Heimskringla - 21.01.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.01.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JANÚAR 1948 NÝJAR LEIÐIR “Stjörnur!” hrópaði Milly. “Þetta eru bara venjulegar stjörnur! En eg veit hversvegna eg vil fara norður — eg ætla að ná mér í epli! Eina eplið, sem eg hefi étið var epli, sem McMasters sýslumaður gaf mér. Hann tók það úr hnakk- töskunni sinni, og spurði mig hvort eg vildi borða það. “Herra sýslumaður,” sagði eg, “hvað mikið kostar svona lítilræði?” “Ó, það kostar hér um bil hálfan dal með flutningnum.” “Ó, sagði eg, “ef það kostar svo mikið, þá verð eg víst að svelta!” En ef eg kemst nokkurntíma riorður, og þangað sem eplin fást, og enginn sértilmín. Já, eg segi nú ekki meira. Nú — Mr. McMasters sagði-----” Hún komst ekki lengra. “Sæktu hestinn minn, Cinquo!” sagði Taisía Lockhart í bjóð- andi málrómi. “Milly, gaktu frá bollunum. — Komið! Við verðum að leggja af stað!” 16. Kapítuli Þessa nótt tindruðu stjörnurnar svo skært, að þær voru alveg eins og lýsing Cinquos af þeim. Alt var hljótt og heilagur friður og kyrð 'hvíldi yfir öllu. Við og við heyrðist gól í sléttu úlfunum. Ró hvíldi yfir hjörðinni þar, sem hún bældi sig á jafnri sléttuni og lágu nautin þétt saman í geysistórum sporöskjulöguðum hring. Voru þau nú ánægð og jórtruðu þar, sem þau lágu. Ekkert sást nema glæðumar af eldi mat- reiðslumannsins, í fjarska heyrðist ómurinn af söng vökumannanna er gættu hjarðarinnar, riðu þeir hægt í kring um hana, tveir og tveir í gagnstæða átt, eitthvað fimtíu fet frá skepnun- um. Fundu þær eins og ósjálfrátt til þess, að þær væru verndaðar frá allri hættu, og lágu óhultar eftir eina dagleiðina enn, sem leiddi þær að fyllingu forlaga þeirra. “Er þetta ekki nóg til að gera hjarðmenn hamingjusama?” sagði Nabours við Del Wil- liams, og kinkaði kolli í áttina til hjarðarinnar. Þeir lágu við hálf útkulnaðar glæður varðelds- ins. “Ekkert getur raskað ró þeirra.” “Ó, við erum ekki komnir langt ennþá “Jim”, svaraði hinn ungi félagi hans. “Erum við ekki? Það geta ekki verið meira en fimm hundruð mílur að heiman til stöðvarinnar við Rauðána. Og við höfum nú tamið hjörðina.” “Eg fer nú að sofa, Del. Þú og Dalhart tak- ið við verðinum um miðnætti. Gættu að stjörn- unum.” í fjarska sást daufur bjarmi af eldinum við tjaldstað Taisíu. Hún lá vakandi í tjaldinu og horfði upp í himin á hinar tindrandi stjöm- ur. Hún sagði við sjálfa sig, að kaffið hefði gert sig andvaka, en samt vissi hún að ástæðan var önnur. En ef hún sofnaði þá vaknaði hún ætíð með sérstaka mynd í huga — af hóp manna, og beint á móti henni maður, sem var algerlega rólegur, þótt væri verið að yfirheyra hann og dæma af honum mannorðið. Hún vissi að það var verra en að veita honum banatilræði. Hefði hún sem ákærandi, dómari og kviðdómur verið réttlát? t Hið þunga loft í tjaldinu ætlaði að kæfa hana. Hún bar því teppin sín út undir bert loft. Hroturnar í Milly og frísið í hestunum, sem bundnir voru þar nálægt var alt, sem hún gat heyrt. Hún studdi olnboganum á dálitla kjarr- hrúgu, sem Sanchez gamli hafði borið saman til skjóls fyrir vindinum. Hann og Aníta sváfu ætíð á svona greinum með lítið teppi yfir sér. En þau sváfu og það gat Taisía ekki. Skyndilega heyrði hún eirihvern hávaða og lyfti sér hærra upp á olnlbogann. Blancocito stóð og rétti fram eyrun í áttina að víðikjarri, sem óx fyrir utan tjaldstaðinn. Hann hringaði makkann og fræsti af reiði. Hún sneri sér og ætlaði að rísa á fætur, því að hún var hugrökk stúlka. Gátu þetta verið Indíánar? Skyndilega fann hún sterka hendi taka fyrir munn sinn. Henni var þrýst niður að jörð- inni. Hú leit upp og sá framan í manninn. Það var hár og sterklegur maður. Hún hætti alt í einu að brjótast um. Hún vissi hver þessi mað- ur var! En til hvers hélt hann henni svona niðri og leyfði henni ekki að kalla á hjálp? “Þey!” hvíslaði hann. “Hrópaðu ekki! Hvar er litla kistan? Hefir þú hana?” Hún hneigði sig til að játa spurningunni. Hún gat engu svarað, því að hann hélt hendinni fyrir munninum á henni, eða reyndi að gera það. “Þjófurinn þinn!” reyndi hún að segja. Því að nú var hún sannfærð um, að dómur sinn hefði verið réttur. “Ó, þjófurinn þinn!” sagði hún eða fanst, að hún segði það. Á meðan hún barðist um eða reyndi að kalla á hjálp, heyrðust ekkert nema hálf niður- byrgðar stunur hennar. Loks reif hún sig af honum, en hann hálf hélt henni niðri með ann- ari hendinni og laut yfir hana. Alt í einu sá hún hann falla á annað hnéð og hendin, sem hann hafði lausa gera snögga hreyfingu. Tvö- faldur skothvellur næstum rétt við andlit henn- ar, sprengdi næstum eyru hennar. Hann hafði skotið á eitthvað í myrkrinu. Nú varð alt í upp- námi. Hestar hneggjuðu og hvæstu. Menn hrópuðu og Taisía gat ekki fylgst með öllu sem á gekk. Hún heyrði jódyn í áttina til runnanna, og hélt að einhver hefði stolið hestinum sínum; hún heyrði mann hljóða í náttmyrkrinu, og hugsaði að þjófurinn hefði drepið eirihvem af mönnum hennar. En nú heyrði hún annað, sem vekur skelf- ingu allra, sem heyra. Dunur í hjörð, sem vakn- ar og fælist. Skothvellir um hánótt var óvenjulegur há- vaði, og þess vegna óskiljanlegur og hræðilegur. Nautin hrukku upp með halana sperta upp, og með hræðilegu ibraki; þegar hornin skullu saman, lögðu þau á flótta í mótsetta átt við þá, sem skotin höfðu komið úr. Óð af hræðslu þutu þau af stað. Báðir mennimir, sem fyrir framan þau voru flýðu á undan þeim og gátu varla haft sig undan. Æðið var í algleymingi. Enginn friður var framar þessa nótt og enginn friður var í sál Taisíu Lockhart. ★ Er hjörðin þaut af stað, biðu mennimir heldur ekki boðanna. Þeir þutu á fætur og hver hljóp að sínum hesti. Allir vissu þeir hvert sitt verkefni var. Þama vaí enginn herfáni að vu'sa þeim veg, en dynurinn og hinn geigvæn- legi hávaði, var þeim bæði leiðarvísir og fyrir- skipun. Hið eina sem þeir gátu gert, var að ríða á eftir hjörðinni. Hver maður varð að leggja alt sitt traust á hestinn sinn. Bráður bani var vís að reyna að halda í við hann eða að leitast við að stýra honum. Hesturinn sér betur í myrkrinu en riddarinn. Ósjálfrátt skilur hann hættuna að verða troðinn undir til dauðs, og þessvegna hleypur hann eins og hann kemst án þess að vera hvattur til þess. Einnig hefir hann vit á því, að halda sig fyrir utan hjörðina. En er þetta kapphlaup hafði varað eina mílu í myrkrinu, tók mannleg skynsemi að ná yfir- höndinni yfir hinum heimska ótta nautanna. Mennimir, sem síðast fóra, sáu blossa framund- an hjörðinni. Þeir sem á undan riðu höfðu snúið á móti henni og skutu nú úr byssum sín- um fyrir ofan nautin, og snera þeim þannig við, og komu þeim til að snúast í hringbendu. Eldblossarnir urðu færri og hættu svo með öllu . Skothvellirnir heyrðust ekki fyrir há- vaðanum í hjörðinni, en mennirnir höfðu engan tíma til að hlaða á ný, enda þurfti þess ekki, þeir höfðu sigrað. Þeir fáu sem eftir voru í tjald- staðnum, heyrðu hávaðann réna, og loks varð þögn og óvissa. Nabours, sem hugði að skotunum hefði ver- ið skotið af sínum eigin mönnum, eða af ein- hverri konunni, lét enga verði eftir í tjaldstaðn- um. Engir voru eftir nema þar, sem kopurnar héldu til. Hinar tvær þjónustu konur Taisíu þutu á fætur og hlupu að tjaldinu, ekki til að vernda húsmóður sína, heldur til að leita sér þar hælis. Sanchez fór með hinum mönnunum. Þær sáu hana í myrkrinu standa hjá hávöxnum manni. Þetta gat ekki verið neinn mannanna frá Sól- bakka, því að hann reið ekki í burtu með hinum. Þær hlupu því íil baka óákveðnar; þær gátu ekkert heyrt né heldur séð það, sem gerðist í myrkrinu. Einhver hvíslaði lágt í eyra Taisíu. — Hún Iþekti röddina: “Litla kistan — er hún í tjald- inu þínu?” Aftur kom spumingin sem hún hat- aði svo mjög; og sem í sjálfu sér var ákæra gegn manninum, sem spurði. “Nei,” svaraði hún með öllum þeim kjarki sem hún átti til, gripin af ótta og reiði, og skyndilegu 'hatri. “Hvar er hún þá? Segðu mér það strax?” “Eg segi þér það ekki!” “Það er gott! Geymdu hana vel. Þeir era að leita eftir henni.” “Þeir leita eftir henni?” Hverjir vora þeir? Og hver var hann? Undir hvaða merkjum var Dan McMasters, sýslumaður og höfuðmaður í lögregluliðinu? Hún heyrði ekki rödd hans framar. Skyndi- lega virtist hann skilja efasemd hennar, því að hún fann hann gríþa um sig og hann þrýsti henni að sér þar, sem hún stóð máttvana gagn- vart afli hans. Enginn hélt nú fyrir munninn á henni, en samt gat hún ekki kallað á hjálp. Hún fann að hann lagði vangann að andliti hennar; heyrði hann stynja þungt. Kossi var þrýst á enni hennar eins léttur og faðmlagið var öflugt og ofsalegt. Og svo var hún laus. Hún var alein. Hann var farinn. Hann gekk í áttina, sem skotin höfðu heyrst frá. Fótatak hans var létt og hratt. Morguninn eftir er þeir leituðu að ástæð- unni fyrir ránfugla hópnum, sem safnaðist saman á sérstökum bletti. Fundu þeir mann. Dauðan mann með hendurnar krosslagðar á brjóstinu og hattinn dreginn yfir andlitið. Enginn þeirra vissi hver hann var. En Taisía Lockhart vissi að McMasters hafði drepið þenn- an mann. Hversvegna? Sanchez var sá fyrsti sem kom heim frá að stöðva hjörðina, og var sá fyrsti, sem sá dauða manninn í dagsbirtunni, og þekti hann. “Namlbre de Dios!” (1 guðs nafni) sagði Sanchez og signdi sig. Hann þekti stígvél mannsins og spora hans. Það var ekki langt síðan hann hafði bundið fætur hans undir kviði hestsins. Sanchez leitaði eins og veiðihundur eftir einhverjum merkjum. Þar vora spor margra hesta. Laus hestur með öngulmerkinu. Þetta var alt saman leyndardómsfult. “Miss Taiaía,” sagði Milly, “þú skelfur, barn. “Hver er þessi maður. Var það hann, sem stóð þama?” “Nei, eg veit ekki,” svaraði Taisía. “En það var ekki eins auðvelt að gera Jim Nalbours ánægðan, er hann kom eftir sólarapp- komuna með andlit svo hrukkótt, að útlit var fyrir, að hann hefði léttst mörg pund þessa nótt. Hann bölvaði hjartanlega þegar hánn spretti af hinum löðursveitta og titrandi hésti sínum. Hann sneri sér til Taisíu, sem hafði komið yfir að tjaldstað þeirra. “Hver gerði þetta?” spurði hann. “Varst þú að skjóta á einhverja skugga. Sjáðu nú hvað þú hefir gert. Fældir alla hjörðina fyrir okkur, sem við vorum rétt búnir að temja! Eg hélt að þú kynnir að fara með gripi!” Stúlkan var þess aibúin að segja, að hún hefði skotið; að hún sæi eftir þessu. Hún lagði lófann á gagnaugað. Hann hafði kyst hana þar. “Jim, eg skaut ekki.” “Hver gerði það þá? Svarta flónið, hún Milly? Þú Milly?” “Eg? Eg gerði það ekki. Byssan mín skýt- ur bara einu sinni. Tvö skot komu frá tjaldi Taisíu. Eg sver helgan eið á biblíunni, Jim, að eg skaut engu skoti.” “Hver var það Taisía?” Hann fór með hana eins og hún væri bam, en rödd hans var rauna- mædd. Skotin komu úr þeirri átt. Hver var það — einn_okkar manna?” “Nei, Jim, Nei!” “Hver var hann! Segðu mér það! Þú ert að halda hlífiskildi yfir honum? Þú veist hver hann er?” “Nú varð löng þögn. Andlit mannsins sneri að henni, það var alt með rykrákum. Hann var trygglyndur maður. Loksins sagði hún: “Já.” Og nú leit hún á hann. Nabours gat sér til, að þetta hefði verið McMasters. “McMasters. Þú veist hversvegna hann kom? Æ Taisía mín!*’ “Eg veit það ekki. Eg hugsa að það hafi verið eitthvað í samlbandi við kistuna. Hann sagði citthvað um hana. Eg veit það ekki.” “Það era landseðlarnir, Taisía. Hann er að reyna að ná þeim? Hvað sagði hann? Spurði hann hvar þeir væru?” “Já. En hann sagði að við yrðum að gæta þeirra vel. Hafa auga á þeim. Eg skil þetta ekki-----” “En eg skil að þessi flækingur, MoMasters er bæði þjófur og fantur. Við hefðum aldrei átt að láta hann sleppa.” Hún gat engu svarað. Þetta var henni ofvaxið. “Sanchez!” sagði hún og benti. Nabours hrópaði upp yfir sig er hann sá Sanchez standa þar og veifa. Hann fór á bak hesti einum og hleypti til hans á harða stökki. Hann fór af baki er hann sá dauða manninn. “Eg þekki þennan mann, Senor Jim”. San- chez var æstur mjög. “Við sendum hann í fang- elsið. Eg batt fætur hans. Hvernig komst hann hingað, fyrst hann var í fangelsi. Nombre de dios!” “En hver drep hann?” “Hver veit það, Senor?” svaraði Sanchez hátíðlega. “Eg fann hann rétt núna.” En hinn þreytti heili Jims varð ennþá ruglaðri, því að hann var uppgefinn eftir næt- urerfiðið og af áhyggjum yfir hjörðinni. “Láttu hann liggja,” sagði hann hörkulega. “Hann er einn í viðbót. Það er sama hver drap hann. Ránfuglarnir era of góðir til að éta hann!” “Miss Taisía”, tók hann aftur til máls, er hann kom að eldinum, “þetta var einn af þorp- aralýð Rudaboughs. Ef McMasters drap hann, gerði hann það í misgripum og hélt að það væri einn okkar manna. Áður en hann fór, lagði hann líkið til. Hvað meira gat hann gert?” Stúlkan þagði. Hún var stirð af kulda eins og höggvin úr ís. “Taisía Lockhart” — rödd gamla mannsins var nú hörkuleg mjög — “við vitum nú loksins eitt — þú þarft ekki fleiri sannanir! Nú er þetta áreiðanlegt!” 17. Kapítuli. “Við verðum að fara af stað Sanchez,” sagði Nahours og rauf þögnina, sem ríkti í hópi mannanna, sem voru alveg móðlausir. “Við verðum að fara til baka. Drengimir héldu sam- ar þremur eða fjórum hópum þarna yfir frá.” “Já, Senor Jim,” svaraði Mexikaninn. Nú kom ennþá riddari á fleygiferð. Higher Egg Prices Recently announced írom Ottawa make it possible to make more money on your poultry — in spite of high- er feed costs—Especially if you start with chicks that- have high laying capacity bred right into them. THE FIRST STEP IS TO ORDER PIONEER "BRED FOR PRODUCTION" C H I C K S , 4-star super Quality Canada Approved R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 14.25 7.60 4.05 W. Leg. 15.75 8.35 4.40 29.00 15.00 7.75 W. L. Pull. 32.00 16.50 8.75 15.25 8.10 4.30 B. Rocks 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 B. R. Pull. 30.00 15.50 8.00 15.25 8.10 4.30 N. Hamp. 16.75 8.85 4.65 .27.00 14.00 7.25 N. H. Pull. 30.00 15.50 8.00 17.50 9.25 4.85 Lt. Sussex 31.00 16.00 8.25 Lt. S. PuLl. 8.00 4.50 2.50 Hvy. Ckls. Bullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed A small deposit will assure delivery of your chicks when you want them. PIONEER HATCHERY 416H CORYDON AVE. — WINNIPEG “Þetta er Dalhart. Hann ætti að vita eitt- hvað. Við verðum að fá okkur ólúna hesta.” “Roco tempo!” (eftir litla stund). Aftur varð hin næma heym gamla manns- ins þeim að liði. 1 fjarska heyrðu þeir bjöllu hljóm. Framundan víði rannunum kom hesta- hópurinn með bjölluhryssuna gráu í broddi fylkingar. Á eftir þeim reið Cinquo, allur rif- inn og tættur með hlóðugt andlitið. Hann fékk ekkert lof og bjóst ekki við neinu. í gegn um rifnar buxurnar sáust bólgnir og rispaðir legg- imir. “Jæja,” sagði Nabours við Dalhart, sem kom að eldinum með blikkbollan sinn. “Við höfum smalað saman eitthvað þúsund gripum, kanske tólf hundruðum. Del og tveir piltanna geyma þeirra á sléttunni eitthvað þrjár mílur héðan. Mikill fjandi er til þessa að vita. Nautin dreifðu sér eins og skógarhænur. Eg hefi ekki séð neinn hinna.” “Jú eg og de hoxribres”, tók Sanchez til máls mjög æstur og benti. “Talaðu ensku”, sagði Nabours gremjulega. “Segurio; muy bien Senor korporal” (auð- vitað, mjög gott, herra liðsforingi). “Eg sagði tveir menn og eg söfnuðum mörgum nautum saman. Þeir sendu mig eftir tóbaki. Við fund- um sjö — átta hundruð hugsa eg. Næstum helming hjarðarinnar.” “Nei, ekki er það helmingurinn. Við Dal- hart verðum að fara af stað. Vert þú heima og líttu eftir öllu. Við verðum að safna þeim að hérna, þar sem náttbólið þeirra var.” “En hver skaut?” spurði Dalhart alt í einu. “Það voru skotin, sem fældu hjörðina.” Nabours leit yfir að tjaldi Taisíu. “Það er undarlegt mál”, sagði hann. Rudaboughs óald- arlýðurinn eltir okkur, að svo miklu leyti sem eg veit. Þeir höfðu það ráð með höndum, að tvístra fyrir okkur hjörðinni, og ræna svo’því sem var á áningarstaðnum?” “En hver skaut skotunum?” “Eg þyrði að bölva mér upp á það, að það var Dan McMasters sem skaut, maðurinn, sem við rákum frá okkur. En hann drap einn af sínum eigin mönnum.” “Ja, hver fjandinn!” “Já, það gerði hann. Líttu á!” Ránfuglarn- ir voru eins og þykt ský yfir grasinu. “Það er einn af mönnum Rudáboughs. McMasters drap hann 'í misgripum. Hann komst alla leið að tjaldi Miss Taisíu. “Jim, þessi þorparalýður í Austen hefir á- kveðið að ekkert af hjörðinni skuli fara út úr ríkinu. Hversvegna?” “Af sömu ástæðum og þeir ætla að ná í landseðla Burlesons Lockharts. Dalhart, óald- arflokkur þessi spilar hátt spil. Þeir ætla sér að stela öllu sem er í Texas og landinu með, og þeim mun takast það.” “Og McMasters slapp frá okkur aftur. Eg hélt að hann væri vinur okkar. Við riðum hestunum hans og era núna að drekka kaffið hans. Hún veit það ekki Dalhart, ef nokkur stúlka þarfnaðist nokkurntíma verndar manns, þá þarf þessi stúlka þess. Giftur konu er einn maður betri en tuttugu aðrir ti^ að vemda hana. Hún þarf að einhver vemdi hana — en enginn er til þess.” “Jæja, eg verð að fara. Þú verður eftir til að líta eftir tjaldstaðnum. Þeir gætu komið aftur. Skjóttu fyrst!” Þegar Dalhart var orðinn einn eftir, fór Ihann að sínum ráðum. Hann bað matreiðslu- manninn um heitt vatn, setti blikkfat á vagn- stöngina og fann sér rriola af gulri sápu. Hann þvoði sér nú í framan og um hendurnar eins vel og honum var unt og þurkaði sér svo á poka er hann fann. Hann grúskaði nú í föggum sín- um og dró upp spánýjar buxur með mjög áber- andi litum, vora þær ljósar með breiðum svört- um röndum, og vora það litir, sem voru hæðst móðins í Texas á þeim tímum. Við þetta bætti hann mjög sterklituðu hálsibindi, sem var eign Cinquos Centavos, og hafði kostað hann næst- um aleigu hans. Dalhart var miskunarlaus.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.