Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 03.03.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 3. MARZ 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA arbrunnum var stækkuð í fyrra, það er verið að bora eftir meiru heitu vatni, gufu rafurmagnsstöð er um það bil að komast í rekst- ur og undirtoúningur fyrir virkj- un neðri Sogs fossanna þegar hafinn. Raf og hitaveitur Notkun vatnsaflsins og jarð- hitans er stöðugt að aukast, — hvortveggja hefur mikil áhrif á afkomuna, minkar innflutn- ing, veitir ódýrari orku og eyk- ut þrifnað og þægindi. Rafurmagn er framleitt ein- göngu með vatnsafli. Nær helm- ingur landsmanna nýtur rafur- magns frá Sogsvirkjuninni. Þaðan fær Reykjavík, Hafnar- fjörður, Keflavík, Grindav*ík, Eyrarbakki og Seltún rafur- magn, og leiðslur eru komnar alla leið austur að Rangá. En, eins og fyrr er sagt, álagið er meira en Ljósafoss framleiðir. Þó er stöðin full virkjuð og stórri vélasamstæðu var toætt við fyrir þremur eða fjórum árum. Nú er ráðgert að virkja neðri Sogs- fossanna, Kistu og Ýrufoss, sam- an. iÞeir eru aðeins steinsnar fyrir neðan Ljósafoss og orka þeirra nær helmingi meiri. Akureyri og Húsavík fá raf- urmagn frá Laxár fossunum í Þingeyrarsýslu, Virkjun í Anda kýlsá var lokið tí sumar. Þaðan fá Akranes, Borgarnes og sveit- imar í kring rafurmagn. Virkj- anir eru einnig á Vestfjörðum og Austurlandi, en þar er eg aló- 'kunnugur. 1 viðtoót eru einka raf-stöðvar á mörgum sveita heimilum. Notkun rafurmagns eykst ó- trúðlega ört, og rafurmagns- áhöld eru svo að segja á hverju heimili. Raftækja verksmiðjan í Hafnarfirði var tíu ára í haust og hafði þá framleitt um 9,000 raf eldavélar og mörg önnur á- höld, og mikið af þess háttar tækjum hefur einnig verið flutt inn frá útlöndum. Mikill áhugi er fyrir notkun jarðhitans. Hitaveita Reykja- víkur er eitt stærsta og vinsæl- asta fyrirtæki í landinu. Eg hef heyrt konu í Reykjavík segja að( ef hún þyrfti að vera án annað hvort rafurmagnsins eða hita- veitunnar væri hún óviss um hvort hún mundi kjósa. Það er því ekki að furða þótt þeir, sem ekki njóta hitaveitunnar, séu á- fram um að hún nái til þeirra. Reykj avíkur bær er að láta bora að Reykjahlíð í Mosfellsdal, tölu vert af heituvatni hefur þegar fengist þar sem sjálfsagt verður bráðlega veitt í aðal leiðsluna. Það er ekki aðeins heitt vatn heldur einnig jarðgufa sem nú er verið að toora eftir og rannsaka. Og gufa með talsverðum þrýst- ing hefur fundist. í Krisuvík,| sem Hafnarfjarðar bær hefur^ keypt, hafa verið tooraðir brunn-1 ar. Úr einni borholunni þar gýs um átta tonn af gufu á klst. 1 Hveragerði í Úlfusi sá eg, einn þessara gufu-torunna, ogj þar er einnig smá gufu tuitoínu-, stöð rekin með jarðgufu. í einni slíkri toorholu, sem boruð var í 7 | haust nálægt Reykjakoti í Ölf-j usi, mældist hitinn vera 215 stig (415 stig F.) þegar holan var nær 700 feta djúp. Þettað hita-, stig samsvarar 290 punda gufu- þrýsting á ferþumlung, enda gaus torunnurinn skömmu seinna yfir 200 feta háu gosi. Manntal og heilsufar Heilsufar er gott og Islend- ingar eru lang lífir. Dauða hlut- föllin eru lág á íslandi, um 10 af 1000 íbúum, og komust niður í 9.4 árið 1944. Fæðingar hlut- föllin eru aftur á móti mjög há. Pólksfjölgunin er því tiltölu- iega mikil, um eða yfir 2000 á ári. Ibúatala landsins mun nú vera um 135,000, hefir nær því fvöfaldast á síðastliðnum sextíu árum. 1890, þegar vesturferðirj hættu, voru 17,000 ifbúar á Is- Eftir Langdon-Davies Hvað er í vændum? Vísindin skapa nýjan heim Þessi öld hefur verið kölluð kjarnorkuöldin. En kjarnorkan er aðeins eiri af dásemdum henn- ar og ef til vill ekki hin mesta. Það er hugsanlegt, að þeir, sem nú eru á unga aldri lifi það, að kjarnorkan hverfi í skugga enn merkilegri uppgötvunar. Margt kann að virðast ein kennilegt, sem frá er sagt í þess- ari grein, en þar er ekki greint frá neinu öðru en því, sem vís- indamenn eru nú að vinna að. Hér er tilraun greð til að skyggn ast inn í rannsóknarstofur vís- indamanna um víða veröld. • Hver, sem lagt hefði í vana sinn fyrir stníð að lesa vísinda rit, kynni að hafa rekizt á frá- sagnir af tilraunum, þar sem ör- smáar agnir af uraniíum höfðu hegðað sér næsta undarlega. Eðlisfræðingur nokkur hafði í vinnustofu sinni hafið “skot- hríð” á ósýnilegar uraníum frumeindir með ósýnilegum efn isögnum. Þegar hann hitti í miðdepil skotmarksins, það er að segja kjarna frumeindarinnar torá fyrir nokkrum ljósglömp- um. Ekki var hægt að skýra þessa glampa nema á einn veg. Kjami uranium frumeindarinn- af hafði klofnað, ’nýjar agnir svipaðar þeim, sem notaðir voru sem skotfæri, þeyttust út með slíkum hraða, að þær gátu klof ið aðra uraniumkjama. Glamp- landi, síðan hefir fólksfjölgunin verið ör og jöfn. Hjálpar-starfsemi ísland er nú þátttakandi í flestum alheims fundum og ráð- stefnum; í fyrra sat erindsreki þess sextán þjóða ráðstefnuna í París um endurreisn Evrópu. (The Marshall Plan) Eg heyrði aldrei minnst á það að Island hefði farið fram á styrk eða aðstoð í þessu sam- toandi Og Bjarni Benediktsson, utanríkis og dómsmála ráðherra sagði í ræðu á Ailþingi í haust, að Island hefði ekki beðið um fjárhagslega aðstoð í samlbandi við Marshall áætlunina. Hann sagði meðal annars: “Island er hinsvegar ekki í hópi þeirra þjóða sem beðið hafa um sllíka aðstoð, og við skulum vona að við toerum gæfu til að haga svo málum okkar, að við þurfumj ekki á henni að halda” Mér finnst að þessi orð ráð- herrans bergmáli í hjörtum allra sem íslandi unna. Síðan hafa kringumstæður á Islandi batn-, að, en tolöð og útvarp í Banda- ríkjunum hafa hermt að á Marshall áætluninni sé íslandi ætluð aðstoð, sem nemur 38 milljón dollurum. Það ér vonandi að hér sé blandað málum og Islendingum ekki ætluð hjálp, sem þeir ekki hafa beðið um og geta komist af án. Sé hér gert ráð yrir gjald- eyrir fyrir afurðasölu frá Islandi til landa, sem hjálpar þurfa eru, er líklegt að framlagið verði| reiknað um tillag til þeirra. Það er ánægjulegt að ísland er fært um að taka þátt í endur- reisnar starfseminni og að þjóð- in, fyrir Guðs náð, er efnalega sjálfstæð. Eg er þeirrar skoðun- ar að málefninu mundi aukast fylgi og íslenzku þjóðinni traust og vinsemd á Bandaríkjunum, ef almenningi þar væri kunnugt um að Islendingar ætluðust ekki til hjálpar í þessu sambandi. Islendingar hafa borið gæfu til að veita öðrum hjálp. Fram- lög frá Islandi til nauðstaddra í öðrum löndum nam nær 24 milljón krónum frá byrjun ó- friðarins til maí 1947. Nokkru Frh. á 7. bls. in stafaði af orku þeirri, sem leystist úr læðingi við þetta. 1 öðrum tilraunum fundust eftir skothríðina agnir af frum- efni, sem var um það toil, hálfur frumeindaþungi uraniumis. — Þetta skar úr. Uraniumfrum- eindirnar höfðu klofnað, og þama voru leifarnar. Frá þessu augnabliki hefðu menn átt að vita, að mögulegt væri að búa til kjarnorku- sprengju, en auðvitað hefði ekki 1 verið unnt að segja það fyrir, að kjarnorkusprengja yrði búin til. Til þess þurfti auðuga þjóð, sem þurfti svo mjög á sprengjunni að halda, að hún var reiðutoúin að leggja til þess gífurlegt fjár- magn og mannafla. Eg legg áherzlu á þetta, því að öðrum kosti kynnu menn að misskilja þessa grein. Sú fram- vinda í vísindum, sem eg ætla að lýsa, er möguleg, en því að- eins að þjóðfélögin leggi svo mikið kapp á að ná henni, að þau vilji leggja á sig vinnuna, sem til þess þarf. Þegar vísinda- maðurinn hefur lokið sínu starfi er það verkfræðingsins að hefj- ast handa og breyta nýju upp götvuninni í eitthvað, sem ber sig f járhagslega. 1 * stuttu máli sagt: framvinda vísindanna, eins og svo margt annað, er háð svar- inu við spurningunni: “Ðorgar þetta sig?” Kol og olía eru á þrotum. Hvaðan fá komandi kynslóðir orku? Nú er hvarvetna knýjandi iþörf fyrir vísindalegar framfar- ir í öllu, sem lýtur að eldsneyti og orku. Kol og olía eru á þrot- um. Vissulega er til nóg af kol- um, þar sem enginn kærir sig um þau, — í Suðurheimskauts- löndunum, um miðbik Afríku, í Mið Asíu, — en þau kol koma ekki að neinu gagni fyrir Lanca- shire og Yorkshire. Iðnaður þeirra héraða byggist á því, að kolin séu nærtæk. Kol eru dýr í flutningum, og olían verður æ dýrari stjómmálalega. Þarna eiga vísindin fimm möguleika. Hinn fyrsti er sá, að í stað kola- og olíualdar komi uraniumöld, — það er að segja kjarnorkuöldin. Nú segja Banda- ríkjamenn, að kjarnorkan sé ekki nema litlu dýrari en kola- orka, en búist er við því að þetta hlutfall breyti aðferðum til framleiðslu kjarnorku. Þetta þýðir það, að kjarnorku ver bætast bráðlega við þau orkuver í Bandaríkjunum, sem nota olíu og kol, og hið sama' verður fljótlega í Englandi. —[ Þetta þýðir, að kjarnorkuver verða reist í þeim löndum ver- aldarinnar, þar sem engin kol eru í jörðu og of kostnaðarsamt væri að sækja kol um langa vegu að. Frumeindaeldsneytið hefur sem sé þann meginkost fram yfir annað eldsneyti, að flutnings- kostnaður þess er sáralítill. Ekki má það gleymast þó, að þegar við notum uranium, göng- um við á höfuðstól á alveg sama hátt og með kol og oliíu. Uraniumforði sá, sem til er í heiminum, mundi þrjóta á til- tölulega skömmum tíma, — og þá er skiljanlegt, hve mikilvæg næsta hugsanleg framsókn í vís indunum er. Það er frumeindaklofning, sem veldur því að sólin helzt sí- fellt jafnheit um milljónir ára. En þessar frumeindir eru ekki hinar sjaldgæfu og þungu, senv notaðar voru í Hiroshima- sprengjuna, heldur léttar frum- eindir algengra efna. Hinn gífur- legi hiti og þrýstingur í sólinni veldur því, að vetnis og kolefn- isfrumeindir skapa þessa geysi- legu kjamorku, og ef við gæt- um komist upp á að leika það eftir, mundum við eiga ráð á slíku afli, að Hiroshima-sprengj- an væri eins og leikfang í sam- antourði við það. Við eigum langt í land að gera þetta, en þegar fregnir berast af rússneskum vísindamönnum við geimgeislarannsóknir suður í Kaukasus eða um kaup á geysi- dýrum verkfærum handa brezk- um sérfræðingum til þess að búa til “meson”, þá gerir maður sér grein fyrir því, að eitt af því, er af þessu kann að hljótast, er, að fundin verði aðferð til að leysa kjarnorkuna úr læðingi á sama hátt og í sólinni. Þá yrðum við ekki lengur í neinum vandræð- um með orku. En okkur væri bezt að læra fyrst að fara með þá orku, sem við höfum þegar fengið til umráða. Þriðji möguleikinn er sá, að finna þá aðferð, sem grænar plöntur nota til að breyta orku sólargeislanna í lífræna vefi úr kolefni, súrefni og vetni. Þetta græna efni í plöntunni, sem kall- að er blaðgræna, hefur þann eiginleika að geta beizlað sólar- orkuna og nota hana til efna- breytinga, sem mönnum gengur enn mjög erfiðlega að herma eftir í rannsóknarstofunum. Ef okkur tækist að uppgötva rétta efnið, sem hefði lík áhrif og blaðgræna, gætum við látið sólina skána á geysilbreiða en grunna geyma, sem í væru til- tekin efni, og þar mundi verða til orka, sem leiða mætti í rafal handa geysistóru orkuveri. Mik- ið hefur áunnizt á þessu sviði, og það er hugsanlegt, að væri unnið að þessum rannsóknum af sama kappi og unnið var að kjarnorkusprengjunni, mundi þrautin verða leyst á skemmri tíma en fimm árum. Þessar rannsóknir yðu auðvitað gerðar upp á von og óvon, einsog kjarn orkurannsóknimar, en það er engin ástæða til að ætla, að ekki mundi hægt að láta það borga sig að seilast svolítið í orku sól- arinnar á þennan hátt. Þeir, sem hlustuðu á Sir Hen- ry Dale, er hann ræddi um kjarn orkurannsóknir í bezka útvarp- ið, minnast þess ef til vill, að hann spáði því, að einhver mik- ilvægasta notkun þeirrar kunn- áttu okkar, að búa til geislavirk efni, kunni að verða sú, að þau mætti nota til að komast að því, á hvern hátt jurtirnar breyta sólarljósinu og nota það til að búa til samsett efni úr frum- efnum. Þannig getur kjarnorkan veitt okkur meiri orku, með því að leysa þessa gátu, en með beinum notum uraniumfrum- einda. Fjórða mikilvæga framvindan er sú, að uppgötva ráð til þess að geyma og leiða rafmagn á eins öruggan og einfaldan hátt og vatn er geymt og vörur flutt- ar. Nú sem stendur lekur raf- magn eins og vatn úr götóttum geymi og sprungnum pípum, og ekki er hægt að geyma það lengi. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að finnast kunni aðferð til að leiða rafmagn á notabetri hátt en nú tíðkast. Þetta kann að tak- ast með rannsókn á áhrifum mjög lágra hitastiga á leiðslu þræðina. Þegar hitinn eða öllu heldur frostið nálgast mesta frost, verður viðnám í leiðslu- þráðunum því nær ekkert, og ef við gætum haldið leiðslu/þræð- inum á því frostmarki, gætum við leitt rafmagn frá orkuver- um í Noregi yfir Norðursjó til Bretlands. Rússar hafa gert ítar- lega rannsókn á þessu, enda er þar brýn nauðsyn þeirra vegna þess, hve langa vegu þarf að leiða þar rafstraum. Líka eru góðar vonir tengdar við fimmtu aðferðina í þessari leit, en hún er að búa til ger'i- eldsneyti. Á stríðsárunum vofði benzínskortur yfir Svíum, og þar eð þeir gátu ekki selt trjá- mauk úr landi, gerðu þeir úr því gerfivínanda, og gætu nú því látið allar sínar bifreiðar ganga fyrir því eldsneyti, sem unnið er úr skógum landsins. Þetta kæmi ekki að gangi t. d. í Bret- landi, þar sem skógarnir hafa gengið til þurrðar, en það er hægt að búa til gerfieldsneyti á margan annan hátt úr hinum og öðrum úrgangi. Næst eldsneyti og orku er það mikilvægast, sem vísindin kunna að áorka til að afla meiri og betri fæðu. Allar umræður um það efni verða að hefjast á staðreynd, sem mörg okkar vildu helzt gleyma, en hún er sú, að fyrir stríð svalt þriðji hver maður í veröldinni hálfu hungri. Þetta vandamál verður að leysa löngu áður en sum okk- ar geta veitt sér aftur sama óhóf í mat og fyrir styrjöldina. Meiri og betri fæða Vlísindin eiga fimm útvegi til þess að bæta lífskjör fólks hvað fæði snertir. Fyrst er að koma í veg fyrir gegndarlausa sóun: svo nefndar menningarþjóðir hafa rekið rányrkju og eytt hrá- efnaforða sínum mjög hirðu- •leysislega. Rangar landbúnaðar- aðferðir hafa valdið því, að gróð urmoldin af víðáttumiklum svæðum frjósömustu landa Am- erfku, Aáu og Afríku hefur skol ast. Það er ýkjulaust að segja gert skrúðgræna dali að eyði- mörk. Rangar ræktunaraðferðir hafa sogið allt góðurmagn úr moldinni. Við hellum í sjóinn með skólpi og úrgangi ýmsum áburðarefnum sem jörðin þarfn- ast. Það eer ýkjulaust að segja að vásindin eigi það verkefni fyrir höndum að græða niíu tí- undu hluta af ræktuðu landi aft- ur frjómagni sínu eftir margra H HAGBORG FUEL CO. H ★ Dial 21 331 No'AÍ) • 21 331 kynslóða ránirkju og mistorúk- un. 1 öðru lagi geta vísindin kom- izt á snoðir um, hvaða nytja- jurtir megi rækta á landi, sem xtil einskis er notað í svipin. Taka má kartöflur og hveiti til dæm- is um tækifæri, sem látin hafa verið ónotuð. Sérhver kartafla sem ræktuð er í Evrópu, er eða var, þar til nú fyrir skemmstu, afsprengi þeirra kartaflna, sem fluttar voru frá Suður-Ameríku á 16 öld. 1 Andesfjöllum, þar sem heimkynni kartöflunnar eru, vaxa villtar tegundir af kartöflum tugum saman, og enginn hefur notað þær. — Brezkir og rússneskir vísinda- leiðangrar hafa komið með sum- ar þeirra með sér, og þær hafa .reynzt ónæmar fyrir frosti og hvers konar sýki, og ná þroska í svo köldu loftslagi sem í Síto- eríu og Kanada. Þetta þýðir það, að nú er hægt að rækta kartöfl- ur á þúsundum ferkílómetra lands, sem ekki voru notaðir áð- ur, og fæða með þeim mikinn fjölda fólks. Framh. Gesturinn — Þegar eg kvaddi seinustu matseljuna, þar sem eg borðaði, fór hún að gráta. Nýja matseljan — Það má vel vera að hún hafi haft ástæðu til þess, en eg læt fæðiskaupendur hjá mér borga fyrirfram. eTo Render the Deeds of Mercy" FOR WHEN YOU GIVE- YOU ARE THE RED CROSS! When you give to the Canadian Red Cross you are actually taking part in its nation-wide service. You are personally sharing in the maintenance of Outpost Hos- pitals . . . helping crippled children walk again . . . bringing comforts to veterans in hospitals . . . promot- ing a^Canada-wide free Blood Transfusion Service. Your Red Cross donations stand ever ready to give swift aid in national disasters and to help maintain that greatest of all youth organizations, the Junior Red Cross. Please give generously. 1948 NATIONAL APPEAL This space contributed by THE DREWRYS LIMITED i__________________________________

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.