Heimskringla - 05.05.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.05.1948, Blaðsíða 2
7. SÍÐA HEIMSKRINGLfl WINNIPEG, 5. MAf 1948 JAKOBINA KRISTJANA BJÖRNSON 1884 — 1948 Jakobína Kristjana Björnson Um helgina 22. febrúar síðast- liðinn, barst sú sorgarfregn til vina þeirra Halldórs og Bínu Björnson, er heima áttu í Blaine, Wash., að Bína hefði þá veikst mjög hastarlega og verið flutt á sjúkrahús í Bellingham, Wash, Reyndu þá ástvinir hennar og vinir að ala þá von í brjósti að hún gæti aftur fengið bata, þó út- litið væri svona skuggalegt. En sú von gat ekki ræst, því á þriðju- daginn 24. fetírúar andaðist hún þar á sjúkrahúsinu. Fráfall hennar á svo tiltölulega ungum aldri, varð eiginmanni hennar, börnum og ástmennum þungt reiðarslag. Eiginmanni sínum var hún alt í öllu, ekki sízt í seinni tíð, er hann var tekinn að eldast og þreytast; börnum sín- um og barnabörnum var hún ein- læglega (hjartkær; og af fjölda ættingja og vina var hún mikils- metin og vinsæl. Jakobína Kristjana Dínusdótt- ir Jónssonar, sem ávalt var nefnd Bína af ættingjum hennar og kunningjum, fæddist 26. febrúar 1884 í Svoldar-bygðinni í Norð- ur Dakota, þar sem foreldrar hennar voru þá búsett. Foreldr- arnir voru Dínus Jónsson úr S.- Þingeyjarsýslu og kona hans Kristjana María Andrésdóttir úr sömu sýslu. Höfðu þau hjón flutst til Ameríku 1878 og til Norður Dakota 1882, þar sem þau svt> dvöldu til dánardægurs. — Jakobína sál. átti mörg systkini, sem nú eru öll látin, nema Kristín ekkja Björns Eastman er býr í grend við Hallson, N. D. Jakobína giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Halldóri Björnson að Akra, N. D., 16. des- ember 1900. Eignuðust þau hjón- in 11 börn, og af þeim lifa 8 móð- ur sína. Börn þeirra eru: Björn, giftur Önnu Stevenson og búsett- ur í Arabíu; Tryggve, kvæntur hérlendri konu, og búsettur í New Yrok; Margrét, gift Jóni Goodman, búsett við Hallson, N. D.; Guðmundur, giftur Kathryn Arason, búsettur í Bremerton, Wash.; Kristján, giftur konu af norskum ættum og búsettur í Na- tional City, Calif.; Jónatan Dín- us, giftur Sigrid Stevenson, bú- settur í Seattle, Wash.; Andrés Freeman, ókvæntur, búsettur í Guam; Sigríður Doris, gift Ray Olason og búsett í Seattle, Wash. Auk þess Kristín Stevenson, stjúp-dóttir Jakobínu sál., bú- sett í Grand Forks, N. D. Hall- dór og Jakobína ólu einnig upp að nokkru leyti tvær stúlkur: Sig rid Stevenson, sem kom til þeirra 15 ára að aldri og dvaldi hjá þeim þar til hún giftist, og Fríða John- son, sem kom til þeirra 5 ára að aldri og bjó einnig hjá þeim þar til hún giftist. Hún er nú búsett í Seattle, Wash. Stór hópur barnabarna syrgir og hina látnu, góðu konu. Það mætti vissulega nefna margt, sem prýddi bæði persónu og framkomu þessarar mætu konu, og áttu sinn góða þátt í því að gera hana ástsæla af skylduliði sínu og vinsæla meðal þeirra er kyntust henni. Hún var léttlynd og glaðvær; jafnvel þegar ástæður voru eitt- hvað erfiðari í einn tíma en ann- an, var aldrei auðvelt að marka það af framkomu hennar eða fasi. Jafnvægið og léttlyndið fengu venjulegast að halda velli. Gest- risin var hún ávalt og góð heim að sækja, eíns og eiginmaður hennar. Og náði sá heimilisblær góðum tökum á börnum þeirra líka. Hún var mjög söngelsk og sönglynd, og þar sem það einnig einkendi eiginmann hennar og heimilisfólk. Var gestum oft vel skemt þar á heimilinu með söng og hljóðfæraslætti. Og aldrei skorti þar góðgerðasemina. Hin látna var fyrirmyndar húsmóðir. Hún var ástrík og ágæt eigin- kona og móðir, og naut því mik- ils trausts og ástríkis af hálfu eiginmanns og barna, og annara sem dvöldu á heimilinu að stað- aldri. Þó Jakobína sál. hefði að jafn- aði stórt og umfangsmikið heim- ili fyrir að sjá, og miklar heimil- isannir, var hún bæði svo bjart- sýn og félagslynd að hún gat séð leiðir til að taka mikinn og góðan þátt í ýmsu félagsstarfi. Ekki sízt tók hún mikinn þátt í því félagsstarfi sem miðaði að því að efla söngment og meiri rækt við söng í sveitinni. Ennfremur lagði hún einlæga rækt við kfrkjulegt og kristilegt félags- starf. Enda var hún einlæglega trúuð og trúrækin, og hafði auk þess yndi af þátttöku í messu- söng. Jakobína var vel gefin kona og vel að sér um margt. Hún hafði ánægju af lestri góðra rita og bóka. Og mun hún kanske mesta ánægju hafa haft af því að lesa íslenzk ljóð og tala um þau við kunningja sína. Enda má telja það þjóðareinkenni meðal íslend- inga. Hefi eg nú nefnt nokkuð af því sem prýddi persónu og fram-' komu þessarar látnu góðu konu.j En þó er ef til vill ónefnt enn| það sem kanske prýddi hana hvað mest. Það var látlaus góðgirni hennar við hina aldurhnignu, við einstæðinga, og við þá sem á ein- hvern hátt voru minni máttar/' Á heimili hennar dvöldu um lengra eða skemmra skeið æði Móðurminning FRÚ JAKOBÍNA BJÖRNSON, d. 24. feb. 1948 Gleym-mér-ei og liljum skal legstaðinn prýða, ljúfa móðir, seint fyrnist skilnaðar stund. — Angan blóma signi þinn síðasta blund! Berast til þín ómar af saknaðar söngvum sólargeislans leið yfir ókunnug höf? — Ást þín, kæra móðir, var æðsta lífsins gjöf. Unaðs minning varir og andi þinn lifir. Ástvinir í draum-heimi friðar þig sjá, unna þér sem fyrri og endurfundi þrá. Jakobína Johnson -Seattle, Washington margir aldurhnignir einstæðing- ar. Og ýmsir einstæðingar nutu gestrisni hennar og góðgirni. — Henni var gefin sú dygð í næsta ríkum mæli að geta komið þann- ig fram við alla slíka, og hlúð að þeim á þann hátt, að það færði þeim sólskin mitt í skuggum erf- iðleika, og hjálpaði til að skapa þeim bjartsýni í stað sársauka og bölsýnis. Og eins og eg hefi þegar vikið að nutu þessa ekki einu sinni hinir aldurhnignu er fengu skjólstað á heimili þeirra hjónanna um lengri eða skemri tíma, heldur og margir fleiri er voru á einhvern hátt einstæðing- ar, og henni auðnaðist að hressa og gleðja. Þeir verða því áreiðanlega margir, sem ásamt með eigin- manni hennar, börnum og skyldu- liði öllu, “ganga fram og segja hana sæla.” H. S. Skáldsnillingurinn Joseph Conrad Eftir Richard Beck MANITOBA BIRDS SNOW GOOSE—Chen hyperbored Wavev Goose — common name derived from Indian word “Wa-Wa” (Wild Goose). Distinctions: Typical goose appearance. Bill is red and smooth without rugosity about the base. The cutting edges are widely bordered with blank bands forming a “gTinning pateh.” Field Marks: Large white goose with black wing tips. Very noisy in flight with oharacteristic voice. Nesting: On the ground chiefly on the islands and mainland of the Arctic. Distributions: Throughout Canada, ehiefly west of Great Lakes. Economic Status: A wary goose. Very difficult to hunt. Erratic in choice of feeding ground, consequently difficult to study. When seed was sown broadcast large flocks did serious damage and sometimes necessitated re-seeding of fields. With modern methods of seeding this has been eliminated. THE DREWRYS LIMITED MD 207 Frarnh. List hans og frásagnargleði njóta sín þó enn betur í hinum styttri skáldsögum hans, “Youth (Æska, 1902), þar sem æskan sigrast á öllum erfiðleikum og ó- höppum í sjóferð þeirri, sem þar er lýst, og “Typhoon” (Hvirfil- vindur, 1903), þar sem er að finna hina meistaralegu lýsingu höfundar á stormi á hafi úti, svo að vandfundin er jafn stórbrotin og snildarleg lýsing að því tagi annars staðar í heimsbókmennt- unum, að ógleymdri hinni frá- bærilega snjöllu lýsingu á skip- stjóranum, sem bókin hefur að geyma. En þar sem þessi tilkomu mikla skáldsaga er nú, góðu heilli, komin í hendur íslenzkum lesendum í þýðingu, gerist eigi þörf að fara hér um hana fleiri orðum. Allar eiga þessar skáldsögur Conrads, sem gerast í Austur- löndum og Austurhöfum, sam- merkt um það, hve þrungnar þær eru töfrum þess fjarlæga og frumstæða umhverfis, sem sveig- ir hina hvítu menn til undirgefni við síg; atburða- og ævintýrarík- ar eru sögur þessar, lífið í allri nekt sinni, grimmd og græðgi, blasir þar við sjónum, en jafn- framt eru þær löngum harmsög- ur, þó að þess gæti ósjaldan eigi á yfirborðinu. í þeim er dul- mögnuð þögn, oft samhliða myrkri aðdragandi storms eða nætur. Næstu skáldsögu Conrads, — “Nostromo” (1904), hefur verið drjúgum minni gaumur gefinn, en hún á skilið, en hana taldi hann sjálfur mestu bók sína. Hvað sem því líður, þá er hún á- reiðanlega að ýmsu leyti eftir- tektarverðasta skáldsaga hans. Það er viðáttumikil og stórbrot- in hetjusaga er gerist í Suður- Ameríku. Þar er brugðið upp glöggum myndum af heilu landi og þjóðlífinu í öllum andstæð- um þess og litbrigðum, slegið á strengi hinna fjarskyldustu mannlegra tilfinninga. Jafn raunsannar og skörpum dráttum dregnar eru lýsingar hinna mörgu ólíku manna og kvenna, sem þar koma við sögu. Sýnir bók þessi ótvírætt, að Conrad lét sú list, að semja langa og þátta- marga skáldsögu; hins vegar er þessi saga hans seinlesin, bæði vegna þess hve efnið er viðamik- ið, og eins vegna hins, hve frá- sagnaraðferðin er að sama skapi margbrotin, og mun það orsök þess, að sagan hefur eigi náð miklum vinsældum. Næstu tvær skáldsögur Con- rads gerast í Norðurálfu og fjalla um stjórnleysingja og byltinga- menn; eru þær markverðastar fyrir það, hverju ljósi þær varpa á Hfsskoðanir höfundarins, þó að ýmislegt sé einnig vel um þær að öðru leyti. Með skáldsögunni “Chance” (Tilviljun, 1914) — en efni hennar er einnig sótt til Norðurálfunnar — sækir höfund- ur aftur í sig veðrið í frásagnar- listinni. Það er viðburðarík' og einkar aðlaðandi saga; konan, sem er söguhetjan, mjög heill- andi, og skaplýsingarnar í heild sinni með ágætum. Átti saga þessi einnig hinum mestu vin- sældum að fagna, þrátt fyrir það, að frásögnin er margþætt mjög og eigi sem auðlesnust, en hópur lesenda og aðdáenda höfundarins hafði stöðugt farið vaxandi, og tóku þeir tveim höndum slíkri sögu sem þessari frá hans hendi. í skáldsögunni “Victory, 1915, flytzt sögusviðið aftur til Austurlanda, þó að aðalpersón- urnar haldi sínum vestræna hugsunarhætti og einkennum. Hér er gnægð atburða og litauð- ugra lýsinga, sem grípa huga les- andans föstum tökum, enda var skáldsaga þessi fyrsta saga Con- rads, er var kvikmynduð. Svip- miklar og ljóslifandi eru einnig margar persónurnar í þessari skáldsögu og minnisstæð verða síðustu orð söguhetjunnar: “Vei þeim manni, sem eigi hefur á unga aldri lært að vona, elska og trúa á lífið”, er jafnframt bera vitni líftrú höfundarins, þó að þess megi einnig finna næg dæmi í ritum hans hversu vel hann var sér meðvitandi hverfleika lífsins, enda eru sögur hans ósjaldan, eins og þegar hefur verið gefið í skyn, harmsögur skipbrots- manna á lífsins ströndum. f þess- um síðastnefndu skáldsögum Conrads má einnig sjá þess glögg merki, hve hugstæð hon- um eru leyndardómsfull örlög mannanna barna. Við þá gátu glímir hann þar, eins og svo víða annars staðar í ritum sínum, og þess vegna opna þau athugulum lesanda nýjar víðáttur í völund- arhúsi lífsins og glæða samúð hans með öðrum mönnum. Af ótöldum skáldsögum Con- rads má sérstaklega nefna “The Arrow of Gold” (Gullörin, 1918) og “The Rescue (Björgunin — 1920). f hinni fyrrnefndu, sem sætt hefur æði misjöfnum dóm- uh, sækir hann efnið til yngri ára sinna í Frakklandi og verð- ur hún minnisstæðust fyrir kvenhetju hennar, Dona Rita. Að hinni síðartöldu skáldsögu sinni vann höfundur yfir tuttugu ár, og er söguefnið, sem oftar, sótt í sjómannalíf hans framan af árum; eigi bregst honum hér bogalistin í snjöllum mannlýs- ingum fremur en áður, og víða Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Ger kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um. . skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðar- forða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Tekur tafarlaust til, er fljóthefandi. Afleiðingar þess eru lostæt brauð og ágætir brauðsnúðar, á afar stuttum tima. Biðjið nú þegar matvörusala yðar um hið nýja Fleisch- mann’s Royal Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast • - / er einnig handbragð snilldar á frásögninni, einkum hefur nið- urlag þessarar sögu verið dáð að verðleikum. Þá er Conrad lést, var hann að vinna að umfangsmikilli sögu- legri skáldsögu, er hann fékk þó eigi lokið, “en samtímis hafði hann skrifað aðra styttri sögu um sama efni, “The Rover” — (Sjóræninginn, 1923), frá ríkis- stjórnartíð Napóleons mikla; er það litarrík og atburðarík saga en mest kveður þó að söguhetj- unni, sem er hvorttveggja í senn sjóræningi og föðurlandsvinur, og í hópi aílra minnisstæðustu persóna í skáldsögum höfundar. Auk hinna mörgu skáldsagna sinna, skrifaði Conrad merkis- bækur sjálfsævisögulegs efnis, sem ritaðar eru af engu minni snilld en sögur hans og fræða lesandann að sama skapi um hugðarefni höfundarins og sjálf- an hann. Er bók hans “The Mir- ror of the Sea” (Spegill hafsins, 1924) sérstaklega merkileg frá, því sjónarmiði, enda var hún, honum hugstæð mjög. En hún endurspeglar sjómannalíf hans og sjóferðir á listrænan og hríf- andi hátt, lýsir fagurlega ást hans og aðdáun á hafinu, skipum og sjóferðum. Og leit mun vera á þeim höfundi, sem tekist hefur, jafn meistaralega og honum, að, gæða skipin lífi og sál, lýsa á ó- gleymanlegan hátt hafinu í allri fjölbreytni þess og skapbrigð- um, tign þess og ægileika. III. Skáldsögur Josephs Conrads] eru í heild sinni nátengdar ævi- ferli hans, margar þeirra sprottn- ar beint úr jarðvegi eigin reynslu, hans, og jafnvel þær sögur hans,, sem annað hvort eiga rætur sín- ar í skapandi ímyndun hans eða einhverri sem hann hefur heyrt og fest í minni, bera svip lífs- reynslu hans og lífsskoðana. Yms ar af söguhetjum hans eru bein- línis Conrad sjálfur. Söguefnið í “Hvirfilvindinum” er að miklu leyti skáldskapur einn, en þó byggt á frásögn, sem höfundur- inn hafði heyrt. Og hin einstæða og áhrifamikla lýsing hans á hvirfilvindinum er ávöxturinn af nánum kynnum hans af sviftbylj- um þeim, sem ógna skipum í Austurhöfum, og hann hafði sjálfur átt oftsinnis við að glíma. Ennfremur segir hann um skip- stjórann á “Nanshan”; ”Mac- Whirr er ekki kunningi, sem maður hefur átt saman við að sælda nokkrar klukkustundir, — nokkrar vikur, eða nokkra mán- úði. Hann er ávöxtur tuttugu æviára, minnar eigin ævi”. Fyrst því er þannig farið um skáldsögur Conrads og þar sem hann var svo lengi ævinnar í sjó- ferðum, fjalla margar af bókum hans um hafið og siglingar. Aft- ur og aftur er hafið umgerð skáldsagna hans, grunnur þeirra, og í sumum þeirra má segja, að það yfirgnæfi allt annað. f “Svertinginn á “Narcissus” er hafið svo að kalla persónulegt, og í “Hvirfilvindinum” virðist það vera táknmynd sjálfra örlag- anna. Hinar raunsönnu lýsingar Conrads á hafinu bera af slíkum lýsingum annara höfunda, svo sem hinar svipmiklu og ógleym- anlegu stormalýsingum hans í ofannefndum skáldsögum; ann- ars staðar lýsir hann af sömu snilld freyðandi grunnsævi eða bregður upp hrífandi myndum af dularmætti hafsins og dásamleik. Svo lifandi eru þessar og aðrar lýsingar hans, hvort heldur er af hafinu eða hitabeltislöndunum, að lesandanum finnst ósjaldan eins og hann sé beinn þátttak- andi í því sem er að gerast fyrir augum hans. Sem dæmi þeirra glöggu mynda, er hann bregður upp víðsvegar í sögum sínum, má nefna það, er hann lýsir því, hvernig, “skipið varð hár og ein- manalegur píramídi, sem leið skínandi bjartur, gegnum sólu glitrað mistrið”. En þó að Conrad sé fágætur snillingur í slíkum lýsingum, er snilld hans í mannlýsingum og skaplýsingum engu minni, nema síður sé, enda er þar um að ræða meginviðfangsefni hans. Lýs- ingin á MacWhirr skipstóra og túlkunin á sálarlífi hans eru kjarni og hámark skáldsögu hans “Hvirfilvindsins”, og svipað má segja um svertingjann, sem er söguhetja í “Svertingjanum á “Narcissus”, að nefndar séu tvær einar af þeim söguhetjum skálds- ins, sem standa lesandanum lif- andi fyrir hugskotssjónum að loknum lestir og verða honum minnistæðar. Og eigi aðeins vegna þess, að þessar og aðrar sögupersónur Conrads eru gædd- ar holdi og blóði, heldur einnig, og oft miklu fremur vegna hins,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.