Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 2
2. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. MARZ 1948 Ræða Arna Helgasonar Flutt á Samkomu Fróns 24. feb. Inngangur: iSíðan eg var hér síðast, fyrir af lífs nauðsynjum til útlanda fjórum árum, á Þjóðræknisfé- og flytja út afurðir í stórum stíl. ags þinginu 1944, hef eg þrisvar Úr innflutnings og útflutnings heimsótt ísland. Endurminning- skýrslunum má greina að miklu araar frá öllum þessum ferðum leyti velmegun þjóðarinnar. eru ánægjulegar og fagrar, ekki hvað síðst ferðin sem eg fór haustið 1945. Það var fyrsta ferðin eftir stríðið og fyrsta vetr ar heimsókn min. Þá var eg all- an desember mánuð á Islandi og hélt jól með móður minni í Hafn- arfirði, eftir 34. ára burtveru. Viðstaðan var stutt í fyrra vetur, þegar kollega minn fyrir hér um bil þrjú hlundruð Grettir ræðismaður, eg og nokkrir aðrir áttum því láni að fagna að vera með á fyrstu á- ætlunar flugferðinni til íslands. Eg dvaldi aðeins eina viku heima, en veðrið var bjart og fagurt þá dagana og gestrisnin óviðjafnanleg að vanda. Konan mín og tvær frænkur hennar fóru með mér til Islands í sumar. Það var slæm tíð á Suð- urlandi, stöðugar rigningar frá því í júní til byrjunar septemb- er-mánaðar. Aftur á móti var blíðviðri á Norðurlandi, en þar vorum við aðeins tvær vikur af sjö sem við dvöldum á Islandi Eg er Sunnlendingur en konan frá Norður Dakóta. Önnur ungu stúlknanna, fóstur dóttir okkar varð eftir í Reykjavík. Hún er hjúkrunarkona, vinnur á Lands- spítalanum og virðist una sér vel. Því miður leifir tíminn ekki að eg minnist á hve ástúðlega hefur æfinlega verið tekið á móti mér og miínum á Islandi.i En í endurskini minninganna um gestrisni og auðsýnda vin- semd verður skammdegið bjart og illveðurs dagar gleymast. Myndirnar sem eg sýni í þetta sinn voru teknar á tveimur síð- ustu ferðunum, í marz í fyrra og á síðast liðnu sumri. Þær eru fremur stuttar og það tekur ekki langan tíma að sýna þær. Svo ætlast er til að eg segi eitt- hvað um ísland, segji fréttir á undan. Út og innflutningur: Mikið er talað urti verðbólg- una og dýrtíðina, skömtunina sem er á nauðsynja vörum og pólitískt ósamkomulag á íslandi. Þar við bættist illt veðurfar á Suðurlandi í sumar og Heklu- gos í fyrra. Samt virðist mér að afkoma manna og þjóðfélagsins sé góð og velmegun er líklega meiri nú en hún nokkum tíma áður verið. Hitt er annað mál, að mörgum finst að betur hefði mátt á hlut- unum halda en raun hefur á orð- ið og að efnahagur þjóðarinnar gæti verið mun betri ef flokka drátts og stétta pólitiík hefði gætt minna. Utanlands verzlun og við- skifti er stór þáttur í lífi Islend- inga. Þeir verða að sækja mikið 1 lok ófriðarins áttu Islend- ingar hátt á sjötta hundrað milljón krónur í erlendum bönk- tun. Með núverandi gengi sam- svarar þetta nær níutíu milljón dollurum, eða meira en tvö þús- und dollara að jafnaði á hvert heimili í landinu. Síðastliðin tvö ár, 1946 og 1947, var flutt út milljón krónur hvort árið, fjór um sinnum meira en út var flutt árið 1939. Aftur á móti hefur svo mikið verið flutt inn af vör- um síðan í lok ófriðarins að er- lenda banka innstæðan er nú þrotin. Á síðast liðnu sumri varð þurð á erlendum gjaldeyri, inn flutnings og gjaldeyris leyfi voru því takmörkuð og almenn skömtun innleidd. Erlenda banka innstæðan er þrotin en hún hefur ekki farið öll í eyðslu. Miklu fé hefur ver- ið varið í nýsköpunina og ti annara varanlegra fram kvæmda. Menn eru yfirleitt á nægðir með og sammála um ný- sköpunina, þá ákvörðun sem þing og stjóm tók í lok stríðs ins, að leggja til hliðar þrjí hundruð milljón krónur af er lendu innstæðunni og að verja þeirri upphæð í erlendum gjald eyrir til kaupa á framleiðslu og samgöngu tækjum. En skoðanii munu vera skiftar um hitt, hvort það var vel ráðið að ráðstafa allri upphæðinni og panta öll tækin þá undir eins. Sjávarútvegurinn er aðal at vinnuvegurinn og framleiðir meira en m'u táundu hluta út- flutningsins. Meiri partur ný- bygginga sjóðsins var því varið til skipa kaupa. Þrjátíu togarar af nýustu gerð voru pantaðir frá Englandi, fimtíu til sextíu stórir motorJbátar frá Svíþjóð og fim- tíu mótor-nbátar byggðir á ís- landi. Eimskipafélag Islands hef- ur þrjú stór skip í smííðum í Dan- mörku. Nokkuð af sjóðnum fór í síldarverksmiðjur, hraðfrysti- hús, hafnargerðir og fleira við- víkjandi sjávarútvegnum. Sjötti partur nýsköpunarinnar, fimtíu milljón krónur, var ætlað land- búnaðinum. Mörg þessara framleiðslu tækja, helmingur togaranna og mikið af mótor-bátunum er þeg- ar komið til landsins. Þá hefur líka mikið verið flutt inn af bún- aðar áhöldum og vélum, þar á meðal stórar skurðgröfur og önnur tæki til stórvirkra jarða bóta. Með innflutning síðastliðinna tveggja ára eru talin nýbygg- ingar framleiðslu tækin sem komin eru til landsins, enda var innflutningurinn gífurlega mik- COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. Winnpieg, Man. ill, sjö sinum meiri hvort árið en 1939. Og geta má þess að mik- ið byggingarefni og efni til ann- ara varanlegra fyrirtækja var einnig flutt inn þessi árin. Með öðrum orðum, mikið hefur verið flutt til landsins af öðru en neyðzlu vörum. Verðbólgan og afurðasalan: Hið mesta vandamál þjóðar- innar er verðbólgan. Við þennan vágest hefur þing og stjórn glímt síðan í byrjun stríðsins. Samt hefur dýrtíðin stöðugt aukist. Vísitalan, mælikvarði verðlags lífsnauðsynja, var 328 stig í des., í vetur miðað við 100 í janúar 1939, með öðrum orðum, jafnað- ar verðlag á matvælum, fatnaði, húsaleigu og svo framvegis var meir en þrisvar sinnum hærra í haust heldur en það var fyrir stríðið. Þó hefðu milljónum króna verið varið til niður- greiðslu, eða uppbóta á landbún- aðar afurðum til að halda verði þeirra niðri. 1 desember í vetur lagði stjórn ín frumvarp fyrir Alþing, sem síðar var samþykt, um dýrtíðar ráðstafanir, og að festa vísitöi- una við 300 stig. Eftir því má trá fyrsta janúar 1948 ekki miða verðlag eða uppbót á launum og kaupgjaldi við hærri vísitölu. Ráðstafanir skulu einnig gerðar til þess að færa niður verð á vörum, verðmæti og þjónustu í samræmi við lækkun vísitölunn- ar. Ahrifa verðbólgunnar gætir á öllum sviðum þjóðfélagsins, það er ekki einungis að verð er hátt á því sem keypt er heldur hefur dýrtíðin einnig áhrif á fram- leiðslu kostnaðinn. Við vísitöl- una er bundið alt kaupgjald. — Kaup verkamannsins og laun emlbættismannsins eru miðuð við grunnkaup, sem jafnað er að fullu í hlutfalli við vísitöluna. Og grunnkaup hefur einnig hækkað svo það er nú nær tvö- falt við það sem það var fyrir stríðið. Þrátt fyrir þettað háa kaup var stofnað til verkfalls í Reykjavík í fyrra vor. Ástæðan var látin heita sú að toll hækkun sem Alþingi hafði samiþykt mundi hækka vöru verð umfram greiðslu jöfnun á kaupi. Toll- hækkunin var talin nauðsynleg til að mæta hallanum á fjárlög- unum, og fyrir greiðslu til þess að halda dýrtíðinni niðri, en út- gjöld ríkissjóðsins hafa hækkað mest af öllu. Árið 1946 voru þau tífalt hærri en 1939. Verkfallið stóð í 25 daga og endaði með hækkun á kaupi sem | samsvaraði um það bil fimm prósentum. Eg sendi bíl með skipi mánuði á undan okkur. Þegar við kom- um til Reykjavíkur varð eg þess brátt var að bíllinn mundi enn þá vera í einu af skipunum sem biðu uppskipunar á höfninni. En nú var verið að skipa upp, þvíj samkomulag hafði komist á nokkrum dögum áður, og bíllinn kom í land innan tveggja daga Snorra Sturlusyni í þeirri mynd sem hann nú stendur, að Reykholti, var neitað um land- göngu. Vegna verkfallsins var neitað að skipa upp úr norska skipinu, sem kom með Snorra styttuna. Það hélt áætlun og fór með Snorra aftur. Afhjúpunar athöfnin, sem síðar er minst á, fór fram þann 20. júlí. Naumur tími var fyrir hendi svo varð-| skipið Þór sótti styttuna til Björgvinar. Alvarlega hlið málsins eru á- hrifin sem hátt kaupgjald og vinnudeilur hafa á framleiðslu kostnaðinn og afurða söluna. Eg efast um að nokkur flokkur Islandi öðrum fremur beri vel- ferð verkamannsins fyrir brjósti. Enginn telur eftir þetta háa kaup, allir vilja að öðrum Mði vel og að hver maður beri sem mest úr býtum. Islending- um er það áhuga mál að velmeg- un alþýðu haldist sem stórum 5 n That’s when a man is really down. A fellow risks everything else before he parts with hts shirt. That goes last. He values it too much. The expression lost your shirt is usod for good reasons. n. gooa cotton shirt is something to cherish. The same amount of money couid buy nothing of simiiar quality. That applies also to cotton bed sheets, handkerchiefs, gowns, and scores of other items of daily use that are macje of cotton. Cotton with its freshness, its washability, its resistance to sun and heat and its durability gives top value for your money. You can bet your shirt on that! DOMINION TIXTILE COMPANY LIMITED Manufacturers of Tex-made þroducts hefur batnað á undanfömum ár- um. En flestum er ljóst að þetta getur því aðeins orðið að fram- leiðslan sé samkepnis fær. 1 fyrra vetur töldu báta út- gerðarmenn vonlaust að aflinn seldist fyrir verð sem svaraði kostnaði. Alþingi samlþykti þá að ríkissjóður ábyrgist smábáta út- veginum, hraðfrysti húsunum og saltfisk útflytjendum lágmarks verð fyrir afurðir þeirra. Dýrtíð- ar lögin nýju, sem minst var á áður, gera ráð fyrir samskonar ríkis ábyrgð í framtíðinni. Mér skilst að togara fiskurinn, sem er stærsti partur útflutn- ingsins, sé fluttur út án ríkis á- byrgðar. Hann er seldur nýr að mestu leyti. Togararnir flytja afla sinn beint af miðunum á markaði í Englandi. Nýlega var gerður samningur um sölu á 70,000 tonnum af nýjum fiski þetta ár, til hernáms svæða Bretlands og Bandaríkjanna á Þýzkalandi. Sala á hraðfrysta fiskinum og saltfiskinum gekk stirt fyrri part ársins í fyrra, og verðið sem fékst var lægra en fram- leiðslu kostnaðurinn og ríkis á- byrgðin. Allar byrgðirnar seld- ust þó fyrir áramót í vetur og verðið mun hafa batnað þegar fram á haustið kom. Ríkissjóður mun samt sem áður hafa borgað með útflutningi þessara afurða. utan þess hluta sem fylgdi síld- ar lýsinu. Það er tvent sem veldur örð- ugleikum á afurða sölu Islands. Framleiðslu kostnaðurinn er hár, miklu hærri en til dæmis í Noregi, sem er, aðal keppinaut- urinn. Svo eru gjaldeyris vand- ræði heimsins, vegna þeirra er ókleift að skifta við þjóðir sem gjaman vildu kaupa. Island framleiðir mat og mikið af heiminum sveltur, það er því líklegt að víða væri íslenzkur fiskur þeginn. Síld og síldar afurðir, sérstak- lega þó síldar lýsið, er eftirsótt vara. Verð á lýsinu hefur hækk- að stöðugt. Útflutningur þess 1947 var með 50 prósent hærra verði en 1946. I fyrra vor sömdu Englendingar og Rússar um kaup á framleiðslu ársins. — Hver þeirra fékk 40 prósent, þó með þeim skilyrðum að tvö tonn af hraðfrystum fiski fylgdi hverjum þremur tonnum af síld- ar lýsi. Þvi miður Ibrást síldar vertíð- in að nokkru leyti 'í sumar. Afl- inn var lítill þegar tillit er tek- ið til skipa fjöldans sem veiðar stunduðu. Þjóðin hafði gert sér miklar vonir um, já, ibjóst við mikilli síldarveiði. Báta flotinn, sem í lok verkfallsins var tilbú- inn að fara í síldarverin, var stærri en hann hafði nokkurn tíma áður verið. En þrátt fyrir vonbrygðin mun síldarafli sum- arsins hafa fært nær 100 millj., krónur af erlendum gjaldeyrir í þjóðarbúið. Þegar útséð var um að síldar- aflinn yrði nægilegur til að mæta gjaldeyris þörfunum, var mnflutningur og notkun erlends gjaldeyris takmarkað og skömt- un á vörum hafin. Skömtunin er víðtæk og nær yfir allar eða flest allar vörur, en hún mun vera nægilega rýmileg til að mæta þörfum manna. Þegar kom fram á haustið, seldust allar fiski ibyrgðimar, markaður fyrir nýjan fisk opn- aðist á IÞýzkalandi og þar við bættist þettað óvænta happ, síldargangan í Hvalfjörð. Það má heita að síldinni hafi verið mokað þar upp síðan í nóv. Að flytja verður aflann norður á land í verksmiðjumar hefur taf- ið veiðirnar. Þó mun veiðin vera orðin meiri enn allur síldarafli síðastliðins sumars. Landbúnaður; Það sem sagt hefur verið um framleiðslu kostnað sjávar út- vegsins má heimfæra upp á framleiðslu á öðrum sviðum og allar framkvæmdir í landinu em háðar dýrtóðinni. Sveitirnar eru fámennar og fáir bændur geta haldið vinnufólk. Fólkinu ií sveitunum hefur stöðugt fækkað, þó fanst mér eftirtektarvert hvað heyskapur virtist mikill í sveitunum sem við fórum um. Einhverstaðar sá eg þess getið að fólkinu í sveitum landsins hefði fækkað um 10,000 á síðasta aldar-fjórð- ungi en að það nú framfleytti nærri helmingi fleiri kúm, sem gæfu nær þrisvar sinnum meiri mjólk. Þó þetta sé líklega dálít- ið ýkt, mun kúm hafa fjijlgað um liðlega tvo þriðju á síðl. 25 ár- um, og bendir þetta á stórkost- lega framför í vinnubrögðum. Stórir mýrar flákar hafa ver- ir ræstir fram með stórvirkum skurðgröfum og dráttarvélum. Eftir að landið þornar er það plægt og herfað og síðan sáð í það grasfræi. Með hæfilegum áburði, sem enn þá er innflutt- ur, er grasvöxturinn afar mik- ill. Heyskapur er mest allur með vélum og það er næstum ótrú- legt hve miklu einyrkinn fær afkastað undir þessum kringum- stæðum. Taðan hefur meira en tvöfaldast á síðustu arum Velmegun bóndans ibirtist í mikilli ræktun og myndarlegum byggingum sem risið hafa í stað torfbæjanna gömlu. Örðugust viðfangs er veðrátt- an. Sáðastliðið sumar var sér- staklega erfið tíð á Suðurlandi. mesta óþurka sumar í manna- minnum. Heyið hraktist og hirt- ist yfirleitt ílla. En jafnVel á þessu sviði eru leiðir að finnast til að yfirstíga örðuleikana. Það er líklegt að margar aðferðir séu til að þurka hey á húsum. Súg þurkun hefur verið notuð á nokkrum stöðum á Islandi, að minsta kosti á þrjú ár, og gefist vel. Eg sá þessa aðferð í rekstri Ný tegund STRÁBERJA BARON SOLEMACHER. Þessi óvið- jafnanlega tegund, framleiðir stærri ber úr hvaða sæði sem er. Blómgast átta vikur frá sáningu. Ræktun auð- veld. Greinar (runners) beinaj og liggja ekki við jörðu, framleiða þvi stór og mikil ber. Hafa ilm viltra berja. Ásjáleg pottjurt og fín í garði. Sáið nú. Pantið beint eftir þessari auglýsingu. (Pakkinn 25c) (3 pakkar '50c) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1943 Stsrri en nokkru sinni fyr 30 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario á Hólum í Hjaltadal, hjá forseta Islands á Bessastöðum og að Gunnarsholti á Rangárvöllum. Heyið er þurkað nokkuð áður en það er látið inn í hlöðuna og síð- an lofti blásið undir og upp í gegnum það. Vegna óþurkanna á sumar mun heyið hafa verið hirt mjög blautt þar sem þessi heyþurkunar aðferð er notuð. — Bóndi, sem súgþurkað hefir hey sitt í þrjú ár, segist hafa hirt heyið hálf blautt í sumar og látið hitna talsvert í því áður en blásturinn var settur í gang. — Hann segist aldrei hafa gefið betra hey um sina daga. Það mun almenn reynsla að súg- þurkað hey er ágætis fóður og jafnvel betra en vel hirt sólþurk- að hey. Byggingar og Reykjavík Byggingaframkvæmdir hafa verið geysi miklar í mörg ár. í haust voru yfir 200 opinberar byggingaframkvæmdir í smáð- um eða ráðgerðar að einhverju- leyti, þar af 30 barnaskólar. — Meira en 1800 íbúðarhús voru einnig í smíðum, með yfir 3,000 íbúðum, og þar að auki mikið af verzlunar og öðrum byggingum. Þessar stórkostlegu ibyggingar framkvæmdir hafa sett svip sinn á landið, en mest ber þó á hvað Reykjavík hefur vaxið. Hún hefur nú yfir 50,000 ábúa. 1 fyrra voru þar yfir 800 íbúðar- hús, með um 1800 íbúðum, í smíðum og undirbúningi. Stór hverfi hafa risið upp og bærinn þanist út í allar áttir. Þessi mikli og öri vöxtur hefur ofþyngt vatnsveitunni, hitaveitunni og Sogsvirkjuninni. Heita vatnið frá Reykjum í Mosfellssveit nægir ekki til að hita bæinn. Það verður að takmarka notkun vatnsins til hitunar þegar kalt er, og þó eru hverfi sem hitaveit- an nær ekki til og njóta ekki þeirra þæginda. Sama gildir um rafurmagnið, álagið er svo mik- ið, einkum á þeim tímum dags þegar matreiðsla er mest, að spennan fellur lægra en viðun- anlegt er. En verið er að vinna að bótum á þessu. Vatnsveitan frá Gvend-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.