Heimskringla - 28.04.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.04.1948, Blaðsíða 1
W« recommend foi your opproral oui "BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. ; Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. ;; r^^»«>#*»s»s#«**^ ittilc ¦^^^^#>»»»»»»#^>»*s^»>»^»»^»#N»>»-»>»^»<r^^^ We recommend ior your approTal our // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BREAD CO. LTD. I Winnipeg Phone 37 144 i Frank Hannibal, Mgr. LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. APRÍL 1948 NÚMER31. Til frú Þórunnar Hannesdóttur Kvaran . . . Reynum í sumargjöf að gefa gleði og fagnað öðrum, hver sem má. Vekjum hraustan sumarsefa, sofna látum deyfð og efa. Vonglaðir horfum vetri frá. HANNES HAFSTEIN (Úr kvæðinu Sumarblót) 0 Kom blessuð og sæl eins og sólarkoss í sveitina fornu þína, og fyrst að þú byggir nú borg með oss, þá brátt tekur veðrið að hlýna. Þótt fyrnst yfir margt hafi' í fimtán ár í flughraða liðinna daga, eg veit þú átt hjartnanna hamingju spár og hugunum kær er þín saga. Eg man eftir ferðinni forðum heim og frjálshuga vinanna þinna, og hvar sem eg sólhendist guðs um geim á gleði það hugann skal minna. Það sönnustu menn eru í samferða hring, er sumargjöf rétta án þess viti, að hausti sem vori — alt árið um kring, og aldregi svíkja á sér liti. Og þökk fyrir árin á þessari grund, er þú varst hin ókrýnda drotning, sem fólkshugann átti í íslenzkri lund, er auðsýndi hollustu og lotning. Svo blessist þér, Þórunn, þín ævistörf öll, og ísland þér lifandi knýti, úr blómandi skrúði, sem bezt prýði höll, þann blómsveig, er tíminn ei slíti. Þ. Þ. Þ. -Á sumardaginn fyrsta, 1948. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Prá löngu liðinni tíð Fyrsta flóð í Manitobafylki, sem sögur fara af, var fyrir 122 arum, 1826, og voru þá Stony Mountain og Birds Hill einu staðirnir hér í grend, sem stóðu upp úr vatni, frá því seint í apríl- mánuði, og þangað til snemma í júlí. Áin ruddi sig ekki vorið 1826, fyr en seinni part apríl- mánaðar, og í byrjun maí. Fáum dögum eftir að ísinn tók að leysa flæddi Rauðáin svo, að nýbygg- arnir urðu að flýja bústaði sína, °g leita til hinna einu hálendis- staða, sem hér var að finna á þessu svæði, Bird's Hill og Stony Mountain. 17 mílna svæðið sem liggur á milli þessara tveggja hæða var Þá umflotið vatni. Vatnið hélt áfram að hækka fram í byrjun júní, og fór ekki að sjatna, þangað til í júlímán- uði. Stendur skráð, að þegar verst var, hafi áin vaxið 32 fet yfir venjulegt vatnsyfirborð. í»að var 2. ágúst, 1826, að John Pritchard skrifaði bróður sínum a Englandi: "Það er sannarlega þess vert að á það sé sérstaklega minst, að hinar þrjár kirkjur, Presthúsið, og sameiginlega °ænahúsið okkar, einnig vind- mylna, voru hinar einu bygging- ar, sem flóðið ekki bar í burtu". Næsta stórflóð, sem skrásett finst var árið 1852. Var það sér- staklega ægilegt við Efra Fort Garry (Winnipeg), Middle church og St. Andrew's. Aðrir hjislóðar flutningar hófust þá til Stony Mountain og Bird'sHill. ¦^nnan maí það vor, varð ástand- alvarlegt, þá voru 50 hús í eyði við Fort Garry. Um 3,500 manns varð heimilis- laust, og eignaskemdir voru ^etnar $125,000 þar í voru ekki mnifaldar skemdir á uppskeru. ^lóðið 1862, var sérstaklega mik- l& í Kildonan og Middlechurch. ^Hmargt fólk flutti eignir sín- ar til Transcona, til þess að bJarga þeim. . S. P. Matheson sagði "Sögu- Mr. og Mrs. Garnet Coulter Síðast liðinn laugardag giftust austur í Quebec, Garnet Coulter, K.C., borgarstjóri í Winnipeg og Jessica Allan Derby, er um margra ára skeið var framkv.stj. Canadian Federation of Mayors og Municipalities. Hafa þau verið að ferðast eystra síðan, oftast flugleiðis og eru væntanleg til Winnipeg n. k. laugardag. Frú Coulter hefir áður komið til Winnipeg en aðeins í sam- bandi við störf hennar í áður nefndu félagi. Borgarstjóri keypti nýlega hús á Wellington Crescent, sem hjón- in flytja í er þau koma. . félagi Manitoba", að einn morg- uninn hefði hann og fólk hans séð heygrind og part af í>ósi,| fljóta fram hjá, og hefði hæna setið á flekanum. Kvaðst hann hafa brugðið sér í bát (canoe), komist að flekan- um og bjargað hænunni. Næsta dag hefði hún svo launað líf- gjöfina, með því að verpa einu eggi- Segir Mr. Matheson frá því, að á sunnudögum hafi hann farið ríðandi til Bird's Hill, þar sem landnemarnir frá Middlechurch hefðu komið sér upp skyndibú- stöðum. Mýrlendið (The Swamp) hefði verið of blautt fyrir kerrur. — Kvað hann fólkið hafa komið saman til messugerðar, og hefði sr. John Chapman messað. Hefði hann orðið að róa á bát f rá bústað sínum upp með ánni, um 3 mílur. Hefði hann og fólk hans búið á upphækkuðum palli í kirkjunni? Á þessum þrautatímum var far- vegur Rauðárinnar þröngur. Úr óteljandi mýralækjum og vötn- um, streymdi þá flóðið í ána á hverju vori. Skurðagröftur og framræsla, þekktist þá ekki á þessum slóð- um. Vatnavextir og áflæði Þegar hlýna fór loks í veðri og einum hinum þrákaldasta vetri, sem menn muna lauk, var víða mikill snjór á jörðu. Með hlý- indunum leiddi af því vöxt í öll- um ám landsins og sumstaðar á- flæðis, er miklar skemdir hafði í för með sér. Rauðáin hefir hjá Winnipeg staðið barrnafull og menn hafa átt alls ills von af því. Breyttust horfurnar eitthvað til batnaðar í gær og töldu þeir sem beztar gætur hafa á vatnavextin- um haft, að Wpg. mundi sleppa i þetta sinn við áflæði. En í suð urhluta þessa fylkis, er alt aðra sögu að segja. í Emerson var fjögra feta vatnselgur á götum bæjarins fyrir síðustu helgi. Og um Morris er svipað að segja. Hefir á báðum þessum stöðum orðið mikið tjón og vandræði og reyndar meðfram allri ánni alt ti'l Winnipeg. Við St. Norbert um 12 mílur suður af Winnipeg flæddi yfir þjóðveginn (Emer- son Highway). fbúar þessara staða sitja einangraðir, þeir sem ekki hafa fluzt burtu. Á sumum stöðum er jafnvel ekkert drykkj- arvatn og verður að flytja það þangað frá Winnipeg. En mjólk og annað materkyns hefir einnig orðið að fá að. Nokkur heimilr eða alt að 50 hefir orðið að flýja á þessum slóðum. En einnig þarna eru nú horfurnar að batna. Skaðarnir hafa ekki enn verið metnir, en þeir hljóta að véra miklir. Á einum stað við Emerson varð fólk að flýja upp á þak og hafast við þar til því var bjargað. Skepnur hafa eflaust einhverj- ar farist. Var ekki fyr frá þvi sagt, en að kjötverð í Winnipeg hækkaði um 8 cents. Það er unn- ið að því af kappi að koma fólki á þessum flóðsvæðum fyrir og sjá um að því líði svo vel, að heilsu þess saki ekki. óaldarflokkar á Italíu Það heyrist frá Rómaborg, að leyni-erindrekar herliðsins á ít- alíu, hafi fundið að minsta kosti 2 erlenda útsendara meðal þeirra er handteknir hafa verið fyrir það að gera árásir á hergagna- birgða-stöðvar á norður-ítalíu í vikunni sem kosningarnar fóru þar fram. Smáróstur hafa orðio nú á hinum síðustu dögum á her- stöðvum skamt frá Milan. Tveir ókunnir menn voru handteknir af lögreglunni í Venice, eftir að hafa brtoist inn í hergagnabúr sjóhersins. Erindrekar hersins handtóku 4 menn í uppþoti vði hergagna- stöðvarnar í San Rocco al Porto, sem ráðist hefir verið þrisvar á þessa viku. Fréttir frá Milan segja að yfirvöldin þar hafi upp- götvað stóran og fjölmennan fé- lagsskap, er leitast hefði við að fremja ýms hermdarverk undir leiðsögn erlendra útsendara. — Hefðu 2 þeirra verið höndaðir þar. Sagt er að Alcide de Gasp- eri, forsætisráðherra, hafi fyrir- hugað að stofna sérstakt ráðu- neyti, til þess að koma í fram- Gle<5ileg|t sumar! Þótt fyrnist yfir feðra mál, og fræðum þeim sé hent á bál; á meðan ein og ein er sál, sem arfleifð sinni ei grandar: Gleðilegt sumar, löndur bæði og landar! Þótt hrafnagarg og svanasöng við seljum jafnt í markaðs þröng, ef bæði eru íslenzk bragaföng f rá báðum til vor andar: Gleðilegt sumar, löndur bæði og landar! Við eigum flest að þakka þeim, sem þagnar gista undraheim, og mér finst sem eg heyra hreim frá hljómgný fjarrar strandar: Gleðilegt sumar, löndur bæði og landar! Nú sólin vekur vörm á brá úr visnu laufi hið unga strá, sem reynir sér að tylla á tá og til þín kolli bandar: Gleðilegt sumar, löndur bæði og landar! Og vordís norður siglir sjá í sumarvindi Eden f rá * og klappar gráan kollinn á og kveðjur okkur vandar: Gleðilegt sumar, löndur bæði og landar! Þ. Þ. Þ. -Á sumardaginn fyrsta, 1948. Til frú Elínborgar Lárusdóttur Velkomin, Elinborg, vestur um sjá! . Vorið þér fylgdi um loftin blá, landinu hugans og hjartans frá, hingað á sumarmálum, þar sem þú frændanna fjölda átt, fallinna, og standandi enn þá hátt; sagnvini, er margan þinn söguþátt, sulgu í sig alveg á nálum. Hér máttu vígin in síðustu sjá. Svefninn og dauðinn hið gamla á. Æskan er hérlend, og enskunni frá öll hennar sál, má kalla. Þetta er nú heimssagan, heillin mín. Hreinskilni bezt er við fyrstu sýn. Landnámið feamt mót sólu skín söguöld framtíðar alla. Margt er það hér að heyra og sjá, heiminum aldrei sem skýrt er frá, * sagnirnar ótal — er sýnir ei skrá sögunnar — bak við tjöldin. — Heil og sæl, skáldkona, vestur um ver! vinhlýir blessist þér dagarnir hér heiðari en níundi himininn er. Hossi þér skagfirzka öldin! Þ. Þ. Þ. —Á sumardaginn fyrsta, 1948. kvæmd þeim hluta af endurreisn- aráætlununum Evrópu, sem ítal- ía tekst á hendur. Málshöfðun látin falla niður að sinni T. Alan Go'ldsborough, dóm- ari, frestaði til óákveðins tíma, frekari málsóknum á hendur J. L. Lewis, og Sambandi námu- verkamahna, fyrir lítilsvirðingu við réttinn. Var þetta í Washington, síð- pstliðinn föstudag, og tók dóm- arinn til greina þær ráðlegging- ar Bandaríkjastjórnarinnar, að dæma viðkomendum enga frekari hegningu að þessu sinni. Graham Morison, aðstoðarrík- islögsóknari, kvað það tilgangs- laust og að öllu leyti óhyggilegt. að leggja nýjar sektir á Lewis og námuníannafélagið nú. Nokkru fyr í síðastliðinni viku. sektaði Goldborough dómari Lewis $20,000 peprsónulega, og dæmdi Sambandinu $1,400,000 sekt fyrir glæpsamlega lftilsvirð- ingu við réttinn. En slíkur dómur var bygður á því, að 3. apríl, gaf rétturinn Lewis og Sambandinu strangar fyrirskipanir að koma í veg fyr- ir og stöðva kolaverkfallið. Fram hjá þeim skipunum var gengið með fyrirlitningu. 85 c'r eða meira af linkola-námu mönnumð hafa nú þegar tekið til starfa aftur. Forsetinn ætti, og hefði átt fyrir löngu að gera, að bjóða for- sætisráðherra Sovét-Sambands- ins, Joseph Stalin, til ráðstefnu, á Rússlandi, ef Stalin vildi ekki koma til Bandaríkjanna. Enginn getur varist þeirri hugsun, í sambandi við þetta, að lengra og farsællegar væri friðarmálum heimsins komið nú, ef Roosevelt forseta hefði notið við. Harmar burtflutning ungs fólks John Diefenbaker, þingfull- trúi íhaldsflokksins, frá Lake Centre, Sask., fór þungum orð- um um það í ræðu, er hann hélt nýlega í Ottawa, hve ungt fólk gerði mikið að því að flytja burt úr Canada, og kvað hann að sök- in ,og ástæðan fyrir því væri skortur á myndun og stofnsetn- ingu einka fyrirtækja í þessu landi. Sagði Mr. Diefenbaker, að 30,000 ungra manna og kvenna hefðu leitað út úr landinu á síð- astliðnu ári, af því að lífvænleg skilyrði voru ekki hér fyrir hendi. Kvað hann það eina teg- und útflutnings, sem Canada mætti ekki við, ef landið bygði upp á nokkra framtíð. Svíar hervæðast Skiftir um hver á heldur Á kirkjuþingi Methodista Saratoga Springs, N. Y., þar sem 300 fulltrúar mættu, var það mál tekið upp á dagskrá að Banda- ríkin gerðu langtum meiri og liðlegri tilraunir, en átt hefir sér stað, til þess að starfa í félagi með Rússlandi að þeim málum er stuðla að varanlegum friði. Bæði prestar og leikmenn frá Austur-New York og Vermont lögðu beiðni fram fyrir þing og stjórnarráð um að leita meiri ráðlegginga hjá borgurum um al- menn mannfélagsmál, en hlusta ekki eins mikið á það, sem hern- aðar-ráðgjafar hefðu til mála að leggja. Fulltrúasamþykt þessi var gerð að ræðu G. Bromley Oxnam, biskups frá New York lokinni. Kvað hann Truman for seta hafa brugðist algerlega í því að gera alt sem hægt væri að gera til þess að forðast stríð við Rúss- land. Samkvæmt síðustu fréttum frá Stokkhólmi, hefir Allan Vougnt, landvarnamála-ráðherra Svíþjóð- ar, lagt beiðni fram fyrir þingið um $54,000,000 til hernaðarút- búnings, og lýsti því yfir jafn- framt, að hver einasti Svíi, sem fær getur talist að bera vopn, verði að vera tilbúinn að berjast fyrir land sitt, hvenær sem svo fari að til stríðs dragi. Rannsóknar krafist Fregnir þær koma frá Weis- baden á Þýzkalandi, að alþjóð- legrar rannsóknir sé krafist á því hvernig dauða Jan Masaryks, ut- anríkismálaráðherra Tékkósló- vakíu, 10 marz síðastliðinn, hafi aðborið. Er þessa krafist af Tékkum, sem mótfallnir eru nú- verandi stjórnarfyrirkomulagi í Prague. Hefir rannsóknarkrafa þessi verið send til Trygve Lie, formanns Sam. þjóð. Er þar farið fram á að lík Masaryks sé grafið upp, og rannsakað, vegna hinna einkennilegu og ískyggilegu at- burða í sambandi við dauða hans.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.