Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 5

Heimskringla - 26.05.1948, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 26. MAÍ 1948 HEIMSKRINGLA 5. SIÐA “Heimur versnandi fer” Haft er eftir Montgomery niarskálki og vísigreifa, að yfir heiminn gervallan gengju nú ein-^ hverjir hinir ægilegustu hættu-i límar, og Bretland yrði að standa á verði gegn slíkum byltingum í mannfélagsmálum allra þjóða og ^anda, að ekkert þvílíkt hefði komið fyrir síðan á dögum Róm- verja. Er það auðvitað vonlegt að slíkur maður sem Montgomery n^arskálkur, byggi traust sitt á því, að Bretland megi sín ennþá ndkils, þegar kemur til þess að hafa áhrif á heimsviðburðina, en margt er nú öðru vísi en áður var. ★ • Gen. Albert Orsborn, aðal-yfir- foringi Sáluhjálpar-herstofnun- arinnar, sagði hér nýlega, að Englendingar drykkju eins mik- áfengi og Ameríkumenn, en yrðu þó ekki eins drukknir. Út- skýrði hann jafnframt, að það vasri ekki af því að Englendingar Þyldu meira, heldur væru áfengir árykkir á Englandi ekki nærri eins sterkir og bruggið í Ame- ríku. Tryggvi og Gagnrýnin Scholarships for Barley Research Pive scholarships good in aný Canadian university which und- ertakes barley research, are be- lng offered by the newly formed Earley Improvement Institute which started its work May lst from its head offices in Winni- Peg. The scholarships are being Provided to encourage univers- lty graduates to take advanced study courses in barley research. is hoped that this may help to hurry the work of producing new and better varieties. The work of the Institute is hdng financed by the brewing ,and malting industries of Can- ada. Þann 1. ágúst (1836) var vor heiðarlegi sagnaskrifari, Jón sýslumaður Espholín, um morg- Uninn staddur á Víðivöllum í ^hagafirði hjá þeim fræga öld- Ungi séra Pétri prófasti Péturs- syni og var á tali við hann. Fann hann þá á sér svefnþunga mikinn. kona séra Péturs bauð honum að leggja sig til svefns. Espholín afþakkaði það. Reið síðan heim- ^eiðis með pilti, er hann hafði til fylgdar. En á leiðinni hneig Esp- holín af hestinum og andaðist haeglega lítilli stundu síðar, 67 ara gamall (Daði fróði).Mbl. Hvað veldur gremju þinni, Tryggvi ? Þyrstir þig í þrætu? Eg lái þér ekki, þótt þú verðir leiður á eilífri flatneskju. Engar hæðir, engin fjöll í hugsun orði eða verki, meðal vor Vestur-fslendinga. Vér erum eins og umhverfið sem vér dvelj- um í og mótumst af. Verst er, að þú, svona nýkom- inn úr fjall-lendinu og andlega f jörinu á ísl., virðist vera að smit- ast af ládeyðunni og loðmælsk- unni í v.-ísl þjóðlífi, svo, að eg held þú sért að renna gönu- skeið ofan í sjálfan þig með rit- pinkli þínum í “Lögberg”, þann 20. maí, s. 1. með fyrirsögninni, “Hljómleikar og gagnrýni”. Þú hallar máli þínu að Mrs. I. J., sem reit umgetningu af sam- komu Icelandic Canadian Club í blaðið og þér fannst “ómakleg”. Um það ræði eg ekki. Mrs. I. J. getur vel svarað fyrir sig sjálf. En af því sé eg, að þig “þyrstir í glaðan leik” og því ekki að veita þér hann. Þú ræðir um ósanngjarna rit- dóma í sambandi við samkomuna þann 10. maí síðastliðinn. Eg hefi enga ritdóma séð í blöðunum um þá samkomu, og gjörði ekki held- ur ráð fyrir að sjá þá. Varð eg því ekki lítið undrandi er eg las grein þína. f blöðunum las eg aðeins um- getning um samkomuna. í öðru blaðinu var hún látlaus og loðin, en í hinu var svolítil skorpíóna í endanum, sem ekki var alveg ástæðlaus. Eg vil benda þér bróðurlega á, Tryggvi, að umgetning um eitt- hvað í blaði, er ekki sama og gagnrýni. í skrifi þínu um hina í-mynd- uðu gagnrýni, finnst þér mikið til um, að hljómsveitin, sem lék á samkomunni umrætt kvöld, hafi orðið fyrir hornapoti gagn- rýnenda! ! Ekki hygg eg að þeir séu margir, sem ánægju hafa haft af því, hvernig hljómsveitin fór með lögin hans Hjartar. Eg var einn af þeim sem varð fyrir miklum vonbrygðum. Ekki hvað lögin eða leiðarann snerti, held- ur hvað illa það var undirbúið. Þú talar um, að hljómsveit og leiðari þurfi að skilja hvort ann- að. Alveg rétt. En það getur ekki orðið á einni æfingu og allra sízt þegar þeir, sem æft var með koma ekki allir en setja aðra í sinn stað. Getur nokkrum komið til hugar, að góð túlkun geti orð- ið á nýjum og óþekktum lögum B R É F Sufrfront t&e ! CHILDREN’S HOSPITAL $1,500,000 BUILDING FUND Til kaupenda Heimskringlu og Lögbergs Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn og 50ý á eins dálks þumlung fyrir samskota lista; þetta er að vísu ekki mikill tekjuauki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. THE VIKING PRESS LTD. TIIE COLUMBIA PRESS LTD. með slíkum undirbúningi. Ekki við öðru að búast en lögunum sé misþyrmt. (Farið illa með þau). Þó illa færi, gjörir það Mr. Lár- usson ekkert til. Hann er svo frægur fyrir list sína sem leiðari hljómsveita sunnan línunnar, að þessi mistök gjöra honum engan| skaða, jafnvel þó maður viti að listrænum lnanni eins og honum, hefir verið þungt innanbrjóst yfir hvernig fór, þó hann ætti enga sök á því. En það dylst engum, að hér var um fljótræði undirbúning að ræða af hálfu þeirra sem fyrir þessu stóðu. — Ánægja áheyrenda var mest inni- falin í því, að sjá lipurð og leikni þessa aldraða hljómlistar stjóra og tónskálds, leiða hljómsveitina um allar hennar torfærur seni undirbúningurinn olli. Annars var þessi skemtiskrá svo stór og viðamikil, að vel hefði mátt skipta henni í tvær samkomur. Hefði það verið nær, því betur hefði þá verið vandað til hvers einstaks atriðis. Ef eitthvað er þess virði, að það sé gjört, þá er það virði að það sé gjört vel. Þú, Tryggvi, kemur með langa lexíu um hvað gagnrýni sé, eins og enginn íslendingur vestan hafs viti hvað gagnrýni er og þú þurfir því að upplýsa þá um það. Eftir þeim kennzlupistli að ræða sem “Lögbergs” grein þín túlk- ar, er mér nær að fallast á, að flestir Vestur-íslendingar, sem fögrum hljómleik og tónum unna, séu færari þér að dæma um hvað gagnrýni er. Þú segir í grein þinni: “Til þess að geta gagnrýnt hlutdrægnislaust, þarf sá, er gagnrýnir, að vera þaulkunnug- ur þeim viðfangsefnum, sem átt er við á hverjum tíma. Annars er hann ekki hæfur til slíkra hluta.” Já. Þetta er nú gott og blessað. svo langt sem það nær. En, — heyrðu! — Ef þú ætlar að gagn- rýna, eða mótmæla því sem gagn- rýnt er, er þá ekki einnig nauð- synlegt, að þú sért þar viðstadd- ur? Jafnvel þó þú sért búinn að vera við hljómlista störf í 20 ár”, getur þú ekki dæmt um hvort vel eða illa hefir verið gjört ef þú ert ekki til staðar að hlusta á það sem fram fer. Þú reynir að mæla: með því sem fram fór á þessari samkomu, en þó komst þú ekki á samkomuna fyrr en rétt í tíma til að hlusta á sjálfan þig. Þú ræðir svo mikið um gagn- rýni, að manni verður á að hugsa, að þér hafi gramist, að gagnrýni fór ekki fram á hverj- um lið skemtiskrárinnar, svo að þú gætir fræðst um hvernig fólki hafi fallið í geð, að hlusta á þig. Eg bygg samt, að þér hefði ekki orðið sú gagnrýni til gam- ans því kvæðalist þín var ekki á “marga fiska”. Þú söngst marg- ar vísur undir sömu stemmu, að- eins í breyttri tónhæð. Þegar þú fórst að kveða vísuna, “Hér er ekkert hrafnaþing”, hélt eg þú mundir koma með stemmuna, — sem þessi vísa var oftast kveðin undir heima á fslandi, Vatnsdæl- ingastemmuna. Nei. Þú hefir líklega ekki kunnað hana heldur. Þú hefir karlmannleg hljóð, Tryggvi, og laglega Baritone rödd, en þú kannt ekki að kveða. Davíö Björnsson Icelandic Canadian Club We have room in our Winter issue of The Icelandic Canadian Magazine for a number of photo- graphs for Our War Effort Dept. We are anxious to have a com- plete record of those, of Iceland- ic descent, who served in the armed foroes of Canada and the United States. Kindly send photographs if at all possible as snapshots do not make a clear newspaper cut. Information required: Full name and rank, full names of parents or guardians, date and 3498 Osler St„ Vancouver, 16. maí Ritstj. Hkr.: Kæri vinur: Eg held að eg megi segja fá- ein orð þó eg sé varla í færum til þess. Það er eins og engin vilji gleðja Heimskringlu með að senda henni eitthvað sem gaman er að hér frá Vancouver. Eg hélt hún ætti hér góða kunningja. Þá ætla eg að segja fáein orð um íslenzka elliheimilið. Aldrei er góð vísa of oft kveðinn. Þetta er stór og mikil höll eins og eg var búinn að segja. Nú skulum við, lesari góður, koma inn og sjá hvað er innan borðs. Já, þar er svo margt fallegt að það dugar ekki upp að telja, það yrði stærra en Jóns postilla. Það er um 30 manns hér í höllinni sitt af hvoru körlum og konum, og heilsufar, með ágætum eftir hætti því þett- að er reglulegt himnaríki á vorri jörð. Eg skal segja þér landi, eg hefi mætt mörgum gömlum kon- um um æfina en engum eins ynd- islegum eins og þær eru hér, þær virðast yngjast upp fyrir hvíld- ina, þær synast vera færar í flest- an sjó, þær geta dansað við þig, ef þú bíður þeim upp, þær ganga ekki við staf þegar þær fara út en sunlir karlmennirnir brúka staf, bæði úti og inni. Eg brúka staf þegar eg er úti upp á meiri móð. Við erum ný búnir að missa vinnu- og matreiðslukonuna mér þótti fyrir því og öllum hér, og aðrar 2 eru komnar í staðinn. Þær eru enskar, mér líst vel á þær og svo eru fleiri. Það var ekki hægt að fá íslenzkar konur. Svo ekki meira um þær. Þá erum við karlmennirnir ekki amalegir eða svona eins og gengur dálítið með skiftar skoð- anir. Það sker í brínu á milli okk- ar út af pólitík, en það gufar út jafnóðum enda væri ekkert ‘fonn’ ef við værum allir sammála. Svo sitjum við og þyljum til kl. 9 á kvöldin. Já, það fer vel um okk- ur. Góðir gestir koma hér margir til að sjá þetat undrahús. Það er stundum messufært en þá vantar prestinn. Eg get ekki farið að telja upp nöfn þeirra, aðeins skal eg geta um tvo dómarana, Joseph Thorson, sem eg hef þekt síðan að hann var svolítill drengur og alla þá familíu; hinn var lög- maðurinn Einar Símonarson frá Blaine í Washington. Jæja vinur minn, það eru allir hér að verða vitlausir út af tíðar- farinu nema eg. Eg er orðinn því svo vanur, .búinn að vera hér á ströndinni í 28 ár. Það hefir samt verið óvanalega kalt þessa síðast liðnu mánuði, það hefir verið hér grænt gras í allan vetur og nú glitra hér blóm um glestann völl og gullroðin verða Klettafjöll. Og himininn heiður og blár og hafið er skínandi bjart. Engar almennar fréttir frá Vancouver og frá Campbell River, þar er alt á framfara vegi. Svo fer eg að setja botninn í þetta rugl og óska öllum gleði- legs sumars austur þar og alls góðs. Þinn einlægur, K. Eiríksson Svo eru hér vísur ef þú vilt lofa þeim að fljóta með: Teygist úr þessum tíma hér tóbakslaus eg orðinn er. Æ þessi örlög eru hörð, alveg eins og skötu borð. * Þessi maður sem þarna fer þrífst hér eftir vonum, á handahlauppum altaf er á eftir þessum konum. Clubs, Churches, Business Firms! JCet EATON'S Shopping. Setvice Select Your Picnic Prizes It’s such a chore to buy, wrap and tag a multitude of prizes for large picnics . . . to know what’s suitable, and then to find time to shop. That’s where EATON’S Shopping Service will help ýou. Just give us a line-up of your sports events, the age groups, sex; etc., how much you want to spend, and we will do the rest. Jón Thorvaldson Fæddur 12. maí 1883 — Dáinn 16. marz 1948 f Jón Thorvaldson lézt að heim- ili sínu í Calgary, Alberta, 16. marz 1948. Hann kom til þessa lands 1905, og settist að í Red Deer, Alberta. Hann var ættaður frá Skaftholti í Ytrahreppi í Ár- nessýslu og er hann af góðum ættstofni kominn. Þann 3. apríl giftist hann eftir- lifandi ekkju sinni, Sesselju dótt- ir Ófeigs Sigurðssonar í Red Deer. Árið 1912 flutti Jón til Cal- gary, Alberta. Eftir stutta dvöl þar, fékk hann stöðuga atvinnu hjá C.CP.R. félaginu og vann hann hjá því félagi í samfleytt 32 ár. 1946 varð hann fyrir því mót iæti að fá slag, og eftir það var hann altaf heilsuveill, og ekki vinnufær. Þann 16. marz 1948 lézt hann í svefni. Hann til- heyrði “The Brotherhood of Railway Trainmen. Hann lifa ekkja í Calgary, Al- berta, ein dóttir, Mrs. G. R. Hen- derson í Elrose, Sask.; einn son- ur, Wallace, í Nerman, Okla- homa, er hann við nám við Uni- versity of Oklahoma, að læra Petroleum Engineering; og tvö barnabörn. Einn bróður á hann í Reykjavík og þrjár systur, og eina systur í Vestmannaeyjum á fslandi. Útförin fór fram frá Jacques útfararstofunni þann 19. marz, þar sem fjöldi af vinafólki hins látna var saman kominn. Kistan var þakin í blómum, og útförin hin virðulegasta. Hann var jarð- settur í Union grafreitnum. Rev. A. R. Hubbard þjónustaði við útförina. Jón heitinn var mætur maður, vel látinn og vinsæll af öllum sem kyntust honum, það ber því bezt vitni hvað lengi hann vann hjá sama félaginu. Hann var ætíð glaður og fjörugur í anda, og Bkemtinn í viðræðum. Á yngri árum var hann talinn góður söng- maður, og æfði hann það talsvert, er hann var á því skeiði. Með Jóni Thorvaldsyni er fallinn í valinn einn af okkar góðu og gildu íslendingum. O. S. Skilarétt, — kvæði — eftir P. S. Pálsson Eftirfarandi taka á móti pönt- unum og greiðslu fyrir þessa bók: K. W. Kernested, Gimli, Man. Mrs. Guðrún Johnson, Árnes Man. Séra Eyjólfur J. Melan, River- ton, Man. Tímóteus Böðvarsson, Árborg, Man. Mrs. Kristín Pálsson, Lundar, Man. Th. Guðmundsson, Leslie, Sask J. O. Björnsson, Wynyard, Sask. Chris. Indridason, Mountain, N. Dak. M. Thordarson, Blaine, Wash. J. J. Middal, Seattle, Wash. Björnssons Book Store. Winni- pæg, Man. The Viking Press Ltd., Winni- peg, Man. P. S. Pálsson, Winnipeg, Man. Bjöm Guðmundsson, Reykja- vík, Iceland Árni Bjarnarson, Akureyri, Ice- land. place of birth, date of enlistment and discharge, place or.places of service, medals and citations. There is no charge. Kindly send the photographs and information to: Miss Mattie Halldorson ?13 Ruby St. Winnipeg, Man. Winnipeg, Man. 8 ' VERZLUNARSKOLANAM Aldrei hefir verið eins nauðsynlegt og ein- mitt nú, að hafa verzlunarskóla mentun, og það fólk sem hennar nýtur hefir venju- lega forgangsrétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Vér höfum nokkur námsskeið til sölu við fullkomnustu verzlunarskóla í Winnipeg. Spyrjist fyrir á skrifstofu vorri þessu viðvíkjandi, það margborgar sig. The Viking Press Limited Banning og Sargent WINNIPEG :: MANITOBA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.