jim Nabours reið til baka í rökkrinu og fór af hinum löðursveitta hesti sínum hjá varðeldi Taisíu. Hávaxna stúlkan kom og settist við hlið hans og lagði hendina á hné hans. “Hvað gengur nú að?” Hin hvössu augu hans höfðu veitt því eftir- tekt hve föl hún var- Hann vissi að hún hafði grátið- Stóra hnýtta hendin strauk gætilega löngu, brúnu hendina hennar, er lá á hné hans. Miss Tairía, ekkert er að; eg get sa^t þér að alt gengur vonum betur, það er alt og sumt.” Hann fór nú að segja henni frá viðburðum dagsins. Hversu vel gengi að skifta á kálfunum og fullorðnum nautum, hversu vel allir störf- uðu og loks kom hann að málefninu, sem hann bar fyrir brjósti. “Líttu nú á, Taisía,” sagði hann og muldi börk milli fingranna. “Þegar við fórum í þessa langferð, hugðum við að við hefðum rúið Sól- bakka öllum þeim gripum, sem til voru. Við tókum með okkur skepnur á öllum aldri. Eng- inn nema hamingjan getur hindrað, að við höf- um ekki bráðlega þúsund kálfa keyrandi í vögn- unum. En líttu nú á. Nú ætlum við að draga frá allar kýr og kálfa, og fá fjögra vetrunga í staðinn. Skepnumar sem við sendum burtu verða sendar til Sólbakka. En hver á að gæta að Sólbakka meðan við erum í burtu?” “Hver gæti það?” “Þú gætir það. Já, Miss Taisía, þú! Við getum meira en vel verið án þín, en ekki er hægt að skilja Sólbakka eftir umönnunarlaus- an. Heldur þú ekki að þú værir hólpnari heima heldur en þú ert nú að rekast um óbygðir þess- ar lengst norður í land í flokki sextán útilegu- manna, og hamingjan má vita hverskonar veðr- áttu? Þú ert bara stúlka, Miss Taisía — lang fallegasta stúlkan, sem fæðst hefir í Texas; en stúlka er stúlka. Eg get umgengist nautgripi, en eg get ekki stjórnað stúlkum. Æ, kæra Miss Taisía, farðu nú heim! Við skulum verða komn- ir aftur fyrir þakkargerðardaginn með fullan vagn af jankí peningum.” Stúlkan rétti sig upp. “Eg fer ekki heim. Eg lokaði dyrunum þegar við lögðum af stað. Hvemig gæti eg búið þar alein?” “Eg var ekki að biðja þig að vera þar alein. Það sem eg á við er þetta. Þegar við förum yfir Colorado fljótið þá erum við bara tíu mílur frá Austen- Eg vil að þú og Del skuluð ríða inn til Austen og gifta ykkur. Svo getið þið bæði tekið þessa hjörð, sem fer heim og haft hana með ykkur til Sólbakka.” Gamli maðurinn let á hana með hvössu, gráu augunum sínum. “Getur þú ekki látið mig ganga þér í móður stað Taisía, barnið gott?” “Nei, nei, nei, Jim!” Hún lagði löngu hendurnar sínar ofan á hendur hans. “Biddu mig ekki um þetta. Eg hefi ekkert að lifa fyrir nema þetta, sem við höfum hér meðferðis. Alt sem eg á og alla vini miína hefi eg hér. Nei, Jim, eg vil koma þessu til leiðar og ljúka við það. Þú getur ekki fengið mig á þitt mál. Það er ekki til neins.” “Nei, það er víst ekki,” sagði gamli for- maðurinn og stundi við. “Alt sem eg get sagt er þetta: Guð hjálpi okkur. Það legst í mig að þessi rekstur verði all erfiður.” Þetta var byrjunin á reynslu Anastasíu Lockhart sem hjarðkonu. Þessi skifting hjarðarinnar frá Sólbakka var eins og risavaxið, töfrafagurt málverk á að sjá. Sólin var byrgð. Rykmökkur huldi lands- lagið, hóla og dali, hið græna gras og skóga. Bylgjandi haf af löngum hornum bærðist undir skýinu. Þaðan heyrðust dunur og dynkir. Inn- an um alla hávaðann heyrðust raddir mann- anna, er sungu sálmalag og ættjarðarljóð. Og án afláts rak einhver hjarsveinninn bráð sína út úr hópnum, snaran söng í gegn um loftið og skepnan var feld og merkt. Aftur og aftur, meira en fimm hundruð sinnum var þetta end- urtekið, unz verkinu var lokið. Þetta varaði í fjóra daga. Dásamlega fagurt málverk af miklu starfi. Og þungamiðjan í þessari mynd og orsök henn- ar var ung stúlka, sem óþreytandi reið dag eftir dag gegn um rykið, sem gat ekki leynt henni, né varpað skugga á æsku hennar, dugnað né hið óþreytanlega lífsfjör, sem hún var gædd. 14. Kapítuli. Dan MoMasters, sýslumaður í Gonzales og höfuðsmaður í löðregluliði ríkisins, reið inn á milli hinna dreifðu húsa í þorpinu Austen, höf- uðstaðnum í ríki, sem var svo stórt að maður gat ekki riðið þvert yfir það á heilum mánuði. Ekkert í útliti hans,bar vott um, að hann hefði verið í sterkri geðshræringu nýlega. Fötin hans voru ekkert í ólagi, og andlit hans var eins ró- legt og venjulega. Hann hefði getað verið hvaða hávaxinn og vel búinn maður sem var, og eitt hefði ekki aðgreint hann frá venjulegum gest- um í bænum. Vegna embættis síns bar hann tvær þungar skambyssur í beltinu. Skeftið á byssunni vinstra megin sneri fram, en á hægri handar byssunni aftur, var það fyrirkomulag dularfult hverjum þeim sem íhugaði til hvers það væri. Og einnig það, ef hann væri örvhent- ur, hvor hendin mundi fyrst grípa til vopnsins? Þetta var gáta, sem eitthvað hálf tylft manna hafði aldrei fengið tíma til að ráða sér til gagns vegna tímaskorts. I byggingunni, sem notuð var sem stjómar- bygging fyrir ríkið, sat rjóðleitur maður, frem- ur feitlaginn og gráhærður við skrifborð sitt í skrifstofu ríkisféhirðisins. Þegar ókunni mað- urinn gekk inn, leit hann upp. “Gott kvöld,” sagði McMasters kurteislega. “Gæti eg fundið Rudabough hér?” Emþættismaðurinn svaraði ekki strax. “Þú getur það ekki”, svaraði hann loksins. “Ekki það? Hann er kanske ekki í bænum sem stendur?” “Jú,” svaraði maðurinn. McMasters brosti einlægnislega. “Fyrst svo er, þá er hann ekki lengur i fangelsinu?” Þetta svar kom embættismanninum í geðs- hræringu. “Kemur þér nokkuð við um það?” spurði hann. “Og hvernig veist þú, að hann sé í fangelsi? Hann var ekki lengur hérna en þangað til rétturinn var kallaður saman- Það er ekki nógu margt fólk í öllu Texas til að halda Mr. Rudabough í fangelsi.” “Eg beyrði sagt að emlbættismaður Banda- ríkjanna og félagar hans, hefðu handtekið hann, og lagsbræður hans fyrir nokkrum dögum síðan fyrir sunnan Colorado fljótið, og sent hann hingað í fangelsi. Eins og þú segir, mátti víst telja það víst, að enginn réttur í þessum bæ mundi halda honum í fangelsi.” Hinn rjóðleiti emlbættismaður varð nú ekki eins hnakkakertur. “Eftir lýsingunni, sem eg hefi heyrt, hlýtur þú að vera Mr. McMasters, sýslumaður í Gon- zales héraðinu,” sagði hann eftir stundar þögn. “Já, eg er það,” svaraði McMasters bros- andi. “Eg get líka sagt þér, að eg er bezta skytt- an og veiðihundurinn í öllu Texas. Já, eg er McMasters frá Gonzales.” “Jæja þá,” svaraði hinn vandræðalega, “það er ekki nema rétt að segja þér, að allir þessir menn voru sýknaðir við réttarhaldið.” “Þessvegna kom eg hingað. Eg ætlaði að tala við Mr. Rudabough. Eg hugsaði, að eg gæti útskýrt dálitið fyrir honum, að eg gæti orðið honum að dálitlu liði.” Hinn þagði vegna þess, að hann þorði ekki að segja neitt. “Hvar gæti eg fundið Mr. Rudabough?” Hin rólega rödd var nú dálítið breytt. “Það veit eg ekki. Hann fór í gær í burtu úr bænum með fáeinum öðrum mönnum. Þeir riðu í vestur.” “Það virðist svo sem Mr- Rudabough ætli, að eg sé að rekja feril hans. Hann hefir kanske misskilið tilgang minn. Hann hefir kanske gleymt því, að faðir minn vann á móti, og greiddi atkvæði gegn þrælahaldinu, sem menn- imir í yðar flokki gerðu líka. Því ætti hann að vera að vinna á móti Gonzales? Því að berjast gegn lögregluliði voru? Nú það sem mig lang- aði til að segja Mr. Rudabough er þetta: Eg veit hvar kistan með landseðlunum er núna í dag, og eg er reiðubúinn að segja honum hvar hún er.” Emlbættismaðurinn hóstaði vandræðalega. “Það er sú, sem hann ætlaði sér að ná ií á Sólbakka. Gott, eg náði henni sjálfur. Eg veit hvar hún er nú. Eg get farið með honum til hennar hvenær, sem vera skal. Eru þetta ekki fréttir, sem hann langar til að heyra?” Hinn feitlægni maður réttist upp í sætinu. “Þetta hljómar dálítið einkennilega frá þínum vörum!” “Gott og vel, stundum er það eigi auðvelt að komast að sannleikanum. Eg hefi komist að raun um, að það svarar stundum illa kostnaði að láta alla sjá spilin, sem maður hefir á hend- inni. Lögreglumaður verður að fara gætilega. Ríkisgjaldkerinn hefir kanske misskilið mig. Eg væri kanske viljugur til að vinna með hon- um stundarkorn, en ekki á móti honum. Hvað þá?” “Fólk í Texas hefir einnig misskilið Mr. Rudabough og samherja hans,” sagði embættis- maðurinn. “Hann hefir miklar hugsjónir, og er víðsýnn maður. Vinir okkar í hinum flokknum kjósa heldur að sjá Texas eins og það hefir ætíð verið — afskekt, fátækt, án nokkurrar vonar um verzlunarsambönd og án nokkurrar vonar á þessari jörð- Mr. Rudabough sér bjartari fram- tíð fyrir þetta land. Það gerum við allir.” Hann talaði með miklum móð. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.