Heimskringla - 04.02.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.02.1948, Blaðsíða 4
4. SIÐA H EIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. FEKRÚAR 1948 Itrcimskringlci (StofnuO ÍSM) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Fif?endur: THE VIKING PRESS LTD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Ver8 blaösins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Aliar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave„ Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 4. FEBRÚAR 1948 Um nýja bæjarráðshöll ao Bæjarráð Winnipegborgar kvað hafa á prjónuxn sínum reisa nýja bæjarráðshöll. Mun þess enginn vanþörf, ef dæma skal af brakinu í gólfunum í gömlu höllinni er um þau er gengið. Auk þess eru skrifstofur borgarinnar hingað og þangað og annars staðar en þær ættu að vera. En málinu er ekki langt komið enn. Nefnd hefir þó verið að athuga það í nokkra máuði. Er álit hennar, að hin nýja höll ætti að vera á sama staðnum og hún nú er, en þó stærri og meiri öll um sig. Húsið telur hún þurfi að vera einar 16 gólfhæðir. í því rúmuðust allar skrifkofúr bæjarins, að Hydro skrifstofum með- töldum. Hrófin nú fyrir aftan bæjarráðshöllina, skuli jafna við jörðu og gera úr þeim veglegan gras og blómagarð. Lengra nær ekki starf nefndarinnar enn sem komið er, eða svo að birt hafi verið. Eftir er að gera áætlun um kostnað hennar og hvenær fýsilegt sé að ganga til verks. Kemur þar margt til greina, eins og hvernig er um öflun efnisins. Á því virðist vera hörgull eins og stáli og sementi. Þá verður að líkindum almenn- ings atkvæði látið skera úr 'hvort féð verður veitt. En alt er enn ógert til þess að hægt sé fyrst um sinn, að leggja málið þannig fyrir bæjarbúa. En það er samt gott til þess að vita, að bærinn er byrjaður á verki og hugsar sér að hafa eitthvað fyrir stafni. Hann hefir ekki verið neitt framkvæmdasamur í þá átt lengi. Auditorium ihöllin, skurðræstingin mikla, Main Street og Salter Street brýrnar, voru allar gerðar með fjárframlagi til atvinnubóta af stjórn landsins, sem þá var (Bennett-stjómin). En alls þessa þarf með, ef bærinn á að eiga sér einhverja framtíð. Atvinnuleysis-vátryggingar ------ i Hvernig er það með atvinnuleysis-vátryggingar Canada? Eru menn nokkru öruggari fyrir þær, ef illa fer og atvinnuleysi steðjar að? Þannig spyrja margir. Raunveulega eru tryggingamar á þessa leið: Tryggingar- sjóðurinn er nú samkvæmt síðustu skýrslum sambandsstjórnar orðinn 405 miljón dalir. Hér er ekki um smáræðis fésýslu að ræða. 1 sjóðinn leggja 3,225,238 verkamenn og 18,334 vinnuveit- enda-félög. Hver verkamaður greiðir í hann að jafnaði 27 cents á viku, en hver vinnuveitandi 36 cents. Hæsta fjárhæðin, sem úr sjóðnum er greidd, er $14.40 á viku. Þykir það ófullnægjandi. Hefir Hon. Humphrey Mitchell, verka- málaráðherra kvatt til þess, að hækka greiðslu til atvinnu- lausra í $18.30 á viku — og gjald hvers í sjóðinn sé vegna þess hækkað í 42 cents. Sambandsstjórn greiði um 20% af hækkun iðgjaldsins eins og hún hefir gert. Ástæðan sýnist góð og gild fyrir hækkuninni úr $14.40 á viku. Það getur engin fjölskylda-séð fyrir sér með því og allra sízt í þeirri dýrtíð sem nú er. Þeir sem geiddu fyrst fé í atvinnuleysis- sjóð, höfðu ekki yfir $2,000 árstekjur. Síðan hefir þetta hækkað og greiða nú í sjóðinn þeir sem yfir $3,000 árstekjur hafa. Hækkun vöruverðs hefir hækkað kaupið. En þó þeim, sem atvinnu hafa, sé verðhækkunin bætt, er hún ekki bætt atvinnulausum. En nú ber þess að gæta, að trygging þessi er þeim reglum bundin, að enginn fær styrk lengur en ár í einu. Og til þess að cá hann svo lengi, þarf styrkþegi, að hafa goldið í atvinnuleysissjóð í fimm ár. Þessi regla er hin sama — eða 1 á móti 5, þegar um skemra atvinnuleysi er að ræða en fult ár. Fyrir að hafa goldið fimm sinnum í sjóðinn, fær sá atvinnulausi eins dags framíærslu- styrk eða tryggingu. Þetta sýnir ljóst, að þessi tryggingar aðferð fyrir atvinnuleysi, er ófullnægjandi. Hún er bráðabirgðar-hjálp en ekkert meira til atvinnulausra. Nú hefir mesti fjöldi þeirra, er í sjóðinn greiða, stöðuga atvinnu. Finst þeim, að eftir að þeir eru búnir að greiða í sjóðinn í fimm ár, að á þeim ætti gjaldinu að vera létt. Þegar þeir eiga orðið eins árs tryggingu í sjóðnum, sé á það litið, sem þeir hafi greitt sína vátryggingu upp, eins og hjá lífsábyrgðarfélögum eigi sér stað. Það sem þeir greiði hér eftir, sé þeim engin trygging eins og reglurnar nú séu — og um aðeins eins árs atvinnubætur sé að ræða fyrir hvað mörg ár, sem í sjóðinn er greitt. Þannig virðast sakir standa með atvinnuleysis tryggingarnar. Er ekki annað hægt að segja, en að það skorti mikið á að þær séu það, sm mönnum finst, að löggjöf af þessu tæi ætti að vera. Hún er lítið meira en nafnið, enn sem komið er. ingu á margháttuðum og merki- legum framkvæmdum á Pat- reksfirði hin síðari ár, hafnar- gerð, byggingu sundlaugar og sjúkrahúss, að nokkurar hinar helztu séu taldar, og bera þær gott vitni umibótaáhuga bæjar- búa og hollum metnaði fyrir hönd kauptúns sáns. Við lestur þessarar greinagóðu frásagnar, sem prýdd er nokkurum mynd- um, rifjaðist einnig upp í huga mínum dagstund á Patreksfirði lýðveldishátíðarsumarið, og leit eg þá eigin augum ýms þau mannvirki, sem hér er lýst. Amgnímur ritstjóri er hvort- tveggja í senn maður ritfær vel og að sama skapi áhugasamur um menningarmál bæði heima í héraði og varðandi alþjóð, og lýsir það sér glöggt í greinum hans í þessu hefti ritsins. Nefn- ist forystugreinin “Eitt er nauð- synlegt”, og er djarfmælt árás á efnishyggju samtíðarinnar. — Aðrar tímabærar greinar hans fjalla um skógrækt, eþikum í nágrenni Isafjarðar, um áfengis- mál, og um verndun og viðhald Hrafnseyrar, fæðingarstaðar Jóns Sigurðssonar forseta; munu allir sannir Islendingar sam- mála greinarhöfundi um það, að þann stað beri að varðveita á sem fegurstan og virðulegastan hátt, en sögulegri helgi hans er eftirminnilega lýst í þeim ljóð- iínum Hannesar Hafsteins, sem eru einkunnarorð greinarinnar: “Eyrin Rafns, það ljós sem lýsti löngu síðar við þinn garð enga helspá í sér hýsti, Islands reisnar tákn það varð.” Ýmsan annan fróðleik flytur ritið; minnist t. d. sextugsafmæl- is (24. sept. 1946) hins þjóðkunna og þjóðholla listamanns, Guð- mundar Jónssonar frá Mosdal, sem auk snildarlegra smíðisgripa sinna, hefir int af hendi mikið starf í þágfu Ungmenn|afólag- anna og Góðtemplarareglunnar. Kvæði Jens Hermannssonar kennara, “tSigling lífsins”, er gjörhugul og táknræn lýsing för okkar mannanna barna um ævinnar sæ, með öllum hans veðrabrigðum. Náin kynni höf- undarins af sjóferðum leyna sér eigi í myndum og máli. Lýk eg svo umsögn þessari með því að þakka Arngrími rit- stjóra hlýleg ummæli, í eigin nafni og Vestfirðinga, í garð undirritaðs í tilefni af fimtugs- afmæli hans. Góðhugurinn er altaf byr í segl. II. AÐ LOKM M LESTRI Eftir dr. Richard Beck I. Nýlega barst mér í hendur 3. árgangur (1947) af ársritinu 17. júní, sem Arngrímur Fr. Bjarna- son, ritstjóri á Isafirði, gefur út, og prentað er í prentstofunni ís- rún þar á staðnum. Er ritið hið smekklegasta að frágangi, bæði um prentun og pappír, og flytur læsilegt og um margt athyglis- 'vert efni, alt frá hendi ritstjór- ans sjálfs, nema eitt kvæði, er nánar verður getið. Ritið stefnir að því þarfa' vegar markmiði, að vera sameiginlegt ýmsar aðrar greinar í ritinu. menningarrit Vestfjarða, með í hinum fjölþætta og mynd- því, meðal annars, að skýra frá um prýdda greinaflokki, “Merk- Ársrit íslenzkra kvenna, Hlín fyrir árið 1947, er einnig nýlega komið hingað vestur, og er það 30. árgangur þessa vinsæla rits Hefir Halldóra Bjamadóttir Akureyri verið útgefandi og rit- stjóri þess frá byrjun og unnið með því hið þarfasta verk, en hún er fjöldamörgum íslending- um í landi hér að góðu kunn síð- an hún var á ferð hér vestra íyrir nokkrum árum og lagði leið sína víða um álfuna. Þetta hefti hefst á ættjarðar- kvæði eftir Ragnheiði G. Krist- jónsdóttur í Straumfjarðartunga er flutt var á Fáskrúðarbakka Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi 17. júní 1944, þar sem djúp trú- rækni og þjóðrækni fléttast sam- an. Þá flytur ritið að vanda skýrsl- um starf Kvenfélagssambands íslands og annara kvennasam- banda, og er það bæði fróðlegt og ánægjulegt að kynnast marg þættum áhugamálum og menn- ingarviðleitni íslenzkra kvenna. Um félagsleg störf þeirra víðs- landinu fjalla einnig framkvæmdum í hinum iskonur”, er íslenzkra ágætis- ýmsu bygðarlögum á þeim slóð- og forystukvenna á mörgum um og þeim mönnum, er þar sviðum minst að verðugu. Orð koma mest við sögu. Flytur það skáldsins: “Mörg í Islands djúpu að þessu sinni allítarlega lýs- dölum drotning hefir bónda fæðst”, hvarf mér í hug að lokn- um þeim lestri. 1 greinaflokki þessum ritar Elsa H. Guðjónsson einkar hlý- lega um Jakobínu J ohnson skáldkonu í Seattle og Halldóra Bjamadóttir í sama anda um prófessor Dóm Sumarliðason Lewis í New York. En það er svo sem ekki neitt nýtt, þó Hall- dóra sýni í þessu riti sínu hlý- hug sinn til Islendinga vestan hafs; það hefir hún oft gert áður, og gerir það, auk ofannefndra greina, með ýmsum öðrum hætti í þessu hefti, svo sem með end- urprentun á greinum og kvæð- um héðan að vestan, og með því að draga sérstaka athygli að vikublöðum vorum og ýmsum ritum. í þessum árgangi eru einnig greinar um uppeldis- og fræðslu- mál, um heimilisiðnað, og erindi og greinar um hugsjónaleg og menningarleg efni eftir konur víða um land, sem sýna það, að þær eru fullfærar um það, að finna hugsunum sínum og hjart- ansmálum viðeigandi orðabún- ing. Viísur Rakelar Bessadóttur, að Þverá í Norðurárdal, “Vinimir mínir”, um smáfuglana að vetr- arlagi, sem birtar eru 1 hinum fróðlegu þáttum “Sitt af hverju” bera því einnig vitni, að íslenzk- um konum er hringhendan til- tæk; en þetta er seinasta vísan: “Ekkert saka söng þinn má samt um klakadýnu. Vorið blakar vetri frá vængjataki þínu.“ Eg veit, að þeir verða margir í hópi Islendinga hérna megin hafsins, sem óska Halldóru Bjarnadóttur og Hlín til ham- ingju með þrítugsafmælið og sem lengstra lífdaga, jafnframt því og þeir þakka unnið starf í þjóðar þágu heimafyrir og rekt- arhuginn yfir hafið. ! NÚ ER HANN HAUÐRI HNIGINN SEM SIZT MÁTTI MISSA SIG Gamall maður staulast hrum- um fótum um hljóðlát stræti þegar árroðinn bregður birtu á skýin. Hann er á leið til bæna- halds við elfar bakkann. Þarna, í fersku morgun skini, við ár- strauminn sem minti á mátt og endurlífgun, hafði þessi öldung- ur, um ára skeið, flutt guði lífs- ins og ljóssins bænir sínar. Þær bænir voru altaf um betri jörð, bygða og ræktaða af greindara, göfugra mannkyni, sem stofnað gæti og starfrækt friðar-ríki farsældarinnar á jörðinni. Þarna hafði hann fundið sig í samræmi við þau máttarvöld sem ávaxta vilja alla iðju til láns og gengis fyrir alla heimsbúa. Þama gengur gamall maðurf sem vildi öllum vel en engum ilt. Þama gengur hetja sem engar ógnanir fengu beygt né fangelsi helsað. Þarna fór frið- flytjandi, sem sigraði hersveitir með krafti kærleikans, sem yfir- bugaði ofbeldið með ofbeldis- leysinu, heimskuna með heil- brigðum xökum, hatrið með fyr- irgefningu. Þarna fór alfrjáls andi sem aldrei hafði gengið til samninga við Satan. Þessvegna var hann frjáls í fangelsum og voldugastur sem dæmdur glæpa-' maður, dæmdur af rangsnúnu réttarfari sinnar samtíðar. —• Þarna fór heilsuvana gamal- menni, smár vexti og óásjálegur að ytri sýn, maður með mittis- skýlu og stafprik í þendi, maður sem ekkert átti nema sjálfan sig og lét sér þau auðæfi nægja. Samt var hann stórveldi, mátt- ugri miklu en flest eða öll stór- veldi. Hann var dáður meir en konungar, hyltur meir en her- foringjar, virtur meir en auð- mæringar og þeim auðugri því lann átti óskifta vináttu og traust svo að segja allra manna i öllum löndum. Ahrifa hans gætti um víða veröld, og orð hans máttu sín méira en nokk- urs annars manns í samtíðinni. Fyrir hann hefðu þúsundir manna fómað lífi sínu af fúsum vilja. Þarna fór maður aldinn að árum en ungur samt, því andi hans nærðist af ódáins veigum guðinnlblásinna hugsjóna og bætilyfjum óslökkvandi mann- ástar. Sál hans safnaði geislum sannleikans við hvert fótmál á æfiskeiðinu, þessvegna óx hon- um vizka og máttur með morgni hverjum. Allan ábata sinnar margbreytilegu lífsreynslu geymdi hann í grandvöru hjarta. Frá þessum auði ljóss miðlaði hann öðrum Ijósi. Fögur sál er eins og hinn himinhreini regn- dropi sem klýfur sólarljósið í hið fjölþætta geislarof friðar- bogans. Hann afsalaði sér heimsins gæðum til þess að þjóna þörfum mannanna. Hann vildi lauga þá hreina af fáfræði og fordómum, af heimsku og hatri, af fégirnd og ranglæti, af hégómaháttum og stærilæti. Til þess að vera annara kennari varð hann fyrst og fremst að þjálfa sjálfan sig í þessum dygðum. Miljónimar elskuðu hann sem ástkæran föður eða hugljúfan bróður. Þessvegna var hann voldugasti maður veraldarinnar á sinni tíð. Þetta litla sem enn- þá er til af heilbrigðu mannviti hallaðist að honum og hylti hann sem spámann verðandans. Mörg- um fanst jarðvistin viðunanlegri meðan iljar hans tróðu svörðinn. Meðal heilbrigðar sálir fyrirfinn- ast bregður þó altaf fyrir bjarma af vonum. Það sem er háleitt og fagurt lireppir eðlilega hatur þess lága og ljóta og djöfulæði heimsk- unnar leitast altaf við að slökkva það ljós er ber moldvörpum mannlífsins ofbirtu í augu. Það er eðlislögmál heimskunnar að hata ljósið, ofbeldisins að of- sækja friðflytjendur, afturhalds- ins að fyrirlíta framsóknina. — Þess vegna hefir þymibraut mannlífsins varðast leiðum öðl- inganna sem mennirnir myrtu. Fátt er jafn hættulegt sem að vera framfaramaður og frjáls- lundaður í hugsun hverri. Of- stækisæði múgheimskunnar stendur altaf reiðubúið til á- verka við þann sem vogar sér að leita að nýjum og betri leiðum til guðríkis. Framfarirnar liggja aðallega í því að nú hefir tækni- þekkingin búið heimskuna betri vopnum, þessvegna er hemaðar hneigðin altaf að verða ægilegri með hverjum áratug. Fín vasa-skamibyssa í vitfirr- ings hendi, örsnögg krampakend hreyfing í stjómlausu tauga- kerfi, þrjú skot og vitrasti og bezti maður veraldarinnar hníg- ur í blóð sitt helskotinn. Vitr- ingurinn fékk hægan beð í and- látinu, hann hallaði höfði að hjarta æskunnar við barm son- ar dóttur sinnar, meðan hel- myrkrið seig á brár sjáandans. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun, að brjálæðis aðkast 'hins óða manns hafi gersamlega útþurkað slíkan persónuleika. Meðan einhver trú varir um guð- legt ættemi andans verður ekki erfitt að hugsa sér “ljósið frá Indlandi” sem lýsandi blys ein- hver staðar guðs i heim. Ódauð- leika hugsjóninni hrakar þegar menningin tekur að leggja meiri rækt við maskínuna en mann- eðlið. Þá gengur okkur ver að trúa á ódauðleika andans af því við finnum svo sem enga sál í þeim svona flestum. Ef allir 'bæru svip guðdómsins í eigin vem eitthvað álíka og Gandhi, myndi okkur prestunum auð- veldast starfið — en eftir á að hyggja þá myndum við líka af leggjast því ef syndin hyrfi af sviðinu myndi presturinn af klæðast hempunni, hans yrði þf engin þörf framar. En Gandhi heldur áfram a? lifa og starfa í vorri veröld — meðal þeirra að minsta kosti seir ennþá hafa ekki lagt fullan trún- að á framfarir fyrir þjóðernis og stétta hatur, né endurfæðingu heimsins fyrir átom spengjur. — Meðan Ijóssæknar sálir leita sanleikans og menn ala von um endurbætur fyrir mannlífsbetr- un, á meða munu orð hans og andi lýsa þeim er leita guðsríkis. Á meðan árdagsljóminn minnir á kraft ljóss og lífs, munum við með honum krjúpa í bæn um betri heim. Á meðan æskan geymir göfgandi hugsjónir í ó- spiltu hjarta mun hún halla honum sér að hjarta, í hugsun sinni, og af honum læra hversu kærleikurinn, réttvísin og sann- leikurinn má miklu megna til lífsinis betrunar. —Lundar, 1. febr. 1948. H. E. Johnson ÖFL ÞAU ER RÁÐA HREYFINGUM JARÐSTJARNANNA Þegar kunningi minn, sem býr hér á Tanganum, var búinn að lesa grein mína um jarðstjörn una Marz, vaknaði hjá honum löngun að kynnast þeim öflum, sem ráða hreyfingum í sólkerfi voru. Mér hugkvæmdist því, að sami áhugi hefði ef til vill gert vart við sig hjá fleirum. Þótt orsakir liggi til allra nátt- úrufyrirbrigða, hefir uppgötv- un orsakanna reynst manninn- um torsótt þraut. Þótt ýms nátt- úrulögmál hafi nú verið fundin, er afarmargt í náttúrunnarríki, sem manninum er enn óráðinn leyndardómur. Á öndverðri sautjándu öld, uppgötvaði þjóðverskur stjörnu- fræðingur, Jóhannes Kepler að nafni, markverðasta sambandið í sólkerfi voru. Uppgötvun þessi nefndist Keplers lögmálin. Þau eru þrjú. Útreikningar hans grundvölluðust á nákvæmum rannsóknum á athugunum dan- ska stjörnufræðingsins Tytího Brahe, er náðu yfir margra ára skeið. Þótt Brahe athugaði gang allra þeirra jarðstjamla, er í hans tíð þektust (dáinn 1601), sem voru sex talsins, var það þó einkum Marz, sem athuganir hans snerust um. Lögmál Kep- lers eru þessi: 1. Braut hverrar járðstjörnu er sporbraugur og sólin er jafn- an í öðrum brennipunkti jarð- st j örnulbrautarinnar. 2. Geirar þeir sem línan, er tengir saman sólina og jarð- stjömuna, hleypur yfir á jafn- löngum tíma, eru jafnir. 3. Hlutfallið milli umferðar- tíma jarðstjörnunnar í öðru veldi er jafnt hlutfallinu milli meðalfjárlægða þeirra frá sólu í þriðja veldi. Setning þessi hef- ir verið nefnd “samstillingar lögmálið”. Annað lögmálið gefur til kynna, að afl það, sem ákveður brautir jarðstjarnanna, stefni á- valt til sólar. En með þessari fullvissu einni, er ekki mögulegt að ákveða mátt þessa afls. En sökum þeirrar uppgötvunar Keplers, að brautir jarðstjarn- anna eru sporbaugar, gat New- ton sannað, að áhrif þessa afls á vissa jarðstjörnu á hinum ýmsu stöðum brautar sinnar beitist í öfugu hlutfalli við fjarlægð hennar frá sólu í öðru veldi. Þriðja lögmálið sannar, að öfl þau, er verka á allar stjömur í sólkerfinu, era í öfugu hlutfalli við fjalægðir þeirra í öðru veldi og í beinu hlutfalli við efnis- magn þeirra. Það gerir engan mun, hvort jarðstjarnan er gló- andi eða köld, eða af hverjum efnum hún samanstendur; ef efnismagn hennar og fjarlægð era söm, er aflið það einnig. Þótt Kepler tækist að upp- götva lögmál þau, sem við hann eru kend, gat hann ekki fundið orsakir þeirra. En það vora lög- mál hans og hreyfingarlög þau sem hafa fastagildi hér á jörðu, sem Newton studdist aðallega við til að finna, hvaða afl það er, sem heldur við hreyfingum jarð- stjamanna. Þar (sem aðdráttar-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.