Heimskringla - 28.04.1948, Síða 4

Heimskringla - 28.04.1948, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. APRÍL 1948 ffghnskrhtgla: (StofnwB 188«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Kigencfur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendisit: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa - WINNIPEG, 28. APRÍL 1948 Manitobaþingi slitið Þingi Manitoba-fylkis, var slitið s. 1. fimtudag. Hafði það þá staðið yfir tíu vikur og tvo daga og er talið lengsta þing á sex árum. Þingmenn ættu því ekki síður að hafa unnið fyrir mat sínum nú, en áður, En á þessu þingi, sem öðrum endurtók sagan sig um það, að litlu eða engu virtist í verk komið fyrstu vikurnar. Það var ósköpin öll fjasað um mál, sem fyrir utan verkahring þingsins lágu og eytt í það miklu, af dýrmætum þingtíma. En þrjú veigamestu málin á þinginu, voru rædd og samþykt á tveimur eða þremur siðustu dög- um þingsins. Eitt þessara stærri mála laut að þvi, að fylkið tæki að sér eftir- lit með raforku bæði í bæjum og í sveitum. Hafði maður að nafni Hogg, rannsakað þetta mál og segir að orkuforði fylkisins (á Win- nipeg-ánni) sé lítill og verði að varðveitast. Var í fyrstu haldið, að fylkisstjórnin ætlaði að leggja þessa framleiðslu grein undir sig, tæki í sínar hendur Winnipeg Hydro og Winnipeg Electric félagið. Á lágverði eða framleiðsluverði er gizkað á, að þetta hefði kostað fylkið um 70 miljónir dala. En rétt áður en atkvæðagreiðsla for fram um málið á þinginu, kom í ljós, að það, sem við væri átt, væri ekki annað en það, að veita fylkisstjórninni leyfi til að líta inn í þetta mál en þó þannig, að byrjað yrði að leggja grundvöll frá lagalegu sjónarmiði að starfinu í helid sinni. Milli Winnipeg- borgar og fylkis, er þarna um einhverja surðu að ræða, sem á þráð- inn hljóp, er Manitoba gerði samninginn síðasta um skattamálin, við sambandsstjórnina. Þó þarna kenni því flausturs og óþarfs hraða í samþykt þessa máls og eiginlega ranglætis gagnvart Winnipeg- borg er stjórnin ráðfærði sig aldrei við, er að líkindum engu að kvíða um það, að fylkið kúgi þau orkufélög, sem nu eru starfandi til að afhenda sér orku-eftirlitið. Og eins og bæjarráðsmenn sumir hafa bent á, þykir þeim það skrítið, að hlutir Winnipeg Electric félagsins að minsta kosti hafa alt í einu hækkað í verði. Að vísu þarf ekki annað til þess, en að ár hafi betur verið komið fyrir borð innan starfsreksturs félagsins. En eins og af hálfu þingsins er frá málinu gengið, dylst ekki flaustursbragurinn á afgreiðslunni. Annað mikilsvarðandi mál, sem þingið afgreiddi síðustu dag- ana, var verkamála-löggjöf, sem verkamenn hafa ávált æskt og talað er um sem Labor Code. Er sú löggjöf um sumt ákveðnari en eldri lög, einkum það er að verkföllum og þessháttar lýtur, sem ávalt skal ljúka með samningum, án mikillar íhlutunar af stjórnar- hálfu. Mun meirihluti verkamanna skoða hana sæmilega frjálslega og réttláta; þó gerðu þeir nú eitthvað 30 breytingar tillögur í þessu sambandi, er allar voru feldar. Voru þær í mörgu fólgnar, eins og t. d. því, að leyfa stjórnarþjónum að tilheyra eða mynda sín á milli verkamannasamtök, sem ekki fékst. Ennfremur vildu verkamanna- sinnar, að strikað væri út í frumvarpinu, að lögreglumenn mættu ekki bindast samtökum og gera verkfall, sem önnur verkamanna- samtök, en það fékst ekki. M. A. Gray, Winnipg þ.m. og C.C.F.- sinni summaði upp syndir stjórnarinnar með þessu. 1. Að ljúka svo þinginu, að veita ellistyrkþegum enga náð eða von. 2. Fyrir að útiloka að stjórnarþjónar gætu bundist samtökum, sem væri stór móðgun í þeirra garð. 3. Að veita málum Winnipeg-borgar enga ásjá. Hann fór ennfremur fram á, að næsta þing kæmi saman 15. des. til þess að nægur tími ynnist til að ræða hásætisræðuna og eins margar skýrslur væru lagðar fram og hægt væri, áður en þingmenn færu heim um hátíðirnar. Hinar daufu undirtektir, sem Gray minnist á í sambandi við mál Winriípeg-borgar, voru aðallega tvö. f fyrsta lagi fór bæjar- ráðið fram á að fá grundvallarlögum sínum breytt þannig, að skatta mætti heimta af byggingum eða skrifstofum, sem krúnunni væru leigðar, eða með öðrum orðum sambandsstjórninni. Hefir sam- bandsstjórnin hér haft svo margar skrifstofur á leigu frá einstökum mönnum síðan fyrir stríð, að gólfrúm þeirra svarar til 170,000 fer- feta, eða tveggja stórhýsa á borð við París-bygginguna á Portage. Winnipegiborg hefir tapað auðsjáanlega miklu í sköttum á þennar, hátt. En dómsmálaráðherra Manitoba (Hon. J. O. McLenaghen), var ófús að veita bænum þessi umbeðnu hlunnindi. Kvað það þó eiga sér stað t. d. í Halifax, að óbeinn skattur sé af slíkum bygging- um greiddur þar. Mjög líklegt er, að dómsmálaráðherrann hafi óttast, að þessu fylgdi, að fylkið yrði þá einnig krafið um skatt á öllum eignum sínum hér, svo sem talstíma-, rafroku- og áfengis- verzlunarhúsum sínum. En spurningin er, hvort bæði fylkis- og landstjórnir, sem sömu hlunninda njóta af framförum og vexti bæjar og hver önnur viðskiftastofnun, eða einstaklingur, ætti ekki álveg eins að bera ábyrgð á velferð og afkomu bæjarins og aðrir borgarar. Hitt atriðið sem bærinn fór fram á við fylkisstjórnina áhrærir einnig skatta og felur í sér beiðni um leyfi til að skatta C.P.R. fé- lagið meira en gert er. En til þess þarf bærinn að fá stofnskrá sinni eða lögum frá 1881 breytt af fylkinu. En þá gerðist það að bærinn undirstkrifaði samning við C.P.R. félagið um skattundan- þágu vissra landeigna, er til járnbrautarinnar þurftu. Það skilja þetta margir sem svo, að C.P.R. félagið greiði enga skatta. En það er vitleysa. Það greiðir skattá af hóteli sínu og fleiri eignum, er fyrir einu eða tveimur árum voru hækkaðir um $10,000. Þetta skatt- fría land fyrir járnbrautirnar, virðist líkt hafa staðið á með og hvert annað ómælt land á þeim tímum enda þótt Winnipeg ætti það, að lítils hafi virt verið, en hagurinn á hina hliðina auðsær af að fá félagið að hafa hér sínar bækistöðvar. Vöxtur bæjarins var undir því kominn og það gat hent sig, að Winnipeg hefði ann- ars orðið Selkirk og Selkirk Win- nipeg. Umræðunum á þingi um þessa beiðni bæjarins, að afnema þessi'lög frá 1881, er að því lúta að gömlu mennirnir í bæjar- stjórninni þá (1881) hafi ekki vitað hvað þeir voru að gera, munu því ekki allir sammála. En hvað sem því líður, vildi þingið ekki verða við tilmælum bæjar- ins í þessu efni, enda ilt fyrir fylkið og alla að halda ekki gerða samninga. En þegar hæst stóð í stönginni með þetta mál á þingi, tekur C.P.R. félagið málið um hvort samningur þessi sé ekki gildur, fyrir dómstólana til að fá úrskurð hjá þeim um það. Og þar við situr nú. En hér í vest- urfylkjunum, var járnbrautin víða lögð um ómælt land og sem krúnan þá átti og mun hafa verið veitt á svipaðan hátt og brautar- stæði hér félaginu skattfrítt. Það sem bærinn og aðal talsmaður hans G. S. Thorváldson, heldur fram, er, að gömul lög og samn- ingar sé óhjákvæmilegt að end- urskoða, vegna breytinga tím- anna. Þetta er það helzta, sem haldið var fram með og móti í þessu máli í umræðum þingsins, sem alveg lauk og voru bannaðar eftir að málið kom fyrir dómstól- ana. í kjördæmamálinu urðu niður- stöðurnar þær, að fela milli- ELINBORG LÁRUSDÓTTIR: ÁVARP ílutt á samkomu á sumardaginn fyrsta í Sambandskirkjunni í Winnipeg 1 dag er sumarmála samkoma lítið að sjá nema legsteinar Sambandskirkjunnar í Winnipeg.’gömlu biskupanna, og svo af- Eg þakka það traust sem mér tökustaður Jóns biskups Arason- hefir verið sýnt með því að biðja1 ar. Dr. Rögnváldi fanst því fátt mig að flytja hér ávarp. Heima í Reyíjavík eru haldin mót á hverjum vetri, svo að segja úr öllum sýslum landsins. Á þessum mótum mæta menn göml- um vinum og kunningjum frá æskudögunum. Og þar mæta menn ungum mönnum sem sprotnir eru upp úr sama jarðvegi — og þar gera menn sér glaðan dag með sýslungum sínum. Þessi mót eru kynningarstarf og miða til þess að halda hópinn, glæða áhuga manna fyrir starfi því sem sveitinni má að gagni koma og til að hvetja einstaklinga og alla heildina til að hlúa að sveit sinni og sýslu. Þetla er gott og þarft. En til grundvallar þessu liggja dýpri rætur. í hug mér hefir oft komið þessi spurning: Hvers vegna eru menn fremur að hugsa um sína sveit, en einhverjar aðrar sveitir á okk- ar litla landi? Landið okkar er svo lítið að skifting ætti varla að koma til greina. Auk þess hefi eg hitt menn sem eru svo víðsýnir, svo stórhuga að halda því fram að allar þjóðir ættu að vera ein þjóð — og heimurinn allur sameiginlegt heimaland allra jafnt. En eg er hrædd um að það líði þinganefndinni, hinni sömu ogjár og aldir þar til sú hugmynd áður, að bisa við það mál til I rætist, og ber margt til þess. Ekki næsta þings. Þingmennirnir voru álíka fjarri hver öðrum í því máli og Marshall og Molo- tov um frið. Tillaga Stubbs um að kjósa konunglega rannsóknarnefnd í málið um meðferð stjórnarinnar á Donald F. Tedlie, aðalvitni í málinu um járnbrautaslysið í Du- gald, var feld. Eins og áður hefir verið getið í Hkr., var Tedlie svo að skilja — hugmyndin er góð í sjálfu sér. En eitt er að hugsa — annað að framkvæma. Svo mikið er víst að sá heimur sem skapaðist á þann hátt yrði áreiðanlega alt annar heimur, en sá sem við lifum í. Það sem aftrar því meðal ann- ars að þjóðirnar geti orðið að einni þjóð, er ást sú sem menn bera í brjósti til föðurlands síns varpað í fangelsi til geymSlu t ~ °S svo ef tU vil1 ekkl hvað sízt Þótti það óvönduð meðferð og fékk stjórnin ómælda ofanígjöf fyrir það frá Stubbs og G. S. Thorvaldson. Ti'l að gera málið enn ægilegra, var haldið fram, að maðurinn væri ekki heill heilsu en jafnvel þó stjórnin bæri á móti því, var það lítil afsökun fyrir að vitnið, saklaus maður, sæti í fangelsi. Það hefði átt að vera vandræðalaust að geyma hann á einhvern annan hátt. Út af burtför Truemans frá Manitoba-háskóla, urðu talsverð- ar ýfingar milli Hansons, leið- toga C.C.F. á þinginu og Garson forsætisráðherra. Um árangur af því getur ekki í þingfréttum. Að fjármálunum undanskild- um, sem áður hefir verið getið í þessu blaði, og sem í góðu lagi virðast vera þar sem heildar- skuldina var hægt að lækka um 16 mlijón dali, eru nú flest hinna stærri mála á þingi nefnd, af þeim 59 lagaákvæðum, sem alls voru samþykt. Annar ílsenzki þingmaðurinn, G. S. Thorvaldson, K.C., hefir I hin djúpa þrá sem mönnum og skepnum er í blóð borin til átt- haganna — æskustöðvanna. Það er átthagaþráin sem skáldin hafa gert að yrkisefni bæði í bundnu og óbundnu máli. — Þið hafið sennilega mörg ykkar lesið sögu Þorgils Gjallanda — söguna um Stjörnu — fallegu hryssuna, sem ekki undi sér á ókunnum stöðv- um — sem friðlaus þráði heim og vann það til að brjótast yfir f jöll, ár og örævi. Hún varð úti — beið ósigur og dó fyrir þrá hjartans. Þið hafið líka lesið kvæði Stephans G. Stephanssonar: “Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.’1 Þarna á Stephan einkum við það, að umhverfið móti manninn — þýðir að hver og einn beri það með sér, hvaðan hann er upp- runninn. Það er gott svo langt sem það nær. En samt hygg eg að átt- lagt mikið til mála þingsins, tal- j haga þráin sé manninum að mestu að út í flest hin meiri og tók ósjálfráð. Eg hefi þekt mann forústu í flutningi þeirra mála,! sem £iuttist vestur um haf er er bærinn þurfti að leita til þings' hann var 6 ára Ekki er hægt að með. Voru sum þeirra mála á! segja að umhverfið hafi verið móti stjórninni, er hann fylgir,, búið að hann En samt sem en horfði ekki í, ef málin jáður var hann íslenzkari j anda voru frá hans sjónarmiði þjóðfé- en flestir þeir sem eg hefi hitt á laginu til heilla. Þetta er frem- ur nýtt á þingum en mun þar skoðað þroskamerki að flestra dómi. lífsleið minni. Hann unni ætt- jörð sinni heitt — en þó unni hann heitast heimasveitinni Skagafirði. Þessi maður var dr. Rögnvald- Hvar er eg? stundi hinn ur Pétursson. Þegar hann var veiki maður, þegar hann vaknaði síðast heima 1937, komst e,g að til meðvitundar eftir langvar- andi veikindi. — Er eg kominn til himna? Konan hans sat við rúmið hans og sagði: —Nei ég er hérna hjá þér enn- þá. því að hann hafði aldrei komið að Skálholti, hinu forna biskups- setri. Við hjónin fórum með hann og konu hans austur og sýndum þeim staðinn. Því miður sézt nú lítið eftir af hinni fornu frægð Skálholts. Staðnum hefir dalnum þar sem hann sá heim að ekki verið haldið við. Þar er fæðingarheimili sínu. Því gerð- um — og ekki fanst honum nærri eins fallegt í Skálholti og á Hólum í Hjaltadal — þar er þó víðsýnt og fögur er fjallasýnin séð frá Skálholti. Okkur frú Pétursson kom því saman um það, að dr. Rögnvaldi fyndist ekki eins fallegt í Skálholti af því að Skálholt væri ekki í Skaga- firði. Dr. Rögnvaldur dáði að vísu landið en þó einkum Skaga- fjörð. Og mun fleirum fara svo að þeir dái mest sína sveit. Þetta var síðasta för dr. Rögn- valdar heim til íslands og hann gekk þess ekki dulinn. Sú för var farin af ást til lands og þjóð- ar og þó einkum eins héraðs Skagafjarðar. Hann var að koma bréfum Stephans G. Stephansson- ar og síðustu kvæðabókinni hans á framfæri þar heima. En Steph- an var eins og allir vita Skagfirð- ingur að ætt og uppruna. Það eina sem varpaði skugga á síðustu för dr. Rögnvaldar var að hann gat ekki séð Skagafjörð, treysti sér ekki svo langt í bíl. Þessi drengur sem fer 6 ára al- farin til Vesturheims, man samt alla daga heimalandið og þráir það. Stórborgarlífið nær ekki að varpa rýrð á litla landið, né rífa úr brjósti hans minninguna um heimalandið — alla daga verður það honum hjartfólgnast — og alltaf er það eiginlega það, að heima er ein sveit, sem hann ann framar öllum öðrum sveitum, sem stendur á bak við allar hans athafnir meðal Vestur-ís- lendinga og heima. Hann var stöðugt að vinna fyrir land og þjóð — og það sem áunnist hefir í þá átt er ekki hvað síst hans verk. Þessi mót heima á íslandi, Skagfirðinga mót, Breiðfirðinga mót, Arnesinga mót og mörg fleiri eru til orðin vegna þess að við unnum einni sýslu framar öðrum og þó ann hver einstakl- ingur mest æskustöðvunum. Og við eigum eins og dr. Rögnvald- ur enga heitari ósk en þá, að hlúa að og vinna eitthvað gagnlegt fyrir sveitina okkar. Eg hefi stundum verið að velta því fyrir mér hvað gerði að hjú- in voru hér áður fyrr svo tugum ára skifti á sama heimilínu. Það er talað um trúmennsku, hús- bændahollustu og ræktarsemi við fjölskylduna. Já, eg veit að mörgu þessu fólki þóttýVænt um húsbændur sína og börn þeirra, en ætli því hafi ekki líka þótt vænt um jörðina og umhverfið og ekki unað annarsstaðar. Eg veit að sama kenndin er þess valdandi að margur sveita- bóndinn heima á fslandi hefir lagt í ærinn kostnað og stritað árum saman við jörðina sína til þess að þurfa ekki að hrekjast af jörðinni. Bóndinn hefir tekið trygð við jörðina og það fer ekki eftir því hvort það er kosta jörð eða rýrðar kot. Bóndinn ann jörðiruai og má ekki hugsa til þess að hverfa þaðan á braut. Jörðin er máttug, jafnvel hin rýra og hrjóstuga jörð. Hannes Bjarnason, móðurbróð- ir minn, var fæddur á Hofi í Vesturda‘1 eins og þau systkini öll. Hann undi helzt aldrei ann- ars staðar en í Vesturdal. Hann kvongaðist aldrei. Móðir mín sáluga bjó lengi að Hofi en flutti þaðan er amma seldi jörðina. — Hannes var jafnan með móðir minni. Eftir lát hennar hefði hann helzt kosið að dvelja hjá einhverju systkinanna. Hann var altaf velkominn hjá hvoru okkar sem var. En sá hængur var á að hann undi ekki fjærri æsku- stöðvunum. Hann varð að vera í ist hann prófentukarl í Litluhlíð í Vesturdal. En bærinn Litluhlíð stendur á árbakkanum og beint á móti Hofi. Það verður ekki sagt annað en að hann hafi borið ó- rofatrygð til æskustöðvanna svo að sú kend varð sterkari en ættar- böndin. Svona mætti nefna fjölmörg dæmi um trygð við átthaga og æskustöðvar. Eg geng þess ekki dulin að bak við allan félagsskap ykkar Vestur-íslendinga býr þessi sama kend, “Því að römm er sú taug er rekka dregur föður- túna til.” Félagsskapur ykkar miðar all- ur að því að varðveita tunguna °g þjóðar einkenni fslendingsins og vel sé ykkur fyrir það. En þetta stafar af því að þið unnið landinu og þið sem fædd eruð heima unnið framar öllu einni sveit — æskustöðvunum. Það var og er sá siður heima á íslandi að fagna sumrinu með því að halda helgan sumardaginn fyrsta. Eg sé að þið hafið ekki gleymt þessum sið — þið fagnið sumrinu á sama hátt og við heima. Og í dag munu hugir margra sem flutzt hafa að heim- an hvarfla til átthaganna, því nú fer snjóa að leysa — f jöllin verða blárri og blárri með hverjum degi sem líður og jörðin heima fer nú óðum að grænka. Mér er óhætt að fullyrða að allir þeir sem vilja íslandi ve'l og óska íslenzku þjóðinni frama og gengis, kunna vel að meta hið ó- eigingjarna hugsjónastarf ykkar — og vil eg því þakka ykkur í nafni íslenzku þjóðarinnar alt sem þið gerið í þessa átt, og óska þess áf alhug að starfið megi bera sem mestan ávöxt, og helzt ennþá meiri en hina bjartsýnustu ykkar dreymir um að geti orðið. Eg þykist vita að kjör land- nemanna hafi verið hörð hér vestra — svo hörð að enginn fær fyllilega skilið þá baráttu fyrir lífsafkomu og daglegu viður- væri, í framandi landi, nema sá sem sjálfur hefir verið landnemi hér — en þeim fækkar nú óðum. — En ef til vill hefir það ekki verið hið þrotlausa erfiði sem reyndi mest á. — Ætii mörgum hafi ekki orðið hugsað heim. — Ætli heimþráin hafi ekki orðið mörgum þyngst í skauti. Eg get ímyndað mér að þeir hafi stund- um eygt eyjuna í hillingarljóma blárra fjalla. Og á vorin er sól hækkaði á lofti og sumra tók, hafi þeir hugsað heim — því þótt moldin vestan hafs væri ef til vill frjórri en moldin heima, þá var það ekki sama moldin, ekki ís- lenzk mold. Stephan G. Stephansson kveð- ur mörg og fögur ljóð um ísland. Mörg af þeim eru um Skagaf jörð. Þau ljóð sýna að Stephan hefir borið sterka þrá í brjósti til átt- haga sinna. í kvæðinu Á ferð og flugi, lýsir Stephan G. Stephans- son sambandi mannsins og jarð- arinnaf í tveim ljóðlínum; er hann segir: “Og svo er sem mold sú sé manni þó skyld, sem mæðrum og feðrum er vígð”. Það eru þá hin órjúfanlegu tengsli mannsins og jarðarinnar — sem eg nefni hér átthaga þrá — það er þessi sterka þrá til móður jarðar, sem veldur því meða! margs annars að þjóðirnar geta aldrei orðið ein þjóð og heimur- inn aldrei sameiginlegt heima- land allra manna. Já, jörðin er undarlega máttug — svo máttug að hún sleppir ekki tökum á neinum einstakling sem hún hefir alið við brjóst sér. Þótt þeir lifi meirihluta ævinnar fjarri átthögunum í framandi löndum mun hugur þeirra hvarfla heim — heim til æskustöðvanna. Þegar Stephan G. Stephansson kom heim mun hann hafa ort kvæðið “Við landfestar”. Hann segir: “Frá Málmey að Hofdalahjarni þig hlýlega breiðirðu f jörðurinn mfnn

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.