Heimskringla - 10.03.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 10.03.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 10. MARZ 1948 5. SIÐA HEIM SKRINGLA BRÉF TIL HEIMSKRIN GLU Kæri ritstjóri Hkr.: Þess var getið í vestur-ísl. blöðunum, sumarið 1945, þegar skipið “Fanney” (bygt í Tacoma, Washington) fór heim, að með því var sent að gjöf til ættjarð- arinnar, stórt og vandað íslenzkt bókasafn. Konan sem sendi þessa gjöf heitir Lukka Guðmundson. Hún er ekkja Eyjólfs S. Guð- nvundssonar (d. 1938), þess er J. M. Bjarnason ritar um í Tímarit Þjóðræknisfélagsins, 1938. — Eyjólfur sál. var bókhneigður maður. Hann hafði safnað fleiri þúsund bókum og látið binda þær í vandað og fallegt band. Það var ósk hans að safnið yrði eign einhvers skóla á íslandi eft- ir hans dag. Frú Lukka gekk sjálf frá bókunum í 23 stóra kassa, og Ingvar Einarsson skip- stjóri á “Fanney” flutti þá heim. 1 vetur kom bréf frá Stefáni Jónssyni kennara, sem skýrir frá því að búið sé að afhenda safnið nýja gagnfræðaskólanum í Stykkishólmi, og koma því þar fyrir. Þaðan var Eyjólfur sál. ættaður. í viðurkennin|garskyni fyrir þessa stóru og þýðingarmiklu gjöf, hefir Islands stjórn sæmt frú Lukku Guðmundsson ridd- arakrossi Fálkaorðunnar. Vísi- konsúll Islands í Seattle, herra Kolbeinn S. Þórðarson, afhenti frúnni heiðursmerkið og með- fylgjandi skjal, 20. feb. þ. á., að beimili hennar í Tacoma. Frú Lukka er fædd í Pem- bina Co., N. Dak. Foreldrar hennar voru Gísli Eyjólfsson frá Breiðavaði í Eiðaþinghá, S.- Múlasýslu og Þórunn Einars- dóttir frá Egilsseli í N.-Múla- sýslu. — Hún flutti hingað vest- ur að hafi árið 1926, giftist Eyj- ólfi sál. það sama ár, og hefir átt heima í Tacoma síðan. Vinir hennar samgleðjast henni yfir þeirri sæmd sem henni hefir hlotnast. Vinsamlegast, Jakobína Johnson —28. febrúar, 1948. Seattle, Washington HITT OG ÞETTA Manitoba Pool Elevators Expanding One of the largest deals in Western Canada for quite a few years was the recent purchase of the Reliance Grain 3,550,000 bushel terminal at Port Arthur and twenty country elevators by the Manitoba Pool Elevat- ors. This brings the total num- ber of country elevators owned by Manitoba Pool Elevators up to 236 with total capacity of 8,600,000 bushels, and terminal storage space of 5,350,000 bush- els. Sá sem er ánægður er ríkur, en sá sem er óánægður er fá- tækur. Sá sem gefur á að gleyma. Sá sem þiggur á að muna. Falskur vinur er iíkur skugga manns. Þegar sólin skín fylgir skugginn manni, en iþegar ský dregur fyrir sólina, hverfur skugginn. Lestirnar festa fljótast rætur, þar sem jarðvegurinn er laus. West Bromwich, Eng., — Ný- lega varð þar jarðskjálfta vart, og fylgdi það skýrslu jarðfræð- ingsins, J. Shaw, að öll jarðkringlan hefði leikið á reiði- skjálfi, og hefðu jarðhræring- amar varað í 2V2 klukkustund. Kvað Shaw jarðskjálfta þennan alls ekki hinn ægilegasta í mannaminnum, en einhvern hinn lengsta kipp, er sögur fara af. Sagði hann að miðpúnktur jarðhræringanna hefði verið um 6,700 mílur frá Englandi, senni- lega milli Austur-Indlandseyja og Philipps-eyjanna, eða nálægt norðvestur homi Suður-Amer- íku. ★ Svo er sagt með fullum heim- ildum, að það hafi borist út frá Vaticaninu í Rómaborg, að Rómversk-kaþólska kirkjan hafi neitað þverlega að leyfa, eða leggja blessun sína yfir giftingu Michaels fyrverandi Romaníu- konungs, og Önnu prinsessu, með þeim skilyrðum sem Mich- ael fer fram á. Þó er vonast eftir að úr þessu máli greiðist svo, að það standi ekki í vegi fyrir hinni væntan- legu giftingu. ★ Bretar hafa eytt öllu því láns- fé, að upphæð $3,750,000,000, sem þeir fengu frá Bandaríkjun- um, er sagt að vixill fyrir $100,000,000 er þeir hafa gefið út nýlega, sé hið síðasta af láns- fénu, samkvæmt ríkisfjárhirzlu skýrslu Bretlands. Eyðsla láns- ins vitnaðist stuttu eftir að skjal tbrezku stjómarinnar — “The White Paper”, lýsti því yfir að Bretland horfðist í augu við gjaldþrot, og að það hefði eytt $4,000,000,000 meira en sem svaraði tekjum þess, á hinum tveimur síðustu árum. ★ Utanríkismála- ráðherra Frakklands, George Bidault. gekk nýlega út úr þingsalnum, var það í annað sinn á tveimur dögum, sem hann gerði það, á- stæðan var að varafulltrúi kommúnistaflokksins brá stjórn- inni um þrælsótta við Bandarík- in. Kvað Bidault slíkar ásakanir, er Marius Patinaud kastaði fram móðgun við hina frönsku stjórn, og gekk út, sem áður er sagt. Fulltrúar “Republica-flokks hans, og hægri flokks-foringjar, fylgdu honum að málum. ★ Komið hefir til greina í stjórn arráðuneyti Canada, að banna með öllu kommúnistum |rá Bandaríkjunum inngöngu í Can- ada. Er sagt með góðum heimild- um að stjórnin muni ógilda landsvistarleyfi þekktra komm- únista frá Bandaríkjunum, sem eru hér í þeim tilgangi að stofna verkamálasamtök. Það úrlausnarefni, að leyfa kommúnistum, og ferðafélögum þeirra inngöngu í landið, hefir verið tekið til athugunar og með ferðar fyrir nokkru síðan. New Westminster, B. C. — Eldur, sem kom upp í fjölhýsi nýlega þar, og orsakaði $6,000 skaða, velgdi mörgum undir uggum, en rólegastur allra þar sem bjargað var, var T. J. Beisley, 91 árs gamall. Á hundrað ára afmæli séra Valdimar Briem Hátt við himinn gnæfir heilagt andans merki. Lofgjörð þaðan ljómar ljós frá skáldsins verki. Undir kærleiks krossi kirkju guðs þú bygðir. Þar hlaut andinn þroskann þínar fögru dygðir. Sjáum sigur merkin sjálfum þér uppreistir. Lesum þar og lærum ljóð sem guði treystir. Krýndi hugans heiminn höndin alvizkunnar. Viígði þig og veitti vöxtinn trúarinnar. Sæðið guðs þar gréri gróandinn útbreiddist. Orð í ljóða línum líf sem aldrei eyddist. Æskan jafnt og ellin einnig gleði og sorgin, að sér ljúfast laðar lífs þíns friðar borgin. Að mér hef eg andað ást frá brjósti þínu. Guðsmaðurinn góði gaf frá ríki sínu. Vinir guðs sér velja Valdimars trúar ljóðin. Auðlegðina erfir Islands kristna þjóðin. » Þjóni drottins þökkum, þökk í verki reynist, musterið guðs mæta minning þín ei gleymist. Ingibjörg Guðmundsson HVAÐ ER í VÆNDUM? Hann klæddi sig í öll sín föt,i Hann — Strax og eg er vakn- jafnvel gleymdi ekki hálsbind- aður á morgnana fer eg að hugsa inu, og klifraðist niður eldliðs-, um þig, ástin mín. stiga, og hjálpaði öðrum miklu yngri manni til að bjargast. Kvað hann fólk verða að vera sómasamlega til fara, hverjar svo sem kringumstæðumar væru! S M Æ L K I Það var svo sem auðséð, að maðurinn, sem ruddist inn í almenningsvagninn, var auga- fullur. Hann slagaði sitt á hvað og hann var nær dottinn um sjálfan sig og um leið steig hann hastarlega ofan á tærnar Frh. frá 3. bls. svo miklu um lífsþægindi okkar. Hér verða nefnd nokkur af þeim ’heimilistækjum, sem vísindin geta veitt okkur nú þegar, ef nægilega mörg okkar fengjust til að kaupa þau. 1. Ljós: Til er plastefni, sem nota má til að leiða ljósgeisla fyrir horn. Með því gætum við fyllt allt húsið af sólarljósi, leitt það í pa'purn ofan af þaki, sér- hvern sólskinsdag. 2. Ljós: til eru sérstakir lampar, sem gefa okkur jafn- gildi sólarljóssins. 3. Hiti með einangrun: Væru nýtízku einangrunarefni notuð réttilega, væri hægt að gera hús in okkar svo hitaþétt, að her- bergin yrðu nægilega heit af líkamshita fólksins, sem í þeim dvelst. 4. Hitaveita: Nú sem stendur fer afganshiti mikilla aflstöðva að mestu til ónýtis. Hann mætti nota til að hita næstu hverfi. Þannig væri hægt að leggja inn hitalögn alveg eins og gaslagnir eða raflagnir. Það er sagt, að þegar hafi verið byrjað á þessu. 5. Sími: Síminn hefur ekki tekið beinum framförum upp á síðkastið. Það mætti bæta við hann tækjum til að taka á móti skilaboðum, þegar við erum ekk: heima, eða segja til um í hvaða símanúmeri hægt væri að ná til okkar. Húsmóðirin gæti talað pantanir sínar á diktafón, fest honum síðan við símaáhaldið og farið út, vitandi það, að hringt yrði í öll númerin, sem hún Ibað um, og pantanirnar gerðar áður en hún kæmi heim aftur. Það mætti láta þetta áhald bjóða heilli tylft manna í veizlu og taka á móti játandi og neitandi svörum. Hún — Já, en Bjami segir þetta líka. ( Hann — Hvað gerir það til. eg vakna löngu á undan honum. — Svo það er svo mikill krit- ur á milli ykkar nábúnanna, að þið talist alls ekki við. — Já, hann sendir mér altaf glas með smurningsolíu til að smyrja sláttuvélina með, þegar eg byrja að slá klukkan sex á morgnana. — Og hvað gerirðu þá? — Eg sendi honum það aftur með þeim ummælum, að hann skuli nota það á konuna sína, á heiðursmanni nokkrum er hlammaðist svo í sætið hjá hon- þegar hún byrjar að syngja kl Þessum heiðursmanni brá' H á kvöldin. um. mjög ónotalega við þetta; vera má að honum sé illa við fulla Hann hvesti augum Eg hef af ásettu ráði sleppt hér úr, hvað vísindin kunna að geta gert á sviði læknisfræði og hernaðartækni. En eitt er það, sem minnast verður á, því að það er mikilvægast af öllu. Hvað geta vísindin gert til að bæta sjálfan manninn? / Eg held að við séum í fordyri tímabils þess, er hinar ungu vís- indagreinar, sálfræði og félags- fræði, verða að konr^ til skjal- anna til þess að leysa úr vanda- málum okkar. Sálfræðingurinn einn getur losað okkur við þann ótta, sem útrýmir öllu frelsi. (Sál- fræðingurinn einn getur gert okkur það skiljanlegt, að nauð- synlegt starf er þess vert að Dómarinn: “Hve gamlar eruð vinna það. Sálfræðingurinn menn. getur skýrt fyrir okkur orsakir alþjóð- verða látin staðfesta framtourð^ legrar tortryggni og styrjalda. yðar með eiði.” » | Það er á valdi sálfræðingsins, sé Konan: “Tuttugu og tveggja það yfirleitt nokkrum manni ára og nokkurra mánaða”. j fært, að sýna okkur, hvað nauð- Dómarinn: “Hve marga mán- synlegt er að gera til þess að aða?” \ á þér? Minnist þess, að þér eruð einn hinn ölvaða mann og spurðij fyrir rétti og megið búast við að raunverulegar með þjósti hvers vegna hann hagaði sér þannig. Sá fulli glenti upp skjáina framan í hann og spurði: “Sáuð þér mig þegar eg kom upp í vagninn?” “Auðvitað.” “Hafið þér nokkurn tíma séð mig fyr?” “Nei”. “Hafið þér nokkurn tíma heyrt mín getið”. “Nei”. “Vitið þér nokkuð hvað heiti?” “Nei”. “Jæja! Hvernig í skrattanqm vitið þér þá að það er eg?” * Konan: “Eitt hundrað og sjö.” ★ Próf.: “Er herra yfirdómarinn heima?” Ráðskonan: “Hefur próf., ekki frétt, að yfirdómarinn er fyrir 10 dögum kominn undir græna eg! torfu.” Próf:. So-so-so, þá vil eg ekkij! gera honum ónæði, en eg bið að: heilsa honum, verið þér sælar”.! brejrta innræti mannsins, en án þess verða allar framfarir og Opnan er Blaðsíða 497 - - Þar sem EATON’S útskýrir fyrir yður D.A.* * kerfið • Það kemur í veg fyrir að senda ávísanir og sparar centin sem þér borgið fyrii það! • Það tryggir yður fljóta af- greiðslu! • Inneign yðar eykst af vöxt- unum sem við leggjast. Engin furða þó viðskiftafólk vort segi: "Það er eins oq hafa peninga í banka oð nota EATON D.A.!” Til frekari uppilýsinga þá lesið Verðskrána fyrir vor og sumar. 1948, blaðsíðu 497. • Deposit Account 'T. EATON C9,.™ WINNIPEQ CANADA EATON’S uppgötvanir vísindanna mannin- um beiskjublandnar og böl eitt. —Tímarit Víðsjá Framvegis verður Heims- kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vörðustíg 2, Reykjavík, Island. YOURS IS READY! SEND TODAY I Q A O SEED AND NIIDQFDY F NURSERY BOOK Gott frœ til góðrar uppskeru Sendið í dag eftir ókeypis eintaki af útsæðis og blóma bók vorri. Stærri en fyr. Þar er lýsine á fjölda beztu og nýustu garðávöxtum, blóm- um, húsblómaútsæði, plönt- um, runnum, ávöxtum, blóm laukum o.s.frv. Lesið um hina fögru, nýju tegund af stórblóma Gladiolus, “col- chicine development, og hin nýju Cuthberson Heat and Drought Resistant Sweet Peas. Að hugsa snemma fyr- ir framtíðinni, er garðyrkju manna geefa. Skrifið i dag. (Þeir sem sendu pöntun 1947 fá eintak án eftirkröfu) VERZLUNARSKÓLANÁM Kennarinn; “Geturðu sagt mér, hvað 1 og 1 eru margt?” Drengurinn: “Þrír”. Kenn.: “Þú ert flón. Hvað mikið er þá, þegar þú og eg stöndum hvor hjá öðrum?” Drengurinn: “Tvö flón”. ★ Faðirinn: “Hefirðu heyrt, að ráðskonan okkar ætlar að gift- ast”? Dóttirin: “Nei, en það er gleði legt, að við losnum þá við kerl- ingarvarginn. Hver er sá bjáni sem vill eiga hana?” Faðirinn: “Eg”. Nirfillinn segir við konuna sína, sem var að selja upp af sjó- veiki: “Það var skaði, Stína, að þú skyldir ekki verða sjóveik, áður en þú borðaðir. Þama fóru nú þessi krónan til einskis”. ★ Pétur: “Ætlarðu ekktí kirkju í dag? Það væri réttara en að sitja á ölknæpu allan sunnudag- inn”. Páll: “Nei, eg sit kyrr, það er betra að sitja á knæpunni og hugsa í kirkju en að vera í kirkju og hafa hugann alltaf í knæpunni.” Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, °g Það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA ^scccccccccoeoacooceoccoooooacoecccccccccccooocccao^

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.