Heimskringla - 28.04.1948, Side 2

Heimskringla - 28.04.1948, Side 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1948 Skáldsnillingurinn Joseph Conrad Eftir Richard Beck Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Með Verkar fljótt! Hér er um að ræða undrunarvert, nýtt ger, sem verkar eins fljótt og ferskar gerkökur, og á sama tíma heldur fersk- leika og fullum krafti á búrhillunni. Þér getið pantað mán- aðarforða hjá kaupmanninum yðar, í einu. Engum nýjum forskriftum eða fyrirsögnum þarf að fara eftir. Notið Eleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast, nákvæmlega eins og ferskar gerkökur. Einn pakki jafn- gildir einni ferskri gerköku í öllum forskriftum. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast Prófessor Richard Beck, höf- undur hinnar fróðlegu ritgerðar, sem hér fer á eftir, er lesendum Víkings að góðu kunnur. Hann starfar jafnan af mikilli elju að því mikilvæga verkefni, að út- breiða vestan hafs þekkingu á ís- lenzkum bókmenntum og ísl., menningu. í nýlegum blöðum að vestan er frá því skýrt, að hann sé orðinn einn af ritstjórum hins merkilega tímarits, “Scand- inavian Studies”, en það er gefið út af félagi, er vinnur að eflingu norrænna fræða vestan hafs. í nýkomnu bréfi til ritstjóra þessa blaðs, biður prófessor Beck sjómannablaðið Víking að skila hugheilli kveðju til hinna mörgu vina sinna í hópi sjómannastétt- arinnar íslenzku. Er það gert hér með. Mér voru það góð tíðindi, er eg las þá fregn í blöðum heiman um haf, að hafin væri útgáfa sér- staks ritsafns handa íslenzkum sjómönnum, því að mér er gam- alkunn fróðleiks- og lestrar- hneigð þeirra. Hvað eftirtektar- verðast þótti mér það þó um rit- safn þetta, að þar var að finna í íslenzkri þýðingu eina af snjöll- ustu sögum skáldsnillingsins Josephs Conrads, “Hvirfilvind- inn”, og var þar sannarlega ekki valið af verri endanum. Á það eigi síður við um aðra snilldar- sögu hans, “The Nigger of the Narcissus” (“Svertinginn á “Narcissus”), sem nú er á upp- siglingu í þassu ritsafni. Hafi þeir góðu menn, sem að útgáfu safnsins standa, heilir að verki verið í þeirri menningarviðleitni sinni, að kynna íslenzkum sjó- mönnum, og öðrum íslenzkum lesendum, slíkar merkisbækur og umræddar skáldsögur eru, og að auðga með þeim hætti íslenzkar nútímabókmenntir. Og er eg hugleiddi það, hversu ánægjulegt það væri, að íslenzk sjómannastétt, og þjóðin öll, eignaðist þessi úrvalsrit á móð- urmáli voru, kom mér einnig í hug, að lesendum þessa blaðs myndi þykja nokkur fróðleikur í því, að kynnast megindráttum í ævintýra- og atburðarríkum æviferli sjómannsins og skáld- sagnahöfundarins Josephs Con- rads og höfuðeinkennum rita hans; en rithöfundarferill hans er alveg einstæður í sögu heims- bókmenntanna. I. Ævisaga Josephs Conrads var ævintýralegri öllum hinum mörgu og ævintýraríku skáld- sögum hans, enda er hún með margvíslegum hætti uppistaða og ívaf þeirra, því að fáir rit- Röfundar hafa að sama skapi sem hann unnið rauðagull hreinnar skáldlistar úr misjöfnum málmi fjölbreyttrar lífsreynslu sinnar og þeirra fjarskyldu áhrifa, er hann varð fyrir í veðrabrigðum siglinga sinna, af kynnum við hina ólíkustu þjóðflokka og ein- staklinga. Það eitt sér, að hani> pólskur jarðeigendasonur, fædd- ur og alinn upp f jarri allri sævar- sýn og sævarnið, skyldi finna sig knúinn til þess af innri þörf, að gerast brezkur sjómaður, sætir mikilli furðu; og svo er hitt, sem er með öllu einsdæmi, að þessi sjómaður verður, þá er hann er hættur siglingum sínum, einn af allra fremstu og víðfrægustu sagnaskáldum Breta. Þannig — yrkir lífið sjálft sérstæðustu ljóðin og semur ævintýralegustu skáldsögurnar. Joseph Conrad, sem hét fulluj nafni Joseph Theodar Konrad | Naleoz Korzeniowski, var, eins j og fyrr getur, af póskum jarðeig-1 endaættum, fæddur í Úkraníu í| Pollandi 3. des. 1857, og eru því rétt 90 ár liðin frá fæðingu hans. Faðir hans, Apolloniaus Korzen- iowski, var maður ágætlega lærð- ur, og meðal annars kunnur fyr- ir hinar pólsku þýðingar sínar á ritum Shakespeares, Heines og Victors Hugos. Hann var eld- heitur ættjarðarvinur og var dæmdur í útlegð til Rússlands árið 1862 fyrir hlutdeild sína í uppreisn gegn harðstjórn Rússa í Póllandi. Móðir skáldsins, — menntuð fríðleikskona af ágæt- um ættum, hikaði eigi við að fylgja manni sínum í útlegðina, ásamt hinum kornunga syni þeirra, þó að hún legði með því líf sitt í hættu. Reyndist hin öm- urlega fangelsisvist henni einn- ig svo þurigbær, að hún andaðist þrem árum síðar, þá er Conrad var á áttunda ári, var þeim feðgum að vonum þungur harm- ur kveðinn með fráfalli hennar. Útlegðin hafði einnig riðið heilsu föður hans að fullu, og var honum leyft að hverfa aftur heim til Póllands, því að stjórn- in taldi hann eigi lengur hættu- legan andstæðingp létst hann í Kraká stuttu síðar (1869) í fá- tækt. Hafði Conrad því á þessum örlagaríku** æskúárum sínum kynnst af eigin reynd, kúgun, skorti og þjáningum, er svip- merktu skapgerð hans og lífs- horf til frambúðar, og gat eigi hjá því farið, að sú beiska reynsla vekti í brjósti hans djúpstæða frelsisþrá og samúð með þeim, er þola og þjást, enda sérkenndi það hann til æviloka, eins,og skáldsögur hans sanna deginum ljósar. Að foreldrum sínum látnum, ólst Conrad upp hjá ömmu sinni og móðurbróður, og skyldi hann nú ganga menntaveginn; — var honum því fenginn einka- kennari, stúdent á háskólanum v Kraká, en áður hafði hann verið við nám á gagnfræðaskólum. I fjögur ár stundaði hann nám undir handleiðslu hins ágæta kennara síns, en hugur hans hafði frá því í æsku allur stefnt að sjómennsku og sjóferðum, og greip sú þra hug hans æ fastari tökum. Kom þar að lokum, að hann fékk til þess samþykki móðurbróður síns að gerast sjó- maður, og lagði leið sína til hafn- arborgarinnar Marseilles í Frakk landi árið 1874, sextán ára að aldri. Var þá brotið blað í sögu hans, og hófst nú það tímabil ævi hans, sem grundvallandi varð fyrir alla framtíð hans og þá eigi sízt rithöfundarferil hans. Næstu fjögur árin (1774 — 78) var hann sjómaður á frönskum skipum, er sigldu víða um höf: — með ströndum fram á Frakk- landi og Spáni, til Miðjarðarhafs landanna og Indlandseyja; lenti hann á þeim árum í ýmsum ævin- týrum, háði meðal annars einvígi, er leiddi tilþess, að hann hvarf frá Marseilles og réðizt á enskt skip, sem kom til Englands í júní 1878; steig hann þá fyrsta sinna fæti á enska grund. Mátti það, í ljósi seinni atburða og rit- höfundarafreka hans, mikill merkisdagur kallast í lífi hans; rættist þá einnig hugstæður æskudraumur hans, því að snemma á árum hafði hann gert upp hug sinn um það að verða brezkur sjómaður. Sigldi hann nú að miklu leyti óslitið 16 næstu ár á enskum skipum, fyrst sem réttur og sléttur háseti, en hækkaði brátt í tign því hann lauk fyrsta stýrimannaprófi 1883 og skipstjóraprófi seint á árinu 1886, en stuttu áður hafði hann orðið brezkur borgari. Gerðist hann nú enn víðförl- ari um heimshöfin en áður, því að nú lágu siglingaleiðir hans bæði til Vestureyja, Mexicóflóa —LADIES— Now—for the amaz- ing new youthful look have a natural long lasting Perm- anent Wave at the GOLDEN BEAUTY SALON Hairdresser: RUBY ANDERSON Lawrence School of Beauty Cul- ture, Minneapolis, U.S.A. Permanents, Cream Oil Waves from S3.50, Cold Waves from S4.95 Grey Hair Dyed, bleached Facials, Shampoos No Appointments Necessary LOCATED AT: GOLDEN DRUGS St. Marys' at Hargrave (one block of Bus Depot) PHONE 95 902 Indlands Ystralíu, Kína og ann- ara Austurlanda, sér í lagi tii Malayalanda og eyjahafanna á þeim slóðum. Þá var hann um skeið skipstjóri á fljótabát á Kóngófljótinu. Varð honum sú för frjósöm um söguefni, eins og aðrar siglingar hans, en jafn- framt dýru verði keypt, því að hann sýktist af hitabeltisveiki, | svo að hann Varð að hætta sigl- ' ingum um nærri tveggja ára bil, og varð aldrei heill heilsu eftir það. í ársbyrjun 1894 hætti Conrad sjóferðum, kvæntist litlu síðar enskri konu, ungfrú Jessie Geogre að nafni, og helgaði það, sem eftir var ævinnar, skáld- sagnagerðinni og öðrum ritstörf- um. Á heimsstyrjaldarárunum fyrri lagði hann þó heilsu sína í hættu með ótrauðu starfi á brezk- um strandvarnarbátum. Einnig studdi hann málstað kjörlands síns Bretlands, og samherja þess með djarfmæltum og markviss- um blaðagreinum, því að hann unni Englandi með djúpstæðri hollustu, þó að hann bæri eðli- lega jafnframt í brjósti hjarta- gróna rækt til feðralands síns og fæðingarlands, og fór það að vonum um jafn heilsteyptan mann og hann var að skapgerð. Hin síðari ár sín var hann bú- settur á Suður Englandi, við vaxandi ritfrægð, virðingu og vinsældir; tengdist hann meðal annars ýmsum helztu samtíðar- rithöfundum sínum traustum vináttuböndum. Margvíslegur sómi var honum sýndur, sæmd- ur skáldalaunum og boðin aðals- tign, sem hann þó hafnaði, en það var í fullu samræmi við hæ- versku hans. Hann létst snögg- lega af hjartaslagi 3. ágúst 1924 og var grafinn í kirkjugarðinum í hinni sögufrægu Canterbury- borg. Eigi þarf mörgum orðum að því að eyða, að á þeim tveim ára- tugum, sem Conrad var í sigling- um sínum og sjóferðum, lengst- um á seglskipum, höfðu allar þrautir sjómannalífsins, and- stæður þess og ævintýri, orðið hlutskipti hans í ríkum mæli, og bæði sem héseti og skipstjóri hafði hann staðizt þá hörðu próf- raun með sæmd. Sjálfur hefur hann einhvers staðar sagt, og líklega þó fremur í gamni en al- vöru, að einu ávextir hinna mörgu og um margt erfiðu sjó- mennskutúra sínna hafi aðeins verið “tylft meðmælabréfa eða vel það”; hins vegar vita það all- ir, sem lesið hafa bækur hans, að sjómennskuárin færðu hon- um miklu meira í skaut, og sjálf- ur var hann sér þess einnig fylli- lega meðvitandi, að því var þann- ig farið. Þau atburða- og örlaga- ríku ár lögðu honum eigi aðeins í hendur efnisviðinn í meginhlut- ann og merkasta hlutann af skáldsögum hans, heldur þrosk- uðu þau jafnframt hjá honum þann djúptæka skilning á lífinu, víðáttu þess og auðleg, og þá al- vöru, sem er hin óbrigðula kjöl- festa listastefnu hans. Hann ligg- ur aldrei á grunnmiðin í skáld- sögum sínum; djúpsæi og frá- sagnarlist haldast þar löngum í hendur; þess vegna hefur bók- menntahróður hans eigi vérið neinn skjótvaxinn góugróður, heldur varanlegri og vaxandi að- dáun þeirra, sem unna rauntrúrri en þó atburðaríkri frásögn, klæddri í búning hinnar völdustu orðlistar. II. Heildarútgáfa rita Josephs Conrads er 26 bindi, og því auð- sætt, að hann var mikilvirkur rit- höfundur; það er og þeim mun eftirtektarverðara, þegar í minni er borið, hve frábæralega vand- virkur hann var, umritaði sögur sínar og endurbætti, enda bera þær næg merki smekkvísi hans og hnitmiðaðs orðavals. Fágætt valdihans á enskri tungu er enn þá aðdáunarverðara í Ijósi þeirr- ar staðreyndar, að hann byrjaði eigi að nema það mál, og þá af bókum, fyrr en hann var á tvít- ugsaldri, en varð þó, er stundir liðu, einhver allra mesti snilling- ur, sem það hefur ritað. í stuttri yfirlitsgrein, sem þessari, er að- eins svigrúm til þess að geta stuttlega nokkurra höfuðrita hans. Fyrsta skáldsaga Conrads, Al- mayer’s Folly (Heimska Almay- ers) kom út í Lundúnum árið 1895, en á undanförnum fimmj árum hafði hann öðru hvoru unn-| ið að henni bæði í tómstundum sínum milli sjóferða og á lang-, ferðunum til Indlands og Mal- ayalanda, og söguhetjunni, holl- enzkum kynblending, sem hann' lýsir svo glöggt og eftirminni- lega, hafði hann einmitt kynnst' á skipfjöl á leið frá Singapore tii Borneo. Var hann enn í sigling- um, er hann sendi útgáfufélagil í Lundúnum handritið að þessari fyrstu skáldsögu sinni, er þegar var prentuð og hlaut ágæta dóma. Birtist lesendum þar eigi aðeins, nýr heimur í lýsingum höfundari á Austurlöndum, heldur var frá- sögnin og stíllinn einnig með nýj um blæ og persónulegum. Hefur það, að vonum þótt sæta furðu,| að höfundur, sem eigi hafði áður látið neitt í sagna- eða ljóðagerð frá sér fara, tók svo föstum tök- um bæði efni og mál í þessari fyrstu skáldsögu sinni, sem jafn- framt hafði samin verið undir harla óvenjulegum aðstæðum. — En þetta var þó fjarri því að vera tilviljin ein. Faðir Conrads var eins og fyrr getur, kunnur rit- ’iöfundur, og því eigi að undra ’ió að sonur hans yrði snemma ókhneigður, enda las hann þeg- r á æskuárum ýms úrvalsrit bók- -enntanna; en ferðasögur hinna :klu landkönnuða heilluðu eigi 'ður hug hans en skáldsögurnar og lýsti það sér þá þegar, hvert hugur hans stefndi. Á fullorð- insárum, eftir að hann var kom- inn í siglingar, hélt Conrad á- fram viðtækum lestri valinna rita ekki sízt skáldsagna hinna frægu frönsku höfunda, enda má sjá á- hrif frá sumum þeirra í skáld- sögum hans, þó að hann losnaði brátt úr þeim álögum og yrði algjörlega sjálfstæður — og um margt einstæður — í skáldsagna- gerð sinni. Samfara fágætri list- gáfu og hinni víðtæku lífs- reynslu sinni. átti hann því þrosk aðan bókmennta- og málsmekk, er hann hóf rithöfundaferil sinn. Skapandi skáldgáfa hans hafði lengi verið í deiglunni, og því blómgaðist hún svo frábærlega og fagurlega að lokum. Fyrsta skádlsaga Conrads ger- ist, éins og að ofan er vikið að, í Malayalöndum og eyjahafinu austur þar, en á þær slóðir hafa hvítir menn tíðum lagt leið sína í gulls og gróðaleit; gegnir sama máli um næstu skáldsögu hans, “An Outcast of the Islands” (Af- rak eyjanna, 1896), en báðar fjalla sögur þessar um siðferði- lega úrkynjan manna, er selja sál sína fyrir auð og önnur ver- aldargæði, svífast einskis í þeim tilgangi, en verða um síðir hefnd að bráð. Merkilegar eru þessar fyrstu bækur höfundar frá bók- menntalegu sjónarmiði, bæði um nýstárlegt söguefni og meðferð þess, mannlýsingar og málfar, og þá eigi síður fyrir umgerð frásagnarinnar baksýn hennar. Ógnir frumskóganna grúfa yfir henni líkt og þungsýjaður him- inn þaðan, sem allra veðra er von. Enn meira kveður þó að næstu skáldsögu Conrads, “The Nigger of the “Narcissus” (Svertinginn á “Narcissus”, 1897), enda er þar um hreinasta meistaraverk að ræða, hiklaust eitt hið allra á- gætasta skáldsagnarit höfundar; var honum þessi bók einnig kær- ari flestum ritum hans. Það er að öllu samanlögðu sérstaklega frumleg bpk, er fjallar um sjó- menn og líf þeirra. Hér er það hafið, sem grúfir ægilegt og ógn- andi yfir frásögninni, og brýst þar ósjaldan fram í öllum hrika- leik sínum og ofsa. Sambærileg er snilldin í mannlýsingum í þessari skáldsögu, einkum er lýsingin á svertingjanum sem er söguhetjan, og túlkunin á skap- gerð hans, bæði djúpstæð og tak- ræn. All farmers and seed growers in malting barley areas are eligible. Only one entry from each farm unit. PLAN NOW TO WIN A PRIZE FOR YOUR 1948 BARLEY Por full details and entry form contact your • Agricultural Representative, • Elevator Operator, or • Provincial Crops Commissioner •RESEARCH Sponjored by tbe Brewing and Malting ~ Industries of Canada 206 GRAIN EXCHANGE BLDG., WINNIPEQ

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.