Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 2
2. SÍElA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. MAÍ 1948 Á annað hundrað nýbýli stofnuð á sex árum Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Með Verkar fljótt! Hér er um að ræða undrunarvert, nýtt ger, sem verkar eins fljótt og ferskar gerkökur, og á sama tíma heldur fersk- leika og fullum krafti á búrhillunni. Þér getið pantað mán- aðarforða hjá kaupmanninum yðar, í einu. Engum nýjum forskriftum eða «fyrirsögnum þarf að fara eftir. Notið Fleischmann’s Róyal Fast Rising Dry Yeast nákvæmlega eins og ferskar gerkökur. Einn pakki jafngildir einni ferskri gerköku í öllum forskriftum. 1 pakki jafngildir 1 köku af Fresh Yeast Á árunum 1941 — 1947 hefur verið veitt til 129 nýbýla 919 þúsund krónum í beinan styrk og 554 þúsund krónum sem lán. Á sama tíma hafa verið greidd- ir styrkir til endurbygginga á sveitabæjum, samkvæmt ákvörð- un nýbýlastjórnar, er nema 2,3 miljónum króna til 985 íbúðar- húsa. Þannig fórust Jóni Pálmasyni alþingismanni orð, er blaðið leit- aði tíðinda hjá honum um þessi mál, en hann er sem kunnugt er, Þegar lögin um nýbýli og sam- vinnubyggingar vóru sett árið 1935 var svo ákveðið að styrk til nýbýla mætti veita allt að 3500 kr. og sömu upphæð að láni á hvert einstakt býli. Reyndist yfirleitt mjög erfitt fyrir nýbýlastofnendur að kom- ast af með svo litla aðstoð. Árið 1941 var lögunum breytt og þá, voru sett í einn og sama laga- formaður nýbýlastjórnar ríkis ins. Flest nýbýli hafa á fyrrgreindu tímabili, verið reist í Suður- Þingeyjarsýslu, eða 27 samtals Hafa þau fengið 162 þús. kr. í styrk og 107 þús kr að láni. Endurbyggð íbúðarhús hafa verið flest í Árnessýslu, 103 sam tals. Hafa þau fengið 279 þús kr. styrk. Að öðru leyti skiptast þessi framlög eftir héruðum, sem hér segir: bálk ávæði um byggingar- og landnámssjóð, nýbýli og sam vinnubyggðir, endurbygginga styrki til íbúðarhúsa í sveitum og teiknistofu landbúnaðarins Samkvæmt þeim lögum mátti veita 6 þús. kr. styrk og 6 þús kr lán á hvert einstakt býli. En þetta reyndist fljótlega of lítill stuðningur. Fékk því Nýbýla- stjórn heimild til þess að veita beim nýbýlastofnendum, sem voru settir, nokkurn aukastyrk. Var í nokkur ár veitt til þess fé á f járlögum. Þó var engum veitt- ur hærri aukastyrkur en 7 þús. kr. Lögunum frá 1941-var svo gjör- breytt með setningu laga um landnám, nýbyggingar og endur byggingar í sveitum, sem sam- þykkt voru á Alþingi í aprílm. 1946; að fyrirlagi Nýbyggingar- ráðs og fyrrverandi landbúnaðar- ráðherra, Péturs Magnússonar. Samkvæmt þeim lögum er að- alstuðningurinn við nýbýlamynd anirnar fólginn í því að veita lán með 2% ársvöxtum, sem geiðast upp á 42 árum. Hámark lánsupp- hæðar má vera allt að 75% stofn- kostnaðar. Til þessa ákveða lögin að veitt- ar skuli 2,5 milj. kr. á ári á næstu 10 árum, í fyrsta skipti árið 1946, samtals 25 milj. kr. Af þessu fé er Nýbýlastjórn heimilt að verja til stofnunar nýbýlahverfa eftir því sem hún telur fært og hyggi- legt. Hefur þegar verið hafist handa um stofnun eins byggða- hverfis á jörðum ríkisins í Ölf- usi. — Hvernig verður framkvæmd um hagað þar? — Framræsla á landi, vegir og ræktun 5 hektara fyrir hvert býli verður kostuð af ríkisfé og byggð íbúðarhús. Býlin verða síðan leigð eða seld bændum, sem þarna vilja setjast að, en samkvæmt lögunum eru þeir skyldir að mynda með sér byggðafélag. Með hverjum hætti hafa ný- býlin helst verið mynduð und- anfarin ár? Fyrst og fremst með skipt- ingu eldra jarða, að nokkru leyti með endurbyggingu eyðijarða og a. m. k. á einum stað, í Mos- fellssveit í Lágafellslandi, með samfelldri byggð, þ. e. stofnun 6 — 7 nýrra býla. Er skynsamlegt að verja miklu fé til nýbýlastofnunar samtímis því, sem vitað er að margar jarðir, víðsvegar í sveit- um landsins eru að fara í eyði? Margir þeir, sem lítinn skiln- ing hafa á aðstöðu sveitafólks- ins halda að þetta sé ekki heil- brigt. En eg er á gagnstæðri skoðun. Það er eðlileg viðburð- anna rás að afskekktar jarðir, sem vantar vegi, síma og önnur samgönguþægindi og sem fyrir- sjáanlega er mjög erfitt að útvega þessi þægindi í náinni framtíð, fari í eyði enda þótt þeir, sem þar búa hafi sterkan vilja og sýni ótrauða viðleitni til þess að umflýja þau örlög í lengstu lög. En jafnhliða því, sem þetta gerist ber brýna nauðsyn til þess að þétta byggðina þar, sem sam- göngurnar eru bestar og skilyrð- in heppilegust til þess að geta notið þeirra lífsþæginda, sem nú- tíminn krefst. Þetta hefur margt ungt sveita- fólk skilið fullkomlega. Þess vegna er sótt meira á nýbýla- stjórn um aðstoð við nýbýla- myndanirnar en ætla mætti. — Verður það að segjast að það er gleðilegt tímanna tákn því ó- neitanlega leggur það fólk á sig mikið erfiði og tekst stóran vanda á hendur, sem klífur bratt- ann með því að stofna ný sveita- beimili. Er vonandi að framhald verði á þessu. Nýbýlastjórn hef- ur fullan hug á að veita alla þá aðstoð, sem hún hefur ráð á. Hvaða reglu hafa gilt um end- urbyggingarstyrkina ? » Þegar nýbýialögin voru rædd á Alþingi árið 1935 lagði eg til að sett yrði í lögin ákvæði um nokkurn styrk til endurbygg- inga á þeim jörðum, sem verst væru settar með húsakost. Það var fellt af þáverandi stjórnar- flokkum, en tekið upp tveimur árum síðar og þá lögfest í þeirri mynd, sem eg lagði upphaflega til. Var miðað við það að fast- eignamat bæjarhúsa væri ekki yfir 1500 kr. og mætti veita styrk til enáurbyggingar allt að 1500 kr., á hvert íbúðarhús. Þessi á- kvæði giltu þar til lögunum var breytt árið 1941. Þá var nýbýla- stjórn heimilað að greiða viðbót við þann styrk, sem svaraði vísi- töluhækkun byggingarkostnað- ar. Hefur hámark þeirra styrkja, sem greiddir hafa verið numið fimm til fimm þúsund og flestir þeirra hafa á síðari árum verið þrjú til fjögur þúsund og fimm bundruð krónur að upphæð. Með lagabreytingunni frá 1946 eru þessir endurbyggingastyrkir af- numdir en í staðinn koma lán með 2% ársvöxtum til langs tíma eins og eg minntist á í sam- bandi við nýbýlin. Hverjir skipa Nýbýlastjórn nú? Auk mín, þeir Jón alþingis- maður Sigurðsson á Reynistað, Ásmundur Sigurðsson, alþingis- maður, Steingrímur Steinþórs- son, búnaðarmálastjóri og al- þingismaður og Helgi Hannes- son, kennari á ísafirði. Framkvæmdarstjóri hennar er Pálmi Einarsson, en samkvæmt lögum frá 1946 ber framkvæmd- arstjóri nafnið landnámsstjóri. Eg vil að lokum segja það, segir Jón Pálmason, í sambandi við framtíð sveitanna, að á því er höfuð nauðsyn að byggingar yfir fólk og búfénað verði stór- lega bættur frá því, sem nú er. Það er mikill munum á lífsþæg- indum sveitafólksins varðandi húsakost og fólksins í hinum stærri bæjum. Er þar að finna eina aðalorsök fólksflutninganna úr strjálbýlinu. Hinu opinbera ber því skylda til þess að stuðla meir að því en verið hefur að bæta húsakost fólksins í sveitun- um. í því sambandi er þó ekki hægt að komast hjá að minnast þess, að það, sem sveita fólkið þráir mest og tengir bjartastar vonir við, er raforkan. Þar býður óleyst stærsta vandamál hinnar íslenzku strálbyggðar enda þótt xaforkulögin frá 1946 séu mjög merkileg lög og stórt spor í rétta átt. —Mbl. 9. marz BROSIÐ SEM HVARF Mikil alvara hefur gagntekið Evrópumenn. Við getum talað við Englending tímunum saman, án þess að honum stökkvi bros, og ef hann brosir, flýgur manni ósjálfrátt í hug, að þetta bros hans sé “eins og geymt frá lið- inni tíð”. Slíkt er naumast til- tökumál, þegar á það er litið, — hvað enska þjóðin hefur orðið að þola á þessari öld. Þær eru ekki fáar fjölskyldurnar meðal vest- urveldanna, sem hafa þá sögu að segja, að heimilisfaðirinn féll í heimsstyrjöldinni 1914 —18 og sonur hans í seinustu heimsstyrj- öld. Er nokkur furða, þótt ekkj- ur þessara manna beri nokkurn kvíðboga fyrir framtíð drengj- anna, sem nú eru að komast á legg og eru farnir að læra að axla byssur nýfermdir? Sí og æ er verið að berjast einhvers staðar á hnettinum, og á háværum “frið- arráðstefnum” sitja stjórnmála- mennirnir og vita oft og einatt ekki sitt rjúkandi ráð. íslendingar, sem koma til Dan- merkur hafa þótzt veita því at- hygli, að brosið og léttleikinn, er einkenndi Dani fyrir stríð, sé nú hvort tveggja horfið. Það er talsvert til í því. Danir eru sárir og óknægðir. Þeir eru sífellt að hugsa um þjáningar sínar á her- námsárunum og allt það tjón, sem Þjóðverjar ollu þeim þá- — Norðmenn bíta á jaxlinn, reyna til að gleyma liðnum hörmung- um og hamast við að vinna að endurreisn atvinnuvega sinna. En Danir eiga bágt með að gleyma því böli, sem þeir urðu að þola. Þeim finnst, að þeir hafi gersamlega glatað fimm dýrmæt- um árum. Að undanförnu hafa þeir verið að hreinsa til 1 þjóð- félaginu og dæma föðurlands- svikara, er unnu með Þjóðverj- um, í sektir, réttindamissi, fang- elsi og jafnvel til lífláts, hópum saman. Snemma í maí s. I. vor fór t. d. fram aftaka nokkurra danskra spellvirkja frá hernáms- árunum. Fyrirlitning allrar dönsku þjóðarinnar fylgdi þeim til aftökustaðarins. Þeir, sem álása Dönum fyrir heift þeirra í garð Þjóðverja og sinna eigin 5. herdeildarmanna, ættu að fletta myndabók einni mikilli, sem gefin hefur verið út í Danmörku og nefnist: “5 ára hernámið í myndum”. Þar eru samtals 539 myndir og flestar þeirra af spellvirkjum, sem unn- in voru í Danmörku á hernáms- árunum frá 9. apríl 1940 til 5. maí 1945. Inngangsorð ritar dr. Poul Nörlund, forstöðumaður' danska þjóðmiftjasafnsins, en Ernst Mentze stuttan formála. Óllu hroðalegri, en jafnframt yfirlætislausari bók en þessa hef eg naumast haft handa á milli. Fjöldi ljósmyndara hefur lagt til efni í bókina, og hafa myndir hennar verið valdar úr mörgum þúsundum mynda. Framan á bókinni er mynd af hinni al-i kunnu standmynd af sjóhetjunni; Niels Juul, en í baksýn sést stór- hýsi Austur-Asíu siglingafélags- ins í ljósum logum. Eyðilögðu Þjóðverjar það í hefndarskyni, og var það tjón eitt metið á 3 milljónir króna. Margar mynd- irnar sýna skemmdir á dönskum mannvirkjum og misþyrmingar á fólki. Sú mynd bókarinnar, sem orka mundi einna mest á íslend-! inga, er af hinu misþyrmda líki skáldprestsins Kaj Munks, er fannst myrtur skammt frá Silki-' borg 5. jan. 1944. Danskir föður-i landssvikarar í þjónustu Þjóð-' verja voru valdir að morði Kaj Munks, sams konar menn og líf-; látnir voru í maí s. 1., eins og áð-l ur er getið. I v Dönum telst til, að þeir hafi tapað 12 milljörðum á hernámi Þjóðverja. Því tjóni eiga þeir örðugt með að gleyma. En þeir hafa. líka lært mikið á árunum 1940 — 45. Meðal annars hafa þeir komizt að raun um, hvílík hætta sérhverri þjóð stafar af íöðurlandssvikurum sínum, þess- ari undarlegu manntegund, sem ávallt virðist reiðubúin til að fremja hvers kyns glæpi á sam- borgurum sínum og baka þjóð sinni í heild hvert það tjón, er vera skal, í blindri auðsveipni við erlenda valdhafa, einungis ef fé eða völd eru í boði. Þessa manntegund notuðu Þjóðverjar í Danmörku og Noregi til að fremja ýmis þau óhappaverk, er þeir töldu sjálfum sér ósæmandi að koma nálægt. Danir og Norð- menn hafa með dýrkeyptri reynslu öðlazt næsta nytsamlega þekkingu á þessum vanmetakind- um þjóðfélagsins. —Samtíðin FRÉTTIR FRÁ ISLANDI Yfir eitt þús. skíðamenn í Skíðasambandi íslands Yfir eitt þúsund virkir skíða- menn eru nú skráðir innan vé- banda Skíðasambands íslands. Eru þeir meðlimir í þeim sjö hér- aðasamböndum, sem að SKÍ — standa, en þau eru: Héraðssam- band, Suður-Þingeyinga, íþrótta bandalag Hafnarfjarðar, íþrótta- bandalag Strandasýslu, Skíðaráð Akureyrar, Skíðaráð ísafjarðar, Skíðaráð Reykjavíkur og Skíða- ráð Siglufjarðar. Frá þessu er skýrt í skýrslu stjórnar Skíðasambands íslands fyrir starfsárið 1947 — 48. Hér í Reykjavík voru skíða- mennirnir 260, á Akureyri 250, á Siglufirði 159, á ísafirði 138, á Ströndum 110, í Hafnarfirði 43 og Þingeyjarsýslu 41. Veturinn 1946—47 voru haldin níu opinber skíðamót, sem stjórn SKÍ barst skýrsla um. Voru sam- tals um 500 keppendur í þeim. Fjölmennast var skíðamót Ak- ureyrar með 130 keppendum. 160 þáttakendur vpru í skíðamóti Reykjavíkur og 82 í skíðamóti íslands. Samkvæmt skíðahandabókinni, sem gefin var út 1946, og skýrslu stjórnar SKÍ eru nú 40 skíða- menn í A-flokki í skíðagöngu, 41 í A-flokki í skíðastökki, 67 í A- flokki í svigi og bruni karla og 51 í A-floki í svigi og bruni kvenna. —Mbl. 10. apríl Wedding Invitatlons and announcements Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar er hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. BORGIÐ HEIMSKRINGLIT— því gleymd er goldin skuld WORLD TRADE WEEK MAY 30th to JUNE 5th World Trade Week^s being observed throughout Canada from MAY 30 to JUNE 5 in an effort to bring to the attention of the people of Canada, the importance of Canada’s World Trade. The high standard of living we as Canadians now enjoy, is directly responsible to World Trade, and, if this can be clearly understood by us all, World Trade Week will be considered successful in every way. THIS SPACE CONTRIBUTED BY SHEA’S WINNIPEG BREWERY LTD. Veitt lán og styrkir úr nýbýlasjóði árin 1941 —1947 Sýslur og Kaupstaðir Talabýla Lánv. Styrkv. Gullbringusýsla 1 5,000,00 1,500,00 Kjórsársýsla 2 11,000,00 22,179,90 Borgarfjarðarsýsla 6 36,000,00 54,665,00 Mýrasýsla 2 8,000,00 Snæf.- og Hnappadalssýsla.. 5 29,500,00 29,948,20 Dalasýsla 0 000,000,00 000,000,00 Barðastrandarsýsla 1 6,000,00 7,182,50 Vestur-ísafjarðarsýsla .. ‘ 1 6,000,00 4,500,00 Norður-ísafjarðarsýsla 2 500,00 3,035,92 Strandasýsla 6 30,000,00 50,946,50 Vestur-Húnavatnssýsla .... 4 21,000,00 29,000,00 Austur-Húnavatnssýsla .... 1 6,000,00 13,8^7,50 Skagafjarðarsýsla . . 11 43,700,00 102,642,25 Eyjafjarðarsýsla 8 38,500,00 58,809,60 Suður-Þingeyjarsýsla . . 27 107,700,00 162,785,06 Norður-Þingeyjarsýsla 3 16,000,00 27,157,50 Norður-Múlasýsla 5 10,000,00 31,872,00 Suður-Múlasýsla 9 27,000,00 47,109,40 Austur-Skaftafellssýsla .... . . * 2 14,500,00 30,383,05 Vestur-Skaftafellsýsla 3 15,500,00 20,400,00 Rangárvallasýsla . . 12 56,000,00 89,548,80 Árnessýsla .. 17 74,000,00 119,956,20 Akureyri 1 2,340,30 Vestmannaeyjar 1 2,000,00 129 553,900,00 919,893,78 Endurbyggingarstyrkur greiddur á árunum 1941—1947 Sýslur Tala býla Krónur Gullbringusýsla 19 52,100,00 Kjósársýsla 7 18,900,00 Borgarfjarðarsýsla 19 42,500,00 Mýrasýsla .... 35 60,400,00 Hnappadalssýsla 13 34,400,00 Snæfellsnessýsla 59 139,400,00 Dalasýsla 51 107,600,00 Barðatsrandarsýsla 28 70,300,00 Vestur-ísaf jarðarsýsla .... 23 49,400,00 Nroður-ísaf jarðarsýsla .... 20 32,400,00 Strandasýsla .... 38 93,170,00 Vestur-Húnavatnssýsla . .. .... 32 55,200,00 Austur-Húnavatnssýsla ... 32 79,400,00 Skagafjarðarsýsla 80 201,150,00 Eyjafjarðarsýsla 61 151,400,00 Suður-Þingeyjarsýsla .... .... 76 165,600,00 Norður-Þingeyjarsýsla ... 26 52,675,00 Norður-Múlasýsla' 53 120,500,00 Suður-Múlasýsla 59 127,800,00 Austur-Skaftafellssýsla .. 30 50,900,00 Vestur-Skaftafellssýsla ... .. . . 36 81,900,00 Rangárvallasýsla 85 240,800,00 Árnessýsla .... 103 278,989,75 985 2,306,284,75 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.