Heimskringla - 17.03.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.03.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 17. iMARZ 1948 5. SIÐA HEIMSKRINGLA ir, um útleggingu og fttskýringu á trúaratriðunum, og biblíunni, og játningaritunum frá frjáls- trúar sjónarmiði. í»eim fanst þetta alt vera svo sjálfsagt. En til hans kom þetta alt eins og ný opinberun, eins og skýrasta ljós úr dimmasta myrkri, eins og þegar sólin rís, björt og fögur eftir niðdimma nótt, á heiðskír- um himni. Han kom oft upp í herbergi niitt með fult fangið af bókum, og sat uppi lengi frameftir á nóttunum og las. Hann safnaði onörgum bæklingum og merkti línur og orð, og strikaði við heila kafla, sem honum fanst vera sérstaklega athyglisverðir. Hann tók til að þýða bæklingana og bókakafla á hans eigin tungu- mál, og sendi síðan ritgerðir og þýðingar til Lithúaníu blaða og "ita i Chicago. Sumt birtist á prenti., Sumt ekki. Og þegar greinar hans komu ekki kendi hann altaf kaþólskum um, því þeir eru sterkir þar, meðal þess þjóðflokks alveg eins og í heima- landinu, og honum fanst það hljóta að hafa verið þeir, sem höfðu eitthvað við það að gera að ritgerðir hans birtust ekki. Bæklingarnir sem hann þýddi úr, eru ekki á prenti nú. Þeir eru flestir eða allir gengnir upp. En þar á meðal var einn eftir Dr. Chas. W. Eliot, sem var forseti Harvard háskólans í fjörutíu ár og nefndur “Twentieth Century Christianity” (Kristindómur 20. aidar), og annar eftir sama höf- ond, “The Faith of the Future”, (Trú framtíðarinnar). Einnig voru rit eftir Theodore Parker, °g Wm. Ellery Channing og fl. Og í hverjum þeirra var hann altaf að finna eitthvað nýtt til að undrast, og að gleðjast yfir og dást að. 'Eg man vel eftir þessum tíma. cg fanst mér þá, (og mér finst enn) eg verða gagntekinn, af að Vera með þessum manni, og að hafa kynst honum, er hann var að uppgötva það, að til var frjáls trú, og frjálshugsandi menn, og frjálst fyrirkomulag, sem leyfði hverjum manni að láta skoðanir sínar í ljósi án hafta eða banns, hverjar sem þær skoðanir kynnu að vera, og frjálstrúar kirkjur, þar sem prestum var leyft að prédika eftir samvizku og skiln- ingi. ÍÞað er sjaldgæft að mönnum veitist það tækifæri í þessari heimsálfu, að vera með öðrum *nanni, sem er í fyrsta sinn, að skilja það, að til er frelsi, og að ttienn þurfa ekki að óttast lög- ^eglu né annað vald er maður laetur skoðanir sínar í ljósi. Mér Hnst, er eg hugsa nú til baka, að eg fékk betri skilning á þýðingu þess frelsis, sem vér höfum, jafn- vel þó að því sé enn ábótavant «ð mörgu leyti, og að hinir pilt- arnir, (við vorum fjórir saman á einu gólfi) öðluðust einnig hetri skilning á trú vorri, þá en vér hefðum nokkurntíma annars getað. Þessi maður, Joseph Pronskus hét hann, var dálítið eldri en hin- ir piltarnir. Hann sat oft við ritvél sína, og hamaðist á henni, •við að þýða útvalda kafla, og oft heyrðum við hann, er hann las eitthvað sérlega hvetjandi, skella upp úr við sjálfan sig, er hann dáðist að einhverri hugs- un, og ekki var það sjaldan, sem hann kom með bók í hendinni inn í herbergi einhvers okkar, til að lesa fyrir okkur einhvern nýjan kafla, sem honum fanst sérlega mergjaður og athyglis- verður, og að furða sig á því, að svona mikið frelsi skyldi þekkj- ast 1 heiminum, sem leyfði mönnum að flytja sannleikann eftir þeirra skilning á honum. Eg útskrifaðist um vorið 1929. Joseph Pronskus útskrifaðist tveimur árum seinna. Árið 1932 vsr hann vígður til prests innan ffnitara félagsins. Það sama vor, var eg í Chicago, og var við at- höfnina, og var sjálfur að fá nafnbót (degree) frá Meadville. En eftir það, hvorki sá eg hann né heyrði frá honum fyr en eg fékk béfið. Stuttu eftir að hann var vígður, varð stjórnaskifting í Lithúaníu. Hann sigldi heim^ 1934, og tók upp þá atvinnu sem hann hafði áður haft, auk þess að vera Foreign Corres- spondent, fréttaritari, fyrir American Unitarian Association, j og við að útvega A. U. A. fréttir af og til um trúarástandið þar,1 eins og aðrir menn í öðrum lönd-' um hafa gert, eins og t. d. próf. j Ágúst H. Bjarnason á Islandi hefir gert, og nafn hans birtist í nafnalista Árbókar Unitara fé- lagsins nokkur ár næst á eftir. Þá skall stríðið á. Þau smáu ríki sem með Eystrasalts strönd- um lágu, voru svelgd upp, og hurfu inn í hringiðu ófriðarins, sem tvístraði fólki út um alt, eyðilagði heimili og atvinnuvegi, sleit sambönd manna á milli, og breiddi myrkur yfir heilar heimsálfur. Ár myrkur og dauða og eyðileggingar liðu. Ófriður- mn varð á enda. iSmátt og smátt fóru menn að reyna að taka upp lífið aftur, þar sem þeir höfðu skilið við, sex eða sjö árum áður. Margar miljónir voru heimilis- lausar og allslausar. Heimili og eignir voru ekki framar til. Þær1 áttu hvergi heima. Menn og konur og börn sem höfðu flækst úr einum stað í annan á stríðsár- unum höfðu hvergi að fara. Þau voru tekin í þúsundatölu, inn í flóttamannaver, og þar sitja þau flest enn, mörg orðin vonlaus um að geta bjargast, og vonlaus um framtíðina. En sum eru enn, að grípa til hvers strás, eins og druknandi maður, sem reynir að bjarga sér frá dauða, því í þess um hælum, eða skýlum, er ekk- ert framundan annað en vonleysi og að lokum, dauði. Og þessi gamli vinur, sem eg þekti einu sinni, fyrir mörgum árum, sá sem frelsi okkar hér, og öll þau réttindi frjálsrar þjóðar, voru seni undursamleg opinber- un með von og gleði, er nú einn af þessum heimilislausu flótta- mönnum, með konu og tvær litlar stúlkur, 7 ára og 11 ára að aldri. Er eg las bréf hans, stutt og einfalt, sem það var, þessa end- urnýingu á gömlum kunnings- skap, gat eg ekki annað en borið saman kringumstæður hans nú þama í Evrópu, við gleði hans, og fögnuð, fyr á tímum, og hans óslökkvandi undrun yfir því frelsi, sem hann þekti þá, og var að komast í kynni við í fyrsta sinn. Eins og gefur að skilja, er eng- inn gleðiblær yfir bréfi hans. Ófriðurinn hefir lagt eyðandi hendur á hjarta hans og sálveins og hann gerði við svo marga. — Heimurinn verður aldrei aftur hinn sami fyrir þennan mann né heldur fyrir þær miljónir, sem eru líkt staddar. »1 bréfinu er lítið sagt annað en að rekja ’sögu þjóðar hans í ófriðnum, og sögu hans sjálfs sem flóttamanns, og síðustu tvö árin í flóttamanna tjaldbúðun- um á Þýzkalandi undir vernd Bretlands. Hann æskir þess, að geta komist til Canada, og biður mig að skrifa sér sem eg hefi gert). En um erfiðleikana öll stríðsárin, um vonleysið, um kvíða og ótta, um djúpa löngun og þrá að geta komist úr þeim stað, sem hann nú er, segir hann ekkert, en það er auðvelt að lesa það glt og meira á milli línanna. Fyrir þennan mann, var frels- ið, sem vér teljum sjálfsagt, eins og draumur orðinn að veruleika, þegar hann kom til Bandaríkj- anna fyrir 20 árum. Það var mesta undur, og kraftaverk. Og nú,í vonleysinu, í flóttamanna- veri, dreymir hann um að geta komist til'þessarar heimsálfu aft- ur, sem hann, og tugir þúsunda, hugsa um, sem næst því að vera ríki guðs á jörðu, þar sem að þreyttar sálir geta fundið frið, og vonlausar sálir geta fundið aftu lífsgleði og ánægju, og hug-; ur og hjarta getur endurnýjast í til þess að það sé fullkomið? Hve margir okkar, hugsa líkt og þetta um öll einkaréttindi vor? Hver okkar skoðar sig sem gæfumann, hér í þessu landi, jafnvel þó að margt vanti enn til þse sað það sé alfullkomið? Ekki alls fyrir löngu las eg yfirlýsingu þess efnis, að þó að vér hugsum sjaldan um það, þá býr mikill meirihluti allra íbúa heimsins, undir einhverskonar trúarlegu eða pólitísku einræð- isfyrirkomulagi, en ekki undir lýðræðisfyrirkomulagi, í heimin- um. Vér erum þá í minnihluta, sem eru frjálshugsandi menn og kon- ur, meðal frjálsrar, lýðveldis þjóðar. Skiljum vér þá af þessu hve mikilsvert þetta er? Hvað erum vér reiðubúin að gera til þess að varðveita frelsi vort, og útbreiða það til annara, svo að þeir fái einnig að njóta þess, að mega tala, hugsa og trúa frjálst um hvaða efni sem er, eða mönn- um getur komið til hugar, eða fylgt hvaða stefpu sem er, í mannfélags- eða í trúmálum. Þeir menn eru til, sem ekki þekkja þessi réttindi, og virða þau ómetanlega mikils, og hugsa um þau sem óuppfyltan draum. Hvað metum vér frelsi vort mikils? Eða, eins og eg sagði í byrjun orða minna hér í kvöld, skiljum vér hvað frelsi er? HVað er frelsi? Hvað þýðir það? Athugum það vel og gaum- gæfilega og minnumst, að mil- jónir manna mundu gefa aleigu sína til að mega njóta þess, sem vér höfum og njótum daglega. Athugum líka, kröfur frelsis- ins, og hvað það heimtar af hverjum og einasta af oss. HITT OG ÞETTA Churchill yrði myrtur að kveldi þess dags. Hefir þetta orðið til þess, að “Scotland Yard” leynilögregl- an hélt sterkan gæzluvörð um hinn fyrverandi forsætisráðh., j Bretlands þann dag sem hótan- irnar voru símaðar, og jafnvel^ þótt lögreglan telji líklegast að^ einhver æsinga maður, eða jafn- vel vitfirringur hafi símað, þá er nokkurskonar lífvörður hald- inn síðan um hinn mikla mann, j og hans mjög vandlega gætt. j * Fyrverandi kærasta Andrews j Norman, ríks fegurðameðala- j framleiðanda, hefir verið dæmdj til þess að skila aftur á að gizka j $100,000 virði af gjöfum frá honum. William Baird dómari, sem j málið kom upp fyrir, dæmdi það að Mrs. Dorothy Burks Stoner, j 28 ára að aldri, hefði sölsað und- j ir sig dýrt hús, demantshring, og j aðrar kostbærar gjafir, undir því I yfirskyni að hún ætlaði að gift-j ast Norman, sem er 64 ára. Hann bar það fram að Mrs. Stoner( hefði náð þessum gjöfum út úr sér með kvenlegri undirhyggju og fölskum ástarjátningum! . frændþjóða síðan á 13 öld. Þá er og nokkuð rakinn embættis- ferill Gísla Sveinssonar sendih., og þáttur sá, er hann átti í lýð- veldisstofnuninni. . Loks segir þar nokkuð frá stefnum þeim, er nú eru efst á baugi í kirkju- og menningar- málum íslendinga og þeirri skoð un íslendinga að eðlilegast sé, að miðstöð norrænna fræðiið- kanna verði í Reykjavík, enda skilyrði þar til slíkrar fræði- mennsku öllu betri hér en ann- ars staðar á Norðurlöndum. —Vísir 16. feb. * * * íslenzkum kvenstúdentum boðið til náms Hinn heimskunni kvenháskóli Bryn Mawr, í Bandaríkjunum, hefur boðið Kvenstúdentafélagi íslands, að senda fjóra kvenstúd enta til náms við háskólann, — skólaárið 1948 — 49. Kensla er öll veitt ákeypis, svo og húsnæði og fæði, en auk þess fá styrkþegar 900 dollara styrk. Þess er krafist, að stúd- entar, hafi stundað nám við há- skóla a. m. k. 3 til 4 ár. —Mbl. 18 feb. FRÉTTIR FRÁ ISLANDI LÍTT LÆRIR VERÖLD Adolf Hitler, og háttsettir for- ingjar hans og meðráðamenn á Nazi-einræðis tímunum, verða dæmdir og sakfeldir af þýzka afnáms-réttinum, (denazifica- tion court). Segja forstjórar rétt- arins, að sakamálarannsókn og dómar verði fram að fara yfir | öllum Naziforingjum, hvort sem þeir séu dauðir, horfnir, eða í fangelsi, til þess að gera Nuern- berg uppgötvanirnar bindandi samkvæmt þýzkum lögum. Réttarhöldin væru aðeins fyr-j ir siðasakir, til þess að fá laga-' legan grundvöll til þess að gera eignir þessa fólks upptækar. — Hitlir, Herman Goering, Eva Braun og aðrir sem taldir eru dauðir eða hafa ekki fundist, verða auðvitað dæmdir og sak- feldir að þeim sjálfum fjarver- ^ndi! Rudolf Hess, Walter Funk, írv., hagfræðismála-ráðherra og forseti “Reich’^bankans, og Baldur von Schirach fyrrum “gauleiter of Vienna”, verða að líkindum yfirheyrðir í Spandau- fangelsinu. ★ Mörg hindurvitni og eldgaml- ar erfðavenjur þarf enn að yfir- stíga. Fyrir eitt hundrað árum síðan, ákvað mjög ákveðinn hópur kvenna sér mót í Seneca Falls, N. Y. Þær kölluðu það kvenrétt- inda þing, og þær báru fram kröfur, sem allir urðu agndofa yfir. Að sönnu eru það enn 13 ríki sem afsegja að vilja konur í kviðdómi, og í öðrum ríkjum eru einhver höft á þegnrétti þeirra. Samt sem áður má segja með öllu og öllu, að málefnum þeim, sem þær í fyrstunni börð- ust fyrir, sé komið í það horf, að það virðist örðugt að muna, að einu sinni voru þau álitin draum ur, sem aldrei næði að rætast. ★ Nýlega var lögregluliðinu í London símað af einhverjum, sem auðvitað lét ekki nafns síns getið, og kunngert að Winston Góð færð á vegum Færð er nú yíirleitt orðin góð á vegum hér sunnanlands. Snjór er með öllu horfinn af láglendi, en talsverðar umerfðartafir voru orðnar af völdum hans áður en hlánaði. —Timinn 18. feb. * ★ * Sjö brezkar flugvélar á leið til Reykjavíkur Klukkan 3 í dag koma hingað á Reykjavíkurflugvöllinn 7 brezkar Lancesterflugvélar, sem ætla að fljúga norður yfir norð- urskautið, að því er starfsmaður í flugtumi Reykjavíkurflugvall- arins tjáði blaðinu klukkan hálf- tólf í morgun. Hingað koma flugvélarnar frá Gibraltar og munu að líkindum 'halda áfram norður á bóginn í nótt. Munu þær hafa stutta vik- komu á Jan Mayen, en koma hingað aftur eftir um það bil 20 klukkustundir. Annars vitum við lítið um ferðir þeirra enn þá, vegna þess, að við erum ekki komnir í gott samband við þær enn, en þser| eru á leiðinni, sagði starfsmað- urinn, sem blaðið talaði við. Það er brezki flugherinn, sem stendur fyrir þessu flugi og er það rannsóknarflug. Þetta er stærsti flugleiðangur, sem brezki flugherinn hefir gert norður á bóginn. —Tím., 19. feb. * ★ * Öskufall í Skaftafellssýslu Þær fregnir bárust í morgun austan frá Kirkjubæjarklaustri, að það hefði orðið vart lítils hátt- ar öskufalls. Einnig hefir orðið vart ösku falls á Meðallandi og í fleiri byggðarlögum þar eystra. —Tíminn 20. feb. * * * Agnes Sigurðsson væntanleg í maí Allar líkur eru til þess, að vestur-íslezki píanóleikarinn, Agnes Sigurðsson, komi hingað heim til lands í maí í vor og haldi hér hljómleika. Hefir Tónlistarfélagið átt bréfaskifti við hana, og verður för hennar hingað sennilega á vegum þess. —Tíminn 19. feb. Þegar rómversku keisararnir höfðu sigrað óvini ríkisins héldu þeir veglega sigurhátíð í borg- inni og reistu styttur miklar og minnismerki til að fagna sigri. Var þetta tákn yfirburða her- valds Rómaríkis, tákn niðurlæg- ingar og vanmáttar hins sigraða Enn ríkir áþekkt hugarfar með stórvéldum. Hroki sigur- vegarans er samur og fyrir tveim árþúsundum. 1 Róm var minnismerki reist innan múra borgarinnar. Nú er sigurmerkið reist í landi hinna unnu óvina. Rússar reisa stríðsminnis- varða í hjarta Berlínar, höfuð- borgar sigruðu fjandmannanna. Skammt frá Brandenburg Tov gnæfir nú rússneskur hermaður á marmarafótstalli miklum. Þannig á að byrja að ala þýzku þjóðina upp. Þannig á að “Fyrst til og frábært” TOMÁTO Byrjuðum að selja það útsæði fyrir nokkrum árum, selst nú betur en aðrar tegundir, vegna gæða bæði til heimaræktunar og söluræktunar, á hverju vori, alstaðar i Canada. Allir er kaupa, segja “Fyrst til og frá- bært’’ Tomato útsæði reynist vel: Stórar, fallegar, fastar í sér, fyrirtak til flutninga, fljótastar allra til að spretta. Kjarnalausar, hárauðar, af- bragðs keimgóðar. Engin vanvaxta, skellótt, sprungin, hrukkótt, oft tíu ávextir á stöng. Forkunnar frjósamt útsæði. (Pk. 15?f) (oz. 75tf) póstfrítt. FRÍ—Vor stóra útsœðisbók fyrir 1948 Stœrri en nokkru sinni fyr 46 DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario útrýma hernaðaranda hennar. Það á að afmá löngun hennar til að neyta hernaðarafla, með því að reisa henni minnismerki um eigin ósigur og niðurlægingu í helgustu véum hennar. Sagan hefir sýnt, að þetta er enginn gæfuvegur, sem leiði til íriðar og farsældar. Saurgaðir helgidómar undirokaðra þjóða leiða af sér hatur og hefnigirni. Meðan herra þjóð breytir þannig við sigraða, verður aldrei frið- vænlegt í heiminum. Meðan svo er fram haldið stefnunni, geta aldrei myndazt tryggðir og vin- átta milli þessara ríkja. Hernað- arandi verður aldrei bældur nið- ur með valdi, því að hver þjóð, sem beitir aðra valdi, elur hern- aðaranda með sjálfri sér og kveikir hann með þeirri, sem hún undirokar. J. Hj. —Tíminn 19. febrúar Framvegis verður Heims* kringla fáanleg í lausasölu, hjá hr. bóksala Lárusi Blöndal, Skóla vörðusfíg 2, Reykjavík, ísland. STEELE-BRIGGS' FORAGE CROP SEEDS I Carefully Cleaned to grade on our own equipment Brome Certified No. 1 Seed Timothy No. 1 Seed Flax Royal Registered No. 1 Seed Flax Royal No. 1 Seed Flax Red Wing No. 1 Seed Alfalfa Grimm Registered No. 1 Seed Alfalfa Grimm No. 1 Seed Peas Dashaway Certified No. 1 Seed ASK FOR PRICE LIST Steele, Briggs Seed Co., Limited WINNIPEG, MAN. TELEPHOJŒ 98 551 Also at Regina and Edmonton Norskt blað birtir viðtal við Gísla Sveinsson, sendiherra Norska blaðið “Vart Folk”, birti nýlega viðtal við Gísla Sveinsson, sendiherra Islands í Osló, ásamt nokkrum myndum úr híbýlum sendiherra og af fjölskyldu hans. Segir þar nokkuð frá hinni eðlilegu ósk Norðmanna og ís- lendinga, að stofnsett yrði sendi- | herraembætti íslendinga í Oslo, enda hafi ekkert frjálst samband verið milli þessara tveggja VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vórri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA Vs&scceccooo

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.