Heimskringla - 04.02.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 04.02.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIHSERINGLA WINNIPBG, 4. FEBRÚAR 1948 NÝJAR LEIÐIR ---—--------—---------- Nú komu klúrar og sóðalegar athugasemd- ir frá félögum hans, er ekki komu hinum ósið- lega leiðtoga þeirra í nein vandræði. “Fylgið mér, og þið skuluð sjá til,” sagði hann. “Ennlþá hefi eg aldrei gefist upp. Það er auðvelt að fara hér yfir fljótið, ef við þurfum þess, og fara svo eftir Arbuckle slóðinni með- fram Washíta ánni. Þeir fara tólf mílur á dag. Við getum farið fimtíu. Við getum stöðvað iþá hvenær, sem við viljum. Þessi hjörð skal aldrei komast til Abilene. Nei, og enginn maður, sem fylgir henni skal komast suður fyrir Rauðá aftur!” Eins og venjulega kom hin miskunarlausa ránfýsn mannsins þeim til að þagna. Allir voru þeir á einn eða annan hátt tengdir og bendlaðir við risavaxið og samviskulaust samsæri í landi, sem var sama sem lagalaust. Jafnvel hinir heimskustu þeirra vissu, að velsælustundir þeirra mimdu verða skammvinnar. Fljótasti hestur, fimasta höndin, ósvífnasti og frekasti leiðtoginn — í þessum atriðum fólust framtóð- arvonir þeirra. Þessvegna fylgdu þeir Ruda- boug, leiðtoga sínum og foringa á refilstigum útilegumanna og ræningja, er skildi að á óald- artímum stjórnmála öngþveitisins, er jþama ríkti eftir styrjöldina, var skínandi gott tæki- færi að auðgast, af sigruðu og uppgefnu landi, er eigi hafði neina hugmynd um sinn eiginn auð. Rudabough hafði nægilegt ímyndunarafl; hann gat séð langt fram í tímann. “Fjandinn hafi það!” grenjaði hann í einu þessu æðisgengna kasti, sem oft kom yfir hann, “eg sver við alt sem heilagt er, að einhver skal fá að borga fyrir alt þetta! I nótt sem leið, riðu fjórir Indíánar beint inn í tjaldstað okkar, og stálu sex hestum frá okkur, og við þurfum hvern einasta, sem við höfum. Hlustið nú á mig! Eg vinn eið að því, að eg skal skjóta fyrsta Indíánann, sem eg sé fyrir norðan Rauðá, það gerir ekkert til hver hann er. Við ráfum okkur en látum fáeina kúasmala skjóta okkur niður, og nú fara þessir Chickasaws eins með okkur og þeim sýnist.” Enginn svaraði þessu, þótt þarna væri sam- ankominn samvalinn sá versti þorpara lýður, er nokkurt land gat sýnt eða alið. “Er þér þetta alvara, Sim?” spurði loks einn þeirra. “Vel veist þú, að mér er þetta alvara,” svaraði leiðtoginn. Ekkert heiti hæfði undir- heimaforingjanum og glæpaleiðtoganum Ruda- bough, betur en að kalla hann ófreskju. Hann var ekkert sérstaklega eftirtektaverður álitum, meðalmaður á hæð, en alt útlitið og líkaminn bar vott um langvarandi ólifnað, þótt hann væri ekki nema á fertugsaldri. Hann var hárprúður mjög og sló á dökt hárið rauðleitum blæ, eins og enduskini af hörundslit andlitsins, er var dökk- rautt. Augun voru rauðbrún, með dílum á sjá- aldrinu, og illúðleg mjög. Varirnar, sem voru þykkar og einkennilega rauðar juku hinn and- styggilega svip andlitsins. Hann var ruddaleg- ur og luralegur, en þrátt fyrir það lýsti búning- ur hans takmarkalausri hégómadýrð, sjálfs- tausti og uppskafningshætti. Þarna úti í óbygð- unum var hann búinn eins og leikari, er leikur hlutverk bófans. Hann var í hástígvélum, flau- elsfrakka og með marglitt silkihálsbindi — í landi þar sem kragi og hálsbindi þektust tæp- lega. Grimdarþróttur lýsti sér eigi eingöngu í svip hans, heldur og svallara Hfemi, munaðar- fýsn og ofstæki. Þótt kominn væri á þennan aldur, hafði hann alls ekki tapað trúnni á mátt sinn að laða að sér kvenfólkið, sem honum fanst óviðjafnanlegur; og kvensemin hafði alls ekki rénað neitt við aðrar athafnir hans. Munn- söfnuðurinn, sem hann hafði tjöldunum, og verð ur eigi með orðum lýst, bar vott um tilfinning- ar hans á þessu sviði. Auk frekjunnar, sem var augljós í skapi hans og hinna djörfu draumóra um fjárgróða, sýndi Rudabough algert hirðuleysi um réttindi eða þjáningar annara manna, en það eru eigin- leikar, er hefja þann, sem hefir þá, í æðsta sæt- ið í bófaflokknum. Hin auðsæilega illmenska Rudhboughs hóf hann til virðingar meðal félaga sinna. Lítið vissu menn um hina fyrri lífsleið Rudaboughs en sennilega var það glæpaferill. Mjög fáir í hinu nýja heimkyrmi hans, vissu, að hann hafði verið ræningi á landamærum Mis- souri og Arkansas í hinu ókannaða Indíánalandi, sem jafnan var griðastaður allskonar þrælalýðs. Hann stundaði þar forustu í þjófafélagi, er raendi hjarðir er reknar voru norður til mark- aðar áður en jámbrautin kom. Nú hafði hann ennþá stærri ráð með höndum. Hann flutti suður til þeirra staða, sem gripimir voru upp- aldir Hann mátti eiga það, að hann hafði gróðavit; hann skildi að griparækt gat verið arðberandi. Úr smárri byrjun lagði hann fyrir- ætlanir til hins stórfeldasta þjófnaðar, sem þekst hefir. Hvorki betri né verri en margur annar, sem hefir mikil ráð með höndum, en eng- an drengskap, og verzlaði með stolið nautfé, sá hann að stjórnmálin voru honum haganlegust til að auka þjófnaðinn. Eftir að hann hafði náð fótfestu í ríkinu, sem leynilegur foringi fjöl- menns bófaflokks, skorti hann ekki fylgjendur. Hann og fylgifiskar hans urðu þess valdandi, að landamæralögreglan og ríkislögreglan var end- urreist og aukin. Hann var nógu séður til að skilja hvílíka þýðingu járnbrautin hafði fyrir markaðinn, og hafði sú skoðun hans víðtæk á- hrif. Að flokkur Rudaboughs var svona norðar- lega var án efa af því, að þeir voru gramir og vonsviknir, og eins og vér höfum áður minst á, var maðurinn allra manna þrályndastur. Eitt sagði hann engum manni. Mynd Taisíu Lock- hart hafði fest rætur í huga hans. Hvort hann ætlaði sér að ræna hana og auðmýkja, eða að ræna hana og látast svo sýna henni göfug- mensku og reyna þannig að koma sér í mjúkinn hjá henni, er eigi gott að segja, því að hugsana- l'íf hans var svo truflað, að eigi varð skilið? Hvað sem því leið, var hann fast ákveðinn í því, að elta hjörðina og eiganda hennar alt að ákvörðunarstaðnum, ef með þyrfti. Sýndi það, að hann var stöðu sinni vaxinn og gat geymt ráð sín svo aðrir komust ekki að þeim. “Jæja,” sagði Rudabough er hann náði sér í matinn við eldinn, “þeir hafa bara fengið sér frest. Þeir hafa sent tvo af okkur til heljar, og annar þeirra var Sam Bartley, bókhaldarinn minn, og eins hæfur maður og nokkur annar í minni þjónustu.” “Hann var kanske góður bókhaldari,” vog- aði einn sér að segja, “en aumari hjarðmaður var ekki til. Mennirnir frá Sólbakka riðu með hjörðinni og náðu hverri klauf nema hinum, sem duttu yfir Sam. Og þeir fleygðu ekki svo miklu sem moldarreku ofan á hann,” bætti hann við. “Það er óhæfilegt að fara svo að við nokkurn mann. Þetta eru sannarlegir glæpa- menn. Og eg er viss um, að þeir hælast yfir að hafa drepið Bentley.” “Þeir eru góðir hjarðmenn,” svaraði Ruda- bough eftir stundar þörn. “Við ættum ekki að leggja okkur í neina hættu við þá, hvorki á nótt né degi. En eg á fáeina rauða vini á svæðinu héðan og til Kanada fljótsins, sem munu hjálpa til að steikja þá gæs, býst eg við. Enginn hvítur maður hefir nokkru sinni skotið Comanchunum skelk í bringu, alla sízt Gulu hendi, og eg skal ábyrgjast, að nú er hann norður í Indíána land- inu. Getum vér fundið flokk hans og sýnt hon- um fjögur þúsund nautgripi og tvö hundruð ágætis hesta, hugsa eg varla að hjörðin fari mikið lengra norður. Comancharnir hafa auga á leið Texasbúa norður! Eg hugsa að eg geti sýnt vinum okkar frá SóLbakka ýmislegt.” “Þú,” sagði einn félaga 'hans hlægjandi, “eg heyrði ekki betur, en þú segðist ætla að drepa .fyrsta Indíánann, sem þú sæir fyrir norðan Rauðána.” “Og það skal eg efna. Eg geri ekki slík heit til að gleyma þeim. En það er bara einka- mál. Það er samvizkusök að drepa þennan Ind- íána,” svaraði Rudabough og glotti. “En áður en við höldum lengra, ættum við að heyra frá MoMasters. Eg hefi ekki séð neitt til hans síðan hann var rekinn úr félagskap við þá á Sólbakka, og þeir höfðu næstum drepið hann. Hann sagðist ætla að fara þangað aleinn og taka kistuna úr tjaldi stúlkimnar. Hann gat það nú ekki. Og nú er hann horfinn.” “Honum lætur það vel að hverfa,” sagði einn iþeirra. “Hann vill ekki vinna með okkur. Eg treysti ekki þeim náunga.” “Nú hann sagðist verða að láta eins og hann væri með þeim,” urraði Rudabough. “En hann ætti að koma og gera grein fyrir gerðum sínum. Ekki hefi eg neitt á móti að menn séu leyndar- dómsfullir, en eg vil ekki að þeir breyti óskilj- anlega. Eg gat ekkert annað en samið við hann, eftir að okkur lenti saman við þessa lögreglu- þjóna hjá Sólbakka áður en hjörðin fór norður.” ★ Víðar en í herbúðum ræningjanna píndust menn af ótta og óvissu. Sömu vikuna færði Aníta gamla húsmóður sinni þar, sem hún sat í tjaldi sínu í birtingunni, samanbrotinn bréf- miða, og var engin utanáskrift á honum. Bréfið var vel skrifað — en höndin á því var henni óþekt. “E1 Cabellero vien aqui, Senorita,” sagði Aníta rólega, er hún rétti Taisíu samanbrotinn bréfmiðann. “Esta nochi, heem vien aqpi. — (“Riddari kom hingað, ungfrú. Hann kom hing- að í nótt”). “Kom hingað í nótt, Aníta? Hver kom — hvaða maður? Og hvað er þetta?” “Ya no sais” (það veit eg ekki), svaraði Aníta. “Eg veit það ekki. Þetta var hár maður. Hann kom að kerrunni minni, hristi mig.og vakti. Sanchez var á verði. Hann sagði: “Fáðu la Senorita þetta”. En ef eg æpti mundi hann hengja mig í greip slnni. Eg veit ekkert meira.” Aníta sagði ekkert um skildinginn, sem maðurinn hafði gefið henni, og hún hafði falið í fötum sínum, og það var líka alveg eins gott að Sanchez fengi ekkert að vita um hann heldur. Húsmóðir hennar mátti geta sér til það, sem henni sýndist. Hún gat lesið Americano, en það gat Aníta ekki. Innhald bréfsins var stutt og ópersónulegt, eða það fanst Taisíu. Hún hraðaði sér með það til formannsins, og ef hún hafði nokkra hug- mynd um hvaðan bréfið var, þagði hún um það. “Farið beint norður til Bolivar frá Worth víginu. Farið ekki til stöðvarinnar þaðan — sveigið til norðvesturs meðfram Elmánni. Far- ið yfir hina rauðu hjá spanska víginu. Síðan skuluð þið halda í vestur til Bífur fljótsins. Síð- an fylgið þið norðurstjörnunni, sex hundruð mílur norður. Gott vatn og gras. Þið getið far- ið tyfir allar ár. Þurfið í kring um tvo mánuði til að komast þetta. Haldið ykkur vestur af whisky slóðinni. Nautaþjófar. Verið ætíð á verði gegn Indíánum.” Þetta bréf hlaut að vera himin send gjöf handa ferðamönnum, sem voru án landabréfs og nokkurrar þekkingar á landinu, sem þeir voru að ferðast um, þótt þeir vissu ekki hvaðan bréf- ið var. 20. Kapítuli. Jim Nabours hafði aldrei komið út fyrir Texas nema þegar hann var i her Kirt>y Smitíhs, hershöfðingja; og vegna þeirrar reynslu hafði honum fundist hann vera all mjög forframaður. En ennlþá þurfti hann margt að læra til að skilja, hversu snögg umskiftin urðu í Texas. Hann .. hafði reyndar heyrt talað um “umbætur við fljótin”, sem voru goldin með sölu landseðl- anna, en lítið vissi hann, og hirti ennþá minna um, í hverju þær umbætur fólust, en þetta var í rauninni ekkert nema ný aðferð til að svíkja út fé úr almenningi. Ekki hafði hann heldur heyrt neitt um eftirlit með nautpeningi — sem l'íka var ný blekking, fundin upp í Austen, þar sem menn sáu öðrum betur framtíðar möguleika á naut- gripaútflutningi frá Texas. Alls engan grun hafði hann um, að prúðmenni eitt að nafni Jameson, er var mjög inn undir hjá stjórninni, hefði þá tvöföldu starfsemi, að vera í senn nautaeftirlitsmaður og forseti í félagi, sem nefndist “Land og umbóta félag”. Einnig var honum ókunnugt um að Jameson þessi var nú í leyndum erindagerðum með flokk manna þama norður frá. Þóttist hann vera að líta eftir trjá- stofnum sem draga þurfti upp úr fljótinu, og einnig til að líta eftir nautpeningi, sem þurftu yfirskoðunar við, “guði til dýrðar”, eins og fyrirrennarar þeirra, spönsku eftirlitsmennirn- ir, mundu hafa aðorði komist. Vezlun snýst stundum í trúarbrögð, eins og trúarbrögðin stundum snúast í styrjöld. Frásagan um för Sólbakkahjarðarinnar yfir Rauðá, var ætóð mjög óljós. Jameson, sem hafði hálaunað starf fyrir “endurbætur á fljót- unum”, og var líka nautaeftirlitsmaður af hálfu ! stjórnarinnar í Austen, gat ekki gefið neina 4 greinilega skýrslu um það atriði, né virðulega greinargerð framkomu sinnar sem embættis- manns við þetta tækifæri, er fjögur þúsund naut gripir, reknir af hálfviltum hjarðmönnum, braust út úr eikarkjarrinu nálægt verbúðum hans. Það var reksturinn frá Sólbakka. En þar sem Jameson var bara eftirlitsmaður, var tæp- lega til þess ætlandi, að hann tæki eftir mark- inu og önglinum, sem var leiðarmarkið. Það var Nábours sjálfur, sem rakst á em- bættismanninn og verbúðir hans, er hann reið á undan til að yfirlíta vað yfir fljótið. “Góðan daginn, vinur!” sagði formaðurinn er Jameson kom á móti honum. “Hvert eruð þið að fara?” “Norður”, var hið stutta svar. “Norður? Yfir fljótið! Það er Indíána- landið.” _ Nabours hló. “Já, svo er það sennilega.” “Norður? Við Hvað áttu með því?” “Fyrst þú spyrð mig, vinur, þá er því að svara, að eg er formaður, og markið mitt er öngull og hjörðin mín er fjögur þúsund naut- gripir, og er á leið til Abilene, hvar sem það nú er. Hefir þú heyrt um hinn gamla Chisholm veg?” “Chisholm vegurinn? Ó, hann er langt í austur héðan. Hann fór yfir annaðhvort við Calberts eða við Rauðu stöðina. Stöðin var venjulegi staðurinn. Þú ert fjörutííu eða fimtíu mílur frá réttri leið.” “Er það svo?” spurði Nabours sakleysis- lega, “það er heldur en ekki slæmt. Jæja, við getum kanske fundið aðra leið norður einhver- staðar? Eg hefi vel uppalinn, gamlan uxa, Alamo að nafni, Santa Ana hersihöfðingi ól hann upp, og heldur uxinn, að við getum farið ein- hverstaðar hérna yfir fljótið. Hann veit hvar Abilene er. Veist þú það?” Jameson var ekkert gefið um léttúð. Hann blés sig upp. “Jæja, gott er að þú rakst á ver- búðir mínar,’ ’sagði hann. “Þú fórst víst svona vestíarlega til að forðast lögin.” “Lögin? Hvaða lög?” “Nú þú ert að reyna að flytja gripi norður yfir fljótið og út úr ríkinu án þess að embættis- maður ríkisins skoði þá.” “Skoði hjörðina? Við höfum skoðað hana mörgum sinnum, og fundið alt í röð og reglu.” “Þú veist vel hvað eg á við. Lögin ákveða endurgjald fyrir að yfirliíta hjörðina, sé hún flutt út úr ríkinu, og á öllum nautum, sem þannig eru flutt — við verðum að yfirMta mörk- in, sjá hvort allir gripimi hafa sama mark, gera reikningskap þeim, sem eiga þar í skepnur o. s. frv. Mér virðist nú sem þú hafir ætlað þér að komast hjá þessu gjaldi. Jæja, eg er embættis- maður ríkisins á þessum slóðum.” “Svo er það. Og þú býst við að innheimta peninga frá okkur?” “Já, auðvitað. Eg verð að sjá hjörðina þína, áður en hún fer yfir fljótið; það er skylda mín. Eg verð kanske að senda ykkur niður til hins venjulega vaðs á fljótinu. Þið eigið ekki að vera hér og þú veist það. Hvar er hjörðin þín?” “Þarna yfir hjá eikarkjarrinu við fljótið”, svaraði Nabours strax, en augu hans skutu eld- ingum, sem hinn maðurinn sá ekki. “Getur þú riðið með mér þangað og litið yfir hjörðina?” Jameson gekk til manna sinna. Þar voru einir tólf hvítir menn, sem voru sjúkir af köldu- sótt. Hann bauð þeim að leggja á hest handa sér. Hann steig svo á bak til að fylgjast suður eftir með þessum sakleysingja, og það var mik- ill misskilningur og sá stærsti er hann lenti í í embættisfærslu sinni í þessu nýja landi, er hann var seztur að í, enda vildi hann aldrei gefa miklar skýringar á þessu síðar meir er hann fann hÚ9bónda sinn, Rudabough, er þar kom síðar. 1 dalverpi einu fengu þeir að líta hina miklu Sólbakkahjörð, er var deifð yfir tveggja mílna svæði þar, sem skepnurnar annað hvort voru á beit eða lágu. Tylft reiðmanna sat þar sofandi á hestunum meðan þeir biðu húsbónda síns. “Er þetta ekki falleg sjón?” spurði Na- bours, sem elskaði nautgripi eins og allir sannir nautabændur gera. Og þetta var sannarlega mikilfengleg sýn í þessu ótamda landi. En Jameson var miklu fremur að hugsa um auraná. “Nú, já”, svaraði hann. “Þetta er fallegur hópur. Satt er það, að þú hefir horfið af réttri leið, en það er ekkert undarlegt. Eg skal trúa því, sem þú segir mér um tölu hjarð- arinnar. Hvað mörg sagðir þú að nautin væru? ’ '“Þrjátíu og átta hundruð sextííu og fimm, er við töldum þau síðast”, svaraði Nabours og augu hans glömpuðu. “En því spyrð þú að því?” “Jæja, mér fellur aldrei að gera gripasmöl- um nein óþægindi. Þú ert á rangri leið, en það er eðlilegt. Eg skal trúa því, sem þú segir um fjöldann, og svo getur þú borgað mér tollinn, og eg ónáða þig svo ekki framar.” “Ætlarðu ekki að ríða í gegnum hjörðina og líta á mörkin?” “Nei, til hvers væri það. Eg get treyst öðr- um eins manni og þú ert. Borgaðu mér tollinn og þá er öllu lokið okkar á milli.” “Hvað mikið á eg að borga, herra eftirlits- maður?” “Næstum ekkert svo að segja. Tuttugu og fimm sent fyrir hvert naut samkvæmt þinni tölu. Látum okkur nú sjá. Segjum að hjörðin sé þrjátíu og sex hundruð, svo að auðvelt sé að margfalda þetta. Það verða níu hundruð dalir. Það ætti að vera þúsund, en eins og eg sagði, fellur mér aldrei að gera öðrum óþægindi. — Borgaðu mér þetta, og eg skal fara án þess að líta á hjörðina. Eg treysti öðrum eins manni og þú ert.” Jim Nabours hafði oft setið við spil þar, sem menn sýndu ekki hvað í skapinu bjó. And- lit hans var nú rólegt og augun höfðu engan glampa, þótt hann reiður væri. Níu hundruð dalir voru sama og níu miljónir fyrir hann. Hann vissi að allir mennimi áttu ekki í eigu sinni hundrað dali, ekki einu sinni í mexikönsk- um peningum. “Eins og þú segir, þá er þetta smáræði. Tuttugu og fimm sent er ekki neitt fyrir menn eins og okkur. En bara til að styrkja vináttuna, N skulum við ríða yfir að vagninum og fá okkur kaffisopa, — þú ættir að sjá hvað það er þunt.” Hann var svo ákveðinn að hinn maðurinn gat ekki neitað þessu. Þeir riðu mílufjórðung. Nabours rétti upp hendina. Del Williams reið frá stað sínum við hjörðina og kom til þeirra á harða stökki. Nabours losaði snöruna sína. “Del,” sagði hann. “Þetta er — eg veit ekki hvað þú heitir.” “Jameson, Henry D. Jameson frá Austen.” “Og hann segist vera yfirlitsmaður naut- gripa hér við Rauðána. Það kostar okkur tutt- ugu og fimm sent að fara með hvert naut yfir ána. Del, það er ekki mikið. Bara níu hundruð dalir! Og svo------” ' “Níu hun------” En Del Williams komst ekki lengra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.