Heimskringla - 07.04.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.04.1948, Blaðsíða 1
 i We recomxnend for 2 your approval oux ,\+++**+++ *++++*+++++++*+++¦++++ BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTÐ. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. iitgta. »*N#v»«^^»»«sr^« We recommend toi your crpproval our II BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. X Winnipeg Phone 37 144 \ Frank Hannibal, Mgr. * ^#^^#»#»#^^^^^»^#^»^s# LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 7. APRIL 1948 NÚMER 28. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Ummæli Henry A. Wallace Eftir honum er haft, að hann hafi sagt síðastliðinn sunnudag, að Truman forseti, James For-j restal, (defence secretary) og Sen., Arthur Vandenburg, Rep- Mich.,) væru einhverjur hinir mestu vörubjóðar (prangarar),' er kommúnisminn hefði nokk-' urn tíma haft á að skipa. Hefðu þeir þröngvað almenn-j íngi til þess að trúa hinum rót- tæku fyrirætlunum kommúnista í þeirri von að ráða þannig fram úr sínum eigin vandamálum. Kvað hann vopnaútbúnað, her- liðssamdrátt, nauðungar heræf- ingar og her-bryndreka í umferð ii»i allan heiminn, myndu verða árangurslausar aðferðir til þess að koma í veg fyrir að hungrað- ar og örvinglaðar þjóðir krefð- ust ekki réttlætis og nýrra mögulegleika til þess að byggja upp úr rústunum, og njóta lífs- ins aftur í fullum mæli. Frétta-rangf ærsla bann- færð Á Allþjóða-ráðstefnunni í Geneva, þar sem ritfrelsi og blaðaumsagnir komu til greinaj var gengið til atkvæða um það síðastliðinn mánudag, að frétta-j blaða-sambönd um allan heim gæti þess vandlega að prenta engar illgirnislegar og rang-j færðar fréttir. Með þessu greiddu 30 fulltrúar atkvæði, en 5. á móti. Rússland, Byelo-Rússia, Pól- land, Ukraine og Jugóslavía voru á móti tillögunni; töldu hana of heimspekilega, og þýð- ingarlausa í raun og veru. Tékkóslóvakía greiddi ekki at- kvæði. Lítið til að hæla sér af Þegar Douglas Abbott, fjár- málaráðherra Canada leggur fjárhagsáætlana-skýrslu sína fram seinna í þessum mánuði, er ekki ólíklegt að sú skýrsla sýni óvanalega stóra fjárupp- hæð afgangs því, sem áætlað var. Harin hefir ekki látið uppi algerlega hversu stór sú upphæð er, en hann s'agði í ræðu suður í New York nýlega að sá afgang- ur væri svo hár, að hvaða cana- diskur fjármálaráðherra sem væri, gæti verið stoltur af slíkri frammistöðu. Á síðastliðnu ári var áætlana afgangurinn í ríkinu (Dominion) $353 milljónir. Hinar mánaðarlegu skýrslur á yfirstandandi fjárhagsári, benda til þess að nú verði sú upphæð að miklum mun hærri. Mr. Abbott á að hafa sagt þar syðra, að óvanalegt góðæri, vel- gengni og uppgangur í Canada, sæist greinilegast á svo stór- kostlega aukinni framleiðslu þjóðarinnar, að sú hækkun myndi tíema $2y2 billjón, á s'íð- astliðnum þremur árum. Mikið í munni til frásagnar hinu megin landamæranna! Úthlutun styrks til Evrópu Robert Lovett, aðstoðar-ríkis- ritari Bandaríkjanna sagði í Washington um síðustu helgi, að ríkisdeildin hefði bráðabirgða fyrirætlanir tilbúnar, til þess að geta byrjað á úthlutun nýrrar hjálpar og nýrra bjargráða, Ev- rópulöndunum til endurreisnar. Mr. Lovett taldi víst að Truman forseti myndi skrifa undir styrk- veitinguna, að upphæð $5,300,- 000,000. Áður hafði Mr. Lovett sagt blaðamönnum, að fyrirfram sendingar af varningi Marshalls fyrirætlaninna, handa Vestur- Evrópu, væru á leið til amer- ískra hafna, samkvæmt ráðstöf- unum um fjárupphæð þá, $55,- 000,000 er þingið hefði veitt til bráðabirgða síðastliðna viku, sem brýna skyndi hjálp handa ítalíu,Frakklandi, og Austur- ríki. Aðrir leiðtogar halda því G. S. Thorvaldson, K.C. Winnipeg Electric-félagið fór nýlega fram á það við bæjar- stjórnina, að fá leyfi fyrir hækkun fargjalda með strætis- vögnum félagsins. Hefir bærinn neitað þessu, unz góðar og gild- ar ástæður verði sýndar fyrir verðhækkuninni, fyrir þar til kjörinni óháðri dómnefnd. Er félagið fúst til þessa. Var G. S. Thorvaldson, K.C, valinn af bæjarráðinu á fundi s. 1. mánu- dag til þess, að halda uppi mál- stað bæjarins gegn fargjalda hækkuninni. Að rétta hlut lítilmagnans Það er á flestra vitund, sem lengi'hafa dvalist hér á slóðum, hversu Lewis St. George Stubbs (óháður þingm. fyrir Wpg.), hef- ir oft á undanförnum árum, — bæði sem lögmaður, dómari og þingfulltrúi, beitt sér fyrir því að vera málsvari þeirra, er orðið hafa fyrir rangsleitni af völdum hins opinbera, eða á öðrum svið- um með einhverju móti. Nú nýlega hé^t Mr. Stubbs þrumandi ásökunarræðu í þjng- inu yfir óafsakanlega ruddalegri og rangsleitnisfullri framkomu löggæzlumanna stjórnarinnar í sambandi við handtökn og fang- elsisvist Donald Fraser Tedlie, stöðvaþjóns í Dugald, Man., en atburðir þessir eiga rætur sínar ðð rekja til hins ægilega járn- brautarlesta-áreksturs, er vildi lil á Dugald-stöðinni 1. sept., l947, þar sem 31 manns létu líf- ið. Skoraði Mr. Stubbs á þingið að skipa rannsóknarnefnd, (Roy- al Commission) til þess að fjalla Urn málið, og komast fyrir hið Sa-nna í því. Kvað hann fram- kornu riddara-lögreglunnar, (R- C. M. P.) rannsóknardómar- ans og annara embættismanna mns opinbera, gagnvart Mr. Tedlie, einhvert hið andsyggi- *egasta og svíviðilegasta rang- læti er fram hefði komið við nokkurn borgara í allri sögu fylkisins. Kvað hann afsakanir lögregl- unnar fyrir þessum gerðum.1 fíflslegar, og með öllu ósannar,' en þær væru, að Mr. Tedliel hefði verið handtekinn og flutt- ur í fangelsi í Headingly, og úr. því í fangelsi í borginni eins og óvalinn glæpamaður — tengduri með handhlekkjum við Indíána,! er sakaður var um að haf a orðið: manni að bana, (manslaughter); af því hann (Mr. Tedlie) hefði tapað sér, orðið sturlaður, og' þvií hefði verið full þörf að látaj hann í varðhald, til þess að koma í veg fyrir að hann fremdi sjálfsmorð. Alt þetta kvað Mr. Stubbs til- hæfulausan uppspuna. Mr. Tedlie hefði komið upp fyrir rannsóknarrétt eins og fleiri í sambandi við slysið, en sannast hefði, að hann hefði enga sök átt I á því hvernig fór, og aðeins gegnt skyldum sínum. Hefði 'hann því verið algerlega frí- I kendur, og félag hans veitt hon- • um fulla uppreisn, en fyrir glæpsamlega meðferð, álits og ! mannorðs hnekki harm og hug- arstríð hans sjálfs, konu hans og ættingja, þyrfti og væri skylt ( að bæta, þótt slíkt yrði aldrei með öllu afplánað. fram, að mest af hinum fyrstu vörufarms sendingum Marshalls fyrirætlaninna, muni fara til Bretlands og Frakklands. Er svo talið, að þessum tveim- ur löndum sé ætlaðu/ nálega helmingur af hinni úpprunalegu $1,000,000,000 fjárupphæð í vöru tillögum. Svissland, og ef til vill Por- túgal, eru einu löndin, sem talin eru hlutakendur að nokkru leyti fremur en þiggendur, fá engan hluta af hinum fyrsta $1,000,000 000 styrk. Italía, sem talin er á heljar þröminni, á að fá þriðja stærsta tillagið. Niðurlöndin verða hin fjórðu í röðinni, og Vestur-Þýzkaland hið fimta. Til fósturs og framfæris Erkibiskupin í Montreal, Monsignor Joseph Charbonneau hefir lagt að íbúum Quebec- fylkisins að veita 1,000 munað- arlausum börnum frá Evrópu viðtöku til fósturs og fram- færslu. Innflutninga-forstjóri Sambandsstjórnarinnar í Ott- awa, A. L. Jolliffe, sagði að eng- inn ákvörðun hefði verið tekin gagnvart þeirri beiðni, að flytja munaðarleysingja frá Evrópu hingað til lands til uppfósturs. Neitunai*valdið að engu virt Þingið í Washington sam- þykti skattalækkunar-frum- varpið síðastliðinn föstudag, — þrátt fyrir neitunarvaldsnotkun (veto) Trumans forseta. Þings- atkvæðin í máli þessu féllu þannig, að 311 atkvæði voru með frumvarpinu, en 88 á móti. Var því þannig samþykkt og afgreidd $4,800,000,000 skatta- lækkun, þrátt fyrir yfirlýsingu forsetans, að slíkar gerðir þings- ins myndu draga drjúgum úr mótstöðuafli Bandaríkjanna, — (fjárhagslega) á þessum alheims hættutímum. Ekki búist við stríði Frá New York. Dr. C. J. Hambro, fulltrúi Noregs á ráð- stefnum Sameinuðu þjóðanna, og 9Íðasti forseti Alþjóða-félags skaparins, (League of Nations) sagði nýlgea, er hann var á för- Verður komin á Sumardaginn fyrsta Orð hafa borist frá frú Elinborgu Lárusdóttur um að hún leggi af stað frá Keflavíkur-flugvelli 15. apríl, og geri ráð fyrir að verða komin til Winnipeg nógu snemma til þess, að geta verið " á Sumarmála- samkomu Kvenfélags Sam- bandssafnaðar og mun þar heilsa upp á Vestur-lslend- inga. Mun margan fýsa að kynnast skáldkonunni og hlýða á hana. TROLLAFOSS um heim til Noregs, að utan- ríkjamálaráðherrar Scandinavíu landanna og Finnlands, byggj- ust ekki við stríði í náinni fram- tíð. Landvarnarlið Hollands Þær fréttir berast frá Hague, að herliðsafli Hollands muni bráðlega verða aukinn að mikl um mun, með sjálfboðaliðum, til þess að haldi uppi friði, reglu og landvörnun, ef slíks gerist þörf. Valið verður úr þjóðholl- um sjálfboðaliðum Niðurland- anna, innan 55 ára aldurs, er fengið hafa meira en sex mán- aða heræfingar. Verða stofnaðar setuliðshersveitir, er hafast munu við meðfram ströndum og á landamærum Niðurlandanna. Veita konum atkvæðisrétt Frumvarp, er veiti kvenfólki kosningarétt var samþykt ný- lega í þinginu í Brussels, Belgíu með 151 atkvæði gegn 3. Þeir þrír sem á móti voru, er sagt að hafa verið Sósíalistar. Sam- kvæmt núverandi lögum í Belg- íu, geta konur aðeins greitt at- kvæði í bæja og bygða kosning- um, þrátt fyrir það að löglegt sé, og til fullra greina geti komið að kjósa þær á þing. Hefir þetta ósamræmi því verið lagíært. Húsabyggingar á Póllandi Um $393,000,000,000 verður varið* til þess að reisa ný hús fyrir á Póllandi, á þessu ári Stjórnin hefir lýst því yfir, að hún hafi endurreist alt sem mögulegt er að endurreisa af þeim byggingum sem stríðið lagði í rústir. Nú verði að leggja stund á að reisa nýjar byggingar, til þess að bæta úr hinni tilfinnanlegu húsaeklu. í Warsaw, og mörgum öðrum bæjum og borgum, sem stríðið eyddi að hálfu eða mestu leyti, búa enn þá 5 — 6 manns í einu herbergi. Stjórnin er sér- staklega áfram um að bæta úr húsnæðisskorti verkalýðsins. . Meiðyrðamálsókn í undirbúningi Lögsóknarar og verjendur í Edmonton eru langt komnir að útbúa málskjöl sín í meiðyrða- máli því, sem fylkisstjórn Alt., hóf fyrir nokkru síðan á móti þremur Canadamönnum, Jack Kent Cooke, útgefanda ritsins "New Liberty", Harold Ding- man, ritstjóra, "Liberty" í Ott- awa, og dr. Charlotte Whitton, sérfræðingi í félagslegum vel- ferðarmálum. Kærumálið hófst út af hinni marg umræddu blaða grein: "Babies for Export" og verður að líkindum dæmt í því bráðlega. Síðari fréttir herma, að málið hafi komið fyrir síðastliðinn mánudag og dr. Whitton og Har- Hér að ofan er mynd af hinu nýja skipi Eimskipafélags Is- lands, er það keypti í San Fran- cisco fyrir nokkru og er nú lagt af stað áleiðis heim til íslands. Skipið var skírt Tröllafoss og tók íslenzkur skipstjóri við því, er ásamt áhöfn skipsins kom flugleiðis að heiman upp úr miðjum febrúar. Heitir skip- stjóri Bjarni Jónsson. Þegar skipið fór frá San Francisco, tók það að sér flutning milli Mexikó og Cuba fyrir Banda- ríkja stjórn, er það var keypt af. En þegar þessum störfum er lokið, heldur Tröllafoss áfram heim og er vænst til íslands undir lok apríl-mánaðar. Tröllafoss er 338 feta langur, 50 feta viður (bitalengd), vegur 5000 tonn og ristir 21 fet. Það er nefnt systurskip við "Knob Knot", skip sem íslendingar keyptu af Bandaríkjunum áður og mikið er látið af heima; hefir öll möguleg þægindi, klefar rúmgóðir og bjartir, með sér- stöku snyrtiherbergi og heitii og köldu vatni. Skipstjóri hef- ir 2—3 herbergi fyrir sig með öllum hugsanlegum þægindum. Heitu lofti er dælt um alt skipið og gerir loftstraumurinn tvent í senn, bæði að hita upp og hreinsa loftið. Tvennar rafmagnsleiðsl- ur eru um alt skipið, svo ef önn- ur bilar, er hin til taks. Þá er Ibrunasími í hverju herbergi. Það er vistlegt á þessu nýja skipi. old Dingman hafi verið sýknuð, en mál Jack Cooke sé enn ekki útkljáð. Mótmæla hækkun á flutningsgjöldum Húsmæðrafélagið, (neytenda sambandið) hér í Manitoba skoraði nýlega á Sambands- stjórnina að leyfa ekki hækkun farmgjalda. 1 áskoruninni stóð, að krafist væri af íbúum Canada að auka inntektir Can. járnbrautafélaga um 70 milljón dollara, á meðanj þeir, (íbúarnir) yrðu að vera ánj brýnustu lífsnauðsynja. Var sú( spurning borin fram, hversui lengi stjórnin ætlaði að leyfa 6- f yrirgefanlegt skeytingarleysi: um heilsufar og afkomu fólks- nis, sem hefði komið henni til valda. Enn á huldu Stan Schiltroth, sem er í fé- lagi með Johnny Johnson við námugröft í Flin Flon, sagði hér nýlega, að hann myndi ekki gera uppskátt hvar demantanáma sú væri, sem hann uppgötvaði fyrir 20 árurn, nema því aðeins að hann fengi fulla tryggingu fyrir vernd frá stjórninni í Saskatch- ewan. Samkvæmt verðmæti sér- fræðinga á sýnishornum, þá eru þetta þó ekki verulegir demant-j ar, en eru mikils virði til iðnað- ar, — við glerskurð og borun harðra efnistegunda. Kvaðst Schiltroth geta náð í þannig lag- aða steina á tveimur dögum. Hækkun hveitiverðs í aðsígi James G. Gardiner, akur- yrkjumála-ráðherra, sagði can- adiskum blaðamönnum í Regina nýlega, ag ef til vill yrði 10 centa hækkun á mælirinn af hveiti í framtíðinni, við hið uppruna- lega ákveðna verð, að öllum lík- indum á næsta ári. Myndi því bændur, ef þessi verðhækkun kæmist á, verða borgað $1.75 fyrir mælirinn. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Bæj arráð Wjn;nipeg-íborgar hætti við það s. 1. viku að hækka eignaskattinn. Hann er nú 40 mills (af þúsundi) og verður á þessu ári. Fasteignaskatturinn er sagður sð nema $8,763,346; upphæð virðingarverðs er $219,083,650. Útgjöld borgarinnar nema $14,402,767. Til skólaráðs eru eyrnamarkaðar $4,324,400. Af- gangurinn yfir 9 þúsund, er til annara almennra útgjalda. Til að komast hjá skatthækk- un, varð að lækka útgjöld ýmsra deilda. Þegar ekki var meira hægt að gera af því tæi, var City Hydro beðið um eina miljón og þrjú hundruð þúsund, til að kvitta með reikninginn. • Winnipeg varð í gær aðnjót- andi hagnaðar af Marshall-áætl- uninni, er hún seldi 300,000 mæla af höfrum til Noregs og 465,000 mæla af hveiti til Bret- lands. Það er talað um, að mik- ið verði bráðlega selt af korn- vöru frá Canada til Evrópu eft- ir lögum og reglum Marshall- áætlunarinnar. Mrs. Charles V. Davidson, og sonur hennar 14 ára, frá Oentral Patricia, Ont., komu snemma í síðastliðinni viku í nokkurra daga heimsókn til foreldra henn- ar, Mr. og Mrs. Ólafur Bjarna- son, Gimli, o;g sömuleiðis til tengdaforeldra hennar, Mr. og Mrs. H. Davidson, 639% Lang- side St., hér í brog. Heimleiðis mun Mrs. David- son hafa haldið síðastl. mánu- dag. * * • Skírnarathöfn Páskadaginn, skírði séra Phil- íp M. Pétursson Ronald Edward og Penny Sharron, börn þeirra hjóna Mr. og Mrs. Alfred George Westwood. Athöfnin fór fram í Fyrstu sambandskirkjunni, kl. 2, að nokkrum vinum og ætt- mennum viðstöddum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.