Heimskringla - 17.03.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 17.03.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 17. MARZ 1948 NÝJAR LEIÐIR “Góðan daginn”, svaraði Jim Nabours og gekk fram. “Okkur þykir mjög vænt um að sjá þig, ofursti. Jæja, við erum ekkert að gera nú sem stendur. 1 gær rákum við þrjátíu og sex hundruð gripi á leið til Abilene, það var áður en við hittum hinn rauða vin þinn þarna. Við vorum bara að fara hér um á leið okkar.” “Nú, þessi-gamli þjófur var líka að því. Eg var á slóð hans. 1 gærkvöldi sá eg nokkrar nýjar húðir af nautgripum, ásamt vísunda húð- um, í herbúðum hans. Eg fékk grun og fór að leita eftir ykkur. Þeir hafa sjálfsagt eyðilagt hjörðina ykkar. Nú, eg kom með Guluhendi með mér, svo að hann gæti orðið til einhvers gagns.” “Hvaðan komið þið?” bætti hann við. “Vit- ið þið ekki, að þið gátuð ekkert heimskulegra gert, en að fara með rekstur gegn um Indíána- landið?” “Við vitum það nú, ofursti,” sagði Jim Na- bours auðmjúkur. “Við komum frá Caldwell sýslunni í Texas, fimm hundruð mílur í suður héðan.” “Þið hafið ekki verzlað neitt við Indíánana á neinn hátt?” “Nei, við viljum ekkert með þá hafa að gera.” “Hafið þið brennivín með ykkur?” “Hamingjan góða, nei!” svaraði Nabours með miklum fjálgleika. “Eg vildi bara að við hefðum það.” “Hm”, sagði ofurstinn og leit í eldinn. “Haf- ið þið nokkuð kaffi eftir?” “Svolítið, seztu niður,” sagði formaðurinn blátt áfram. “Hinn gamli ofursti tók boðinu og hag- ræddi sér vel með kaffibolla í hendinni. Hami sá hversu fátæklegur útbúningur hjarðsvein- anna var. Hann sá hinar stóru kerrur, sem voru byrgðar. Hann sá líka að tjaldskarir annarar kerrunnar opnuðust og einhver — hann hélt fyrst að það væri drengur — fór að klifra niður eftir vagnstönginni frá hinu háa sæti. “Hallo, hvað er þetta?” spurði Sandy Gris- wold skyndilega. “Þetta er ekki drengur! — Þetta erstúlka!” “Auðvitað,” svaraði Jim Nabours. “Hún á hjörðina. Hún fer með okkur alla leið til Abi- lene.” Þegar hér var komið nálgaðist Taisía Lock- hart mennina. Hún var klædd í einu fötin, sem hún átti, bláa skyrtu og rúðóttar buxur, stígvél og barðabreiðan hatt. Herforinginn reis á fæt- ur með hattinn í hendinni. Jim Nabours kynti þau eins og bezt hann gat. Hermaðurinn starði á þessa beinvöxnu opinberun. Hann sá hið þykka hár hennar bundið upp í hnút og æsku- þokkann, sem prýddi hana. Hún var sannar- lega fegursta dæmi um kvenlegan yndisleika, sem hægt var að sjá í nokkru landi. Hún var , með þessum félagsskap en ekki ein af honum. Það sem hún sagði fyrst, styrkti þá sannfæringu hans. “En hversvegna ertu hér?” spurði hann forviða. “Þú heyrir ekki hér til. Þetta eru karl- mannastörf. Vissir þú ekki hættuna, sem þú lagðir út á?” “Ekkert okkar vissi neift um hana,” svar- aði Taisía Lockhart. “Við erum nú rétt að skilja hana.” “Gerðu svo vel og seztu hjá mér, ungfrú mín.” Með hattinn í hendinni bjó hann henni sæti við hlið sér. “Hver þessara manna sagðir þú að væri maðurinn þinn?” Taisía varð blóðrjóð. Formaðurinn svaraði fyrir hana. “Hún giftir sig ekki fyr en hún kemur til Abilene,” sagði Jim svo allir heyrðu. “En það er bara henni að kenna.” Griswold hló glaðlega. “Það veit Juppiter!” sagði hann, “að hræði- legt er að vera gamall og giftur og haltur — giftur áður en þú varst eins dags gömul, góða mín. Ef eg væri það ekki, vinn eg eið að því, að eg giftist þér, áður en þú værir einum degi eldri. Hvað gengur að þessum ungu mönnum?” Hin hvössu, bláu augu hans, undir loðnu brúnunum, lituðust um meðal mannanna, en fundu engan, sem hæfði. Augu hans dvöldu um stund við háan mann, er stóð þar fjarri öðrum. “Jæja,” sagði hann og starði á stúlkuna, sem hann hafði unun af að horfa á. Hún var svo ung og fögur, “segðu mér nú frá þessu öllu saman, þú heyrir ekki hér til, en auðvitað verð eg að hjálpa ykkur. Þú þarft ekkert að vera áhyggjufull út af þessu. Hefði eg ekki komið mundi Gulahendi hafa náð yfirtökunum. En nú sem stendur höfum við það. Ásamt mönnum mínum förum við öll að gamla áningastaðnum ykkar. Þar smölum við gripunum að, og sjáum hvað Comancharnir og vísundamir hafa leyft af hjörðinni. Þetta var heimskulegt af ykkur, góða mín, en við skulum nú sjá hvað hægt er að gera.” “Hvemig getum við borgað þér þetta?” spurði Taisía og horfði á hann með sínum und- urfögru augum. “Þú hefir meira en borgað mér þetta, kæra stúlka mín,” sagði gamli hermaðurinn. “Sagð- ist þú ekki heita Lockhart? Hvað hét hann fað- ir þihn?” “Hann hét Burleson Lockhart. Hann var ofursti í níunda sjálfboðadeildinni. Hann kom frá Alabama. Faðir minn var mótfallinn því, að suðurríkin segðu sig úr sambandinu, þótt hann 'berðist með í Texas-liðinu.” “Eg þekti hann! Liðsveitir okkar börðust í Tennessee.” Rödd hans lækkaði. “En sögðu ekki mennimir mér, að þú værir foreldralaus. Kom ekki faðir þinn heim úr stríðinu?” Taisía fyltist harmi við þessa spurningu, og byrgði andlitið í höndum sér. “Faðir hennar var drepinn af óaldarlýð við Missouri-landamærin,” svaraði Nabours. “Hann reyndi að reka hjörð norður.Jankíamir í Austen hafa rænt þessa stúlku öllu, sem hún átti. Við ætluðum að reka þessa hjörð til Abilene til að sjá hvort við gætum ekki rétt við hag hennar.” Sandy Griswold sat þögull um hríð. Loks mælti hann við stúlkuna, sem hjá honum sat: “Jæja, við skulum nú sjá hvað við getum gert . Þú ættir ekki að véra hérna, en eg væri lélegur hermaður, ef eg hjálpaði þér ekki nú.” Fyrir tilhögun forsjónarinnar höfðu hjarð- mennirnir fengið hugrekki og vöm, sem þá hafði svo tilfinnanlega skort fáum stundum áður. Griswold ofursti beið ekki að hefjast handa. Á hálfri stund höfðu þau búist til brottferðar, og lagði nú allur hópurinn af stað þar sem þau höfðu verið daginn áður. Ofurstinn reið við hliðina á kerru Taisíu. Hin hvössu augu hins illúðlega Indíánahöfðingja sáu nú hvað hafði veið falið í kerrunni. Það var auðsæilega ein- hverskonar samkomulag á milli riddaraliðsfor- ingjans og hinna gmnnu barbara, grundvallað á ótta þeirra við byssur hermannanna. “Eg ætla að láta allan óþjóðarlýðinn vinna fyrir okkur,” sagði Griswold og kallaði á túlk- inn sinn. Hjarðsveinarnir urðu þess brátt varir að þeim hafði bætst liðskostur. Tuttugu ungir, hlægjandi Indíánar — allir vopnlausir — höfðu gefið sig fram bara vegna gleðinnar, sem því fylgdi að smala hjörðinni og hestunum. — Þetta var einkennilegur flokkur. Helmingur- inn alvarlegur og illúðlegur, hinn æpandi og hlægjandi, fylgdi slóðunum, sem greinilega sá- ust á grasi og sverði. Eins og allir vita em stygðir vísundar hið versta, sem hægt er að fá innan í nautahjörð. En hamingjan var samt ekki með öllu fráhverf. Það sást strax að vísundamir höfðu haldið sig í kring um lítinn skóg, 0g höfðu hlaupið á móti vindinum — gagnstætt venjum allra jórtur- dýra. Tömdu gripirnir höfðu troðið sér inn í kjarrið og safnast saman á börmum lítilla, skógi- vaxinna gilja; vindurinn hafði minni þýðingu fyrir þá. Þannig skildust nautin, sum af þeim, frá vísundunum. Eftir að hafa riðið þrjár mílur fóm mennirnir að finna gipi hópum saman inn á milli ásanna. “Húrra!” æpti Jim Nabours er hann hafði riðið í tvo fcíma. “Eg þori að veðja, að þarna er Alamo gamli! Sé hann þarna em fleiri með honum!” Það var satt. Magurt, gult höfuð, krýnt breiðum hornum, starði á móti þeim yfir kjarr- ið. Alamo gamli, hinn sjálfkjörni leiðtogi hjarð- arinnar, hafði komist að þeirri niðurstöðu, að harm hefði hlaupið nógu langt. Já, hann var meira að segja reiðubúinn að verja þá skoðun sína. En þegar mennimir fóru fram hjá með nautaflokkana lét hann undan. Ekki var hægt að finna betri reiðmenn, en Comanchana, og þeir vom líka góðir að finna nautin. Þessi smölun var ekki nema leikur fyrir þá. Villimennirnir hjálpuðu formanninum til að finna hvern hópinn eftir annan og eins hesta. Nabours sendi alt sem fanst heim að áninga- staðnum. Mest gaman þótti Indíánunum að því að safna hestunum. Alt af komu smalarnir með fleiri naut og hesta, svo að Nabours fór að ger- ast ánægður. Þeir höfðu leitað á fimtán mílna svæði. Þessa nótt og næsta dag var Griswold ásamt Sólbakka fólkinu eitthvað tvær mílur frá Indí- ánaherbúðunum. En hermennimir voru á ferð- inni nótt og dag til að halda rauðskinnunum í skefjum. Alt var friðsamlegt. Hinir hugrökku Comanchar héldu veizlu, og hlógu og skemtu sér eins og börn. Þegar Nabours sagði Griswold, að hann væri viljugur til að hætta smöluninni, fundu þeir að hjörðin var þrjú þúsund níutíu og sex gripir og sextíu góðir reiðhestar. “Gripina sem eftir em læt eg eftir til að þeir aukist hér í Indíánalandinu. Comanchamir munu sjá um hestana eftir að við emm famir. Eg vil helst komast af stað á morgun. Við höf- um varla annað en kjöt að éta og megum ekki eyða meiri tíma.” “Gott er það,’ ’sagði Griswold. “Við fömm saman héðan á morgun. Vistavagnarnir nþnir eru norður héðan og eg get skift við þig á mjöli, fleski og þurkuðum eplum og fengið í staðinn kjöt. Eg er Orðinn þreyttur á vísundakjöti. Eg fylgi ykkur að minsta kosti til Washita fljóts- ins.” “Eg hef Guluhendi með mér,” bætti hann við. “Allir Comanchamir hafa nú nægilegt kjöt, og munu hafa hægt um sig þangað til eg kem aftur. Eg hefi sagt þeim, að finni þeir- upp á nokkrum brekum, skjóti eg Guluhendi fyrir framan tjöldin þeirra.” “Sendu þennan mann til tjaldsins míns,” sagði harpi við Nabours og benti á McMasters, sem hann hafði veitt eftirtekt. “Mig langar til að tala við hann, nú þegar eg veit hver hann er. Ef hann er sýlumaður frá Texas og höfuðsmað- ur í lögregluliðinu, verðum við að tala dálítið saman um Comanchana. Hinir tveir menn sátu saman fyrir framan eldinn, hjá tjalddyrum Griswolds, þangað tii langt var liðið á nótt. Er þeir skildu, kvaddi hermaðurinn unga manninn með þéttu hand- taki. Enginn nema þeir tveir menn vissu um hvað þeir höfðu rætt á þessum fundi. Næsta morgun í dagrenning, sást á ný hið breiða haf langra horna líða yfir daggvott engið. 29. Kapítuli. Heldur smærri, en viðstöðulaust, hélt hin mikla hjörð norður inn í hinn víðáttumikla ó- kannaða heim. Hinir grænu hagar og litlu skóg- . arbeltin á víð og dreif, var gósenland hjarð- mönnunum, þarna var alt í eyði. Hirtir þutu upp úr hverri lægð og í hverju gili voru hópar viltra kalkúna. Sléttuhænur voru alstaðar. — Stórir, háfættir vaðfuglar þöktu loftið og görg- uðu hátt. Litlir, grænir páfuglar sáust í trjá- lundunum, og lævirkinn söng sinn hrífandi söng í skógi og á engi. Alt iðaði af lífi í þessari ótömdu paradís. Jurtaríkið var þarna auðugt, auðugra en stjórnina okkar dreymdi um, er hún veitti rauð- skinnunum þetta auðuga land í fáfræði sinni, og sveik það svo síðar eins og alla sína friðar santm- inga við þá. Ávextirnir voru að koma í ljós á trjánum, en voru ennþá óþroskaðir; viltar drúí- ur og plómur uxu alstaðar, og ótúleg kynstur af viltum vínberjum, sem eigi voru hærra en fet frá jörðu, virtust drúfurnar ætla að verða stórar. 1 hinum skógivöxnu dölum var alt þakið með álmtrjám og ösp, svartri valhnotu, aski og döðluplommum, sem ennþá voru ekki hálf- þroskaðar, en sýndu hver uppskeran mundi verða. Þarna reikuðu um birnir og hirtir. Allar skepnur höfðu þarna nægilegt fóður. Stundum 'sáust dröfnóttir villikettir, og stundumvþljóp gaupan eins og skuggi frá einum skógarlundin- um til hins. Þetta var ríkt land. Hvíti maður- inn var ennþá ókominn. Þarna fanst ekkert ill- gresi og engar býflugur. ' Einstaka vísundaflokkar sáust í fjarlægð; fjöldi villihesta hlupu í hópum yfir slétturnar. Þetta var hið opna land og hið frjálsa land vest- ursins. Mennirnir, sem þarna ferðuðust voru alveg eins fífldjarfir og Columbus, Cabot, eða Leifur hepni og hásetar Magellans. Á fimtíu ár- um sendi stjórnin fjóra herleiðangra þangað þarna til að finna upptök Rauðárfljótsins, sem var Rubicon hennar. Þessir menn voru ungir í þessari æskuveröld og ferðuðust um hana syngj- andi af gleði. » Griswold ofursti skifti á hnakknum og hinu ruggandi sæti í kerrunni, en þar skipaði Na- bours Taisíu að halda sér. 1 óbygðum kynnast menn fljótt. “Góða mín,” sagði hermaðurinn dag einn við stúlkuna, er þau sátu saman í kerrunni. “Ekki gæti eg óskað mér neins betra en að fá að aka svona með þér í vagninum þínum. Þú ert alt annað en óþægileg álitum, og eftir tvo mánuði verður þú auðug. Abilene er enginn draumur, þótt bærinn sé ekki nema vísir að því, sem verða mun. Nú er verið að leggja tvær járnbrautir vestu yfir sléttumar. Abilene verð- ur mikill nautgripamarkaður, og þú verður fyrst til að komast þangað. Rík? Ætlar þú að ná þér í mann. Þér væri það auðvelt, eins og þú veist.” “Eg hugsa að eg kaupi mér einhver föt fyrst,” svaraði Taisía brosandi. “Það er að segja, ef nokkur kvenmanns föt fást í Abilene.” “Aha! Svona er kvenfólkinu farið. Segðu mér eitt. Hvar er hái, ungi maðurinn. Þú veist við hvern eg á? Veistu hvar hann er?” “Eg hugsa að hann sé á eftir hjörðinni í dag. Hann er í raun og veru ekki vinnumaður héma — núna.” “Þú veist ekki mikið, góða mín. Viltu láta svo hraustan og hugrakkan mann ríða á eftir hjörðinni?” “Ó, hvað um það. Allir menn mínir em svo hraustir og góðir.” En hann hélt áfram, án þess að hlífa henni. Aukið framleiðsluna og þá kemur hagnaðurinn Hátt verð trygt fyrir haustegg Kaupið gnátt hænuunga, sem eru af góðu varpkyni VISSAST ER AÐ PANTA PIONEER "BRED FOR PRODUCTION" C H I C K S 4-star super Quality Canada Approvéd R.O.P. Sired 100 50 25 100 50 25 14.25 7.60 4.05 W. Leg. 15.75 8.35 4.40 29.00 15.00 7.75 W. L. Pull. 32.00 16.50 8.75 15.25 8.10 4.30 B. Rocks 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 B. R. Pull. 30.00 15.50 8.00 15.25 8.10 4.30 N. Hamp. 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 N. H. Pull. 30.00 15.50 8.00 8.00 4.50 2.50 Hvy. Ckls. 17.50 9.25 4.85 Lt. Sussex 31.00 16.00 8.25 Lt. S. Piull. Pullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed Smáborgun tryggir yður aígreiðslu hœnuunga, ef þér œskið PIONEER HATCHERY 416H CORYDON AVE. — WINNIPEG “Já, sennilega veistu, að mennimir þínir, ríða hestunum hans — að þú sjálf étur brauðið hans? Vissir þú, að hann gerði þér auðið að fara þessa ferð — að fyrir hans tilkvæmd verð- ur þú auðug? Nei, þetta vissir þú ekki, en samt er það satt.” “Æ, hvað ertu að segja!” hrópaði Taisía óttafull. “Ekki vissi eg þetta. Auðvitað vissi eg þetta ekki! Eg hefði aldrei farið fet! Æ, þetta er hræðilegt!” “Já, góða mín. Stundum fara líka stúlk- urnar hræðilega með piltana. Nú þegar það er um seinan, væri það alveg eftir stúlku skapi, að þú færir að elska hann. Þú hefðir átt að treysta honum frá upphafi vega. Þú getur ekki leikið með slíkan mann. Hann er eins og ískalt stál.” “Hann gerði ekki — hann vildi ekki — heldur þú ekki — hugsar þú. — Ó, hvað get eg gert? Eg hefi verið ranglát. Já, eg veitþað nú.” “Jæja, eg mundi nú ekki steypa mér niður úr þessari kerru þessa stundina,” sagði Gris- wold ofursti rólega'. “Nei, eg get ekki haldið áfram á þennan hátt. Hvað á eg að gera? Rík? Nei, eg er fátæk! Og eg get ekki leitað til nokkurs manns í öllum heiminum.” “Jú, það getur þú, góða mín! Líttu nú á! Eg, Sandy Griswold,, ætla að bjarga þessari nauðstöddu ungfrú! En það er ætíð bezt að finna sannleikann í upphafi vega, og það hefi eg gert. Þú hefðir aldrei fengið að vita þetta, ef eg hefði ekki sagt þér frá þessu. Þessi ungi mað- ur, hefði miklu heldur skorið sig á háls, en segja þér frá þessu, sem eg hefi nú sagt þér. Hann vissi ekki, að eg mundi gera það. En mér fanst það ekki nema rétt.” ‘En eg get ekki haldið áfram á þennan hátt!” “Það verður þú nú að gera, góða mín. Þú getur ekki annað. Þegar maður þessi segir, að eitthvað sé svona, þá er það svoná hvað hann snertir. 1 honum búa.öfl, sem búa í brjósti ills manns. En enginn er svo vondur, að ekki búi í honum margt gott, Maður eins og hann skiftir elcki skapi. Hann hugsar eitt skifti fyrir öll og framkvæmir eitt skifti fyrir öll, og lætur því vera lokið, og þá er því lokið. Ekki get eg hjálp- að þér hvað hann snertir. En þú hefir eyðilagt sameiningu tveggja ágætis manneskja.” “Fallegar eru nú framtíðarhorfurnar, sem þú sýnir mér. En hvað þú ert huggunarríkur!” sagði Taisía gremjulega. “Það verður örðugt fyrir stúlku eins og þig að lifa ógift, en það er hræðilegt að telja manni trú um, að þú ætlir að giftast honum, þegar þú ætlar það ekki. Verst er það samt þegar mann langar til að giftast og getur það ekki vegna þess, að hartn lætur móðgun, sem honum hefir verið gerð, sitja í fyrirrúmi. Það er heppilegt að þú ert ekki karlmaður.” “En það er ennþá óheppilegra að eg skuli vera kona. Eg held að eg kafni er eg hugsa til að éta brauðið frá honum!” “Ónei, ekki gerir þú það. Þetta eru öfgar eins og á leiksviði. En falli þér ekki mjölið hans, þá getur þú borðað brauð frá mér. Nei, þú skalt á engu láta bera, og ekkert segja fyr en þú kemur til Abilene. Eg kanske hitti þig, eða sendi þér orð þangað norður. Til þess er herinn; við vorum til þess settir að hjálpa nauðstöddum ungfrúm. Að þú ert það, skil eg mjög vel. Þú verður það samt ekki meðan við höfum mjöl- poka og nokkurn múlasna til að draga sjúkra- vagna -— jæja, við sjáum hvað setur.” 1 verbúðunum nóttina áður en þau komu til Washita fljótsins, hefði Taisía Lockhart átt að þykjast hólpin. Tvær riddaraliðsherdeildir og allir menn hennar voru þarna alt umhverfis kerruna hennar. En hún gat ekki sofið. Strax eftir að myrkrið datt á, reis McMast- ers íiljóðlega á fætur og náði sér í ólúinn hest án þess að spyrja neinn um leyfi, og án þess að segja neinum frá hvert hann ætlaði. Hann hvarf inn í myrkrið og reið að vaðinu á fljótinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.