Heimskringla - 12.05.1948, Blaðsíða 3

Heimskringla - 12.05.1948, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 12. MAl 1948 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA hrifnir af því, sem árið hafði fært þeirra Draumalandi...... j Sumir þektu baráttuna fráj byrjun aldarinnar af eigin reynd, í aðrir fylgst með því í fjarska íj • mörg ár, og við enda ársins vissu þeir að ísland var komið heim, ogj þeir óskuðu því allir farsældar og sigurs. Séra Philip Pétursson, kom þessari tilfinningu og gleði þeirra yfir lýðveldisstofnunni að, er hann sagði: “Og með því að nú hefir verið lesinn “Óður- inn” til þessa sögulega árs, við lok ársins, ’sem hann byrjaði árið með, finst mér, að vér Vest- ur-íslendingar, sem nokkura til- finningu höfum fyrir íslenzkum málefnum, sem nokkuð finnum til síns íslenzka eðlis, tengjast enn sterkari böndum við ísland, en nokkru sinni fyr. Sami blær- > inn hvílir nú yfir oss, og yfir minningu ársins, sem liðið er, sem hvíldi yfir byrjun þess og yfir hinni íslenzku þjóð.” Og eg á eftir að verða fyrir enn sterkari áhrifum af gleði þeirra, sem nokkuð finna til síns íslenzka eðlis, áhrifum frá þess- ari endursköpun og nýs lífs, í æðum allra, sem íslenzkt blóð hafa í æðum sínum! og geyma frækornin. Eg á eftir einu sinni enn að hitta hina glæsilegu æsku Canada íslendinga, og gamla og reynda fslendinga, sem hafa fórnað tíma sínum til að við- halda þjóðerniskendinni meðal landa okkar í framandi landi, sem þeir álíta svo mikils virði. — Hundruð af þeim fylla hátíðasal •lútersku kirkjunnar í Winnipeg, til gleðimóts. Og ræður eru fluttar og íslenzk lög eru sungin og hið nýja lýðveldi er hylt. En meðan ættjarðar kvæðin hljóma um Draumaland þeirra, grípur mig einhver ótti — í trássi við aðvörun Franklin Del- ano Roosevelt, sem sagði, “Þú átt ekki að hræðast neitt nema óttan sjálfan” — eg finn til ein- hverrar áhyggju — meðan tón- arnir hylla unnustu þeirra allra —- f sland! — Getum við varðveitt þessa ást til þjóðernisins? — Eig- um við hana skilið? Eigum við rétt til þessarar öldu af hrifn- ingu og aðdáun, sem berast okk- ar þjóð? Stöndum við okkur? Höfum við nóga ábyrgðartilfinn- ingu? Hefir þjóðarfrelsið skap- að einstaklingsfrelsi og réttlæti? Er valinn maður í hverju rúmi? Fá hæfileikar að njóta sín? Eða tildrum við einhverju upp? Maður getur ekki séð inn í framtíðina. Við getum ekki heimtað eða skipulagt fórnir af fslendingum og ættliðum þeirra í framandi löndum, sem opna þeim allar götur til frama, já, lyfta þeim upp í hæstu virðingar- stöðul: hinna nýju heimkynna sinna. Það eru engin lög til um það að einhverjir eigi að elska okkur. Það erum við, sem verð- um að standa okkur. Við verðum að vinna þá aftur og aftur fyrir okkur og hrífa þá með okkar dáð- Um í Nútíð. Þegar við mátum okkar rétt eins mikið og annarra þjóða, og rifuðum ekki þó ryki, eins og við atkvæðagreðsluna um Lýðveldisstofnunina — þá hveiktum við blysin, er lýstu upp hugarfylgsnin, er geymdu ætt- jarðartengslin, meðal allra ís- fendinga, hvar sem þeir dvöldu °g gáfum þeim miklar vonir! Þá skein sólin —. Megi hún aftur snúa við. Richard Beck, próf.: Tvær Vestur-Islenzkar Ljóðabækur Svo mun óhætt segja mega, að það sæti nú orðið nokkurum tíð- indum, þá er íslenzkar ljóðabæk-l ur koma út vestan hafs; og vel1 má heimaþjóðin gefa því gaum, þegar slíkar bækur sjá dagsins ljós, bæði vegna þess, að allt, sem ritað er á íslenzka tungu, er sam- eiginleg bókmenntaeign allra fs- lendinga, hluti af bókmenntum vorum í heild sinni, og þá eigi síður vegna hins, að vestur-ís- lenzk bókmenntaiðja er unnin í erlendu umhverfi og löngum við andvíg kjör með mörgum öðrum hætti. Árið sem leið, komu út í Vest- urheimi tvær athyglisverðar ís- lenzkar ljóðabækur, og þykir mér sæma að geta þeirra stutt- lega á íslenzkum vettvangi heimafyrir, því að eg þykist þess fullviss, að margir þarlendis vilja fylgjast með því helsta, — sem gerist í hinum íslenzka bók- menntaheimi vestan hins breiða hafs; enda er það framsýn og á- gæt þjóðrækni, að hlynna að þeirri starfsemi meðal fslend- inga þeim megin hafsins. Eins og ósjaldan áður, eru það tvö skáld hinnar eldri kynslóðar, sem hafa í umræddum bókum safnað í hlöðu ávöxtum áralangr- ar skáldskapariðju sinnar. Konan (lesandi í blaði): Hér stendur, að í fangahúsinu séu fleiri menn ókvæntir en kvæntir. Maðurinn: Það er eðlilegt, — ^ftenn vilja heldur fara í tugthús- en í hjónaband. ★ Presturinn: Hvernig stendur a því að þú, kominn á grafar- ^akkann, ætlar að fara að kvong- ast ráðskonunni þinni? Jón ríki: Ráðskonan stelur öHu frá mér, en ef eg kvæntist ^enni er hún vis með að láta allt ^yrrt. Um fjölda undanfarinna ára hafa öðruhvoru birtst í vestur- íslenzku vikublöðunum kvæði eftir Vigfús J. Guttormsson að Lundar, Manitoba, eldri bróður Guttorms J. Guttormssonar skálds á Víðivöllum í Nýja-fs- landi. Fyrir áskoranir ættmenna og vina hefir Vigfús nú safnað saman meginþorra kvæða sinna í allstóra bók (200 bls.), er hann nefnir Eldflugur, og kom út í Winnipeg (The Columbia Press Ltd.) síðastliðið haust. Kvæðabók þessi, sem er sér- staklega snotur að ytra búningi og hin vandaðasta að öllum frá- gangi að öðru leyti, er aðeins prentuð í eitt hundrað tölusett- um eintökum, sem höfundurinn ætlar til vinagjafa og mun einn- ig hafa í huga að senda ýmsum bókasöfnum. Nú er það að vísu eigi venja að gagnrýna bækur, sem gefnar eru út með þeim hætti, sem handrit; eigi að síður tel eg réttmætt að fara nokkrum orðum um kvæðin og höfundinn. Kvæði hans eru, eins og ljóð annara vestur-íslenzkra skálda, tómstundaverk, ort í frístundum frá annasömu ævistarfi, því að Vigfús hefir stundað búskap, rekið verzlun, og fengist við margt annað um dagana, eins og sjá má merki í kvæðum hans. Það, sem sérkennir þau þó um annað fram, eru lipurðin og létt- leikinn; þau eru yfirleitt öll ljóðræn, og þarf engum að koma það á óvart, sem þekkir til þess, hve söngvinn og sönghneigður höfundurinn er, en hann hefir árum saman, við góðan orðstír, stjórnað söngflokkum í heimabæ sínum og unnið með því hið þarf- asta þjóðræknis- og menningar- verk. Meðal fallegustu og ljóðræn- ustu kvæðanna í safninu eru ýms náttúruljóðin, svo sem vor- og sumarkvæðin, en það fer að von- um, að árstíðaskiptin orki á jafn hrifnæman mann og höfundur sýnilega er. í kvæðinu “Sumar- morgun” er t. d. þetta léttstíga erindi: “Nú hefur fugl í frjóvgum lundi sitt fagra sumarmorguns kvak. Nú lækkar bára á breiðu sundi og blæsins léttist andartak. Nú lofar guð hvert lifnað strá, sem lífið vakti dauða frá”. Vigfús á ríka samúð með mönnum og málleysingjum. — Hlýlega yrkir hann um hrafninn- sem gleður hann með söng sín- um, “þegar aðrir fuglar eru f jarri”. Sérstæðari eru þó kvæðin “Froskar” og “Whip-poor-will” (algengur fugl á sléttunum vestra) Því að þar er ort um ný- stárleg efni á íslenzku, tekin beint út úr hinu vestræna um- hverfi skáldsins. Bæði eru kvæð- in einnig vel kveðin, í flokki hinna bestu í bókinni. Upphafs- erindi hins síðarnefnda eru á þessa leið: “Þegar við í húmi háttum. heyrist þýði kliðurinn, Whip-poor-will í öllum áttum er að hefja kvöldsönginn. Vögguljóð á veika strengi viðkvæmt spilar Whip-poor-will þylur margt um miðnótt lengi myrkraskáldið, Whip-poor-will. Tónar líða, um landið víða, lognið drottnar, allt er rótt. Á þá kynja-hörpu hlýða himinn, jörð og koldimm nótt. f þögn og myrkri miðra nátta messar skáldið Whip-poor-will. Heillavættir söngs og sátta safnast kringum Whip-poor-will. Dýraást höfundar lýsir sér kröftuglega í ádeilukvæðinu — “Harðstjórinn í hundalestinni”, og ekki þarf lengi að blaða í kvæðum haris til þess að sann- færast um, að grunt er þar á um- bótaþrá og samúð til annara manna barna. Ekki er það þá heldur nein tilviljun, að hann segir í vísu um Þorstein Erlings- son: “Eg finn það og les allt í “Þyrn- unum” þínum, sem þekkast er skoðun og hugs- unum mínum”. Mun það og mála sannast, að það snjalla og djarfyrta skáld vort hafi haft djúp áhrif á ýmsa skáldbræður sína íslenzka vest- an hafsins, þó að það efni hafi eigi enn sem komið er nánar rannsakað verið. Vigfús Guttormsson er fædd- ur 16. nóv., 1874 í Mjóvanesi í Skógum í Vallnahreppi í Suður- Múlasýslu og fluttist vestur með foreldrum sínum 6 mánaða gam- all. Má því segja að hann hafi aldrei ísland augum litið öðru vísi en í draumum sínum, en eigi að síður er hann fasttengdur ætt- jörð sinni og ann henni af heil- um huga, eins og fram kemur í íslands- og átthagaljóðum hans. Jafn drengilega minnist hann landnemanna íslenzku vestra og ýmissa annara úr samferðasveit- inni, sem moldin geymir. Margt er af lausavísum í bók- inni og sumar prýðisvel kveðnar, svo sem vísan “Borguð skuld”: “Gegnum basl, sem beint er mér, brýst eg einhvern vegin. Gróðamönnum geld eg hér, I en guði hinum megin”. En öll eiga kvæði þessi sam- merkt um það, að þau lýsa heill- unduðum og göfuglyndum manni, trúhneigðum, víðsýnum og vor- trúuðum í skoðunum, enda segir hann í kvæðinu “Vorið kemur”: “Þig eg heitast þrái af hjarta, þér eg helga líf og sál. Lýsi mér þitt ljósið bjarta, lífsins glæddu vona-bál. Láttu blessuð blómin mín benda minni sál til þín, lát þau vaxa á legstað mínum, lát mig hvíla í faðmi þínum”. II. Páll S. Pálsson frá Norður- Reykjum í Borgarfirði syðra fluttist vestur um haf árið 1897, eða fyrir fullum 50 árum, og hef- ir verið búsettur þar síðan. — Hann er löngu að góðu kunnur, einkum vestan hafs, fyrir hin mörgu kvæði sín, sem komið hafa út í blöðum og tímaritum þeim megin hafsins áratugum saman, og þá eigi síður fyrir kvæðabók sína “Norður-Reýki (Winnipeg, 1936), sem hlaut að verðugu eink- ar vinsamlega dóma, því að þar var margt ljóðrænna og mjög vel orktra kvæða og mun kvæðasafn þetta einnig hafa orðið til þess að draga athygli að höfundinum sem skáldi heima á ættjörðinni. Rétt núna fyrir jólin síðustu kom á prent í Winnipeg (hjá Viking Press Ltd.) ný kvæðabók og efnismikil (224 bls.) eftir Pál undir heitinu Skilarétt, sem gef- ur það ótvírætt í skyn.að hann sé þar að færa í einn stað og varð- veita frá gleymsku og glötun þau kvæði sín, sem dreifð hafa verið í blöðum og tímaritum, eða hann hefir óprentuð átt í fórum sín- um. Ekki eru þar þó öll kurl komin til grafar, því að höfund- ur skýrir frá því í eftirmála, að hann eigi enn stóran kvæðabálk og önnur kvæði í handriti. Það er því hreint ekki lítið, sem eftir hann liggur í ljóðagerðinni, og þau afköst að því skapi eftir- tektarverðari, þegar í minni er borið, að hann hefir haft skáld- skapinn í hjáverkum frá tíma- frekum skyldustörfum. Þessi nýja kvæðabók Páls er mjög smekkleg að frágangi, til hennar vandað um pappír og prentun; hún er einnig prýdd nokkrum myndum frá íslandi, sem falla vel að efni hennar, með- al annars mynd af sólarlagi á Norður-Reykjum, æskuheimili höfundar. Um ljóðræna fegurð og þýð- leika, og um áferðarfallegt ís- lenzkt mál, sverja þessi nýju kvæði Páls sig í ættina til kvæð- anna í fyrra safni hans, Norður- Reykjum, enda eru sum þeirra frá sama tímabili eða jafnvel eldri. Hitt mun rétt athugað, að hann hafi síðan fyrmefnd bók hans kom út, sótt í sig veðrið í skáldskapnum, bæði um fastari tök á viðfangsefnunum og heil steyptari og fágaðri meðferð þeirra. Fyrsti og stærsti kafli bókar- innar nefnist “Frá dagmálum til náttmála”, og kennir þar margra grasa um efnisval, en mikið rúm °g veglegt skipa ættjarðar- kvæðin, sem vitna fagurlega um djúpstæða og heilhuga rækt höf- undar til hennar og átthagann*i í hinum sögufræga og fríða Borg- arfirði. Kvæðið “Hjá Kleppum” bregð- ur upp glöggri mynd af fjár- rekstrinum, leitum og réttum, en er jafnframt slungið orðhögum náttúrulýsingum með undir- straum heitra tilfinninga; en þessi eru upphafserindin, og skal til skýringar getið, að ljósmynd af^fjárrekstri fylgir kvæðinu: “Hér er mynd sem minnir stöð- ugt á margt, er skeði á vorsins heiðu dögum, þegar austur-fjöllin brostu blá beltuð hvítum vetrar fanna-lög- um. Neðra iðgrænt engið þögult lá, allar hlíðar grænmötlaðar biðu. Fuglar vorsins frjálsum vængj- um á íratn til heiðarbýla sinna liðu. Hugur mannsins hóf sig þá á flug, hlekki braut og gleymdi dagsins önnum. Brjóstið fylltist djörfung, von og dug, -----drottins engill leysti það * úr fönnum. Heiðin breiddi út friðar-faðminn sinn frjálsum anda rétti vinar-hendi. Fegurð sína hljóður himininn helgu letri á mannsins sálu brendi.” Þá leynir ástarhugurinn til fs- lands sér eigi í kvæðinu “Álfa- mær” (Hemámið), og sigur- hreimur er í hinu sonarlega kvæði höfundar helgað lýðveld- isstofnuninni 17. júní 1944, enda snart sú fagnaðaralda, sem þá fór um hugi hinnar íslenzku þjóðar, jafn næma strengi í brjóstum íslendinga vestan hafs- ins, og er umrætt kvæði fagur vottur þeirrar tilfinningar og ræktarhuga. Annars nýtur hin ljóðræna skáldgáfa Páls sín löngum á- gætlega í náttúrulýsingum hans t. d. í kvæðinu “Kvöldkyrrð”, en þar er þessi gullfallega vísa: “Andar nótt í austri hljótt, er á flótta dagur genginn. Nýjan þrótt nú drekkur drótt, dreymir rótt — því hvíld er fengín.” En þess eru einnig næg dæmi í umræddum kvæðaflokki höf- undar, að hann getur slegið hag- lega og eftirminnilega á aðra og sterkari strengi hörpunnar. — Kvæðið ‘“Hraungangan” (Hall- mundar-hraun), sem hefir að viðlagi, “Það kunna svo fáir um hraunið að ganga”, er bæði hreimmikið og táknrænt að sama skapi um ævigöngu manna yfir hraun og klungur, með hættur við hvert mótmál. Minnir þetta veigamikla kvæði á hið kröftuga og myndauðga kvæði höfundar “f Surtshelli” í safni hans Norð- ur-Reykjum. í þeirri bók hans sáust einnig mörg merki samúðarríkrar af- stöðu hans til olnbogabarna þjóð- félagsins; hvar hann skipar sér þar í sveit kemur enn ákveðnar fram i þessari nýju bók hans, í kvæðum eins og “Konungsefnið” “Franklin D. Roosevelt” og “Dollarinn” (Eintal), sem eru, að miklu eða öllu leyti, hvöss ádeila. Lokaerindið í hinu fyrst- nefnda er á þessa leið: * “Eg fyrirlít valdið, sem veitir oss rétt hinn veika að forsmá og hrjá, það vald hefir stimpil á stéttirn- ar sett og stórsyndum krýnt vora brá”. Og það er mannástin, aðdáun- in á þeim, er líknarverkin vinna, sem er undiraldan í hinu fagra kvæði “Nýlendulæknirinn”, sem bregður upp rauntrúrri mynd úr landnemalífinu vestra. í öðrum kafla bókarinnar, — “Þorpið hljóða”, eru mörg prýð- ileg minningarkvæði um ætt- ingja höfundar, samherja og vini svo sem séra Ragnar E. Kvaran, dr. Rögnvald Pétursson, séra Guðmund Árnason, dr. Magnús B. Halldórsson, Árna Eggerts- son og frú Guðrúnu H. Finns- dóttur, er öll komu mikið við sögu íslendinga vestan hafs og höfundur hafði átt langa samleið með, en hann hefir tekið mikinn þátt í vestur-íslenzkum félags- málum. Tekst honum oft ágæt- lega í mannlýsingum sínum. En dýpst munu þó snerta marga les- endur hin faguryrtu og trega- djúpu minningarkvæði höfundar um bræður hans þrjá, Hjört, Kristján og Jónas, hina merk- ustu menn, sem allir féllu að velli á síðastliðnu ári, og eru bræðra- minningar þessar hver annarri fegurri. Þannig kveður skáldið Hjört bróðir sinn: “Sof þú sof þú bróðir, við sól — og mánaskin. Brosa bjartar stjörnur við burtu horfnum vin. Hljóðir hugir dvelja við hvílustaðinn þinn, allra, er fyrr þér unnu og unna, vinur minn. Sein er sorg að gleyma, og sárin gróa ei fljótt. Dýrðlegt er að dreyma um dag, þá myrk er nótt dreyma um liðna daga og dagsverk unnið sitt. Eegg eg nú á leiðið litla kvæðið mitt. “Kvæðið mitt er kvöldljóð”, nú kulið sækir að, skógar-skrautið fölnað, og skrælnað vorsins blað. Vegir skiljast, vinur, eg verð hér enn um stund. Hljóðir hugir blessa þinn hinnsta nætur-blund”. í þriðja kafla bókarinnar “Eg heyri unaðs-óma”, eru trúarljóð, þýð og þrungin að fagurri hugs- un og innilegri trúartilfinningu. Þessi trúarljóð og sálmar vitna um síðsýni höfundar í trúmál- um, enda hefur hann jafnan hall- ast á sveif hinnar frjálslyndu stefnu í þeim efnum, og lofsyng- ur þá hreyfingu í ýmsum kvæð- um sínum í þessari bók, t. d. í kvæðinu “Frumherjar hinna frjálsu trúarskoðana”. Páll S. Pálsson hefir getið sér mikið orð meðal fslendinga vest- an hafs fyrir gamankvæði sín, og þótti mörgum það því mikill ljóð- ur á fyrstu kvæðabók hans, að í henni var eigi að finna nein slíkra kvæða hans. Úr þessu er nú bætt í hinu nýja kvæðasafni hans, með kvæðaflokknum “Jón og Kata”, sem er f jórði og síðasti hluti safnsins. Óneitanlega er þessi stuðlaða gamansaga skemti leg og góðlátleg glettni höfund- ar hittir víða vel í mark, en þó njóta kýmnikvæði þessi sín hvergi nærri eins vel á prenti, sem eigi er heldur von, og í með- ferð höfundar sjálfs, sem er bráðsnjall leikari, og hefir lagt mikinn skerf til vestur-íslenzkra menningarmála á því sviði. Mig grunar, að margir, sem lesa “Skilarétt” Páls, muni óska þess, að Eftirleita hans verði eigi langt að bíða, ekki síst, fyrst hann hefir sjálfur tjáð lesendum, að hvergi nærri öll fjáreign hans sé af fjalli komin. —Lesbók Mbl. —Þú ert hætt að ganga með drengjakoll. — Já, maðurinn minn var far- inn að sætta sig við drengjakoll- inn, svo eg gat ekki verið að því lengur. COUNTER SALESBOOKS Kaupmenn og aðrir sem þannig lagaðar bækur nota, geta fengið þær með því að snúa sér til vor. Allur frágangur á þessum bókum er hinn vandað- asti. Spyrjist fyrir um verð, og á sama tíma takið fram tegund og fjölda bókanna sem þér þarfnist. The Viking Press Limited 853 Sargent Ave. VVinnpieg, Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.