Heimskringla - 12.05.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.05.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. MAf 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA hendurnar, og ekkert sýndist gera til hver hlustaði, hún óð látlausan elginn samt. Ekki var nokkur blettur á húsgögnunum eftir skilinn. At- ína færði öll hin þyngstu hús- gögn til af eigin ramleik, vildi aldrei neina hjálp, og virtist ekki þurfa hennar. Loftið í herbergjunum burst- aði hún með sópnum, með löngu skafti, gólfin voru sópuð tvis- var, síðan þvegin og nudduð vandlega úr heitu vatni og sápu næsta dag; auðvitað gerði Atína alt þetta. Húsgögnin voru vand- lega fægð og hreinsuð, og því næst færð á sinn stað. Hver ein og einasta bók í bóka- herbergi föður míns var færð til, Atína .hreinsaði hverja bók, en lét hana ekki æfinlega á sama stað aftur, og hún hafði verið. Hún leit ekki upp úr verkinu, fyr en hádegisverðartími nálgaðist, °g vatnið kom fram í munninn á henni, þegar hún sá fiskinn og haunirnar, sem sérstaklega hafði verið matreitt handa henni. —' “Megi húsmóðirin lengi lifa”, Sagði hún meðan hún var að gleypa í sig matinn, “hún veit hvað mér kemur”. Þegar leið að kvöldi, og faðir nainn kom heim úr vinnunni, var Atína ennþá að hlassast um hús- og voru ekki meiri þreytu- ^erki sjáanleg á henni, en þegar hún byrjaði snemma um morgun- inn, og tautaði hún við sjálfa sig, að slík óhreinindi hefði hún Mdrei séð á sinni lífsfæddri æfi, °g aumingja gamla Eleni væri engin manneskja til að gegna Verkum sínum lengur, svo í nokkru lagi væri. Síðan snéri hún sér að móður niinni og sagði: “Á morgun, hanimdjim”, sópa eg og hreinsa húsið í þriðja sinn, — neðan úr kjallara, og upp á hanabjálkaloft, þvæ gólfin, og legg gólWukana á þau. Þriðja daginn hreinsa eg þvottahúsið, og þvæ gluggana, og ^jórða daginn fægi eg hurðahúna, °g alt í húsinu sem mögulegt er að fægja.” Um kvöldmatarleyt- ið, sem var um 8.30 á okkar heim- var Atína enn á hlaupum upp °g niður stigana. Meðan við neyttum máltíðarinnar, tók Elení einnig mat til handa Atínu. Það var orðið of framorðið fyrir hana að fara heim og matreiða handa sér. Hún hafði svo kjólaskifti, lét á sig skóna, því berfætt hafði hún unnið allan daginn, og kom svo til að kveðja okkur. “Eg snerti ekki við skjölunum þín- Urn”, sagði hún við föður minn, <eg kem hingað á sama tíma á niorgun,” og með það var hún far- in. Þvílíkur kvenmaður. Um sólaruppkomu næsta morg- un kom Atína aftur til vinnunn- ar. og það sem eftir var vikunnar, þangað til ekkert var lengur til á heimilinu til að skrobba, þvo, þursta, hreinsa, fægja, eða færa til! Húsið okkar var sannarlega Utnmyndað og óþekkjanlegt! Vetrargólfteppin höfðu verið Vafin upp, vandlega hreinsuð, og yfir þau stráð dufti til þess að Varna því að mölurinn eyðilegði þau; einnig vetrarfötin, með sama útbúnaði, og sumarteppin höfðu verið lögð á gólfin, sem Sljáðu margþvegin, áborin og f* *gð. Postulíns ofnarnir og Svörtu pípurnar hafði verið tekið í burtu. Gluggarnir gljáðu og glömpuðu, svo að hvergi bar blett á, og ný tjöld héngu nú fyrir; þeim öllum. Þvottahúsið var ný- málað, það hafði Atína einnig gert. Forstofan og steintröppurn- ar höfðu verið þvegnar og nudd- aðar með svo miklum krafti, að þær glönsuðu eins og marmari. Yfir öllu húsinu ríkti yndisleg- ur hreinleikablær, og það lyktaði alt hátt og lágt af heitu vatni og sápu. I Blómapottum hafði verið raðað á allar gluggasillurnar. Það duld- ist ekki að vorið var komið, og sólin ljómaði upp hreina húsið okkar og koparhúnarnir, látúns- hlutirnir og allur silfurborðbún- aðurinn, sem Atína hafði fægt af krafti svo klukkutímum skifti, glampaði í sólarljómanum. “Finst þér nú ekki betur farið en heima setið?” spurði móðir mín pabba, og leit yfir hið fallega heimili okkar. “Mér þykir vænst um,” svaraði hann, “að vorið kemur ekki nema einu sinni á ári.” R. St. þýddi HITT OG ÞETTA Gvendur: Ef eg gifti mig nokk urntíma, þá verður það konu, sem er svo rík, að eg geti séð sóma- samlega fyrir henni. ★ Rödd (í símanum): Er þetta silkihúsið? Svar: Nei, þetta er bara venju-. legt steinhús. ★ Gesturinn á uppboðinu: — Það kemur ekki til nokkurra mála, að eg hafi keypt allt þetta bölvað skran. Eg hef setið hérna og sof- ið nær allan tímann. Uppboðshaldarinn: — Já, en þér hafið kinkað kolli við og við. * Frúin: —Eg vona að þú hafir ekki mætt neinum, sem þú þekkt- ir. Maðurinn (drukkinn): — Nei en eg mætti mörgum, sem virtust þekkja mig. ★ —Heyrðu kunningi, ert þú far- inn að reykja, svona lítill? Hvað heldur þú að kennarinn þinn segi? —Mér kemur það ekkert við, hvað kennarinn segir. Eg er ekki farinn að ganga í skóla. * Forstjórinn: Jæja, frú, eg skal láta son yðar hafa stöðuna. Eg geng að því vísu, að hann sé heið- arlegur og dugandi maður. Frúin: Já, stálheiðarlegur. En misskiljið þér mig nú ekki. Auð- vitað veit hann hvað kaupsýsla er. ★ Á veitingahúsi: —Þjónn! Eg vil ekki þennan fisk. Hann er úldinn. Kallið þér á gestgjafann. — Það þýðir ekkert. Hann vil hann ekki heldur. ★ —Þessi mynd er af ömmu minni um tvítugt. —Það er ómögulegt. Var hún orðinn amma svona ung? ? ? ★ Jakob: Og með svona miklari skuldir á bakinu umgangist þér heldra fólk. Jóhann: Hvar ætti maður að finna sína líka annars staðar? ★ Ragnar: Þú segist einn hafa bjargazt af skipshöfninni, hvern- ig bar það að? Stebbi: Jú, það er fljótsagt, eg varð of seinn til skips. Kaupendur Heimskringlu og Lögbergs á Islandi Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang, kr. 25.00 fyrir hvort blað. Dragið ekki að greiða blöðin. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. B.TÖRN GUÐMUNDSSON, Mávahlíð 37, Reykjavík Ungfrú Þórunn Paulson B R É F Gimli, Man., 28. apríl 1948 Ungfrú Þórunn Paulson, las upp frumsamin kvæði á sumar- málasamkomu kvenfélagsins, þ. 8. apríl í lútersku kirkjunni hér á Gimli. Vakti hún mikla athygli með kvæðum sínum, og góðri meðferð þeirra. Finst mér vel við eiga að kvæði þessi komi fyrir almennings- sjónir, því margir hafa gaman af kveðskap á meðal okkar íslend- inga. Eg sendi því kvæði hennar til birtingar ásamt grein þessari. Þórunn Paulson er fædd að Dallandi í Húsavík í Norður- Múlasýslu, dóttir Sveins Páls- sonar frá Árnastöðum í Loð- mundarfirði, og Jóhönnu Jó-' hannesdóttur, seinni konu hans, ættaðri frá Mývatni. Þórunn Paulson kom hingað til lands fyrir tveim árum síðan, og lærði hárgreiðslu hjá Nels Todd í Winnipeg. Að loknu námi setti hún upp hárgreiðslustofu hér á Gimli, og hefir einnig vakið at- hygli sem óvenjulega góð hár- greiðslpkona. Ungfrú Paulson kann vel við sig hér vestra og ætlar að vera hér áfram. Ingibjörg Bjarnason Faðirinn við eyðslusaman son: Engan eyri borga eg framar af skuldum þínum, ódóið þitt. Þú verður annaðhvort að verða reglumaður eða fá þér ríka konu. Þetta varð eg að gera sjálfur og þér er ekki vandara en mér. ★ Jón: Að sjá þig, kvæntan manninn, vera að festa hnapp á kápuna þína. Jens: Uss, nei, það er ekki kápan mín, heldur konunnar minnar. ★ Presturinn: Það er leitt að þú skulir vera eins latur og þú ert, Jón, þér hlýtur að farnast illa. Jón: Úr því presturinn minn- ist á letina, þá detta mér í hug tveir skólabræður mínir. Jónas og Sveinn. Jónas var óþreytandi og var orðinn milljónaeigandi þegar hann varð fertugur, en — Sveinn átti ekki utan á sig skyrt- una, enda vann hann aldrei neitt. Presturinn: Þarna sér maður, Jón. Jón: Og þá dó Jónas af lúa og ofþreytu, en Sveinn kvæntist ekkjunni. ★ Presturinn: Hafið þér verið ekkja mjög lengi? Ekkjan: Síðan maðurinn minn sálaði dó. * Árni: Má bjóða yður í nefið? Klæðskerinn: Jú, þakka yður fyrir, þegar við erum búnir að tala dálítið um reikningana okk- ar, síðast hlupuð þér burtu með- an eg var að hnerra. •k Prestur nokkur prédikaði stundum harðlega og sagði eitt sinn m. a.: Það er til þrenns kon- ar dramb. I. Af ættgöfgi og af því geta nokkrir yðar stært sig. II. Af auðæfm en þeir eru fáir hér. III. Af mannkostum, en þeir eru engir hér. VETRARKVÖLD Drífa þekur dali dökk er himin lind. Nístir norðan svali nakinn fjallatind. Blóma er sumar seldi svæfðar eru brár. Á frostrósa feldi freðin blika tár. Hæðst á himinboga hrærast stjörnur smá, Norðurljósin loga leiftra til og frá. Hátt í himinveldi heiður máninn skín. Yfir kyrru kveldi hvílir helgi-lín. Svell með geislaglömpum gleðja huga manns. Skin frá loftsins lömpum lýsir nú í dans. Þjóð með fætur fima er fer um hála tjörn. út úr skuggum skima skrítin álfabörn. Syngur dátt á svelli sýngva þjóðin raust. Óð úr f jalli og felli flytur bergmálsraust. Finst oss fögur sýnum foldin ísa köld, falin faðmi þínum fagra vetrarkvöld. VO R V í S U R Blíðvindur blátinda blæs undur hlýkendur. Sól ljómar sæll ómar sönghljómum. Flýr drómi. Braut þiðnar. Brá glaðnar. Brim hljóðnar. Fönn hjaðnar. Þrá dafnar. Þrek lifnar. Þraut klofnar fyrir stafni. Fell vætu-föll hljóta, féll vetur úr sæti. Grær engi. Grund angar, grár tangi sést enginn. Fold breiðir fald heiðan, . feld þýðum sólklæðum. Vordísir ver lýsa. Vörð ljósa ber hrósa. Konan: Eg held að þú hafir ekki gert eitt einasta góðverk um æfina. Maðurinn: Jú, þegar eg bjarg- aði þér frá því að verða pipar- mey. ★ Læknirinn: Sofið þér vel á nóttunni? Sjúklingurinn: Já, ágætlega. Læknirinn: Hvað stundið þér? Sjúklingurinn: Eg er nætur- vörður. ★ Jón: Eg hefi ákveðið að gefa þér bók í amælisgjöf, hverskon- ar bók vildirðu fá? Anna: Ávísanabók, elsku Jón minn. ★ Tryggvi Gunnarsson og H. Clausen voru eitt sinn sessunaut- ar á Alþingi. Eitt sinn sagði Tryggvi við Clausen: FJÆR OG NÆR Skilarétt, — kvæði — eftir P. S. Pálsson . Eftirfarandi taka á móti pönt- unum og greiðslu fyrir þessa bók: K. W. Kernested, Gimli, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes Man. Séra Eyjólfur J. Melan, River- ton, Man. Tímóteus Böðvarsson, Árborg, Man. Mrs. Kristín Pálsson, Lundar, Man. Th. Guðmundsson, Leslie, Sask J. O. Bjömsson, Wynyard, Sask. Chris. Indridason, Mountain, N. Dak. M. Thordarson, Blaine, Wash. J. J. Middal, Seattle, Wash. Björnssons Book Store. Winni- peg, Man. The Viking Press Ltd., Winni- peg, Man. P. S. Pálsson, Winnipeg, Man. Bjöm Guðmundsson, Reykja- vík, Iceland Árni Bjarnarson, Akureyri, Ice- land. * ★ * The Birthday Calendar that is being prepared by the Junior Ladies’ Aid is turning out to be a very popular project. People from far and wide have sent in their names to have them inserted on the calendar. Have you sent your name? If not, send it NOW and the day and month of your birth. -The deadline is June lst. Send 10 cents with each name and 35 cents for the calendar to: Mrs. W. R. Potruff, 59 Hespeler Ave. Phone 501811, og Mrs. F. Thordarson, 996 Dominion St., Winnipeg, phone 35 704. ★ * * Seyðisfirði 12. apríl. Herra ritstjóri: Viltu gera svo vel, að koma okkur undirrituðum í bréfasam- band við íslendinga vestanhafs. Æskilegt væri að þeir gætu skrifað á íslenzku. Með fyrirfram þakklæti, Virðingarfyllst Lalla Eiríks. (17 ára) Austurveg 44. Inga Þórðardóttir (18 ára) Öldugötu 11. Báðar búsettar á Seyðisfirði, fslandi. * * * Akureyri 25. apríl 1948 Kæra Heimskringla! Mig langar til að komast í bréfasamband við 15 ára Vestur- íslending. Með fyrirfram þökk. Heimilisfang mitt er annars: Ágúst Nílson, Bjarmastíg 13, Akureyri, ísland * * * Sigurður S. Anderson, 800 Lipton St., hefir tekið að sér inn- köllun fyrir Hkr. í Winnipeg. Áskrifendur eru beðnir að minn- ast þessa og frá þeirra hálfu gera honum starfið sem greiðast. — Símanúmer hans er 28 168. Tilkynning Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmunds- son, Mávahlíð 37, Reykjavík. — Hann tekur á móti pönt- unum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. Kaupendur blaðanna eru vinsamlega beðnir að til- kynna umboðsmanni vorum vanskil á blöðunum, og einnig ef breytt er um verustað. Heimskringla og Lögberg SKILARETT Ný Ijóðabók eftir P. S. Pálsson ER NÚ KOMIN A BóKAMARKAÐINN. Ágætur pappír, falleg kápa, vandaður frágangur. 1 henni birtist allur kvæðaflokkurinn “Jón og Kata”. — Bókin er 224 blaðsíður, og fæst hjá útsölumönnum sem auglýstir eru á öðrum stað í blaðinu. Verðið er $3.00 í kápu. 1 Winnipeg er bókin til sölu hjá eftirfarandi: BJÖRNSSON’S BOOK STORE, 702 Sargent Ave. THE VIKING PRESS LIMITED, 853 Sargent Ave. P. S. PÁLSSON, 796 Banning Street. —Það er einkennilegt að sjá þennan mann (þingm., sem þá var að tala). Hann hefur hvítt varaskegg, en svart hár, því nær ekkert hært. — Það er ekkert undarlegt, svaraði Clausen, þessi maður hefur alltaf brúkað kjaftinn, en aldrei getað notað höfuðið. ★ Hefðarfrú var að ræða við stöllu sína: En hvað þú ert með mikið og fallegt hár og það fer þér svo vel. —Hvar hefur þú keypt það? ★ Einar snikkari sá um byggingu steinhúss fyrir brezka setuliðið. | Reyndist steinlímið hjá honum ódrjúgt, enda var Einar sjálfur að byggja sér hús. Þegar yfir- maður Einars fór svo að yfirlíta verk hans, hristi hann höfuðið og sagði: It is no good! ! ! Við það var Einar himinlifandi glaður og sagði: Já, það er rétt, það er nógu gott. Coscccccccccccoðoocœoeoccoscoeososo VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA 5CCCO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.