Heimskringla - 11.02.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 11.02.1948, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. FEBRÚAR 1948 NÝJAR LEIÐIR Snaran, sem Nabours hafði verið að leysa svona hirðuleysislega flaug skyndilega af stað á bak við hann, og lenti um hálsinn á Henry D. Jameson, fyrsta embættismanninum af því tagi, sem Texas hafði heyrt um. Á sama augnabliki var sá tigni stjórnarþjónn oltinn úr söðlinum og reif með höndunum í grasið, er hann drógst eftir jörðinni, og lá við að hengjast. Del Wil- liams fór eins að með hestinn. Hann snaraði hann á svipstundu. Það var sýnilega góður hestur. “Þú, þinn argvítugi þjófur! Afhrak og lygatól frá Suðurríkjunum!’’ Jim Nabours, sem hafði ibælt niður reiði sína í hálfan tíma slepti henni nú lausri, og helti skömmum yfir Jameson á tveimur tpngumálum, og var orð- bragðið þannig lagað, að það var ekki í letur færandi. Hann jós yfir eftirlitsmanninn böl- bænum og formælingum þangað til andlit hans var orðið eins rautt og á hinum hálfhengda þorpara. Del Williams vissi skyldu sína og hélt sig þama nálægt með skammbyssu í hendinni. “Skreiðstu á lappir, hundurinn þinn!” öskr- aði formaðurinn loksins. “Stattu upp. Heldur iþú að þú getir neytt menn frá Texas að borga fyrir að væta sig í einu fljótinu í Texas? Við munum sjá þig og alla í Austen í Hades áður en við greiðum ykkur grænan eyri. Komdu nú með okkur friðsamlega, annars liggur þú hér eftir grafkyr. Komdu nú! Það eru höpp fyrir þig að eldurinn er ekki lifandi, annars mundi eg brennimerkja þig með öngulmerkinu. Skjóttu ekki, Del. En hvað getum við gert við þetta af- hrak, sem við höfum handsamað?” Mennirnir á verðinum sáu einhverja hreyf- ingu. Þeir komu á fleygiferð með snörurnar á lofti, og þegar Nabours hafði útskýrt fyrir þeim málið, ætluðu þeir að springa af hlátri. “Reistu upp vagnstöngina!” hrópaði Len Hersey. En á þessu augnabliki kom stúlka ríðandi á einkennilega litum hesti. “Hvað er þetta piltar? Hvað eruð þið að gera?” spurði Taisía. “Miss Taisía”, svaraði Nabours, sem nú var orðinn rólegri, “við erum svo sem ekkert að gera. Við erum bara að undirbúa okkur að hengja þjófs fjanda, sem krefst tuttugu og fimm centa fyrir hvern grip, sem syndir yfir Rauð- ána.” “En hvað? Hvers vegna?” spurði stúlkan og hnyklaði brýmar. Jameson fékk nú málið á ný, þótt undrandi væri, því að nú sá hann að þetta var stúlka, en ekki drengur, eins og hann,hafði fyrst haldið. “Frú,” sagði hann og tók hendinni um kappmelluna á hálsi sér. “Menn þessir rísa gegn lögunum. Eg er löglegur embættismaður á þessu svæði. Eg er bara að gera skyldu mína.” “Það er hættuleg skylda,” svaraði Taisía Lockhart kuldalega. Hún var sjálf frá Texas. “Hversvegna krefst þú fjárs af okkur?” Jameson reyndi að útskýra það fyrir henni. “Æ, haltu þér saman. Þú ert bara að eyða tímanum!” sagði Nabours og rykti í snöruna. “Við höfum enga níu hundruð dali, og jafnvel þótt við hefðum þá, gefum við hvorki þér né öðrum grænan eyri fyrir að fá að ríða hvert sem okkur þóknast.” “Hvað eigum við að gera við hann dreng- ir?” spurði Nabours og sneri sér til manna sinna.. “Sleppum við honum lausum, getur hann fundið upp á einhverju. Svona rándýr renna oftast í hópum. Hvað eigum við að gera við hann?” “Það er spumingin”, svaraði Dalhart. Len Hersey nefndi aftur vagnstöngina; en Taisía Lockhart lyfti upp hendinni. “Nei!” hrópaði hún. “Nei, nei! Bíðið!” “Við getum ekki beðið, Miss Taisía,” svar- aði Nabours. “Sú rauða er bakkafull og vex kanske með hverri stund, sem líður. Við getum ekki beðið hér.” “Jæja, bindið hann þ>á og látið hann bíða,” svaraði þessi Portía af hestbakinu. “Látið hann liggja hérna eftir. Vinir hans finna hann kanske.” “Ó, hver fjandinn!” sagði alt í einu rödd að baki þeim. Það var Cniquo Centavo, hesta- gæslumaðurinn. Nabours sneri sér til hans. “Sinker, sæktu tvö höft.” Drengurinn reið burtu. “Hvað ætlið þið að gera við mig?” spurði Jameson. “Eg aðvara ykkur------” “Vertu ekkert að aðvara okkur!” svaraði Nabours. “Ef þú gerir það, drep eg þig. Haltu kjafti. Stúlkan bjargaði þér. Þama yfirfrá er ágætis þymikjarr,” bætti hann við. “Bindið hann nú traustlega og fleygið honum svo inn í þyrnikjarrið eins langt og ykkur er mögulegt. Reyni hann að komast í burtu skulið þið skjóta hann. Þetta er nú þín refsing, herra eftirlits- maður. Það virðist sem guð hafi verið sál þinni náðugur. Ef þú losnar, þá reyndu aldrei oftar að krefja neinn frá Texaas fjárs fyrir að ríða um frjálst land. Þeir láta ekki slíkt viðgangast Flýtið ykkur, drengir! Eyðið ekki meiri tíma!” Portía reið burtu, fremur óviss um vald sitt yfir sveinum sínum. Er hún reið framhjá þyrnimnnanum, heyrði hún Jameson barma sér sáran, er var þar bundinn á höndum og fótum og aliþakinn kaktusnálum. Er því vel skilanlegt hatur hans og hefnigimd, er menn hans sjálfs fundu hann næsta dag. Hann lét í ljósi þær til- finningar, þótt hann segði lítið frá atriðunum, er hann sameinaðist Rudabough flokknum, sem var miklu austar. .21. Kapítuli. Það var miðdegis næsta dag. Gripirnir vom reknir niður að ánni fast að hinu mikla, leyndardómsfulla fljóti. Formaðurinn stóð hjá húsmóður sinni á gjáarbrún einni, en þar hafði hann valið staðinn til að leggja út í ána. Þarna hafði aldrei verið brú og ferju hafði engan dreymt um . Framhjá þeim streymdi hið stríða, gulbrúna fljót er sauð og vall og flutti með sér veltandi trjástofna, er það hafði rænt einhver- staðar langt í burtu. Er Anastasía Lockharf leit á fljótið fanst henni sem í flest skjól væri fokið og öllu væri nú lokið. Það virtist með öllu ófært yfirferðar. Nalbours mundi aldrei hafa fundilst hægt að fara þama yfir, hefði hann haft meiri þekkingu í þessum efnum. Minna vatnsfall, síðar um vor- ið, gat taíið hundrað þúsund nautgripi, og var hann því sannfærður um, að hætta væri í bið- inni. Hann ákvað því að freista hamingjunnar og leggja út í ána. “Við sendum kermrnar yfir fyrst, Miss Taisía,” sagði hann. “Hestana látum við bíða þangað til síðast í þetta skiftið. Og svo þegar alt er komið yfir, komum við eftir þér. Þegar svo er komið vitum við hvernig fljótið er. Vertu óhrædd, við komum þér áreiðanlega yfir. Svona finst mér að við verðum að hafa það, Miss Taisía.” “Áin er vatnsmikil, Jim,” svaraði hún hægt. Þótt hún hrædd væri, reyndi hún samt að sýnast hugrökk. “Já, en hún er feti lægri nú en hún var í gærkveldi. Eg sé sandrif þama yfir frá og flöt, þar sem vatnið virðist grynna. Eg hugsa að það sé raunvemlegi bakkinn að ánni, og er kanske örðugt uppgöngu þar. Við gætum kanske beðið hér í viku, en áin getur vaxið og minkað, um það get eg ekkert vitað. Við þurfum að synda kanske tvö til þrjú hundruð álnir. En hér vil eg ekki bíða. Þú veist hversvegna.” “Heldur þú að við getum þetta, Jim?” spurði hún alvarleg. “Já, eg hugsa það,” svaraði gamli formað- urinn hæglátlega. “Heldur þú að eg mundi leggja út í þetta væri það ekki hægt? Það hefir verið farið áður yfir þetta fljót lengra niður frá, með hjarðir, sem fóm til Akansas. Hann faðir þinn fór yfir það. Því getum við það þá ekki? Fyrst Chisholm og brennivínssalamir fóm yfir það, því getum við það þá ekki? Eg er góður nautahirðir og hefi þá bestu menn sem til eru og á hestum sitja.” Taisía Lockhart horfði á hann alvarlega, en svaraði ekki strax. “Jim,” sagði hún loks og sneri sér að hon- um. “Já, Miss Taisía.’ ’ “Jim, eg á engan annan að en þig, svo að eg verð að tala við þig. Cal Dalhart hefir beðið mig á ný í dag að giftast sér.” “Nú, en Iþú gerðir það ekki, og getur það ekki. Síðasti presturinn var í Worth víginu. Aðrir bera sama áhuga í huga. Hefir Del Wil- liams sagt nokkuð. Dalhart hefir logið.” Hún hristi höfuðið. “Vesalings Del,” sagði hún. “Hann er svo hæglátur.” “Jæja hann hefir oftar en einu sinni talað við mig um þetta. Honum finst eins og mér, að enginn ætti að ræða þessar sakir við þig á með- an hann er að vinna fyrir þig, og það verður þangað til við komum til Abilene. Þannig lítur Del á þetta. Eg mat það við hann. Cal Dalhart finst mér, að sé í of miklum flýti.” “Því em stúlkumar ætíð til svona mikilla óþæginda, Jim? Eg hefi verið til mikillar ar- mæðu fyrir ykkur. Eg hefi verið stúlka alt af síðan við lögðum af stað.” “Nú, Miss Taisía. Eva var sú fyrsta, sem byrjaði þetta, og allar hafið þið fetað í fótspor hennar. Eg verð líklega að gefa út nýjar fyrir- skipanir um, að engar biðilsfarir séu famar framar á þessari ferð, ekki fyr en við komum til Abilene. Eg bað þig að gifta þig og fara svo heim, en þú vildir það ekki. Nú sérð þú hvar þú ert stödd! Það er nógu snemt að giftast og ganga í heilagt hjónaband, þegar við komum til Abilene, ef við komustum þangað nokkum tíma. Ef ekki, losnum við við að hugsa um það. Eða hvað?” “Eg lofast til að vera góð,” svaraði Taisía ibrosandi. En er hún leit á hið mikla fljót var hún vonlaus um að komast til Abilene. Hún áleit, að hún væri hin síðasta af Lockhartunum í Texas. Hún ætlaði sér ekki að verða nafninu til skammar. ★ Þetta var örðugt fyrirtæki, sem krafðist bæði dugnaðar og hugrekkis; en Sólbakka pilt- arnir gengu að starfinu eins og þeir hefðu aldrei annað gert alla sína æfi. Samkvæmt boði og leiðsögn Nabours snör- úðu þeir með ólarreipum sínum stofnana, sem flutu í ánni og drógu þá upp í fjöruna. Þeir ákváðu að koma fyrst yfir ána vagni mat- reiðslumannsnis. Þeir bundu saman fleka og notuðu vagnstöngina sem oka. Vagninn var klunnalegur mjög og hlaðinn þungavöru. Na- bours sneri sér við hjá ánni og sagði: “Haldið ykkur á bak við mig og haldið honum á hreyfingu! Reynið ekki að draga hann móti straumnum. Látið hann fljóta ofan eftir, og látið hestana synda jafnt. Náurn við sandrifinu, klárum við þetta. Del, þú getur rið- ið á undan austur yfir. Cal, þú ferð á undan neðra megin. Þú tekur töngina á vagninum að neðan. Þið Sanchez og Len takið hina töngina að ofan. Haldið flekanum í hreyfingu alveg eins og þetta væri á landi. Hann ætti að fljóta eitt- hvað.” Hann keyrði hest sinn sporum. Hest- urinn fnæsti og titraði á brúninni, en greip brátt til sunds í hinu djúpa vatni. Þeir stefndu beint yfir fljótið, þótt straumurinn bæri þá niður eftir þvá. Mennrnir voru í nærfötunum einum og höfðu ekki skambyssu beltin er þeir riðu út í ána. Flekinn steyptist fram af bakkanum og flaut á eftir þeim. “Húrra, hann flýtur!” hrópaði einhver frá bakkanum. Cal Dalhart hrópaði og veifaði hendinni, Sanchez gamli krossaði sig og signdi í sífellu. Allir fjórir hestamir syntu eins vel og þeir gátu á eftir leðtoganum, sem synti á undan þeim, svo hátt að söðulhornið var upp úr. Enginn skynsamur maður hefði getað neitað því, að þetta var óðra manna æði að reyna þetta. En forsjónin er góð þeim mönnum, sem reyna og voga. Þeir sem eftir stóðu á fljótsbakkanum horfðu á þessa einkennilegu ferju og sögðu ekki °rð. Taisía hélt höndunum fyrir augun. Ráðið að komast þannig yfir var gott, en gat eigi orðið framgengt nema með sérstakri hamingju. Til allrar hamingju tók straumurinn nú að bera flekann að sandrifinu er var í miðju fljótinu; bakkinn morraði í vatninu og var varla sýnileg- ur, en hann gat orðið mikil björg hestunum, sem syntu. Loksins sáu áhorfendurnir hest leiðtog- ans taka niðri og ná fótfestu og brátt náðu allir hestamir niðri, þótt þeir væru allir í kvið í vatni. Hinir fimm hestar drógu nú flekann upp á rifið, þar sem hjólin náðu niðri. Er þeir hvíldu sig um stund horfði Nabours gaumgæfilega á þann hluta fljótsins, sem þeir áttu eftir. “Bíðið þið hérna, drengir, meðan eg reyni fyrir okkur, eg held að hérna sé flatara en hinu megin,” sagði hann. Ef vagninn flýtur ekki 'hérna verðið þið að skera úr stofnana, hnýta saman kaðlana og láta mig fá einn þeirra, svo að við getum dregið hann.” Vagninn flaut stuttan spöl frá rifinu, en brátt varð svo grunt að flekinn var fremur til hindrunar en hjálpar. Þeir skám þá böndin og létu hvem staurinn af öðrum fljóta niður ána. Vatnið var nú bara í kvið og fjórar taugarnar, hver fjörutíu feta löng, drógu vagninn á þurt land. Nabours reið að dymm þessarar ferju og sá þar matreiðslumanninn Buck, sem hafði staðið í hné í vatni á meðan dýpst var, og lesið allar sínar bænir. Hann var ennþá grár í fram- an af skelfingu. Mennimir fimm urðu að fara aftur yfir fljótið. Er þeir höfðu athugað ráð sitt, ákváðu þeir að ríða út á rifið eins pfarlega og unt var og láta sig svo berast með straumnum að landinu hinu megin. Tveir af mönnunum gátu tæplega synt. Allir urðu þeir að treysta hestunum fyrir lífi sínu. hugrekki þeirra og þreki. Skyldan kallaði á þá og henni urðu þeir að hlýða. Þeir léttu byrði hestanna með því að fara af baki, halda í ístaðsólina og synda við hlið hestanna undan straumnum á ská yfir ána. Það dugar að geta þess, að þeir komust heilu og höldnu yfir en langt fyrir neðan, þar sem fólkið beið. Votir og hálfnaktir riðu þeir hrópandi til félaga sinna. “Við getum þetta, Miss Taisía,” sagði Na- bours. “Þetta er hægðarleikur. Vertu þar sem þú ert, eg sendi Molly og Anítu í næstu kerru. Við fylgjum þér á hestbaki. Það er miklu ör- uggara en í bát. Alt sem þú þarft að gera er að sitja kyr og láta hestana vera í friði.” Ekki leið á löngu þangað til hinn vagninn var kominn af stað. Milly og Aníta, sem lá á hnjánum í sandinum og baðst fyrir, hálf ærð af ótta, var nú lyft með valdi upp í kerruna, þar sem Aníta sat og beið þess, sem að höndum bæri, og taldi þolinmóð perlurnar á talnaband- inu sínu. Aftur lögðu þeir frá landi og náðu rifinu. Aftur héldu mennirnir yfir, rennvotir og nöldr- andi yfir þeim forlögum, er hefðu leitt þá að ánni þegar hún var í vexti. Ennþá hafði alt gengið vel, en Nabours horfði efablandinn á hestana, er höfðu farið yfir ána tvisvar. Menn- imir hrestu sig á kaffi og matarbita og voru fljótir. Alt var nú svo komið, að þeir gátu feng- ið kaffi hvoru megin árinnar sem var. Nú urðu þeir að hefja harðasta þátt verksins, að koma gripunum yfir. Reyndar hafði hjörðin synt þrjú stór fljót. En þar hafði ströndin andspænis ætíð verið sýnileg og árnar mjórri. Hvað mundu skepnurnar gera í þessu hafi, ólgandi straum- iðu? “Hafið ólúna hesta tilbúna, drengir!” hróp- aði Nabours. “Rekið hjörðina út í héma. Rekið hana beint á eftir mér, og dreifið henni. Látið eins og þið séuð á landi. Del og Cal verið þið fremstir. Þið getið riðið beggja megin alveg eins og þið eruð vanir að gera. Þau munu hrekja langt niður ána. Ef þið verðið hræddir verða gripirnir það líka, og komi það fyrir mun illa fara þetta ferðalag. Látið þá vera dreifða og halda áfram.” Hnarrreistir með miklu glamri, er hornin núðust saman, gengu fremstu uxamir út að fljótinu. Alamo var fremstur að vanda. Þetta vom árvökul og skynsöm fomstunaut, langhyrn ingar af öræfunum, og höfðu í sér eðlisávísun viltra dýra og þar að auki reynsluna, sem þau höfðu öðlast á ferðalaginu. Knúður áfram af þeim, sem á eftir fóru, skók Alamo hausinn, beygði sig í hnjánum og mddist svo út í fljótið á eftir hestinum, sem synti á undan honum. Nokkur hluti mannanna riðu ennþá á sömu hest unum og áður. Við og við léttu þeir þeim byrð- ina með því að renna sér ofan í fljótið og synda við hlið þeirra. Eitt af öðru ag stundum tugum saman, lögðu nautin út í fljótið. Straumurinn bar þau niður eftir því svo að keðjan myndaði lykkju, en þau syntu áfram og sáu vel hvar þau áttu að lenda. Þau fengu brátt fótfestu á sandrifinu og óðu svo grynninguna í land. Nautalestin virtist alveg endalaus, en þegar hún var komin af stað, gengu hin, sem á eftir voru, viljug í fljótið og mynduðu nú samanhangandi, lifandi brú yfir hið mikla fljót. Það var mikilfengleg sýn. Karlmenska og hugrekki sameinað þekking- unni á réttri meðferð á nautgripum, gerði þeim auðið að fara yfir rauða fljótið. En forsjónin hlaut sannarlega að hafa verið að verki með þeim, við þessa fyrstu og hættulegustu ferð yfir fljótið. Fyrstu ferðina, sem farin var með gripi norður að jámbrautinni. Er fyrstu nautin komust á rifið í fljótinu, þörfnuðust þau engrar leiðsagnar, mennirnir sneru því við yfir um. Fleiri og íleiri naut lögðu út í ána. Þetta áhættuspil virtist ætla að hepn- ast. Gamli formaðurinn á Sólbakka var góður nautahirðir, einn hinna beztu, sem til voru, og fá voru þau fyrirbrigði í verkahring hans, sem hann skildi ekki eitthvað í. Mennirnir tóku eftir því, að hann horfði oft þennan dag upp í loftið með miklum áhyggjusvip. Það var þykk- mikið og þungbúið. Þetta var óheppilegur dag- ur til að reka rekstur yfir fljót. Útlitið var rign- ingarlegt; lengi sást ekkert til sólar. Hefði verið nokkrar líkur til að sólin sæist mundi hinn reyndi nautahirðir ekki hafa rekið hjörðina út í fljótið svona seint á degi, og allir reyndir menn á þessum sviðum vissu hversvegna. Fljótið rann þarna frá norðri til suðurs, svo að nautin urðu að synda yfir það beint í vestur. Um kvöldið mundu sólgeislamir stafa beint austur yfir fljótið. En naut vilja ekki synda beint á móti sól- inni. Enginn reyndur hjarðmaður reynir að reka þau á móti skáhöllum geislum kveldsólar- innar. En von Nabours fólst í því, að sólin kæmi ekki út. En er hann leit nú í vestur skildi hann bet- ur hvað hinir svörtu skýbólstrar boðuðu. Neðri brún þeirra var jöðruð silfurgliti. Eftir stutta stund mundi sólin skína. — Og þá mundu geislar hennar stafa beint í augu nautgripanna er syntu yfir fljótið. Blótsyrðið sem braust af vörum Jims gamla fól ií sér margskonar tilfinningar — sorg yfir því, sem hann vissi að hlaut að koma fyrir; reiði yfir fljótfæmi sinni; átti við þann skaða er hann bakaði húsmóður sinni, gremja yfir því, sem honum fanst ranglát tilhögun og óréttlátt endurgjald á hugrekki hinna hraustu manna. Náttúran sem ætíð virtist tilfinningalaus virt- ist háðslega hefnigjörn. Enginn mannlegur máttur gat afstýrt því, sem nú kom fyrir. Sólin, sem var að ganga til viðar, sendi geisla sína eins og gullna brú yfir hið gula vatn. Geislarnir skinu bent í augu nautanna, eitthvað þrjú fjög- ur hundmð þeirra vom enn á sundi. Mennimir, sem fylgdu þeim, blinduðust sem snöggvast. Fljótandi trjábolur hitti fremsta nautið og sneri þVí undan straumnum. Keðjan var slitin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.