Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. MAÍ 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA “til átthaganna ANDINN LEITAR” Pessi viturlégu orð skáldsins, (Gr. Th.) sannast á fólki því, um 1,500 manns að tölu, er fyrrum bygði hina litlu eyjú í Norður- sjónum, Helgoand,, því þessi dvergvaxna þjóð hefir fengið öldungaráð sitt til þess að semja bænaskrá, er lögð hefir verið fram fyrir utanríkisráðuneyti Breta og fulltrúanefnd Samein- uðu þjóðanna, en hún er þess efnis, að þess er krafist í nafni almennra mannréttinda að eyjan Helgoland verði gerð að frjálsu og óháðu héraði, — furstadæmi, undir umsjón annaðhvort Bret- lands, eða Sameinuðu þjóðanna. í síðastliðin 50 ár, hefir eyjan verið annaðhvort hervirki, eða æfingasvæði fyrir loftsprengju- hernað. Bænaskráin er, eins og áður er vikið að, samin af fyrv., Öldungaráði eyjarskeggja — fimm blaðsíður, og undirrituð af nálega öllum íbúunum. f henni eru þessar hlutaðeigandi yfir- stjórnir grátbændar um, að eyjar- skeggjum, sem allir hafa verið fluttir til meginlandsins sökum þess að eyjan er loftvarna-æf- ingasvæði nú, sé leyft að snúa aftur til síns heimalands, og ráða sér sjálfir eins og frjálst fólk. Bænaskráin leggur áherzlu á það að Helgoland hafi verið notað fyrir nokkurskonar sýnisturn ®gilegs hervalds og grimdar altaf síðan árið 1890, þegar Salis- bury lávarður skifti því fyrir Zanzibar, sem þjóðverjar höfðu nmráð yfir þá. Öldungaráðið tek- úr það skýrt fram, að fyrir fólk þetta skifti það ekki mestu máli bvaða þjóðríki fái yfirráð og vernd eyjarinnar, ef hinum brjáðu eyjarskeggjum er leyft að bverfa þangað aftur, og búa þar í friði. Fyrirætlunum Breta, að sprengja upp þennan klett í haf- inu með öllu, hefir að nokkru leyti verið framfylgt, því að öll bin rammgerðu hervígi Nazist- anna hafa verið afmáð og sprengjuæfingar á friðtímum bafa eyðilagt flesta af hinum iitlu bústöðum eyjarskeggja. Samt sem áður heldur fólk þetta því fast fram, að það geti ondurreist sitt litla heimaland, án nokkurrar aðstoðar frá er- iendum þjóðum, ef þáð aðeins fái ieyfi frá Stórveldunum til þess að byrja á verkinu, og fullvissar yfirvöldin um það, að það muni bafna hjálp frá hverri þeirri þjóð, er líkelg væri til að láta bana í té. Kveðst það reiðubúið til að hefja aftur baráttuna við óblíð 'náttúruöfl, og gera eyjuna aftur að hæfum mannabústað, ef því er leyft að flytja þangað aft- Ur» og ef það fái óskilyrðisbund- inn sáttmála um það, að heima- iand þeirra verði aldrei oftar notað fyrir herstöðvar. Öldunga- ráðið leggur áherzlu á það í bænaskránni, að fólk þetta langi sárt til að framfylgja þeim rétti sínum, að vera kölluð “þjóð”, og heldur því fram, að það sé í nán- ari þjóðernis-tengslum við Eng- iendinga, Frakka, Hollendinga °g Dani, heldur en við Þjóð- verja, sem það hefur verið í tengslum við aðeins síðan 1890. ^essu til sönnunar segja Helgo- iendingar, að aðal tungumál þeirra sé ólíkara þýzku, en tungumálum hinna fyrnefndu ianda. Samkvæmt sögulegum stað- bæfingum, hafa íbúar Helgo- iands verið að miklum mun leng- t*r í sambandi og tengslum við ^reta og Dani, heldur en þjóð- verja. Er þjóðflokkur þessi enn °ánægður yfir þeirri ákvörðun hafa nokkurskonar hrossa- baup á landinu við þjóðverja, án samþykkis fólksins. jafnvel án °g varðveizlu með jarðrækt siéttufylkjanna. Þörfin á þessu er auðsæ af flóðunum þar nýlega, Sem eflaust hafa verið liberölum kenna! þess að ráðgast nokkuð um slíkt við það. Segja Helgolendingar, að um- myndum þessarar litlu, farsælu I éyjar í prússneskar sjóherstöðv ar hafi stórlega lamað siðferðis þrek og andlegt hugrekki eyjar- skeggja. Þrátt fyrir undanþágu skatta, og gjald fyrir afnot lands- ins, sem hin þýzka stjórn greiddi þá áratugi eftir að landið komst í <þeirra hendur, og fram að fyrsta alheimsstríðinu, voru eyjarskeggjar ávalt óánægðir og fullir beiskju yfir þeirri stjórn málalegu aðstöðu, sem þeir áttu við að búa. Fanst þeim alla þá tíð, sem þeir voru undir stjórn og eftirliti Þjóðverja, að þeir væru sigrað og kúgað fólk, komið upp á ríki, sem var stjórnað algerlega með hervaldi og lögreglu, sem fór ekki með það á neinn hátt eins og Þjóðverja, heldur eins og rétt- lausa kynblendinga. Bænaskráin lýsir réttilega hvernig stjórn Þjóðverja hefði valdið eyjarskeggjum allskonar óáran; fátækt og óhamingja af henni stafað, og útbúnaður og víggirðingar Þjóðverja, hefði eyðilagt inntektir þær, sem áður fengust af fiskiveiðum, og ferða- fólki, er þangað kom í skemti- ferðir. Þótt þeir ættu á yfirborðinu að njóta sama réttar og Þjóðverjar sjálfir, segir í bænaskránni að í fyrra heimsstríðinu hafi Þýzka- landsstjórnin /látið handtaka fjölda eyjarskeggja undir því yfirskyni, að þeir væru þjóð- verjum óvinveittir, og hálfir Bretar. Eftir friðarsamningana, þegar Helgolendingar snéru sér til brezka samveldisins, og beidd-' ust þess að verða teknir undir umsjón og vernd Breta, var þeirri beiðni með öllu neitað. Af því leiddi aftur, að raunasagan^ endurtók sig. Eyjan var aftur víggirt og hervædd í síðara stríð- inu ekki síður en árið 1914, og eyjaskeggjar reknir upp á megin- landið, og heimili þeirra lögð í rústir. Meðan Nazistar réðu ríkjum, var stjórnari (landstjóri) eyjar- innar, August Kuchlenz, settur af, og varpað í fangabúðir, sam- kvæmt skipunum Hitlers. Aðri'r eyjarskeggjar voru settir í fang- elsi, og suma drápu Nazistar. Þetta er þá raunasaga Helgo- lands-íbúanna. Minnir hún ekki að sumu leyti á þrautasögu ís- lands fyr á tíð? Vonandi er að þessi fámenni þjóðflokkur verði látinn njóta réttar síns, og fái þá ósk sína uppfylta, að fá að búa í friði á eyjunni sem það elskar, þrátt fyrir, — “þó ei sé loðið þar til beitar”. R. St. Zil Fullkomnar ánægju Vefjið Sígarettur yðar úr OGDEN'S FINE CUT eða reykið OGDEN'S CUT PLUG í pípu. Hljómleikar — Gagnrýni f Lögbergi 13. þ. m. skrifar I. J. gagnrýni, ef gagnrýni skal kall- ast, um tónleika, sem Icelandic Canadian Club gekst fyrir 10. þ. m., um túlkun á tónverkum eftir vestur-íslenzk tónskáld. — Hefir I. J. þar alt á hornum sér, í sam- bandi við meðferð þátttakenda á viðfangsefnum. Þar sem mér finst að skrif I. J. séu, vægast sagt, ómakleg í garð ýmsra aðilja, finn eg mig til- neyddann til að koma með nokkr- ar athugasemdir, sem eg vildi náðarsamlegast mega biðja I. J. að taka til athugunar. Það er venja allra gagnrýn- enda, á hvaða vettvangi sem er að geta um hvar mistökin hafi átt sér stað og hvernig, til þess að viðkomandi aðili, sem gagnrýnin er beind að, geti hugleitt og yfir- vegað mistök sín, og þar með» bætt ráð sitt, ef tök eru á. Gagn- rýnandinn verður að gæta þess, að tína ekki til alt það er aflaga fer, en geta einnig þess sem vel er gert, og gæti það að sjálfsögðu orðið nokkrar sárabætur í átað þess sem aflaga fer. Til þess að geta gagnrýnt hlut- drægnislaust, þarf sá, er gagn- rýnir að vera þaulkunnugur þeim viðfangsefnum, sem átt er við á hverjum tíma, annars er hann ekki hæfur til slíkra hluta. Með því að hafa alt á hornum sér, eins og I. J. virðist hafa, í sambandi við umgetna hljóm- leika, þá er það ágæt leið til að kyrkja í fæðingu alla viðleitni Vestur-fslendinga um að kynna tónsmíðar vestur-íslenzkra tón- skálda hér í álfu. Ýmsar gildar ástæður lágu fyr- ir því, að ekki fór eins vel ogi menn hefðu kosið á hljómleikum þessum, en um þær getur I. J. ekkert. Hvers vegna? — Það, að hljómsveitin hafi misþyrmt tveim tónverkum eftir Hjört Lárusson, get eg eigi fallist á. Hitt get eg þó fallist á að um nokkra mis- bresti var að ræða, og þá einkan- lega sökum þess að verkin voru lítt æfð, og það var hljómsveit- arstjóranum, sem var Hjörtur sjálfur fullkunnugt um. Svo var eninig það, að hljómsveitarstjór- inn var algerlega ókunnur njeð- limum hljómsveitarinnar, og ætti jafnvel það að vera næg ástæða fyrir að öðruvísi fór en menr. gerðu sér vonir um. Af þessu má marka að alt hjálpaðist að til að gera alt sem erfiðast fyrir aðilja. Um sönginn segir I. J.: “Því miður hygg eg, að ef sum af hin- um látnu tónskáldum hefðu verið viðstödd, þegar lög þeirra voru sungin, hefði þeim orðið líkt inn- anbrjósts og hinum ágæta tón- listarmanni, Hirti Lárussyni, er hljómsveitin misþyrmdi tveim tónverkum hans”. — Eg vildi mega segja I. J. það, að eg er hár- viss um að bæði Hjörtur Lárus- son, og hin látnu tónskáld myndu leggja í annan skilning um túlk- un tónverkanna, ef þau ættu að gagnrýna þau. Sem sannir lista- menn myndu tónskáldin taka tiL greina að hér var um “Amatöra” en ekki atvinnulistamenn — pro- fessional — að ræða. Hvað Hirti Lárussyni viðkemur, fór hann vingjarnlegum orðum um ýmsa þátttakendur á tónleikunum. Gagnrýni er holl og auk þess nauðsynleg, en það breytir engu um það að gagnrýnendur verða að hafa sérþekkingu á þeim við- fangsefnum sem átt er við, auk þess sem gagnrýnin verður að vera bygð á rökum og af allri sanngirni. Að mínum dómi tel eg, að eftir efnum og ástæðum hafi tónleik- arnir tekist sæmilega vel. Þykist eg mega þetta mæla og skirfa, þar sem eg hefi^ fengist við hljómlistarstörf í um 20 ár. Að lokum vildi eg, fyrir mína hönd og allra tónlistarunnenda, beina þakklæti til allra þeirra er að þessum hljómleikum stóðu og óska þeim gæfu og gengis um á- framhaldandi viðleitni í sam- bandi við kynningu á vestur-ís- lenzkum tónverkum. Tryggvi Thorstensen HELZTU FRÉTTIR Truman fylgir Marshall að málum Meðal annara frétta frá Wash.. um þessar mundir, eru þau úm- mæli höfð eftir Truman forseta, að bréfaskifti þau, sem nýlega hafa farið fram við Rússland, hafi ekki glætt neitt vonir sínar um varanlegan alheims frið í framtíðinni. Tjáði forsetinn blaðamönnum það, að hann værij fyllilega samþykkur þeim um-j mælum Marshalls ríkisritara, að meiri þörf væri fyrir fram- kvæmdir, en umræður og ráða- brugg. En Marshall komst, eins og vitað er, svo að orði nýlega, að ef Rússland langaði einlæg- lega til að gera tilraunir að stuðla að friði í framtíðinni, þá gæti það auðveldlega notað Samein- uðu þjóðirnar fyrir millilið, eða þá einhver önnur fulltrúaráð Samveldanna. Kvað ríkisritarinn það ekki geti komið til mála, að þau stór- veldin tvö ein, Rússland og Am- eríka, eða fulltrúar þeirra, færu til verks að ræða um málefni, sem snertu önnur lönd. Sagði Truman forseti, að allar aðstæður þessu máli viðvíkjandi horfðu þannig við, að afstaða sú, sem Marshall ríkisritari tók, eftir að sendiráðs- skeytum hefði verið skifst á milli ríkjanna, væri sú eina, sem hægt hefði verið að taka. % Endurtók forsetinn það, sem hann kvaðst oft hafa lýst yfir áð- ur, að það myndi gleðja sig, og að hann vildi fegins hugar ræða! við Stalin forsætisráðherra, i Washington. Spurðu þá blaðamenn hann að,j um hvað þeir tveir ríkjavaldarnir myndu að Hkindum ræða, og svaraði forsetinn því til að blaða- mennirnir myndu áreiðanlega verða látnir vita ef til slíkra samfunda kæmi. Ber þyngstu ábyrgðina ,í grein sem birtist nýlega i London Daily Herald eftir hinn mikla, háaldraða rithöfund. George Bernard Shaw, segir hann að Stalin forsætisráðherra beri þyngsta ábyrgð á herðum af öllum stjórnurum Evrópu. Sagði gamli Shaw, að Ernest Bevin, utanríkismálaritari, hefði lýst yfir stríði á hendur Rússum þegar hann hefði vtinað í komm- únismann eins og óvin. Kvað Shaw utanríkjamálastefnu þá sem Stalin fyrirskipaði, þótt hún væri ef til vill einræðiskend, — vitrari að miklum mun, en stefn- ur þær, sem Attlee forsætisráð- herra og Bevin hefðu borið fram í ræðum sínum. Blaðið fann þó mikið að grein Shaws, en sagði í ritstjórnargrein, að ráðamenn blaðsins teldu réttlátt að veita Bernard Shaw ritfrelsi og rúm í dálkum blaðsins, jafnvel þótt hann kæmi með staðhæfingar, sem væru ósannar, óréttlátar og prakkaralegar. Lætur af stjórn Wilhelmina Hollandsdrotning lýsti því yfir nýlega, að hún myndi láta af stjórn Niðurland- anna í byrjun septembermánaðar næstkomandi. Myndi Júlíana prinsessa þá taka við ríkisstjórn. Ríkjasáttmálar samþyktir Rt. Hon. L. S. St. Laurent, ut- anríkismálaráðherra, sagði í þinginu í Ottawa nýlega að hann efaðist mikið um að Bretland myndi nokkurn tíma aftur undir- rita friðarsáttmála fyrir hönd allra sinna samveldislanda. Síðan fyrsta heimstríðinu lauk hefðu sambandsríkjaþjóðirnar undrritað ríkjasáttmála eins og fullvalda ríki. Sumir væru ekki sem ánægðastir yfir þeirri breyt- ingu, en eigi kvað ráðherrann æskilegt að rekja tildrög þau, er henni hefðu komið til leiðar. Mr. St. Laurent fórust þannig PRÓFIN Prófunum við Manitoba há- skóla er nú lokið. Luku þeim fleiri nemendur í þetta sinn en nokkru sinni áður, eða um 932 alls. Er auðsætt að því veldur mikið ókeypis kensla og fram- haldsnám marga stúdenta, sem við herstörfum urðu að gefa sig á stríðsárunum. Uppsögn skólans fer fram í dag. Skulu hér taldir upp þeir er af skránni má ráða, að séu fs- lendingar. Auðvitað bera nöfn margra það ekki með sér. En lesi ættingjar þeirra þetta, eru þeir vinsamlega beðnir að tilkynna blaðinu það. Master of Arts Thelma Audrey Johnson Bachelor of Arts Carl Bjarnason Joyce Guðrún Freda Sigurðson Sigrún Borga Sigurðson Helen Björg Thorsteinsson Bachelors of Science Donald Wynne Axford Sigursteinn Thorarinsson Bachelor of Science in Pharmacy Lincoln Paul Sveinsson Doctor of Medicine Jónas Guðmundur Johnson Guðmundur Lambertsen Bachelor of Science in Home Economics • Ólöf Thelma Eggertson orð, áður en þingið gekk frá að samþykkja frumvarp það, er heimilaði Sambandsstjórnar- ráðuneytinu að fullgera friðar sáttmálana við ítalíu, Rómaníu, Ungverjaland og Finnland. Flóð í British Columbia Ellen Frances Hanneson Gertrude Edith Hanneson Tannis Marie Thorlakson Irene Marion Mclnnis Bachelor of Science in Agriculture Helgi Halldór Austman, hlaut gullmedalíu fylkisstjóra. Jóhann Skapti Skaptason Electrical Engineering Kristján Gunnar Anderson Skapti Ólafur Thorvaldson Bachelor of Education Jónas Samson, B.A. (Sask.) Axel Vopnfjroð, M.A. Diploma in Education Carol Joy Pálmason, B.Sc. Carol Joyce Sigurdson, B.Sc. Diploma in Socail Work Pauline Einarson, B.A. Salína Jónasson, B.Sc. Ruth Lindal, B.A. • Graduates of Icelandic extraction at Univ. of Saskatchewan, 1948 Bachelor of Arts Una Kristjanson, Wynyard Dona Adelaide Peterson, Saska- toon Douglas Leighton Samson, Van- couver Esther Sigrun Gudjonson, Wyn- yard (oct. 1947). Walter Paulson, Leslie (oct. ’47) Bachelor of Education john William Grimson, Elfros Haraldur Magnus Palsson, Cal- gary Bachelor of Household Science Elizabeth Eleanor Jonsson, Prnice Albért Barbara Rose Olafson, Rosetown Bachelor of Science in Chemical Engineering Don Fraser Matheson, Yorkton Veðurfarsbreytingar hafa vald- ið nýjum flóðhættum í Ashcroft héraðinu í British Columbia, suður Cariboo-landshlutunum. Sökum hita og sólskins eftir miklar rigningar hefir Bonaparte áin vaxið svo mikið af ám og lækjum, sem í hana renna úr fjöllunum, að hún hefir flætt yfir bakka sína. Aðalþjóðvegum er mikil hætta búin, og akrar og beitilönd liggja undir skemdum. Allmargir bændur hafa orðið að yfirgefa heimili sín, og neyð- ast til að færa búpening sinn á hærri staði. Þjóðmálastefna Svía Utanríkismálaráðherra Sví- þjóðar, Oesten Unden hefir ný lega hafnað þeim tillögum og uppástungum, að Svíþjóð gangi inn í alheimssamband. Kvað hann hugmynd og grein- argerð um afstöðu og landvarnar- kerfi Scandinavisku landanna, mjög sérstakt og viðkvæmt mál. Ef Svíþjóð sameinaðist stór velda-sambandinu, myndi það aðeins verða til þess að þetta af- skekta þjóðríki myndi valda á- greiningi milli stórveldanna á friðartímum, og yrði óhjákvæmi lega dregið inn í heimstríð, ef, eða þegar að því kæmi. Master of Education Leo Thordarson, Superintendent of Schools, Melfort. Barbara Olafson graduated with Great Distinction and won the scholarship awarded to the graduatee standing highest in the course in Household Science. Skemtisamkoma verður haldin í Árborg Hall, Árborg, Man., föstudaginn 21. maí n. k. undir umsjón Árdalssafnaðarnefndar. Séra Eiríkur Brynjólfsson frá Útskálum hefir góðfúslega lofast til að flytja þar ræðu við það tækifæri ;.og er hann alment við- urkendur sem frábærlega snjall og skemtilegur ræðumaður. — Einnig á skemtiskrá verður “folk dancing” og önnur atriði, sem nánar verða auglýst heima fyrir. * » * Messur í Nýja íslandi 23. maí — Víðir, íslenzk messa og ársfundur kl. 2 e. h. 30. maí — Árborg, íslenzk messa og ársfundur kl. 2 e. h. — Geysir, messa og safnaðarfundur kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason ★ * * Stúkan Skuld heldur næsta fund sinn á venjulegum stað og tíma á mánudaginn. Fjölmennið 24. þ. m. \ 0

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.