Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 19.05.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA NÝJAR LEIÐIR “Það eru margar kýr innan um,” sagði hann loks; “auk þess heilmikið af ársgömlum kálf- um. Ennfremur verð eg að segja, að þú hefir gripi með mismunandi mörkum.” “Nú, það getur vel verið að við höfum það,” sagði Nabours. “Eg hefði haft miklu fleiri, ef við hefðum ekki farið svona langt, þar sem enga gripi var að finna. Þessi hjörð er eign munaðar- leysingja, Mr. Pattison, og í okkar heimahögum, spyrja menn einskis, þegar munaðarleysingjar eiga í hlut; lögin um mörk nær ekki til þeirra. Við smöluðum saman hjörð þessari í okkar eigin ríki. Leiðarmerkið okkar er öngull^og þegar þú kaupir grip með því marki, kaupir þú stuðning okkar með — tuttugu vel færra manna, sem hitta þegar þeir skjóta. Og eg verð að selja alla hjörðina í einu.” Pattison sat kyr á hestinum og var hikandi. “Eg skal segja þér nokkuð. Eg þekki naut- gripi — það er atvinna mín. Þú hefir kanske þrjú til f jögur hundruð af kúm og ungviði. Kjöt- ið af þeim er gagnslaust til slátrunar. En eg hefi gott land hjá Reykhól, og hefi engar skepn- ur þar ennþá.” “Eg keypti bara land og vatn, og treysti svo guði að sjá mér fyrir gripum. Eg veit í hverju hagurinn felst, og hann felst ekki í því, að kaupa horaða fjögra vetrunga. Gæti eg haft alt ung- viðið þitt á landinu mínu, mundi eg kaupa það alt saman.” “Eg get ekki skift hjörðinni,” sagði Jim Nabours. “Þú verður að kaupa alt eða ekkert. Eg verð að selja þessa gripi núna í kvöld. Við ♦ samþyktum það báðir, að fimm mínútur væri nógu langur tími til að ljúka kaupunum.” “Gott og vel,” svaraði Pattison, “það er það líka. Eg get verið eins fljótur að slá kaupum og nokkur annar, og eg fer ekki fyrst inn í knæpuna eins og tveir eða þrír aðrir kaupmenn gera, sem hér eru nú staddir. Nú skal eg segja þér hvað eg skal gera. Ef þú vilt skilja úr kálfa og kýr, skal eg borga þér tuttugu dali fyrir fjögra vetrung- ana hérna á sléttunni. Fimm þúsund út í hönd, hitt í ávísun á þjóðbankann í Kansas City.” “Hjörðin er seld,’ sagði hann. “Tuttugu dalir fyrir hverja skepnu!” “Við-hvað áttu, Dan?” “Eg tek allar kýrnar og kálfana sjálfurv Láttu Mr. Pattison fá uxana.” “En hvað ætlar þú að gera við þetta?” “Eg ætla að fara að búa hér norðurfrá. Ala upp nautgripi. Eg þurfti ekki heldur langan tíma til að ákveða þetta. Eg hugsa að Mr. Patti- son hafi rétt fyrir sér. Þar í felst hagurinn. Eg býst við að flytja bráðleg^ frá Texas.” Pattison leit á hann brosandi og spyrjandi, og skapaði sér á honum skoðun á sinn eigin hátt. “Þú hefir boðið hærra en eg, ungi maður,” sagði hann; “en þú hefir keypt þessa hjörð, árs- gamla kálfa og alt saman fyrir tuttugu dali hverja skepnu hérna á sléttunni.” “Nú við höfum ennþá eftir tvær mínútur eftir því, sem mér telst. Eg veiti þér mínútu og hálfa til að gerast félagi minn á búgarði mínum hjá Reykhól. Eg skal kaupa helmirlginn af þeim gripum, sem þú hefir nú keypt, og þú getur farið heim til Texas eftir nýrri hjörð næsta ár, og stjórna svo búinu fyrir mig. Þú getur leitað þér upplýsinga um mig í kvöld austur frá, og notað símann til þess. Eg á landið, þú átt skepnurnar.” PARKER HOUSE ROLLS 1 envelope Fleischmann’s Royal Fast Rising Dry Yeast 1 teaspoon Sugar 1 cup Lukewarm Water 1 cup Milk 5 tablesp.oons Sugar 2 teaspoons Salt 6 cups Sifted Fluor 4 talbespoons Shortening Add yeast and 1 teaspoon sugar to luke- warm water. Stir and let stand 10 minutes. Add sugar and salt to milk, then add to yeast. Add 3 cups flour and beat until smooth. Add shortening and remaining flour, or enough to make an easily handled dough. Knead well. Place in greased bowl. Cover, and let rise in warm place until doubled in bulk, IY2 to 2 hours. Punch dough down in bowl and let rise again in warm place until nearly doubled in bulk, about 45 minutes. When light, roll out V* inch thick. Brush over lightly with<nelted shortening. Cut with biscuit cutter, fold over in pocket book shape and flatten. Place on well greased shallow pans 1 inch apart. Cover and let rise until light, about 45 minutes. Bake at 400° F. about 20 min- utes.—Makes about 2Y2 dozen. \ ) HEIMSERINGLA WINNIPEG, 19. MAÍ 1948 Be FIRST With The MOST “Eg skal sýna þér hvernig þú getur fengið fjögur, fimm sent fyrri pundið lifandi vigt. — Hvað segir þú um þetta?” McMasters leit á hann sínum rólegu gráu augum, brosandi og rannsakandi eins og hinn hafði gert. Augu þeirra og hendur mættust. “Þetta er útkljáð,” sagði hann rólega. Nabours leit á þá til skiftis og. klóraði sér í höfðinu. “Er hjörðin mín seld?” spurði hann. “Fáum við tuttugu dali fyrir gripinn?” “Þú heyrðir hvað við sögðum,” sagði Patti- son. “Nýtt félag hefir fæðst hér á norðurauðn- unum — það hefir P.M. fyrir brennimark. Mr. McMasters er félagi minn; þú skilur það, að eg veit ekki mikið um hann ennþá. En eitt get eg sagt þér, ungi maður. Þú ert á leiðinni til að græða mikið fé, meira en þú gast nokkru sinni grætt í Texas . Við skifttim hjörðinni og teljum hana á morgun; ef þú hefir ekkert á móti því. Komdu að eldinum félagi minn; við skulum fara af baki.” Hver gekk með sínar eigin hugsanir yfir að eldinum, þar sem hin risavaxna kerra Bucks gnæfði yfir sléttuna. Hinn hægláti Nabours reyndi að reikna út hversu margra dala virði þetta fimm mínútna verk yrði sér. Pattison dró upp þykkan bankaseðlastöngul úr frakkavasa sínum, og fleygði honum á jörðina fyrir framan sig, er hann rétti út hendina eftir kaffibollan- um. “Eg held að þarna séu fimm þúsund dalir,” sagði hann. “Eg get vitanlega ekki borið á mér tugi þúsunda. í Abilene mun eg gefa þér ávísun á þjóðbankann í Kansas City, sem hljóðar upp á fimtíu og fimm þúsund, sem eftir standa, ef hjörðin er þrjú þúsund. Eg væri góður með að taka orð þín trúanleg.” “Nei,” sagði Jim Nabours, “við höfum ekki talið hana síðan hún fældist síðast; eg hefi verið hræddur við að telja hána. Hefðum við ekki orð- ið fyrir öðrum eins óhöppum á leiðinni, væru ekki nógir peningar í Kansas City til að borga fyrir hana. Átt þú við að þú viljir borga mér sextíu þúsund fyrir þessa gripi?” “Það' mun eg sannarlega gera, ef þú hefir ekki alt of margar vífilengjur. Og eg kalla þetta gott dagsverk. Eg hefi keypt fyrstu hjörðina. sem rekin var frá Texas til Kansas. Auk þess hef ieg fengi mér félaga og stjórnenda fyrir nautabúið mitt, og þó nokkuð af gripum til að byrja með. Já, eg kalla þetta vel af sér vikið á fimm mínútum.” “Þú getur fengið eins langan tíma og þú vilt til að borga þinn helming af gripunum, Mr. Mc- Masters,” bætti hann við. “Eg þarf engan tíma til þess,” sagði Dany McMasters. Eg get klórað saman fáeina skild- inga. Eins og þú veist þekti eg sögu þessarar hjarðar. Eg var kominn á fremsta hlunn með að kaupa hana sjálfur fyrir tuttugu dali stykkið.” “Eg var hræddur um þetta,” sagði Pattison, “en eg vildi bæði fá gripina og félaga. Jaeja, hafðu þetta eins og þú vilt hvað borgunina snertir. Eg segi þér, að á þessu græðum við meira fé en hvor okkar um sig hefir nokkru sinni grætt á allri sinni æfi. Þetta er bara byrj- unin. En hvað hér er dásamlega fallegt!” Með blikkbollann í hendinni sneri hann sér til hinna mannanna. “Eg treysti tvennu, sem þið Texas menn vissuð ekkert um. Annað er gripanjarkaðurinn í Kansas City. Hitt er niðursuðuverksmiðjan í þeim bæ. Þar verður markaður fyrir landflæmi suðursins. En nú verð eg að fá fáeina af drengj- um þínum til að reka fyrir mig gripina austur til Junction City fyrir mig. Eg skal kaupa alla reiðhestana ykkar nema þá, sem þið þurfið til að komast heim á. Félagi minn og eg þurfum marga hesta handa starfsmönnum okkar á Reykhól. “Ó, ekki get eg ásakað ykkur fyrir að sjá ekki lengra fram á við en þetta,” hélt hann áfram. “Hér er kaldara loftslag, en þið eruð vanir. En geti eg leigt suma af mönnum ykkar til að vinna á búgarðinum, geta þeir á fáeinum dögum grafið sér kjallara eins og þá, sem þið sjáið í bænum, og þá getur þeim verið hlýtt yfir veturinn. Etfir nokkurn .tíma föruní við að græða peninga, en þú þarft minna af þeim nú en þú býst við.” “Rétt á eftir að fyrsta hjörðin kemur byrj- um við nautarækt og fitum naut sunnan að. Eg skal sýna ykkur, að nautgripir komast betur af, séu þeir hafðir norður frá þar, sem vetur er.” “Eru fimm mínúturnar liðnar? Mér fellur ekki að eyða tímanum fyrir neinum. Við skulum fara til bæjarins.” “Hvenær eigum við að afhenda þá?” spurði Nabours. “Þú hefir selt þá og afhent þá rétt núna, og það hérna á sléttunni,” svaraði Pattison. “Eg ræð alla, sem vilja vera með mér og Mr. McMasters; við verðum að hafa að minsta kosti sex eða átta. Mr. McMasters kemur hingað út á morgun og hjálpar til ða telja þá, ef þú vilt. Eg hefi aldrei þekt neinn frá Texas, sem var óVandaður í við- skiftum, og aldrei þekt neinn, sem ekki fór á höfuðið, ef hann reyndi að slátra sínum eigin gripum. Það þarf mikla menn til að annast stór- verzlun ,og þið verðið að afsaka mig þegar eg segi, að ekki sé til neins að slátra nautum í Tex- as, hjá Texas eða fyrir Texas. Suðurríkin þurfa hjálp norðurríkjanna til þessa. Það þarf bæði suðrið og norðrið til að byggja upp vestrið.” ★ “Jæja þá,” stundi Jim Nabours, sem ennþá þorði tæplega að trúa hepni sinni. “Húsmóðir mín er nú ríkasta stúlkan í Texas, ef hún væri í Texas. Eg verð að játa, að hún á sumt af því Jankía að þakka, og okkur Texasbúum sumt.” Hann sneri sér ákafur til kaupmannsins. “Þú verður að sjá hana húsmóður mína, þeg- ar þú kemur til bæjarins,” sagði hann. “Þú v^rð- ur glaður þegar þú sérð hvert allir peningarnir þínir fara. Hún er miklu fallegri en flekkóttur hvolpur.” “Þá skulum við leggja af stað,” sagði Patti- son hlægjandi. “Við verðum að sjá Abilene og munaðarleysingjann frá'Texas.” “Af stað!” sagði Nabours, og þeir stigu á bak. Nabours reið til eins manna sinna. “Við höfum selt alla hjörðina Len,” sagði hann. “Á morgun borga eg ykkur inni í bænum. Allir, sem vilja ráða sig hjá þessum mönnum geta það. Þú getur skift mönnunum í kvö.ld og helmingur þeirra getur komið til bæjarins, ef þeir vilja.” “Ójæja,” sagði hann þegar hann lagði af stað. “Eg gleymdi að segja þér að Cal Dalhart var drepinn inni í bænum fyrir skömmu síðan. Eg heyrði það rétt þegar eg lagði af stað hingað út. Það virðist sem Del Williams hafi gert það.” “Já, hver skollinn!” sagði Len. “Það var svo sem auðséð hina síðustu mánuði að fjandskapur var með þeim — báðir vildu giftast Miss Taisíu.” “Og nú gerir hvorugur þeirra það” sagði Nabours og kinkaði kolli spekingslega. “Tekur það ekki út yfir allan þjófabálk hvernig menn láta út af þessu kVenfólki? Nú er Del farinn leið- ar sinnar. Báðir voru þeir allra beztu hjarðmenn. Þarna eru nú sá fjórði, sem eg hefi mist síðan eg fór að heiman, svo eg minnist nú ekki á fjögur hundruð nautgripi. Eg er sá óhepnasti maður, sem til er.” Samt sem áður sagði hann við McMasters: “Þetta er nú alls ekki slæmt dagsverk. Við höf- um komið rekstrinum okkar hingað og selt hann. Eg hugsa að Mr. Sim Rudabough hafi ekki haft hepnina með sér. Honum tókst ekki að varna okkur frá að komast til Abilene, eða hvað?” “Hann gerði alt sem hann gat,” svaraði Mc- Masters. Hann kom bara svolítið of seint. Hann kom með járnbrautarlestinni til bæjarins fyrir stuttu síðan. Hann og tveir, þrír manna hans, eða kanske fleiri.” Nabours varð alvarlegur á svipinn. “Sumir okkar verða í bænum í nótt,” sagði hann. Er þeir riðu fram hjá ruslahrúgunni, sem hafði verið í kerrunni, mátti sakna eins atriðis, hinna löngu uxahorna, sem Len Hersey hafði geymt þar. Enginn hafði tekið eftir Len, er hann reið fram hjá kerrunni með óþægan, ársgamlan kálf í eftirdragi; það hafði mátt ætla, að hann ætlaði að slátra honum fyrir matreiðslumanninn. En nú þegra mennirnir sneru við til að ríða til bæjarins, tók Pattison eftir einkennilegri skepnu, tæplega stærri en kálfi, með svo afskap- lega löng og digur horn, að fáir uxar frá Rio Grande höfðu þau stærri, þótt gamlir væru. “Guð minn góður!” hrópaði hann. “Hvaða óskapa skepna er þetta. Vaxa nautin svona niður í ykkar landshluta?” “Já,” sVaraði Len hátíðlega og hélt skepn- unni fastri á ól sinni. Þetta er fallegur ársgam- all kálfur, og fái hann tækifæri að lifa, fær hann einhverntíma lagleg horn.” “Einhverntíma? Hvaðan? Hvaðan kom þetta viðundur?” spurði Pattison. “Hann kom úr högunum okkar. Hann hljóp um með hóp nauta hjá lóninu við Sólbakka. Þau drukku öll úr lóninu. Og eitthvert efni hlýtur að vera í vatninu, sem hleypti þessum ofsavexti í hornin.” ) “Já, það hlýtur að vera svo! En samt sem áður kemur þú mér ekki til að trúa því, að nokk- ur uxi yngri en fjögra áar hafi slík horn sem þessi.’’ “Ójú, eg segi það satt,” svaraði sakleysing- inn sunnan að. “Hann faðir minn rak oft naut til Rockfort niður við ströndina. Eg var með þegar við rákum rekstra, sem áttu að fara í skipin. Eg held þau hafi verið send til Cuba. Við urðum að handsama hvern einasta uxa, fleygja honum nið- ur og höggva af honum hornin með öxi, vegna þess að þau voru svo stór, svo að þeir kæmust í skipið. Sumum uxunum féll illa að láta höggva af sér hornin, en hérna höfum við nægilegt pláss fyrir þau, og þessi kálfur þarf þess með, ef hann fær að lifa eins og í þrjú ár til.” “Hvað börnin snertir, Jim,” hélt hann áfram, “þá rákum við einu sinni nautahóp niður að ströndinni, og á meðal þessara nauta voru kálfar, kölluðum þá fjögra vetrunga þótt þeir væru árs- gamlir. Jæja, bannsettir Jankíarnir nudduðu um, að í hópnum væru alt of margir kálfar. Við höfðum aldrei áður heyrt neitt því líkt. Kaup- andinn keypti ætíð orðalaust alt, sem við komum með. Hann sagði þessi Jankí: “Eg kaupi ekki ársgamla kálfa, eg kaupi fjögra vetrunga.” “Nú, svo rákum við fram ennþá einn vetr- To make money on the early íall high price egg market, you should' have eggs to sell EARLY — and plenty of them. Get an early start with chicks that have the laying copacity bred right into them. THE FIRST STEP IS TO ORDER PIONEER "BRED FOR PRODUCTION” C H I C K S 4-star super Quality Canada Approved R.O.P. Sired 100 50 , 25 100 50 25 14.25 7.60 4.05 W. Leg. 15.75 8.35 4.40 29.00 15.00 7.75 W. L. Pull. 32.00 16.50 8.75 15.25 8.10 4.30 B. Rocks 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 B. R. Pull. 30.00 15.50 8.00 15.25 8.10 4.30 N. Hamp. 16.75 8.85 4.65 27.00 14.00 7.25 N. H. Pull. 30.00 15.50 8.00 10.00 5.50 3.00 Hvy. Ckls. mét 17.50 9.25 4.85 Lt. Sussex 31.00 16.00 8.25 Lt. S. Pull. Bullets 96% acc. 100% live arrival guaranteed Order NOW to be sure of getting your chicks immediately PIONEER HATCHERY 416H CORYDON AVE. — WINNIPEG ung, einn af þessari tegund frá lóninu hjá Sól- bakka, og hann hafði horn alveg eins og þessi hefir. Þessi litli bjálfi var svo ímyndunarveikur og montinn af hornunum sínum, eins og fullorð- ið naut frá Uvalde. Það var rétt eins og hann segði: “Líttu á mig! Þessi horn hefi eg fengið á einu ári, þar sem þú hefir þurft til þess hundrað ár.” “En nú skal eg segja þér að hinn vantrúaði Jankí vildi ekki taka orð mín trúanleg að hornin á lónskálfunum vaxi svona fljótt. Eg sagði: Herra, eg veðja við þig hundrað dölum, að þetta er fjögra vetrungur!” Hann klóraði sér í höfð- inu og sagði: “Já, kanske hann sé það,” En hann gat ekki skilið þetta. Þegar við rákum hann út í bátinn sagði hann: “Þetta er sá minsti fjögra vetrungur, sem eg hefi séð á æfi minni. Eg sá þá eftir þessu og sagði: “Já, þú hefir rétt fyrir þér þar. Hann er bara ársgamall.” “En þá þurfti hann að sýna þrákeltnina og sagði: “Hann getur ekki verið ársgamall með önnur eins horn og þessi. Eg hefi keypt of marga nautgripi til að vita það ekki. Það er ómögulegt að ársgamall kálfur geti haft fimm feta breið horn. Sjáðu til hann hafði alveg eins horn og þessi kálfur. —• Það voru lónshornin. Auðvitað vil eg ekki fullyrða, að alt nautfé í Texas hafi slík horn, ársgömul; það getur þú sjálfur séð á hjörðinni. En eini vegurinn að sanna þessum manni þetta var að sýna honum það.” “Nú jæja, þetta er kanske svona,” sagði Pattison gremjulega. “En hvað sem því líður fer eg eftir minni eigin skynsemi í þessum efn- um, um aldur nauta og alt annað. Eg hefi þekt ’ gripkaupmenn, sem engan mun vissu á stórum tvævetrungum og litlum fjögra vetra gömlum nautum. En eg hefi kynt mér nautgripi.” “Það hefi eg ekki,” sagði Len, “eg mátti aldrei vera að þv;. En foreldrar mínir gátu aldrei, hvernig sem þau reyndu, aftrað mér frá að spila fjárhættuspil — monte, skal eg segja þér. Stundum vann eg skyrtu, og stundum tap- aði eg henni. Nú sem stendur” — hann horfði raunalega á ermar skyrtunnar sinnar — “mundi mig langa til að vinna mér inn skyrtu. Eg er al- búinn að veðja um, að þessi skepna er ársgömul. Ekki fellur mér það vel í geð, að fá peninga neins manns fyrir ekkert; en hafir þú löngun til að veðgja tvö hundruð dölum, og eg leggi á móti hestinn minn, söðulinn og það, sem eftir er af þessari skyrtu, þá skal eg með ánægju veðja við þig, að þetta sé‘vetrungur. Eg ætlaði að slátra honum. Við étum ekki hornin, en kjötið af skepnunum frá lóninu er einkennilega meyrt vegna einhverra efna, sem eru þar í vatninu.” “Heimskir eruð þið Texas-búar og eigið skilið að fá ráðnnigu,” sagði Pattison; “einkum þegar drengur á þínum aldri hyggur sig hafa betra vit á búpeningi en eg hef, einn hinna elztu gripakaupmanna í Kansas City.” “Eg veit að eg er heimskur að halda slíku fram,” sagði Len Hersey auðmjúklega. “En eg er með þessum ósköpum fæddur. Eg hefi ætíð verið sífeldlega veðjandi um hvað sem er. En samt sem áður ætla eg nú að veðja um það, að þetta sé vetrungur. Vilt þú veðja?” “Auðvitað vil eg það, bara til að gefa þér dálitla ráðningu. Hérna, Mr. Nabours,” sagði hann og dró upp úr vasa sínuní tvö hundruð öali, “taktu þessa tvö hundruð dali á móti söðli og hesti' þessa manns. Þú skalt vera dómari. Hann veðjar við mig um, að þetta sé vetrungur. Ert þú ánægður? Ert þú ánægður?” spurði hann svo Len Hersey, sem ennþá hélt í kálfinn. “Já,” svaraði pilturinn auðmjúkur. “Varpaðu honum niður,” sagði Nabours; “þá getum við,víst gengið úr skugga um hvor hefir réttara fyrir sér.” Hann var alveg eins alvarleg- ur og Len.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.