Heimskringla - 21.04.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.04.1948, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. APRÍL 1948 í^eimskriitgla fStofmaa ÍSMJ Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaOsins er $3.00 árgangurinn, borgist íyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 21. APRÍL 1948 SUMARDAGURINN FYRSTI Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Heimskingla býður að gömlum og góðum íslenzkum sið gleðilegt sumar. Koma sumarsins hefir ávalt hrifið íslendinga. Þeir hafa fagn- að sumri eins og raunar alt, sem ylgeislar bifa, gerir. Þegar sumar- sólin “klæðir alt í gull og glans”, hefir það orðið skáldunum það yrkisefni, er fæst þeirra hafa látið sér úr greipum ganga. Eg efast um að nokkurt íslenzkt skáld sé til, sem ekki hefir einhverntíma ort vísu eða kvæði við komu sumarsins. En þessi árstíð gróðurs og fegurðar, hefir ekkert íslenzkt skáld heillað eins mikið og Jónas Hallgrímsson. Hann yrkir ekki ein- ungis mikið um sumar og sól, heldur ma segja, að þetta hvorttveggja sé þungamiðja skáldskapar hans. Er svo fagurlega að þessu vikið í inngangi Tómasar skálds Guðmundssonar, í útgáfu hans að ljóð- mælum Jónasar, að eg get ekki við þetta tækifæri látið hjá líða, að taka það upp. Inngangur þessi er að öðru leyti eitt það hugrænasta, sem eg hefi séð um Jónas Hallgrímsson skrifað. En hér kemur frásögn hans:------hann (Jónas) er fyrst og fremst tignandi hinnar björtu fegurðar, dagsins og sólarinnar. “Skammdegið hefir altaf lagst þungt á mig”, segir hann í bréfi til Jóns Sigurðsson, og í fleiri en einu kvæði ber hann sig upp undan myrkrinu. Honum stendur stuggur af því, vegna þess að það er fjandsamlegt lífinu og í andstöðu við hann sjálfan, “en eg veit það af reynslu að það bráir af mér eftir sólstöðurnar og þá er eg til í alt,” segir hann einnig. “Hvað er svo gatt, sem hið góða guðs auga?” spyr Jónas, og þessi sóltignun hans mótar öllu öðru fremur yfirbragð ljóða hans. “Skein yfir landi sól á sumarvegi”, “skín a tinda morgunsól”, “frelsissól”, “sól sorglausa , slík er uppistaða og ívaf kvæðanna. Jafnvel þunglyndið í sarsaukafylstu ljoðum hans, sækir angurværð sína í þrána eftir sumri og birtu: Ó, að eg væri orðinn nýr og ynni þér að nýju! segir hann í stökunum, sem hann yrkir “skemsta daginn , 21. desem- ber 1844, síðasta veturinn sem hann lifði, og aðeins vitundin um það, að Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju getur eins og þá er komið, fengið honum þessarar harmsáru óskar. Þetta er Jónasi sjálfum ljóst, og í vísunni um sólhvörfin, sem hann yrkir daginn eftir, biður hann: Eilífur guð mig ali einn og þrennur dag þenna. Lifa vil eg svo ofar enn eg líti sól renna. Og sama hugsunin kemur fram í lofgerð skáldsins til “höfund- ar, föður alls, sem er”: . Nú hefir sumar sólin skær sofnaðan þínum fótum nær vakið mig------ Og hann ræðir í fullum trúnaði við skapara sinn, þegar hann játar honum þakklæti sitt og fögnuð, því Vorblómin sem þú vekur öll, vonfögur, nú um dali og f jöll og hafblá alda og himinskin hafa mig lengi átt að vin. Og óskin verður ein og hin sama og áður: Leyfðu nú drottinn enn að una eitt sumar mér við náttúruna. Kallirðu þá, eg glaður get gengið til þín hið dimma fet. Með líkum hætti eru sólseturs-ljóð, þetta “Testament of Beauty” Jónasar Hallgrímssonar, dýrlegur og samfeldur trúar- óður um ljósið, yndi þess og sköpunarmátt. “Sólin sæla”, verður honum “mynd guðs hin máttka”, og viðlag ljóðsins síendurtekið, hljómar eins og kórsöngur í heilagri messu: Hníg því hóglega í hafskautið mjúka, röðull rósfagur, og rís að morgni, frelsari, frjóvgari, fagur guðs dagur, blessaður, blessandi blíður röðull þýðurl Hér lýkur frásögn Tómasar Guðmundssonar skálds um þetta atriði og skal hér ekki miklu við það bætt. Þó get eg ekki gengið fram hjá kvæði því er Jónas yrk- ir um föður sinn, er hann misti ungur, sem kunnugt er; en þar er ein vísan þannig: Man eg afl andans í yfirbragði, . og ástina björtu, er úr augum skein. Var hún mér æ, sem á vorum ali grös in grænu guðfögur sól. Hafa menn oft heyrt yndis- legri föðurminningu? Þá ber kvæðið Söknuður sól- artignun Jónasar sama vitni: Man eg þig mey, er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Við minnumst komu sumarsins á morgun. Er hægt að gerg það með nokkru móti ljúfara og á eins guðdómlegan hátt og Jónas gerir í kvæðum sínum? Það hafa að vísu fleiri skáld gert og um einn mann getur í sögunni, Þor- kel mána, er bað að bera sig út í sólina á dauðadægri. En það er spursmál, hvort andi og efni ljóða nokkurs hafi mótast eins mikið af áhrifum sólar og sumars og Jónasar. Um leið og Heimskringla ósk- ar gleðilegs sumars í vanalegum skilningi, óskar hún þess að sum- arið í ljóðum Jónasar megi sem lengst lifa hjá íslendingum. UM HÆKKUN FLUTNINGSGJALDS Það skall alt í einu á það veð- ur í Ottawa s. 1. viku út af farm- gjaldsmálinu, eða hækkun flutn- ingsgjalds á vörum með járn- brautum, að menn fóru að spá illa fyrir King-stjórninni. Á stjórn- arandstæðinga kom berserks- gangur og þeir ögruðu stjórninni með vantrausts-yfirlýsingum fyr- ir að hafa leyft flutningsgjalda- hækkun um 21% eins og farm- gjaldaráðið í Ottawa lagði til að gert væri. Og þessu er ekki enn lokið. Það liggja enn fyrir þinginu í Ottawa vantraustsyfirlýsingar á stjórnina sem glímt verður við þessa viku. Að stjórnin virtist um tíma í hættu stödd, er ekki að neita. En sú hætta lá þó ekki í því að vantraustsyfirlýsing Coldwells væjn svo vel rökstudd að duga mundi. Það var heldur hitt, að liberal-þingmenn margir, sáu sér ekki fært kjósenda sinna vegna, að mæla með flutnings- gjalds hækkuninni. En eftir ræðu Chevriers flutningsmála- ráðgjafa sambandsstjórnarinnar fór málið að skýrast og fylgi- fiskar stjórnarinnar hafa að lík- indum séð sér færara en áður, að fylgja stjórninni. Breytingar til- laga Brackens um, að rannsaka farmgjaldamálið frá byrjun og einkum það atriði, er viðkemur hærra flutningsgjaldi í vestur fylkjunum en þeim eystri, er miklu verjanlegri, enda þótt það efni komi ekki almennri flutn- ingsgjaldshækkun nú við. í fám orðum sagt, liggur þann- ig í málinu. Farmgjaldaráðið virðist ávalt hafa verið látið afskiftalaust af stjórninni. Þegar því hefir fund- ist þörf á hækkun, hefir hún ver- ið álitin réttmæt. Nú byggir það hækkunartillögur sínar á því, að flutningsverð hafi ekki hækkað síðan 1925, en aðeins síðan 1939 hafi vinnulaun hækkað um 44%, eða um 800 dollara á árskaupi hvers verkamanns og efni, sem járnbrautir þurfi með alt frá 34% upp í 254%. Ein lest af kolum er t. d. 83.4% hærri en 1939; margt sem til smíði á vögnum heyri, hafi hækkað milli 200 og 300% og stórviður til lagningu brúa um 254%. Að mgunni. Á VÍÐ OG DREIF þessu öllu athuguðu, segir Chev- inu, sem hátt er reitt, eins og rier, að 21% hækkun á burðar- fyr, því vantraustyfirlýsingarnar gjaldi sé það minsta, sem komist hafa við svo dæmalaust lélegar verði af með, en sé f jarri að kom- ástæður að styðjast, að þær mega ast til jafns við verös og vinnu- heita að hafa verið kæfðar í fæð- launahækkunina. Andstæðingar stjórnarinnar standa eiginlega ráðþrota við þessu og fóru að halda fram, að þessi flutningsgjalda hækkun yki muninn á burðargjaldi eystra og vestra meira en hann hefði verið. Blaðið Winnipeg Free Press tók og í þennan streng. En það er alt út í bláinn sagt. Það sem kostað hefir að flytja eystra $1, kostar nú þar $1.21. Hækk- unin nær yfir alt land. Forsætisráðherrar fjögra vest- urfylkjanna og þriggja austur- fylkjanna, sendu stjórninni í Ot- tawa þegar skeyti og báðu hana að láta ekki flutningsgjaldið hækka að svo stöddu og vildu koma á fund stjórnarinnar 24. apríl, til viðtals við hana um þetta. En Ottawa-stjórnin sinti því ekki og lét hækkunina fara fram 8. apríl, eins og flutninga- ráðið ákvað. Þetta bætti ekki skap fylkja- ráðherranna í þessu máli og þeim finst nú samkomulagið við sam- bandsstjórnina vera alt annað, en þegar hún var að semja við þá um skattamálin sællar minningar. Blaðið Winnipeg Free Press snýst illa við gróða C.P.R. fé- lagsins og telur það ekki hafa þurft þessarar hækkunar með. En hér er um bæði járnbraut- arfélögin að ræða. Og þjóðeigna- kerfið hefir að tveimur árum undanskyldum, yfir stríðið, aldrei getað jafnað reikninga sína. Tap þess hefir stundum numið eins miklu og 50 miljón dölum á ári. Að vísu er vafasamt hvort kalla eigi það reksturs-halla. Á lðinu ári er tap þjóðbrautakerfis- ins talið nærri 16 miljónir. En þá hefir verið greidd renta á skuldum félagsins er nemur nærri 44 miljón dölum. Skuld þessi er á veðbréfum, sem stjórn- in og almenningur eiga. Af rent- unni á stjórnin 20 miljón dali, en almenningur 24 miljónir. Sé veð- EF þú átt heima á Prince Ed- ward eyju og ert svo ríkur að eiga fasteign í hverju hinna 15 kjör- dæma, sem á eyjunni eru, get- urðu í fylkiskosningum greitt 30 sinnum atkvæði. Og þess er kost- ur, ef byrjað er snemma, að kom- ast á einum degi til allra kjör- dæmanna. Konan hefir þennan rétt eins og maðurinn. Eigna- leysingi hefir aðeins föng á að greiða einu sinni atkvæði. Á þetta forna kosningaskipu- lag, var ráðist í þinginu á Prince Edward-eyju nýlega af íhalds- mönnum og það talið ólýðræðis- legt, og gersneitt almennu jafn- rétti. Forsætisráðherrann, Jones, lagði ekkert til málanna, en fylg- ismenn hans, liberalar ýmsir. töldu þörf á að breyta þessu. Að kjósendur geta oftar en einu sinni greitt atkvæði, stafar af því, að í hverju kjördæmi eru tveir kosnir og annar þeirra sæk- ir aðeins fyrir hönd eignamanna. Sem almennir kjósendur getur hinn ríki ekki greitt atkvæði nema þar sem hann er búsettur. Liberalar eru ef til vill ekki á móti einhverjum endurbótum í þessu efni. En þeir eru ófúsir á að svifta iegnamanninn öllum þeim kosningahlunnindum, sem hann nú hefir. ★ HVEITI, sjálfsáð eftir fyrsta árið, hefir lengi verið glímt við að uppgötva af vísindamönnum. Það kann að eiga enn langt í land, en hitt er víst, að Saskat chewan háskóli hefir lengi feng- ist við rannsóknir í þessa átt, og er nú kominn að þeirri niður stöðu, að hafa fundið upp hveiti tegund, með grænni rót, efti^að kornið hefir móðnað, og sem korn sprettur upp af, ár eftir ár, án þess að sáning sé endurtekin. — Enn er þó sagt að korntegund bréfaeign Ottawa stjórnar um þessa þurfi að herða, hún sé of eða yfir 600 miljón dali, munaðb viðkvæm fyrir kuldum og standi miklu, ef renta væri ekki af þeirri ekki af sér alla kvilla sem á summu greidd. En fram á það hveiti sækja. En að það takist að hefir ekki verið farið af and-| herða tegundina, gera menn sé stæðingum stjórnarinnar á þing-j fylstu vonir um. inu í Ottawa, sem er þó eina Þetta sparar bæði svo mikla leiðin til að sýna fram á, að járn-| vinnu og útsæðiskaup, að það brautafélögin bæru sig og á mun olla byltingu í hveitirækt flutningsgjaldahækkuninni væri^ innan 10 eða 20 ára og ef til vill ekki þörf. Ef stjórnin gæfi eftir fyr. rentuna á veðbréfum sínum, þyrfti ekki að koma til flutnings- hækkunarinnar. Og sannleikur- inn er sá, að stjórnin mætti betur við því að sleppa vöxtum sínum, en almenningur að greiða flutn- ingsgjalda hækkunina. Það er hin gamla skuld, sem á þjóðkerfinu hvílir, sem gerir það PRISCILLA MANSFIELD, enskur tískufræðingur og mynd- tökumaður, kom nýlega til Van- couver og sagði: “Kvenþjóð Norður-Ameríku er luraleg, en í Vancouver, er hún luralegust allra.” Þessu var nú ekki með þögn- ósamkepnisfært við önnur félög.j inni tekið. Blöðin fóru á fund Ef C.N.R. félagið hefði hrepL kvenna og spurðu hvað þær álitu sama hlutskiftið og önnur félög er eins stóð á fyrir, hefði það verið lýst gjaldþrota, er stjórnin tók það yfir, og það var það, sem maður er R. B. Bennett hét vildi og lagði til að gert væri; þá hefði þjóðeignakerfið getað borið sig og orðið til þess, að um þetta. Nokkrar könnuðust við, að þetta myndi ekki fjarri. En það var veðrinu í þetta sinn að kenna. Hvernig er hægt að búast við að konur flíki því bezta er þær fara úti í rigningu? En karlmenn létu ekki standa á sér að koma kvenþjóðinni til halda flutningsgjaldi lægra, í varnar. “Regnið”, sögðu þeir, stað þess að hækka það eins og! getur leikið kögur og blóm í hött- það nú gerir. En þetta máttij um kvenna illa, en það hefir nú ekki gera, aðallega af því, að gert Vancouver konur heilsubetri Bennett var lögfræðingur C.P.R.j Qg útlitsfegurri en konur annar félagsins og tillögur hans gátu( staðar á meginlandi Ameríku.” þessvegna ekki góðri lukku stýrt — í augum liberala, sem átt hafa og fóstrað þennan pólitíska laun- Blað í Vancouver flutti mynd- ir af forkunnar vel klæddum stúlkum f jórum, er það tók í hópi krakka, C.N.R. félagið og sam- kvenna á götum miðbæjarins og steypustjórnin var þá stundina spurði hvað út á klæðnað þeirra bundin og samþykti með þeim vitleysuna, sem þjóðin hefir nú hátt á þriðja tug ára greitt tekju- halla fyrir, er fyrstu árin mörg nam eins miklu og 50 miljónum. Stjórnarandstæðingum á þing- inu var innan handar að fella stjórnnia á þessu máli, ef það hefði verið rétt skýrt fyrir þjóð- inni. En það er hætt við að væri að setja. En Victoríu-búar. sem með þessu fylgdust af áhuga, þektu stúlkurnar og kváðu þrjár af þeim hafa verið frá Victoríu í kaupsýsluerindum í Vancouver. * ROMAN-KAÞÓLSKIR íbúar í Quebec-fylki hafa nú fengií sér nýtt flagg, sem kunnugt er i Nýlega bárust þeim þakkir fyri minna verði í þetta sinn úr högg- þetta úr algerlega óvæntri átt. MERKILEG BRÉFASÖFN Eftir Próf. Richard Beck Húsfreyjan á Bessastöðum. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Hlaðbúð, Reykja- vík, 1946. Sonur gullsmiðsins á Bessa- stöðum. Finnur Sigmunds- son bjó til prentunar . Hlað- búð, Reykjavík, 1947. Margir munu telja það vel ráð- ið og þakkarvert, að gefin voru út þessi merkilegu bréfasöfn, er miklu ljósi varpa á ætterni og skapferli Gríms skálds Thom- sens, æskuár hans og mentafer- il, enda hafa þau átt ágætum við- tökum að fagna, og sýna þær ó- tvírætt djúp ítök skáldsins í hug- um landa hans og löngun þeirra til að fræðast um ævi hans. Til útgáfunnar er einnig vandað, eins og verðugt var, um allan frá- gang, og prýdd er hún myndum og rithandar sýnishornum. I. Húsfreyjan á Bessastöðum er safn bréfa Ingibjargar Jónsdótt- úr, móður Gríms Thomsens, til bróður hennar, Gríms amtmanns, um 40 ára skeið (1809— 1849), og í rauninni sjálfsævisaga hennar á því tímabili. Um slík sendi- bréf má sannarlega segja hið fornkveðna, að “veldur hver á heldur”. í höndum snjallra bréf- ritara verða þau heillandi skemti lestur, og fari þar saman skarp- skyggni og hispurleysi í frásögn verða bréfin jafnframt merkar heimildir um samtíðarviðburði og samtíðarmenn. Alla þessa kosti á Ingibjörg til að bera sem bréfritari, þó að vit- anlega sé jafnan margt í sendi- bréfasöfnum af þessu tagi, sem iéttvægt er og á dægurgildi eitt. Hún ritar vandað mál og vel ís- lenzkt, á þeirrar aldar mæli- kvarða, og hjá henni er, eins og Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður tekur réttilega fram í for- mála sínum, “ósvikinn þróttur og kjarni í orðfæri og hugsun, og er eigi vandséð ættarmótið með syni og móður.” Ingibjörg Jónsdóttir dáði mjög Grím amtmann, bróður sinn, og unni honum að sama skapi, eins og bréf hennar bera fagurt vitni, enda var henni það eitt hið mesta harmsefni um dag- ana, að hún varð að dvelja fjar- vistum við hann. Hún skrifar honum hvenær sem tækifæri gefst og opnar honum hug sinn allan. Afdráttarlaust segir hún skoðanir sínar á mönnum og mál- efnum, eins og við horfir frá hennar sjónarmiði. Fágætt hisp- ursleysi sérkenna því bréf henn- ar, og eykur drjúgum á sannleiks- gildi þeirra og áhrifamagn yfir hugun lesenda. Ingibjörg húsfreyja lifði merkilegt tímabil í sögu íslend- inga. Hún var fram eftir árum þjónustustúlka hjá æðsta em- bættismanni landsins, Ólafi stift- amtmanni Stephensen í Viðey, og sjónarvottur að ýmsum við- burðum í sambandi við byltingu Jörundar hundadagakóngs. Síð- an var hún áratugum saman hús- freyja á Bessastöðum, helzta Sögufélag franskra prótestanta í Canada, Hugenotta svonefndra, kom nýlega saman á fundi í Montreal. Sendi það Duplessis, forsæitsráðherra, bréf er tjáði honum þakklæti fyrir valið á nýja flagginu; það væri gamalt prótestanta flagg, sem fyrst hafi orðið til í Canada 1555 og var gert af flokki franskra pró- testanta-innflytjneda er sezt höfðu að á bökkunum við mynni Saguenay-árinnar á timum Col- igny aðmíráls, en hann var Hug- enotta foringi og drepinn Bar- tolómensnóttina víðfrægu í Par- ís. En nýlendan lagðist niður, þegar Hugenotta-innflutningur var bannaður þangað af konung- inum á Frakklandi.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.