Heimskringla - 17.03.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 17.03.1948, Blaðsíða 3
WiNNIPEG, 17. MARZ 1948 HEIMSKBINGLA 3. SÍÐA sína, en giftist aftur Kristínu, er kölluð var Símonardóttir hins mállausa, en flestir ætluðu að Mála-Davíð, faðir Símonar væri íaðir hennar. Jón eldri átti Ólöfu Sveinsdóttur. Þau bjuggu í Heiðarseli. Börn þeirra voru Steingrímur á Fossi og Ragn- hildur, móðir Jóns í Mundakoti og Sveins í Sandvík á Eyrar- bakka Eiríkur fekk Sigríðar Sveinsdóttur læknis Pálssonar. Þau ibjuggu í Hlíð á móti Ragn- hildi móður Eiríks. (Sonur þeirra var Sveinn, síðar prestur í Ás- um, faðir Gísla sendiherra). Þór- lákur var fyrir búi móður sinn- ar, þar til Gísli bróðir hans í Gröf dó. Fór hann þá þangað og kvæntist Kristínu, ekkju Gísla. (Þórlákur yarð ‘Seinna úti á Fjallabaksvegi). Þuríður átti Þórhall bónda á Geirlandi. Ragn hildi átti Isleifur í Hlíð í Sel- vogi Þeirra son Guðmundur hreppstjóri á Háeyri og systkin hans. Jón yngri giftist ekki, bjó þó um hríð og átti börn nokkur. Gísli yngri fekk Þórunnar Sig- urðardóttur í Fljótsdal í Fljóts- hlið. Meðalbarnaþeirra var Þór- unn “grasa kona”.. Þau Gísli og Þórunn bjuggu fyrst í Fljótsdal, en fluttust þaðan að Höfðabrekku í Mýr- dal og bjuggu þar eitt ár. Þaðan fóru þau að Ytri-Ásum í Skaft- ártungu. Þá var Þórunn komin í nágrenni við Ragnhildi tengda móður rína. Kyntust þær og fell þeim vel saman. Var Ragnhildur þá enn búandi í Hlíð á móti Eir íki syni sínum, hafði þá aðeins lítinn hluta af jörðinni og fáein- ar skepnur. Var hún enn hress að öðru en því, að sjónleysis hræðslan kvaldi hana sífeldlega. Hún vildi ibúa vegna þess að skepnuhirðing var aðal yúdi hennar, en líka þurfti hún ávalt að hafa nokkuð sér í hendi til að gefa fátækum. Þvarr eigi örlæti hennar með aldrinum. Fyrir nokkru hafði hún þá heyrt söguna um Álfa-Áma, sem kölluð er “Árnaskjal”. Segir þar frá iþví, að Árni veiktist af völd- um álfastúlku og batnaði eigi fyr en hann var til altaris í Breiðabólstaðarkirkju í 'Fljóts- hlíð, og bergði af kaleik þeim, sem sagt er að álfar hafi gefið kirkjunni, og svartan blett hefur í botninum. Og með því Ragn- hildur vissi að sjónlyesishærðsla hennar var sjúkdómur, og húnj taldi víst, að hann væri af völd- um huldufólksins í Garnagili, þá kom henni í hug, að sér mundi batna, eins og Árna, ef hún bergði af álfakaleiknum eins og hann. Bað hún þess oftar en einu sinni, að ienginn væri kaleikur inn frá Breiðabólstað og sér út- deflt úr honum. . / En synix hennar voru svo upp- lýstir í anda hins nýja tíma, að þeir höfðu skapraun af því, að móðir þeirra var svo hjátrúar-' full, og eyddu þeir því jafnan. Og Sigríður tengdadóttir hennar sagði henni afdráttarlaust, að slíkt væri vitleysa og hindur- vitni, sem enginn upplýstur maður vildi heyra nefnt. Þórunn var hin eina af fólki Ragnhildar, sem studdi mál hennar í þessu. Sagði hún að „eigi gæti sakað, þótt þetta væri reynt, og væri eigi ómögulegt, að trú Ragnhildar hjálpaði henni. Þetta þótti samt fjarstæða, þar eð hjátrú væri engin trú, og gæti því engum hjálpað.. Hætti svo Ragnhildur að tala um þetta og var eigi á það minst urh hríð. A Sigríður kona Eiríks var bú- sýslukona. Þótti henni, sem var, að þeim veitti eigi af jörðinni allri, og að auka búskapur Ragn- hildar væri þeim til þyngsla, Pótti hann líka þarfleysa. Varð það úr, að Ragnhildur Ibrá bú- skap sínum og fór að Geirlandi| til Þuríðar dóttur sinnar. En Gísli og Þórunn tóku kindur af henni til fóðurs. Brá Ragnhildi Minningarorð um Sigurð Kristjánsson Eyfjörð Fæddur 10. nóvember 1870 — Dáinn 10. febrúar 1948 Sigurður var fæddur að bænum Veigastöðum áSvalbarðs- strönd í Suður-Þingeyj arsýslu á Islandi. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristján Eiríksson og Björg Guðmundsdóttir, þá búandi á Veigastöðum. Þar ólst hann upp hjá móður sinni. Föður sinn misti hann ;í æsku. Strax á unglings aldri þótti hann vinnugefinn og fjölhæfur til verka, ungur lærði hann trésmíði, einnig vann hann mikið að þeirri málara iðn, sem þénar til húsa, húsmuna og skipa. Sjómaður var hann og stundaði þá atvinnu heima á ættlandi sínu þá tíma ársins er hennar þurfti. Við verzlunarstörf vann hann um skeið heima, einnig varþann góður söngmaður, og vann í söngflokk kirkju- sóknar sinnar og víðar, þar til hann flutti burtu af landinu. Árið 1896 giftist Sigurður eftirlifandi konu sinni Berg- ljótu Jónasdóttur. . í hjónabandstíð sinni, eignuðust þau sex börn, nú öll fullorðin'og talin hér: Anna, ógift, saumakona í borginni Vancouver, vestur á Kyrrahafsströnd; Lára, gift Helga Olsen í Winnipeg, Man.; Þóhallur, kaupmaður í bæn- um Ashern hér í fylkinu Manitoba, giftur enskri konu; Kristján, Friðrik og Hermann, allir giftir og búa í Vancouver og vinna við húsasmíðar. Öll eru þessi systkini mjög mann- vænleg, hraust, greind, starfsöm og trú til orða og verka. Árið 1905 fluttust þau Sigurður og kona hans frá Islandi til þessa lands, Ameríku, og settust áð hér í fylkinu Manitoba. Bjuggu um tíma í sveitinni Argyle, og máske víðar, en lengst munu þau hafa búið í bænum Oak Point við Manitoba-vatn. Eg sem þessar línur rita, heimsótti þessi hjón þegar þau bjuggu á Oak Point. Þau voru gestrisin, alúðleg og prúð í viðtali. HeimiU þeirra var snoturt og hirtnislegt og bar þess ljósan vott að þar veittu höndur höndum og fætur fótum, örugt fylgi til allra nýtra verka sem heimili þeirra krafðist. Heimilislíf þessara hjóna og bama þeirra, var spakt og ástúð- legt og húsbóndinn góður heimilisfaðir. Árið 1938 fluttust þau frá Oak Point vestur á Kyrrahafs- strönd til borgarinnar Vancouver, og þar dó Sigurður 10. febrúar síðast liðinn. Vertu sæll Sigurður, þú varst trúr til orða og athafna — sann auðugur maður. Hinn látni var jarðsunginn 13. febrúar s. 1. í Forest Lawn grafreitnum. Dr. H. Sigmar jarðsöng. F. Hjálmarsson --- » mjög við að hafa nú engar skepn ur að annast og ekkert að hugsa um, annað en sinn síkveljandi sjónleysiskvíða, er nú varð æ þyngri og þyngri. Kom þar að hætt þótti við að hún misti vit- ið. Þetta frétti Þórunn. Bað hún mann sinn sækja Ragnhildi. — Hann sagðist fara ef hún kæmi með, annars væri það ekki til neins. Hún lét ekki standa á því, Sendu þau að Gröf og fengu Þór- lák með sér. Þetta var snemma um vor. Voru vötn nleyst í vexti. Var seinfarið og komu þau að Geir- landi er flestir voru háttaðir um kvöldið. Þórunn gekk nú til Ragnhildar. Sat hún þá uppi í rúminu klæðlaus og reri sér í ákafa. Var auðséð að henni leið ekki vel. Þórunn heilsaði henni. Hún tókl ekki kveðjunni. Þórunn mælti þá: “Fallegar eru kindumar þínar orðnar”. Þá var sem Ragnhildur vakn- aði af svefni og mælti: “Er þú það, blessuð. Komdu sæl! Nú á eg bágt, nú er sjónin að fara, nú verð eg steinblind á, morgun”. “Nei, nei”, sagði Þómnn. “Þú fær að sjá kindurnar þínar áður því nú er eg komin til að sækja þig. Viltu nú koma með mér?” Ragnhildur tók því dauflega. Og ekki fekk Þórunn hana með sér, fyr en hún lofaði að útvega kaleikinn frá Breiðabólstað fyrir hana. Þá herti hún upp hugann og fór með henni út að Ásum. Hafði hún verið eitt ár á Geir- landi. Dvaldist hún nú í Ásum: fyrst. A Þórunn vildi nú eigi að orð sín yrði að markleysu. En bæði var það, að Gísli mátti eigi fara frá voryrkjunum, enda sá Þórunn það í hendi sér, að því aðeins mundi erindið ganga fram, að hún færi sjálf. Bjóst hún við að Jón prófastur Halldórsson — mundi ófús að ljá slíkan dýr- grip, sem kaleikurinn var. En af því kona hans, Kristín Vigfús- dóttir sýslumanns Thorarensen, var einka kær vinkona hennar, þá átti hún þar von liðveislu, er hún vænti að duga mundi. Lagði hún því á stað einn góð- an veðurdag og fór fyrst út að Steig, til Eyjólfs bróður síns; faðir hennar var þá hættur bú- skap. Fekk hún hest að láni hjá Eyjólfi, fjörugan fola, en lét sinn hest eftir, þótti hann seinfær. Yfir Jökulsá á Sólheimssandi fekk hún fylgd frá Sólheimum og var áin Htil. Reið hún svo að Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þar bjó Árni, er fyr vaná Strönd og hafði beðið Gísla að biðja sig bónar, ef honum lægi á, vegna greiða, sem Gísli hafði gert hon- um þá er hánn bjó í Fljótshlíð. Bar Þórunn honum nú kveðju Gísla og bað um fylgd yfir Mark- arfljót. Hann kvaðst engan mann hafa til þess. Bað hún þá að einhver fylgdi sér að fljótinu, vísaði sér leið og sæi til sín yfir um, til þess að geta sagt hvernig henni reiddi af. Vinnukona varð til þess. Reið Þórunn ein yfir fljótið og farnaðist vel. Á Hólma bæunum voru allir karlmenn í Eyjaferð, og allir hestar í sandi nema tryppi. En þar átti Þórunn vinkonu, er fylgdi henni vestur að Affalli, sagði henni til vegar og horfði á eftir henni yfir Af- fallið. Komst hún slysalaust að Breiðabólstað. Var henni þar vel tekið og þótti frú Kristínu mik- ils vert um dugnað hennar og góðvilja, og hafði hún orð á því löngu síðar við þann, er þetta ritar. Tregur var séra Jón að ljá ka- leikinn, sem von var, en fyrir orð konu sinnar lét hann það eft- ir. Vel gekk Þórunnu heim. Eft- ir það var Ragnhildur til altaris, og var henni útdeilt úr kaleikn- um frá Breiðabólstað. Varð sem Þórunn hafði ætlað: trú Ragn- hildar hjálpaði henni, sjónleys- iskvíðinn hvarf frá henni og kendi hún hans eigi framar. Var hún eftir það fremur heilsugóð, eftir aldri. Og nú ætluðu þau Þórunn og Gísli að fá Ragnhildi part af á- býli sínu til afnota, því einsætt þótti þeim að láta hana búa með- an mátti. En er Hlíðarhjónin, Eiríkur og Sigríður, vissu þetta, sögðu þau bæði að Ragnhildi væri velkomið að fá aftur Hlíð- arpartinn, sem hún hafði áður, heldur en að henni yrði þrengt niður í Ytri-Ásum. Fór hún aft- ur að Hlíð, og bjó þar síðan í Zil Fullkomnar ánægju Veíjið Sígarettur iar úr OGDEN'S FINE CUT eða reykið OGDEN'S CUT PLUG í pípu. Jón B. Hólm 1876 — 1946 Jón B. Hólm fæddist 19. októ- ber 1876 á Víðimýri í Skagafirði. Foreldrar hans voru Björn Er- lendsson og Guðrún Jónsdóttir. Jón fluttist til Ameríku með foreldrum sínum þegar hann var 12 ára að aldri. Lá þá leið þeirra til Norður Dakota, og settust þau að í Fjallabygðinni íslenzku norð-vestur af Milton-bæ. — Bjuggu þau þar nokkur ár, og þar dó móðir Jóns, en Björn fað- ir hans mörgum árum seinna. Er Guðrún andaðist fluttist fjöl- skyldan til Pembina, N. D. Þar giftist Jón eftirlifandi konu sinni, Björgu Halldórson, árið 1904, og bjuggu þau nokkur ár áfram í Pembina, en fluttu svo til Mountain og áttu þar heima fjölda mörg ár. En síðustu fjög- ur ár sambúðarinnar dvöldu þau hjónin í Seattle, Wash. En þó voru þau nýflutt aftur til Moun- tain, er Jón andaðist þar skyndi- lega 22. júlí 1946. Munþaðhafa verið hjartveiki er varð bana- mein hans. Þau Björg og Jón eignuðust 4 dætur og einn son. Eru börn þeirra öll gift og búa í Mountain eða næstu grend. Þau eru: Hel- en, Mrs. S. Indridason; Sigur- veig, Mrs. I. Benjaminson; Emily, Mrs. H. Ressequie; Hulda, Mrs. S. Anderson; og Þorsteinn. Einnig lifa fimm systur hinn látna: Mrs. Anna Benson, Cali- fornía; Mrs. J. Jóhannson, Wyn- yard, Sask.; Mrs. S. Vopni, Kandahar, Sask.; Mrs. S. John- son, Seattle, Wash.; Mrs. Mac- Intosh í Californía. Auk þess lifa hann mörg barnabörn og mörg náin skyldtnenni. Jón sál. var þjóðhaga smiðurj og vann hann mestan hluta æf- innar að þeirri iðn. Mun hann stundum hafa unnið hjá öðrum, en þó rak hann þá iðn líka oft upp á eigin reikning. Var hann mikils metinn, sem duglegur, öt- ull og listfengur maður í iðn sinni. Jón Hólm var ákaflega bók- hneigður maður. Las hann ákaf-, lega mikið, og var ekki við eina fjölina feldur á því sviði, heldur ias hann bæði ljóð og sögur og, auk þess fræðibækur ýmsar. En víst má segja að við engan lest- ur hafi hann skemt sér betur en við lestur ljóða, og þá einkum ís- lenzkra ljóða. Eithvað gaf hann sig að því að semja leikrit upp úr íslenzkum skáldsöðum, og var hann víst lip- ur og laginn á leiksviði og við að leiðbeina öðrum við undirbún- ing leiksýninga. Jón sál. var prýðilega vel greindur maður, enn fremur böl- sýnn. Og á stundum fanst skjóli Eiríks sem áður, og undi vel ráði sínu þaðanaf. Unni hún Gísla og Þórunni mest af öllum börnum og tengdabömum sín- um, og unni hún þeim þó öllum. —Lesbók Mbl. mönnum hann nokkuð óvæginn í dómum um menn og málefni, þegar hann stóð á einhvern hátt á öndverðum meiði. En hinsveg- ar átti hann mjög ríka mannúð, og fann sárt til með olnboga- börnum mannfélagsins og með mæðumönnunum, og þráði að hjálpa á því sviði. Um trúarafstöðu hans sjálfs var mér tæplega svo kunnugt að eg geti greinilega lýst henni. En það var mín skoðun að inst inni í hjarta sínu væri hann trúmað- ur. En sjálfur held eg hann hafi ekki viljað mikið um það tala. Eg býst við að hann hafi átt nokkra mótstöðumenn og and- stæðinga, en hitt er engu síður satt að mörgum var mjög vel til hans, og hann átti marga góða vini. Eftir því er mér virtist var H HAGBORG FUEL CO. ★ H Dial 21 331 no'AÍ) 21 331 hann góður, velviljaður og ást- ríkur húsfaðir, eiginmaður og faðir. Enda syrgja nú eiginkon- an, börnin, barnabömin, syst- urnar og önnur ástmenni hann sárt, og mjnnast hans sem ást- vinar er ekki gleymist þeim. Munu og margir er ekki vom honum svo nákomnir, eiga svip- aðar tilfinningar og ástmennin, og því harma það að hann skyldi á svo tiltölulega ungum aldri falla frá, og jafnframt biðja guð að blessa minningu hans. H. S. KAUPIÐ HEIMSKRINGLC— útbreiddasta og fjölbreyttasta . islenzka vikublaðið For dependable, low-cost ELECTRIC SERVICE in home or business, anywhere in the City of Winnipeg 'Call CITY HYDRO Phone 848 124 City Hydro is owned and operated by the City of Winnipeg . . . It’s YOUR utility — use itl Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, seon fæm yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrðá framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn og 50^ á eins dálks þumlung fyrir samskota lista; þetta er að vísu efcki mifcill tekjuauki, en þetta gefcur dregið sig saman og komið að dálitlu Kði. THE VIKING PRESS LTD. THE COLUMBIA PRESS LTD.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.