Heimskringla - 28.01.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.01.1948, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JANÚAR 1948 NÝJAR LEIÐIR Það sem hann fann og gat notað í farangri mannanna tók hann með þeirri von, að síðar meir gæti hann gert grein fyrir láninu. Loks strauk hann hið mikla og sólbrenda skegg sitt. og gekk yfir að tjaldi Taisíu. An nökkurs frek- ari formála skipaði hann þjóniustu konum hennar, að hafa sig í burtu eitthvað annað. “Eg lít eftir öllu héma núna sem stendur, Miss Taisía, og langar til að tala við þig svo- litla stimd. Þetta er fyrsta tækifærið, sem eg hef til þess.” Stúlkan leit á hann. Hún hafði verið að gráta. Taugar hennar voru í ólagi. Hún var ekki framar hin hugrakka Taisía, sem ætíð var reiðubúin til að hjálpa og spauga. “Æ, rekið þá burtu!” hún leit að hóp rán- fuglanna. Dalhart gekk inn í hjaldið óboðinn og sett- ist á ábreiðulbagga. “Miss Lockhart,” sagði hann umsvifalaust, “á vissan hátt er eg bara vinnumaður hjá þér. 1 Uvalde getur þú spurst fyrir hver eg er.” “Það get eg sjálfsagt. Þú ert annar mann- anna, sem ferð fremst með hjörðinni. Það ber vott um, að formaðurinn minn líti svo á, að þú kunnir verk þitt.” “Já, eg kann það. Jæja, við Naibours höf- um talað saman. Við álítum að Sim Rudabough og illmenna flokkur hans frá Austen, hafi fælt fyrir okkur hjörðina. Þeir hafa ákveðið að þessi hjörð skuli ekki komast norður, Miss Lockhart. Þeir ætla að dreifa henni og reka hana vestur.” “Þeir hafa landmælíngamenn sína þar úti. Eg sá fjóra þeirra í vor, er við vorum að leita eftir gripum þar. Þeir ætla sér að ná í alt land og alla landseðla, sem þeir geta hönd á fest. Þeir hafa náð mestu af því nú þegar.” Hann talaði um ýmisleg efni og á meðan hann talaði hafði hann ætíð eitt markmið í huga. Augu hans viku ekki frá hinu fríða and- liti. Hún svaraði dauflega og hirðuleysislega. “Faðir minn sagði að Texas landið mundi stíga í verði. Menn hlógu að honum. Þektir þú föður minn?” “Nei, ekki persónulega. En allir í Texas þektu Burleson Lockhart sem ærlegan mann og mikinn mann. Þetta ríki þarfnast hans, það er áreiðánlegt. Við verðum að laga ýmislegt hérna í Austen, annarst tekur Austen alt Texas frá Texas-húum.” “Þessi óþjóðarlýður vill ekki að þú rekir hjörðina iþína norður. Þeir vilja hafa heiður- inn af að gera það, verða fyrstir, þegar þeir eru tilbúnir.” iStúilkan hélt höndunum fyrir andlitið. Axlir íhennar bærðust. Hún var óstyrk eftir alt það, sem gengið hafði á um nóttina. “Já, Miss Taisía,” sagði Dalhart með lágri röddu. “Hann faðir þinn kom ekki heim að norðan. Sim Rudabough kom. Hann er ekki líkur okkur. Hann er víst miklu skynsamari en við héma á Texas. Hann hefir séð meira af heiminum en við. Það er ekki gott að vita hverjir eru í skálkahópi hans. Það þarf marga mikla menn að framkvæma miklar fyrirætlanir, eins og þær, sem hann hefir í huga. Einn þeirra er MoMasters, sýslumaðurinn okkar.” “Æ, segðu ekki meira. Æ, hvað kom þér til að koma hingað?” “Já, eg skal koma að því. Eg ætlaði bara að segja þér, að alt, sem við Jim Nabours höfum sagt þér um Rudaibough er bending í Iþessa átt. Sá maður gortaði af því þegar hann kom að norðan í fyrra, að hann skyldi ná í alla gripina á Sólbakka. Og meira en það! Hann sagðist ætla að fara beint heim að bænum og berja að dyrum hjá þér!” “Hvað?” Reiðiblossa brá fyrir í augum hennar. “Það er alt og sumt. Rudabough ætlaði fyrst að gera þig gjaldþrota. Og þegar þú gast hvergi fundið hjálp — þá —. Miss Taisía Lock- hart”, — rödd hans var nú mjög auðmjúk, “horfur þínar eru ekki góðar. Þú hefir okkur alla, já, en, eins og Jim sagði, tuttugu menn eru ekki eins góð vernd og einn, til stuðnings stúlku.” “Við hvað áttu?” “Jæja, eg verð að tala blátt áfram. Viltu gera svo vel og líta á mig?” Hún leit ekki upp. “Eg kaus að fara með þessari hjörð vegna þess, að eg hafði séð þig. Eg gat ekki annað. Eg ætlaði mér, að bíða þangað til við hefðum náð takmarkinu og selt hjörðina fyrir þig, og þá ætlaði eg að segja þér, að eg vildi giftast þér. Eg hugsaði að um það leyti mundir þú hafa van- ist við að umgangast mig í umhverfinu.” Þögn. Hið rauða hár huldi blóðrautt andlit hennar. Hún stóð á fætur og reyndi að ganga, en hann stóð við hlið hennar. “Miss Taisía. Að hjörðin fældist hefir breytt aðstæðunum. Þú ert í hættu stödd. Þú þarfnast ekki tuttugu manna, þú þarfnast eigin- manns! Langferð eins og þessi er ekki hæfileg- ur staður fyrir þig, jafnvel þótt þú hafir mikla hæfileika. En það er kirkja í Worth víginu, og meþódista prestur. Þangað komum við bráð- lega. Þú hefir nægan tíma til að hugsa um þetta.” Alt í einu fór Anastasía Lockhart að hlægja. Hún hló óstjórnlega, eins og henni væri ekki sjálfrátt. “Er þetta svo hlægilegt, Miss Lockhart?” “Já!” svaraði hún. “Worth-vígið — þetta var einmitt það, sem Jim réði mér til að gera. En fyrst sagði hann Austen. Og — þá var það annar maður!” “Það var Del Williams! Sagðir þú hon- “Eg sagði honum ekki neitt! Hann hefir aldrei spurt mig neins. Þetta þarft þú ekki né eg að ræða frekar, nú eða síðar. Þetta er nægi- legt.” “Nú, eg gat ekki að þessu gert — eg elsk- aði þig þegar eg sá þig í fyrsta sinni, og fylgdist með ykkur vegna þess að eg gat ekki annað. Og þú þarfnast manns eins og mín — og —”. Rödd- in kafnaði niðri í honum vegna rothöggsins, sem hin takmarkalausa hégómadýrð hans hafði hlot- ið. Og hver var hún svo sem, foreldralaus stúlk- an, að þykjast of góð handa ærlegum manni, Texas-búa eins og hann var? Skyndilega rétti hann út granna, sólbrenda hendina. Fegurð hennar yfirþyrmdi hann al- veg. Stúlkan hörlaði undan og lagði hendina á þunnvangann, þar sem hann hafði stolist til að kyssa hana í myrkrinu. “Nei, nei, þú mátt þetta ekki! Nei, víst þarfnast eg verndarmanns, já, það þarf eg á- reiðanlega! En eg get ekki--- “Eg get vel beðið. Eg hafði hugsað mér að bíða þangað til gripirnir væru seldir. En er þetta upphlaup varð, hugsaði eg, að bezt væri að bíða ekki.” “Bíddu”, var alt sem hún gat sagt. Æst og óhamingjusöm, laut hún sínu fagra höfði. Hann var nógu mikill maður til að fara. Er hann var farinn, skildist henni, að hann hefði verið nógu mikill maður til að koma. Og síðar, er hún hafði í raunum sínum litið á ástæður sínar, skildist 'henni, að forlögin hefðu varpað henni inn í slíka tilveru, að stúlka í ! hennar sporum átti ekki úr mörgu að velja. Og hver var hún, að hún biði uppfyllingar hins gamla draums um hamingju? Hún reyndi að hugga sig með heimspekilegri íhugun. Mjög léleg huggun fyrir stúlku. 18. Kapítuli. Morguninn rann upp. Smalarir tóku nú með aðstoð hestanna að fá mannlegt vald yfir nautunum. Hverjum hópnum á fætur öðrum var smalað saman, og loks gengu þeir úr skugga um að hjörðin var eigi gersamlega glötuð, og fleiri naut fundust, en óreyndum manni mundi hafa til hugar komið. “Þeir hafa að minsta kosti þúsund gripi þarna,” sagði Dalhart við matreiðslumanninn. Hann sveiflaði sér í söðlinum og reið á móti hjarðmönnunum og Nabours, sem kom á móti honum og rétti upp hendina. “Bíddu við, Dalhart,” sagði hann, “við verðum að telja það, sem fundið er. Hnýttu hnúta á snöruna þína.” Þeir færðu sig fjær hvor öðrum. Hjörðin var svo rekin hægt á milli þeirra, og töldu þeir svo gripina á þennan frumstæða hátt. Þeir sátu á hestbaki andspænis hvor öðrum, og við hvert hundrað, sem þeir töldu, færðu þeir einn hnút á reipin fram undan þumalfingrinum. Er síð- asti uxinn gekk framhjá þeim, var mjög lítill munur á tölunni hjá þeim. “Ellefu hundruð fjörutíu og sex!” kallaði Nabours. Dalhart kinkaði kolli. “Eg er ekki alveg viss. Mér taldist ellefu hundruð og fimtíu.” Nabours tautaði: “Þetta er bara slæðingur og ekkert meira. Farðu nú og hjálpaðu hinum piltunum, Dalhart. Það er stór hópur hinu megin, um fimm mílur héðan. Komið þið með hann hingað.” Del Williams reið að eldinum og fékk sér kaffisopa áður en hann snaraði sér óþreyttan hest og lagði á hann. Áður en hann reið burt, sneri hann sér til Nabours og sagði: “Var nokkur af piltunum hér um bil þrjár mílur í norðurátt héðan?” “Eg veit ekki. Flestir gripirnir hlupu aust- ur.” “Nú, eg sá marga menn ríða upp að hæð- unum rétt um sólaruppkomuna.” Nabours tautaði eitthvað um grun sinn. “Jæja, þetta gæti verið verra,” sagði Wil- liams. “Eg sá um fimtíu gripi í þurrum árfar- vegi. Eg veit ekki hvað fleiri kunna að vera hér á kring; en piltarnir eru að smala mörgum sam- an við sléttu brúnina, þar sem lækurinn renn- ur. Við höfum ekki náð saman helmingnum af hjörðinni, en piltamir koma sjálfsagt með fleira.” “Jæja, Sinker!” sagði Nabours við hesta- sveininn, sem nú kom í ljós og hafði feimnislegt bros á andlitinu. “Þú ert orðinn reglulega dug- legur hjarðmaður, í skinnibuxum og öllu, sem tilheyrir.” “Del sagði, að eg mætti vera í legghlífunum sínum”, svaraði drengurinn og roðnaði. “Bux- urnar mínar voru allar í tætlum og Dalhart gengur með hálsbindið mitt. En má eg nú ekki fá leyfi til að skilja við hestana mína og hjálpa til að leita eftir nautunum? Hestarnir fara ekki langt.” “Svo þú vilt verða smali án frekari um- svifa? Hugsa þú um hestana. En þú getur far- ið, ef þú lofast til að vera ekki lengur í burtu ’en einn klukkutíma, eins og hún mamma þín var vön að segja.” Drengurinn söng fullum rómi er hann reið í burtu. Hann vonaði, að hún hefði séð híung- inn, sem var tekinn að spretta á vöngum hans. “Eg veit hvað eg skal gera,” sagði hann við sjálfan sig. “Hér eftir skal eg liggja hennar megin þegar við áum á nóttunum. Þá verð eg nær henni en nokkur annar og get gætt hennar. ★ Ryk og hávaði, vottur þess að fleiri naut- gripir væru að bætast í hópinn. Þeir Dalhart og Nabours urðu að telja tvisvar ennþá. “Jæja, við erum búnir að safna saman meira en tuttugu og fimm hundruð gripum, og fleiri koma, bíddu þangað til Sinker og San- chez koma með sinn hóp. Finnum við yfir þrjátíu og fimm hundruð, höfum við nógu stór- an rekstur. Hvað gerir til um fáeina gripi? Við ' getum leitað á öllu þessu svæði á morgun. — Nautin voru alt of full til að hlaupa langt, en þau dreifðust í allar áttir.” Er Nabours hafði hvílst og drukkið kaffið, fór honum að létta fyrir brjóstinu. “Bráðum fer eg að tjaldi Miss Taisíu, til að segja henni, að við séum ekki gjaldþrota enn.” “En segðu mér nokkuð, Dalhart,” sagði hann og leit rannsakandi á hinn fagra búnað mannsins, er bar svo mjög af klæðum hinna, “ert þú á leiðinni í kirkju? Og segðu mér eitt, hefir þú löðrað bjarndýrafloti í skeggið á þér?” Dalhart lét sér hvergi bregða og strauk sitt gróskumikla skegg. “Láttu þér hægt,” svaraði hann, “hvers virði er maðurinn án skeggsins? Kvenfólkið getur ekki staðist skeggið. Eg hefi látið það vaxa síðan eg var tvítugur, og ætíð hefi eg reynt, að þegar eg sveiflaði skegginu yfir stúlku andlit var hún mín.” “Þú átt þó aldrei kærustu, eða hvað?” svaraði Jim Nabours. “Jæja, mundu eftir að það eru margar, sem þú hefir ekki þurkað í framan með skegginu og verða sjálfsagt fleiri. í gripageymslu eru traustir fætur betri en sítt skegg. Líttu bara á drenginn, hann Sinker. Hann verður góður hjarðmaður.” Þessi spádómur Nabours varð staðfestur þennan dag. Allan daginn óx hjörðin, og seint um kvöldið kom síðasti hópur hinna langhymdu nauta, og á eftir þeim var hinn framsækni Cinquo, var hann ásamt hinum trúverðuga San- chez, er hafði gætt stórrar hjarðar, og beðið eftir hjálp, að koma henni heim. “Þú gerir skinnlbuxunum hinn mesta sóma,” sagði formaðurinn. Nú voru allir komnir heim að áningastaðn- um. Eldurinn glóði í hlóðunum og hjarðmenn- imir átu þrjár máltíðir í einu — baunir, brauð og síróp. Ánægðir ræddu þeir um æfintýri dagsins. Engan þeirra vantaði, og ekki nema einn tíunda af hjörðinni. Fanst þeim nú að óhappinu hefði verið afstýrt. Jafnvel Nabours tók nú að ræða við þá. En hinir tveir, sem síðast komu sögðu mestu tíðindin. “Sanchez fann hann,” sagði Sinker hvað eftir annað í frásögn sinni. “Þegar eg sá hann, var hann dauður, steindauður. Hann var ekki einn okkar manna. Hann varð fyrir nautahópn- um, er hann æddi yfir árfarveginn.” “Er þetta satt, Sanchez? Hver var þetta?” spurði Nabours gamla Mexikanann. “Es verdad. Quien es? Yo no sais.” (Það er satt. Hver er hann. Eg get ekkert um það sagt.”), svaraði Sandhez og ypti öxlum. Hann var gildvaxinn með rautt andlit, og líktist alls ekki hjarðmanni,” svaraði Cinquo. “Nei, en eg skal ábyrgjast að ihann líktist raunverulegum nautaþjóf,” tautaði Nabours. “Eg skal ábyrgjast, að þeir vom fast hjá hjörð- inni okkar í nótt sem leið. Jæja, búið er að sjá fyrir tveimur þeirra. Látið bölvaðan þjófinn liggja þar. sem hann er kominn. Eg vildi bara að þetta væri annaðhvort Sim Rudabough eða McMasters.” * Með því að mennirnir voru duglegir reyndist skaðinn minni en áhorfðist næsta morgun. Nabours áleit að þeir gætu lagt af stað næsta dag, en nokkrir skyldu verða eftir og safna því, sem kynni að finnast. Ekki vant- aði meira en tvö eða þrjú hundmð, kanske færra. En samt var það skaði. Auk þess sagði Del Williams, að margt hefði fundist, sem ekki bar leiðarmerkið. “Þú átt við að merkið sjáist ekki á þeim ennþá,” sagði formaðurinn. “Við erum að vinna fyrir munaðarleysingja. Kýr em aldrei nema kýr, og menn hér um slóðir sakna ekki einnar belju.” “Eg náði þeim eða nokkrum þeirra,” svar- aði Cinquo. “Eða við Sanchez gerðum það. Við fundum Alamo, stóra, brúna uxann, og stór hjörð af villunautum fylgdi honum.” “Góðan fomstu uxa hefi eg,” sagði Na- bours og sötraði kaffið. “Þú ert fæddur til að verða nautasmali, Cinquo.” Möglunarlaust tókust hinir þreyttu menn á hendur náttgæsluna, til að tryggja sér að hjörðin dreifðist ekki á ný. Enginn svaf þessa nótt. Matreiðslumaðurinn hélt við eldinum, og við og við komu mennirnir heim og fengu sér hressingu. I tjaldbúðum Taisíu var Mtið um svefn. Aníta gamla dottaði við eldinn, en Milly var í vígamóð. “Eg hefi skot í byssunni minni, sem skal fara í svarta fíflið hann Jim, Miss Taisía,” sagði hún, “en ofan á því skoti er annað, handa hvaða manni, sem læðist hér um í myrkrinu. Komi hann aftur skal eg skjóta hann í tætlur — það er áreiðanlegt.” 19. Kapítuli. Engin fleiri merki fundust eftir hina leyndar dómsfullu ræningja, er sér til raunar og skaða höfðu brotist inn í hjörð iSólbakka fólksins. Þeir hurfu út í veður og vind og skildu eftir gmn og tortryggni. Enginn heiður var hinum látnu sýndur, er vom látnir liggja þar, sem þeir vom komnir. Hjarðmennirnir vom svo gramir þeim, að þeim datt ekki í hug að j arða þá. Er síðustu gripunum var smalað, virtist lítið vanta á hjörð- ina, og hélt nú reksturinn áfram dag eftir dag, eins og tröllaukin margfætla, yfir hina grænu sléttu. Naut, hestar, riddarar og kermr. Alt gerði skyldu sína á leiðinni, rétt eins og hver léki sitt hlutverk í sjónleik. Ennþá áttu þeir tvö hundmð miílur að Rauðánni, en hún féll á norðurtakmörkum Texas. Tíu mílur, tólf og stundum fimtán var farið á dag í norður átt, og aldrei þurftu menn- imir að reka á eftir hjörðinni. Þeir áttu nú ekki langt til lands Indíánanna; og hvenær, sem var, máttu þeir eiga vísa von á ránstilraunum hvítra óaldarseggja, semþeir óttuðust meira en Indíánana. Er þeir nálguðust Rauðána án þess að vera ræntir, tók þeim að létta fyrir brjósti. Ef þeir hefðu vitað hvað þeirra beið á hinum ókunnu slóðum norður frá, mundi þeim ekki hafa verið svona rótt í skapi. ★ Ekki var það falleg sjón að sjá herbúðir Rudaboughs og tuttugu félaga hans. Þær stóðu á hæð sunnan verðu við landamærafljótið, og höfðu sest þar að eftir að hafa flýtt sér fram fyrir Sólbakka hjörðina. Um tíma höfðu þeir vitað til, eða giskað á hvar hjörðin var, en ekk- ert höfðu þeir grætt á að flýta sér svona að fljótinu. Nú var hjarðarinnar von, en samt sást hún ekki, ekki húð né hár af henni. Mönnunum í verbúðunum leiddist og leið illa. Þeir höfðu farið svo fljótt af stað, að þeir höfðu lítið meira með sér, en það, sem þeir reiddu fyrir aftan sig. “Hvernig átti eg að vita hvar þeir mundu fara yfir fljótið?” sagði Sim Rudabough sem svar við spurningu, er hann var spurður. “Þeir ættu að fara ihérna yfir það. Þetta er gamla brennivínsstöðin, beint norður af Worth og Bolivar. Hér var Chisholm vanur að fara yfir á leiðinni að Canada fljótinu. Þessvegna kom eg hingað.” “Jæja, þeir fóru nú ekki yffr það hérna. Er þeir komu til Bolivar síðast liðna viku, hafa þeir víst fylgt Elm ánni í áttina til spanska víg- isins lengra vestur. Þeir hljóta að vera góðir hjarðmenn, að minsta kosti hafa þeir gengið úr greipum okkar.” “Það hafa þeir alls ekki gert, Hanson,” svaraði leiðtogi þorparanna reiðulega. “lEnginn gengur úr greipum Sim Rudaboughs.” “Hvað sem því Mður hljóta þeir að vera komnir norður fyrir Rauðána nú.” “Ekki skaltu ætla það! Rauðáin er næstum bakkafull. Engin hjörð veður ihana nú. En séu þeir komnir yfir fljótið hugsa eg að við þekkj- um Indíána betur en þeir. Fari þeir of langt vestur rekast þeir á Comanchana. Þeir eru ekki búnir að bíta úr nálinni með þetta ferða- lag ennþá. Ekki það, að mig langi lengur í hor- grindumar þeirra,” bætti hann við. “Við gæt- um grætt meira á að níða til baka til Palo Pinto og fara svo upp eftir Brazos. En það eru ekki allar hjarðir, sem hafa með sér hundrað mílur af landseðlum í kistu. Strax og fréttin berst, að hjörðin hafi verið seld í Abilene, stígur landið í verði og það fljótt.” “Og’auk þess,” bætti annar við hlægjandi. “Og auk þess, já. Eg hefi aldrei hatað neinn mann eins innilega og Burleson Lockhart. Eg skal ofsækja hann út fyrir gröf og dauða. Land- seðlar þeir, sem eg tók frá honum nú, eða fjöl- skyldu hans, eru mér fimm sinnum meira virði | nú eftir hann er dauður. Og dóttir hans--”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.