Heimskringla - 18.02.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 18.02.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1948 líetntskcingla (StofnuD 1888) K’emui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaðsins er $3.00 '&rgangurinn, borgist fyrirfram. Ailar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrlft til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringía" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 18. FEBRÚAR 1948 Þjóðræknisþingið hefst 23. febrúar Það er talsvert um það talað á þessum síðustu og verstu tím- um, að þjóðrækninni sé að hraka hjá íslendingum vestra. Því er nú miður, að þess má ýms dæmi finna. En til þessa er vanalega mest fundið eftir stríð, þó lindarlegt kunni að þykja. Islendingar urðu þessa skýlaust varir eftir fyrra heimsstríðið. Og það var ekki sízt vegna þess, að þeir hófust handa um stofnun allsherjarfélags sín á milli, til að reisa rönd við þessu. Stofnun Þjóðræknisfélags- ins átti til þessa rætur að rekja. Að stríð séu þjóðræknisstarfi þrándur í götu, verður skiljanlegt af því, að þá kemst national- ismi hér í algleyming og að borgaramir séu heilir og óskiftir til vamar þessu landi, er þá það málið, sem efst er á blaði í öllum skilningir Það em mörg félagsstörf, sem þá eru lögð á hilluna í svip og þjóðræknisstörf þjóðanbrotanna hér, sem eiga þar heima og eru hér alveg eins frjáls og jafnrétthá og þau, verða þá einnig út-undan. » \ Þetta er reynslan. En eins og þjóðræknisstarfsemi íslend- inga færðist í aukana eftir fyrra stríðið, eins ætti hún nú, að síð- asta stríði loknu, að taka til óspiltra mála. Það væri mjög heil- brigður vottur þeirra tilfinninga er í brjóstum' allra eldri íslend- inga býr til ættjarðarinnar, að þess sjáist nú mikil, glögg og á- kveðin merki á ársþinginu sem hefst í byrjun næstu viku (23. febrúar). Þinginu stjómar í þetta sinn séra Philip M. Pétursson, prestur Sambandssafnaðar í Winnipeg og vara-forseti stjómarnefndar Þjóðræknisfélagsins. Forseti þess er, eins og kunnugt er, séra Valdiihar J. Eylands, en hann er nú heima á ættjörðinni og vinnur þar að því, að efla og styrkja vináttuna og bræðra-þelið milli frændanna eystra og vestra, við hvert tækifæri sem til þess gefst, eins og hver góður þjóðræknismaður á að gera. Séra Philip er maður hér fæddur og það ætti að vera öllum sem einum sérstök ánægja, að forusta þessa starfs er í höndum manns, sem tilheyrir ma sambandið við ættjörðina lítið á sig til eflingar þjóðrækn- ismálum. Það er tími kominn til þess, að þeir fari nú að sýna það í verki, að það sé ekki að þeirra vilja eða geði, að íslenzkt þjóðræknisstarf leggist hér nið- ur. Verkefnin eru óteljandi orð- in, sem hrúgað er á þjóðræknis- nefndina, og mörg þeirra eru þessháttar, að þeim verður ekki í verk komið, nema íslenzkur al- menningur standi þeim með ráð- um og dáð að baki. Heimskringla hefir um nokkur ár t. d. bent á, að íslenzku kenslu bama þurfi hér að skipuleggja í margfalt öflugri stíl, en ennþá hefir verið reynt. Það er ekki með því verið að gera lítið úr neinu þjóðrækn- isstarfi sem hér hefir verið unn- ið bæði með lit á þessu og í öðr- um efnum. Kenslustarf þetta þarf að reka hér sem volduga stofnun bæði í bæjum og sveit- um og helzt undir stjóm manna heiman af íslandi, eins eða tveggja^ Það mundi meiri mátt- ur og vakning fylgja þvá, er nauðsynleg er til að vekja eftir- tekt æskunnar á arfinum ís- lenzka, en á annan hátt væri hægt. Með lifandi sögu lands og þjóðar túlkaðri í myndum og á máli beztu kennara í þjóðlegum fræðum og sögnum, gæti þetta bæði orðið til að vekja aðdáun æskunnar á íslenzkum erfðum og orðið til að sannfæra hina eldri um að íslenzk tunga og þjóðrækni ætti hér lengri aldur, en alment er álitið. En !il þessa þurfa þeir að fóma meiru en þeir hafa gert. Og það væri ekki ó- hugsanlegt, að þeir gerðu það, ef trú væri hægt að vekja hjá þeim á fyrirtæki sem þessu. Þjóðræknisstarf Islendinga fellur eða stendur, með þvi, hvaða rækt við leggjum við við hald tungunnar. Það er hún, sem er mergur málsins. Heima- land íslenzkunnar verður auð- vitað ávalt ísland. Þessvegna RITFREGNIR ekki slitna. En það gerir það brátt, ef tungan hverfur hér. Þetta mál er hér tekið sem dæmi af verkefnum Þjóðrækn- isfélagsins og þörfinni á að við séum allir eitt, jafnframt sem sá er þetta ritar, skoðar það veiga- j mestu hugsjónina, sem Þjóð- ræknisfélagið á til að berjast fyrir. þeirri kynslóð Islendinga sem hér er fædd. Það er verkefni hinna yngri, að öllu eðlilegu að taka við af hinum eldri. Þegar sá gangur sögunnar truflast, fer ver. Vemd og líf þess málefnis sem við unnum heitast eða framtíð þess veltur og á því. Þegar á íþetta er litið, er í raun og veru alt of snemt fyrir okk- ur, að vera að gera þeirri hugmynd skóna, að þjóðræknismál okkar séu á hverfandi hveli og starfinu í sambandi við þau sé lokið. Eins lengi og fyrsta og jafnvel önnur kynslóð gerir sér far um að hefja fána þjóðrækninnar hér að hún, er það karlægra hugsunarháttur að vera að æðrast og telja sér trú um að í öll skjól sé fokið með þjóðræknisstarfið vestra. En svo er eitt mál einnig, sem Sýnum því nú á þessu þingi, að við séum enn hinir sömu þjóð- ekki verður séð> að næstkom- ræknismenn og við höfum verið, með því fyrst og fremst að sækja ! andi þing komist hjá, að ræða vel þingið og leggja þar alt til málanna, er við ætlum að verði til um Það er 75 ára afmæii vest- eflingar og styrktar í starfinu. Það eru alt of margir, sem hjá öllu ur_fihtninga Islendinga. Við sneiða, sem aðhafst er í þessa átt, en sem einskis mundu fremur £kyjdum nú ætla, að heima þjóð sakna en þess, að starfið legðist niður, eða öll íslenzk félagssam- j ;nni væri það mái ekki neitt bönd slitnuðu. kært umhugsunarefni, að maður Það getur að vísu að því komið, eins og margir halda fram, ^kki tali um fagnaðarefni. En þó bæði í ræðu og riti, að alt sem íslenzkt er hverfi hér úr sögunni. j hefir nú það ólíklega skeð, að Þriðja og fjórða kynslóð okkar, sem íslenzku lærir ekki, sé bezta Þeir voru á undan okkur, að sönnun þess. Það er vanalega það sem fyrir minni hluta þjóðar- draga athygli að sjötíu og fimm bfot kemur innan um stærri þjóðir. En að ganga út frá því sem ára landnámi Islendinga hér óhjákvæmilegu, er þó vanhugsað. Það eru til smáþjóðir, dreifðar j vestra og lögðu ekki ódjarfara á meðal margra þjóða, sem þjóðemi sitt vemda. Það er fult af en Þa® ^il málanna, að ísland þeim um Evrópu og Asíu. Og Gyðingana þekkja allir, sem mjög æiii senda einn sinn valda- ljóst dæmi þessa. Það er því ekki rétt að segja, að við getum ekki mesta mann vestur sem fulltrúa, haldið máli og þjóðerni okkar hér við. Tungan er vanalega talin eins °S forsætisráðherra eða aðalsmerki þjóðemisins. Að segja að íslenzk böm hér gætu ekki jafnvel forseta landsins. Það haldið við eða lært mál áa sinna, er auðvitað fjarstæða. Það er eins Se*a orðið skiftar skoðanir um, auðvelt og að drekka úr kaffibolla, ef við emm svo duglegir, bvenær landnám hér byrjar, áhrifamiklir og góðir skipuleggjarar, að koma þeim til að þykja hvort það skuli talið frá 1870, er vænt um erfðimar. Ef við emm ekki neitt af þessu og hugsum Washington-eyju landnám Eyr- sem svo, að það sé eðlilegast að láta alt fljóta sofandi að feigðarósi, sfbakka félaganna hófst, eða þá er það auðvitað ekki hægt. En við megum ekki halda, eins og ÞeSar Sigtr. Jónasson kom vest- við nú gemm yfirleitt, að við getum þvegið hendur okkar af því, ur 1872, eða þá við fyrsta stóra hvernig um viðhald íslenzku hér fer. Við bemm þar meiri ábyrgð,! hópinn er kom til Austur-Can- en við gerum okkur nokkra grein fyrir. Við teljum okkur trú um, að al-mögulegustu hlutir séu óframkvæmanlegir. Það sem aðrir hafa gert, ætti að vera kleift íslendingum. Ef það sanuast ekki á okkur, er þar viljaleysi einu um að kenna, sem hegna mun sín grimmilega síðar meir, en ekki ósigranlegum erfiðleikum. En jafnvel þó það verði með þögninni samþykt, að alt sem íslenzkt er hljóti hér að deyja út, ber hitt að athuga, að það má ekki gerast meðan nokkrir em til, sem æskuminningar og alt sem. er kærast, er bundið við Island. Þegar sú tilfinning er stirðnuð eða horfin með öllu, sem vel getur komið fyrir með tíð og tíma, ef ekki er að henni hlúð, eða á hana litið sem lagsta á íeigðar-beð, þá gerir dauði þess sem íslenzkt er okkur sjálfum ekki annað til, en það, að það lifir í sögunni, að við höfum ekki haft rænu eða vit til þess, að sjá henni borgið hjá afkomendum okkar og það verði munað eins vel, ef ekki betur, en frægðarverkin er aldir líða. ★ ★ ★ Að fáeinum mönnum undanskildum, eða þeim sem nefndar- störf Þjóðræknisfélagsins hafa með höndum, hafa íslendingar lagt ada 1873. Síðan em nú 75 ár. Maðurinn sem dómbærastur væri um þetta, er Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, er söguritun Vest- ur-lslendinga hefir haft með höndum. Það væri mjög óvið- eigandi, að leggja ekkert til þessa máls, eftir að því hefir eins. vingjamlega verið reift heima og raun er á. Á þessu komandi þingi flytja þeir séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum fyrirlestur og Ámi Helgason frá Chicago sýnir myndir frá Islandi. Annars eru skemtiskrár samkomanna, sem haldnar verða í sambandi við þingið birtar í þessu blaði. Eftir próf., Richard Beck Norræn jól, ársrit Norræna félagsins á íslandi fyrir síðast- liðið ár, er nýkomið í hendur greinarhöfundar, og stendur þessi 7. árangur þess eigi að baki fyrri árgöngum um falleg- an ytri frágang og samsvarandi innih^ld. Ritstjórar eru þeir Guðlaugur Rósinkranz yfir- kennari, ritari Norræna félags- ins, og Vilhjálmur S. Vilhjálms- son blaðamaður. Fylgir Guðlaugur yfirkennari ritinu úr hlaði með markvissum inngangsorðum, er hefjast á þessum ummælum: “Mikill og vaxandi áhugi er hvarvetna ríkjandi á Norðurlöndum fyrir norrænni samvinnu. Það varð mér greinilega ljóst á s'íðastliðnu sumri, er eg heimsótti Norður- löndin öll og ræddi við fjöl- marga menn í öllum löndum.” Mcga þau ummæli vera fagnað- arboðskapur öllum þeim, sém hugstæð eru gagnkvæm menn- ingarleg samskifti milli Norður- landa. Meginmál ritsins hefst síðan með gagnorðu og hlýyrtu ávarpi eftir Stefán Jóh. Stefánsson, for- sætisráðherra Islands og for- manns Norræna félagsins, er fellst í hinum hugþekku ljóðlín- um: “Vér réttum mund um hafið hátt, og heilsum gömlum vin.” ítarlegasta og veigamesta greinin í ritinu að þessu sinni er “Myndhöggvarinn Gustav Vige- land” eftir Helga Hjörvar skrif- stofustjóra, en þar er glögglega lýst ævi- og listamannsferli þess stórbrotna og frjóa norska snill- ings og mikilúðlegum höggmynd um hans, og fylgja góðar mynd- ir af eigi allfáum þeirra. Skemmtileg er lýsingin a sveitajólum í Svíþjóð eftir Jör an Forslund, í þýðingu Jóns Bjarnarssonar, og vel samin og athyglisverð ferðaminning séra Jakobs Jónssonar “Presshjónin í Ullensvang”; þar er lýst norsk um merkisklerki og jafn merkri konu hans, en síra Ola Sande, sem hér greinir frá, var einn þeirra norskra stéttarbræðra ‘hans, sem þéttast stóð fyrir, þeg- ar kvislingarnir reyndu að ná yfirráðum yfir norsku kirkjunni. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rit- ar stuttorða en fróðlega grein um íslenzka byggingarlist, og er hún prýdd myndum af Há- skólanum, íSj ómannaskólanum, Akureyrarkirkju, 'væntanlegri Hallgrímskirkju og Þjóðleikhús inu, en allar eru þær byggingar svipmiklar og um margt sér- stæðar. Guðlaugur Rósinkranz segir frá heimsókn sinni hjá systur félögunum á Norðurlöndum í skilmerkilegri og læsilegri grein og lýsir einnig í ítarlegri skýr- slu starfi Norræa íélagsins á ár- inu, sem verið hefir all marg- þætt, þrátt fyrir ýmsa örðug- leika, svo sem gj aldeyrisvand- ræði. Inn í skýrsluna er fléttað- ur hinn prýðilegi myndabálkur “Annáll ársins 1947”, og ber þar hátt Snorrahátíðina í Reykholti 20. júlí síðastliðinn. Friðrik Á. Brekkan rithöfund- ur á góða smásögu í ritinu, — “Stutti fóturinn”, einnig er þar bráðskemtileg smásaga eftir Albert Engstrom, “Gamall skip- stjóri segir frá”. Af kvæðunum kveður mest að hinu orðhaga og skörulega — “Ljóðaávarpi” Davíðs Stefáns-! sonar frá Fagraskógi, er hann flutti að Reykholti við afhjúp- un ISnorrastyttunnar, og prent- að hefir verið í báðum vestur- íslenzku vikublöðunum. Snjallt og hreimmikið er einnig kvæði frú Mörtu Gladved^Prahl, “Paa Ásólfsstaðir” (Að Ásólfsstöðum), sem prentað er hér á frummál- inu (norskunni). 1 ritinu eru einnig ættjarðarkvæði frá Norð- urlöndunum öllum, að Færeyj- um meðtöldum, ásamt myndum af merkum sögustöðum. Forsíðuteikning Eggerts Guð- mundssonar listmálara er með hreinum íslenzkum blæ, er hæf-1 ir vel ihinu fagra og táknræna; heiti ritsins, dregur hugann að norrænum jólum, eins og þau lifa og ljóma í minningu þeirra sem slík jól áttu á æskuárum sínúm. Yfir þeim hvelfist heið- ur himinn og stjömubjartur. II. Meðal kærkomnustu gjafa, sem þeim, er þetta ritar, bárust heiman af íslandi um nýliðin jól, var merkileg og veigamikil rit- gerð, “Frúin í Þverárdal”, eftir Sigurð Guðmundsson fyrrv., skólameistara, fagurlega sér- prentuð úr hausthefti tímarits- ins “Jörð”, en undir ritstjórn síra Björns O. Björnssonar flyt- ur hún jafnan fjölþætt og eft- irtektarvert lesmál. Munu þó lesendur hennar almennt vprða sammála um það, að fyrnefnd ritgerð sé með því allra ágæt-| asta, sem ritið hefir borið á borð fyrir þá. Ekki þarf að skýra gömlum Húnvetningum frá því hver “Frúin í Þverárdal” hafi verið, en þeim lesendum til glöggvun- ar, sem ófróðari eru, skal tilfærð eftirfarandi málsgrein úr ritgerð Sigurðar: “Frúin í Þverárdal, fremsta bæ í Laxárdal fremri, í Húna- vatnssýslu, var frú Hildur Bjarnadóttir, “borin Thoraren- sen”, ekkja Bjarna Magnússon- ar, sýslumanns á Geitaskarði enda tókst honum ósjaldan vel í tækifærisræðum sínum. Lýsir Sigurður þessum “sí-gjósandi Geysi gleðinnar” áreiðanlega rétt og vel í grein sinni, og þau systkin bæði í frásögnum Sínum af honum, enda rita þau þar af námum kunnugleika og drengi- legri samúð. Ritgerðina prýða ágætar myndir af þeim frú Hildi og Brynjólfi, teikning af Þverárdal eftir Örlyg Sigurðsson listmál- ara, og prýðisgóð höfundarmynd af Sigurði skólameistara. í SKUGGSJÁNNI (Geitisskarði) í Langadal, og dóttir Bjarna Thorarensens, — amtmanns og skálds”. Komin var húsfreyja þessi því af kjarnmiklum stofni og lítt að undra þó að hún væri ágætis- og merkilskona, og getur greinar- höfundur þess vafalaust rétt til, “að mörgum þyki fróðlegt að kynnast dóttur hins mikla skálds, lesa Trásagnir af fram- komu hennar, háttum og venj- um, hversu hún varði frelsi sínu og næði, er henni hlotnaðist í rökkri eða á aftni lífs síns.” Og ritgerð þessi hin prýði- lega er með öllum sérkenn- um ritháttar Sigurðar Guð- mundssonar; stíllinn fjölskrúð- ugur og myndauðugur, frum- legur og magni þrunginn. Glögg og hugþekk að’sama skapi er lýsing hans á æviferli hinnar mkilhæfu húsfreyju, en hitt ber þó af, með hve mikilli nærfærni og Sálarlegu innsæi skaphöfn hennar er túlkuð og horf hennar við liífinu, hæfileiki hennar til að vinna gull sálarfriðar og lífsham- ingju úr grjóti hrversdagslegs og fábreytts umhverfis, og get- ur dæmi hennar verið oss nú- tímamönnum á margan hátt til íyrirmyndar og áminningar. Sérstaklega heillandi mun og lesendum þykja sá kiafli ritgerð- arinnar, sem fjallar um æsku- ástir þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, en þau feldu hugi saman á æskuárum sínum' í Flatey á Breiðafirði, skáldið og hin glæsilega Hildur Bjarna- dóttir, þó að hún væri öðrum og; mætum manni gefin. En kvæðij skáldsins Ibera því órækan vott.l að lengi lifði í þessum glæðum æskuásta hans, eins og höfund-l ur leiðir einnig næg önnur rök! að í grein sinni. Greininni fylgir einnig góður viðbætir um Brynjólf lí Þverár-! dal, son frú Hildar Bjarnadótt-^ ur, eftir húsfrú Elisabetu Guð- mundsdóttur, að Gili í Svartár- dal, systur Sigurðar skólameist- ■ara. Yið lestur þeirrar greinar- goðu lýsingar á Brynjólfi, sem var bæði um margt sérkennileg- ur og óvenjulega gáfaður maður, rifjuðust upp fyrir mér kynnin við hann á Akureyri veturinn 1919—20, og er mér það enn í fersku minni hver “hrókur fagnaðar” hann var á manna- mótum og frábærlega mælskur, Abraham Lineoln sagði: Eins illa og mér væri við að vera þræll, væri mér ennþá ver við, að vera einvaldur. ★ Kaþólskur prestur hélt nýlega fram í ræðu í Wninipeg, að lút- ersk kirkja og kaþólsk ættu að sameinast. ' ★ Bæjarráðsmaður í Winnipeg, leggur til að stjómarþjónum sé leyft í vinnutíma sínum að horfa á Bonspeil leiki, án þess að af kaupi sé dregið. Oss hefir lengi grunað, að gamla venjan, að greiða kaup fyrir vinnu, sé að úreldast. * Sósíalisti einn í Saskatchew- an, segist hafa eytt $40,000 í bú- jörð handa syni sínum að setjast á úti í sveit. Það virðist ekki orðinn neinn heljarmunur á sósíalisma og kapitalisma. ★ Quðbec-stjórnin er nýbúin að taka upp flagg fyrir fylkið og segir það dýrmætast við það, að það sé alveg sérstaklega cana- diskt. “Alveg sérstaklejga” er rétt. ★ Á aðeins einni samkomu af þremur, sem í samibandi við þjóðræknisþingið verða haldn- ar, er auglýst, að ræða verði flutt. Tímarnir breytast og mennirnir með. * Moliere, . hinn heimsfrægi frakkneski leikrita-höfundur, var eitt sinn spurður, hvemig á því mundi standa, að konungar í sumum löndum væru taldir færir um að stjórna ríki fjórtán ára gamlir, en fengju ekki að kvænast fyr en þeir yrðu 18 ára. “Eg geri ráð fyrir að það sé vegna þess, að það er miklu örð- ugra að stjórna kvenmanni en konungsríki”, sVaraði Moliere. SAMKOMA ÞJÓÐRÆKN- ISFÉLAGSINS Loka samkoma þjóðræknis- þingsins fer fram síðasta kvöld þingsins, miðvikudagskvöldið 25. febrúar, kl. 8, á Fyrstu Sam- bandskirkjunni á Banning St. — Nefndinni hefir enn einu sinni tekist að útbúa hina ágætustu skemtiskrá með útvöldu fólki til að skemta, eins og t. d. Mrs. Elmu Gíslason, sem hefir svo lengi og vel stundað sönglist hér í bæ og er vel kunn orðin öllum islendingum fyrir ágæta söng- hæfileika; systumar tvær, Dor- othy og Ethelwyn Vernon, dæt- ur Mrs. Rósu Vernon (Neé Her- manson) sem hafa hvor um sig, þó ungar séu, unnið verðlaun fyrir söng. Dorothy, sem er tíu ára, hefir þrisvar í röð unnið gullmedalíu 1 Kiwanis samkepni í Toronto (Musical Festival), stærstu samkepninni sem fram fer í Ontario, árlega, auk silfur medalíu, og Ethelwyn, sem er ekki nema átta ára hefir einnig unnið verðlaun í söngsam- kepni. Allan Beck, sonur Mr. og Mrs. J. Th. Beck, hefir unnið “scholarship” í fíólín spili hér við háskóla Manitoba-fylkis auk annara viðurkenninga. Séra Ei- rík Brynólfsson frá Útskálum, eru allir hér farnir að þekkja fyr ir þægilegheit og hina beztu framkomu auk þess að vera skemtilegur og hrífandi ræðu-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.