Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. MAf 1948 iír^íntskringla fStofnuO ÍXM) Kemur ót á hverjum miðvilcudegi. Ei?endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON . "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Oífice Dept., Ottawa WINNIPEG, 19. MAÍ 1948 I gamni og alvöru Það erfiðasta af öllu fyrir manninn, er að skilja einföldustu staðreyndir. Flóknustu efnin eru honum oft auðveld eins og að stjórna bifreið, viðtaeki, að skilja orku atómsins og gera sér ekki sem vitlausasta grein fyrir tilorðningu himinhnattanna. En þegar kemur til hins einfaldasta og ljósasta sannleika sem til er í heim- inum, brestur flesta alt vit til að skilja hann. Það er eins með mig þegar eg á að fara að gera mér grein fyrir stjórnmálum. Eg veit að sá sem grein þessa les kemst í hann eins krappann að skilja mig og eg geri oft sjálfur. Það var ófrávíkjanleg trú manna fram eftir öllu, að maðurinn gæti aldrei orðið ríkur, hann væri fæddur til þess að kljást við hungur og erfiði að minsta kosti í þessu jarðneska lífi. Fram til þess tíma, að gufuvélin var uppgötvuð, datt engum alvarlega í hug, að síns biði nokkuð annað en strit og sultur og að það þyrfti alt á sig að leggja svo að fáeinir útvaldir gætu lifað í vel- lystingum. En á þeim hundráb árum sem liðin eru síðan að iðnaðarbylting sú hófst, hefir hinn vestlægi heimur að minsta kosti drukkið í sig skoðun algerlega gagnstæða þessari. Við lifum í dag í þeirri trú, að við getum allir orðið ríkir, ef við aðeins stjórnuðum hlutunum betur og vinnum minna! Jafnvel á þessum tímum, þegar mikið af mannkyninu stendur tómhent uppi, þegar 200,000,000 fleiri munna þarf að mata en 1939 og minni vistabirgðir eru til en þá voru, gerum við okkur í hug, að það sé einhverjum feyrum í peningamálum, illri stjórn, prettóttum stjórnmálamönnum, bönkurum eða verkamannasamtökum, að kenna, að við getum ekki orðið ríkir. • Þrátt fyrir þetta getur hver sem blýant hefir og blað og kunn- áttu skóladrengs í reikningi, auðveldlega komist að því hversu okkur er áfátt í því, að mata okkur sjálfra réttilega. Hungrið 1840 hefir aftur komið fram 1940 og mun halda afram að endurtaka sig, eins og sagan oft gerir. Við huggum sjálfa okkur með því, ef við hugsum nokkru siríni svo langt (og sem í raun og veru er hin viltasta blekking eins og síðustu 10 árin hafa sannað),'að í Ameríku geti allir orðið ríkir, þó hungur sé hvarvetna annars staðar í heiminum. Eg veit að mér er mjög áfátt í reikningi; væri ekki hissa á þó erfitt væri að finna skólabarn, sem minna veit. f smærri atriðum getur því verið fult af villum í því, sem eg ætla nú að reyna að sýna fram á. En eg held þrátt fyrir alt, að það hafi lítil áhrif á heildar- útkomuna. Það er sýnt að jafnvel þó í því horfi haldist sem nú gerir, sem í heildinni mun þó vafa orpið, að framleiðsla í Canada nemi í heild sinni f jórtán biljón dölum á ári, eða eftir verði dollarsins talið fyrir síðasta stríð um 9 biljón dölum. Eftir fólksfjölda talið koma 750 dalir á ári í hlut hvers íbúa, eða 60 dalir á mánuði. Þetta gefur í skyn, að við getum neytt alls sem við framleiðum og vel það, en sem mesta fjarstæða væri þó að segja að við gerum. Talsverðan hluta framleiðslunnar verður að minsta kosti að leggja til síðu til viðhalds áhalda og ef vel væri til aukningar á þeim. Þetta er gert með stjórnarsköttum, en sem aldrei hrökkva til lúkningar skuldum hennar hvað þá meira. Á þeim velti tímum og óviðjafnanlegu í sögunni, sem nú eru, krækjum við okkur í 60 dali á mánuði að vísu eftir gildi dollarsins fyrir stríð. Það gerir engan mun hvernig öllum auðnum er útbýtt hann verður aldrei meiri né minni en þetta. Sextíu dalir á mánuði, eru meira en menn hafa nokkru sinni áður haft handa milli nokkurs staðar í heiminum, nema í Bandaríkjunum, sem ofurlítið gera betur, en sem munar þó minstu." Hvert barn getur séð, að hlutur hvers getur ekki hækkað úr 60 dölum, nema framleiðslan sé aukin. Þó við blekkjum sjálfa okkur með því, eins og við nú gerum, að greiða okkur hærra kaup í verð- lægri peningum en áður, kemur það ekki að neinu gagni. En hvað eru þeir margir, sem takast vilja á hendur þetta einá ráð, sem til bóta á að horfa, að vinna harðara eða lengur? ▲ A A Sú skoðun, sem mest hefir rutt sér til rúms vestan hafs síðari árin, og sem að miklu leyti hefir komið þar í stað kristninnar, er trúin á það, að allir ættu að vinna minna! Hugsjónin um það, að menn ættu að vinna meira, er ekki einungis skoðuð sú mesta fjar- stæða, heldur liggur við að hún sé talin ófyrirgefanleg á vorum tímum. Þeir sem til valda vilja komast verða því að leita að ástæðunni annars staðar en í aukinni framleiðslu. Þó einhver tæki sér Attlee til fyrirmyndar og teldi kjósendum sínum trú um að ekkert stoðaði nú nema hörð vinna, mundi hann hér aldrei ná kosningu. Hann myndi jafnvel talinn af almenningi hér vestra einn af fasistadýr- unum! Það er hugmynd margra, að nóg sé til og að við gætum átt tvo bíla hver og étið kalkúna í miðdagsmat á hverjum sunnudegi, ef við útbýttum þessu réttlátlega. Þessi hugmynd nær engri átt að því leyti, að framleiðsla þurfi ekki að aukast. Kröfur tímans hafa auk- ist svo, að það verður erfitt að fylgjast með, án þess, að framleiðsla aukist. Jafnvel þó tekjur hvers manns væru 60 dalir á mánuði, yrði það tæplega nægilget á þessum háverðstímum sem nú eru. Enda eru auknir framleiðslumöguleikar í þessari álfu meiri en eg fæ komið tölum að. En á hitt ber einnig að líta, að það er langt síðan að manninum hepnaðist að færa' úr þeirri þýðingu, sem niðurfell sér orku náttúrunnar í nyt til þess að létta af sér mesta þræl- dóminum. Það liðu langir tím- ar, margar aldir kúgunar og kvala áður en það hepnaðist. En svo tókst það samt að nokkru þegar frá leið. Og þá kom nú skriður á hlutina. Þó er ekki ennþá alt fengið, því þegar vélarnar tóku vinnúna frá verkamanninum, varð hann í raun réttri*ver af en áður. Að svo þurfi að vera, er eitt af því óskiljanlega fyrir mér i hagvísindum nútímans. At- vinnuleysi, sem alt of ægilegt er að verða um allan heim, er því að kenna að aðrir eiga vélarnar, en þeir sem þær tóku vinnuna frá. Ætli það taki eins margar aldir að sjá þetta og það tók, að læra að afla og notfæra sér vélaork- una í stað mannsorkunnar? Ef það dregst ekki von og úr viti enn, er fyrst aukinnar framleið- slu að fagna. Þörfin fyrir hana mundi og þá koma brátt í ljós með aukinni og jafnari kaupgetu, því kröfurnar vaxa með hverjum eyri sem manninum áskotnast og eyðslusemin. Á sparsemi er nú almennast litið, sem nokkurskon- ar munklíf eða pyntingu. Meðan gengið er fram hjá slík- um staðreyndum og hér hefir verið leitast við *að benda á, er hætt við að lengi hjakki í sama farinu og framförinni miklu eða tilkomandi ríki prestanna, seinki, og við þurfum að átta okkur bet- ur á sögunni og staðreyndum, en við höfum enn gert. Ofanskráð mál er þýðing eða með hliðsjón skrifað af grein í Winnipeg Free Press eftir Bruce Hutchinson. Á VIÐ OG DREIF ing þess kostnaðar hefir fyrir ríkissjóð. Það, sem mestu máli skiftir er sú stefnubreyting, sem örlar á með því að tilraun er gerð til þess að fækka hinum stjórn- skipuðu riefndum og ráðum. f þeim efnum verður óumflýjan- lega að ganga miklu lengra. Það er fjármálaráðherra og fjárveit- ingarvaldinu áreiðanlega full- ljóst. Canada er viðbrugðið fyrir það hvað hún kjósi margar nefndir til eins og annars sem hún beri ekki neitt úr býtum fyrir og séu ekkert nema helber kostnaður| fyrir landið. Það eru orðnir v margir á móti Ottawa-stjórninm fyrir þetta. En það mundu færri verða á móti því, að hún kysi nefnd með slíku verkefni og þvi, er getur hér að ofan. Hver veit nema niðurstaðan yrði svipuð og þar, að stjórnin kæmist af með einn fjórða, en gæti mikið til lagt þrjá fjórðu af nefndunum niður. Engin nefnd sem enn hefir verið kosin, myndi borga sig betur en þessi, gangi hún eins samvizkusamlega til verks og nefndin á fslandi. Bókaf regnir FRÉTTIRNAR síðast liðna viku um að vænlegar horfði en áður um samkomulag milli Rússa og Bandaríkjamanna, áttu sér skamman aldur. Tilefni fréttar- innar virðist hafa verið samtal er Smith, sendiherra Bandaríkjanna og Molotov áttu á skrifstofu hins síðarnefnda og alls ekki var ætl- að til að vera birt. En blöðin t Moskva birtu fregnina og létu vel af að Bnadaríkin væru að verða mildari í garð Rússa. Að þau byðu Rússum til fundar, er nú efað, þó þau hafi alt annað en lokað öllum dyrum til sátta. Mar- shall sá ekki fyr fréttina en hann kvað hana fjarri öllum sanni. Bandaríkjunum dytti ekki í hug að semja einsömlum við Rússa. Ef Rússar hugsuðu nú meira um frið en til þessa, væri rétta leið- in sú að kalla Sameinuðu þjóð- irnar til viðtals um það. Banda- ríkin vildu engar samnings-um- leitanir um frið gera við Rússa nema með Sameinuðu þjóðunum Að gera sérstakan samning við Rússa um mál sem þSer vörðuðu eins, kæmi ekki til nokkurra mála. Moskva fréttin virðist sam- kvæmt þsesu hafa verið óstað- fest. Og blöð Rússa í Berlín eru farin að lýsa Marshall, sem stríðs- æsingasegg; það mun því úti all- ur friður. í Morgunblaðinu í Reykjavík, stóð eftirfarandi frétt 1. apríl: f RÆÐU SINNI í eldhúsdags- umræðunum á Alþingi skýrði Jó- hann Þ. Jósefsson fjármálaráð- herra frá því að sparnaðarnefnd sú, sem ríkisstjórnin hefði skip- að á s. 1. hausti hefði afhent á- litsgerð um starf 112 nefnda, sem skipaðar hefðu verið á undan- förnum árum eða áratugum. — Gerði nefndin það að tillögu sinni að 31 þessara nefnda störf- uðu áfram óbreyttar en hinar yrðu ýmist lagðar niður eða breytt um starfsaðferðir þeirra. Ráðgerður sparnaður af þessum nefndaniðurskurði væri um 600 þúsund krónur. Það má að vísu segja að 600 þús. kr. sé ekki mikið fé þegar litið er á heildar niðurstöðutölur fjárlaga íslenzka ríkisins. Engu að síður er alls ekki lítið gerandi tíðar á Austurlandi. Austurland — Safn aust- . firzka fræða. Ritstjórar: Halldór Stefánsson og Þorsteinn M. Jónsson. Útgefandi: Sögusjóður Austfirðinga. Aðalum boðssala: Bókaútgáfa Þorsteins M. Jónssonar H. F., Akureyri — MCMXLVII. 301 bls. Með 13 myndum Á borðinu hjá mér liggur góð bók, Austurland, safn austfirzkra fræða, gefið út af þeim ritstjór- unum, Halldóri Stefánssyni Pét- urssonar Jónssonar vefara, fyr- verandi alþingismanni, og Þor- steini M. Jónssyni, bókaútgef- anda á Akureyri. Þetta fyrsta bindi ríður mjög myndarlega úr hlaði með sínar þrjúhundruð síður og myndir, sem sumar eru mjög góðar. Það hefst á skrautlegu kvæði um Austurland eftir gamalt seyð- firzkt skáld, Sigurð Baldvinsson og mun það ylja mörgum Aust- firðingi um hjartarætturnar. Síðan kemur formáli eftir Halldór Stefánsson, þar sem hann gerir grein fyrir því, hvað þeir ritstjórarnir hafa áformað að draga í þetta safn bæði í þessu og komandi bindum þess. Nefna þeir til þess: 1. Almenna sögu og sagna- þætti, 2. Almenna landslýsing og lýsing einstakra bygða og staða. 3. Sögu einstakra bygðar- laga, kaupstaða, kauptúna, sveita, sögustaða, og höfuð bóla. 4. Atvinnusögu almenna og lýsing atvinnuhátta. 5. Félagsmálasögu og lýsing almenningshaga. 6. Stjórnmálasögu og frá- sögn af einstökum stjórn- málaviðburðum, 7. Persónusögu og ættfræði. 8. Bókmenntasögu. 9. Sögu kirkjulegra málefna og prestaæfir. 10. Ferðasögur erlendra manna sem innlendra um Austurland. 11. Myndasöfn einstakra staða, mannvirkja og manna. 12. Hvað annað ótalið, sem snertir Austurland og sögu þess. Þetta á augsýnilega að verða mikið og margbreytt um Austur- land, og er það vel farið. Gert mun ráð fyrir að prenta safnið seni tímarit með einu bindi að jafnaði á ári. í þessu fyrsta bindi eru prent- aðar upp þessar greinar og rit- gerðir. • I. Austurland, yfirlitsgrein eftir Halldór Stefánsson um landssvæðið sjálft og nöfn á því. Þar í er prentað Austfjarðatal og kirkna frá síðari hluta 16. ald- ar. II. Ygrip af sögu Austfirð- inga, eftir Jón prófast Jójisson þá í Bjarnanesi, síðar á Stafa- felli, prentað eftir fyrsta árgangi Austra, Seyðisfirði, 1884. Þetta er ágæf yfirlitsgrein um sögu Austurlands, enda eftir einn hinn sögufróðasta mann sinnar III. Austfjarðalýsing, eftir Guttorm prófast Pálsson í Valla- nesi. Hún er skrifuð stuttu eftir 1856 og tekin eftir handriti á Landsbókasafni. Hún lýsir eigij aðeins landinu, heldur einnig náttúrufari, atvinnuskilyrðum og atvinnuháttum um daga höfund- arins á Austurlandi. IV. Austfirðingar, ritgerð eft- ir Pál bónda Vigfússon á Hall- ormsstað, birt 1882 í Fróða á Ak- ureyri. % Allar þessar greinar eru fylli- lega þess verðar að hafa fengið upptöku í safn þetta, ekki slzt hin fyrsta. Þá eru V. VI., og VIII. kaflar sóknarlýsingar þrjár af Austur- landi. Er þar fyrst lýsing Hafs- sóknar í Vopnafirði 1840 gerð af séra Guttormi Þorsteinssyni. Þá er lýsing Hallorms&taðasóknar 1874 eftir séra Sigurð Gunnars- son og loks lýsing Hólmasóknar í Reyðarfirði 1843 eftir Hallgrím prófast Jónsson. Hin fyrsta og hin síðasta af þessum sóknarlýs- ingum mun hafa verið gerð fyrir áskorun Bókmenntafélagsins, þegar Jónas Hallgrímsson var að viða að sér efnivið í íslandslýs- ingu sína. RitstjórarAusturlands segja, að búast megi við að fleiri sók'narlýsingar verði prentaðar i komandi heftum og sýnist mér það vel ráðið. Þá ér loks XVIII. kafli, Jök- uldalsheiðin og byggðir þar, löng ritgerð og ítarleg, eftir Halldór Stefánson. Þessi landlýsing og saga Jökuldalsheiðarinnar er á margan veg hin merkilegasta og^ girnilegasta til fróðleiks. Höf-j undur lýsir eigi aáeins landinu svo að menn eiga að rata um það þvert og endilangt, heldur grein- ir hann og sannfróðlega frá öll- um íbúum, eða búendum, heiðar- innar frá því að byggð hófst þar um 1841 og allt fram á þennan dag, þegar byggðin er nærn horfin í strauminn til Reykja- víkur. Er merkilegt að sjá, hve vel byggðin hefur staðið sig, jafnvel á hörðum árum, en ekkert áfelli var heiðinni jafn-tilfinnanlegt og Dyngjufjallagósið 1875, enda flýðu menn þá bæði til hinna lægri byggða og fóru síðan vel- flestir upp úr því til Ameríku. Samt hresstist byggðin í heið- inni fljótlega við eftir gosið, og virtist svo, sem mönnum> hafi ekki liðið þar verr en í öðrum sveitum austanlands meðan menn , bjúggu þar. Hér geta menn les- 'ið um Jón Benjamínsson á Há- réksstöðum og upphaf hinna! frægu Háreksstaðabræðra. Hér skal nú láta staðar numið, Austurland er í heild sinni hin eigulegasta bók og er líklegt, að Austfirðingar bæði austanhafs og vestan láti ekki sitt eftir liggja að gerast áskrifendur safnsins, því það virðist ætla að verða bæði fróðlegt og skemmti- legt. í eftirmála segir Þorsteinn M. Jónsson frá því, að næsta ár muni koma út saga Hrafnkelsdals eft- ir Halldór Stefánsson, saga Jök- ulsárbrúarinnar eftir Benedikt Gíslason, einhverjar gamlar sóknarlýsingar og sennilega þáttur um Hallgrím í Stóra- Sandfelli, þann merka mann, eft- ir Benedikt Gíslason. Sést af þessu að menn eiga von á góðu. ★ Almanak Ólafs S. Thor- geirssonar fyrir árið 1948. 54. ár. Winnipeg. 96 bls. Almanakið flytur að þessu sinni auk hins venjulega efnis, tímatals, annáls, og mannaláta, sjö greinar og eru þrjár þeirra eftir ritstjórann Richard Beck. Aðalgreinin er um Sigurð Júl- íus Jóhannesson, þann mikla og góða mann og skáld, áttræðan. Þá er grein um Jón K. Ólafsson, fyrrverandi rikisþingmann í N. Dakota, eflaust merk, því Beck er honum nákunnugur. Loks leggur Beck laufblað á legstað skáldkonungsins á Þingvöllum, sem var þar enn einbúi í skáld- reitnum árið 1944, er Beck heim- sótti gröfina. Guttormur Guttormsson, prest- ur, skrifar eftirmæli eftir Hall- dór Gíslason, lengi prófessor við ríkisháskólann í Minnesota, merkismann upprunninn úr Vopnafirði. Sigurður S. Christopherson, prestur, ritar minningu um skáld- ið Sigurbjörn Jóhannsson, og G. J. Oleson segir frá bændahöfð- ingjunum Jónasi og Sigríði Helgason í Argyle. Loks rekur Guðmundur Jóns- son frá Húsey lestina með nokkr- um bráðskemtilegum lygasögum eftir einn austfirzkan Vellygna- Bjarna, Guðmund nokkurn Mag- nússon á Bessastöðum í Fljóts- dal, forföður þeirra skáldanna Jóns og Páls Ólafsson og Rich- ard Becks. . • Stefán Einarsson The Johns Hopkins University SMÆLKI Það er verið að tala þessa stundina um að skiftast á hjúkr- unarkonum við Tékkóslóvakíu. Við það er ekkert að athuga ann- að en að öllu loknu, er hætt við að Tékknesku hjúkru'narkonurn- ar fýsi ekki að fara heim og að hinum canadisku verði bannað það. ★ King frosætisráðherra segir að það séu innan liberal-flokksins til að minsta kosti ein tylft manna, sem séu meira en faérir um að taka að sér forsætisráð- herra-stöðu. Þetta mun eiga að skiljast svo, að þó þeir verði ekki lengur en eitt kjörtímabil hver við völd, séu engu að kvíða næstu 50 árin! ★ í Bretlandi, eins og í Canada, er neðri deild þingsins sítalandi um að betrum bæta efrí deildina. En í hvorugu landinu er nokkuð gert í þá átt að endurbæta neðri deildina. ★ Eg er farinn að efa þessar sög- ur um það, að Rússastjórn haldi öllu leyndu fyrir þjóð sinni. — Gouzenko segir að allir verkfalls- foringjar sem í Rússlandi hafi verið, hafi verið skotnir og að það hefði verið auglýst eins vel og mögulegt var. ■k Frétt frá Tékkóslóvakíu herm- ir, að svo margir að íbúunum reyni að stelast burtu í flugvél- um, að farið sé að binda þær nið- ur með keðjum. ★ Blaðið Peterborough Examin- er, segir að það sé eitt tækifæri af miljón, fyrir hvern Canada- mann að verða miljóneri. Eg skal selja von mína um það hverjum sem er fyrir einn dollar! ★ . Það er sagt að nokkrir menn og konur séu að flytja til lítt þektra eyja í Kyrrahafinu til þess að forðast atóm sprengingar —• og bjarga þannig menningunni með að flýja hana. ★ í hinni nýju stefnuskrá Pro- gressive Conservative flokksins, er talað um að hafa meiri stjórn

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.