Heimskringla - 31.03.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.03.1948, Blaðsíða 1
****-*****^-r*^+****~r****+-** \ ; We recommend for ; your cpproval our "BUTTER-NUT , LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. ; Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr ittðta. We recommend loi your approTal our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 31. MARZ 1948 NÚMER 27. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Von á Elinborg Lárusdóttur skáldkonu vestur Frá Elinborgu Lárusdótt- ur, íslenzku skáldkonunni góðkunnu, hefir Ólafi Pét- urssyni borist bréf nýlega, með þeirri góðu frétt, að hún sé nvikið að hugsa um að ferðast vestur og geri sér vonir um að verða komin til Winnipeg um miojan apríl mánuð. Talar hún um að dvelja hér um sex rikna tíma, ef af þessu verði, sem vonandi er ekki að efa, og ef til vill, að bregða sér vestur á Kyrrahafsströnd. Elinborg á hér f jölda vina, er hinar ágætu skáldsögur hennar hafa aflað henni, auk náins frændfólks, sem Ólafs Pét- ursson og fleiri. Ásaka Svíþjóð Svo er sagt að "Red Star", hermálgagn SovétSambandsins, áfelli Svíþjóð, og sömuleiðis hin Skandinava-löndin, og beri á þau, að þau hafi boðið Banda- ríkjunum flugstöðvar hjá sér, ef svo færi að byrjað yrði á nýju stríði. Sagði blaðið að leyni- samningar milli Svíþjóðar og Brezk-Ameríska Sambandsins um flugskipalægi hefðu komið til greina. Sömuleiðis, að Svíar væru að efla flughernað sinn rneð hervélum frá Bandaríkjun- um og Bretlandi. B j örgunar-f lugf erðalag á Norðurslóðum Síðastl. sunnudag, (páskadag- inn), lenti R. C. A. F. Dakota flutnings loftfar á Stevenson flugvellinum hér í Winnipeg. Var flugfar þetta að koma úr 6 daga leiðangri, björgunarferð, norðan úr óbygðum og Ishafs- löndum Canada. Varð fregnum komið fyrir nokkru síðan hing- að frá Artic Bay, að Mrs. Sam Dodds, kona yfirmanns veður- stöðvanna þar væri hættulega veik, og þyrfti nauðsynlega læknishjálpar. Var það þá, að flugfar þetta var sent norður til þess að flytja konu þessa hingað inn til lækn- inga, og flutti hinn ágæti flug- stjóri þessa loftfars, Bob Race. ekki aðeins konu þessa hingað, eftir kaldsamt og erfitt ferða- lag, heldur og veikan Eskimóa frá Artic Bay, og tveggja daga gamalt ungbarn frá Churchill. Varð öllu þessu fólki komið farssællega á sjúkrahús hér í borginni, og líðan þess talin saemileg. Er þetta eigi hin fyrsta svaðilför þessa loftfars, og flug- stjóra þess, til Ishafslandanna, því snemma þessa vetrar fór það hina mestu glæfraför til Moffat Inlet, til þess að leitast við að bjarga lífi Canon John Turner, og flutti hann og fjölskyldu hans hingað inn, þótt Turner andað- ist hér littlu síðar. Hefir flugstjóri og áhöfn þessa loftfars þótt sýna framúr- skarandi dugnað og fórnfýsi á þessum 2,000 mílna ferðum norður í Ishafs-óbygðir, um há- vetur. Þverrandi álit Trygve Lie, aðal-ritari og yfir maður Sameinuðu þjóðanna, á- feldi nýlega Stórveldin fimm, fyrir það þverrandi álit og tiraust er hann kvað sýnilegt að um- heimurinn hefði á Sam. þjóðun- um, nú á þessum síðustu og verstu tímum. Kvað Mr. Lie sl'íkum alheims-; vandamálum hafa verið hlaðið; á þessa stofnun undanfarið, að tæplega væri hægt að ætlastj sanngjarnlega til, að hún leiddi þau öll farsællega til lykta. Eigi kvaðst hann vera að reyna að draga úr því, að stofn- unin hefði mist mikla tiltrú upp á síðkastið, sérstaklega öryggis- ráðið. En Mr. Lie kvað hvofki rétt eða sanngjarnt að dæma, eða fást um tiltrú eða álit Sam þjóð. Það sem í raun og veru væri í hættu, og alt bygðist á, væri á- lit og aðgerðir Stórveldanna fimm, því á samvinnu og fram- kvæmdum þeirfa væru Sam., þjóð, eða gerðir þeirra, grund- vallaðar. Þau, (stórveldin) ættu og bæru skylda til, að ráða fram : úr mörgum erfiðustu vanda- málunum á undan Sameinuðu þjóðunum. Virðist það vera gömul saga. sem ávalt endurtekur sig, að þegar í óefni og öngþveiti er komið, þá reynir hver einstakl- ingur og mannfélagsstofnun að smeygja vandanum af sér yfir á einhverja aðra. Frá Irlandi John A Costelli, forsætisráð- herra, og formaður hinnar 6. vikna gömlu flokkasjtórnar lr-j lands, (Eire), sagði nýlega, að það væri föst sannfæring sín, að stjórnarvöld Bandaníkjanna og Samveldislanda Breta, — sér- staklega Canada — gætu átt þýðingarmikinn þátt í að ráða fram úr helztu vandamáli Eire, sem sé skiftingu Irlands. Cost- Eftirlit og meðferð kjarnorkunnar Samkvæmt því sem John Foster Dulles hélt fram í iræðu, ^r hann hélt nýlega í "Canadian Club" í Toronto, verður 1948 ef til vill síðasta árið, sem nokkurt einstakt land, eða nokkur sér- stök þjóð fær að hafa einkarétt til þekkingar á notkun kjarn- °rkunnar. Mr. Dulles, sem er einn af lulltrúum Bandaríkjanna á ráð- £tefnum Sam. þjóðanna, lagði Pað til, að kjarnorkan í allri ó- kominni tíð yrði háð alþjóðalög- um og eftirliti, og ætti s'líkt að Vera vel gerlegt, þar sem sú viíð- tekna skoðun, og almennur vilji rikti heimsendanna á milli, að Sera ætti þessa hættulegu upp- 'Vndingu algerlega útlæga, hvað það snertir, að nota hana til al- heims eyðileggingar. Meðal þess annars er Mr. Dulles lagði til í sambandi við þetta mál, vair það að Canada tæki öflugri og virkari þátt í sjálfsverndunar, og sameigin- legu landvarna-sambandi Amer- íku, þar sem kunnugra væri en írá þyrfti að segja, að þetta land, sökum legu ginnar, væri í hinni allra þýðingarmestu afstöðu, hvort heldur kæmi til stríðs eða friðar. Þetta kvað hann ekki þurfa að þýða neinn skilnað eða úrsögn úr ríkjasambandinu við Breta, þótt hin vestlægu lönd bindust öflugri samtökum í framtíðinni. ello neitaði að ræða um það, á hvern hátt beinlínis, að hann héldi að stjórnir Bandaríkjanna og Canada gætu veitt aðstoð í máli þessu, en benti á, að vin- samlegar tillögur og röksemdir myndu verða gott hjálparmeðal. Telja Stórveldafund nauðsynlegan Sextán þingmenn verkmála- stjórnarinnar í London, sendu á- skorun til neðrideildar þingsins! þess efnis að þingið stuðli að því, I að hinir þrír stórveldafulltrúar,í Truman forseti, Attlee, forsætis-j ráðherra og Stalin haldi fund' með sér sem fyrst, sökum hinn- ar hættulegu stjórnmálalegu af- stöðu margra landa í Evrópu. Verkamálastjórnar þingmenn- irnir kváðu nýleg ummæli Jan Smuts, forsætisráðherra Suður- Afríku, að nýja tilraun ætti að gera til þess að einhver gagn- kvæmur skilningur komist á, milli Sovét^Sambandsins og hinna stórveldanna, orð í tíma töluð. Skora á Eisenhower Frá New York heyrist að Franklin D. Roosevelt, Jr., og, eldri bróðir hans Elliot, hafi ný- lega heimsótt Dwight D. Eisen- hower, yfirhershöfðingja, og lagt að honum að gefa kost á sér til útnefningar í forsetaembætti. (Democratic) við næstu kosn- ingar Er haft eftir sonum hins látna forseta, að framboð Eisenhow- ers myndi sameina íhalds og frjálslyndu öflin í Bandaríkjun- um. Endurreisnar fyrirætlanir Stjórnarráðuneytið í Bagh- dad, Iraq, hefir komið á fót sér- stökum hagfræðislegum umbót- um, er eiga að miða að því að bæta og fullkomna efnahag þjóðarinnar og afkomu, og koma í veg fyrir okurverzlun, (black markets) og smyglun. Þessar umbóta-fyrirætlanir hafa verið skipulagðar af þing- nefnd, er leggur til, að innflutn- ingur varnings sé takmarkaður svo, að aðeins nauðsynjavörur, svo sem byggingarefni, akur- yrkju og iðnaðarvélar og vefn- aðarvörur séu fluttar inn í land- ið. Danir daufir átekta Raddir hins pólitíska um- heims, spá því, að Danmörk muni hafna opinberlega þeirri uppástungu eða tillögu fulltrúa- nefndar Gyðinga, að danskt her- lið, sem nú er á Þýzkalandi, verði sent til Palestínu sem heæ- setulið, varðlið, um borgina Jerúsalem. Þar sem jafnvel Stórveldin geta ekki komið sér saman um að gera neitt endanlegt út um Pal- estínu, er ólíklegt að Danmörk vilji blanda sér inn í þau mál. Hvar verður barist^ Þegar Truman forseti bað þingið að flýta samþykt "Marsh- a'lls áætlunarinnar og frum- varpsins um eflingu herliðs, fóru öldungar þingsins fram á, að forsetinn segði þeim heimug- lega, hvar hann héldi að stríð brytist út. Hvert svarið hefir verið vita menn ekki enn þá. En af tali þeirra í Washington, sem mál- inu eru kunnugir, segir fregn- ritari einn, að það sem latt hafi Bandaríkin við skiftingu Palest- ínu, hafi ekki sízt verið það, að óráðlegt hafði þótt, að senda þangað mikið af her, sem meiri þörf gæti verið fyrir í Evrópu. Á línunni sem skilur Austrið og Vestrið, kvað þunn skipað af her Sam. þjóðanna, ef Rússar sæktu þar fram. Einna lakast þykir þó útlitið með Finnland. Þaðan er sóknin á Noreg og Sví- þjóð talin hættulegust og leiðin í vestur átt, til íslands og Græn- lands, sem forvígi Vesturálf- unnar hafa verið kölluð. Að öðru leyti eru æsingar miklar nú í Berlín og víðsjár á landamær- unum milli austur og vestur þjóðanna, og ná þær alla leið suður á Italíu og Grikkland. Hvatning til Canada Hveiti framleiðendur, er þarfnast útsæðishveitis frá korn- hlöðunum, (country elevators) voru nýlega ámintir af hinni canadisku hveitinefnd að lúka hveitikaupum sínum hið allra bráðasta sökum þess, að mikil eftirspurn væri eftir hveiti til útflutnings. • í hveitinefndarskýrslu var sagt, að mjög framt væri lagt á, að færa alt það hveiti sem hægt væri úr sveita kornhlöðunum, til þess að sem mest af því væri reiðubúið til útflutnings, þegar þörf krefur. Bænagerðir og blóðsúthellingar ÚR ÖLLUM ÁTTUM Sönnunargögn voru s. 1. viku færð fyrir því í Bandaríkja þing- inu, að heilir skipsfarmar af ýmsum hernaðarvörum, aðallega vélar úr gömlum flugförum, væru sendar frá New York til Rússlands. Vakti það bæði ,at- hygli og gremju almennings að annað eins ætti sér stað. Var í vikulokin búist við að útflutn- ingur af þessu tæi, yrði tafar- laust bannaður. * John L. Sullivan, ritari Banda- ríkja flotans, sagði Efrideild þingsins frá því s. 1. föstudag, að við austurströndina hefðu sézt kafbátar af þeirri gerð, er ekki væri til í fórum neinnar þjóðar vestan járntjaldsins í Evrópu. Hann nefndi ekkert land, sem ekki þurfti með, því austan járn- tjaldsins hefir engin þjóð kaf- báta, nema Rússar. Þeir komust yfir 10 af þeim að stríði loknu frá Þjóðverjum og voru 4 af þeim af nýjustu gerð. Ritarinn sem var að mæla með meiri fjárveitingu til hers- ins, minti á að kafbáta svalk Þjóðverja 1917 og 1941, við strendur AmeríkiJ, hefði verið byrjun að árásum þeirra á Vest- urheim. * Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á það með 9 atkvæð- um gegn tveimur, að hefja rann- sókn á framferði Rússa í Tékkó- slóvakáu. Lagði fulltrúinnn frá Chile til að þetta væri gert og að nefnd væri kosin af Sameinuðu þjóðunum í rannsóknar skyni til Tékkóslóvakíu. Prag-stjórn- in mótmælti þessu harðlega og segir þetta sé- innanlandsmái Tékkóslóvakíu, sem Sameinuðu þjóðunum komi ekki við. Rússar eru sagnafáir, en segja þetta sönnun um landaásælni vest- lægu þjóðanna. En Sameinuðu þjóðirnar telja það verkefni sitt að finna hið sanna út um þetta; þarna hafi smáþjóð verið beitt þeim yfirgangi að svívirðing væri, ef Sameinuðu þjóðirnar létu sig það ekki skifta. 1 Jerúsalem, hinni helgu borg, vöggu Kristninnar, staðnum, þar sem trúin, sem kend er við Krist, á sínar fyrstu og dýpstu rætur, kraup kristið fólk síðast- liðinn fimtudag — hið heilaga skírdagskveld, og beindi bæn- um sínum til Guðs, meðan skot- hriðin dundi alt í kringum það. — hinn blóðugi bardagi milli Araba og Gyðinga. Kristinn lýð- ur kraup í bænagerð til minn- ingar um hina síðustu kveld- máltíð Krists, svikin við hann, og handtöku hans. Meðan lýð- urinn kraup við bænagerðina var skothríðinni beint frá Araba þorpi uppi í hárri fjallshlíð, þar sem samkyæmt sögnum biblí- unnar, er sá staður þar sem Júd- as Iskaríot hengdi sig. Brezka herliðið hélt enn þá öflugri vörð um aðal-þjóðveg- ina, til þess að reyna að sjá um að eðlileg umferð og nauðsyn- legir flutningar gætu farið fram, og til þess að reyna að varna því, að Arabar og Gyðingar réðust á ferðatæki og lestir. Hin sífelda skothríð, sem heyrst hefir á þeim slóðum ná- lægt alla tíð síðan Arabar og Gyðingar byrjuðu að berjast út af skiftingu Palestínu, heyrðist þó ekki á föstudaginn langa, en taugaspenningur og óróleiki lá i loftinu, og ríkti allstaðar. Píla- grímar, sem svo þúsundum skifti hafa komið til hinnar helgu borgar á þessum degi á undanförnum árum, komu ekki að þessu sinni, en þyrpingair kristins fólks söfnuðust saman, og gengu hina árlegu sorgar- göngu, hina þyrnum stráðu leið Krists til Hausaskeljastaðarins. Hófst gangan við þann stað, er í biblíunni segir að Pontíus Pílat- us hafi afhent Krist skrílnum, og síðan þvegið hendur sínar, — sem merki þess, að hann hefði hreinsað sig af þessu máli. Um 1,000 hermenn, heiðurs- vörður, að mestu leyti kristnir Arabar, fylgdu þyrpingunni eftir, og stóðu vörð á öllum þeim stöðum sem numið var staðar til bænagerðar á Krossgöngunni en byssunum var miðað frá skot vígismúrum hinnar gömlu borg- ar, reiðubúnum til að hefja skot- hríðina á ný, samstundis og helgi þessa dags væri lokið. — Major Michael Comay, formað- ur fulltrúanefndar Gyðinga, sagði nýlega, að það væri alger- lega á ábyrgð alþjóðaráðsins, hver örlög biðu hinnar helgu borgar, Jerúsalem. "Ef Sam., þjóðirnar, og þær stjórnir og ríki, sem að þeim standa, smeygja sér undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir, þá verða þær sakaðar um þær afleiðingar sem af því hljótast", bætti hann við. Á þingi Breta tilkynnti Attlee forsætisráðherra s. 1. viku, að í ráði væri, að banna, að kommún- istar væru í þjónustu í nokkrum ábyrgðarstöðum, er mál hefðu með höndum, sem öðrum þjóð- um gæti hernaðarlega að gagni komið að vita um. — Kvað Attlee það er fram hefði far- ið í Canada, sönnun fyrir þörfinni á þessu. Með því að stjaka þeim frá þessari þjón- ustu, væri að minsta kosti hægt að komast hjá því, að saklausir menn yrðu fyrir ákærum. Att- iee kvað enga ofsókn á ferðinni með þessu. Það yrði hverjjum og einum gefið tækifæri á að verja sig persónulega; þetta væri ekki hreingerning, heldur aðeins til góðra vara gert. HITT OG ÞETTA Eitt dagblaðanna í Win- nipeg flutti þá frétt fyrir helgina, að maður að nafni Ólafur Pétursson, væri ný- kominn til New York frá Reykjavík og rœri ráðinn þar í þjónustu hjá Ringling Bros. and Barnum and B'ail- ey Circus. Ólafur er risi að vexti, 8 fet og 4 þuml. á hæð og er það eflaust ástæð- an fyrir ráðningu hans. Montreal — Þessi borg í Que.- fylkinu, er heitin eftir tilkomu- mikilli hæð nálægt borginni, sem Frakkar kölluðu Mont Real (Mont Royal). Nafninu var breytt úr Ville- Marie í Montreal, þegar Eng- lendingar náðu borginni á sitt vald árið 1760. Borgarstæðið bygðu uppruna- lega íbúar þorpsins Algonquin Hochelaga. • Fréttir frá Nanking, bera það með sér, að engir hershöfðingjar verða meðal þeirra þjóðþings- fulltrúa, er bráðlega koma sam- an til að útnefna forseta og vara- forseta í Kínaveldi, samkvæmt stjórnarskránni. Chiang Kai-sb.ek hefir látið svo ummælt, að hershöfðingjar, sem einnig eru fulltrúar, haldi sig á sínum herstöðvum, og sendi borgaralega vara-fulltrúa. Kuomintang miðstjórnarnefnd- in útnefndir að líkindum Chiang fyrir forseta, en ekki er víst um útnefningu vara-forseta. * Skáldkonan víðkunna, Mary Roberss Rinheart, minnist ein- kennilega skringilegs smá-at- viks, sem gerðist fyrir nokkrum árum síðan, er hún hafði farið með litla sonar-dóttur sína út í skemtigarð nokkurn, til þess að njóta hins ferska útilofts. Litla stúlkan var með afbrigð- um falleg, og margt af því fólki sem var á skemtigöngu í garð- mum, nam staðar til þess að dáðst að barninu. "Og hvað heitir þú nú, eng- illinn minn?" spurði frú ein í mikilli hrifningu. Litla stúlkan, sem bar nafn ömmu sinnar, svaraði smámælt: "Eg heiti Mary Roberts Rine- heart". "Hamingjan góða!" hrópaði hin undrandi kona upp yfir sig, "getur þetta átt sér stað! að hugsa sér þetta, eg las bók eftir þig, aðeins fyrir nokkrum dög- um síðan'! Á dýrasýningar-vagni í Kaup- mannahöfn, kom það fyrir ný- lega, að hurðin brotnaði með þeim afleiðingum, er hérgreinir: Ferðafólki, keyrandi í bílum, brá undarlega við, að sjá tígris- dýr og úlf vera að flúgast á, á þjóðveginum til Jutlands. Api úr dýrasýningar-vangin- um hafði brotist inn í vagn, (truck) og étið tóbakspoka og peningapýngju ekilsins upp til agna! Eldliðsmenn borgarinnar komu að lokum á vettvang, og smöluðu dýrunum saman, og hjálpuðu gæzlumönnum þeirra til að gera svo við vagnhurðina, að dýrunum varð haldið inni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.