Heimskringla - 07.04.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.04.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. APRÍL 1948 ----—■———■—■———- NÝJAR LEIÐIR “I>egar eg var drengur,” sagði Nabours, “voru útisamkomur eina kirkjan, sem við höfð- um. Eg hefi ekki séð neina í háa herrans tíð. Fólk kom úr öllum áttum til þeirra mannmörgu móta. Presturinn lét samkomuna vera í skóg- arlundi einum, og fólkið bygði byrgi úr grein- um, og þar voru fáeinir bekkir úr lausum borðum. Eg hefi séð bjarnarfeld notaðan fyrir áklæði á prédikunarstólinn. Væru fleiri en einn prestur viðstaddir, bjuggum við til sæti handa þeim og þöktum skinnum. Bekkirnir fyrir þá, sem iðruðust voru ætíð skinnum þakt- ir til að vera mýkri. Ætíð var borið strá á milli sætanna af nærgætni við þá, sem fengu krampa- flog á samkomunni, og sýndu með því að þeir höfðu sannfærst um syndir sínar. Að meðtöld- um hestum og hundum, voru samkomur þessar all fjölmennar. Menn áttu ekki ætíð höfuðföt og konurnar höfðu eigi ætíð ráð á að eignast léreftskjóla, en ekki gat eg annað séð, en við kæmustum vel af.” “I þá daga voru allir rifflar framhlaðníhg- ar — þá þektust ekki afturhlaðnir rifflar. Þá þótti það kurteisi að halla rifflinum sínum upp að tré og hengja púðurhornið á hann, áður en iþú gekst inn til að hlusta á guðsorðið. Faðir minn fékk sér ætíð góðan sopa af brenniwíni áður en hann gekk inn, en hann drakk altaf munnsopa af vatni á eftir, því að þá sagði hann að brennivínið gerði ekkert til.” “Eg man eftir þegar við bygðum fyrsta skólahúsið. Það var tíu fet á ftlið og var úr trjábolum. En ráðhúsið, sem við bygðum í Sherman fyrir tuttugu árum síðan, var miklu tignarlegra. Það var tuttugu fet á hlið. Eg var þar þegar það var bygt. Það og fáeinar plægðar reinar, var allur höfuðstaður sýslunn- ar. Við vígðum það með því að steikja kjöt og höfðum svertingja, sem lék á fiðlu. Það var hið eina, sem við höfðum ráð á þá, og hið eina sem við höfum ráð á nú. Við sátum þar í byrgi, og allir voru vel ánægðir. Við höfðum þarna tunnu af brennivíni og blikkbolla til að drekka úr. Það var rétt aðferð að vígja þannig höfuðstað héraðsins.” “1 þá daga var ekki fet af járnbraut til í ÖIlu Texas. En nú eru hér hundrað mílur af járnbraut. Hamingjan má vita hvað verður næst.” “Þú ert að tala um skyrtur, Len! Yfir stríðsárin, fyrir fjórum, fimm árum síðan, urðu allir menn mínir að gera sínar skyrtur sjálfir. Kvenfólkið varð að spinna og vefa voðirnar Fyrsta sem eg man eftir var, að eg varð að flétta reipi úr þvengjum og hrosshári. Allir urðu að súta sitt eigið leður. Við höfðum enga brunna; við drukkum úr lækjum. Nágranni okkar bjó til alla þá skó, sem búnir voru til. Við urðum að mala maísinn í handkvörn, og smíða okkar eigin vagna og okin á uxana. Ef við þurftum vefstól eða rokk, urðum við að búa hann til sjálfir. Menn fléttuðu sína eigin hatta úr pálma- viðarblöðum. Við urðum sjálf að gera það sem gert var; ekki var hægt að ráða neinn til neins, eða neinir peningar til að borga honum með.” “Skyrtu? Len, í þá daga var skyrtan vön að endast árum saman. Hefir þín enst það?” “Já, það er áreiðanlegt,” svaraði Len Her- sey; “það var allra besta skyrta, og það hryggir mig að hún ákuli vera farin svona. Mamma mín bjó hana til handa mér, eg veit ekki íyrir hvað löngu síðan, en það er nokkuð langt. Gallinn á búðarskyrtunum er sá, að maður hef- ir ekki nóga peninga eftir, þegar búið er að kaupa spora, stígvél og söðul til að kaupa skyrtu. “En eins og eg sagði, þá er eg ánægður bara yfir því, að fara um þennan landshluta. Er ekki fallegt hérna? Þú hefðir átt að sjá ein- vígis hanann hans Sanchez gamla í morgun* þegar sólin skein svona glatt. Hann flaug upp á kerruna og gól morgunkveðju sína, bara af því að hann var svo glaður!” “Hann hefði verið betur kominn, ef hann hefði alt af setið upp á kerrunni hverja nótt,” sagði Nabours. “Aníta gamla, kona Sanchez, ætlaði víst að setja upp hænsnarækt þar norður frá, ef eg færi á höfuðið og kæmist ekki heim aftur. Nú getur hún ekki gert það. Villikettir og skonkar hafa étið hænurnar að undantekn- um Gallina gamla, og annar vængurinn er næstum af honum.” “Er ekki sá hani alveg eins og heimskur Texas-búi? Hann er einmana og fátækur, og ekki veit hann hvar hann er, í kambnum er skarð og hálfur vængurinn farinn, og hann getur því, illa flogið; en “guði sé lof”, segir hann, “eg hefi samt sporana mína! Texas á ekkert nema spora.” “Einkennilegt er hversu tímamir breyt- ast,” sagði Nabours og rétti sig upp í söðlinum. “Þegar hann faðir minn flutti til Uvalde hér- aðsins, vorp gripir einskis virði. Eina, sem hægt var að gera, var að slátra þeim og selja af þeim húðina, og var það álitin góð borgun, ef við fengum hálfan dal fyrir hana. Nú í seinni tíð hafa menn fengið heilan dal fyrir húð. Eg mundi ekkert furða mig á, þótt við fengjum tvo dali fyrir þær í Abilene. Við verðum lík- lega að selja nautin bara fyrir húðimar. Það er ekkert fé í griparækt.” “Eg var með að reka hjörð til Shreveport á stríðsárunum. Við jentum inn í þyrnikjarri svo þykt að halar nautanna stokkbólgnuðu. — Ekki veit eg hvað mörg naut við urðum að skilja eftir, en hin sem við komustum með alla leið urðu svo skinhoruð, að við gátum ekki flegið þau. Enginn hagur varð að þeirri ferð.” “Ójá”, sagði gamli maðurinn, “þeim mun lengur, sem þú lifir, þess betur kemst þú að raun um að margt getur hent þann, sem fer með nautarekstra. Ef við fáum tvö fleiri áföll á þessari leið, erum við heppnir að ná til Abilene með fimtán gripi til að flá. Við verðum kanske að selja söðlana okkar til að komast heim.” “Og þá fæ eg ekki nýja skyrtu?” “Ekki lofa eg þér neinu.” “Jæja,” sagði Len Hersey með mesta heim- spekings svip og stakk hendinni í vasa sinn eftir tóbaki, “á meðan maður hefir sporana sína þarf hann ekki þúsund skyrtur. Eg get ekki séð, að eg þurfi að hafa áhyggjur út af neinu.” 33. Kapítuli. Þrátt fyrir eina hindrunina eftir aðra og hver vandræðin á fætur öðrum, héldu hinir djörfu Sólbakkamenn áfram ferðinni. Þeir hörfðu nú verið mánuð á leiðinni og voru ekki ennjþá hálfnaðir að markinu. Dag eftir dag héldu þeir áfram gegnum eyðiland, sem lá milli menningar héraðanna í austri og Llano öræf- • anna í vestri. Án þess að nokkur rataði, án átta- vita, klukku eða almanaks, fylgdu þeir nokk- urnveginn áttugasta og níunda hádegisbaugn- um, og höfðu nú náð landshluta, sem var ein- kennilega fögur óbygð, en síðar átti að ná hárri og óvæntri menningu. Á þessum tíma var Austen lítið annað en smáþorp. Hjörðin hafði farið gegnum einu götuna í Worth Þorpinu, sem var síðasti bærinn í norður Texas. En þarna áttu síðar að rísa upp fjöldi bæja. Þeir höfðu farið yfir Washita fljótið ná- lægt þeim stað, þar sem hinn þriflegi bær, Chicasha í Oklahoma nú er. E1 Reno í Okla- homa var þá grasslétta þar nálægt því, sem þeir fóru yfir norðurkvísl Canada fljótsins. Þá var engin von um járnbrautir á þessum slóðum, en þær áttu bráðlega að koma og breyta öllu. Annaðhvort fyrir tilviljun, eða þá að þeir voru svona skynsamir að velja leiðina, sluppu þeir við Indíánana, og var þetta næstum eina svæðið, sem þeir voru ekki á. Næsta áin þeirra var Camarron, var auð- velt að komast yfir hana, því að gripimir þurftu ekki einu sinni að synda. Ferðalag þeirra hófst fyrir alvöru við þrí- tugustu breiddargráðuna. Nú vom þeir komnir norður fyrir þá 36. Eina gráðu fyrir norðan þá, lágu suður takmörk Kansas ríkisins. Komist þið áfram, kálfar litlu! Þið rudduð fyrstu vegi veraldarinnar. Þið fluttuð suðrið norður. Það vomð þið, sem lukuð við stríðið. Áfram kálfar litlu! Hinn letilegi söngur, rifinna, syfjaðra og horaðra hjarðmanna, barst gegn um loftið, sól- ríkan seinna hluta dags. Nú áttu þeir eftir eitt stórfljót, saltkvísl Arkansas fljóitsinis, milli þeirra og hins mikla Arkansas. Mennimir kyntu sér landfræðina eins vel og þeir gátu, því nú vissu þeir, að Texas var langt á bak við þá, og að nú vom þeir komnir í óþekt land. “Þetta er sannarlega fallegt land, Miss Taisía,” sagði Jim Nabours, er þau áðu um miðjan daginn fyrir norðan Camarron. “Mér virðist sem hér hljóti einhvemtíma að verða mannabygð, þótt hvergi sjái eg neina naut- gripi.” Hann vissi ekki að innan fárra ára yrðu þarna alstaðar nautgripir í girðingu. Að löngu fyrir þann tíma, mundi viltur nautpeningur hlaupa þar um eins og villihestarnir gerðu nú. “Komdu héma Miss Taisía,” sagði hann og bað hana að setjast hjá sér í grasið, og horfa á brúnt pappírsblað. Á þetta blað var dregið það, sem nú er ekki hægt að kaupa fyrir neina peninga, kort, fremur nákvæmt, af leið fyrstu hjarðarinnar, sem fór norður, þótt dregið væri af hans óæfðu hendi. Hinn stirði fingur for- mannsins benti nú húsmóður hans á þann stað, sem þau vour stödd á, eins nærri og hann gat giskað á. “Dan MoMasters og eg töluðum um þetta áður en hann skildi við okkur,” sagði hann. “Eg hefi dregið þetta upp eins vel og eg gat, og það hefir líka hjálpað dálítið. Eins nálægt og eg kemst, erum við nú að komast yfir þrítugustu og sjöttu breiddargráðuna. Hann faðir minn sagði mér, að 36—30 væri það belti, sem þrælahaldið næði að og endaði þar. “Já, Missouri samiþyktin,” svaraði Taisía. “Og svo sagði faðir minn mér, að þrítugasta og sjötta gráðan væri sú lína, sem baðmull hætti að vaxa, og búpeningi batnaði pestin er komið væri norður fyrir þessa l'ínu. Lína þessi hlýtur að vera hér um bil hérna.” “Hvaða lína?” spurði Len Hersey, sem hlustað hafði á samtalið, og laut nú forvitnis- lega yfir hið einfalda landabréf. “Eg hefi horft nákvæmlega, alla leiðina norður, og það er svo langt frá því, að eg hafi séð nokkrar línur á öllu því svæði, sem við höfum farið yfir.” “Þær eru ekki merktar á jörðina, maður,” sagði formaður hans vingjarnlega; þær eru bara á kortunum. En hvers er að vænta af dreng eins og þér, sem alist hefir upp á akörnum og maískökum? Jú, jú, hin þrítugasta og sjötta er hér um bil hérna.” Hann dró lítinn kross á hið óhreina blað og notaði til þess blýants stúf, sem á sinni æfi hafði kanske merkt tölu hundrað þúsund naut- gripa. “Enginn mosi er hér á trjánum,” sagði Len Hersey hugsandi. “Grasið er öðruvísi héma. Hefir þú nokkurn tíma á æfi þinni séð svona margar grænar flugur eins og við höfum haft með okkur alla leiðina?' Og hvað mýflugurnar snertir, Miss Taisía, getur maður varla stungið handleggjunum út undan ábreiðunni á nótt- unni.” Hann horfði angurvær á ermar skyrtunn- ar. Olnbogarnir voru sýnilegir gegnum þær. Það var eina skyrtan hans. “Sennilega væri hægt að græða maís hér norður frá,” sagði Nabuors íbygginn, og horfði yfir hina bylgjandi sléttu. “Hann gæti ekki alið hér upp naut, til þess hlýtur að vera alt of kalt hér. Nei, hann gæti heldur ekki ræktað hér baðmull. Jæja, þetta er samt fallegt land; en það verður aldrei bygt, jafnvel þótt Osaga indí- ánarnir væru reknir héðan.” “Hvað skyldi Abilene vera stór bær?’ ’spurði hinn tötralegi hjarðmaður. “Aldrei hefi eg séð járnbraut. Niður hjá Worth kastalanum, sögðu margir, að hingað kæmi einhverntíma járnbarut. Það er bara vitleysa.” “Auðvitað. En við höfum enga járnbraut hérna heldur,” svaraði Nabours. “Við skulum komast af stað.” Þótt þeir vissu ekkert um það, fylgdu þeir Kalkúnalæk í áttina til Saltkvíslar á tveggja daga ferð fyrir norðan Cimarron. Er þeir komu að upptökum þessa lækjar og að upptökum Mú-1- berjalækjar, er rann í suðaustur, komu þeir á fagra öldumyndaða sléttu, þar sem alt moraði af veiðidýrum. Það var sjón, sem vakti for- undrun, jafnvel þessara manna, sem voru van- ir veiðidýrum. I norðri sáust feiknastórar vísundahjarðir. Var það sýn, sem gladdi jafnan ferðamenn, en hjarðmönnum stóð af þeim hinn mesti stuggur, er oftast nær urðu að skjóta sér braut gegn um hjarðir þeirra, en það kostaði púður. Þeir sáu einnig hópa anitlópa, villihesta og öll önnur þau veiðidýr, sem þeir þektu. En öll voru þessi dýr á hreyfingu og kroppuðu ekki í næði eins og venja er til. Hver var ástæðan? Nabours hvarf aftur til hjarðarinnar, er hann skynjaði, að eitthvað óvenjulegt var á seiði framundan þeim. “Stöðvið nautin, piltar,” sagði hann. “Lát- ið þau vera hérna og farið ekki feti lengra, annars missum við þau öll. Þetta svæði er fult vísunda og veiðidýra, og eitthvað hefir stygt þau.” Hann lét sína beztu menn gæta hjarðar- innar, tók með sér tvo eða þrjá menn og reið hart áfram. “Hamingjan góða!” hrópaði einn mann- anna. “Líttu bara þangað þarna!” Alt svæðið var þakið svörtum vísunda hjörðum ótrúlega fjölmörgum. Þeir virtust vera óteljahdi. Eitthvað hafði rekið þá austur frá hinum enn betri högum vestur frá. “Þetta verðum við að fæla frá okkur. Við komustum annars aldrei í gegn um þessa þvögu. Og eg hélt að nautgripir gætu ekki þrifist hér. Lítið bara á veiðidýrin!” Þeir sáu hvem hópinn á fætur öðrum af villihestum, yndislegar skepnur með hnarreist höfuð, og þykk fext og taglprúðar. Það voru skepnur, sem ætíð drógu að sér athygli manna, jafnvel þótt vanir væru að sjá hið ótamda líf isléttanna. Nú sáu þeir einnig stórar hjarðir elgsdýra, er hlupu í sömu átt og vísundamir, í suðaustur. Þetta var svo óviðjafnanlegur fjöldi viltra dýra, að enginn þeirra bjóst við að sjá neitt annað eins aftur. “Sjáið! Sjáið þetta piltar!” hrópaði Na- bours, sem ákafur horfði á þessa sjón. Ef þetta eru ekki nautgripir, er eg lygari!” Hann hafði rétt fyrir sér, ásamt veiðidýr- unum voru eitthvað fjörutíu tamdir nautgrip- ir; kanske stroku dýr frá Osaga Indíána nýlend- unni austur frá. Texas mennimir fundu blóð sitt hitna er þeir sáu nautin. “Segið ekki að þetta sé gott land!” sagði Nabours, er horfði áfjáður á þessa sýn. “Þama eru nautgripir.” “Þeir hafa mjög einkennileg horn,” sagði Len Hersey. Og það var satt. I raun og veru vantaði þessa gripi, sem ættaðir vom að austan, hin breiðu horn Texas nautanna. “Mér er nú sama um hornin,” svaraði Na- bours. “Þau hafa nóga húð til að hægt sé að setja á hana öngulsmerkið,'og mér sýnist ekki betur en þau séu vilt og eigandalaus. Komi þau nálægt okkur læt eg ekki hornin aftra mér. En komist hjörðin okkar inn á meðal þeirra verður hún eins og þau. Við verðum að halda henni til baka, drengir, og bíða þangað til þetta fer fram hjá. Allar þessar skepnur eru á leið- inni út úr þessu svæði, og leggi hjörðin okkar sömu leið verður það verra en nokkuð, sem v við höfum ennþá reynt.” “Heyrið!” einn mannanna hélt upp hend- inni. “Einhver er að skjóta fyrir framan okkur!” Þeir sátu óákveðnir á hestum sínum. Sam- kvæmt reynslu þeirra var riffilskot oftast hættu boði. “Bíðið, bíðið, drengir!” Nabours lyfti hendinni. Á þessu var enginn vafi. Skothvellimir bárust með vindinum yfir sléttuna. Þau komu úr mílu fjarlægð, og komu með reglulegu milli- bili. “Þetta eru ekki Indíánar!” hrópaði Jim Nabours. “Þetta er hvítur maður!* Vísunda skytta; eg þori að veðja hesti, að það er það sem hann er.” Skotin heyrðust stöðugt — tíu, fimtán, tuttugu. Hjarðmennirnix vissu strax hvaðan skotin komu og riðu á harða stökki í áttina þangað. Er þeir komu upp á hæðarkoll einn, sáu þeir framundan sér sjón, er var lík mörgum öðrum sýnum er mátti sjá á þeim tímum í þessum landshluta. 1 litlum dal sáu þeir hóp vísunda, sem enn- þá stóðu á fótunum. Á meðal þeirra eða í kringum þá lágu aðrir tuttugu dauðir, eða börðust við dauðann. Hjarðmennirnir sáu púðurreykinn eitt- hvað tvö hundruð álnir frá skepnunum. Veiði- maðurinn lá falinn í grasinu upp á hól einum. Hann lá flatur og studdi hinum þunga riffli á tvær þverspýtur, sem hann hélt saman með vinstri hendinni. Hann hafði engan hatt á höfðinu. Hárið blakti í vindinum og hann var sjálfur alveg hreyfingarlaus og ósýnilegur. Miskunarlaust skaut hann hverju skotinu eftir annað. Hvert þeirra sýndi svolítinn rykblett á svörtum feldinum. Visundur reikaði, reyndi að hlaupa spöl; en skotinn gegn um lungun varð hann brátt að htjíga til jarðar. Þeir sem eftir lifðu, hlupu til hans, nösuðu af honum, hlupu í burtu og sneru svp aftur við og stóðu ráðalaus- ir. 1 hvert skifti og einhver skepnan reyndi að komast í "burtu féll hún fyrir kúlu hinnar leyndu skyttu. Þetta var duglegur veiðimaður. Hann eyddi ekki tímanum í að sjá hvort kúlur sínar fyndu sér staðar, því að hann vissi það. Hver kúla braust í gegnum lungu vísundsins. Þeir gátu ekki farið langt. Jörðin var svört af skrokkum þeirra. Einhverntíma mundu beina safnaramir gleðjast. Því að þarna mundu þeir finna fimtíu beinagrindur í einni kös. Þetta var duglegur og reyndur vísundaveiðimaður. Skinnaveiðarar höfðu þegar farið að þrengja sér vestur á sléttumar til að rækja þar sína óguðlegu iðn. En maður þessi átti ekki heima í Indíánalandinu og enginn Indíáni drap vísunda á þennan hátt. Þessvegna vom ekki Sólbakka mennirnri vissir um hver hann var. Þeir riðu áfram til að rannsaka málið en létu ekki sjá sig strax. Þau fáu af dýrunum, sem uppi stóðu, urðu vör við komu' þeirra og reyndu að forða sér út úr þessum heljargreipum. ' Er skyttan sá ókunnugu mennina dró hann sig í slé. Er þeir höfðu heilsast eins og venja var til, reis hann á fætur og rétti upp hendina til merkis um sátt og frið. Hjarðmennirnir gáfu hið sama merki. Þeir sáu nú að veiðimaðurinn gat verið á hvaða aldri, sem var, milli fjjörutíu og sextíu áya. Hann var hmkkóttur í andliti með stíft hár. Hin grófa húð hans sýndi, að hann var kynblendingur. Hann var búinn eins og hvítur maður, nema var berhöfðaður. Hann studdist við sinn banvæna riffil, hirðulaus og hlutlaus og beið komu hjarðmannanna. “Góðan daginn vinur!” sagði Jim Nabours. “Góðan daginn!” svaraði ókunni maður- inn. “Hvert eruð þið að fara?” “Norður. Við höfum nautahjörð með þrjú þúsund nautum fimm mílur hér suður af.” “Þrjú þúsund naut! Ha! Þið farið til Abilene — Coldwell Wishta?” “Já, ef við getum komist þangað. Eg var að furða mgi á hversvegna vísundarnir væm að streyma austur.” “Eg drap fáeina vegna húðarinnar,” sagði kyniblendingurinn hlægjandi. “Maður, sem með mér er kemur brátt til að flá þá. Aðseturstaður minn er þarna yfirfrá, kanske tvær m'ílur í burtu. Hvaðan komið þið?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.