Heimskringla - 25.02.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 25.02.1948, Blaðsíða 6
6. SlÐA HEIMSKRINGLA WINtNIPEG, 25. FEBRÚAR 1948 NÝJAR LEIÐIR “í>eir komast aldrei út fyrir mitt um- dæmi!” svaraði leiðtoginn grimdarlega. Eg skal elta þessa hjörð þangað til Víti stokkfrýs. Mitt umdæmi er þar, sem engin lög ríkja. Eg vildi bara óska, að eg visssi hvar þessi náungi, hanr. McMasters er,” sagði hann. “Eg er bara að bíða eftir honum.” McMasters kom í verbúðimar í rökkrinu þetta kvöld. Rudabough tók á móti honum eins blíðlega og hann gat, en barmaði sér óspart yfir hversu koma hans hefði dregist. “Enginn ykkar Texasbúa virðist þekkja það hvers virði tíminn er, tók hann til máls. “Þið sjáið ekkert fram á við. Þessi hjörð, sem brýtur slóðina fyirr fimm miljónum nautgripa frá Texas, eyðileggur allar okkar fyrirætlanir, nái hún járnbrautinni. Komist hjörðin þangað verða nautgripir lí Texas tíu dala virði í haust, næsta ár tuttugu — og 'hingað til hefir nautið kostað mig bara tuttugu og fimm sent! Þegar verðið hækkar upp í tuttugu dali, hækkar land- ið einnig. Nú, ekkert spekingshöfuð þarf til að reikna það út, að eg get ekki látið slíkt við- gangast nú sem stendur. McMasters, þessi hjörð má aldrei komast út úr Indiíánalandinu. Við höfum bara þetta sumar til að koma ráðum okkar í gegn. Eg læt það ekki viðgangast, að rauðhærð stelpa og kúasmalar hennar, hindri mig. Komist þau norður í sumar, opna þau markað fyrir alla nautgripi í Texas! Komist þau það ekki, verður Sim Rudabough sá ríkasti maður, sem nokkru sinni hefir stigið fæti á Texas-jörð. Og hvað heldur þú að fólkið í Texas vilji gera fyrir mann, sem hefir aukið gripa- verðið og verð á landi tvisvar, þrisvar og fjórum sinnum? Þega svo er komið getur Sim Ruda- bough litast um fyrir utan landamæri Texas? Hvað?” “Þú Virðist vera stórráður,” svaraði Mc- Masters rólega. “Hvemig get eg hálpað þér með þetta?” “Á allra handa hátt. Þú getur njósnað fyrir okku^. Það er ekki auðvelt fyrir mig að hafa auga á þér. Þú ert út um alt, en hálpir þú mér til að koma Sólbakka-hjörðinni fyrir kattamef, verður það þér til hagsældar alla þína æfi.” “Auðvitað hefi eg verið gætinn. Héðan er langt að brún Llano öræfanna, og fáir bændur em þar ennþá. En landið þar, sem eg hefi auga á, er þakið fóðurgrasi og eins smágert og gólf- teppi og nieð öðru grasi, sem er alveg eins gott. Það verða hagar framtíðarinnar jafnskjótt og Indíánarnir hafa verið reknir þaðan. Þar kýs eg okkur land. Eg ætla að ná í landseðla fyrir miljón/ekra.” “Og íhugaðu á hverju alt þetta byggist!” bætti hann við. “Látum þau í friði, og þau finna kanske Abilene, eg gæti svo sem vel trúað þvií. Eg ætla ekki að eiga slíkt á hættu — þessvegna vil eg fá hjálp þína. Eg vil að þú skulir fara norður og finna hjörðina.” “Við förum yfir ána á morgun.” Hann stóð á fætur, æddi um og bölvaði og var mi kominn í þann ham, að hann mátti heita vitskertur, enda var hann sjaldan ófullur. McMasters sneri sér til hans og sagði: “Þú ert all hefnigjarn, ertu það ekki?” “Enginn hefir nokkm sinni risið svo gegn mér, að hann hafi ekki fengið fyrir ferðina,” svaraði stigamaðurinn, sem vegna hroka síns fanst hann ætíð vera ömggur. “Ekki einu sinni Burleson Lockhart?” “Ekki einu sinni Burleson Lockhart,” svar- aði Rudabough hranalega. “Hann fékk sína hegningu.” Hann þagnaði. Honum fanst ískuldi leggja um sig allan. “Jæja, við skulum koma að tjöldunum. Eg á brennivínssopa, og við skulum fá okkur bragð.” 24. Kapítuli Snemma næsta morgun lögðu þeir Ruda- bough og félagar hans af stað og fóru yfir fljót- ið. Það var létt verk að fara yfir það á hinu gamla vaði. Þama var tylft manna blindfullir, er óhreinkuðu loftið með formælingum sínum og gortandi guðlasti. McMasters hafði stungið upp á því, að þeir skyldu halda hópinn og fylgja hinni gömlu Arbuckle slóð upp með Washita fljótinu. Leið þeirra var þá eins og færu þeir eina hliðina í þríhymingi en Sólbakka menn- irnir færu hina. Þessar leiðir mundu þá auðvit- að mætast einhverstaðar í norðri og vestri við Washita fljótið. Hann benti Rudabough á, að eigi gæti hjá því farið, að þeir rækjust ekki á hjörðina fyr eða síðar, því að án efa mundu þeir finna slóð hennar væm þeir á undan þeim, en gætu beðið þeirra, ef þeir væm á eftir þeim. Þessi röksemdarleiðsla féll Rudabough vel í j geð. Að loknum áfanga hins fyrsta dags, áðu þeir við valhnota lund einn. I gegnum lundinn rann lækur. Alt landið þarna var þakið veiði- dýmm, og tók Rudabough riffilinn sinn og lagði af stað til að fá í soðið, og lofaðist til að vera fljótur.McMasters fylgdist á eftir honum svo að hann sá ekki. Rudabough hafði verið burtu fjórðung stundar, þegar félagar hans heyrðu tvö skot, í áttina til lækjarins. Hann kom aftur skömmu síðai*, en ekki hafði hann neitt kjöt. “Jæja, Sim,” sagði einn manna hans, “náðir þú ií kjötið?” “Já, það gerði eg,” svaraði hann. “Komstu með það með þér?” “Það var ekki þesskonar kjöt.” Þeir störðu á hann. Andlit hans var af- myndað. Hann var nú að fá eitt hið brjálsemis- kenda reiðikast sitt. “Þið heyrðuð heitstrengingu mína!” æpti hann. “Þarna suður frá, sagði eg ykkur, að eg skyldi drepa fyrsta Indíánann, sem eg sæi. Eg svík ekki loforð mín, og ekki missi eg marksins. Þarna við lækinn liggja tveir Indíánar. Ef þið trúið mér ekki, þá farið og sjáið það sjálfir. Eg sagði ykkur, að eg skyldi kenna þeim að stela ekki hestunum mínum.” Einn eða tveir menn læddust út frá ver- búðunum í áttina til lækjarins. Það vom harðn- aðir menn og alvanir illvirkjum; en sjónin, sem þeir séu, setti að þeim hroll. Tvær Indíána stúlkur, önnur þeirra ung. lágu hinumegin við lækinn.' Fötin þeirra voru öðm megin lækjarins. Þær höfðu verið að baða sig og höfðu hlaupiij upp úr læknum, er þær heyrðu að einhver kom, en féllu sem bráð þessa miskunarlausa níðings, sem kórónaði öll þau þrælmenni, sem flækst höfðu gegnum þenn.an skuggalega hluta landsins, sem allur flaut í blóði. Eldri konan var dauð, yngri stúlkan drógst helsærð til að fela sig í kjarrinu. Hún heyrði fótatak mannanna og valt um koll. McMasters, sem fylgst hafði á eftir Ruda- bough, var ekki nægilega nálægt til að sjá þess- ar aðfarir hans, én hann sá ibrátt hvað hann hafði gert. Skelfdur hörfaði hann burtu og lét mennina um það, að sjá hinar myrtu konur. Hann tók með sér skó kvennanna, er þær höfðu skilið eftir á bakkanum. Hann var léttstígur eins og padrusdýr er hann gekk inn í tjaldstaðinn. Hann gekk yfir grasið að Rudabough og snerti létt við öxl hans. “Stattu upp svívirðilegi hundur!” sagði hann. “Rístu upp og líttu framan í mannsandlit, þú hinn mddalegi morðingi og heigull.” Rudabough fálmaði eftir byssunni áður en hann skreiddist á fætur, en hugsaði sig samt um. Báðar hendur unga mannsins vofðu yfir skamlbyssuskeftunum í beltinu. En hann skaut ekki. “Maður sem fremur slíkt níðingsverk, er ekki maður!” Rudabough og allir hans þorpar- ar heyrðu orðin. “Eg fer ekki fet með morðingja eins og þú ert. Farðu nú að ráðum mínum — snautaðu héðan úr þessum landshluta eins fljótt og þú getur! Ef þessir menn ná í þig, hefna þeir sín áreiðanlega. Tjöld þeirra geta ekki verið langt héðan. Þessar konur hafa aldrei gert þér neitt tjón.” “Þið heyrðuð allir hvað eg sagði,” rödd Rudabougs var hás. “Þú hefir heyrt hvað eg sagði! Eg ætti að drepa þig núna, en eg fer í iburtu frá þér.” “Þessir lúsugu þjófar,” sagði Rudabough og reyndi að safna í sig kjarki og æsa sig upp í æðiskast. “Heldur þú, að eg ætli mér að láta þá stela hestunum mínum, og sleppa þeim ó- hengdum. Nú em tveir færri af þeim. Auk þess em hér engin lög, og þú gerist heitrofi.” Augu McMasters kipmðust saman. “Segðu það ekki einu sinni ennþá,” sagði hann. “Eg geymi þig Ibara þangað til síðar. Þetta vom Comanshar, sem þú drapst.” “Þetta em ekki Comanchar,” staðhæfði Rudabough. “Þeir flækjast ekki um þessar slóðir. Þetta em bara Chicawa Indíánar, eða kanske Maco Indíánar.” Dan MöMasters hélt upp skónum áður en hann lét þá í vasa sinn. “Eg þekki Comancha Indíána þegar eg sé þá,” sagði hann. “Konumar létu þessa skó eftir þegar þær fóm í baðið. Það þýðir ekkert fyrir ykkur að elta mig,” sagði hann er hann gekk aftur á bak að skóginum þar, sem hesturinn hans var bundinn. “Eg segi þér að hið bezta, sem þú getur gert sé að komast héðan eins fljótt og þér er auðið.” Ekki einn einasti þorparanna hafði hug- rekki til að grípa til vopna er hann gekk fram hjá þeim. Þeir vom kanske farnir að fyrirlíta leiðtoga sinn. Formælingar Rudaboughs, og grip hans til vopna kom oft seint. McMasters var kominn á hestbak og hvarf í skóginn. Er þeir leituðu eftir slóð hans héldu þeir fyrst, að hann hefði haldið norður. En eftir að hafa farið hálfa mílu, urðu þeir þess varir að hann hafði haldið í suður. “Ekki veit eg hvað af honum varð,” sagði einn mannanna, “en eg vildi, að eg vissi það. Hann getur veirð nógu reiður til að siga lög- reglunni á okkur aftur. Eg er næstum viss um, að hann hafði hönd í bagga þegar þeir tóku okkur hjá Sólbakka. Ef við hefðum náð í alla landseðlana, sem Rudabough sagði að væra þar, þá hefðum við kanske ekki þurft að lenda í þessu.” “Lögreglan getur ekkert gert fyrir utan Texas rikið,” svaraði félagi hans. “Satt er það, en Comancharnir geta það!” 25. Kapítuli. Það var um miðdegi, þriðja daginn eftir að þeir höfðu farið norður yfir Rauðána; hlýr vor- dagur á sléttunni. Allan daginn hafði Jim Na- bours ekki séð nokkra sál, er hann reið á undan hjörðinni til að leiða hana um rétta vegu. En er hann kom upp á háls einn, sá hann riddara, sem hann vissi að hlaut að vera hvítur maður. Maðurinn kom út úr skógarnefi emu og reið á móti honum. Hann stöðvaði hestinn og sat þar í mikilli eftirvæntingu. Honum fanst að hann kannast við manninn. Maðurinn sá hann auð- sæilega og reið beint í áttina til hans. Er hann kom nær hélt hann upp hægri hendinni sem friðarmerki. Nabours reið áfram til að mæta ókunna manninum. En alt í einu stansaði hann með hendina á skamibyssunni. En hinn virtist ekki veita þessari óvinsam- legu athöfn neina eftirtekt og kom óhræddur áfram í áttina til Nabours. “Góðan daginn, Jim Nabours,” sagði hann rólega og lagði báðar hendurnar á söðulhornið. Formaðurinn gaf honum ilt auga. “Þú hefir rofið heit þitt, McMasters, nú ert þú á hættulegum stað,” sagði hann. “Eg kem með upplyftar hendur,” sagði MoMasters. “Eg er ekki í neitt meiri hættu en þú. En eg ætla að fara með þér heim að áninga- stað þínum.” “Eins og. þú veist, viljum við ekkert hafa saman við þig að sælda.” Og með litlu tilliti til venju og siða, bætti hani^við: “Þú gerir alt of i mikið úr því, sem þú gerðir fyrir okkur niður við Rauðána. Enginn hefir boðið þér.” “Líttu á hestinn minn,” sagði McMasters rólega; “hann er merktur öngulsmerkinu, er ekki svo? Já, eg hefi verið á eftir þessari hjörð eða við hlið hennar þessar þrjú hundmð og fimtíu mílur. Þú veist, að þá fékst bréfið mitt, í og það virðist svo, sem þú hafir farið að ráð- j um mínum. Þú hefir stjómað þessu vel. En þú i hefðir getað stjómað því betur, hefði eg verið með ykkur áður en þið lögðuð yfir fljótið.” “Við rákum þig frá okkur einu sinni, og okkur var það alvara. Við höfum ekki haft neina yfirheyrslu síðan. Eg hefi aldrei boðið þér til okkar.” “Já, en nú lítur út fyrir, að þú getir ekki losnað við mig. Eg ferðast og fer hvert sem mér sýnist, og Texas-búar geta ekki einu sinni hindrað mig. Eg kem nú vegna þess að eg hugsa að þið þurfið hjálpar minnar við, og þurf- ið hennar mjög mikið.” Hann sagði nú tíðindin og svipur Nabours breyttist mjög er hann heyrði þau. “Guð minn góður!” sagði hann, en varð svo strax tortrygginn. “En þú varst í för með þess- um náungum. Þú fórst beint frá okkur til þeirra, og nú kemu þú hingað aftur.” “Eg þarf nú ekki lengur að fylgjast með þeim; því að eg hefi fundið alt, sem eg leitaði að. Eg veit nú hver drap föður minn og Burle- son Lockhart. Eg ætla að koma til áningastaðar þíns og tala við Miss Lackhart. “Hún sendi þig í burtu einu sinni. Við yfir- heyrðum þig. Hún vill ekki tala við þig — nei, ekki einu sinni eftir að þú hefir bjargað lífi hennar. Hún hefir aldrei nefnt þig síðan á nafn.” “Ekki það? Eg hefi verið í tjaldstað ykk- ar einu sinni síðan þið rákuð mig í burtu, og oft- ar en einu sinni.” “Ekki svo eg vissi til þess.” “Ekki það? Jim, hver drap manninn, sem, avr rétt hjá vagni kvennanna, þarna um nóttina þegar gripirnir fældust við Colorado fljótið? “Ekki veit eg hver drap hann. Eg veit bara að hann er dauður.” “Jæja, þessi maður var að reyna að stela kistunni, sem þið hélduð að eg hefði stolið. Rudabough vill ná kistunni. Hann sendi sinn djarfasta þjóf eftir henni þá um nóttina. Eg varð svolítið á undan honum, og það var alt og sumt. Þú veist hvað fyrir hann kom. Já, þú getur sagt að eg hafi stolið kistu Miss Lockhart og látið hana í vagninn minn, en eg stal henni frá Rudabough, en ekki frá henni. Það sem eg sagði við yfirheyrsluna var satt. Sitela frá henni! Hamingjan góða!” Skyndilega rétti hann fram hendurnar. “Eg er vígamaður, Jim!” sagði hann með raunasvip. “Eg get ekki snúið við nú. Sá mað- ur, sem segir að eg hafi verið vinur Rudabough er lygari og flón þar ofan í kaupið. Eg segi þér þetta núna, en eg vil ekki segja öllum vinnu- mönnum þínum þetta.” “Þetta er fremur ákveðin staðhæfing,” sagði Jim Nabours. “Eg hlusta á þetta vegna þess, að eg er meira en hálf sannfærður um, að þetta sé satt. En hversvegna sagðir þú ekki frá þessu öllu við yfirheyrsluna?” “Yfirheyrsluna! Hver veitti ykkur rétt til að yfirheyra McMasters frá Gonzales? Eg þoldi ykkur alt þetta vegna þess að eg hélt, að það yrði léttara fyrir mig að halda mér burtu frá ykkur.” “Ekki skil eg við hvað þú átt með því.” “Nei, og ekki hugsa eg að eg geti útskýrt það. Látum oss heldur segja að hennar vegur og minn geta aldrei legið saman. En nú eruð þið í Indíána landinu. Það eru þrjú húndmð Comanchar einhverstaðar fyrir norðan ykkur, og eru þar í heimsókn hjá Kiowa flokknum. Það er flokkur “Guluhanda”. Ef þið verðið á leið þeirra, eftir að þeir hafa fengið þær fréttir, sem þeir áreiðanlega fá, hugsa eg að þið verðið fremur en fúsir að hafa aukamann, vígamann, í ykkar hópi. Eg hélt að þig munduð verða þakk- látir að fá að heyra um þetta. Svo nú hggur leið mín ekki langt frá hennar um stund. Hún vill kanske tala við mig. Enginn ykkar getur aftrað mér frá að sjá hana. Þið hafið allir verið fá- fróðir heimskingjar. Þið eigið ekkert af mér skilið.” “Eg las í biblíunni minni í sunnudagaskól- anum,” sagði Nabours eftir langa þögn, “um Rakel — eða hét hún það ekki — sama nafn og konan hans Cohens hafði, sem átti búðina í Gonzales. Jæja, Jakob var góður nautahirðir, og hann vann í sjö ár sem njæturvörður, til að fá þessa Rakel, eða kanske hún hafi nú annars heitið Rebekka, eg veit það ekki. Jæja, þetta samdist víst vel milli Jakobs og nautaeigandans, en eitt er víst, að eg hefi lí minni þjónustu alt of marga Jakoba. Það var ekki ætlun mín að bæta við tölu þeirra.” “En hvað sem því líður, þegar mennimir heyra um “Guluhendi” þá er eg viss um, að þeim þykir mjög vænt um að hafa með sér mann, sem getur sent blý í rétta átt, þurfi þess með. Komdu með mér. Eg mun ekki láta neinn aðhafast neitt. Við getum svo talað um þetta síðar.” ★ McMasters skifti sér ekkert um hina menn- ina á áningarstaðnum. Jafnvel eftir útskýr- ingu Nabours forðuðust þeir McMasters. Án þess að spyrja um leyfi, gekk hann að vagni matreiðslumannsins, náði í rúmfötin sín og pok- ann sinn, og kaus sér svo stað, afvikinn frá öðr- um til að sofa á um nóttina. Hann bjó sig eftir í beztu föngum, og fékk sér allan þann mat, sem ! hann vildi. Hann hafði ekkert étið í tvo daga. j Alt gerðist þetta án þess, að hann segði neitt við í mennina, sem eitt sinn höfðu dæmt hann ó- hæfan til samvera við sig. Og í rökkrinu gekk hann alveg leyfislaust til tjalds Taisíu Lock- hart. Þeir sáu hann fara, og hún sá hann koma þama í rökkrinu, og fékk undarlegan hjartslátt. Gat hún verið róleg á svip og gert augu sín alvarleg? “Þetta er McMasters?” sagði hún kuldalega án þess að rétta honum hendina. Andlit hans var raunalegt. “Því kemur þú? Hvemig vog- arðu þér að koma?” spurði hún. Hún íbauð honum ekki sæti; fór með hann eins og einn vinnumanna sinna; eins og hann væri óvinur hennar, ekki eins og gamlan ættar- erfða vin eða sambandsmann sinn, ekki eins og mann, sem nýlega hafði bjargað lífi hennar. Hún gat næstum ekki afborið þetta. Eitthvað brast í hjarta hennar. Er hann tók til máls var hljómur í röddinni, sem hún aldrei hafði heyrt. “Voga? Hversvegna voga eg mér að koma. Eg þorði ekki að vera fjarverandi.” “Þú kemur mér ætíð ií þakklætisskuld við þig. En eg fæ ekki séð — eg veit ekki—” “Þú veist að eg elska þig; við þvi get eg ekki gert. Þér getur ekki v^rið ókunnugt um það. Eg er maðurinn, sem kysti þig héma um nóttina í myrkrinu — já, eg gerði það. Þú vissir það! Ekki mun eg segja þér hversvegna eg var þar þá Aótt, eða hversvegna eg er hér nú. — Gleymdu því, sem skeði við fljótið fyrir nokkr- um dögum síðan — það er lang bezt. Sú kona, sem eitt sinn hefir efast um mig, hefir ekkert með mig framar að gera.”N Hún gat engu svarað. “Voga? Já, eg vogaþað! Eg voga að segja, þér, að aldrei verður nein stúlka í þessum heimi neitt fyrir mig önnur en þú. En eg verð aldrei eini maðurinn í þessum heimi, sem hlýtur ást þína.” Efi, reiði og ótti — hræðilegur ótti um að hún hefði verið óréttlát og grimmúðug, og enn- þá hræðilegri ótti, að hann mundi fara leiðar sinnar fyrir fult og alt — allar þessar tilfinn- ingar blönduðust saman í huga stúlkunnar, er hún hlustaði á hann. “Ekki get eg skilið hversvegna þú komst. Eg veit heldur ekki hversvegna þú ættir að gera það. Þú leggur mér ætíð byrði á herðar.” Rödd hennar skorti alls festu og var hikandi. Hann svaraði hægt.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.