Heimskringla


Heimskringla - 31.03.1948, Qupperneq 8

Heimskringla - 31.03.1948, Qupperneq 8
8. siða HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 31. MARZ 1948 FJÆR OG NÆR MESSUR I ÍSLENZXU SAMBANDSKIRKJUNUM Messur í Winnipeg Á hverjum sunnudegi er mess- að í Fyrstu Sambandskirkjunni í Winnipeg,—kl. 11 f. h. á ensku, og kl. 7 e. h. á íslenzku. Sunnu- dagaskólinn mætir kl. 12.30. * * ♦ Messa á Gimli Sr. E. J. Melan messar á Gimli, n. k. sunnud. 4. apríl kl. 2 e. h. * * * Skemtun Ungmennafélag Fyrsta Sam- bandssafnaðar er að efna til skemtikvölds í samkomusal kirkjunnar, laugardagskvöldið, 3. apríl, kl. 8., fyrir alla safnað- armeðlimi, og vonast til sem flestir noti sér þetta tækifæri. í>ar fer fram stutt skemtiskrá, og síðan verður stiginn dans og fyrir þá sem vilja spila, verður tækifæri til þess.Kvöld- ið endar með veitingum sem ungmennafélagið gerir ráð fyrir að vanda mjög til. Allur ágóðinn á að ganga í sjóð safnaðarins. * * » Ú t varpsguðsþ j ónusta Útvarpað verður frá Fyrstu Sambandskirkjunni í Winnipeg, sunnudagskvöldið 11. apríl, kl. 7. yfir útvarpskerfi CKY stöðv- arinnar. Séra Eyjólfur J. Melan messar. Hið Sameinaða kirkju félag Islendinga stendur fyrir útvarpsmessunni. Öll .samskot í kirkjufélagssjóðinn verða þakk- samlega þegin. Þau mega send- ast til gjaldkera kirkjufélagsins Páls S. Pálssonar, 796 Banning St. Wpg. ♦ ♦ ♦ Söngskemtun Sunnudagskvöldið, 18. apríl, eftir kvöld messuna heldur Mrs. •>3IIIIIIIIIIIICUIIIIIIIIIIICUIIIIIIIIIIIC]llllllllllllUIIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC3lllllllllll|[3IIIIIIIIIIIIC]|||||||||||IE3llillllllllir]llinillllllC]lillllli:illE3! •> = ^ £ Islenzk útvarpsguðsþjónusta j frá Sambandskirkjunni í Winnipeg sunnudaginn 11. apríl, kl. 7 e. h. S = | Valdir sálmar, ágætir einsöngvar og kórsöngvar, | | sérstaklega valin ræða. Séra Eyjóifur J. Melan, 1 | prédikar. Útvarpað yfir CKY stöðina. — Sjá Sam- | | bandskirkju fréttir á öðrum stað í Heimskringlu. i 3 ................................................................... luiiiauiimiiwaiiniuiimamiunatS Rósa Hermansson Vernon, hin góðkunna söngkona, recital, í Fyrstu Sambandskirkjunni, til arðs fyrir Canadian Appeal for Children. Samskot verða tekin. Mrs. Isfeld, systir Mrs. Vernon, aðstoðar við píanóið Við messu- gjörðina það kvöld syngur Mrs. Vernon einnig einsöng, og tekur þannig þátt í guðsþjónustunni. Allir sem vilja nota sér tækifær- ið til að hlusta á Mrs. Vernon og á sama tíma að styrkja gott málefni verða velkomnir. ♦ ♦ * Dánarfregn Mr. Hugh McLellan, skozkur að ætt, eiginmaður Valgerðar Friðriksdóttur frá Reykjum í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu, andaðist 30. marz. Þau hjónin giftust árið 1919, og eignuðust eina dóttur sem dó í barnæsku, 4 ára og 7 mánaða gömul. Út- förin fer fram frá útfararstofu Bardals n. k. fimtudag, kl. 3.45. Séra Philip M. Pétursson flytur kveðjuoirðin. * * * Síðastliðinn þriðjudagsmorg- un komu til borgarinnar frá Is- landi, þau hjón Karl Guð- mundsson og Sigríður Boga- dóttir, bæði úr Reykjavík. — Komu þau flugleiðis til New York, dvöldu þar 5 daga, sömu- leiðis 2 daga í Minneapolis á leiðinni hingað norður. Hr. Karl Guðmundsson er systursonur FUNDARBOÐ Hér með boðar Lýðveldis Hátíðanefndin að Hnausa, Man., til almenns fundar, sunnudaginn 4. apríl, kl. 2 e.h. í sveitarskrifstofunni í Árborg. Lagðir verða fram reikn- ingar síðastliðins árs. Ræddir möguleikar á hátíðahaldi á þessu ári. Kosin ný nefnd o. s. frv. Fólk er beðið að fjölmenna á þennan fund. í umboði nefndarinar, T. Böðvarsson (ritari) make this year’s visitors weicome, SÝNIÐ FERÐAFÓLKINU VINGJARN- LEGT VIÐMÓT I Vingjarnlegt bros . • . vinsamleg orð . . . alúð- legt handtak—þetta kostar yður ekkert. En það hefir mikið að segja við ferðafólkið og er yður til hagsmuna. Já, þeir peningar sem ferðafólkið eyðir hér, er ágóði vor allra. N<J ÞEGAR, þessa Tourist Service Educa- tional Week, skuluð þér ákveða að verða boð- berar vináttu á þessu sumri—og veita ferða- fólkinu þannig lagaða vinsemd að það óski að koma aftur. Verið vingjarnleg, samvinnugóð, kurtcis. — Munið, að ferðafólks málefni Manitoba, er einnig YDAR málefni. , Karls Thorlákssonar, úrsmiðs og skrautmunasala hér í borg. Bú- ast þau hjón við að dvelja hér í Winnipeg um eins árs skeið, þar sem í ráði er að Mr. Guðmunds- son, sem er úrsmiður að iðn, vinni hér hjá frænda sínum þann tíma. » ♦ ♦ Fyrir helgina kom til bæjarins Ingvi Thorkelsson leikhússtjóri sunnan frá Millburn, N. J. Hann dvelur hér nokkra daga en fer að því búnu vestuir á Kyrrahafs- strönd. Hann hefir í hyggju að halda heim til Islands, er fram á árið kemur. ♦ ♦ ♦ Sveinn Oddsson prentari á Heimskringlu hefir legið þungt haldinn af liðagigt um mánaðar- tíma. Hann var heldur talinn á batavegi í gær en samt enn rúmfastur. * Ý * Bréf frá Akra í bréfi frá A. J. Jóhannssyni, Akra til Ólafs Péturssonar, Win- nipeg, getur eftirfarandi frétta að heiman: Meðfylgjandi ljóðlínur (biirtar á öðrum stað í þessu blaði) bár- ust mér í gær (23. marz) frá Magnúsi á Vöglum í Skagafirði, sem þið kanske vildu birta í Hkr. Hann fær blaðið reglulega og er þakklátur fyrir það. Þegar hann skrifaði bréfið 10. marz, var enn snjólaust og hefir verið frá áramótum, en þrálátir austan stormar. Hestar höfðu bjargast vel af í allan vetur og vart komið undir þak. Vakning er byrjuð til notkunar á afli úr Reykjafossi, til að veita orku um framfjörðinn: Lýtings- og Akra- hrepp. Þá er og verið að virkja Gönguskarðá, fyrir Sauðárkrók og það^n fyrirhuguð lína fram að Varmahlíð (Reykjahól). Síðast liðna 3 daga hefir snjór hér syðra mikið minkað, enda 45 gráður fyrir ofan í gær (22. marz). Nú kl. 11, eru 40 gráður, en 33 sagði radíóið rétt áðan frá Winnipeg. * ♦ ♦ Gifting Gefin voru saman í hjóna'band 17. þ. m. að 52 3rd Ave., Gimli, af séra Skúla Sigurgeirssyni, þau Stefán Jóhann Helgason, frá Hecla, og Bernice Lorna Goodman. Brúðguminn er son- ur Stefáns Helgasonar að Mikl- ey, og Stefaníu sál. konu hans. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. K. Goodmans, sem stunda búskap í grend við Gimli. — Svaramenn vo/ru Ólafur, bróðir brúðgumans, og May, systir brúðarinnar. Að giftingunni af- staðinni var setin veizla á for- eldra heimili brúðarinnar. Heim- ili ungu hjónanna verður í Mikl- «y- 1r ir 1r Eins og getið var um í síðasta blaði, þá heldur deildin “Frón” opinn fund í G. T. húsinu næsta mánudag þann 5. apríl. Fund- urinn byrjar kl. 8.30 e. h. Til skemtunar verður kappræða og taka þátt í henni þeir Sigurður Vopnfjörð, Gunnar Sæmunds- son, próf. Tryggvi Oleson og Heimir Thorgrímson. Umræðu- efnið verður: “Eru V.-Isl. að úí'- kynjast?” Frón er einnig að undirbúa aðra samkomu sem haldin verð- ur 17. maí n. k. Þar verður Guttormur J. Guttormsson aðal ræðumaður, en meira um það seinna. H. Thorgrímson, ritari “Fróns” Heimsmenning Menning reynist rotin hér ranga beinir veginn; hlakkar í einum ef hann sér annan meinum sleginn. Magús á Vöglum * * * Ásdís Jóhannesson frá Tor- onto, sem dvalið hefir hér vestra á sjötta mánuð, hjá dóttur sinni, Mrs. Guttormsson, Poplar Park, Man., kom til bæjarins í gæir-] kvöldi og er nú á leið austur Látíð kassa i Kæliskápinn WvhoLa M GOOD ANYTIME aftur. Hún leggur af stað í The SWAN MFG. Co. Manufacturers of SWAN WEATHER-STRIP 281 JAMES ST„ WINNIPEG Phone 22 641 Halldór M. Swan, eigandi 912 Jessie Ave. — Ph. 46 958 I kvöld, til dóttur sinnar, er býr í Toronto. Hún biður kærlega að heilsa kunningjum hér vestra og þakka þeim margar ógleym- anlegar stundir á meðal þeirra í þetta sinn, sem fyr. ♦ ♦ ♦ Dánarfregn Mr. og Mrs. Th. Magnússon á ! Gimli, urðu fyrir þeim mikla j söknuði, 18. þ. m., að missa son j sinn, Wilfred Jóhann, rúmlega i 15 ára gamlann. Auk fóreldra I hins látna lifa hann ein systir og einn bróðir. Hann var fædd- I ur og uppalinn á Gimli og var j nemandi við skóla bæjarins þeg- j ar dauðann bar svo bráðann að. Fjöldi af skólasystkinum hins I látna fylgdu honum til grafar I Wilfred heitinn var jarðsunginn frá lútersku kirkjunni á' Gimli af sóra Skúla Sigurgeirssyni, að fjölmenni viðstöddu. ♦ ♦ ♦ Félag blindra manna í þessum bæ hefir sölu með höndum á munum, sem þeir hafa sjálfir búið til, í næstu viku í T. Eaton Annex. Gangast ýms félög fyrir að selja þar kaffi á sama tíma j til ágóða fyrir hina blindu. Hafa lúterskir í þessum bæ kaffisölu 8. apríl fyrir þá og skenka það íslenzkar konur: frú Jack Sni- dal og frú E. Brynjólfsson. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn. píanós og kœliskápa önnumst allan umbúnað á smá- sendingum, ef óskað er. Allur flutningur ábyrgðstur. Simi 53 667 1197 Selkirk Ave. Eric Erickson, eigandi Wings Radio Scrvice Selja og gera við radios og allar tegundir raíurmagns- áhalda. Einnig útvarpstœki. Thorsteinn Hibbert, forstjóri 748 SARGENT Ave. WINNIPEG Sími 72 132 MESSUR og FUNDIR i kirkju Sambandssainaðar Winnipeg Prestur, sr. Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 34 571 Messur: á hverjum sunnudegi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. Safnaðarneíndin: Fundir 1. fimtudag hvers mánaðar. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjudag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtudagskveld kl. 8.30. Skátaflokkurinn: Hvert mið- vikudagskveld kl. 6.30. Söngcefingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju föstu- dagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólinn: Á hverjum sunnudegi, kl. 12.30. Rósa Hermanson Vernon Registered Music Teacher Voice Production and States Deportment Telephone 75 538 220 Maryland St. — Winnipeg Talsími 95 826 Heimilis 53 893 DR. K. J. AUSTMANÍS Sérfræðingur í augna, eyrna, nefs og kverka sjúkdómum 215 MEDICAL ARTS BLDG. Stofutími: 2—5 e. h. SEINASTI ÁLFADANS Á AUSTURVELLI Frh. frá 7. bls. gætu bííðviðrisdögum í skamm- deginu, stilli logn og skafheið- ríkt. Logndrífa hafði verið nótt- ina áður, og var föl á jörð. Frost var enn vægt. Þegar kvöldaði logaði alstirndur himininn í norðurljósum, og fölir, kaldir geislar tunglsins glitruðu í krystöllum nýfallinnar mjallar Nú var að áklæðast álfabún- ingnum. Það var gert í Iðnaðar- mannahúsinu, með aðstoð fag- manna frá Leikfélagi Reykja- víkur. Konungshjónin voru klædd hvítum kyrtlum og báru möttla Kyrtill drottningar var mun síð- ari. Herbert var málaður í framan en á mig var límt alskegg mikið og sítt. Mér er það enn í minni, hve illa mér féll skeggið. Það bagaði mig í söngnum, og mér leið illa af hita á andlitinu, enda var eg iþeirri stundu fegnastur, er skeggið var reitt af mér um kvöldið. Þegar lokið var við að búast álfabúningnum, var gengið til Austurvallar. Templarasund var svo þéttskipað fólki, að lögregl- an varð að ryðja álfunum braut til vallarins, sem þeir einir höfðu aðgang að. Þetta gekk fljótt og vel, þótt fólksþyrpingin væri mikil. Þó voru þá ekki nema tveir lög- regluþjónar að verki. Alls munu þá hafa verið fjórir lögreglu- þjónar að degi til. Þeir fóru að fólkinu með lipurð og einurð og höfðu yfirleitt samúð fólksins. Álfahjónin gengu fyrst inn á Austurvöll, og svo álfarnir tveir og tveir saman í fylkingu á eftir, en fíflið síðast, eitt sér. Það lét öllum illum látum og reyndi að vekja sem mestan hlátur. Þegar inn á völlinn kom, — byrjaði söngurinn. Sungið var, “Máninn hátt á himni skín”, og mörg fleiri lög. Við gengum í hring, sem næst girðingu vallar- ins. Með fram henni var fólkið hvarvetna í breiðfylking. Herbert er að kyrja tóninn í einhverju einsöngslagi og brýnir mjög raustina. Allt í einu dettur eitthvað á frosna jörðina. Eg heyri hringl við fætur mér. Stokkabeltið, hafði sprungið af drottningurmi.] Eg þreif beltið í snatri og stakk því í handarbrika minn. Herbert fataðist ekki. Hann hypjaði upp um sig kirtilinn og vafði að sér möttlinum, sem áð- ur hafði flakað frá honum, og söng lagið til enda. Ótrúlega fáir urðu þessa varir. Þó galaði stráklingur, sem stóð fast við grindurnar og með andl- itið milli teinanna: “Nei, beltið er dottið af drottningunni, og allt er að fara niður um hana”. Nokkur hlátur varð í kring- um stráksa. Þegar lagið var á enda, hvísl- aði Herbert að mér: “Við skul- Sherbrook Home Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allai tegundir kaffibrauðs. Brúöhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Vigfús Baldvinsson <5 Son, Sími 37 486 eigendur MINNISJ BETEL í erfðaskrám yðar um hætta Gunnar og engan láta vita af þessu”. Við gengum því hátíðlega út af vellinum og húrrahróp kváðu við frá áhorf- endum. Förinni var síðan stefnt til Iðnaðarmannahússins iskipt um búning, og stiginn dans fram til óttu. —Lesbók. Mbl. X-RAY SURVEY The two Mobile X-Ray Units will be in the Hudson’s Bay Company Retail Store, Portage Ave,, during Easter week (Monday, March 29th to Saturday, April'3rd). Persons in Ward 3, and Ward 2 as far as the canvass has proceeded who have not been able to avail thémselves of this free X-Ray service are urged to attend. The machines will be operating throughout the day (9 a.m. to 5 p.m. daily except Wednesday, 9 to 12). ---Follow the schedules in your daily paper- HOUSEHOLDERS ATTENTION The coal strike has lessened the variety of coals immediately available but we are able to supply you with Fuel for any type of heating equipment you may have. By giving us your orders a reasonable time in ad- vance you will enable us to serve you better. We also carry a full line of Builders’ Supplies and Ready-mixed Concrete. Cr'URDYO UPPL Y O.Ltd. MCr^URDY QUPPLY (~* ^^TBUILDERS' SUPPLIES and COAL Corner Sargent and Erin Phone 37 251 — Private Exchange

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.