Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 1
+*************+*¦***+*++*'** W« recommend foi your approTdl our II BUTTER-NU1 LOAF // CANADA BREAD CO. LTD. Winnipeg Phone 37 144 Frank Hannibal, Mgr. itigla. ^^»^s»^»^#S»S»s#^^#^é>^^^^»^#^*S»#S#^»^»^ We reconimend fof your approral oui // BUTTER-NUT LOAF" CANADA BHEAD CO. LTÐ. I Wlnnipeg Phone 37 144 \ X Frank Hannibal, Mgr. J LXII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19. MAf 1948 NÚMER 34. Islenzkur kvennakór í Utah Á hátíð, sem haldin var 5. apríl s. 1. í Salt Lake, af "Dætrum frumherja í Utah", söng íslenzk- ur kvennakór tvo íslenzka söngva °g sýndi íslenzkan þjóðdans. í kórnum voru 17 konur, allar af islenzku bergi brotnar tilheyr- endi þriðju og fjórðu kynslóð frá lslenzku landnemunum. Voru pær klæddar íslenzkum þjóðbún- Jngum og höfðu tvær þeirra, Mary Alice Bullan og Mary Jane Jarvis Nielson erft þá frá ömmu eða langömmum, og voru þeir sagðir um 100 ára gamlir. Hér fara á eftir nöfn þeirra er 1 íslenzka kórnum sungu: Fremri röð (frá vinstri til hægri): Laurel Argyle, Mary Jane Jarvis Nielsen, Gerry John- son, Mary Alice Bullen, Merlene McKell. Eftri röð (frá vinstri til hægri): Blanche Grotegut, Blanche McKell, Afton Leifson, Zola Curtis, Dolores Johnson, Norma Bearnson, Colleen John- son, Beverly Johnson, Lois John- son, Janet Johnson, Margaret Johnson. Á hátíðinni fóru fram söngur, tæðuhöld og dans. Kate B. Car- ter forseta voru afhent blóm (or- chid corsage) af íslenzkum kon- um og var því mikið fagnað. Þá getur í fréttinni, að Mrs. Regina Erickson hafi útvegað kvennakórinn, Mrs. Emily Mar- tin hafi æft íslenzku söngvana, Miss Lola Argyle hafi stjórnað sögnum, Mrs. Thelma McKell spilaði undir á piano, Mrs. Joyce Hawks Henderson kendi íslenzka dansinn, og Mrs. Eleanor B. Jar- vis og Mrs. Ellen Taylor sáu um þjóðbúningana. Mynd þessi birtist í blaðinu Spanish Fork Press, og lánaði það Heimskringlu góðfúslega myndamótið, svo bæð* hún og ís- lenzkir lesendur eiga því að þakka, að sjá þessar frænkur sín- ar, er í okkar augum hafa sýnt þjóð sinni og tungu mikla rækt á þessari hátíð og hér er af frænd- um þeirra mikils metið. Nöfnin fylgdu ekki myndinni, en blaðið var ennfremur svo góðviljað, að afla Hkr. þeirra, með aðstoð Mrs. Eleanor Jarvis; er það starf, sem bezt þakkað. J. G. Halll, Edinburg, N.D., skal og þakkað fyrir hugulsem- ina, að draga athygli Heims- kringlu að blaðinu Spanish Fork Press, er myndina flutti. FRÉTTAYFIRLIT 0G UMSAGNIR Heilbrigðismál ríkisins Rétt Kenzie nýlega tilkynti Mac- King, forsætisráðherra, KOMIN HEIM Agnes Sigurðsson ^rá Agnesi Sigurðsson barst ^eyti um að hún hefði komið til Slands s. 1. laugardag. Dvelur "Un heima um mánaðar tíma og "fldur hljómleika. Hún dvelur Ja Hans Þórðarsyni og frú ans, meðan hún er heima. Um • júní gerir hún ráð fyrir að ^alda til Frakklands og stunda am þar yfir sumarið. Var henni °oið þetta af frægum frönskum P^anóleikara og vini Agnesar, j*ngfrú Emma Boynet. Agnes e*lr notið tilsagnar í frönsku og „ 'ti að geta notið dvalar sinnar ^rakklandi sem á íslandi. Þykir lnum hennar hér vænt um þess- r góðu fréttir af henni og óska enni gengis og ánægju meðan un dvelur heima og við námið á hitlu sólríka Suður-Frakklandi. það í neðrideild þingsins í Ott- awa, að mikil styrks og endur- bóta áform, opinberum heilbrigð- ismálum viðvíkjandi, hefðu kom- ið til greina. Myndi kostnaður við aukna útbreiðslu og umbætur allar á þessu starfi verða $30,000,000 — og yrði undirbún- ingur undir heilbrigðistrygging- arfyrirætlanir, er komast ættu á síðar. Hefir því stöðugt verið haldið fram um nokkurt undanfarið skeið, að stjórnin myndi bráðlega tilkynna áætlanir sínar um styrki og heilbrigðismál. Sagði Mr. King, að Hon Paul Martin, heilbrigðismálaráðherra, hefði í hyggju að kalla saman til fundar sem allra fyrst, alla for- stjóra hinna ýmsu mismunandi heilbrigðismála-deilda, til þess að semja sundurliðaða reglugerð fyrir umbóta-áætlanirnar. Væri aðal uppástunga stjórn- arinnar sú, að veita öllum fylkj- unum heilbrigðisrannsókna fjár- framlag — $5,000 að upphæð hverju fylki, og leggja þar að auki fram sjóð að upphæð $625,000 er skift yrði á milli fylkjanna, í hlutfalli við fólks- fjölda. f engu tilfelli yrði fylk- isstyrkurinn minni en $15,000. Mestu f lóð og vatnavextir á 40 árum ** Samkvæmt nákvæmum skýrsl- um um straumrenslismælingar og vatnavexti í öllum hlutum landsins, er ríkishagstofan í Can- ada, og jarðfræðisrannsókna-fé- lag Bandaríkjanna birta í sam- einingu mánaðarlega, voru vor- leysingar í aprílmánuði síðast- liðnum, nokkur veginn eðlilegar í flestum hlutum Canada nema Manitoba, Saskatchewan og Al- berta. f þeim fylkjum hafa flóð- in verið hættulegri og gert meiri skemdir og usla, en komið hefir fyrir á síðastliðnum 40 árum. Síðari hlutur aprílmánaðar urðu meiri skaðar, tjón og óþæg- indi af flóðum í Rauðárdalshér- aðinu í Manitoba, en komið hefir nokkru sinni fyrir síðan árið 1897. Fólk hefir neyðst til að flýja heimili sín í bæjum og bygðum, og ekki hvað minst hafa flóðin komið hart niður á Brandon og Winnipeg, eins og kunnugt er. En svo hafa stórkostlegir skað- ar orðið af vatnavöxtum í öllum sléttufylkjunum. Flóðs hefir einn ig orðið vart að einhverju leyti á víð og dreif í stöku héruðum í norðvestur og suðurhlutum Que- bec fylkisins og norður British Columbíu. Umráð o,g ef tirlit Danube Bretland, Frakkland, Banda- ríkin og Sovét-Sambandið, hafa fallist á að stofna til 10 þjóð- ríkja ráðstefnu í Belgrade, bráð- lega, til þess að bollaleggja og ákveða yfirráð og umsjón. sigl- ingaleiða Danube-árinnar í fram- tíðinni. Hefir formælandi utan- ríkisráðuneytisins í London, lýst þessu yfir, og því jafnframt að ákvörðun þessi hafi verið tek- in sökum þess, að Sovét-Sam- bandið hafi upprunalega vakið máls á þessu við Bretland í skjali dagsettu 14 marz síðastliðinn. Til alþjóða-ráðstefnu um stjórn og yfirráð Danube í fram- tíðinni, hefði átt að efna 15 marz síðastliðinn, sex mánuðum eftir að friðarsamningarnir við Ung- verjaland, Romaníu og Búlgaríu voru afgreiddir, samkvæmt á- kvörðun utanríkjaráðsins. En svo ákvað ráðið að setja umráð Danube til síðu um stund- arsakir, þar sem endalaust þras og þráttskapur um þetta mikil- væga mál, stóð algerlega í vegi fyrir því að mögulegt reyndist að ráða hinum samningunum til lykta. Var því afráðið að legg^a þetta mál í hendur sérstakrar nefndar hluteigandi aðilja, er gerðu út um það mál eins og áður er sagt, ekki síðar én sex mán- uðum eftir að hinir fyrnefndu samningar höfðu öðlast gildi. Um miðjan marzmánuð síðast- liðinn, gerði svo stjórn Banda- ríkjanna þá uppástungu að þess- ari ráðstefnu yrði skotið á frest þangað til einhvern tíma seinna á þessu ári, og féllst Bretland á það. Þó hefir Bretland nú samt sem áður, aðhylst þá bendingu, eða uppástungu frá Moskva, að ráð- stefnuna í Belgrade ætti að halda í mjög náinni framtíð. — Einnig hefir Sovét-Sambandið mælt með því, að byrjunarumræður um mál- ið fari fram í Washington, til þess að koma sér sem bezt niður á þá kosti og leiðir til fram- kvæmda, áður en til árslita-ráð- stefnunnar í Belgrade kemur. Er hér áreiðanlega eitt alþjóða vandræða og þrætumálið á upp- siglingu, mál, sem utanríkjaráðið og allir hlutaðeigendur hafa að Fvrirlestur Fr'ú Elinborg Lárusdóttir skáldkona Frú Elinborg skáldkona, sem um langa vegu er komin til að heimsækja okkur og dvalið hefir hér um skeíð, flytur fyrirlestur í Sambandslairkjunni í Winnipeg næstkomandi þriðjudagskvöld. Slíkar heimsóknir sem þessar- ar konu, eru merkilegar og bera glögt með sér að hugur góðra f s- lendinga er oftar hjá okkur en við ætlum. Það er trauðla tekist á hendur eins kostnaðarsamt ferðalag, af öðru, en frændsem- inni, sem milli fslendinga eystra og vestra ríkir. Þetta ber öllum þjóðræknum Vestur-íslendingum að meta og skilja. Frú Elinborg hefir valið sér að umræðuefni: Þjóðleikhúsið — og starfsemi leikara í Reykjavík fyr og nú. Er þar um ærið efni til frásagnar að ræða, því þetta mikla menningar fyrirtæki ís- lenzku þjóðarinnar, má öfga- laust telja einn hinn mesta menn- ingarvott vorrar hugum kæru fá- mennu þjóðar. Og að vera nú frædd um þetta mál af konu, sem í hópi stærri rithöfunda íslenzkra er talin — hún hefir nú skrifað 14 bækur, sem allar bera merki snildar í máli, sannra lýsinga og göfugs anda um hvaða efni sem er að ræða — hún mun vissulega eins og í sögum sínum nú gefa okkur sanna og eftirminnilega mynd, af þessu mikla átaki fslendinga í að rersa þjóðleikhús til verðugrar viðurkenningar andlegum list- heimi íslendinga. Þessar fáu línur eru til þess skrifaðar að vekja athygli f slend- inga nær og f jær á þessari nýung, að eiga nú tækifæri á að hlýða á fyrirlestur, fluttan af einum hinna leiknustu rithöfunda heima, um mál, sem svo vel gríp- ur inn í menningarmál þjóðar vorrar, að enginn þjóðrækinn ís- lendingur ætti að láta sér úr greipum ganga að hlýða á, og því fremur, sem það er flutt af þjóðkunnum rithöfundi og öllum hér kærkomnum gesti. MENN Hér er svo margt sem þeir halda þeim dugi að trúa, Huganum sjaldan að rannsóknar veginum snúa, Mun það ei haftið sem framþróun fyrir þeim tefur Svo fáráðir eyða í stríð því sem jörðin þeim gefur? Vita þeir mikið um andlega orku og vilja? Eru þeir draumanna ráðgátu farnir að skilja? Mun ekki vera á hugmynd um himininn skekkja Hjá þeim sem ei hefir sjálfa sig tekist að þekkja? Vinna þeir flest til að afla sér auðæfa sjóði, Oft þó það kosti að dreifa um jörðina blóði, Tigna þó guð sem þeir trúa að refsað þeim geti, Og telja það víst að hann starf þeirra sjái og meti. Hrópa til hans þá því bregðast er bauð þeim hér skyldan Biðja hann um það að vera í dóminum mildann, Renna í stríð og þeir ræða þá ekki um griðin. En rífa hver annan í sundur að tryggja sér friðinn. Hafa þó von um að heilögum guði það líki, Hyggja að þeir muni komast í friðarins ríki, Þeir! sem að fara hér yfir með ofríki hörðu, Og eru í hernaði grimmustu dýrin á jörðu. Böðvar H. Jakobsson þessu reynt að hliðra sér hjá ao útkljá og borðlagt, sökum hræðslu og kvíða fyrir því, hvernig því muni reiða af — því, "frestpr er á illu beztur", segir1 máltækið. óttast lofthernað í Palestínu Frá Haifa, Palsetínu — Full- trúar Sameinuðu þjóðanna, sem í Palestínu eru, óttast mikið að lofthernaðar muni hef jast á þeim slóðum, eftir burtför Breta-her- sveitanna úr landinu. Upp að þessu hafa brezku her- sveitirnar þó getað haldið stríðs- árásum Araba og Gyðinga dá- lítið í skefjum, þótt þær hafi aldrei getað fyrirbygt rósturnar með öllu. Enda þótt Gyðingar nú sem stendur, hafi mjög lítinn flug- her, og aðeins fáeinar flugvélar, er búist við að fyrir geti komið, að þeim bætist meiri flughern- aðartæki svo að segjaj á einni nóttu. Hafa stöðugt undanfarið borist flugufréttir um það, að lofthern- aðardeild yrði send frá kommún- istastjórninni í Tékkóslovakíu til Gyðinga, sem fyrst eftir að yf- irráðum Breta væri lokið í Pal- estínu. Hvað sem um það. er, hafa Bretar, þrátt fyrir það, þótt hernaðartæki þeirra og hersveit- ir verði í Haifa nokkurn tíma enn, eftirlátið yfirmönnum Gyð- inga flugvöllinn þar, til fullra umráða. Harðsóttir ástafundir Samkvæmt goðasögnum Grikkja, synti Leander yfir Hellespont, (Hellusundin) á hverri nóttu, til þess að ná fundi astmeyjar sinnar, Hero. HÖRMULEGT SLYS Kenneth Jóhannesson, 26 ára flugmaður og sonur Kon- rad Jóhannessonar er flugskóla hefir lengi starfrækt í þessum bæ, fórst s. 1. mánudag, er flug- farið sem hann var að fljúga í yfir bænum féll niður í Assini- boine-ána. Kenneth var lista- flugmaður og gerði í þessu síð- asta flugi hinar ægilegustu flug- raunir, sem hér hafa sézt. En eitthvað virðist fyrir hafa komið er leiddi til þessa hörmulega slyss. Það er í fréttunum hermt, að flugfarið hafi tilheyrt Winnipeg Flying Club á Stevneson flug- vellinum en ekki föður hans, og hver í því var, meðan flugið fór fram eða lánað hefði það vissi enginn. Kenneth var flugkennari í síð- asta stríði á Englandi, en hélt uppi flugferðum fyrir föður sinn. eftir að heim kom milri Flin Flon og Winnipeg. Hellespont var hið forna nafn á Dardanelles, og eru sundin frá einni mílu, upp að fullum fimm mílum á breidd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.